Tíminn - 30.12.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1936, Blaðsíða 1
og tnni)clinta JDafnatBtt. 56 6iml 2353 - Póotí>ótf 961 ©jaíbbaaj bUteino tt I t*ni &cgangnttnn fostat 7 (t. XX ár. Reykjavík, 30. des. 1936. 54. blað. Inngangur. Undanfarið hefir verið tals- vert ritað og rætt um vinnu- löggjöf. og nauðsyn hennar hér á landi. Það er gott, að þetta mál, eins og önnur, séltarlega rætt opinberlega, og ýmislegt, sem um þetta mál hefir verið sagt, er líka þannig, að ávinn- ingur er að. Hinsvegar hefir þess ekki ætíð verið gætt sem skyldij að rita um málið á þann veg, að til þess væri fall- ið, að skýra það fyrir almenn- ingi og þoka því áleiðis til lausnar — heldur alveg hið gagnstæða. Þetta tel ég mjög illa farið, því að í þessu máii er alveg sérstaklega undir því komið, að það sé skilið og skýrt, og rólega íhugað af landsmönnum. Og þar sem svo hefir atvikast, að ég hefi orðið manna fyrstur til að hreyfa því opinberlega að setja þyrfti vinnulöggjöf þeirrar tegundar, sem nú er aðallega talað um, tel ég af þeim ástæðum og öðrum rétt að gefa stutt yfir- lit um málið eins og það horfir við frá mínu sjónarmiði. Hvað er vinnulöggjöf? Sú vinnuiöggjöf, sem nú liggur fyrir að setja, er eins- konar samnjngur í lagaformi milli þeirra aðila, sem í vinnu- deilum eiga, vinnuveitenda og verkamanna, um það, að deil- urnar skuli háðár eftif aWeðn-~ um reglum. Má þar nefna sem aðalatriði: Að vinnustöðvun sé eigi haf- in af hálfu verkamanna eða vinnuveitenda nema að undan- genginni greinilegri atkvæða- greiðslu (að jafnaði leynilegri) í hlutaðeigandi félagi. Að tiltekinn hluti félags- manna taki þátt í atkvæða- greiðslunni og sé vinnustöðvun- inni fylgjandi. Að vinnustöðvun sé ekki gerð fyrirvaralaust, heldur sé ákveð- inn frestur til að leita um sætt- ir, svo að sáttatilboð eða miðl- unartillögur af hálfu hins opin- bera geti orðið lagðar fyrir að- ila áður en til vinnustöðvunar þurfi að koma. Að allur ágreiningur milli aðila um skilning á gildandi vinnusamningum þeirrá á milli, eemnú hefir oft vihnustöðvun í för með sér (réttarágreining- ur) sé lagður fyrir þar til skip- aða dómnefnd, sem leggi á á- greininginn fullnaðarúrskurð, sem báðir aðilar verði að sætta sig við. Að tryggt sé, undir vissum kringumstæðum, að vinnu- stöðvun valdi ekki skemmdum eða eyðileggingu á þýðingar- miklum verðmætum. Með slíkri löggjöf er í sjálfu sér ekki komið í veg fyrir, að vinnudeilur um kaup og kjör séu háðar*). En það er reynt að tryggja, að möguleikarmr til friðsamlegrar lausnar séu notaðir til hins ýtrasta, komið í veg fyrir að vinnustöðvun verði, þar sem samningar eru fyrir hendi og dregið úr hætt- uríni, sem á því er að dýr verð- mæti eyðileggist. Hvernig er vinnulöggjöf sett? Reynslan hefír sýnt það er- Um vinnulöggjöf og nauðsyn hennar Eitir Hermann Jónasson iorsætisráðfaerra lendis, að þó að vinnudeilur rísi alltaf öðruhverju um skipt- ingu arðsins, kaup og kjör, þá er samt báðum aðilum verka- mönnum og vinnuveitendum,, yfirleitt orðið það ljóst, að báðum er fyrir beztu, að reynt sé eftir ýtrasta megni að jafna deilurnar og draga úr barátt- unni og hennar skaðlegustu af- leiðingum. Þar sem vinnudeilur hafa tíðkast um langt árabil, verður þróunin jafnan sú, að hin einstöku félög verkamanna og vinnuveitenda, ganga sam- an í sambönd, oft landssam- bönd, og árekstrarnir verða því miklu stærri og hættulegri en áður. Verður þá þörfin fyrir vinnulöggjöf því brýnni. Það er eftirtektarvert, að einmitt eftir slíka stórárekstra, hafa hinir stríðandi aðiiar stundum vaknað til skilnings á því, að báðum var það jafn nauðsyn- legt, að deilurnar væru háðar eftir ákveðnum reglum, og sjálfir sett þessar reglur með samkomulagi sín á milli án þess, að til löggjafar hafi kom- ið a því WgTinalsms." : -~~ „Septembersættin", sem verkamenn og vinnuveitendur j Danmörku gerðu með sér ár- ið 1899, er þannig til orðin eft- ir langvarandi og víðtæka deilu, þar sem báðir aðilar voru orðn- ir mjög aðþrengdir vegna stór- kostlegrar vinnustöðvunar. — Þannig eru fleiri slíkir sátt- málar til orðnir, og gilda sem lög, er aðilarnir sjálfir hafa sett um þessi viðkvæmu mál. Og mér er ekki kunnugt um, að verkamenn eða vinnuveitendur hafi nokkursstaðar viljað af- nema slíka sáttmála eftir að þeir einu sinni höfðu verið gerðir. En á þeim eða gagn- kvæmum skilningi beggja aðila á nauðsyn málsins, hefir svo löggjafai-valdið sett vinnulög- gjöf sína. Niðurstaðan er því sú, að vinnulöggjöf er sett, þar sem deiluaðilarnir eru komnir á það þroskastig, að ætla má, að skaðsemi vinnudeilanna hafi komið þeim í skilning um nauð- syn hennar fyrir þjóðfélagið og ekki sízt fyrir þá sjálfa. En því má aldrei gleyma, að til þess, að iöggjöfin nái til- gangi sínum, verður einmitt þessi þroski og skilningur aðil- anna að vera til staðar. *) pað mætti að vísu, sýnast hugsanlcgur' mögulciki, að tryggja íullan vinnuírið, cf kaup vœri ákveðið mcö dómi. En almennt hefir sú leið ckki vcrið talin fœr og engínn stjórnmálaflokkur hér á landi virðist hafa hallast að henni enn scm komið er. Jafnaðarmenn i Danmörku hafa að vísu tvisvar gripið til svipaðrar aðfcrðar, og Leon Blum er nú að reyna hana i Frakklandi. Og í einrœðislönd- unum er þessi aöferð notuð. HvaS tryggir vinnulöggjöfin? Það er vitanlega, eins og &agt er hér að framan, mjög villandi, sem haldið hefir verið fram, úr sumum áttum, að vinnulöggjöf muni tryggja full- an vinnufrið í landinu. Slíkar tyllivonir mega menn ekki gera sér um árangur hennar, og það er ekki rétt að telja fólki trú um neitt þvílíkt. En hitt er jafnvíst, að hún myndi fækka vinnustöðvunum til mikilla muna. Og reynslan hefir sýnt, að vinnudeilurnar eru háðar með allt öðrum hætti í þeim löndum, þar sem vinnulöggjöf hefir komízt á. Má þar fyrst og fremst benda á NorðUrlönd og Bretland. Þar sem engin vinnulöggjöf er, þar sem vinnustöðvun er lýst yfir fyrirvaralaust, þar sem engin takmörk eru fyrir því, hve fáa menn parf til að lýsa yfir vinnustöðvun, þar sem ekkert er hugsað um, þó að stórkostleg verðmæti fari til spillis, og þar sem lítilfjor- legustu ágreiningsatriði út af gerðum samningi eru Iátin valda vinnustöðvun — þar get- ur ekki hjá því farið að fyr eða síðar skapist alvarlegur glundroði í þjóðfélaginu. Sé þessi aðferð stöðuglega notuð af öðrum aðilanum, hefir af- leiðingin alltaf orðið sú, að« hinn aðilinn hefir tekið upp samskonar aðferð eða harðvít- ugri. Á þennan hátt f er deilun- um stöðugt fjölgandi og and- stæðurnar magnast þangað til ekki verður við neitt ráðið. Hingað til hefir niðurstaðan yfirleitt orðið sú, að þessi við- ureign hefir um síðir endað með algerðu niðurbroti verka- mannasamtakanna — eða al- veg gagnstætt við það, sem gerst hefir á Norðurlöndum og Bretlandi, þar sem verka- mannasamtökin hafa í tíma ^kilið rás viðburðanna og unn- ið með öðrum að því að setja deilunum skynsamleg takmörk með samningum eða lögum. Það er vitað nú, að í sumum þeim löndum, þar sem nú er komið einræði, var þeirri að- ferð m. a. beitt af andstæðing- um verkamanna, að skipu- leggja hin svokölluðu „hvítu verkföll", sem gerð voru af fylgismönnum andstæðinganna innan verklýðshreyfingarinnar. Með þessu móti urðu verkföll svo tíð og umfangsmikil, að forystumenn verklýðssamtak- anna réðu ekki við þau. Við þetta skapaðist ástand, sem nálgaðist upplausn í atvinnulíf- inu og var óþolandi fyrir þjóð- félagið. En verklýðssamtökin í lieild voru talin ábyrg fyrir þessu og gegn þeim reis ugg- ur og andúð alls almennings og jafnvel ótrú meðal verkamann- anna sjálfra. A þennan hátt fékk krafan um hinn .„sterka mann", sem yrði að skakka leikinn og skapa „frið" í þjóð- iélaginu, byr undir báða vængi. Þessi saga er svo ný, að dæmin þarf ekki að nefna. Og hún hefir endurtekið sig svo; oft, að mönnum ætti að skilj- ast það, að hún er yfirvofandi liætta í hverju þjóðfélagi, sem dregur það um skör fram að gera ráðstafanir gegn henni. Fi*amsóknarflokkurinn hreyfir málinu. Sá eini vísir til vinnulög- gjafar, sem til er hér á landi, eru lögin um sáttatilraunir í vinnudeilum, nr. 55, 27. júní 1925. Frumvarpið var flutt af Framsóknarmönnum, og flokk- urinn beitti sér fyrir fram- gangi laganna á Alþingi. Þessi lög hafa reynzt til mikilla bóta frá því, sem áður var. En þau ná allt of skammt. Meðal ann- ars eru þar engin ákvæði um fresti né aðjlcvæðagreiðslur í félögum. Á flokksþingi Framsóknar- manna 1931 hreyfði ég því, að nauðsyn bæri til að setja hér vínnulöggjöf hliðstæða þeírri, sem tíðkaðist í nágrannalönd- unum. Flutti ég þá erindi um mélið. Mér er óhætt að full- yrða, að Framsóknarflokkurinn hefir, a. m. k. síðan, staðið ó- skiptur að þessu máli, enda hefir það hvað eftir annað ver- ið rætt í blöðum flokksins síð- ustu 5—6 ár og leidd rök að nauðsyn slíkrar löggjafar. Undirtektir aðila. Eins og leidd hafa verið rök að hér að framan, skiptir það jafnan mestu um lausn þessa máls, að aðilarnir sjálfir skilji nauðsyn þess. Enda hafa að- ilarnir, verkamenn og vinnu- veitendur, eins og áður er sagt, sumstaðar erlendis jafnvel orðið á undan löggjafanum að setja reglur, er farið sé eftir í vinnudeilum. Hér á landi mætti málið hinsvegar í fyrstu skilningi hjá hvorugum aðila. Áttu leið- togar verkamanna og vinnu- veitanda þar næstum óskilið mál. Má þar m. a. benda á það, að Magnús Guðmundsson sat rúm tvö ár í ríkisstjórn, sem æðsti yfirmaður atvinnu- málanna, án þess að leggja frumvarp fyrir þingið eða yfir- leitt hreyfa málinu á nokkurn hátt. Myndi hann þó vafalaust hafa gert það, ef áhugi hefði verið fyrir hendi hjá hinum stærstu atvinnurekendum. Þeg- ar'svo stendur á um áhuga að- ilanna, er erfitt eða því nær 6- framkvæmanlegt að leysa mál- ið. Frumvarp atvinnurekenda. Eins og oft hefir verið vik- ið að af ýmsum nú upp á síð- kastið, flutti ég um síðustu áramót útvarpsræðu, þar sem ég m. a. gerði tilraun til að vekja á ný athygli þjóðarinn- ar á nauðsyn þessa máls. Voru þessi ummæli mín gerð að um- talsefni í blöðum og víðar og virðast hafa komið nokkun*i hreyfingu á málið. Leið svo fram að síðasta Alþingi. En þá lögðu tveir Sjálfstæðismenn fram í þing- inu frumvai-p til laga um vinnudeilur. Við Framsóknarmenn töld- um það til bóta, að ákveðnar tillögur í málinu skyldu koma fram í þinginu. Hinsvegar var á því sá slæmi galli, að frum- varpið var undirbúið og flutt aðeins af öðrum málsaðila, og að hinn aðilinn (fulltrúar verkamanna) taldi sig ekki undir það búinn að taka af- stöðu til málsins. Ég lét það þá í ljós við umræður, að ég myndi vera því meðmæltur, að milliþinganefnd yrði látin fjalla um málið, og frá Jörundi Bryn- jólfssyni kom fram í samein- uðu þingi tillaga þess efnis, að þetta yrði gert. Þessi tillaga varð þó meðal þeirra, sem ekki urðu útræddar á þinginu, enda ekkert því til fyrirstöðu, að nefndin yrði skipuð, þótt eigi lægi fyrir áskorun frá þinginu, því að eftir því sem umræður f'éllu mátti ætla, að meirihluti þingsins væri því meðmæltur. Undirtektir verkamanna. Á áliðnum sl. vetri, þegar félög verkamanna fóru að ræða frumvarp atvinnurek- enda, sem fyrir Alþingi lá, komu fram í ýmsum félögum tillögur, sem hlutu samþykki, i og voru í þá átt, að andmæla í'rumvarpinu. Sumar þessar samþykktir voru allharðorðar og báru þess vott, að ekki ' höfðu legið fyrir nákvæmar i upplýsingar um málið. Enda munu kommúnistar hafa geng- izt fyrir flestum þessum sam- 1 þykktum. Það er að vísu skilj- 1 anlegt, að verkamenn geti verið andvígir sumum einstökum á- kvæðum þessa frumvarps. En það kom beint fram í sumum samþykktum, að þeir, sem með þeim greiddu atkvæði, höfðu ekki vitað greinilega hvað í frumvai*pinu var, og ekki held- ur, um hvað venjuleg vinnu- löggjöf fjallar. • En þegar fulltrúaþing Al- þýðusambandsins kom saman nú á öndverðum vetri, kom það þó í Ijós, að meðal verka- mannastéttarinnar var raun- verulega til staðar talsverður Framh. á 4. gíðu. Borgflrzka Eftir Ásgeir Einarsson dýralækni á Reyðaiirði 1 Alþýðublaðinu þann 24. nóv. og 10. des. hafa birzt 2 greinar um þetta sama efni eftir Braga Stemgrímsson dýralækni, þar sem hann full- yrðir, að borgfirzka fjárpestin sé hrein og skær lungnaorma- veiki, (af völdum hvaða lungnaorms, nefnir hann ekki). Þar eð greinar þessar munu koma bændum á hinum sýktu svæðum alleinkennilega fyrir sjónir, og fjöldi manns þar fyrir utan er farinn að taka efni þeirra alvarlega og heldur, að í þeim felist einróma állt okkar dýralækna, að Bragi sé nokkurskonar framherji okkar í ritmennsku, þá vil ég leyfa mér að gera við þetta alvar- lega athugasemd. Áður en ég vík að sjálfu efn- ínu, vil ég gera þá athuga- semd, að Bragi hefði getað val- ið annan tíma og drengilegri fyrir greinar sínar, úr því að í þeim felast persónulegar hnútur, en að birta þær báð- ar, meðan viðkomandi er fjar- verandi. Þær persónulegu hnútur og faglegu göt, sem fyrir koma í greinunum, ætla ég sem „koll- ega" ekki að gera að umtals- efni, heldur víkja eingöngu að því, sem sagt er um fjárpest- ina nýju. Efnið í greinum Braga er iullyrðing um það, að borg- firzka pestin sé lungnaorma- veiki. Hann getur þess í þesau sambandi, að hann hafi séð mikið af lungnaormaveikum lungum á Blönduósi í haust, þar sem hann hafi á hendi kjötskoðun. Þetta getur verið rétt, en þetta atriði eitt út af fyrir sig er þó ekki nóg til þess að sannfæra læknir um að borgfirzka pestin sé lungna- ormaveiki, og bændur, sem séð hafa báða sjúkdórnana láta heldur ekki sannfær- ast um það, þótt kollega minn legði það á sig að þýða allan kaflann um lungnaormaveiki upp úr sinni „Spezielle Pat- hologie". Hefir Bragi annars nokkurn- tíma séð sauðkind með borg- íirzku fjárpestinni eða lungu úr slíkri kind? Nei, sannarlega ekki. Undirritaður er nýbúinn að rannsaka útbreiðslu fjárpestar- innar í Húnavatnssýslum og veit, að allt það svæði, sem rekur fé til Blönduöss, er enn- þá laust við veikina, svo að Bragi hefir ekki séð veik lungu úr einni einustu kind þar í haust. Heldur ekki í Borgar- íirði eða hér í Reykjavík hefir hann haft tækifæri til að sjá veikar kindur, en hann er bú- inn að skrifa um málið 2 grein- ar á sama tíma, sem frægustu vísindamenn Bretaveldis á sjúkdómasviðinu horfa undr- Frh. á 4 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.