Tíminn - 05.01.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1938, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Áramótakveðja til Framsóknarmanna Eftir Jónas Jónsson i. ÁriS, sem er að kveðja hefir verið viðburðaríkt fyrir Fram- sóknarflokkinn. Hann hefir orð- ið að heyja margháttaða og erf- iða baráttu um tilveru sína og áliugamál. Hann hefir unnið marga og jafnvel óvænta sigra. Og hann sér fram undan mörg vandamál, sem þarf að leysa úr, mörg Grettistök, sem liggja yf- ir þvera götu. Um áramótin líta menn yfir farinn veg, og reyna að skyggnast inn í hulinsheimá ókominna ára. Aðstaða Framsóknarflokksins er í einu mjög vandasöm og mjög þýðingarmikil. Hann er nú fjölmennastur af þingflokk- unum og hefir megináhrif á stjórnarhætti og löggjöf lands- ins. Hann hefir til beggja handa fjölmenna og harðsnúna nábúa- flokka. Barátta þessara flokka er gagnkvæm og hefir verið það grimm, að kalla má að land alt skjálfi af átökum þeirra. Stund- um liggur við að menn óttist, að sviftingar milli þessara flokka komi fjárhag og sjálfstæði ís- lands á kaldan klaka. Eitt af meginhlutverkum Framsóknar- flokksins nú er að koma þannig fram, að þjóðin bíði sem minnst- an skaða af hinni geigvænlegu andstöðu höfuðaðilanna i at- vinnurekstrinum við sjóinn. Og það er einmitt á þessu sviði, sem Framsóknarflokkurinn hef- ir á hinu liðna ári unnið sigur, sem er þýðingarmeiri, er til lengdar líður, heldur en hin glæsilegu úrslit kosninganna á síðastliðnu vori. II. Sýnilega eru fram undan nokkur mjög þýðingarmikil vandamál. Eftir nokkur missiri hefir þjóðin sanningslegan rétt til að verða algerlega frjáls í pólitískum skilningi. En tæplega er hægt að að segja, að byrjað hafi verið enn á þeim vanda- sama undirbúningi. Fjórði hluti þjóðarinnar býr í Ameríku og ber til ættlandsins mikla rækt- arsemi. Samt hefir enn ekki verið leitað til þessara sjálfsögðu bandamanna um margháttaða aðstoð, sem þeir geta veitt við úrslitaátök um sjálfstæðismálið. í landinu geysar banvæn pest í sauðfé bænda. Þriðjungur landsins er undirlagður áhrif plágunnar. Öll sauðfjáreign landsmanna er í voða, allur sveitabúskapur, og öll sú menn- ing, sem byggist á sjálfstæðri bændastétt. Höfuðviðfangsefnið er í þessu efni að verja heil- brigðu svæðin fyrir pestinni með öruggum girðingum og vörn- um. Ef það tekst, mætti vel svo fara, að á næstu misserum yrði að skipta um allt sauðfé á sýkta svæðinu, og er nú byrj- að á tilraun í þessu efni. Barátt- an við pestina er að vísu í fyrsta lagi um heilsu sauðfjárins, en í raun og veru um lífsmöguleika íslenzkra byggða. Þriðja meginatriðið er fjár- hagsmálið. Ef ekki væri plágan, mætti segja að afkoma sveit- anna væri í betra lagi, og það jafnvel þrátt fyrir ótíð í hálfu landinu í sumar. En við sjóinn er afkoman hin erfiðasta. Fer saman aflaleysi, lágt verð á fiski og ótrúlegir erfiðleikar að geta selt fisk. Atvinnuleysi er mikið í öllum kaupstöðum og sveitar- þyngsli mikil og vaxandi. Áður en þingið hljóp undir bagga með 700 þús. kr. fjárveitingu til allra stærstu sveitafélaga var í sum- um kaupstöðum gefizt upp við að jafna niður útsvörum, og að hafa skipulega fjárstjórn. Opin- ber gjöld til ríkis og bæja fara stórlega hækkandi og til að halda fljótandi þjóðarskútunni, með öllum þeim hjálparbeiðn- um, sem þaðan berast, varð Al- þingi að hækka skatta og tolla hátt á þriðju milljón króna. Ef kröfur vaxa eins og hingað til á hendur bæjarsjóðnum og ríkis- sjóði, er erfitt að hugsa sér möguleikana að hækka stöðugt útsvör og skatta. Gert er ráð fyrir, að bjóða út innanlands- lán allt að þrem miljónum til að geta greitt Landsbankanum lausaskuld, sem safnast hefir á undanförnum erfiðleikaárum, og sem jafngildir því sem eldri skuldir, flestar erlendar, hafa lækkað á sama tíma. Reykja- víkurbær er með tiltölulega hærri skuldabagga á baki sér en hefir ekki ráðizt í nein úr- ræði til að velta honum til. Einn þáttur fjárkreppunnar eru gjaldeyrismálin út á við. Kaupmannastéttin hefir átt bágt með að sætta sig við inn- flutningshöftin, og talið að það myndi meinbægni ein, að leyfa þeim ekki ótakmarkaðan inn- flutning, líka á glysvarningi og óþarfa. Margir þeirra telja, að kaupfélögin og Sambandið sitji við hærra borð og hafi ótak- mörkuð fjárráð til innflutnings. Til að gefa mönnum glögga hug- mynd um að vandræðin eru mik- il og ná til allra, ríkisins, kaup- manna og kaupfélaga vil ég nefna nokkur dæmi. Öll stafa þau af hinu sama: Landið hefir of lítið af seljanlegum vörum fyrir erlendan markað til að standast kröfurnar. Ég hefi áð- ur tekið fram, að ég varð fyrir persónulegum óþægindum í Kaupmannahöfn í sumar sem leið, af því ekki var búið að greiða vexti og afborganir utan- lands af húsi Jóns heitins Þor- lákssonar í Austurstræti og Mjólkurfélagshúsinu. Hvorugt lánið var þó á ábyrgð ríkis eða banka. Tvær stærstu tekjulindir ríkissjóðs, víneinkasalan og tó- bakseinkasalan eru í mestu vandræðum, vegna yfirfærslu- leysis. Samband ísl. samvinnu- félaga flutti inn erlent efni til nýbygginga og endurreisnar sveitabæja, fyrir 200 þús. kr., grænmeti fyrir rúmlega 60 þús. og bifreiðar fyrir 40 þús. kr. Allt var þetta nauðsynlegt og átti að greiðast Sambandinu með gjald- eyri erlendis, en það hefir ekki verið hægt. Afleiðingin er auðsæ. Á næsta ári hjálpar Sambandið ekki til með þennan innflutning, og ekki sýnilegt, að neinn annar hlaupi í skarðið, fyrr en verzlun- araðstaðan batnar. Skömmu fyrir áramót flutti Sambandið út fisk fyrir nokkuð á fjórða hundrað þúsund krónur, og hafði hina mestu þörf til að fá það, vegna skulda sinna erlendis. En þess var ekki kostur. Það þurfti að ganga upp í vexti og afborg- anir af skuldum bankanna, sveitafélaga, svo sem fyrir raf- stöðina á ísafirði og í Reykjavík, og svo af lánum sjálfs landsins. Út frá þessum dæmum, geta menn dæmt um, hve sanngjarnt muni vera að heimta af þjóðfé- laginu gjaldeyri fyrir ónauðsyn- lega vöru. En ofan á þessa erfiðleika bætast svo atvinnudeilurnar. — Verkamannaleiðtogarnir hafa sagt upp öllum samningum á gufuskipum og stærri vélskipum. Verkfall á fiskiskipunum byrjar með nýja árinu,en á siglingaflot- anum seinni hluta vetrar. Mikið ber á milli um kaupið. Eftir kröfum verkamannaleiðtoganna á kauphækkun á meðaltogara að nema um 20 þús. kr. En útgerð- armenn segja að með þeirri hækkun verði árstapið á hverju skipi um 100 þús. kr. Þannig lítur út með gjaldeyr- ismál þjóðarinnar og afkomuna við sjóinn í ársbyrjun 1938. Að því leyti sem útlitið er stórum betra i sveitum landsins, er það eingöngu að þakka langvinnu og hagnýtu félagsmálastarfi samvinnufélaganna og Fram- sóknarflokksins, og verður nú ekki deilt um þýðingu þeirrar starfsemi. III. Þau tiðindi hafa gerzt á hinu liðna ári, að sú viðleitni til flokksmyndunar, sem Þorsteinn Briem stóð fyrir, varð að engu í ósigri hinnar svokölluðu Breið- fylkingar. Nazistar hafa einnig að mestu leyti horfið og sokkið til botns í Mbl.flokknum. — Kommúnistar hafa að vísu færzt í aukana á yfirborðinu og eign- azt þrjú þingsæti, en í raun og veru tapað lífsþrótti og fram- tíðarvon og munu innan stund- ar sameinast Alþýðuflokknum, og væntanlega hætta síðan smátt og smátt að standa í þjónsað- stöðu við forráðamenn erlends I stórveldis. Hinir litlu klofnings- flokkar eru þannig allir í andar- slitrunum, en eftir eru þeir þrír flokkar, sem ég lýsti sem eðli- legri og óhjákvæmilegri nauðsyn í bók minni, „Komandi ár“, sem kom út fyrir 15 árum síðan. Þegar ég ritaði framannefnda bók árið 1922, voru núverandi flokkar að myndast, en allir meira og minna eins og ófleygir ungar. Ég sýndi þá fram á, að j miðstétt landsins myndi fylkja sér um samvinnustefnuna, ör- eigarnir um þjóðnýtinguna og stærri atvinnurekendur um sam- keppnina og hið ótakmarkaða einstaklingsfrelsi. í stuttu máli: Ég taldi þá þrjá flokkana, sem nú skipta trúnaði þjóðarinnar milli sín, bæði eðlilega og óhjá- kvæmilega nauðsyn. Ýmsir af leiðtogum Sjálfstæðismanna og Alþfl.manna hafa sér til skaða misskilið málið. Þeir hafa talið, að Framsóknarflokkurinn hefði enga sérstöðu, engan tilverurétt og enga framtíðarvon. Mistök Breiðfylkingarinnar og þeirra Héðins Valdimarssonar og Finns Jónssonar í Kveldúlfsmálinu í fyrravetur og vor sem leið, stöf- uðu að miklu leyti af því, að leiðtogar þessara flokka vildu ekki sjá að samvinnugrundvöll- urinn, sem Framsóknarmenn byggðu á, var, eins og til háttar hér á landi, sterkari heldur en bæði þjóðnýting og ótakmörkuð samkeppni. En fyrir okkur Fram sóknarmenn, sem skildum eðli málsins þegar í upphafi leiks, var taflið auðveldara. Síðan 1916 höfum við Framsóknarmenn beitt okkur fyrir að koma á hinni öruggu og eðlilegu flokka- skiptingu og að tryggja hámark framfaranna með vel grundvöll- uðu bandalagi milli flokka, eftir því sem bezt hentaði. Nú er þessu sköpunarverki lokið, nema að Alþýðufl. á eftir að láta nokk- urn hluta sinna vina afneita ofbeldi og útlendri þjónustu. Nú er vandinn í því fólginn, að þeir þrír flokkar, sem tilverurétt eiga í landinu læri að beita kröftun- um eins og vel menntaðir knatt- spyrnumenn gera: Að berjast og reyna að sigra, en hlýða rétt- um leikreglum og viðurkenna að allir tilheyra íþróttastarfsemi og mannféiagi góðra drengja, og að baráttan er allt af háð í föstum skipulagsformum. m Avarp iorss flutt í útvarpið Þessi áramót eru svipuð öðr- um áramótum undanfarið, erf- iðleikar fyrir flestar þjóðir að baki — útlit fyrir baráttu og erfiðleika framundan. Okkar eigið land er eins og lítill hlekk- ur .í keðju heimsviðburðanna, sem við erum óumflýjanlega tengdir vegna menningar- og viðskiptasambands við umheim- inn. Við lesum daglega í blöðum og heyrum í útvarpi fréttirnar um erfiðleika, baráttu, blóðsúthell- ingar, aftökur og byltingar, — og við heyrum að hinir stríð- andi aðilar státa af því, að þeim hafi tekizt það betur en and- stæðingunum að valda í and- stöðuliðinu eyðileggingu og bióðfórnum. Við þennan óm, undir áhrif- um þessara frétta vex núver- andi kynslóð upp. Þetta eru þeir atburðir og þær fréttir, sem hafa þynnst eyra hjá ungling- unum, og ekki sízt börnum, sem eru á þeim aldri, að þau eru að mótast. Við skulum gera okkur það ljóst, að allt hefir þetta sín áhrif og festir rætur, er síðan bera vondan ávöxt í margskon- ar myndum, ef ekki er að gáð. * r á tiýársdagf sl. Við íslendingar höfum að sumu leyti sérstöðu meðal þjóðanna, því að þótt við séum að öðrum þræði eins og litill þáttur ofinn inn í líf þeirra og starf, erum við þó að nokkru leyti eins og áhorfendur utan við sviðið — vegna fjarlægðar og vegna þess að við tökum ekki og getum ekki tekið þátt í hernaðaræðinu beinlínis eins og flestar þjóðir gera. Þess vegna er það svo, að við íslendingar, þótt við séum öðrum þjóðum fjarlægir, höfum sem áhorfendur betri aðstöðu, en ýmsar aðrar þjóðir til þess að skoða, yfirvega og athuga þau djúpsettu áhrif, sem öll þessi barátta hefir, og það um- rót, sem hún veldur í hugum og lífsskoðun þjóðanna. Við sjáum þjóðirnar sogast inn í þessa hringiðu og sökkva, — aðrar eru í öldurótinu og leikslokin ófyrirsjáanleg. Nauðugar verða friðsamar þjóðir að vígbúast og glæða hernaðarandann með- al þegna sinna til þess að eiga ekki vísan ósigur og ó- frelsi, þegar ragnarökkur ófrið- arins, sem flestir þykjast sjá framundan, skellur yfir. — Og samhliða öllu þessu sjáum við jafnframt á öðrum sviðum óð- fluga breytingar á lífsskoðun- um manna og viðhorfi hvers til annars — skoðanamuninn á því, hvernig menn eigi að lifa lífinu — andstæöur, sem valda ófriði, blóðsúthellingum og hryðjuverkum innbyrðis meðal þjóða, sem eiga sama föðurland og tala sömu tungu. Tímarnir, sem við lifum á, eru tímar umróts og byltinga í mörgum myndum, það vitum við öll, og við erum, eins og ég sagði áðan, að sumu leyti áhorf- endur, sem dagleg tíðindi, flutt á öldum ljósvakans, hafa fært nær umheiminum. En við skul- um þá íhuga það, að þótt á- horfandi hafi í sumu sterka að- stöðu, þá hefir hann jafnframt sínar veiku hliðar, sem leiða af aðstöðu hans. Hann getur fund- ið að því, sem hann sér, en hann gætir þess oftast ekki, einkum á vissu aldursskeiði, hve sterk þau áhrif eru, sem einmitt hann sjálfur sem áhorfandi verður fyrir þegar hann horfir á á- hrifamikinn og atburðaríkan leik. Getur ekki verið, að okkur íslendingum sé eitthvað líkt farið? Við sjáum að vísu breyt- ingarnar á yfirborðinu hér á voru landi, nýja vegi, símalín- ur, brýr, hafnir o. s. frv. Við sjáum marga nýja skóla, verk- smiðjur, stórar virkjanir fall- vatna og aðrar framfarir, og um allt þetta er mikið rætt og ritað. Allt er þetta meira og minna nauðsynlegt og margt nýtt kallar að til þess að við getum lagt grundvöll að því að lifa hér í landi sem frjáls menn- ingarþjóð. Um þetta ætla ég ekki að ræða, þótt margt mætti um það segja. — Stjórnmálin hafa og nýlega verið rædd af öllum flokkum í útvarpi — og til þrautar. En ég ætla að varpa fram þeirri spurningu og biðja ykkur að hugleiða hana með mér litla stund, hvort við ís- lendingar munum sem áhorf- endur á umrótið meðal annara þjóða, jafnframt hafa gefið nægan gaum áhrifum og breyt- ingum, sem orðið hafa innra með okkur sjálfum. Ég á hér við lífsskoðanir okkar, sjónarmið okkar á starfinu, viðhorf okkar hvers til annars. Við vitum það öll, að í þessu efni hafa miklar breytingar á orðið, og að stór- felldar breytingar eru að gerast. Við vitum það einnig, að ein- mitt á þessu framar öllu öðru — á lífsskoðun og skapgerð þeirra, sem byggja landið og mynda þetta þjóðfélag — byggist okkar eigin framtíð. Þótt við fengjum hinni uppvaxandi kynslóð í hendur margháttaðar framfar- ir og tækni, ásamt mikilli menntun sem kallað er, þá mun henni aldrei vegna vel, ef hún á ekki hið innra í sjálfri sér heilbrigðar lífsskoðanir, trausta. skapgerð og skapandi lífsþrótt. En eigi hún þessa hæfileika, mun hún brjótast gegnum erf- iðleikana, þótt hún erfi minna af ýmsu öðru. — Ef við erum sammála um þetta, sem ég vona að við verðum, getum við þá ekki einnig verið sammála um það, að þessum þætti í uppeldis- málum okkar sé of lítill gaum- ur gefinn? Því sannarlega hefir verið lítið um það hirt eða a. m. k. lítið um það rætt. Ekki svo að skilja, að hér sé verið að benda á eitthvað nýtt — ekkert er nýtt, segir á einum stað, en margt gott og gamalt vill stund- IV. Um viðskiptagrundvöll hinna þriggja stjórnmálaflokka hefir leikið nokkuð á tveim tungum, en aðstaða Framsóknarmanna hefir þrem sinnum verið túlkuð á eftirminnilegan hátt. í fyrsta sinn af mér í grein í Tímanum haustið 1923. Næst af Tryggva heitnum Þórhallssyni í land- kjörsbaráttu haustið 1926, og loks af Eysteini Jónssyni í út- varpsræðu í kosningunum 1937. Tilefnið 1923 var það að einn af frambjóðendum Alþfl. hélt því fram í grein í Alþbl., í þvi skyni að skaða mig sérstaklega, að við Magnús heitinn Guð- mundsson værum báðir úlfar í sauðargærum, báðir væru falskir vinir bændanna. Magnús væri sendur af íhaldinu til að lokka afturhaldssama bændur. Ég væri sendur af socialistum til að villa bændum sýn og gera þá jafnað- armenn. Tilræði Alþbl. var ekki sérlega göfugmannlegt, þar sem ég hafði á margan hátt veitt Al- þýðuflokknum stuðning, án þess að biðja um eða óska eftir laun- um eða þakklæti. Ég svaraði þessum vísvitandi rógi socialist- anna með þeirri setningu, að ég myndi fús að vinna með socia- listum að friðsamlegri þróun og umbótum, en jafnskjótt og þeir færðu sig á byltingargrundvöll, myndi ég standa á móti slíkum aðgerðum, við hlið Ólafs Thors. Nú liðu nokkur ár. Verka- mannaflokkurinn var í myndun og ekki sterkur. Hann sýndi ekki á sér byltingasnið, heldur var, undir forustu Jóns Baldvinsson- ar, öruggur lýðræðisflokkur. í- haldið var hinsvegar mjög öfl- ugur flokkur og mjög kyrrstæð- ur. Leið mín og okkar Tr. Þ. var þess vegna mjög beint af augum. Við unnum, með Jóni Baldvins- syni og Ólafi Friðrikssyni gegn íhaldinu. Haustið 1926 var Jón í Yztafelli efsti maður á sameig- inlegum landslista Framsóknar- manna og Alþfl., móti Jónasi lækni Kristjánssyni á Sauðár- króki. Ég var í útlöndum, þegar samfylking þessi var afráðin. Það var nokkuð erfitt að fá tvo flokka til að standa saman um einn lista. Þá fann Tr. Þ. upp vígorð það, sem mjög hefir verið áhrifamikið síðan, en það voru þessi orð: Allt er betra en thald- ið. Með þessu átti að sætta bænd- ur og socialista við að vinna í um gleymast í hávaðanum og umrótinu, og þá er þarft að minna á það. í uppeldi forfeðra okkar, sem að vísu hafði marga galla þeirrar samtíðar, gætti þess einna mest, hve ríka á- herzlu þeir lögðu á að móta og þroska viljann, skapfestuna og drengskapinn. Og víst er það, að þau afreksverk, sem þeir unnu, og ljómi stendur af enn í dag og um langa framtíð, áttu rót sína að rekja til þess, — auk annara mannkosta. í þessu var þeirra uppeldi að sumu leyti svipað uppeldi Forn-Grikkja, þegar þjóðfélag þeirra stóð með mestum blóma og menning þeirra hæst — jafnvel hærra á sumum sviðum, en hún hefir nokkurntíma enn náð meðal Evrópuþjóða. — Hin mikla á- herzla, sem þeir lögðu á það, að móta skapgerð hvers einstakl- ings, þannig að hann yrði sem hæfastur þegn, er okkur öllum kunn. Og það mætti vekja nokkra eftirtekt, meiri en hing- að til, að sú þjóð, það stór- veldi, sem staðið hefir og stendur að flestra áliti einna fremst í veröldinni, hefir í sín- um uppeldismálum lengi og líklega mest allra þjóða, tekið sér til fyrirmyndar og sam- ræmt nútímanum þessar meg- inreglur úr uppeldiskerfi Forn- Grikkja þegar það stóð fremst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.