Tíminn - 15.02.1937, Side 3

Tíminn - 15.02.1937, Side 3
T í M I N N 3 Vbri$ fyrir þrjóðhátíðína virðist Matthías hafa lifað I sífeldri hrifningu. Hami yrkir hvert meistaraverlc- & af öðru' á fáeitium- dögum, öll hin glæsilegu minni, sem enn eru á hvers manns vörum. Lofsöngurinn ér aðeins eitt áf þeim. Og svo gagntekinn var Matt- hías af þessum óviðjafnanlega skáldadraumi, að hann gleymdi 'sigrum sínum og kunni ekki að meta þá. Samtíðarmenn hans sögðu, að hann hefði ekki áttað sig á hvílíkt stórvirki Lofsöngurinn er, fyr en hann varð var við aðdáun annara. En þrátt fyrir Öll þessi afrek gátu samtíðarmenn Matthíasar hvergi nærri viðurkennt yfirburði hans, svo sem hefði mátt vænta á árunum eftir þjóð- hátíðina. Hann verður í annað sinn prestur í sveit með miklum embættis- og búsáhyggjum. Um sama leyti byrjar hið ægilega harðindatúnabil, pegar fjórði hluti þjóðarinnar bjargaði lífinu frá hungur- dáuða með einskonar flótta til fjarlægs lands. En Matthías bognaði ekki. Skáldið í honum var það sterkt, að engir ytri erfiðleikar gátu beygt þrótt hans. En um þetta leyti koma fyrir tveir atburðir, sem bregða ljósi yfir það, hve langt var frá að sam- tíðarmenn hans kynnu að meta skáldskap hans að verðleikum. Annað er sálmabókarmálið, en hitt er ádeila Gests Pálssonar á skáldskap hane. VH. Öndvegishöldar hinnar íslenzku þjóðkirkju störf- uðu þá að því að undirbúa sálmabók þá, sem enn er í gildi fyrir þjóðkirkjuna. Enginn af þeim, sem stóðu að því verki höfðu til þess sérstaka köllun. Sumir þeirra voru hversdagslegir viðvaningar við að gera stuðlað mál. Þeir söfnuðu í eina bók afar- miklu léttmeti og nokkru af því litla, sem til var af sálmurn, sem höfðu bæði skáldlegt og trúarlegt gildi. En enginn þeirra kunni að meta sr. Matthías sem trúarskáld. Engum þeirra virðist hafa komið til hugar, að lofsöngurinn ætti erindi í sálma- bók þjóðkirkjunnar. — Yfirleitt var það stefna sálmabókarnefndarinnar að taka eins lítið og hægt var í bókina af sálmum sr. Matthíasar og þeir gátu raúnar rökstutt mál sitt með því, að kirkju- stjómin væri að þugsa um að reka hann úr prest- stöðu, fyrir vöntun á kirkjulegu lundarlagi. Skáldið beygði sig fyrir ofureflinu. Miklu af hans beztu sálmum var og er útskúfað úr þessari sálmabók. Matthías lét sér nægja að fullnægja sinni innri þrá, að yrkja og þýða ný lofkvæði í þjónustu þeirrar stofnunar, sem ekki þóttist þurfa hans með, og hann Iét ekki staðar numið á þeirri braut fyr en hann var orðinn mesta sálmaskáld, sem þjóðin hefir nokkumtíma átt. En hin íslenzka þjóðkirkja hefir verið trygg við stefnu hinnar fyrstu sálmabókarnefndar. Bókin hefir verið gefin út óbreytt hvað eftir annað, eins og væri hún helgur dómur, en sum af snilldarljóð- um sr. Matthíasar, sem ekki fá að vera þar, eru sungin við aðra hverja jarðarför í landinu. — Fyrir nokkmm árum, þegar ég hafði um stund yfirum- sjón kirkjumálanna, fóru nokkur bréf milli mín og biskups um sálmabókina. Ég benti honum á, að til- gangslaust væri að halda mesta sálmaskáldi landa- ins frá sálmabókinni og lagði til að bókin yrði stytt og endurskoðuð, að meginið af léttmetinu yrði fellt niður, en í þess stað látnir koma sálmar Matthíasar Jochumssonar. Biskup gekk ekki inn á þetta eða ráðamenn prestastéttarinnar, heldur gáfu út lítið hefti til viðbótar hinni gömlu sálmabók. En svo sem kunnugt er, mishepnaðist þessi tilraun svo gersamlega, að nýja kverið var gert upptækt og brennt. Þannig endaði síðasti þáttur í viðskiptum hinnar íslenzku þjóðkirkju við sr. Matthías Joch- umsson og sálma hans. Um líkt leyti og þjóðskáldið átti í þessari baráttu um hina trúarlegu Ijóðagerð við forráðamenn kirkj- unnar, var honum haslaður bardagavöllur af for- kólfum hinnar nýju skáldastefnu, sem Georg Brandes hafði flutt frá París til Norðurlanda. Gest- ur Pálsson hafði hér orð fyrir hinu nýja árásarliði. Gestur var listfengt smásöguskáld, en veigalítið ljóðskáld, maður vel ritfær, en haldinn af unggæðis- legum þekkingargorgeir. Gestur leit á sr. Matthías eins og hálfgerðan viðvaning, sem sæti á útkjálka- brauði, í dreifbýli, á afskekktri eyju og hefði að vonum orðið útundan, þegar straumar hinnar sönnu menntunar dreifðust frá þriðja keisaradæminu út um heiminn. 1 ritdómi Gests Pálssonar kom fram gagngert skilningsleysi á hinum miklu yfirburðum sr. Matthíasar, gáfum hans, andagift hans, skap- andi afli, mælsku og geisilega hugmyndaauði. Rit- gerð Gests var tilraun bókmenntalegs farisea til að leggja alinmál hversdagsmennskunnar á þau verð- mæti, sem ekki verða mæld eða vegin af skjólstæð- ingum Brandesar. Aðstaða Matthíasar skálds, þegar hann flutti norður til Akureyrar, mitt í hinum miklu harðind- um eftir 1880, var þá sú, að þrátt fyrir vaxandi viðurkenningu almennra borgara, voru hinir skrift- lærðu bæði í kirkjustjórn og svokölluðum bók- menntafræðum, mjög fjarri því að unna honum sannmælis fyrir skáldskap hans. VIII. Akureyri varð Matthíasi hin sanna höfuðborg. Ekki af því að hún væri andlega sinnuð, því að hún var þá smáþorp, undir áhrifum hálfdanskrar kaup- mannastéttar. En á Akureyri fékk skáldið frið til að starfa og njóta hæfileika sinna. Hann var laus við Jerúsalem síns eigin lands, sem var full af mönnum, sem vildu vera jafningjar hans, en áttu enga samleið með honum. I hinum litla norðlenzka höfuðstað hafði Matthías bækur sínar og tímarit frá útlöndum. Þar átti hann aðgang að félagsskap skálda og spekinga, sem voru honum hugstæðir og raunverulegir samvistarmenn. Akureyri var honum eins og vígi, þar sem hann varð ekki auðveldlega sóttur heim, fremur en Grettir í Drangey. Á Akur- eyri varð hann hið viðurkennda og dáða þjóðskáld. Þangað sendi Alþingi honum hin fyrstu skáldalaun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.