Tíminn - 19.01.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1938, Blaðsíða 3
TfMINN 13 Verið viðbúnir og athngið í tæka tlð hvað þér ætlið að kaupa af tílbúnum á fyrir komandi vor. Allar pantanir þurfa að vera komn- ar I vorar hendur fyrir 1. marz. Áburðarsala ríkisins Tilkynnin^ Búnaðarbankinn vill leiða athygli þeirra, sem hlut eiga að máli, að því, að meðal skilyrða, sem sett eru fyrir lánveiting- um til húsabóta úr Byggingar- og landnámssjóði, Nýbýlasjóði og Ræktunarsjóði, er, að húsin sé að öllu gerð eftir teikningum og fyrirmælum teiknistofu bankans, eða eftir teikningum, sem teiknistofan hef- ir samþykkt. Allar leiðbeiningar í þessu efni fást ókeypis. Teiknistofan er I Austurstræti 9, 1. hæð, sími 1734. Stjórn Búnaðarbanka Islands. Góð, vel uppbyggð framtíðarjörð fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Upplýsing- ar gefur Ólafur Péiursson Ljósvallagötu 32, Reykjavík. HAVNEM0LLEN Kaupmannahöfn mælir með sínu alviðurkexmda RtTGMJÖLI OGHVEITI Meiri vörugæði ófáanleg SXS. skíptir eingöngu við okkur. H.f. Eimskipafélag Islands aBMFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður haldinn x Kauppingssalnum í húsi félagsins í Reykfavik, laugardaginn 18. júní 1938 og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stj órn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstil- höguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des- ember 1937 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga, samkvæmt fé- lagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir eixiír geta sótt fundinn, sem hafa að- gongumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 15. til 17. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn 4 aðal- skrifstofu félagsins x Reykjavík. Reykjavxk, 12. janúar 1938. Stjórnín. Tilkynning Búnaðarbankinn vill leiða athygll þeirra, sme hlut eiga að máli, að því, að' þeir, sem lán fá til húsabóta úr Byggingar- og Iandnámssjóði, Nýbýlasjóði eða Ræktunarsjóði, verða sjálfir að tryggja sér aðflutt byggingarefni hjá efnis- sala. Bankinn, eða teiknistofa hans, geta ekki veitt aðstoð við útvegun erlends gjaldeyris. Stjórn Bimaðarbanka tslands. en fékk ekki og hefir alltaf þráð. Hún er nú laus allra mála, — ekkja. Hann hefir aldrei bundizt. Lýsingar höf. eru fyllt- ar grátbroslegri samúð með honum — og henni. Frásagnar- listin er ótvíræð frá byrjun, og nær hámarki sínu í sögulok. — „Aflandsvindur" heitir næstsíð- asta sagan í bókinni. Hún er um hinn „haldinorða og ráð- holla“ sæmdarbónda Eymund Kolbeinsson, og segir frá við- ræðum þeim er hann átti við sálusorgara sinn, — á dánar- degi. Eymundur skýrir presti frá ódæðisverki er hann framdi eitt sinn, maður á unga aldri. En þau eru tildrög verksins á ann- an bóginn, en skapgerðarein- kenni og uppeldi Eymundar á hinn, — að lesandanum finnst verknaður Eymundar ekki ein- ungis eðlilegur, heldur nánast réttmætur, — frá hans bæjar- dyrum séð. Frásögnin er kyngi- mögnuð, og lesandinn fær kitl- andi hugboð strax í sögubyrjun, um að hér muni draga til ó- venjulegra atburða. En því er algjörlega haldið leyndu til hvaða atburða draga muni, unz að komið er á fremsta og síð- asta hlunn, — í sögunni. Þessi saga hitaði mér um hjarta- ræturnar, — og hana man ég lengst. — Siðasta sagan, „Á batavegi", er máske skrifuð af fullkomnastri tækni, — en þó vaknar sú spurning í sögulok hvort höf. hafi tekizt að ljúka sögunni á jafn snillilegan hátt og hann byrjar hana. Það mun ekki ofmælt að þetta sé hin langbezta smá- sagnabók, er við höfum eignazt hin siðustu ár. Getur höfundur óhneystur setið þann heiðurs- sess meðal sagnahöfunda vorra, er þessi síðari sögubók hans hefir veitt honum réttinn til. Það er gamall og útþvældur siður, að geta þess að ein eða önnur bók sé „tilvalin tækifær- isgjöf“, og hana „megi ekki vanta í neina bókahyllu", o. s. frv. Slíkra vilyrða þarfnast þessi bók ekki, því það kemur af sjálfu sér. En eina leiðbein- ingu væri mér ljúft að gefa lesendum að lokum, og hún er þessi: Þið sem safna viljið merkisskáldritum úr íslenzkum nútímabókmenntum. Tryggið ykkur lífstíðareignarrétt og hlutdeild í Sæld og syndum Jakobs Thorarensen áður en Vorið 1937 voru svo settar girðingar og verðir. Bæði var með þeim reynt að fyrirbyggja að sjúkt fé færi á afrétt, og svo reynt að fyrirbyggja fjársam- göngur með vörðum og girðing- um milli svæða, sem veikin var vitanlega komin á, og hinna, þar sem veikinnar hafði ekki orðið vart. Allar þessar ráðstafanir, sem nú eru búnar að standa árlangt, hafa kostað yfir hálfa milljón króna, og nú heyrir maður, að ýmsir hnýta í þær og telja, að þær hafi komið að litlu gagni. En hér er um mikinn misskiln- ing að ræða. Varnirnar hafa komið að stórmiklu gagni. Þeirra vegna er það, að mörgu fé, sem á sá í vor, var haldið heima og því svo slátrað í sum- ar. í byrjun sláturtíðar í haust var búið að slátra um 15000 fjár, og má fullyrða eftir reynslu undanfarinna ára, að margt af því mundi ella hafa fundizt dautt á afréttum, og annað drepizt í réttum að haustinu. Þarna er því miklum verðmætum bjargað. Þá má fullyrða, að útbreiðsla veikinn- ar hefir vegna varnanna orðið miklu hægari en ella. Að vísu fóru kindur gegnum allar varð- línur, en lítið (víða 1/10 til 1/50 af þvi, sem vant var að fara á Tímarítið Dvöl í þessari andránni barst mér í hendur jólahefti Dvalar. Við að fletta blöðum heftisins vakn- aði fyrir mér, nú eins og jafnan áður, sú athugun, að Dvöl er meðal íslenzkra tímarita ein- stætt rit. Dvöl hóf göngu sína sem fylgirit Nýja dagblaðsins og fór þá strax myndarlega af stað. Voru þar valdar úrvalssögur eftir erlenda höfunda og vel þýddar. Síðan gerðist hr. Vigfús Guð- mundsson, gestgjafi í Borgar- nesi, eigandi og ritstjóri þessa rits. Varð honum þá þegar ljóst, að rit þetta átti stærra erindi til þjóðarinnar heldur en það, að verða fylgirit annars blaðs og hefir útgefandinn síðan lagt hina mestu rækt við það að gera Dvöl að sjálfstæðu riti í bókmenntum þjóðarinnar. Dvöl flytur mánaðarlega smásögur, vel þýddar, eftir er- lenda höfunda, kvæði, sagna- fróðleik, gamansögur, skrítlur o. fl. Efni hennar allt er valið af smekkvísi þess manns, sem skilur hver ábyrgð fylgir því, að gefa út rit til lestrar þeirri kyn- slóð, sem er að vaxa upp í land- inu. Ritstjórinn gerir sér sér- stakt far um það, að kynna í formálsgreinum höfunda þelrra skáldsagna, sem ritið flytur. Tímaritið Dvöl er ein hin merkilegasta tilraun, sem gerð hefir verið, til þess að veita ís- lenzkum lesendum veigamikið úrval úr heimsbókmenntunum, auk innlends fróðleiks og skáld- skapar. Og hún er eitt af þeim ritum, sem ég ávallt hlakka til að fá, í hvert sinni, er hún kemur, og hefir þetta síðasta hefti ekki orðið mér til von- brigða. Reykjavík, 23. des. 1937. Jónas Þorbergsson. Staka. (Orkt eftir lestur kvæða Sig- urðar á Arnarvatni: „Upp til fjalla“): Grær við hraun og heiðadrög hugljúf andans snilli. Hljóma norðlenzk hjartaslög hendinganna milli. K. H. B. það er allt um seinan, — og ykkur mun ekki iðra þess. Indriði Indriðason. milli). Margt af því fé, sem fór gegnum varðlínurnar, var farið að vorinu, áður en girðingarnar komust upp, og allar voru þær kindur drepnar strax og í þær náðist. Og þær reyndust ekki veikar, nema ein, sem slapp suður fyrir varðllnu á Kili. Þessar kindur hafa því hvergi smitað. Þó er veikin nú komin í ljós utan við varðlinur þær, sem settar voru í lögunum frá 1937. En þegar rakið er hvernig hún hefir borizt þangað, kem- ur alstaðar í ljós, að það er með kindum, sem haustið 1936 flutt- ust af bæjum eða úr sveitum, sem veikin var í, og út fyrir varðlínurnar, og sem ekki var vitað um, þegar þær voru sett- ar. Það er því alstaðar um gamla smitun að ræða. Nú er því svo komið, að veikin er milli Blöndu og Héraðsvatna, en líklega ekki mikið útbreidd þar enn, og þó getur enginn um það sagt með vissu, hvar nú eru þar smitaðar kindur frá í haust, sem veikin fyrst kemur fram í með vori eða næsta sumar. Sama er að segja um svæðið vestan við Gilsfjarðar—Bitru- girðingu, svæðið vestan við Snæfellsnesgirðingu og svæðið milli Ölfusár og Þjórsár og ut- an við Hvalfjarðar—Þing- vallagirðingu. Aftur má ætla að veikin sé ekki enn komin austur yfir Hér- aðsvötn, vestur fyrir línu dregna milli Kollafjarðar og ísafjarðar, né austur fyrir Þjórsá. Eins er yzti hlutinn af Snæfellsnesi og Reykjanesi enn laus við veikina. Af rannsóknum Dungals á veikinni, svo og reynslu bænda má nú fullyrða, að venjulega líða 6—8 mánuðir frá því kind- in smitast og þar til verulegra sjúkdómseinkenna verður vart. Stundum getur þetta verið enn lengra, en varla skemur. Dun- gal hefir tekizt að smita fé, svo vissa er nú fyrir því, að veikin er smitandi og meðgöngutím- inn sem áður er getið. En sjúk- dómsorsökin er enn óþekkt. Einkenni veikinnar eru þá lika orðin þekkt, og ekki um þaö deilt hjá flestum þeim mönn- um, sem t. d. hafa bæði fengið þessa veiki í fé sitt, og svo lungnabólgu eða ormaveiki, að þau séu öll önnur. Ýmislegt hef- ir verið reynt til að lækna þetta veika fé svo og að fyrirbyggja, að það gæti veikst, með því að gera það ónæmt fyrir veikinni. Allt er þetta enn á tilrauna- stigi, en ekki verður móti því mælt, að tekizt hefir að lækna kindur, sem veikar voru, en enn er óvíst hvort batinn er varan- legur, og svo virðist, sem lækn- ing takizt ekki alltaf. Það er þvi ekki enn fundin leið tll að gera fé ónæmt fyrir veikinni og ekki örugg lækning. Á þeim bæjum, þar sem veikin hefir verið 1 2 og 3 ár, er helm- ingur til tveir þriðju og Jafnvel þar yfir, af fjárstofninum, far- inn. Fjaxrl er þó því, að það hafi allt drepizt niður í hag- ann, meiri hluti þess hefir náðst til slátrunar, og þá í fullum holdum, því lengi vel leggur veika kindin ekkert af, og oft ekkert áður en hún drepst. Annars má af slátruninni í haust sjá nokkuð fækkunina. Lömb eru yfirleitt ekki sett á á svæðunum, sem veikin hefir verið á, og þar sem menn eru hræddir við hana. Fullorðnu fé, sem á hefir séð, hefir öllu verið slátrað, og líklega tiltölu- lega mjög fáu öðru. En þó geng- ið sé út frá því, að einungis umframslátrunin hafi verið vegna veikinnar, þá er það ekki svo lítið, eins og sést á eftirfar- andi tölum, um slátrun á full- orðnu fé haustin 1937 og 1936. 1937 1936 Á Borðeyri......... 1254 139 í Búðardal......... 2361 328 Á Hvammstanga .... 6583 1158 í Borgarnesi....... 9828 6468 venjulega 2000 í Reykjavlk og Minnlborg........ 8880 3392 Af þessum tölum sést, að haustið 1936 er i Borgarnesi slátrað yfir 4000 flelri ám og veturgömlu en áður, og er það veikt fé. Og 1937 er yfir 17000 fleira fjár en áður slátrað á þessum fimm stöðum vegna veikinnar. Auk þess hefir eðli- lega verið slátrað veikum kind- um heima og, þegar hreyfing hefir komizt á féð að haustinu, hefir alltaf margt drepizt, sem enginn hefir haft not af. Tjónið, sem bændur hafa orð- ið fyrir, er því mikið. Mér þyk- lr ekki ótrúlegt, að það sé síst færra, sem drepizt hefir og verið drepið heima, en hitt, sem veikt hefir verið rekið til slátr- unar, og mætti þá ætla, að það væri alls milli 40 og 50 þús. ær og veturgamalt, sem ýmist hefði verið drepið eða þá drepizt vegna mæðiveikinnar. Menn geta virt þennan skaða á ýmsa vegu, en víst er það, að með þessu hafa bændu r á þessu svæði álíka færri lömb til inn- leggs í framtíðinni, og þeir eru nú búnir að missa mikið af ám, og það nemur þá um einni mill- jón króna á ári, sem þeir hafa minna innlegg, miðað við fjár- verð I haust. Það var ljóst hverjum, sem um þetta hugsaði, að bændum mundi ganga erfiðlega að borga þarfir sinar í framtíðinni, þegar þessi skerðing var komin í bú- stofninn. Því voru á síðasta Al- þingi gerðar ýmsar ráðstafanir til að reyna að fyrixbyggja, að þeir þyrftu að hætta búskap, sem harðast hafa hér orðið úti. Vafasamt er, hvort þær ráð- stafanir geta náð til allra þeirra bænda, sem þeirra þurfa, en reynt verður án efa að koma á móti bændum og afstýra þeim þjóðarvoða, sem leiðir af þvi, að mikill fjöldi þeirra verði að hætta búskap vegna veikinnar. En er hægt að gera slíkt ár eftir ár um ófyxirsjáanlega framtíð? Og mundi nokkur bóndi sætta sig við þann bú- skap til lengdar? Ég hygg, að allir muni vera sammála um, að það æskileg- asta væri, að hægt væri að út- rýma veikinni. En hvernig verð- ur það gert? Og verði það ekki gert, hvað ber þá að gera til þess, að tjónið af völdum veik- innar verði sem minnst? Menn svara þessum spurning- um á marga vegu, og ég vil lofa lesendum Tímans að heyra það, sem menn hafa talað um við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.