Alþýðublaðið - 25.05.1927, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 25.05.1927, Qupperneq 3
albýðublaðið o % Kjör eru þar góð og atvinna sæmilega trygg þeim, sem að þeirri atvinnu komast, og viður- gerningur . góður. -— 1 huga all- margra ungra sjómanna mun ríkja hugsun um að flytja héðan úr afturhaldinu og þröngsýninu. Er ilt til þess að vita, ef íhaldi og auðvaldi þessa lands tekst að flæma unga og efnilega nienn af Jandi burt vegna þess, hve þröng lífsskiiyrÖi það skapar verkalýðn- um. Frá útlondum. (Kaupmannahafnarbréf.) _ Verkamannafélögin í Kína. 1. maí 1924 var hið fyrsta kín- verska verkamannaþing haldið. Sátu það 160 fulltrúar frá 200 félögum með 300 000 féiaga. í mai 1925 var tala félaga komin upp í 540 000. Á þessum tíma hófst umsátin um Kanton, og nú jókst verkamannafélögunum stórum fyigi, og á verkamannaþinginu í pjá.í 1926 sátu fulltrúar fyrir 1-500 000 félaga. Síðan tíefir fé- lagataian fjórfaldast, svo að á fulltrúafundinum í mai í ár verða fulltrúar fyrir 3 millj. kínverskra verkamanna. Stærstu félögin eru: sjómanna-, ullariðnaðar- og járn- bnautar-verkamanna-f élögin. Nýr forseti á Lettlandi. Jafnaðarmaðurinn dr. Poul Kal- nin, forseti þingsins á Lettlandi, tíefir um stund gegnt ríkisforseta- embættinu, eftir að, ríkisforsetinn dó, en sú skylda hvílir á þing- forsetanum samkvæmt stjórnar- skipunarlögunum. Forseti Lettlands er kosinn af þinginu (en það skipa 100 full- trúar) og þarf ekki að vera þing- maður, en verður að vera 40 ára að aldri. Til þess að vera löglega ' kosinn ríkisforseti, þarf sá tíinn sami að hafa fengið 51 atkvæði. 8. f. m. valdi þingið tíinn nýja ríkisforseta með 73 atkvæðum móti 23, einn greiddi ekki atkvæði. Hinn nýi forseti heitir Gustav Semggals. Hann var foTsetaefni mfðflokksins, en auk þe'irra höfðu jafnaðarmenn og bændaflokkurinn greitt honum atkvæði. Skaðabótagreiðslan til Englands. Fjármáiaráðherra Englands, parar fé tama og erfiðl. ChurchiII, gaf nýlega í neðri mál- stofunni ýmsar upplýsingar við- víkjandi skaðabótagreiðslum þjóðverja. Englánd hefir fengið 57 millj. pd. sterl. upp í kostnað við setuliðið brezka í Rínarhér- uðunum og 33 millj. sterlpd. í af- borgun af skaðabótagreiðslunum. Af þessum upphæðum eru 10 millj. greiddar í vörum og 10 millj. í flutningi til setuliðsins og peningum. Frá Búlgaríu hafa Eng- lendingar fengið 133 000 sterlpd. í peningum til greiðslu við setu- liðskostnaðinn og 98 000 í skaða- hötagreiðslu. Þorf. Kr. Isnfilend tíð&Bidl. Akureyri FB. 24. maí. Framboð. Erlingur Friðjónsson er fram- bjöðandi jafnaðarmanna á Akur- eyri við kosningarnar til alpingis. \ Alþýðuútgáfa af Flateyjarbók. Félag manna á Akureyri hefir ákveðið að gefa út Flateyjarbök í alþýðulegri útgáfu og hefir sent út boðsbréf, þar sem tilgreint er, að útgáfunni verði þannig hagað, að bókin komi í þremur bindum. Bókhlöðuverð á að verða 15 kr. Aðalmenn útgáfufélagsins eru Oddur Bjórnsson prentsmiðjustjóri og Jónas Sveinsson bóksali. Um dagiian ©p vegiiKsi. Næturlæknir ' er í nótt Ölafur Jónsson, Vonax- arstræti 12, sími 959, og aðra nót+ Gunnlaugur Einarsson, Stýri- mannastíg 7, sími 1693. Læknishérað veitt. Frá næstu mánaðamótum hefir Grímsnesshérað í Árnessýsíu ver- ið veitt Sigurmundi Sigurðssyni, settum lækni þar. Fulltrúaráðsfundur er í kvöld Rl. 8 í Kaupþings- salnum í Eimskipafélagshúsinu. Heilsnfarsfréttir. (Eftir símtali við landlæknihn.) Fréttir frá síðustu viku eru komn- ar að eins af Vestur- og Norður- Fulltrúaráðsfundur k verður í kvöld (miðvikudag) kl. 8 e. h. í kauppingssalmim. Stjórnin. landi. Þar var heilsufar yfirleitt eins og næstu viku á undan. Grænlandsfar. Skonnorta, er „Sæ!en“ heitir, kom hingað í nótt með bilaða 1 mótorvél. „Selurinn“ er á leið til Grænlands. Skipafréttir. „Villemoes" kom að norðan í gærkveldi. „ísland" fer í kvöld til Kaupmannahafnar. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjami Jónsson. í fríkirkj- unni kl. 5 séra Ámi Sigurðsson. f Landakotskirkju og spítala- hirkjunni í Hafnarfirði kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. Alpýðublaðið kemur ekki út á morgun. Knattspyrnumót var í gærkveldi á íþróttavellin- um. Keptu drengir yngri en 15 ára (3. aldursflokkur). Vann „K. R.“ „Fram“ með 3 gegn 0. Á morgun kl. 2 keppa drengir á sama aldr? í „K. R." og „Val“. Verður knatt- spyrnan á fþróttavellinum, og eru allir velkomnir og aðgangur ó- keypis. Togararnir. „Kári Sölmundarson" kom í fyrri nótt með 84 tunnur lifrar, „Njörður" í morgun með 125 og „Hannes ráðherra" með 155 tn. Póstar. . * Vestan- og norðan-póstar fara héðan á laugardaginn. Veðrið. Hiti 9—5 stig. Víðast norðlæg átt. Stinningskaldi í Vestamanna- eyjum. Hægviðri annars staðar. Þuxt veður. Svipað útlit. Átt snýst í suðvestrið í kvöld á Suðvestur- landi. Loftvægislægð suður af Grænlandi á norðurleið, en hæð yfir íslandi og Grænlandshafi. Sjálfhoðavinna verður í kvöld kl. 8 á fþrótta- vellinum. Er það síðasti sjálfboða- vinnudagurinn og þvi skorað á alla 'þróttamenn að mæta og Togarinn hollenzki, „Wilhelmina" frá Ymuiden, skipstjóri Hendrik Drijver, var í gær dæmdur í 12500 kr. sekt fyrir Landtíelgkb.'ot, og var afli og veiðarfæri tekið upp. Eyjablaðið, miálgagn alþýðu i Vestmanneyjum fæst við Grundarstíg 17. Útsölu- maður Meyvant Ó. Hallgrímsson. Sími 1384. I óleyfi mínu var kvæði í minni þýðingu birt í Alþbl. í gær. Og skal ritstj. hafa óþökk mína fyrir. Sigurjón sJónsson. Skáldið misminnir. Það leyfði hirtinguna, þótt að visu sé all- langt síðan, og kunni ritstj. hon- um þökk fyrir. Tekju- og eigna-skattur. Siðasti frestur til að kæra yfir skattgjaldinu er á föstudaginn. Kærur, stílaðar til skattstofunn- ar, séu komnar í póstkassa skatt- stofunnar á Laufásvegi 25 í síð- asta lagi fyrir miðnætti aðfara- nótt laugardagsins. Skattskráin er þangað til daglega til sýnis á bæj- arþingstofunni á hegningarhúss- Joftinu kl. 12—5 e. m., lika á morgun. Oddur Björnsson prentsmiðjustjóri er staddur hér í bænum, kom að norðan með „fslandi". Hljómleikar Einars Markans ) eru í fríkirkjunni í kvöld. Mun það eina tækifærið, sem menn fá að heyra til hans á kirkjuhljóm- leik að þessu sinni. Aðgöngumið- ar, sem afgangs kunna að verða, verða seldir við innganginn Stefán frá Hvítadal skáld var meðal farþega á. „Esju". Jens hankastjóri Waage veiktist snögglega fyrir rúmri viku og hefir legið rúmíastur síð an. Er hann nú á nokkrum bata- vegi, þó hægt fari. Oengi erlendra mynta í dag: Sterliugspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,77 100 kr. sænskar .... — 122,20 100 kr. norskar .... — 118,13 Dollar....................._ 4,57 100 frankar franskir. . . — J808 100 gyllini hollenzli . . — 182 96 100 gullmörk þýzk. . . — 108,19 Alpýðufólk! Bjargið ykkar stétt, íhaldsmönn- um sjálfum og öllum landslýð undan íhaldstefnunní. Eru ihalds- mennmest bjargarþurfi allra í þvi efni. Frelsið þá undan þeirra eigin blindni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.