Tíminn - 05.01.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.01.1938, Blaðsíða 1
I 2 ¦ og tnnt>cimtci ©afnarBtt. 16 eim« 2353 -- Pó8t6clf Ö6J (Sjaíbbagi fc la6etne rt ) | 6 n í &tgangnrtnn foatai 7 ft. XXII. ár. Reykjavík, 5. janúar 1938. 1. blað Fjármálín á síðasta Alþíngi Þegar rætt er um fjárhagsaf- komu ríkissjóðs, er oft blandað saman orðunum tekjuh&lll eða íefcy'wafgangur annarsvegar og greiðsluh&lli eða greiðsluaígang- gangur hinsvegar. En það er tekjuhaili á ríkis- búskapnum, ef innheimtar tekj- ur ríkissjóðs á árinu hrökkva ekki til að greiða rekstrarút- gjöldin, þ. e. fjárveitingar og kostnað við opinbera starfrækslu sem ekki miðar að því að bæta efnahag ríkisins frá því sem áð- ur var. Geri tekjur ríkisins betur en að hrökkva fyrir þessum greiðslum, er tekjuafgangur sem kallað er. Efnahagur ríkisins batnar þá sem tekjuafgangnum nemur, annaðhvort á þann hátt, að ríkið eykur verðmæta eign sína eða lækkar eldri skuld. II. Bæði þau tvö ár (1935 og 1936) sem reikningar liggja fyrir um úr valdatíð núverandi stjórnar, hefir verið tekjuafgangur hjá ríkissjóðnum, og svo mun einnig hafa orðið á árinu 1937. Ríkið hefir því bætt hag sinn á þessum árum. Hinsvegar hafa tekjurnar ekki reynzt nógar til þess að lækka ríkisskuldirnar sem um- sömdum afborgunum nemur. Þannig hefir komið fram greiðsluhalli (sem ekki má blanda saman við tekjuhalla). En afborganir þessar, sem aðal- lega eru af erlendum lánum, hafa verið greiddar með því að hækka skuld rikisins við inn- lenda banka, þ. e. þessi hluti skuldanna hefir verið færður úr erlendum bönkum yfir í inn- lenda.*) Nú hefir ríkisstjórnin í hyggju að afla lánsfjár hjá öðr- um aðilum innanlands, til þess að greiða upp í þessa skuld við bankana. Og í því skyni var fram borin heimild sú til lántöku inn- anlands, er samþykkt var á síð- asta Alþingi. Upphaflega hafði þess verið vænzt, að hægt yrði að lækka skuldirnar sem þessum afborg- unum nemur, með tekjum ríkis- ins á þessum árum. En til þess liggja ýmsar ástæður, að þetta hefir ekki reynzt kleift. Vegna gjaldeyrísskorts og þar af leið- andi strangra innflutningshafta og vegna hraðvaxandi fram- leiðslu iðnaðarvara í landinu, hafa innflutningstollar farið stórlega rýrnandi. Á sl. ári hefir fjárpestin haft i för með sér stórfelld óvænt útgjöld fyrir rík- issjóðinn. Það mun þó, af öllum sanngjörnum mönnum talið við- unandi, að auðnazt hefir að skila tekjuafgangi, þótt eigi hafi tekizt að lækka skuldir til muna á þeim örðugleikatímum, sem verið hafa. III. í frumvarpi því til fjárlaga fyrir árið 1938, sem lagt var *) Rétt er að vekja athygli á því, að íslenzka ríkið hefir aldrei lent í vanskil með vexti eða afborganir af- erlendum lánum sinum, og er það raunar meira en hægt er að segja um flest önnur ríki á þessum tímum. fyrir síðasta Alþingi, var gert ráð fyrir ca. 333 þús. kr. tekju- afgangi. En samhliða gerði frumvarpið ráð fyrir aukningu verðmætra eigna og lækkun skulda, samtals ca. 1 millj. 650 þús. kr. Var greiðsluhalli þá samkvæmt þessu um 880 þús. kr., ef inna átti af hendi allar niður- færslur erlendra lána á árinu, án þess að auka jafnframt skuld ríkisins innanlands. En fjár- málaráðherra lýsti yfir því í framsöguræðu sinni, að hann teldi varhugavert að fara þá leið og myndi því leggja til, að lánin yrðu afborguð með því að afla ríkissjóði nýrra tekna með hækk- un skatta og tolla. Til þess nú, að þetta mætti tak ast, þurfti þá að hækka skattana og tollana um 880 þús. kr. En hér kom fleira til. Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar voru sammála um, að hag sjávarút- vegsins væri þannig farið eftir undangengið markaðshrun og hinn tilfinnanlega aflabrest tveggja síðustu vetrarvertíða, að verulegar ívilnanir eða stuðn- ingur yrði að koma f rá hinu op- inbera þeim atvinnuvegi til handa. Ennfremur stóðu fyrir dyrum fjárfrekar ráðstafanir vegna mæðiveikinnar. Loks þótti eigi lengur verða hjá því komizt, að bæta að nokkru úr tekjuþörf bæjar- og sveitarfélaga, enda hefir það mál nú veriö á döfinni á 3—4 undanförnum þingum. Eigi var heldur hægt við öðru að búast, en að framlög til ýmis- konar umbóta í einstökum hér- uðum hlytu að hækka í meðferð þingsins, eins og venja er til. IV. Niðurstaðan er sú, að á síðasta þingi hafa skattar og tollar verið hækkaðir um samtals 2 millj. 700 þús. kr. Á móti þessari hækkun kemur svo ca. 620 þús. kr. lœkkun, sem þingið hefir gert á öðrum skött- um og tollum. Útflutningsgjald á saltfiski, um 220 þús. kr. miðað við núverandi útflutning, er af- numið með öllu. Þar að auki gefur ríkið eftir 400 þús. kr. af öðru útflutningsgjaldi, sem nú verður varið til að styrkja hrað- frystihús, niðursuðuverksmiðjur o. s. frv. Af þeirri skatta- og tollahækk- un, sem þá er eftir umfram lækkanir, ganga 700 þús. kr. beint til bæjar- og sveitarfélag- anna samkvæmt þvi, sem að framan er sagt og kemur því ekki ríkissjóðnum til góða. . Eftir eru þá tæpar 1 millj. 400 þús. kr., sem er hin raunveru- lega tekjuhækkun ríkissjóðsins vegna hinna nýju breytinga, sem þingið hefir gert á tolla- og skattalögum, og er það um 11% hækkun á heildarupphæð tolla og skatta (12i/2 millj.), eins og hún var áætluð í frumvarpinu, miðað við reynslu undanfarinna ára. Með þessari tekjuaukningu er í fyrsta lagi svo að segja afnum- inn sá 880 þús. kr. greiðsluhalli, sem á frumvarpinu var og þar með fé ætlað til niðurfærslu skulda.1) (Greiðsluhalli nú að- eins 113 þús. kr.). Auk þess er veitt til ráðstafana vegna fjár- pestarinnar, þ. e. til vörzlu og stuðnings bændum á pestarsvæð- inu, um 460 þús. kr. Framlög til brúa og vega eru hækkuð um 115 þús. kr.2), til endurbyggingar sveitabæja um 75 þús. kr. og til hafnarmannvirkja og lendingar- bóta um 60 þús. kr. Svara þessar upphæðir samtals til hinnar nýju skatta- og tollahækkunar eða rúmlega það. Öðrum útgj aldahækkunum,3) sem samþykktar voru í þinginu, var mætt með sparnaði á út- gjaldaliðum, sem fyrir voru. Það var glöggt einkenni fyrir afgreiðslu fjárlaganna á þessu þingi, að ekki var samþykkt ein einasta útgjaldatillaga, sem neinu máli skipti, nema hún hefði áður verið ákveðin í fjár- veitinganefnd þingsins og fram borin af henni. Hefir þetta raun- ar verið svo í aðalatriðum á þeim f jórum f járlagaþingum, sem háð hafa verið síðan samvinna Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins hófst um stjórn lands- ins árið 1934. Er nú svo komið, að slík vinnubrögð eru búin að hljóta almenna viðurkenningu með þjóðinni og núorðið gætir þeirrar viðurkenningar svo mjög, að jafnvel þingmenn úr hópi stjórnarandstæðinga báru á þessu þingi fram færri hækkun- artillögur í þinginu, en þeir haf a áður gert. Og í hverju tilfellí var til staðar nægilega stór ábyrgur þingmeirihluti, til að fella þess- ar tillögur. í þingum flestra annarra þjóða eru slík vinnubrögð sem þessi talin sjálfsögð. En Eysteini Jóns- syni hefir fyrstum íslenzkra f jármálaráðherra tekizt að koma þeim í framkvæmd á Alþingi. Sú viðurkenning, sem þau nú hafa hlotið, er árangur af fjögra ára forystu hans í þinginu í þessum málum og aðstoð þeirri, sem hann hefir til þess notið hjá for- mönnum fjárveitinganefnda á þessum tíma. Þó að núverandi fjármálaráðherra hefði ekki annað til ágætis unnið en þetta í stjórnartíð sinni, mættí það eitt vera nóg til þess, að hans yrði minnzt sem brautryðjanda í heilbrigðri vlnnu að fjármála- löggjöf landsins4.) 1) Niðurfærsla skuldanna, þ. e. af- borganir lána, nemur í heild rúml. 1 millj. 400 þús. kr. á árinu 1938, og þá ætlazt til að það verði greitt af tekjum ríkissjóðs. 2) Auk hinna sérstöku vegafram- laga á fjárpestarsvæðinu. 3) Þar má t. d. nefna, að strand- ferða- og flóabátastyrkur er hækkaður um 54 þús., framlög til skóla um 153 þús. kr., til fyrirhleðslu Þverár og Markarfljóts 45 þús., til nýrra síma- kerfa 42 þús., til landhelgisgæzlu 50 þús., til sjúkrahúsa 40 þús. o. s. frv. Þessum hækkunum, og nokkrum smærri er, eins og að ofan er sagt, náð með lækkunum á öðrum eldri útgjaldalið- um. 4) Fyrir nokkrum árum kom fram á Alþingi uppástunga um það, að út- gjaldatillögur einstakra þingmanna skyldu þurfa % atkvæða til að ná sam- VI. Skilyrði þess, að slíkum vinnu- brögðum geti orðið haldið til langframa, er vitanlega það, að fjárveitinganefndin vinni starf sitt trúlega og af samvizkusemi, þannig að hún verði eigi með rökum áfelld fyrir að hafa sýnt kæruleysi eða hlutdrægni gagn- vart réttmætum óskum, sem uppi eru á hverjum tíma. Er það fjár- málaráðherra og stjórnarflokk- unum hið mesta happ, að núver- andi formaður fjárveitinga- nefndar, Bjarni Bjarnason, hefir um þessi tvö atriði verið svo prýðilega á verði, að á almæli er í þinginu, og ekki verður um deilt. Reynt var, nú sem fyrr, eftir megni, að hafa samstarf við stjórnarandstæðinga í nefnd inni og taka sjónarmið þeirra til greina viðvíkjandi framlögum til einstakra kjördæma. Töldu þeir sig og gjarnan vilja vinna að heppilegri afgreiðslu fjárlag- anna án tillits til flokka. Það kom því mjög á óvart, er þeir allir f jórir talsins skrifuðu undir nefndarálitið með fyrirvara, mæltu síðan á þingfundi gegn sumu því, er nefndin hafði áður samþykkt og gireiddu jafnvel sumir (ekki allir) atkvæði með hækkunartillögum einstakra þingmanna.*) Er þetta ólíkt framkomu Framsóknarmanna, þegar þeir á þingi 1924, undir forustu Tryggva Þórhallssonar, hjálpuðu Jónl Þorlákssyni til að afgreiða f járlögin (meðal annars að lögleiða verðtollinn) án alls fyrirvara, af því að nauðsyn rík- isins krafði. Rétt er líka að taka það fram, að allir Sjálfstæðis- mennirnir utan fjárveitinga- nefndar greiddu yfirleitt atkvæði með öllum útgjaldatillögum, er frá einhverjum þeirra var kom- in, svo sem þingtíðindin munu bera vott um. Hinsvegar hafðl flokkurinn ekki nú, fremur en áður, neinar sérstakar sparnað- artillögur að flytja, sem nokkru skiptu, hvorki í fjárveitinga- nefnd, né utan hennar, þrátt fyrir glamur flokksformannsins fyrr og síðar um þau efni. Það sannmæli ber Alþýðu- flokknum, að hann gætti við at- kvæðagreiðsluna í þinginu yfir- leitt fullrar varúðar sem með- ábyrgur stjórnarflokkur. Lagðist m. a. gegn yfirboðstillögum kommúnista um meiri og minni fjárframlög í kaupstöðum og þorpum. Og þeirrar varúðar hef- ir hann raunar gætt þau 4 þing, sem hann, ásamt Framsóknar- flokknum, hefir borið ábyrgð á fjárlögunum. þykki. Þessi tillaga sýnir hættuna, sem gamla hrossakaupa-afgreiðslan hafði í för með sér fyrir fjárhag ríkisins, og að margir vissu um þessa hættu, þó að ekki væri hafizt handa fyrr, enda var það ekki létt verk. *) Þannig greiddi t. d. einn fjárveit- inganefndarmaður SJ álfstæðisflokksins atkvæði með tillögu kommúnista um að hækka atvinnubótaféð um 350 þús. kr. PALMI HANNESSON, menntaskólarektor og alþingis- maður átti fertugsafmæli 4. þ. m. Hann lauk stúdentsprófi árið 1918, meistaraprófi í náttúru- fræði við Khafnarháskóla 1926. Varð sama ár kennari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri, en 1929 rektor menntaskólans í Reykjavík. Kosinn á þing í Skagafirði sl. sumar. r Utílutt nauta- kjöt o. II. í nyutkomnu Búnaðarriti, ræður Páll Zophóniasson bænd- um á fjárpestarsvæðinu, eink- um 1 Húnavatnssýslu, til þess að auka garðrækt, hrossaeldi, refaeldi, og uppeldi geldneyta til sölu innanlands og til út- flutnings. Um síðasta atriðið farast honum svo orð: „Nautakjöt hefir ekkl verið flutt út frá íslandi í nokkrar aldir, en það er dýrara kjöt og hægara í útflutningi en kinda- kjöt. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að við getum orðið útflytjendur að nautakjöti, og það eiga bændur á þessu svæði að athuga og athuga vel". Ég vil mjög alvarlega vara bændur við þessari ráðleggingu P. Z. að því er viðkemur út- flutningi á nautakjöti. Ég efast ekki um að honum gangi gott til, en hann þekkir áreiðanlega ekki svo vel markaðsskilyrði fyrir nautakjöt erlendis, að hann geti varpað fram svona fullyrðingu. Helzti kjötmarkað- ur okkar er á Norðurlöndum og þó einkum í Stóra-Bretlandi. Ég þori hiklaust að fullyrða, að ó- mögulegt er að framleiða nautakjöt af íslenzkum naut- gripastofni, sem að gæðum gæti keppt við það nautakjöt, sem flutt er inn í Stóra-Bretlandi, — og ég efast meira að segja um, að unnt yrði að selja ís- lenzkt nautakjöt í Bretlandi fyrir nokkurt verð. Þá er það alrangt, að verð á nautakjöti sé hærra en á dilkakjöti. Ég hefi margra ára skýrslur um verðskráningu á innfluttu kjöti í London, og er kælt nautakjöt, — sem þó er tll muna verð- hærra en frosið, — að Jafnaði um 20—30% verðlægra en dilka- kjöt. Þó ber þess að gæta, að þetta nautakjöt er úrvalsvara, eingöngu af ungum holdanaut- um (stutthyrnlngum o. fl. holdakynjum). í Stóra-Bret- landi er innflutningstollur á nautakjöti en ekki á kindakjöti, og við Islendingar höfum þar engan innflutningskvóta. Engar minnstu líkur eru til að við gætum fengið innflutn- ingsleyfi fyrir nautakjöt á Norðurlöndum. Ef við gætum fengið inn- flutningsleyfi fyrir nautakjöt í Stóra-Bretlandi, álít ég að ann- að komi ekki til mála, en að flytja til landsins nautgripi af holdakynjum og haga fram- leiðslu kjötsins að hætti þeirra þjóða, sem gera sér nautakjöts- framleiðslu að útflutningsvöru. Hefi ég alloft vakið máls á þessu áður hér í blaðinu. í umræðum um atvinnumál þeirra bænda, sem þyngstar búsifjar bíða við fjársýkina, hefi ég hvergi séð minnst á þann möguleika, að greitt yrði fyrir bændum í þessum héröð- um, til að selja hey. En ég hygg að heysala yrði þeim happa- drýgri en margt annað, sem stungið hefir verið upp á. Að sjálfsögðu þarf að rannsaka, hvort nokkur smitunarhætta getur stafað af heyinu. En á það má líta, að á suðvesturlandi, þar sem mest er þörf fyrir að- keypt fóður, er sauðfjárrækt víða lítil, enda flestar sveitir þar sýktar eða grunaðar. Ég vil biðja þá menn, sem falin hefir verið forusta þessara mála, að láta ekki undir höfuð leggjast að athuga þetta atriði, því fátt mundi henta bændum betur, og valda minni truflun í atvinnu- lífi þeirra, heldur en að geta selt það, sem þeir geta án ver- ið af heyfeng sinum, þangað til þeir geta aftur tekið upp sauð- fjárrækt, sem vonandi dregst ekki lengi. Ég vildi leyfa mér að beina einni spurningu til mæðiveiki- nefndarinnar: Hefir nokkuð verið spurzt fyrir um, eða reynt að athuga, hvort ekki muni til góðir útlendir sauð- fjárstofnar, sem þola mæðiveik- ina betur en lslenzka sauðféð, og væri ekki þess vert, að gera tilraun með innflutning á er- lendu sauðfé, sem ætla mætti að þrifist hér vel og gæfi góðan arð, til að ganga úr skugga um, hvort það þyldi ekki betur mæðiveikina en íslenzka sauð- féð? Jón Árnason. Listi Framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík hefir nú verið á- kveðinn og birtur. í efsta sæti er formaður Framsóknarflokks- ins, Jónas Jónsson. í öðru sæti er Sigurður Jónasson forstjóri, iþriðja sæti Jón Eyþórsson veð- urfræðingur og í fjórða sæti Guðm. Kr. Guðmundsson skrif- stofustjóri. Bæjarstjórnarkosn- ingar fara fram í öllum kaup- stöðum 30. jan.. Kveldúlfstogari í landhelgi. Á nýársnótt tók varðsklpið Þór togarann Gulltopp, sem er eign h/f. Kveldúlfur, að land- helgisveiðum í ísafjarðardjúpi. Togarinn var dæmdur í 20 þús. kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Yfirlit um erlenda og innlenda við- burði í desembermánuði verður birt í næsta blaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.