Tíminn - 15.02.1937, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1937, Blaðsíða 2
2 T í M I N N mikinn barnahóp og býr við mikla fátækt, en finn- ur þá alltaf leiðir út úr baráttunni fyrir sig og sína. Að lokum kemur viðurkenning þjóðarinnar. Alþingi veitir honum skáldalaun. Hann segir af sér prest- skap. Hann byggir sér fallegt hús í fallegum hvammi, þar sem sér yfir alla Akureyri og mikið af Eyjafirði. Á þessum stað lifir Matthías í sæmd og friði síðari hluta æfi sinnar. Barátta hans hafði verið hörð og löng. Sum af samtíðarskáldum hans þóttu í fyrstu honum fremri og meðan hann var ungur trúði hann því sjálfur. Einn af list- fræðingum landsins, Gestur Pálsson, fór um hann hörðum og ósanngjömum orðum. Kirkjunnar mönn- um þótti hann of frjálslyndur. Margir af fegurstu sálmum hans fengu ekki rúm í sálmabók þjóðkirlq- unnar og hafa ekki fengið þar sinn sess enn, þó að fullskipaðir sé þar allir bekkir af andlausu rím- hnoði. Það kom jafnvel til orða um eitt skeið að reka hann frá prestskap fyrir víðsýni sitt í trú- málum. Það varð þó ekki. Og með aldrinum óx vegur hans með ári hverju. Hann varð lárviðar- skáld þjóðar sinnar og heldur þeim heiðri enn löngu eftir andlát sitt. IV. Útþrá Matthíasar var sterk og sívakandi, og frá þVí að hann kemst á legg og fram á elliár er hann svo að segja alltaf með annan fótinn erlendis. Hann er rammíslenzkur í máli og menningu. Hann hefir drukkið í sig þrótt og snilld úr öllum bókmenntum þjóðar sinnar, fomum og nýjum. Landið sjálft yg saga þess blasir við sjónum hans og stundum tekst honum að bræða alla þessa þætti í eina heild eins og í óði sínum um Skagafjörð. En jafnhliða þessu þráir hann önnur lönd, stórar borgir og hið fjöl- breytta líf þeirra. Hann þroskast eins og Halldór Kiljan Laxness segir svo vel og viturlega um stór- skáldin. Þau fæðast og lifa sín bemsku og æsku- ár í friði dalsins, en taka á manndómsárunum þátt í stormasömu lífi borganna. Erlendis komst hann í kynni við sum hin merku skáld sinnar samtíðar. En þar stóð fátækt hans sjálfs og fátækt landsins honum fyrir þrifum. Það er ótrúlegt þrekvirki að fá- tækur prestur í afskekktu brauði skyldi geta keypt mikinn fjölda erlendra blaða og tímarita og stöðugt verið í siglingum. En íslendingar hafa til ills og góðs verið haldnir af siglingahungri, allt frá forn- öld til þessa dags. En fáir íslendingar hafa haft réttmætari þörf til þess fjölbreytileika, sem leiðir af tíðum ferðum til annara landa, heldur en Matt- hías Jochumsson. Með sterkum vilja tókst honum að láta eftir þessari löngun sinni, og að varðveita fjör og glóð æskunnar fram á elliár. V. Þegar Matthías kemur í skóla er hann fulltíða maður, og með margháttaðan þroska fram yfir unglinga þá, er sátu með honum á skólabekk úr heimilum efnaðri manna. í skóla drekkur hann í sig tungur annara þjóða og bókmenntir þeirra um um leið. Hann las á þeim árum mikið af bezta skáld- skap germanskra og engilsaxneskra þjöða, eins og sjá má af bréfum hans. En hann lætur ekki þar við sitja. Meðan hann er á skólabekk kemur hann fram sem skáld. Á þeim árum gerir hann leikritið Skuggasvein. Það er leikið I höfuðstaðnum og hríf- ur hugi manna. Skáldið er „kallað fram“ og veitt sérstök virðing. En í einu af bréfum sínum talar hann lítið virðulega um þessa viðurkenningu. Skuggasveinn er að vísu enn þann dag í dag vin- sælast af öllum íslenzkum leikritum, þeirra sem ekki eru listaverk. En þó að leikritið sé í heild sinni ekki þungvægt, þá eru í því nokkur ljóð, sem bera með sér öll beztu einkenni sr. Matthíasar. Þau munu lifa sem perlur í íslenzkum bókmenntum jafn- lengi og málið sjálft. Á fyrstu prestskaparárum Matthíasar, þegar hann býr undir Esjunni, á hann að búa við sanna fá- tækt og margháttaða erfiðleika. En hin skapandi þrá ólgar í sál hans. Mitt í einveru og vanrækslú byrjar hann að yrkja mörg af sínum góðu kvæðum' og andríka sálma. En þetta er honum ekki nóg. Hann byrjar að fást við ofurmenni heimsbókmennt-: anna. Hann byrjar að glíma „við Byron Bretatröll" og „hasla sjálfum Shakespeare völl“ eins og bann kemst að orði í kvæði til Hannesar Hafsteins. Það er erfitt að hugsa sér meira þrekvirki en hinar glæsilegu þýðingar hans, „Manfreð“ og „Macþeth“, gerðar í köldu og óvistlegu húsi, mitt í erfiðri lífs- baráttu og með margháttuðum og annarlegum skyldustörfum. Matthías hafði ungur kynnst þeim tveim skáld- um, sem um langa stund voru vinir hans, keppí- nautar og andstæðingar. En það voru þeir Benedikt Gröndal og Steingrímur Thorsteinsson. Þeir voru svo að segja fæddir með silfurskeið í munninum, Þeir voru synir lærðra manna, höfðu snemma geng- ið í skóla og voru að öllum þeim þroska, sem leiðir af skólagöngu, langt á undan Matthíasi. Framan af æfi sézt í bréfum hans mikil og oft óviðkunnanleg aðdáun fyrir þessum veraldarvönu skáldum, sem framast höfðu á unga aldri með langdvölum í er- lendum stórborgum. Þjóðin leit sömu augumáþessa þrjá menn lengi frameftir eins og Matthías sjálfur. En þegar leið á kapphlaupið, greiddi hinn breiðfirzki sjómaður og bóndasonur sporið og komst fram úr keppinautunum. Og því meir sem tímar líða, því meiri er aðdáun Islendinga fyrir sínu mikla þjóð- skáldi, Matthíasi Jochumssyni. VI. Þjóðhátíðin 1874 varð áhrifamesta tímabil í sögu sr. Matthíasar. Hátíðin var haldin undir hinum fá- tæklegustu skilyrðum, en þjóðin var þrátt fyrir alla fátækt, full af sigurgleði yfir fengnu frelsi og sjálf- forræði eftir æfilanga baráttu Jóns Sigurðssonar og hinna þrautseigu samherja hans. Hin sama varð raunin á í Grikklandi eftir að vígamenn þjóðarinn- ar höfðu hrundið árás Persa, að þá túlkuðu skáldin sigurgleði þjóðarinnar í ódauðlegum skáldverkum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.