Tíminn - 10.01.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.01.1938, Blaðsíða 1
og »n«í)cimta ©afnaratt. 13 ©Jml 2353 - P6»t&6lf 061 <&Jaíbbagt HaCelnii e t 1 1 ft ai Átaangarími f ostai 7 f^. XXII. ár. Reykjavík, 10. janúar 1938. 2. blað. Síldarverksmiðjumálið Alþýðubl. hefir alveg rétti- lega viðurkennt núna fyrir jól- in, að breytingin á löggjöf og skipulagi síldariðju fyrirtækja ríkisins hafi verið þýðingar- mesta mál þess þings, sem nú er hætt störf um. Þessi málalok urðu í einu mikill sigur fyrir Pram- sóknarf lokkinn og verksmiðj - urnar, ef líta ber á þær sem nýtilegt þjóðþrifafyrirtæki. Þegar M. Kr. með stuðningi Pramsóknarflokksins hóf bar- áttuna fyrir síldarverksmiðjum ríkisins, var tilgangur hans sá, að ríkið ætti fyrirtækið, að því væri gætilega stjórnað, að það eignaðist sjóði og séreignir, endurborgaði byggingarlánin og fæddi af sér ný bræðslufyrir- tæki eftir því sem þörf lands- ins krefðist. Rekstur verksmiðjunnar átti að vera á ábyrgð framleiðenda, en ekki ríkisins. Þegar verk- smiðjan tók við síld sem hrá- efni, var gert ráð fyrir að verk- smiðjan gæti greitt framleið- endum allt að 75% af áætluðu sannvirði. Afganginn, hver sem hann varð, áttu framleiðendur að fá, eftir að sölu ársfram- leiðslunnar var lokið. Flestir sjómenn eru upp á hlut á síldarvertíð. Með skipu- lagi því, sem Framsóknarflokk- urinn var hér að skapa, var sjómönnum tryggt sannvirði fyrir vinnu sína. Það var í fyrsta sinn, sem sú fátæka en eljusama stétt var tekin út úr hringiðu féflettingarinnar og tryggt sannvirði. Þó að Framsóknarflokkurinn skapaði þetta stórvirki, gerði hann aldrei tihaun til að hafa af því flokkshagnað. Fyrirtækið átti að vera landinu öllu til gagns, en engum flokki sér- staklega. Viðvaningar einir gera almennar umbætur að sérstöku æti fyrir sig og sína. n. Framsóknarmenn gerðu í upphafi ráð fyrir stjórn úr öll- um flokkum á þessu fyrirtæki. Þeir gerðu ráð fyrir þegnskap hjá öllum flokkum, meiri • en raun hefir orðið á. í stjórninni, hvort sem hún var 3 eða 5 manna, hefir Framsóknarflokk- urinn aldrei átt tvo fulltrúa fyr en nú, en jafnan einn. Fyrst í mörg ár Þormóð Eyjólfsson og nú síðustu tvö árin Þorstein M. Jónsson. Fram að 1934, þar til socialistar höfðu í fyrsta sinn veruleg áhrif á löggjöf um verksmiðjurnar, kaus verk- smiðjustjórnin sjálf formann úr sínum hóp. Var því aftur nú á síðasta þingi breytt í hið fyrra horf. Alþ.fl. hafði stutt Framsókn- armenn við að koma verk- smiðjumálinu í framkvæmd í fyrstu, en sjálfstæðismenn beitt séreindregið á móti. En þegar til framkvæmdanna kom og verksmiðjurnar voru byrjaðar að vinna, tóku þessir tveir flokkar, socialistar og Mbl.menn höndum saman um að brjóta niður sannvirðisreksturinn. I stað þess gerðu þeir síldarverk- smiðjurnar að áhættufyrirtæki, hinu stærsta, sem ríkið hefir nokkurntíma rekið. Þetta bandalag íhalds og socíalista hefir staðið fram á þennan dag. Þegar við Framsóknarmenn lögðum í efri deild fram frv. um verksmiðjurnar nú í vetur, þar sem gert var ráð fyrir að síldin yrði tekin til vinnslu af fram- leiðendum, en ekki keypt með á- hættuverði, þá lagði Jóhann Jósefsson fram breytingartil- lögu um að enn skyldi viðhalda heimild til að kaupa sildina á þjóðnýtingargrundvelli. Allur Sjálfstæðisflokkurinn í efri deild fylgdi þessu. Ennfremur Alþ.fl.mennirnir báðir Jón Baldvinsson og Sigurjón Ólafs- son. Kommúnisti deildarinnar rataði svo sem að sjálfsögðu í þessa samfylkingu íhalds og socialista, móti Framsóknar- flokknum og móti því að tryggja sjómönnunum sannvirði. í bankaráði Landsbankans fór á sömu leið, þegar við samvinnu- mennirnir þrír, sem stóðum saman um tillögu, sem sam- þykkt var, að bankinn skyldi næsta sumar aðeins lána út á ákveðinn hlut af áætluðu verði bræðslusíldar, eftir að hún er komin í þró. Þá stóð Ólafur Thors, svo sem vænta mátti, á grundvelli flokks síns og móti Framsóknarflokknum. Fari svo, sem líklegt má telja nú, að i sumar verði unnt að tryggja sjómönnum sannvirði vörunnar í síldarbræðslum ríkisins, og síðan í einkaverksmiðjum, þeg- ar þær verða knúðar til að fylgja fordæmi ríkisverksmiðj- anna, þá er sá sigur sjómönnum til handa unninn af Framsókn- armönnum móti sameinuðu liði Alþ.fl., Mbl. og kommúnista. Og sízt þarf Alþfl. að guma af sjálfstæði sínu gagnvart Mbl.- mönnum, því að hér rann hann einhuga á tillögu Jóhanns í Eyjum, eins og gráðugur fiskur á girnilegt agn. Er þessu sér- staklega beint til verkamanna til athugunar, þar sem Alþýðu- flokkurinn hefir fundið Fram- sóknarmönnum það til saka, að hafa þegið stuðning Mbl.manna til að tryggja öllum flokkum rétt til áhrifa í verksmiðju- stjórninni. III. Fyrsta, stóra yfirsjón Alþ.fl. í verksmiðjumálinu var að láta undan freistingunni um þjóð- nýtingu, og gera fyrirtækið þar með að sjúku áhættufyrirtæki. Næsta stóryfirtroðsla Alþ.fl. var að leggja áherzlu á að ná fyrirtækinu undir sig og gera það að flokkshagsmunafyrir- tæki. Það var mikil fyrirmunun, að flokkur, sem ekki hefir nema um 20% af atkvæðum í land- inu, og mjög fátt manna, sem æfðir eru við stjórn stórra fyr- irtækja, skyldu ætla sér þá dul að taka þvílíkt fyrirtæki, sem síldarbræðslur ríkislns út úr því hlutleysi, sem þær áttu að njóta, samkvæmt stofnlögum Framsóknarflokksins, og ætla að gera þær að nokkurskonar Alþýðubrauðgerð á kostnað allra landsmanna. En þetta gerði Alþýðuflokk- urinn snemma á síðasta kjör- tímabili. Fulltrúar hans í síld- arbræðslustjórn, Páll Þorbjörns- son og Jón Sigurðsson gerðu leynisamning við gamlan höf- uðandstæðing sinn, Svein Bene- diktsson, um að bola Framsókn- armönnum frá öllum áhrifum á stjórn verksmiðjanna. Þor- móður Eyjólfsson var formaður verksmiðjustjórnarinnar, og að hans ráðum hafði verið fenginn til forstöðu í verksmiðjunum mjög duglegur og afar reglu- samur forstöðumaður, Jón Gunnarsson verkfræðingur. Jón og Páll byrjuðu "nú að halda stjórnarfundi bak við formann, og tóku þar hinar þýðingar- mestu ákvarðanir, m. a. að reka Jón Gunnarsson, segja upp um- boðsmanni verksmiðjunnar i Noregi o. s. frv. í stað þess völdu Jón og Páll ístöðulítinn pilt til framkvæmdarstjóra. Hann var þar í tvö ár, þóttist vera socia- listi þann tíma, en kastaði þeirri nýfengnu trú og tryggð viö Alþ.flokkinn, er hann sá að flokksstjórn yrði ekki lengur á verksmiðjunum og hypjaði sig á burtu til annars lands, í von um að gleymast sem fyrst í sínu eigin föðurlandi. Með miklu átaki tókst að fá á þessu nokkra bráðabirgðabreyt- ingu með bráðabirgðalögum. í stjórn verksmiðjunnar skyldu vera þrír menn, sinn úr hverj- um þingflokki. Sú var krafa Framsóknarmanna, því að þrátt fyrir hina þrálátu baráttu Framsóknarmanna við íhaldið, gleymdu Framsóknarmenn ekki að þessir andstæðingar áttu mikil ítök í sjávarútveginum. Socialistar beittu lævísi í þessu máli, og völdu tvo socialista í þriggja manna stjórn, þó að margsannað væri, að unnt var að fá sæmilega menn úr Mbl.fl. í stjórnina. Fyrir hönd Fram- sóknarmanna fór Þorsteinn M. Jónsson í stjórnina. Hann var einn af stofnendum flokksins, og mjög kunnur hinum eldri flokksmönnum fyrir góða hæfileika, þrek, festu og þó sanngirni í viðbúð. Þó að hann væri í minnihluta 1 stjórninni, ef á reyndi um stefnur flokk- anna, tókst honum að hafa all- veruleg áhrif til bóta á stjórn fyrirtækisins. En glöggt sést hvað sosialistar vildu með að tryggja sér meira hluta í stjórninni, þegar ákveða skyldi bræðslusíldarverðið, vor- ið 1937. Þorsteinn M. Jónsson vildi þá taka upp stofnregluna og tryggja sjómönnum sann- virðið, en borga ekki út fyrir hrávöruna nema meirihluta af áætluðu verði. Þá gengu soci- alistar báðir móti Þorsteini M. Jónsson og eyðilögðu tillögu hans. Skal nú vikið að því hver var aðaltilgangur socialista með því að svíkjast að Þormóði Eyj- ólfssyni og reka burtu forstjóra, sem var reglusamur, duglegur, heiðarlegur, og stóð algerlega utan við alla flokkspólitík. Tilgangur Jóns Sigurðssonar með þessu tilræði var sá að brjóta niður Þormóð Eyjólfsson, eitthvað á svipaðan hátt og þeir höfðu misst sinn aðalleiðtoga, Guðm. Skarphéðinsson. Síðan hugðust þeir að geta leyst upp Framsóknarflokkinn á Siglu- firði, en náð þar undirtökum með kommúnistum. Næsta skref var síðan að geta fellt Einar á Eyrarlandi og Bernharð Stef- ánsson með að þeim hyrfi liðs- aukinn af Siglufirði. Að vísu myndi kjördæmið þá falla í hendur íhaldsmanna, en speku- lantar Alþýðuflokksins vonuð- ust eftir að í þeirra hlut myndi koma mikil kjósendaaukning, þeir fá uppbótarþingmann úr Eyjafirði o. s. frv. IV. Þegar Jón Jónsson og Þor- stein Briem klufu Framsóknar- flokkinn veturinn 1933—34 von- uðu hinir þroskaminni af leið- togum Alþýðuflokksins, að það sár, sem Framsóknarflokkurinn fengi þá, yrði svo djúpt, að socialistar yrðu stærsti flokkur og hefðu aðalforystu í keppni við íhaldið. Héðni Valdimars- syni og fleiri hans líkum urðu það sár vonbrigði, vorið 1934, þegar Framsóknarflokkurinn kom inn í þing með 15 menn, en þeir aðeins með 10. Þróaðist við það kali til þeirra Fram- sóknarmanna, sem talið var að sérstaklega hefðu staðið fram- arlega í baráttunni, að bjarga heiðri og valdi Framsóknar- flokksins. Við stjórnarmyndun- ina 1934 urðu þessir menn að sætta sig við að Framsóknar- menn settu sinn svip á stjórn- ina og stjórnarfarið. En þeir vonuðu að það yrði ekki lengi. Árás þeirra á Þormóð Eyjólfs- son var fyrsta opinbera her- hlaupið í þessu skyni. Árásin á verksmiðjur Sambandsins nú í vetur er önnur sóknin. Fjand- skapur Halldórs Friðjónssonar og annara þvílikra Alþýðuleið- toga við Eyjaf jörð við Kaupfélag Eyfirðinga er af sama toga spunnið. Jafnvel nú í vor var ótti þessara Alþýðuflokksleið- toga við breiðfylkinguna ekki meiri en svo, að eitt af helztu hugðarmálum þeirra var að f ella Einar og Bernharð frá þingsetu. Voru um það miklar ráðagerðir að hafa framboð í Eyjafirði sem skæðast fyrir Framsóknarmenn. f því skyni var Jón Sigurðsson kyrsettur, en í hans stað settur maður af Siglufirði, sem nú er höfuðkempa í liði Alþýðuflokks- ins á sameiginlegum bæjar- stjórnarlista Alþýðuflokksins og kommúnista. Áreksturinn út af síldar- bræðslu ríkisins milli Framsókn- armanna og Alþýðuflokksins er þessvegna tvíhliða. Annarsveg- ar er um að ræða stórfellt stefnumál. Ríkisrekstur með mikilli áhættu, eða gætilegan einstaklingsrekstur á einskonar samvinnugrundvelli. í öðru lagi er hér um að ræða frá hálfu nokkurra af leiðtogum Alþýðu- flokksins skipulagsbunda árás á Framsóknarflokkinn í því skyni að vinna undan honum tvö þingsæti, og sem lið í þeirri bar- áttu persónulega eyðileggingu eins áhrifamanns í því kjör- dæmi. Alþfl. sýndi með því er hann krafðist að hafa 2 flokksmenn í þriggja manna stjórn á síld- arverksmiðjunum, að hann ætl- aði að gera fyrirtækin að flokks- hagsmunastarfsemi. En Fram- sóknarmenn sýndu hlutleysis- aðstöðu sína með því að krefj- ast ætíð og alltaf að allir aðal- flokkar þingsins ætti þar full- trúa. Þrátt fyrir það, að allir, sem til þekkja viðurkenna að Finn- ur Jónsson er eins og prófast- ur í samanburði við flökkuprest, ef hann er borinn saman við fyrirrennara sína, Jón Sigurðs- son og Pál Þorbjarnarson, þá hefir reynslan sýnt að hann var líka ófær til að hafa aðalforustu í verksmiðjumálunum. Skulu leidd að því tvö dæmi, en fleiri munu til síðar ef með þarf. Hið fyrra er það, er hann hafði tvo gæðinga Ásg. Ásgeirssonar sem forystumenn í Flateyrarverk- smiðjuna, þar sem ekki þurfti nema einn. Höfðu þessir menn, sem von var til, lítið að gera og voru í fríi til skiptis, til að verða ekki hvor á annars vegi að óþörfu. En Ásgeir Ásgeirsson þurfti af kjósendaástæðum að koma tveim höfuðsmönnum á stallinn og það skar úr. Hitt var minna hugsað um, þó að skarð- aðist hlutur sjómanna við því- líka greiðasemi við nýfenginn þingmann í flokkinn. Hitt dæmið er sjálf þróin mikla, sem Finnur lét byggja i sumar sem leið fyrir 250 þús. kr. Fór hann þar eftir gálausu ráði hins þroskalitla forstjóra. Þannig voru settar fastar sjóð- eignir verksmiðjanna, svo að lítið mun nú handbært í reksturinn, og enn síður í nauð- synlegar umbætur. Þróin átti að vera til að geyma síld í, frysta eða kælda, og var það nýbreytni, sem hinn vanmenntaði forstjóri taldi sig mann til að ráðast í, á þann hátt, sem hér segir frá, án undangenginna tilrauna. Mikið af síldinni skemmdist í þessari þró og 6000 mál bíða þar næsta vors og munu greindir menn gizka á hvert verður gildi hennar þá. Nú er öllum fullljóst hvílíkan barnaleik þeir léku saman Gísli Halldórsson og Finnur Jónsson. Nú talar enginn lengur um kæliþró þeirra eða frystiþró. í stað þess greiddi Finnur og all- ur flokkur hans á Alþingi at- kvæði með því að kaupa nýjar vélar til að hægt verði að vinna nýveidda síld úr hinni miklu frostþró þeirra félaga. í stuttu máli: Þróin er fordæmd af öll- um sem hámark heimskulegra framkvæmda. En til að reyna að haf a eitthvert gagn af henni, þarf að taka stórt erlent lán, kaupa nýjar vélar og reyna á þann hátt að hafa eitthvað upp úr frumhlaupi socialistanna í verksmiðj ust j órninni. Óánægjan með hið léttúðuga brask socialista á Siglufirði var almenn hjá öllum, sem til þekktu. En hvergi kom þessi til- finning ljósar fram en á flokks- þingi Framsóknarmanna í fyrra vetur. Þar voru samþykktar til- lögur með einhuga fylgi flokks- þingmanna um að bjarga verk- smiðjunum úr einræði socialista, og reka þær sem óháð fyrir- tæki til gagns fyrir alla lands- menn. Auk hinnar miklu þýð- ingar málsins fyrir almenning var sár gremja í hugum fulltrúa Framsóknarmanna til þáverandi pólitískra samstarfsmanna, sem í þessu efni höfðu svo mjög brotið þegnskaparskyldu sína í viðbúðinni við þann flokk, sem rutt hafði þjóðinni braut í þessu máli. VI. Mikil átök urðu milli Fram- sóknarmanna og socialista á vetrarþinginu 1937, áður en samstarfið slitnaði á Kveldúlfs- málinu. Fór svo, að Framsókn- armenn samþykktu bráða- birgðalögin frá því vorið áður, með þeim skildaga, að lögin f éllu úr gildi nú um áramótin. Verk- smiðjurnar urðu þá stjórnlausar. Ný löggjöf var óhjákvæmileg. Og í samræmi við ákvörðun flokks- þingsins í fyrravetur, lýsti ég því yfir á Siglufirði í vor á f jöl- mennum fundi, að Framsóknar- flokkurinn myndi, að loknum kosningum, ekki eira neinni stjórn, sem ekki vildi rétta við síldarverksmiðjurnar og halda þeim undir stjórn allra þing- flokkanna. Haraldur Guð- mundsson hét því að tilnefna þrjá menn í nefnd til að gera tillögur um stjórn verksmiðj- anna. Var nefndin kosin af flokkunum, Þormóður Eyjólfs- son, Garðar Þorsteinsson og Jón Sigurðsson erindreki. Þor- móður Eyjólfsson og Garðar voru í aðalatriðum sammála um stjórn verksmiðjanna og gerðu frumvarp á grundvelli þeim, sem flokksþing Framsóknarmanna hafði lagt. Jón Sigurðsson klauf nefndina og vildi ekki annað heyra, en að socialistar hefðu fyrirtækið einir sér milli handa, eins og var. Frv. um síldarverksmiðjurnar var þess vegna til f rá því i þing- byrjun. En meðan Alþýðufl. var að reyna að gera hreint í sínu húsi gagnvart kommúnistum, var það af nábúavelvild lagt til hliðar. Samkomulag varð ekkert um málið, þegar samið var að öðru leyti um að framlengja stjórnarsamvinnuna fram til næsta þings. Vildi hvorugur flokkurinn vægja í málinu. Kom þar að lokum, að þingmenn Ey- firðinga og við Magnús heitinn Guðmundsson bárum máhð fram í efri deild. Af sögulegum ástæðum, sem siðar verður vikið að, beittu socialistar sókn sinni aðallega gegn mér. Tókst þeim að vinna einn sigur í deildinni, með aðstoð íhalds og kommún- ista, um að halda opinni leið að reka síldarbræðslurnar sem á- hættufyrirtæki, með því að ríkið kaupi hrásíldina, í stað þess að vinna úr henni á ábyrgð fram- leiðenda. Að öðru leyti stóðu Framsóknarmenn og Sjálfstæð- ismenn saman um málið, og sömuleiðis í neðri deild, því að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.