Tíminn - 05.01.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.01.1938, Blaðsíða 3
TÍM INN 3 slíkri einingu móti sameiginleg- um og sterkum andstæðingi. Með setningu minni frá 1923 var slegið á þá strengi að Fram- sóknarflokkurinn væri miðflokk- ur. Hann ynni með verkamönn- um að hóflegum framförum, en jafnskjótt og verkamenn færðu sig yfir á rússneska grundvöll- inn, væri samstarfinu lokið. Þá stæði Framsóknarflokkurinn á grundvelli laga og réttar, jafnvel við hlið hinna hörðustu and- stæðinga úr íhaldsliðinu. Vígorð Tr. Þ. 1926 var mótað af augnablikskringumstæðum. Það flutti honum ekki sigur í það sinn og sjálfur fylgdi hann því ekki þegar á reyndi, seinna meir á æfinni. En engu að siður hefir þessi stutta setning átt meginþátt í að halda við and- stöðu milli Framsóknarmanna og íhaldsins fram á þennan dag. íhaldið færðist mjög í aukana 1932, er það náði kverkataki á Framsóknarflokknum við mál- efnasvik Ásgeirs Ásgeirssonar og Jóns Jónssonar og við stofnun hins svonefnda Bændaflokks. Var það von og trú kaupsýslu- leiðtoganna í Rvík, að þeir gætu með hjálp Bændaflokksins, náð varanlegu taki á stjórn landsins og beygt undir sig verkamenn og samvinnumenn. Þetta mistókst þó algerlega í kosningunum 1934 og þó öllu meira 1937. En meðan Framsóknarflokkurinn var að rétta sig við eftir hin miklu innri svik, sem Jón Jónsson stóð fyrir, var vígorð Tr. Þ. frá 1926 að mörgu leyti gagnlegt, enda talsvert haldið á lofti. Meðan íhaldið hafði von og vilja og við- leitni til að gera sig að kúgunar- flokki í landinu, var sannarlega tilefni til að minnast þess á eft- irminnilegan hátt. En í kosningabaráttunni 1937, spyr einn af leiðtogum socialista Eystein Jónsson um framtíðar- stefnuna, og fékk það svar í út- varpinu, sem byggt var á sam- þykktum nýafstaðins flokks- þings, að Framsóknarflokkurinn myndi vinna eftir málefnum. Þá var aftur komið inn á þann grundvöll, sem ég hafði lagt 1923. Framsóknarflokkurinn hætti að telja samstarf við nokk- urn lýðræðisflokk alveg útilok- að. Þvert á móti var bent áj að málefnin væru fyrir öllu. Og með tilliti til vaxandi erfiðleika, kom þessi viðurkenning á réttum tíma. V. Sjálfstæðisflokkurinn hafði á síöasta kjörtímabili haldið uppi mjög harðri málefnabaráttu á þingi og í blöðum sínum, móti umbótamálum Framsóknar- manna, bæöi í afuröasölumálinu, réttarfarsmálum, landhelgis- gæzlu o. s. frv., en þó hafði smátt og smátt nokkuð dregið úr baráttuhörkunni, eins og sér- staklega verður rakið í sambandi við meðferð fjárlaganna. En þeg- ar Héðinn Valdemarsson og Finnur Jónsson knúðu fram kosningar, með því að taka upp byltingaraðstöðu á Alþingi, kom nýtt fjör í Sjálfstæðisflokkinn. Hann gerði fullkomið bandalag við Jón Jónsson og Þorstein Briem, tók upp nafnið „Breið- fylking" um sameininguna og hafði að því er menn halda, yfir að ráða allt að 300 þús. kr. í sameiginlegum kosningasjóði. Framsóknarmenn höfðu um 6000 kr. til sameiginlegra þarfa, og í einu kjördæmi mun auk þess hafa verið eytt í bílferðir og skrifstofu um 2000 kr. Var því ólíku saman að jafna um stríðs- kassann. Breiðfylkingin lét mik- ið yfir sér. Var allmikið þjóðern- isyfirlæti í sambandi við nafnið og varð ekki annað séð, en að andstæðingar Sjálfstæðis- og Bændaflokksmanna tilheyrðu ekki íslenzku þjóðinni. En með þessu átaki var gerð svipuð sókn og Þjóöverjar reyndu á Vestur- vígstöðvunum sumarið 1918, rétt áður en hrunið kom. Niðurstaðan er öllum kunn. Breiðfylkingin leystist sundur eins og vorsnjór. Bændaflokkur- inn virtist verða að engu. Aðal- foringinn, Þ. Briem, virtist hafa komið með 50—60 atkvæði í Döl- um inn í sameiginlegt bú. Þegar fréttirnar komu utan af lands- byggðinni, um sigra Framsókn- ar og algert getuleysi Bænda- flokksins, var engin ósk heitari hjá Sjálfstæðismönnum, en að Þ. Briem félli líka í Dölum. Það varð ekki, eingöngu af því, að lið Sjálfstæðismanna hafði fylkt sér um hann betur en málefni stóðu til. Framsóknarflokkurinn kom út úr eldrauninni með mikið lið og vel fallið til félagsmálastarfa. Hin mikla sókn hafði misheppn- azt. Leiðtogum Sjálfstæðis- manna varö það ljóst, að af tveim ástæðum var óhugsandi að flokkur þeirra gæti nokkurn- tíma framar orðið yfirdrottnun- arflokkur í landinu, eins og suma hina ógætnari menn hafði dreymt um, undanfarin misseri og fyrir kosningarnar. í fyrsta lagi hafði þjóðin sýnt, að hún hafði óbeit á „Breiðfylkingar- skrafinu". Henni stóð stuggur af að láta einn flokk, með ógæti- legt þjóðernisskrum á vörum margra hinna æstari manna hans, fá undirtök í stjórnmálun- um. En hitt var þó áhrifameira, að ástand atvinnuveganna gerði yfirdrottnun eins flokks ófram- kvæmanlega. Hin mikla dýrtíð, hinar miklu kröfur yfirmanna og undirgefinna, og ekki sízt hin mikla fátækt útvegsins, eins og högum hans er nú háttað, svifti blæjunni frá augum Sjálfstæðis- manna og þeir sáu að burgeisa- tíminn og allir slíkir draumar voru horfnir í reyk. Eftir var fá- tæk, lítil þjóð í harðbýlu landi, þar sem alvara lífsins kom í stað skýjaborganna frá stríðs- gróðatímanum, þegar annarhver maður lifði eins og milljónamær- ingur. Um leið og Sjálfstæðis- flokkurinn hætti að líta á sig sem aldagamalt stórveldi í land- inu, hlaut aðstaða annarra flokka til hans lika að breytast. VI. Viðskipti Framsóknarmanna við socialista voru fjölbreyttari af því að flokkarnir unnu saman um stjórn, eftir ákveðnum samningi. Hér skal ekki farið lengra aftur í tímann enn til síðustu mánuða ársins 1936. Þá hélt Alþýðufl. flokksþing og gerði tvær allmerkilegar sam- þykktir. Aðra um að afneita al- gerlega kommúnistum og öllu þeirra athæfi, en hina þá, að gefa Framsóknarfl. þriggja mánaða frest til að snúast frá samvinnufélagsskap yfir í þjóð- nýtingu. Ef ekki yrði gengið að þessum kostum, skyldi stjórnar- samvinnan rofin þegar í stað. Þessir úrslitakostir voru sendir Framsóknarflokknum gegnum útvarpið. Ruddaskapurinn og kæruleysið gagnvart samstarfs- flokknum gat varla komizt lengra en í þessu framferði, hvort sem litið var á hina fjar- stæðu efniskröfu, eða hinn al- gerða viðvaningshátt í tilkynn- ingarforminu. Framsóknarmenn tóku þessu með enskriró.Þeir höfðu ekki um það stór orð, en gáðu til veðurs. að hugleiða það, að skólarnir eins og nú er, hafa flestir stærra verksvið en þaö eitt að mennta börn og unglinga í þeim skilningi sem almennt er lagð- ur í orðið menntun. Þeir hafa einnig að miklu ieyti tekið við því, sem við köllum uppeldi barna og unglinga, eða mennt- un í þeim skilningi, sem St. G. St. vill kalla sanna menntun. Og þar að auki tekið við þeim vanda, að vinna gegn ýmsum skaðlegum erlendum áhrifum, sem við verðum að vera á verði gegn. — Með langdvölum barna frá heimilunum í skólum minnka áhrif heimilanna. — En það mun mörgum vera minnisstætt, ef þeir hugsa um það, hvernig lifsbaráttan á heimili með foreldrum og vandamönnum jafnhliða nám- inu, mótaði þá í bernsku. Hvernig starfið, sem oft kost- aði mikla hugkvæmni, skyldu- rækni, sjálfsafneitun og vilja- þrek, smátt og mátt byggði upp skapgerð sem síðar i lífinu gerði þeim broslega létt að mæta þeim erfiðleikum og yfirstíga, sem aðrir töldu mikla og jafn- vel lítt yfirstíganlega. Þennan þátt í okkar uppeldi getum við ekki misst og ekki raskað til muna án þess að þjóðin bíði varanlegt tjón — e. t. v. meira en hún fær yfir komizt. Samþykktin virtist hafa verið gerð í flaustri, af ókunnugum og óundirbúnum mönnum. Hinir reyndari og gætnari menn Alþ.- flokksins virtust varla muna eft- ir að samþykkt þessi var gerð. En þegar kom fram á þingið, kom i ljós, að Alþfl. var tvískipt- ur, og að þingmönnum nálega í tvo jafna hluta. Jón Baldvinsson og nokkrir menn með honum, vildu halda áfram rólegu um- bótastarfi með Framsóknar- flokknum. En hinn helmingur- inn, með Finn Jónsson og Héð- inn Valdemarsson, vildu knýja fram kosningar í heitu æsinga- máli, sem væri vinsælt fyrir so- cialista en óhentugt fyrir Fram- sóknarmenn. Eftir sigursælar kosningar vildu þeir Héðinn og Finnur að aftur byrjaði um stund samstarf milli sömu flokka undir forustu socialista og með þjóðnýtingu sem höfuðmál. — Kveldúlfsmálið var í augum þessara manna hentugt ófriðar- efni. Þaö var vitað, að Jón Árna- son, formaður bankaráðs, gat fengið allt að einnar milljónar kr. virði upp í skuldir Kveldúlfs, ef ekki yrði gengið að félaginu. Það var ennfremur vitað, að Framsóknarmenn myndu ekki neita þessu boði. Félagið var hinsvegar óvinsælt fyrir marg- háttaða ágalla á rekstrinum. Héðinn Valdemarsson mun þess vegna hafa talið sig hafa góða fótfestu í viðleitni sinni að láta Framsóknarflokkinn setja niður í meðferð þessa máls. Hann bar síðan fram frv. um að láta gera Kveldúlf upp, eftir Alþingissam- þykkt. Slíkt nýmæli var bylting og annað ekki. Ef farið var inn á þessa leið, þá gat enginn at- vinnurekandi í landinu strokið um frjálst höfuð. Hver óvin- veittur þingmeirihluti gat sam- þykkt að allt skyldi af slíkum manni tekið. Byltingin hafði þá haldið innreið sína í landið. Framsóknarflokkurinn gekk á móti þessu frv. meö Sjálfstæðis- flokknum, og gerði þannig að veruleika yfirlýsingu mína frá 1923, að þegar socialistar tækju upp byltingarstefnu, þá stæðu Framsóknarmenn í vörninni við hlið Ólafs Thors. Frv. Héðins var fellt, en samvinnan með stjórn- arflokkunum var rofin. Fram- sóknarflokkurinn átti annars- vegar í höggi við „Breiðfylking- una“, en á hinn bóginn við so- cialista. í því kjördæmi, þar sem Til hafa verið skólar, sem hafa rækt þessar skyldur og hafa skorið sig úr, án þess að nokkur sé nefndur. En það næg- ir ekki — það á að vera og verð- ur að vera almennt. Hér á eng- inn einn maður eða menn sök — og það þarf margra manna sam- eiginleg átök til þess að valda breytingu. Ég bendi ekki á leið- ir, enda er tíminn of stuttur til þess og ég er ekki einfær um það, — en ég bendi hér á mál, sem ég tel einna mestu skipta nú, að rétt og vel verði á tekið. — Ég get að vísu bent á og spurt: Hvar er sú lærdómsbók í siðfræði utan kversins, sem kennurum er ætlað að styðjast við til þess að ala upp hjá börn- um þá skyldurækni og skap- gerð, sem á að leggja áherzlu á að þroska hjá sérhverjum upp- vaxandi þegni? — Hvar eru leiðbeiningar um það fyrir börn til hvers þau læra og stunda í- þróttir? Hvar er kennslubók fyrir börnin um skaðsemi á- fengis og tóbaks? — Þess væri þó tæpast vanþörf, ef litið er til æskunnar. Við eigum að vísu sem betur fer mikið af þrótt- mikilli og fallegri æsku, einkum íþróttaæskuna, sem sýnir hve ættstofninn er tápmikill og hraustur, og til hve mikils er að vinna með því að leggja rækt við uppeldið, og þá jafnframt hve ég var í kjöri, var frammistaða fulltrúa Alþýðuflokksins mest blandin siðleysi og vöntun á mannasiðum. En víðast hvar annarsstaðar var baráttan hörð- ust milli Framsóknarmanna og liðsmanna Mbl.stefnunnar. Kveldúlfsmálið á þingi varð afleiðingaríkt í íslenzkum stjórnmálum. Það sprengdi þriggja ára stjórnarsamvinnu. Það leiddi til kosninga. Það sannaði að meirihlutinn af for- ráðamönnum Alþfl. voru bylt- ingarsinnaðir. Það neyddi Fram- sóknarmenn til að vinna með íhaldinu í ógeðfelldu máli. Það færði Framsóknarmönnum mik- inn kosningasigur. Það braut valdadrauma heitustu íhalds- mannanna, um yfirdrottnunar- skilyrði flokksins, af því að það sannfærði Mbl.menn um, á ó- mótmælanlegan hátt, að þeir og aðrir sem höfðu í tuttugu ár haldið því fram, að Framsóknar- menn væru grímubúnir bylting- armenn, höfðu algerlega haft á röngu að standa. Framsóknar- menn höfðu fjölmörgum sinnum sýnt í verki, að þeir skárust í leikinn, ef íhaldsmenn ætluðu að beita verkamenn ranglæti. Nú sást, að Framsóknarmenn létu socialistum ekki haldast uppi að beita Mbl.menn ódrengskap. — Byltingardraumurinn til beggja hliða var orðinn að endurminn- ingu. Mbl.menn vissu, að Fram- sóknarmenn myndu aldrei líða þeim ofbeldi við verkamenn. Og nú sá öll þjóðin, að hinir sömu menn slitu félagsskap um stjórn við socialista, og gengu út í erf- iðar og óhagstæðar kosningar, til að hindra það, að Alþfl. leysti hið íslenzka þjóðskipulag og réttarfar upp í siðleysi og ó- menningu. Flokksþingið, sem undirbjó kosningarnar fyrir Framsóknar- flokkinn, hafði látið fenna yfir kjörorð Tr. Þ. frá 1926. Nú var Framsóknarflokkurinn orðinn miðflokkur, með skyldur til beggja handa. Þetta kunnu kjós- endur að meta. Kösningasigur Framsóknarmanna var fyrst og fremst því að þakka, að kjósend- um fannst framkoma flokksins heilbrigð og eðlileg. En þeim þótti byltingarbrölt socialista og „breiðfylking allra íslendinga“ hvorttveggja vel fallið til nokk- uð eftirminnilegrar áminningar. miklu er að tapa, ef það er vanrækt. En íþróttirnar vantar einnig forystu, sem verður að koma. Það vantar menn sem ferðast milli íþTóttafélaganna og skól- anna, ekki’til þess að kenna í- þróttirnar, heldur til þess að leiðbeina og opna fyrir mönn- um leyndardóma íþróttanna, gildi þeirra og tilgang. Án þess ná íþróttirnar aldrei .marki sínu sem uppeldismeðal fyrir þjóð- félagið. — Það má benda á það sem tal- andi tákn þess hve fast svefn- inn hefir sótt okkur á þessu sviði uppeldismálanna, að fyrst nú í vetur var verulegt verklegt nám lögleitt á ný við bændaskólana. Og í héraðs- skólunum hefir aðalforvígis- maður þeirra gert ítrekaðar til- raunir til þess að lögð væri meiri áherzla á verklegt nám, án þess að það mætti verulegum stuðningi. — Hann hefir nú í vetur ásamt einum skólastjór- anum gert á Alþingi nýtt átak í þessu og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að þar verði meira en áður, — jafnhliða bóknáminu, — lögð áherzla á að mennta „hjarta og hönd“. Mér hefir orðið tíðrætt um skólana, en mér er það þó vel ljóst, að hér þurfa fleiri en þeir að vera að verki. Jafnframt því VII. Eftir kosningaósigurinn rann yfirlætiö mjög af þeim leiðtog- um Alþfl., sem mesta óvild höfðu sýnt Framsóknarflokknum. — Vildu nú hinir gætnari menn flokksins hverfa frá þjóðnýting- unni og að almennum umbótum. Héðinn Valdemarsson var illa settur. Honum var kennt um ó- sigurinn, ef til vill meira en rétt var. Hann sá völd sín og áhrif líkleg til að fjara út, ef ekki yrði val góðra ráða. Jón Baldvinsson var erlendis mestallt sumarið. Héðinn notaði sér því tækifærið, og tók upp á sig þá ábyrgð, utan við miðstjórn flokksins, og þvert ofan á samþykkt 13. flokksþings Alþýðufl., að hefja sameiningar- makk við kommúnista. Stóð sá loddaraskapur allt sumarið og snerist blað flokksins allan þann tíma eins og vindhani i hvass- viðri. Um haustið kom Alþingi saman, og fulltrúar stjórnar- flokkanna viku fyrr en Sjálf- stæöismenn. Átti að nota þann tíma til að freista að gera mál- efnasamninga. Framsóknar- menn stóðu saman um, þrátt fyrir misjafna reynslu, að halda áfram samstarfi enn um stund og höfðu ítarlegan málefna- grundvöll. En Alþfl. var eins og sjúklingur með sótthita, hvergi fær til starfa. í 6 vikur var beðið eftir að Alþfl. héldi flokksþing og næði nokkurnveginn heil- brigði. Upp úr því tókst að fram- lengja stjórnarsamvinnuna urn nokkrar vikur. Framsóknarm. komu í gegn nauðsynlegri breyt- ingu á mjólkurlögunum, bættu úr halla á rekstri ríkis og bæjar- félaga og hjálpuðu socialistum til að gera nokkrar breytingar á tryggingarmálunum. Inn í alla þessa erfiðleika kom svo doc- entsmálið, eins og sprengikúla frá hálfu socialista, og í þinglok- in hin ódrengilega árás Finns Jónssonar á Þormóð Eyjólfsson. Þannig var ástandið, þegar þingi var slitið. Héðinn Valdemarsson hafði eyðilegt allan árangur af vetrarþinginu 1937. Fyrir af- brýðisemi hans við samstarfs- flokkinn, komu nýjar kosningar. Fyrir þessa byltingartilraun hans varð að halda þing frá hausti til jóla, og fyrir samein- ingarbasl hans við kommúnista urðu 6 vikurnar af þessu þingi nálega gagnslausar. Engu að síður hafði þingið afgreitt nokk- ur allmerkileg mál síðustu vik- að kenna börnum og ungling- um skyldurækni og skapfestu og þroska hugkvæmni þeirra með áreynslu og starfi, verðum við aö sýna það í lífi þjóðarinn- ar, að þessir eiginleikar, en ekki yfirborðshátturinn, séu virtir. Án þess fá kenningarnar ekki staðizt. Þegar við dæmum um framferði okkar í þessum efn- um, erum við ekki áhorfendur, og mönnum kvað oft ganga illa að sjá bjálka í augum sjálfs sín. Það hafa að minnsta kosti þrir þekktir útlendingar ritað um okkur bækur s. 1. ár. Þeir benda allir á það, að í okkar nýju menningu sé mikið los og yfir- borðsháttur. Sumu af því sem um þetta er sagt hljótum við aö mótmæla, en við skulum samt athuga sumt i þessum dómum gestsaugans. Allir þessir menn eru á einu máli um þaö, að hin gamla menning sveit- anna sé hrein og sterk. Við skulum viðurkenna, að þessi menning hafi líka sína galla, en eitt er í senn sterkur og þýð- ingarmikill þáttur í menningu sveitanna, og það er hvernig allur yfirborðsháttur heima fyrir er svo að segja glottur í hel, — og hve menn eru þar al- mennt virtir eftir verðleikum. Myndi ekki hollt að fylgja þessari reglu almennara en gert er? — Og ég hygg að flestir séu á einu máli um það, að það sé þetta að sjálfsögðu ásamt miklum meðfæddum hæfileik- um, sem hefir skapað heims- veldið og viðhaldið því. — Sann- arlega brestur okkur ekki gamla og nýja reynslu og sannanir fyrir því, að mennirnir og þá líka þjóðirnar, eru búnar eigin- leikum, sem eru að sumu með- fæddir — en einnig mótaðir og tamdir. — Og við sjáum það einnig daglega, að það er aðal- lega undir þessum meðfæddu og mótuðu eiginleikum komið, hvernig þessum mönnum og þjóðum vegnar — hve heillarikt lífsstarflð verður þegar lýkur. Getum við þá ekki, með þetta í baksýn, orðið sammála um það, þegar við byrjum hið nýja starfsár, að við höfum í barátt- unni fyrir hinum miklu fram- förum, baráttu sem við þurfum sannarlega að halda áfram, vanrækt um of þann þáttinn í okkar uppeldismálum, sem e. t. v. sízt má vanrækja? — Og geta þá ekki nægilega margir orðið sammála og samtaka'í því að reyna að skapa hér straum- hvörf? Ýmsir munu þó e. t. v. segja sem svo: Við höfum lögleitt og komið á nýtízku barnafræðslu, reist marga héraðsskóla og gagnfræðaskóla, eigum tvo góða menntaskóla og háskóla, sem við erum að reisa nýtt og veg- legt hús fyrir. Við höfum jafn- framt gefið æskunni betri skil- yrði til íþróttaiðkana en nokk- ur kynslóð hefir áður gert í þessu landi. — Við höfum því gert mikið í þessum efnum. Sízt skal því neitað, að svo er, ekki skal það heldur dregið í efa, að kennaralið okkar er margt, gott og vel starfhæft. En hinu má heldur ekki gleyma, að skólar okkar eru flestir ungir — og þeir eru eins og allt annað og sízt síður, börn síns tíma, börn aldarandans. Okkur ís- lendingum er sumum gjarnt að vísa til ummæla góðskálda okk- ar, og ég ætla að það sé góður siður og í ýmsum málum góð rök. Því skáldin sjá oft dýpra inn í eðli málanna og lengra fram en við hinir. Og einhvers- staðar segir Stephan G. Step- hansson það um skólana, að þar sé sú menntun boðin, sem láti sér umhugað um höfuðið, en — „fátt sé skeytt um hjarta og hönd“. En hann segist telja þann einn menntaðan, sem eigi fram að bjóða „Hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“. — Myndi ekki einmitt í þessum orðum St. G. St. vera bent á það, sem á skortir í uppeldismálum og skólamálum okkar? Við verðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.