Tíminn - 03.02.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.02.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, í'immíud. 3. febrúar 1938. 6. blað. Utanríkisverzlun Islendinga Eftír Eystein Jónsson, fjármálaráðherra Banka- og vöruskipta- rcikningar erlcndis um áramótin. Afstaða bankanna gagnvart útlöndum hefir verið í megin atriðum nokkuð lík árið 1937 og árið áður, en um áramótin hafa bankarnir þó skuldað ca. y2 milljón króna minna erlendis en næstu áramót á undan. Or- sökin til þessa er sú, að sumt af lánum þeim, sem bankarnir styðjast við, verður að greiðast um leið og fiskurinn er fluttur út, og stafar lækkun skuldanna því af minnkuðum fiskbirgðum í landinu. Inneignir útflytjenda í vöruskiptareikningum (clea- ring) í þeim löndum, sem vöru- skipti eru við, ítalíu og Þýzka- landi, voru hinsvegar hátt á 2. . milljón kr. hærri nú um ára- mótin en næstu áramót á und- an. Þegar þessi atriði eru athug- uð saman, kemur í ljós, að auknar inneignir útflytjenda í clearing-reikningum og lækk- aðar skuldir bankanna við út- lönd, nema samtals yfir 2 millj. kr. Hefir þetta að sjálfsögðu þyngt mjög mikið gjaldeyris- verzlunina og ber að hafa það sérstaklega fyrir augum þegar athugað er um niðurstöður hennar. — Innflutningur á sl. ári. Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti Hagstofunnar hefir inn- flutningurinn s. 1. ár numið 51,6 millj. kr. Árið 1936 nam inn- flutningurinn, samkvæmt sams- konar héimildum, kr. 41,6 millj. Hefir því innflutningur ársins 1937 verið um 10 millj. kr. hærri en 1936. Nú gætu menn í fljótu bragði ímyndað sér að þetta stafaði af því, að innflutnings- höftunum hefði verið minna beitt 1937 en áður, t. d. 1936, en þó er þessu eigi þannig var- ið. Pramkvæmd innflutnings- haftanná hefir verið miðuð við sama sjónarmið og áður: Að halda innflutningi á venjuleg- um neyzluvörum eins' langt niðri og mögulegt er, án þess að grípa til skömmtunar eða annara hjálparráðstafana af svipuðu tægi. Hækkunin á sér þrennskonar rætur: 1) Almenna verðhækkun á svo að segja öllum innfluttum vörum og stórfellda hækkun flutningsgjalda. 2) Stórum aukna síldarút- gerð, sem haft hefir í för með sér mikinn veiðarfærainnflutn- ing. 3) Auknar verksmiðjubygg- ingar og þar af leiðandi aukinn innflutning byggingarefnis og véla. í þessu sambandi nægir að benda á 4 liði í innflutnings- skýrslum Innflutningsnefndar 1937: Innfl. skipa, véla o.fl., hefir hækkað um 800 þús. kr., innflutt byggingarefni um 1,5 milljón kr. innfl. vara til landbúnaðar- ins, þ. á. m. giröingarefni vegna fjárpestarvarna, hækkað um 360 þús. kr. og útgerðarvöruinn- flutningur aukizt um 3,5 millj. kr. Samtals aukning innflutn- ings í þessum fjórum vöruflokk- um 6.16 milljón kr. Eru þá að- eins 4 millj. kr. ótaldar af hækkun innflutnings, og dreif- ast þær nokkuð jafnt á alla aðra liði innflutningsins vegna verð- hœkkunarinnar. Af þessu sézt mjög greinilega af hverju inn- flutningurinn hefir hækkað fyrst og fremst eins og fram hefir verið dregið. Útflutningur á sl. ári. Útflutningur ársins 1937 reyndist samkvæmt bráða- birgðaskýrslum Hagstofunnar kr. 58,8 milljónir, eða rúmlega 10 milljónum króna hærri en ársins áður. Útflutningur á fiski öðrum en síld, nam 21 milljón króna, eða um 2 millj. kr. meira en 1936, enda gekk á fiskbirgð- irnar á árinu, svo sem síðar mun vikið að. Þrátt fyrir þetta nemur útflutningsverðmæti fisksins lægri fjárhæð en nokkru sinni fyrr, að undan- skildu árinu 1936, en þá var sá útflutningur aðeins 19 millj. kr. Af fiskútflutningnum nam harðfiskútflutningur 455 þús. en freðfisksútflutningur 1.435 þús. og ufsaflök 121 þús. Pyrír þrem- ur árum eða árið 1934 nam út- flutningur þessara tegunda 96 þúsundum en nú 2 milljónum. Eru það nýjú hraðfrystihúsin og harðfiskhjallarnir, sem nú er farið að muna vel um. — Útflutningur annara sj ávaraf- urða nam hinsvegar um 27 milljónum króna, eða um 6 milljónum króna meíra en árið áður, og varð meirl en dæml eru til áður. Er hækkunin vit- anlega einkum á síldarafurðum, sem í heild hækkuðu um rúmar 5 millj. króna. Saltsíldin varð þó um 1 milljón kr. lægri en ár- ið áður, en afurðir bræðslnanna aftur á móti um 6 milljónum króna hærri en 1936. Þessar tölur, sem nú hafa ver- ið nefndar, sýna glögglega þá atvinnubyltingu, sem orðið hef- ir með þjóðinni á undanförnum 3 árum með undurskjótum hætti, þar sem fiskiðnaður og síldariðnaðra hefir komið í stað þorskveiðanna, þótt enn hafi þær breytingar eigi megnað að bæta upp tjónið af völdum markaðstapsins á Spáni og ít- alíu. Landbúnaðarafurðir voru á árinu fluttar út fyrir um 10 milljónir króna, en ca. 7,5 millj. króna árið áður. Hefir útflutn- ingsverðmæti landbúnaðaraf- urða farið mjög ört hækkandi undanfarin ár, og má geta þess hér, aðárið 1933 nam útflutn- ingur þeirra 3,7 millj. kr. og ár- ið 1934 kr. 3,8 millj. Verzlunarjöfnuður hagstæður iim 7,2 millj. Skv. framansögðu hefir verzl- unarjöfnuður ársins 1937 orðið hagstæður um 7,2 millj. króna. Það er hagstæðasti verzlunar- , EYSTEINN JÓNSSON jöfnuður, sem náðst hefir síðan árið 1932, en þá var verið að eyða birgðum frá árinu 1930— '31 og innflutningur því lægri en nokkru sinni fyrr eða síðar. Ber þess þá líka að geta, að í innflutningi þessa árs er með- talið það, sem f arið hef ir til ým- issa stórkostlegra framkvæmda, t. d. hefir innflutningur til Hjalteyrarverksmiðjunnar num- ið á milli 800—900 þús. kr. Er því eigi hægt að segja annað en að niðurstaðan af viðskiptum ársins hafi að þessu leyti verið góð. Birgðir af er- lendum vörum í landinu munu þar að auki yfiTleitt ekki hafa verið minni um s. 1. áramót en undanfarin áramót, og birgðir innlendra vara til sölu erlendis nokkru meiri í heild sinni. Fiskbirgðir voru að vísu miklu minni eða um 2700 tonn á móti 9600 tonnum árið áður. En þar á móti ætti að vega fyllilega að 9700 tonn, eða nálega þriðjung- ur allrar framleiðslu síðastlið- ins árs af síldarolíu lágu óseld um áramót, og ennfremur að birgðir af kjöti til útflutnings voru nokkru meiri en 1936, og miklu meiri gærubirgðir en þá. Munu þær hafa numið nálægt 150 þúsund stykkjum nú um áramótin. Þá má geta þess, að um seinustu áramót var til nokkru meira af óseldri síld en árið á undan. Er því engínn vafi á því, að innlendar vörur, sem lágu í landinu um áramót, hafa verið töluvert meiri að verðmæti en á sama tíma árið áður, enda voru þær þá ó- venju litlar. Ég geri ráð fyrir því, að hinir bjartsýnustu menn hafi í sumar sem leið, er vitað varð um hina óvenju miklu síldveiði, gert sér vonir um meira uppgangsár en raun hef- ir á orðið, þótt útkoman verði óneitanlega að teljast 'góð í sjálfu sér, eins og skýrt hefir verið frá. En vonir hinna bjart- sýnustu munu ekki hafa verið vel rökstuddar. Var það raunar fyrirsjáanlegt og veldur því fyrst og fremst, að þrátt fyrir almenna verðhækkun, sem hefir haft sín áhrif á innflutn- inginn, þá hafa tvær aðalút- flutningsvörur okkar sama og ekkert hækkað, saltfiskurinn og saltsíldin, en fram á síðasta ár hafa þessar tvær vörutegundir numið um helmingi alls út- flutningsins. Menn hafa því orðið að setja allt sitt traust á það, að bræðslusíldarafurðirn- ar einar gætu vegið upp alla verðhækkunina á innflutnings- vörunum og þar að auki borið allan þann kostnaðarauka sem leitt hefir af aukningu síldar- útvegsins. Að vísu hefir þetta orðið, þar sem verzlunarjöfn- uðurinn er með hagstæðu móti, enda hafa landbúnaðarvörurn- ar hjálpað vel til, en mikil von- brigði virðast ætla að verða með þann mikla hluta af síldarolí- unni, sem enn er óseldur og töluvert minna verða úr slldar- bræðsluafurðum í heild, en menn ætluðust á um í sumar, enda virtust menn þá gera ráð fyrir að allar afurðirnar yrðu seldar hæsta verði. „Duldar greiðslur". Ég hefi nú minnzt á verzlun- arjöfnuð ársins 1937 og út- og innflutning, en eins og öllum er kunnugt, eru það fleiri kurl, sem koma verða til grafar, þegar meta & afkomu þjóðarinnar 1 heild sinni. Ýmsar greiðslur þarf að ynna af hendi til annarra þjóða fyrir annað en vörur. Það er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir því, hve miklar þess- ar greiðslur raunverulega eru, og hafa þó ýmsar tilraunir verið til þess gerðar. Skipulagsnefnd atvinnumála gerði skýrslu um þetta efni í samráði við sænskan hagfræðing, er hér dvaldi á hennar vegum. Var það álit nefndarinnar að loknum athug- unum, að árið 1934 hefði mis- munurinn á svokölluðum „duld- um grelðslum" verið okkur ó- hagstæður um nál. 6 millj. kr. Eru þá einungis taldir til út- gjalda vextir af erlendum skuld- um, en ekki afborganir, þar sem afborganirnar ganga til skulda- lækkana. Hélt nefndin þvl fram, að ef verzlunaríöfnuðurinn væri hagstæður um 6 milljónir króna, þá ættu skuldir vlð útlönd að standa í stað. Að áliti nefndar- innar, námu vaxtagreiðslur af erlendum skuldum á 6. milljón, og svaraði þessi niðurstaða nefndarinnar því til þess að aðrar greiðslur til og frá út- löndum næmu svipuðum upp- hæðum tekna- og gjaldamegin, en þær eru helztar kostnaður við ferðalög útlendra og innlendra manna, flutningsgjöld, vátrygg- ingariðgjöld. — Þá er einn- ig hægt að gera lauslega at- hugun á þessu með því að bera saman breytingar á skuld- um þjóðarinnar við útlönd um visst tímabil og verzlunarjöfnuð- inn. Hefi ég borið þetta saman frá 1931 og til ársloka 1936, og er skuldaaukning þjóðarinnar á þessu tímabili, að viðbættum hagstæðum verzlunarjöfnuði á timabilinu um 6.5 millj. kr. að meðaltali hvert ár, og ætti það að sýna 6.5 millj. kr. halla á duldum greiðslum þessi ár, fyrir utan afborganir af föstum lán- um, sem ganga til lækkunar á skuldum. Um þetta efni er ekki hægt að fá nákvæma niðurstöðu, en ekki ættu þessar tölur að vera fjarri lagi. En hinu ber að gera sér grein fyrir jafnframt, að þessar duldu greiðslur munu fara heldur vaxandi. Nú bætast t. d. við á þessu ári greiðslur af Sogsláni. Þá hafa og verið reistar hér verksmiðjur síðustu árin fyr- ir lánsfé, o. s. frv. Hinsvegar eru mjög fá af hinum eldri lánum erlendis greidd upp ennþá, þar sem tiltölulega stutt er síðan þau hafa verið tekin. Má þvi gera ráð fyrir að meira þurfi að ætla fyrir þessum greiðslum framvegis, en gert hefir verið. Hagstofan er um þessar mundir að gera sérstaka athugun í þessu sambandi, einkum um allar greiðslur af skuldum, og vænti ég að innan skamms muni liggja fyrir nokkuð betra yfirlit um .þetta efni en áður hefir verið unnt að gefa. Ennfremur er rétt að geta þess, að ef enginn inn- flutningur lánsfjár á sér stað til landsins, þá þyrfti mismunurinn á út- og innflutningi helzt að nema sem svaraði raunveruleg- um halla af duldum greiðslum, að viðbættum samningsbundn- um afborgunum af skuldum. Væri þá að vísu náð lengra en með venjulegum greiðslujöfnuði, þar sem skuldir væru þá lækkað- ar. Ástæðurnar til yf ir- færsluörðugleik- anna. Þá mun ég minnast á gjald- eyrisverzlunina. Ég geri fastlega ráð fyrlr því, að á síðastliðnu ári hafi náðzt nægilega hagstæður verzlunarjöfnuður til þess að mæta hallanum á duldum greiðslum. Ekki sízt þegar tillit er tekið til þess, að í innflutn- ingnum er talinn innflutningur til Hjalteyrarverksmiðjunnar og lokainnflutningur til Sogsins, sem hvorttveggja er greitt af lánsfé. Ýmsar ástæður liggja hinsvegar til þess, að gjaldeyris- verzlunin 1937 hefir verið mjög erfið, og erfiðari en ráða mætti af inn- og útflutningstölunum. Hefi ég orðið var við, að ýmsir hafa átt erfitt með að átta sig á þessu, og er það að vonum. Meginástæðan fyrir þessum erf- iðleikum í gjaldeyrisverzluninni er sú, að á árinu hafa safnazt fyrir inneignir útflytjenda í Framh. á 4. síðu. TJian lir heimi Sá ensku ráðherranna, sem hefir vakið mesta athygli á sl. ári, er Hore-Belisha hermálaráð- herra. Hann er kominn af Gyð- ingaættum og er 45 ára gamall. Menntun sína hlaut hann á há- skólunum í Oxford og Heidel- berg. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út, gekk hann í herinn og vann sér liðsforingjanafnbót. Hann varð þingmaður fyrir frjálslynda flokkinn 1922 og hef- ir jafnan síðan náð endurkosn- ingu. Síðan 1931 hefir hann fylgt þeim hluta frjálslynda flokksins, sem styður þjóðstjórnina. Árið 1934 varð hann samgöngumála- ráðherra og innti mikið starf af höndum, m. a. kom hann i fram- kvæmd margvíslegum umbótum til að draga úr slysahættu á helztu samgönguleiðunum. Þeg- ar Neville Chamberlain varð for- sætisráðherra í maímánuði sl., uppskar Hore-Belisha árangur- inn af þeim dugnaði sínum, með því að honum var falið hið vandasama embætti hermála- ráðherrans. Síðan hefir enginn enskur ráðherra verið meira umtalaður en Hore-Belisha. Jafnvel Eden og Chamberlain hafa komizt i skuggann. Hore-Belisha hefir gert fjölmargar ráðstafanir til að afla hernum vinsælda og bæta kjör hans. Enski herinn er allt öðruvísi uppbyggður en herir annara landa. Menn eru ekki skyldaðir i hann, heldur er reynt að fá þá til að starfa 1 honum um langt skeið af frjáls- um vilja. Hore-Belisha vinnur að því, að herþjónustan geti orðið einskonar æfistarf þeirra, sem hana stunda. Þannig eigi Englendingar að eignast þjálf- aðri og hraustarl hermenn en nokkur önnur þjóð. Þessar ráðstafanir Hore-Be- lisha virðast ætla að bera til- ætlaðan árangur. Umsóknir um inntöku í herinn hafa aldrei verið fleiri en á síðastl. hausti. Annað það, sem Hore-Be- lisha hefir gert og mikla at- hygli hefir vakið, er það, að hann hefir skipað nýja menn í margar helztu trúnaðarstöður hersins. Við val þessara manna hefir hann þverbrotið eldri regl- ur. Áður komust nær eingöngu gamlir menn í þessar stöður; hann hafi valið nær ein- göngu unga menn. Þó Hore-Belisha láti mikið á sér bera í opinberu lífi, er einka- líf hans mjög óbrotið. Hann er ókvæntur, heldur bústað sínum í London leyndum, og borðar sjaldan á þekktari hótelum eða klúbbum, eins og flestir enskir stjórnmálamenn. Hann er sagð- ur vera sístarfandi að áhuga- málum sínum og minni hans er viðbrugðið. Ræðumaður er hann góður. Hann er ekki mik- ill fyrir mann að sjá og ýmsir segja, að honum svipi að ýmsu leyti til Disraeli. Ensk blöð benda til þess að Hore-Belisha sé að vinna sér einna mest traust enskra ráð- herra og margir spá honum glæsilegri framtíð. Hore-Belisha telur það eigi að vera megintak- mark Englendinga að verða (Framhald a 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.