Tíminn - 03.02.1938, Síða 3

Tíminn - 03.02.1938, Síða 3
TfM INN 21 Refaeígendur! Öll nauðsynleg áhöld og lyf til refaræktunar, sem hlotið hafa viðurkenningu refaræktunarráðunauta, fáið þér í Lyfjabúðinni Iðunn, Reykjavík. Pantanir sendar am alit land Sturla Jónsson. Alþýðuflokkur- inn fékk 68 og tvo menn kosna, en Sjálfstæðisflokkurinn 66 atkv. og tvo menn kosna. f Bolungarvík fékk listi Fram- sóknarmanna og jafnaðarmanna 159 atkv. og þrjá kosna og Sjálf- stæðisflokkurinn 180 atkv. og fjóra kosna. Á Blönduósi fékk listi Fram- sóknarmanna og jafnaðarmanna 86 atkv. og tvo menn kosna og listi Framsóknarmanna og Sj álf- stæðismanna 105 atkv. og þrjá menn kosna. Á Sauðárkróki fengu vinstri menn 276 atkv. og fjóra menn kosna, en Sjálfstæðismenn 202 atkv. og þrjá menn kosna. Skipa því hreppsnefndina einn Fram- sóknarmaður, Friðrik Hansen kennari, tveir j afnaðarmenn, einn kommúnisti og þrír Sjálf- stæðismenn. í Ólafsfirði fékk listi verklýðs- félagsins á staðnum 102 atkv. og fékk tvo menn kosna, en listi, sem studdur var af ýmsum borg- urum, fékk 194 atkv. og þrjá menn kosna. í Hrísey fengu vinstri 81 atkv. og tvo menn kosna, þar af einn Framsóknarmaður, Björn Árna- son verkamaður. Sjálfstæðis- menn 51 og einn fulltrúa. Á Húsavík fengu Framsóknar- menn 131 atkv. og tvo fulltrúa, Karl Kristjánsson oddvita og Friðþjóf Pálsson símstöðvar- stjóra, jafnaðarmenn 94 atkv. og einn fulltrúa, kommúnistar 158 og þrjá fulltrúa og Sjálfstæðis- menn 95 atkv. og einn fulltrúa. Á Eskifirði fengu Framsóknar- menn 40 atkv. og tvo menn kosna, en jafnaðarmenn og kommúnistar 86 atkv. og fimm menn kosna. Alls voru um 400 manns á kjörskrá. Á Fáskrúðsfirði var aðeins einn lista um að ræða og stóð Alþýðu- flokkurinn að honum. Á Stokkseyri fengu Framsókn- armenn og jafnaðarmenn 98 at- kvæði og þrjá fulltrúa kosna, þar af einn Framsóknarmann, Sig- urgrím Jónsson. Sjálfstæðis- menn fengu 140 atkv. og fjöra fulltrúa og kommúnistar 31 atkv. Á Eyrarbakka fengu vinstri menn 154 atkv. og Sjálfstæðis- menn 154 atkv. Samkv. hlutkesti fengu Sjálfstæðismenn fjóra fulltrúa. Framsóknarmenn eiga einn fulltrúa, Bergstein Sveins- son, jafnaðarmenn einn og kom- múnistar einn. í Keflavík fengu vinstri menn 225 atkv. og þrjá fulltrúa kosna, Mínníng 25. nóv. s.l. lézt að heimili sínu, Reykjum í Hjaltadal, Guð- leif húsfreyja Halldórsdóttir. Hún er fædd 22. ág. 1870 að Melum í Svarfaðardal. Foreldr- ar hennar vóru hjónin Sigríður Stefánsdóttir og Halldór hrepp- stjóri Hallgrímsson. Var kona Hallgríms og móðir Halldórs Guðleif sonardóttir Magnúsar Einarssonar prests á Tjörn (d. 1794). Eru enn landfleygar ýmsar hinar snjöllu kímnivís- ur Magnúsar prests. Sonarsonur hans og bróðir Guðleifar eldri var Jón Gíslason, er um eitt skeið bjó á Hofi í Hjaltadal, gildur bóndi og hinn mætasti maður. Stefán faðir Sigríðar húsfreyju á Melum var dóttur- sonur Magnúsar prests, svo að Melahjónin vóru þremenningar að frændsemi og Guðleif því 4. liður frá sr. Magnúsi í báðar ættir. Var Halldór á Melum einn þeirra manna, er enginn mátti gleyma, sá er honum kynntist. Var hann drengur ágætur, greindur vel, gestrisinn, gleði- maður mikill — þó jafnan við hóf, — kær að góðum hestum og unni mjög allri listrænni fegurð. Ennfremur ágætur smiður og var á öllum smíðis- gripum hans snilldar hand- bragð. Hlýt ég að geta Halldórs hér með fám orðum, því að um margt líktist Guðleif honum mjög. Guðleif ólst upp með foreldr- um sínum unz hún var hálf þrítug. Hlotnaðist henni hið bezta uppeldi. Var Melaheimil- ið í fremstu röð um menningu og myndarbrag. Vandist hún þar verklægni og smekkvísi. 1895 giftist hún Jóhannesi Sig- urðssyni á Skriðulandi í Kol- beinsdal, en missti hann eftir 7 ára sambúð. Giftist hún svo öðru sinni 1904 Ástvaldi Jó- hannessyni á Reykjum, sem lif- ir lconu sína. Meir en 40 ár hef- ir því Guðleif gegnt húsfreyju- stöðu, 9 ár á Skriðulandi og meir en þriðjung aldar á Reykj- um. Leikur það ekki á tveim tungum, að húsfreyjustörfin leysti hún jafnan af höndum með prýði og húsmóðurstörfin með ágætum. Var þó ekkert einn Framsóknarmann, Danival Danivalsson, og tvo jafnaðar- menn. Sjálfstæðismenn fengu 349 atkv. og fjóra fulltrúa. fjær skapi hennar en það, að vekja á sér eftirtekt eða láta á sér bera. Það, sem ég tel að einkum hafi einkennt Guðleifu sem mannkostakonu, var skyldu- rækt hennar og trygglyndi á- samt þeirri eigind, sem þó má heita sjaldgæí og nærgætni nefnist. Henni nægði aldrei að vinna skyldu sína, nema meira væri og gekk jafnan fyrst að störfum á sínu verksviði. — Heimafólk Guðleifar varð aldrei vart valdboðs né aðhalds. Þrátt fyrir það setti hún sitt Ijúfa og hlýlega svipmót á heimilið, svo að gestir jafnt og heimamenn fundu alltaf, að þar var gott að vera. Og að maklegleikum hefir gestrisnin á Reykjum, ásamt myndarbrag utanhúss og innan, verið rómuð. Er sú staðreynd j þar um haldbærast vitni, að sá, sem þar hefir einu sinni komið telur naumast krók að koma þar aftur, þótt all-langt þurfi af vegi að víkja. „Fár hyggur þegjanda þörf“, segir í fornu kvæði, sem flestir munu kannast við. En það mun vinum Guðleifar einkar minnis- stætt, hversu hún hugði jafnan þegjanda þörf og leysti ýmis- konar vandkvæði. Móðurum- hyggja hennar var svo við- faðma, að henni var of þröng- ur stakkur skorinn við sifjalið og heimili eingöngu. Við, vinir Guðleifar, hefðum kosið að eiga hana um allmörg ár enn hjá okkur heila og hressa, þótt fráfall hennar valdi að sjálfsögðu mestu tor- leiði börnum hennar þremur, eiginmanni og ungri fósturdótt- ur. En við minnumst þess, að minningin um horfna ástvini, sem veitt hafa okkur mestan unað, er dýrmæt eign. Og við hinir eldri vitum vegna reynsl- unnar, að söknuður og sársauki, sem minningin er nú tengd, ná- ist með tíma og árum, en minn- ingin lifir óbreytanleg og síung samkvæmt órofa lögmáli. Slík lög setur konungur tím- anna. í des. 1937. K. K. NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI kaupi ég hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um allt land. Innkaupsverðlistar sendir þeim sem óska. Gunnar Guðmundsson, Laugaveg 42. Pósthólf 551. Sími 4563. — Reykjavík. Bókaríregn Eiinborg Lárusdótiír: Gróður Frú Elínborg Lárusdóttir hef- ir áður skrifað tvær bækur, sem fengið hafa ágæta 'dóma, en ekki hika ég við að segja, að „Gróður“ er hennar langbezta bók. Þetta exu 7 sögur, allar stuttar, nema hin síðasta, „Gróður“. Efnið í þessum sög- um er ekki mikið, en það er svo vel með það farið, að athygli lesandans er haldið óskiftri frá upphafi til enda. Stíll frú Elín- borgar er ágætur og frásögnin látlaus, en svo sönn, að maður finnur, að einmitt svona hlýt- ur það fólk, sem sagt er frá að hafa hugsað og hagað sér. Þar er hvorki of né van. Það, sem ég dáist þó mest að við þessar sögur frú Elínborgar er það, hversu fjölhæf list henn- ar er. Myndirnar, sem brugðið er upp í hinum ýmsu sögum, eru hver annari gjörólíkar, en alltaf er skilningur skáldkon- unnar á sálarlífi persónanna jafn næmur, samúðin með bar- áttu þeirra og lífskjörum jafn- innileg. Hér er þó engin pré- dikun á ferðinni, myndirnar skýra sig sjálfar án langra út- listana og verða margar hverjar ógleymanlegar. Fyrir mitt leyti kann ég þó betur við þær sög- urnar, sem gerast sjálfar, í stað þess að ein sögupersónan segi söguna, en um það geta vitan- lega verið skiftar skoðanir. Af smásögunum þykja mér „Bláu skórnir“ beztir. Myndin af gömlu konunni, þar sem hún situr grátandi í hnipri á stóln- um sínum með bláu skóna, sem áttu að vera á hana Rúnu, barnabarnið hennar — og allar minningarnar — stendur eins skýrt fyrir hugskotssjónum mínum eins og hefði ég sjálf mætt henni. Nokkuð sama má segja um mynd þá, sem brugðið er upp af unga parinu, sem búð- arstúlkan afgreiðir, og sem hún afgreiðir aftur 10 árum síðar. Heil lífssaga í fáum dráttum. Þá er og „Feigð“ ágætlega sögð saga, og sjálfsagt rétt ályktun dregin um hin sálarlegu áhrif feigðarboðans, sem ekki hverfa fyr en fyrirboðinn hefir komið fram. „Gróður“ er eins og áður er sagt, lengsta sagan, og sú eina, sem tekur til meðferðar vanda- mál, sem reynt er að leysa úr, og sú lausn er gefin með sama látleysinu og ríkir í allri frásögn frú Elinborgar. Hér er um að ræða samband sveitaprests við söfnuð sinn. Hann vill vera trúr verkamaður í víngarðinum og þykir sveitafólkið hugsa lítið um sáluhjálp sína. Hann hyggst að I flytja því harðan boðskap um útskúfun og helvíti, ef það hugsi ekki meira um andleg mál en lífið sjálft og samveran við bændurna kemur honum smám saman á aðra skoðun. Hann verður vinur og félagi fólksins, hjálpar því og aðstoðar það í þess daglegu baráttu fyrir líf- inu, og uppgötvar þá, að „gróð- ur himins og jarðar muni geta farið saman“. Hér er einmitt á mjög smekklegan hátt dregið fram það hlutverk, sem fjöldi íslenzkra sveitapresta hafa leyst af hendi á öllum tímum, og sem mun verða íslenzku kirkjunni óbrotgjarnari minnis- varði en þótt henni hefðu verið reist vegleg hús til guðsdýrkun- ar. Ég geri ráð fyrir að ýmsir muni efast um, að Teitur, bónd- inn, sem prestur á í brösum við, sé í raun réttri til, eða að bar- átta sveitabóndans blessist nokkurn tíma svo vel, sem hér er látið vera. Ég fullyrði að ég þekki þó nokkra slíka bændur, þó vitanlega séu þeir ekki á hverju strái. Seinast nú í haust hitti ég einn, sem ég hafði ekki séð í 30 ár. Hann hafði leyst af hendi alveg samskonar þrekvirki og Teitur, komið upp 7 börnum á lítilli jörð og í allsleysi, en jafnframt bætt jörðina og stækkað, og var nú kominn í góð efni. Og þrátt fyrir allt stritið hafði þessi bóndi haft tíma til að hugsa um mörg erf- iðustu viðfangsefni mannsand- ans og mynda sér á þeim sínar eigin sérstöku skoðanir. í við- talinu við hann var það einmitt þetta, sem greip mig mest. Lýsing frú Elínborgar á sam- Hlíðarendi og Lítlaland í Ölfushreppi, eru til sölu og á- búðar í næstu fardögum. Eigna- skipti geta komið til greina. — Semja ber við eiganda Sigsarð Þórðarson, Hlíðarenda, Ölfusi. r™7. Jörð tll sölu! Jörðin Laxárdaiur s Hrútaf írðí er t£l sölu Gott tún og ræktunar- skilyrði góð. Semja ber við Sæmusd Guðjónsson Heydal Hrútafirði, símastöð Guðlaugsvík, bandi bóndans við jörðina, er fögur og sett fram af sannri list. Hún minnir mig á kín- verska bóndann hjá Pearl Buck, þó að sannarlega sé hinn and- legi gróður íslenzka bóndans að sama skapi fegurri en hins kín- verska, sem jörð hans er þeirri kínversku rýrari. Grunntónninn er þó hinn sami, bóndinn er jörðinni svo tengdur, að allt hans líf andlegt og líkamlegt, er við hana bundið, það er skorið á sjálfa líftaug hins heil- brigða lífs, þegar fram hjá þessu er gengið. Og til þess að skilja sveitafólkið, verður fyrst og fremst að skilja samband þess við jörðina, við það líf, sem vex upp af henni. Þar verður sá maður að mæta því, sem vill leiðbeina því og hjálpa til full- komnara lífs. Aðalbjörg Sigurðardóttir. svo mikill, að greiðslujöfnuður ytði hagstæður. Séu öll þrjú ár- in tekin saman, er verzlunar- jöfnuður þeirra samtals hag- stæður sem nemur 16 millj. 200 þús. kr.. En þar við má bæta andvirði aðkeypts efnis til Sogs- virkjunarinnar og fleiri mann- virkja, sem unnin hafa verið fyrir erlend lán, sem afborgast á löngum tíma, og því má ekki telja til úttektar erlendis á þess- um árum einum. Er innflutning- ur til Sogsvirkjunarinnar 2.7 millj. kr. á þessum árum, og verzlunarjöfnuðurinn þá sam- tals hagstæður um nærri 19 mill- jónir króna þessi þrjú ár. Hvaða áhrif það hefði haft, ef innflutningur hefði verið ó- takmarkaður á þessum árum, má vel marka á því, að á þrem stj órnarárum íhaldsf lokksins, 1925—’27, nam innflutningur samtals rúmlega 191 millj. kr. *) Greiðslujöfnuður reiknast út með því að bæta hinum svo- kölluðu „duldu greiðslum“ (vöxtum og afborgunum lána, ferðakostnaði og dvalarkostnaði í útlöndum o. s. frv.) viö inn- flutninginn. En þessar „duldu greiðslur“ hafa verið áætlaöar 6 millj. kr. á ári. Ef svipaður innflutningur hefði átt sér stað fyrir síðustu árin, hefði verzlunarjöfnuður þeirra samtals verið óhagstæður um 26 millj. kr„ í stað þess að vera hagstæður um nærri 19 milljónir, eins og orðið hefir. Má þar að auki á það líta, að hin raunveru- lega innflutningsþörf nauð- synjavara hefir stórlega aukizt síðan 1925—’27, vegna fólks- fjölgunar í landinu og margs- konar framkvæmda. En þegar á allt þetta er litið skilst það bezt öllum hleypidómalausum mönn- um, hvilíkt átak núverandi rík- isstjórn hefir af hendi leyst í þssum málum. í þvi efni mega menn ekki láta yfirfærsluörðug- leika bankanna villa sér sýn, því að þeir stafa sumpart af samansöfnuðum vöruskuldum fyrri ára og sumpart af því að íslenzkar innieignir í sumum viðskiptalöndum fást ekki greiddar nema í sérstökum vör- um, sem ekki er ávalt þörf á að taka út að fullu á þeim tíma, sem innieignin aðallega mynd- ast. Birt hefir verið eftir áramót- in yfirlit um viðskipti og félags- mannatölu Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis á árinu, sem leið. Samtals hefir félagið og félög þau, er það var stofnað úr í ágústmánuði í sumar, selt vörur fyrir 2 millj. 167 þús. kr. Félagsmönnum hefir síðan í á- gúst fjölgað um 374 og eru nú 3400 að tölu. Er þetta því orðið fjölmennasta samvinnufélag landsins, og má nú segja, að höfuðstaðurinn sé á góðum vegi með að verða samvinnubær og sömuleiðis Hafnarfjörður og þorpin við sunnanverðan Faxa- flóa. Fjármálaráðherra hefir i þess- um mánuði falið Hagstofunni að reikna út dýrtíðarvísitölur í Reykjavík í októbermánuði 1928 og í sama mánuði á sl. ári. Niðurstaða útreikningsins er þessi: Okt. Okt. 1928 1937 Matvörur 220 194 Eldsneyti og ljósm. 192 199 Fatn. og þvottur 222 257 Útsvör og skattar 135 253 Húsnæði 433 493 Önnur gjöld 228 209 Aðalvísitala 253 257 Húsnæði er miðað við húsnæð- isskýrslur 1928, en slíkar skýrsl- ur hafa ekki verið gerðar síðan 1930. Hagstofan hefir því reikn- að húsaleiguna í okt. 1937, þannig, að miða við húsnæðis- skýrslurnar 1930 og hækkun byggingarkostnaðar síðan. Er þó vitanlegt að byggingarkostn- aður hefir hækkað meira en húsaleigan á síðustu árum og benda allar heimildir til að húsaleigan hafi að mestu leyti staðið í stað síðan 1928. Hækkun hennar hefir a. m. lt. orðið minni en vísitölur Hagstofunnar benda til. Hækkun á útsvörum og skatti er miðuð við 4000 kr. nettotekj- ur. Er vitanlegt, að á lægri tekj- um hafa skattar hækkað sára- litið og útsvör heldur ekki nærri eins mikið. Þessi hækkun nær því ekki til sjómanna og annara láglaunamanna, nema að litlu leyti. Síðan í október 1937 hefir vísitalan á matvörum lækkað niður í 191 og vísitalan á elds- neyti og ljósmeti niður í 195. Þess má og geta, að verð Kaupfélagsins mun vera þó nokkru lægra en meðal verð matvara hjá þeim verzlunum, sem Hagstofan miðar við. Hafa þessar tölur eigi litla þýðingu í sambandi við samn- inga um sjómannakaup í Rvík, sem enn eru ógerðir. Má það teljast furða að blöð stórút- gerðarinnar í Reykjavík skuli hafa tekið undir það með blöð- um verklýðsfélaganna, að ó- rannsökuðu máli, að vaxandi dýrtíð hafi skapað grundvöll undir nýjar kaupkröfur, og ætl- azt til þess að ríkissjóður borgi kauphækkunina! Niðurstaðan á þessum athug- unum Hagstofunnar er mjög merkileg. Hún sýnir að miðað við eins langan úthaldstíma togaranna og 1928 myndi sjó- menn bera sízt minna úr být- um nú en þá, enda þótt kaup þeirra væri óbreytt, vegna þess að dýrtíðin virðist ekki hafa aukizt. Hinsvegar er það vitanlegt, að útgerðin gat meira en vel staðið undir því kaupi þá, en hag hennar er nú svo komið, vegna markaðsvandræða og aflaleysis, að útlitið verður að teljast mjög viðsjárvert. Fiskimálanefndin var í sl. mánuði endurskipuð til næstu þriggja ára. Nýir menn í nefnd- inni eru nú Emil Jónsson vita- málastjóri, skipaður af atvinnu- málaráðherra (í stað Héðins Valdimarssonar) og Þorleifur Jónsson í Hafnarfirði, tilnefnd- ur af botnvörpuskipaeigendum (í stað Guðm. Ásbjörnssonar). Aðrir nefndarmenn eru: Pálmi Loftsson, tilnefndur af Samb. ísl. samvinnufélaga, Jón Axel Pétursson, tilnefndur af Alþýðu- sambandinu, Kristján Bergsson, tilnefndur af Fiskifélaginu, Júl- íus Guðmundsson, tilnefndur af Landsbankanum og Helgi Guð- mundsson, tilnefndur af Útvegs- bankanum. Júlíus Guðmundsson hefir verið kosinn formaður nefndarinnar. Fjárveitinganefnd Alþingis kom saman í Reykjavík seint í mánuðinum. Er ætlazt til, að hún hafi lokið nokkru af störf- um sínum fyrir þingbyrjun með það fyrir augum, að eitthvað verði hægt að stytta þingtím- ann. Til tíðinda má það telja, að Sjálfstæðismenn hafa nú eftir nýárið tekið upp á ný samstarf við aðra flokka í utanríkismála- nefnd. En þeir gengu úr þessu samstarfi eins og kunnugt er fyrir tveim árum og hafa fyrir það frumhlaup sætt allmiklu á- mæli, sem vonlegt er, því að sízt ættu pólitískar innanlands- erjur að koma til greina á þeim vettvangi. Má telja vel farið, að þessi breyting hefir á orðið. Samband ísl. samvinnufélaga

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.