Tíminn - 30.12.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1936, Blaðsíða 4
210 TlMlNN Um vinnulöggjöf og nauðsyn hennar Framh. af 1. síðu. skiiningur á nauðsyn þessa máls. Niðurstaðan varð sú, að þingið féllst á, að eðlilegt væri, að verkamannasamtökin styddu að því að leysa málið. Var þá fallizt á þá tillögu, sem áður var fram komin frá Framsókn- armönnum á Alþingi, að sett yrði milliþinganefnd í málið. Nefndin skipuð. Þessi nefnd var svo, eins og kunnugt er, skipuð af atvinnu- málaráðherra 15. þ. m. Að því hefir verið fundið í blöðum stjórnarandstæðinga, að fulltrúar frá Sjálfstæðis- flokknum eða stóratvinnurek- endum hafi ekki verið skipað- ii í þessa nefnd. En við þessu er það að segja, að með áðurnefndu frumvarpi í'rá síðasta Alþingi, sem sam- ið var af stjórn Vinnuveitenda- félags Islands og borið fram og stutt af Sjálfstæðisflokknum á Alþingi, liggur þegar fyrir afstaða þeirra í málinu og ná- kvæmur tilboðsgrundvöllur. Hinsvegar liggur ekkert slíkt fyrir frá verkamönnum og ekki beldur frá samvinnufélögun- um, sem eru stór atvinnurek- andi utan þeirra samtaka, er að fyrnefndu frumvarpi stóðu. Er þessvegna, eins og málið hefir að borið, eðlilegt, að nú sé með nef ndarskipuninni leitað eftir sjónarmiði þessara aðila um málið. Við lausn málsins verður svo vitanlega, eftir því sem unnt er, að taka tillit til allra þeirra sjónarmiða, er fram hafa kom- ið. — Niðurlag. Þannig stendur málið nú, og hefir það óneitanlega þokast verulega í áttina. Ákjósanlegra hefði raunar verið, að skiln- ingur aðila á nauðsyn þess hefði vaknað fyr. Innan Alþýðuflokksins virð- ist að vísu enn vera nokkurt hik í málinu, eftir sumum um- mælum að dæma, er birzt hafa opinberlega. Þetta kemur mér reyndar dálítið einkennilega fyrir sjónir vegna þess, að meðal aðalrakanna í ályktun Alþýðusambandsþingsins, því til stuðnings, að rétt sé að styðja vinnulöggjöf, var ein- mitt það undirstrikað, hver á- vinningur það væri f yrir verka- menn, að fá þetta mál afgreitt einmitt á þeim tíma, þegar flokkur þeirra hefði aðstöðu til að leysa það í samvinnu við frjálslyndan flokk. Frá sjónarmiði verkamanna eru þetta rétt og sterk rök. En samkvæmt þessum rökum ættu einmitt þeir að vilja leysa mál- ið sem fyrst. Hennann Jónasson. Borgfirzka fjárpesfin að þekkja veikina á byrjunar- stigi þarf sérþekkingu og mikla æfingu. Hið sérkennilega gutl- andi hljóð myndast af hinum gríðarmiklu vessum, sem eru samfara breytingunum í lung- unum, en svo getur allt lungað verið undirlagt, þótt ekkert hljóð heyrist, ef lungnapípurn- ar eru stíflaðar og loftið kemst ekki inn til þess að setja vess- ana á hreyfingu. Meinið í lung- unum vex jafnt og þétt og að sama skapi minnkar heilbrigði lungnavefurinn, sem kindin hefir til súrefnisvinnslu. Ef hún svo verður fyrir áreynslu og þarf á meira lofti að halda, kafnar hún blátt áfram. Þó er liitt algengara, að lungun verða svo veikluð, þegar veikin er komin á hátt stig, að kindin fær lungnapest ofan í hitt sem fyrir er, og hækkar þá hitinn, og holdin, sem fram að því geta verið góð, tínast af á skömmum tíma, svo sem tveim vikum, og að sama skapi hverfur mátturinn og matar- iystin. Seinast ýmist þýtur hit- inn upp í dauðastig éða yfir færist magnleysi (coma), sem lýkur með dauða á fáum dög- um. Það getur verið erfitt að þekkja veikina frá vissum stigum lungnapestar. Fé, sem búið er að fá og yfirstíga lungnapest, sem ekki er annað en smitandi illkynjuð lungna- bólga, er venjulega lengi að jafna sig eftir hana. Á þessu tímabili eru lungun að hreins- ast, slím að losna, og kemur þá oft fram 'hrygla, sem minn- ir á Deildartunguveiki, en þá er það lungnahljóðið og hitinn, sem skera úr (hiti þá rétt und- ir og yfir 40 stig). Annars gengur lungnapest þannig yfir, að öll hjörðin sýk- ist á stuttum tima og ber þá mest á hósta í yngra fénu, en margt af því eldra drepst oft hóstalaust. Hitinn er þetta 41 —é2 stig. Flestar drepast eftir Framh. af 1. síðu. andi á þetta sjúkdómsfyrir- brigði. í smásjám sínum og vita ekki, hvað þeir eiga að halda. Þessi skrif Braga eru því ekki annað en fljótfærni, sem er ósæmandi læknislærðum manni. * Nú geri ég ráð fyrir því, að menn langi til að vita eitthvað jákvætt um þennan sjúkdóm, það sem hægt er að segja um hann, eins og nú standa sakir. Ég hefi undanfarið haft ágætt tækifæri til að kynnast þessum sjúkdómi, þar eð ég hefi unnið við athuganir og til- raunir á honum á Rannsóknar- stofu Háskólans síðan um miðjan október, en ég vil taka það strax fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, að það sem ég segi hér eru aðeins mín persónulegu ummæli, en engin tilkynning eða skýrsla frá Rannsóknastofunni. Það kem- ur á sínum tíma. Þegar yeiki þessi er hrein í fé (þ. e. ekki blönduð lungna- pest) er líðan þess og holdafar lengi vel góð, það hefir matar- lyst sæmilega og er hitalaust (hiti þetta 38,9°—39,5°). Svo þegar á líður, fer að bera a hryglu ýmist í barka eða frammi í nösum, sérstaklega þegar féð hefir staðið lengi inni og verður síðan fyrir hreyfingu. Eykst þá hryglan og fylgir hósti á eftir. Hóstann hefir það samt alltaf við og við, þrátt fyrir. kyrstöðu, og er hann kvalinn, lágur og votur og varir oft lengi í einu. Renn- ur oft fín hvítleit froða eða gráleitur þunnur vökvi fram úr nösunum, þegar kindin lýtur lágt eða höfuðið er keyrt nið- ur á milli framlappa. Kemur þetta aðeins fyrir hjá kindum, sem hafa Deildartunguveikina. Við hlustun heyrist sér- kennilegt gutlandi hljóð og urg, ýskur og nuddhljóð (af stækkun lungnanna). Til þess 2—3 sólarhringa og einstaka dragast upp. Aftur á móti Deildartungu- veikin legst á yngra og mið- aldra fé, og er það oft búið að ganga mánuðum saman með veikina, áður en verulega ber á því. Þetta atriði gerir það ómögulegt að tína allar veikar kindur úr einni hjörð, þ. e. hreinsa hana alveg. Þessi langi aðdragandi og laumulega yfir- ferð veikinnar gerir það svo ákaflega erfitt að varast hana og verjast henni. Breytingarnar, sem Deildar- tunguveikin orsakar í lungun- um eru mjög sérkennilegar, og hefi ég eigi séð neitt líkt því áður. Finnast þær hvar sem er um lungun, bæði þar sem ormahnútar eru fyrir og fullt eins oft þar sem aldreí sést ormahnútur. Oft eru framlapp- ar lungnanna undirlagðir, og svo mismunandi breið rönd (krans) af aðallöppunum. Breytingarnar eru einnig þung- ar og þykkar svo að lungun þyngjast um meir en þrefalt eða 1500—2000 grömm á móts við eðlileg ærlungu, sem eru 450—500 grömm. Auk þess koma ýms form fyrir, svo sem hnútar frá kríueggs- upp í karlmannshnefa-stærð, stund- um flatt þunnt lag undir yfir- borði lungnanna, stundum lítið komið út á yf irborðið, en meira inni og teygir út anga (infii- trativt). Stundum koma fyrir hnefastórar vessa- og graftar- blöðrur og algengt er, að um alla skemmdina sé eins.ög sáð graftarkýlum (abscess) frá krækibers- og í litla kartöflu- stærð. Stundum renna þessi kýli saman í einn daunillan graf tarklasa. Á litinn eru breytingarnar xauðgráar eða gráglærar og bveljukenndar, þegar þær eru ttýjar óg svo meirar að fingrur manns gengur í gegnum þykk- ildið, ef stutt er all-þétt á það. Þar sem áftur á móti lungna- pestin er komin til viðbótar, verða breytingarnar þéttari. Þegar skorið er í þykkildin, líkist skurðurinn einna rriést þykkum, köldum bygggrjóna- graut, en þó miklu vessameira, ef um hreina veiki er að ræða. Þegar sneið úr veiku lunga er skoðuð í smásjá, sézt að lungnavefurinn er orðínn afar- þéttur og hin einfalda öndun- arslímhúð lungnablaðranna er orðin margföld með köflum(of- vöxtur) og vaxa út ur henni separ, sem stundum eru svo stórir, að þeir fylla alla blöðr- una að innan. Aðrar lungna- blöðrur eru aftur fullar af dauðum frumum, blóðhlutum og slími. (Niðurl. næst). Reykjavík, 22./12. 1936. Ásgeir Ó. Einarson. Um 5 dögum ef tir að ég lauk við grein mína, barst til lands- ins bréf frá próf. N. Dungal, þar sem hann telur víst, að hér sé um svonefnda „Jaagziekte" að ræða, sem fyrir kemur í Suður-Afríku. Hefir birzt út- dráttur úr þessu bréfi prófess- orsins í blöðum og útvarpi. Má þá telja það víst að veik- in er smitandi frá kind til kindar, en ekki nein lungna- ormaveiki, og verður nú al- mannarómur í Borgarfirðinum sannur, því engu er hé'r til að dreifa nema karakúlrhrútnum, sem var í Deildartungu. Hrútur þessi kom fyrst að Sturlureykjum seinnipart sum- ars 1934, var hafður þar með hrútum og bar þá ekkert á veikindum í honum. Um jóla- leytið fór hann svo að Deildar- tungu og var þar það sem eft- ir var vetrar og var hafður Þvottaduftið PERLA er bezt „Nti skal éfl þvo fyrfr mömmu, meOan hún er í burtu", segir Gunna. Þær konur, sem reynt hafa Perlu þvottaduftið, telja það langbezta þvottaefnið. Það leysir óhrein- indin fljótt og vel úr fötunum. Allír blettir hverfa. Það er pví ótrúlega létt að pvo úr Perlu-pvotta- efninu Óhreinindin renna fyrirhafnarlaust úry og pvottnrínn verðnr hvítws- og la.lleg:ur. — Þetta ©r raunveruleiki. Húsmæður! Reynið Perlu-pvottaduftiðS Það mun sannfæra ykkur um ágæti pess. Þaðan af notið pið ekki annað pvottaefni. Atkvædagreíðsla í búnaðaríélögum Þess var getið hér í blaðinu 17. des., að 84 hreppabúnaðar- félög hefðu þá lýst sig fylgj- andi því, að Búnaðarfélag Is- lands taki að sér framkvæmd hinna nýju jarðræktarlaga. Síð- an hafa þessi bæzt við: Búnaðarfélag Suðureyrar- hrepps, Vestur-lsafjarðarsýslu. Búnaðarfél. Hálshrepps, Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Búnaðarfélag Grýtubakka- hrepps, S.-Þingeyjarsýslu. með mislitu ánum. Um vorið (1935) var hann orðinn afar móður, þegar rekið var, og rann froða úr nösum honum. Kann týndist á f jalli og margt af ánum (um 200) aðallega af þeim mislitu. Og svo hélt veik- in áfram eins og ofan er sagt. Nú drepur þessi „Jaagziekte" í Suður-Afríku ekki nema um 1,6 af hundraði og þaðan af minna, en borgfirzka fjárpest- in hef ir f arið upp í 75 af hundr- aði. Þessi mismunur stafar af því að hér á landi blandast lungna- pestin saman við Deildartungu- veikina í flestum tilfellum, og gerir hana svo skæða sem raun er á. Ásgeir (X Einarson. Búnaðarfélag Fram-Fnjósk- dælinga, S.-Þingeyjarsýslu. Búnaðarf élag Skarðshrepps, Skagaf j arðarsýslu. Búnaðarfél. Geiradalshrepps, Barðastrandarsýslu. Búnaðarfél. Leiðvallahrepps, V.-Skaptafellssýslu. Búnaðarfélag Grunnavíkur- hrepps, N.-lsafjarðarsýslu. Búnaðarfélag Breiðuvíkur- hrepps, Snæfellsnessýslu. Ræktunarfél. Stykkishólms, Snæfellssýslu. , Búnaðarfélag Suðurfjarða- hrepps, Barðastrandarsýslu. Búnaðarfélag Nauteyrar- hrepps, N.-Isafjarðarsýslu. Búnaðarfélag Skriðuhrepps, \ Eyjaf jarðarsýslu. Búnaðarfélag Dalahrepps, Barðastrandarsýslu. Búnaðarfélagið „Örlygur", Barðastrandar sýslu. Búnaðarfélag Patrekshrepps, Barðastrandarsýslu. Búnaðarfélag Hlíðarhrepps, Norður-Múlasýslu. Búnaðarfél. Álftanesshrepps, Mýrasýslu. Það er eftirtektarvert, að í mörgum kjördæmum, þar sera Framsóknarflokkurinn hafði ekki meirahluta greiddra at- kvæða við síðustu kosningar, hefir nú meirihluti bænda snúizt gegn „neikvæðu flokk- | unum" í atkvæðagreiðslunni um jarðræktarlögin og framkvæmd þeirra. Þessi kjördæmi eru m. a. Árnessýsla, Rangárvalla- sýsla, Norður-Múlasýsla, Skaga fjarðarsýsla og Strandasýsla. 1 Strandasýslu er atkvæðamun- ! urinn nú sérstaklega áberandi. Búvísindi liðhlaupanna. Metúsalem Stefáhsson birtir nýlega í Frey endurbætta út- gáfu af búreikningi Guðmund- ar á Hvanneyri. Fyrir skömmu lagði G. J. fram á búnaðar- þingi niðurstöður af búreikn- ingum nálega 20 heimila og átti það að sýna framleiðslukostn- að. En þá urðu tveir liðhlaup- ar á Búnaðarþingi nálega ör- vita yfir því að þessir reikn- ingar bænda væru of lágir, og stukku þeir af fundi. Ráðkænn maður á fundinum sagði, að bezt væri að leyna niðurstöðu Guðmundar á Hvanneyri og láta orð hans vera sem ótöluð, sjá hvort ekki mætti reikna betur. Sefuðust hugir manna við þetta. Nú' hefir G. J. setið við með sveittan skallann, að hækka útgjaldaliðina á sveita- heimilum, svo að húsbændum hans líki. Og nú eru þau búvís- indi sett í Frey! En með þessu verður samanburðurinn milli ára algerlega rangur, eins og síðar mun sýnt verða. Prentam. Edda n, f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.