Tíminn - 21.12.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.12.1936, Blaðsíða 2
206 TlMlNN til að nema úr gildi lög, sem Alþingi hafði samþykkt. Fyrir kommúnistum og naz- istum vakti það eitt, að gera upphlaup og óspektir og að reyna að láta líta svo út að lýðræðisflokkarnir, samvinnu- menn og verkamenn, gætu ekki haldið uppi lögum og reglu í landinu. Bílstjóraverkfallið rann að vísu út í sandinn eins og mátt- laus skrípaleikur. Ef hér hefði verið skipuleg vinnulög- gjöf, hefði þessi skrípaleikur ekki getað átt sér stað. Hér var ekkert tilefni til verkfalls, engir aðilar til að mætast, því að Alþingi annarsvegar og Jak- ob og Meyvant hinsvegar, gel:a aldrei skoðast málspartar í verkdeilu. Ef félag bílstjóra hefði fengið hina eðlilegu íresti, og samstarf við sátta- semjara, myndu betri menn fé- lagsins hafa fengið aðstöðu til að hindra þennan bjánaskap, sem var bæði þeim og höfuð- staðnum til minnkunar. Hinir friðsömu verkamenn eru nú sjálfir í hættu fyrir i'vítu verkföllunum. Verstu ó- vinir verkamanna, kommúnist- ar og nazistar, geta hrópað upp um verkfall, í nafni verka- manna, en raunverulega á móti verkamannaflokknum, og þeirri stjórn, sem flokkurinn styður. „Hvítu verkföll" kommún- ista og nazista hafa nákvæm- lega sömu þýðingu hér í hinu íitla landi og hjá lítilli þjóð, eins og hin stóru upphlaup sömu aðila í Frakklandi. Og fyrir tveim eða þrem sólar- hringum, lét fyrirliði Alþýðu- flokksins í Frakklandi þingið vaka heila nótt til að sam- þykkj a svo skarpar hömlur á ólögleg verkföll, að auðséð er að franskir socialistar skilja til fulls, að fjandmenn þeirra ætia að eyðileggja frelsi og framtíð vinnandi manna í land- inu, með „hvítum verkföllum". IX. Um leið og ég enda greina- kaflana um vinnulöggjöf og skyld atriði vil ég taka dæmi, sem sýnir áþreifanlega, að bæði verkamenn og atvinnu- rekendur, geta ekki reltið skipti sín án þess að um þau gildi lög cg réttur. Vegna þess hve lítið hefir verið ritað óhlutdrægt um vinnulöggjöf, hættir mörgum verkamanni við að álíta, að hér sé aðeins að ræða um þvingun á þá, að þeir séu alltaf tapandi partur, og að þeir megi þess- vegna ekki við því að skerða rétt sinn til að geta haft mál fram með ofbeldi. í fyrsta lagi er það að athuga með þessa kenningu, að fátæklingarnir græða aldrei á ofbeldi. Það eru emmitt fátæku stéttirnar, sem hafa byggt ríki nútímans á skipulegum réttarfarsgrund- velli. Ofbeldið gefur hnefarétt- inum svigrúm til sigurs. Eftir að fá'tæklingamir höfðu í einu landi tekizt að vinna bráða- birgðasigur með ofbeldi, tóku auðmenn heimsins upp sömu aðferðina, einræðí minnihlut- ans, stutt með ofbeldi. í skjóli við þá aðferð, sem lcommúnist- ar fundu upp í Rússlandi 1917, hefir auðvaldsstétt margra annara landa lagt á öreiga síns lands sömu þrælaviðjamar eins og kommúnistar Rússa lögðu á efnamenn sinnar þjóðar. Ein af þeim röksemdum, sem ég hefi heyrt greinda verka- menn halda fram móti vinnu- löggjöf, er að þá myndu „svartfætur", að verkfallsbrjót- ar hafa betri aðstöðu til að grafa undan félögum sínum. En ég held að þetta sé bláber misskilningur. Skynsamleg vinnulöggjöf ger- ir ráð fyrir, að áður en verk- bann eða verkfail skellur á, verði ábyrgður meirihluti at- vinnurekenda eða verkamanna að standa bak við sóknina, og allar skynsamlegar sátta- og meðlimatillögur að hafa farið fram. En stundum tekst ekki að ná sættum, og verkbann eða vinnustöðvun hefs't þrátt fyrir allt sem gert er til að afstýra því. Þá hefjast átök milli at- vmnurekenda og verkamanna, sem geta verið háð eins og rétt leikin knattspyrna. Sá að- ilinn, sem er sterkari, sigrar að lokum, og það án tillits til þess hvor aðili hefir betri mál- stað. Nú óttast verkamenn, að í slíkri vinnustöðvun, sem væri í alla stað lögleg glíma, myndu vinnuveitendur fá „svartfæt- ur“, þ. e. s'téttarsvikarana, sem hlypu í skarðið. Verkamenn segja að í þessum tilfellum sé freistingin mikil fyrir þá, að láta handaflið ráða og góma „svartlappirnar". Þá er ofbeld- ið byrjað, frá hálfu verka- manna og að vonum spyrja at- vinnurekendur þá: „Hvers- vegna beitum við þá ekki of~ beldi líka, úr því ofbeldi er komið í spilið?“ Og hver er þá hagur þeirra, sem vöktu innan- landsófriðinn ? „Svartfæturnir11 eiga að falla á öðru bragði en ofbeldi verka- manna. í skynsamlegri vinnu- löggjöf eru „svartfætur“, ólög- legir, alveg á sama hátt og áhorfandi knattleiks gerði ólög- mæta og saknæma framkvæmd með því að grípa inn í leikinn og varpa knettinum til óhagn- £iðar öðrum leikflokknum. Ef verkfall eða verkbann er íé'tt hafið og rétt rekið, sam- kvæmt landslögum og samning- um ^nilii aðila, þá getur það að \ísu verið skaðlegur leikur, en hann er löglegur eftir nútíma- liugmyndum um þjóðskipulag og athafnafrelsi. Og í þessum leik eru „svartfætur" ólöglegir og sakfellanlegir aðilar, bein- línis að lögum landsins. Vinnulöggjöf, sem er réttlát- lega samin og heiðarlega fram- kvæmd, skapar enga paradís hér á jörðu. En hún gerir kleift fyrir þjóð að hafa siðað mannfélag. X. Aðstaða íhaldsins til vinnu- íriðarins í landinu er nokkuð torráðin gáta. Að vísu mun rnun mega fullyrða að megin- hluti hinna ráðsettari íhalds- manna telji sig vera hlymita vinnufriði, og viti ekki annað en þeir séu það. En mörgum slíkum manni mun þó skapi næst að hugsa sér vinnulöggjöf aðallega sem fjötur á verka- mannastéttina, en ekki eins og réttar- og siðabót fyrir bæði verkamenn og atvinnurekend- ur. Samt hygg ég að þegar á reynir muni meginhluti íhalds- kjósenda fús að sætta sig við réttláta vinnulöggjöf, ef hún er á boðstólum. En þetta nær ekki til allra íhaldsmanna. Lélegasti hluti flokksins vill ófrið og upp- reistir. Þeir lesa sér til ánægju i Vísi og' Mbl. frásagnir um þá menn sem með svikum og ill- virkjum hafa brotið niður frelsi og manndóm í sumum gömiu menningarlöndunum. Allur sá hluti íhaldsins, sem er gegnsýrð ur af hinum erlendu ofbeldis- hugsjónum, stendur enn raun- verulega undir merki Jakobs og Meyvants, við hlið kommúnista- leiðtoganna. Takmark þeirra er „hvít“ verkföll eins og bifreiða- stjórauppþotið um jólin í fyrra eða götubardagar eins og 9. nóv. 1932. Þessi tvískipting í huga í- haldsins kemur fram í meðferð málsins í fyrra. Hinir betri menn flokksins ráða því að flutt er frumvarp um málið, þar sem ýmislegt er tekið, sem betur má fara, þó að gallarnir séu margir. En til að vera á oddinum við opinbera meðferð málsins eru valdir menn, sem eiga að vera „hræður“ í augum verkamanna. Það á með þess- um „forvörðum" íhaldsins að styrkja þá trú verkamannanna að hér eigi að hiunnfara þá, eins og braskarar eru vanir að gera við hrekklausa iðjumenn. XI. Úr þessu efni verður Fram- sóknarflokkurinn að spila, eft- ir því sem unnt er, við lausn málsins. Það þarf að viðurkenna og nota til fulls þann borgara- lega vilja, sem til er í vissum hluta Mbl.-flokksins um viðun- andi lausn málsins. Á sama hátt þarf að styðja þann vilja sem áreiðanlega kemur víða fram hjá verkamönnum, að draga vinnudeilurnar af vettvangi ó- láta og áfloga inn á svið rétt- arfars og sæmilegra manna- siða. En eins og nazistarnir í íhaldsflokknum reyna að draga betri menn flokksins til sín út í ófæruna, þannig eru kommún- istarnir allstaðar á verði til að æsa verkamenn upp á móti því að byrja að vinna friðsamlega að málefnum sínum og lands- ins. Það er engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn kom á löggjöfinni um sáttasemjara í vinnudeilum. Það er hið var- aniega hlutverk Framsóknar- flokksins að miðla málum milli hinna „harðandstæðu flokka“ í bæjunum, eins og Tr. Þ. komst oft að orði. Og í þessu máli reynir alveg sérstaklega mikið á Framsóknarmenn, að hi'elcja íriðarspillana, nazista ok komrn unista af leikvellinum en hjálpa \ erkamönnum og hinum sönnu atvinnurekendum til að mætast sem jafn réttháir aðilar, og semja um að nota ekki eitur- gas og sprengjur í viðskiptum sínum, heldur vinsamlega sam- vinnu og leikreglur vel siðaðra manna, þegar ekki verður kom- ist hjá hörðum átökum um hagsmunamál beggja. J. J. Frá aðalfundí F£sksölmt» sambat&dsins Áhrif KveldúISs Yf í r 111 yfir tölu sláturdilka 1936 og "meðalkroppþunga þeirra haustin 1936, 1935 og 1934. Sláturstaður. Dilkatala. M e ð a 1 k r o p p þ y n g d 1936 1935 1934 Borðeyri 7392 15,90 14,73 14,75 Hólmavík 6733 15,79 14,94 14,49 Arngerðareyri 2158 15,48 14,73 14,45 Óspakseyri 541 15,35 15,30 14,75 Króksfjarðarnes 3204 15,33 15,17 14,68 Reykhólar 1009 15,20 innif. í Króksfjarðarnesi Búðardalur 10941 15,01 14,13 14,72 Vatnsfjörður 1558 14,55 innifalið í ísafirði Hvaminstangi 20376 14,53 14,28 13,54 Flatey 4369 14,52 14,50 13,97 Reykjarfjörður 403 14,47 12,77 12,78 Salthólmavík 2198 14,26 13,96 12,84 Hellisandur 496 14,19 13,00 12,58 Patreksfjörður 759 14,16 13,90 14,10 ísafjörður 4468 14,11 13,78 13,05 Stykkisliólmnr 11551 14,07 13,58 12,78 Kópasker 9669 14,06 13,77 13,70 Flateyri 1423 13,95 14,02 13,51 Iívalskeri 743 13,70 er með Patreksfirði Akureyri 27662 13,70 12.65 12,13 Bíldudalur 1088 13,69 13,87 13,00 Sveinseyri 771 13 68 13,65 13,14 Sauðárkrókur 20941 13,60 13,27 12,07 Ólafsvík 404 13,56 13,00 12,58 Þórshöfn 6569 13,54 13,11 12,14 Vopnafjörður 6263 13,52 12,43 11,82 Blönduós 22437 13,47 12.55 11,91 Þingeyri 2870 13,42 13,43 12,45 Akranes 4757 13 40 12,95 12,28 Siglufjörður 3868 13,40 12,18 11,77 Bakki Arnarfirði 1379 13,40 er með Sveinseyri Norðurfjörður 1459 13,38 12,77 12,35 Seyðisfjörður 1549 13,38 11,92 11,68 Norðfjörður 1075 13,35 11,91 11,34 Borgarnes 34570 13,32 13,22 12,83 Húsavík 12110 13,32 12,81 12,90 Arnarstapi 1147 13,16 13,12 13,15 Minni-Borg 1105 13,09 er með Reykjavík Svalbarðseyri 2270 13,08 12,47 14,72 Rafnsgyri 700 12,84 13,12 12,93 Þykkvibær 2289 12,84 er með Reykjavík Reykjavík 42596 12,83 12,09 11,90 Eskifjörður 2064 12,77 12,59 11,91 Skagaströnd, 3688 12,76 12,55 11,91 Hofsós 1699 12,76 12,08 11,22 Reyðarfjörður 17693 12,58 12,59 11,91 Borgarfjörður 3965 12.40 11,47 11,29 Breiðdalsvik 1566 12,38 11,87 10,76 Vík í Mýrdal 13511 12,33 11,50 11,10 Selfoss 565 12,26 er með Reykjavík Fáskrúðsfjörður 2176 12,25 10,94 10,47 Bakkafjörður 547 12,17 12,51 12,81 Eyrarbakki 755 12,00 er með Reykjavík Vestmannaeyjar 434 11,87 Stöðvarfjörður 1083 11,83 10,94 10,47 Djúpivogur 5381 11,72 11,50 10,68 Kolkuós 211 11,82 er með Hofsós Hornafjörður 6687 11,70 10,90 10,47 öræfi 843 11,12 10,21 9,47 Alls 353638 13,46 12,94 12,47 Við þessa skýrslu er það að athuga að heildarskýrslu vantar enn úr Haganesvík, Bolungarvík, Suðureyri, Hnifsdal, Súðavík og eins geta nokkrir dilkar enn bæst við á nokkrum af hinum slát- urstöðunum, af því að einhverju hafi verið slátrað síðan aðal- slátrun var lokið. Dilkatalan getur því hækkað, kannske urn allt að 1000 dilkum, en meðalþunginn breytist vart, og alls ekki svo nokkru nemi- — Slátrað hefir verið í haust um 9 þús. geldfjár og um 13 þús. mylkum ám, fara þverrandi Aöalíundur Sölusambands ísl. íiskframleiðcnda var haldinn í i:yrjun j>essa mánaðar. Átti Kveld- úlfsliðið þar óvenju andstrcymt, og var sumstaðar ofurliði borið. Sórstaklega urðu iangar umræður í sambandi við skýrslu reikninga- nefndar. Hafði Vilhjálmur þór framsögu af hálfu nefndarinnar. Nefndin lagði m. a. fram cftir- farandi tiilögu: „Fundurinn beinir því eindregið til stjórnar S. í. F., að hún geri sitt ítrasta til lækkunar á öllum reksirarkostnaði Sölusambandsins og bendir sérstaklcga á, að at lmgaðir séu möguleikar með iækkun starfsmanna og . lækkun launa hjá starismönnnm, sem hærri laun hafa nú en greidd eru sambærilegum starfsmönnum ann- ara fyrirtækja". I tilefni af niðurlagi tillögunnar sagði Vilhjálmur, að nefndin hefði komizt að raun um það, að launa- greiðslur hjá S. f. F. væru yfir- leitt miklu hærri en hjá sambæri- iogum i'yrirtækjum. Helztu launagreiðslur S. í. F. eru þessar: Reykjavik, 29. nóv. 1936 Páll Zóphoulassou. Forstjórarnir (þrir) kr. 63.000,00 Skrifstofustjóri — 15.000,00 Bókari — 12.000,00 Gjaldkeri — 8.400,00 Skrifstofum. (þrír) — 21.600,00 Árni frá Múla — 7.200,00 pórður Albertsson — 12.000,00 Vélritunarstúlkur bjá S. f. F. hafa einnig hæril laun on annars- staðar. Nefndi Vilhjálmur síðan nokkur dæmi um launagreiðslur hjá rlkis- einkasölunum og S. í. S. til sönn- unar því, að þær væm miklum mun lægri. í sambandi við fækkun starfs- manna, væri það m. a. til athug- unar, hvort ekki mætti fækka for- stjórum. Mcðal þeirru, sem tóku til máls i þcssum umræðum, var Jón ÓL- afsson bankastjóri. Átaldi hann m. a. hvað miklu væri eytt í ferða- lcostnað. Tveir af erindrekum S. í. F. íongju t. d. í ferðakostnað fimm stcrlingspund (110 kr.) á dag. Slík eyðsla gætl ef til vill verið rótt- lætanleg í langferðum á skömm- um tíma, en i þriggja mánaða ferðalagi til Miðjarðarhafsland- anna væri hún ekki réttlætanleg, en það hofði þó átt sér stað. Sagð- ist Jón ekki geta álitið „að landið liði ncitt, þó þesir menn lifðu ekki alveg á hátoppnum". þá átaldi Jón ennfrcmur söluna til Ítalíu, sem gerð var rétt fyrir gcngisfallið. Vitanlegt vœri, að sal- an hefði verið gerð cftir áeggjan ítölsku kaupendanna. Hversvegna fór stjórnin svona nákvæmlega .eftir þessum áskorunum, spurði Jón, og hversvegna samdi hún ekki um greiðsluna í annari mynt en líru, oins og alsiða hef- ir verið? Thor Thors mótmælti því að íarið hefði verið eftir neinum á- skorunum. Hann sagði, að vegna milliríkjaSamnings milli íslands og Ítalíu hefði orðið að semja urn greiðsluna í lírum. Atvinnumálaráðhcrra sagðist ekki vita betur en hœgt væri, Vestnr-ísSirðmg ar samþykkja traust á stjórnína Á nýafstöðnum þing- og hér- aðsmálafundi Vestur-ísafjarðar- sýslu var samþykkt eftirfarandi trúar greiddu ekki atkvæði): „38. þing- og héraðsmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu lýsir því yf- ir, að hann er í aðalatriðum sam- þykkur afgreiðslu þeirra mála, er iágu fyrir síðasta Alþingi, svo sem setningu fræðslulaga, jarðræktar- laga, laga um fóðurtrygginga- sjóði, ríkisútgáfu námsbóka, trygg- ingalaga, laga um garðyrkjuskóla o. fl. og- lýsir ánægju sinni yfir því samstarfi, sem verið hefir í meðfcrð fjármála og hve vel hefir tekizt að komast hjá greiðsluhalla fyrir ríkissjóð, og draga úr greiðsluhalla á erlendum viðskipt- um á hinum erfiðu tímum." Þegar íhaldið „borgar af“ skuldum! ísafold hefir haldið því fram árum saman, að svo framar- lega sem þjóðin vildi fela Ólafi Thors að mynda ríkisstjórn með „Sjálfstæðis" og „Bænda- flokks“ meirahluta á bak við sig, myndi þessi stjórn Sjálf- stæðisflokksins telja það sitt fyrsta og æðsta hlutverk að „borga af“ skuldum ríkisins, og innan skamms myndi Tsland verða skuldlaust ríki. Eru líkur til að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi efna þetta loforð? Er eðlilegt, að menn trúi því, að ólafur Thors myr.di á fáum árum gera ís- lenzka ríkið skuldlaust? En nú liggja fyrir glöggar tölur um það, hvernig Sjálf- stæðismönnum hefir gengið að „borga af“ skuldum bæjar- sjóðs Reykjavíkur seinustu 10 árin. Árið 1924 voru skuldir bæj- arsjóðs ca. 1. milj. 290 þús. kr. Árið 1935 eru þær ca. 4 milj. 801 þús. kr. 1 stað þess að „borga af“ skuldum bæjarsjóðsins, hafa Sjálfstæðismenn þrefaldað þær á síðustu 10 árum. Þetta eru aðeins skuldir bæjarsjóðsins. Þar við bætist svo öll skuldasúpan hjá fyrir- tækjum bæjarins. Ætli það værí ekki rétt fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn að sýna einhvern lit á því, að borga af skuldum höfuðstaðarins, þar sem honum hefir verið falið að ráða, — áður en hann fer að bjóðast til að taka að sér af- borgun skulda fyrir ríkissjóð- inn? vegna þessa samnings, að semja um sölu við Ítalíu, án þess að á- kveða verðið í lirum, og vissi hann til að slíkar sölur hefðu átt sér stað. Hann benti einnig á það i því sambandi, að Tlior Thors hefði sagt að enginn hefði vitað neitt fyrirfram um gengisfallið á ítaliu, að eitt aí málgögnum i- haldsins hér hefði sagt að það hefði verið vitanlegt öllum hvítum mönnum, nema þeim, sem ættu sæti í islenzku ríkisstjórninni! Að umræðum loknum var til- laga reikningsnefndar borin upp og samþykkt, mótatkvæðalaust. Mölduðu fulltrúar Kveldúlfs og Itristján Einarsson þó á móti, en sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Vildu Kvcldúlfsmenn fá skriflega atkvæðagrciðslu itl að skippunda atkvæðin gætu notið sín. En því var ekki sinnt. Ritstj.: Gísli Guðmundssoit. Prontsm. F.dda h. f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.