Tíminn - 03.02.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.02.1938, Blaðsíða 4
22 TÍM INN Utanríkísverzlunin Framh. af 1. síðu. Þýzkalandi, sem nema hátt á 2. milljón króna. Ástæðan til þessa er aftur hin, að mjög mikil ásókn hefir verið í þaö af hálfu útflytj- enda, að selja þangað vörur sín- ar, sumpart vegna þess, að ýms- ar vörutegundir hefir ekki verið unnt að selja annarstaðar á þeim tima, sem óhjákvæmilegt var að losna við þær, og sumpart vegna þess, að verðmunur hefir verið svo mikill, að ekki hefir þótt fært að synja um sölu þang- að, þótt fyrirsjáanlegt væri að inneignir nokkrar myndu skap- ast þar í bili. Var og af öllum hlutaðeigendum gert ráð fyrir, að síldarolían myndi seljast miklu fyrr en orðið hefir, og aukning innstæðunnar í Þýzka- landi þar af leiðandi ekki valda eins miklum erfiðleikum í gjald- eyrisverzluninni og raun hefir á orðið. Þá veldur hér nokkru um, að gjaldfrestir á vörum, sem keyptar eru í „clearing“-löndun- um, hafa verið styttir eða jafn- vel afnumdir til þess að geta selt inneignir útflytjendanna sem fyrst. Er það bersýnilegt, að þessar ráðstafanir hafa líka ó- hjákvæmilega orðið til þess að þyngja á gjaldeyrisverzluninni. Þá hefir það einnig aukið erfið- leikana, að skuldir bankanna hafa lækkað nokkuð frá því árið áður, vegna minnkandi fisk- birgða í landinu, eins og áður hefir verið minnzt á. Til þess að skýra betur áhrif viðskiptanna við clearinglöndin á árinu 1937, vil ég geta þess, að árið 1936 fluttum við inn vörur frá Þýzka- landi fyrir 2.3 millj. kr. hærri fjárhæð en við fluttum þangað út. Árið 1937 höfum við hinsveg- ar flutt út til Þýzkalands vörur fyrir 200 þús. kr. hærri fjárhæð en við fluttum inn þaðan. — Þannig hafa viðskiptin við Þýzkaland breytzt um 2.5 millj. króna á árinu, og tilsvarandi upphæð minna af frjálsum gjaldeyri verið til ráðstöfunar á árinu 1937 en 1936. Ein af þeim ráðstöfunum, sem óhjákvæmi- legt verður að gera á þessu ári til þess að draga úr gjaldeyris- erfiðleikunum, er að rétta þessi viðskipti, annaðhvort með lækk- og firmað A/B Separator í Stokkhólmi hafa í félagi heitið verðlaunum þeim bónda hér á landi, sem hefði nytjabezt kúa- bú samkvæmt skýrslum eftir- lits- og nautgriparæktarfélag- anna. Verðlaunin er Alfa-Laval- skilvinda og strokkur af beztu gerð. Hefir ráðunautur Búnaðarfé- lagsins í nautgriparækt, Páll Zóphóníasson, reiknað út hvaða bú, meðal þeirra, sem eru í nautgriparæktarfélögunum, hafi nytjabeztar kýr. Síðustu skýrsl- ur um þetta efni eru frá árinu 1936. Við útreikninginn var ekki einungis tekið tillit til nythæðar kúnna, heldur og kosta mjólk- urinnar Tíu beztu kúabúin reyndust þessir menn eiga: Ágúst Jónsson á Auðnum í Eyjafirði, Elías Steinsson á Odd- hól á Rangárvöllum, Einar Þor- steinsson í Hallskoti í Fljóts- hlíð, Guðmundur Jónsson í Múla við Reykjavík, Guðmund- ur Sigurðsson í Kluftum í Hrunamannahreppi, Jón Þórð- arson á Miðfelli í Hrunamanna- hreppi, Magnús Blöndal á Grjóteyri í Kjós, Stefán Guð- mundsson í Skipholti í Hruna- mannahreppi, Valdimar Bryn- jólfsson á Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi og Vilborg Guðnadóttir á Reykjavöllum í Biskupstungum. — Á langflest- uðum útflutningi til greiðslu í „clearing“, eða auknum inn- flutningi frá clearinglöndum, eða hvorutveggju. Þýðir ekki að loka augunum fyrir því,að slíkt gæti haft það í för með sér, að selja þyrfti einhverjar vörur lægra verði en ella, til þess að fá frjálsan gjaldeyri. Reynsla árs- ins sem var að líða, sannar það eftirminnilega, að það er tak- markað, sem við getum selt fyrir bundinn gjaldeyri og við verðum að haga okkur eftir því, þó ein- hver virðist hafa tjón af slíku fljótt á litið. Framtíðiu. Yfirleitt verður að segja það um afkomu ársins 1937, að hún hefir verið sæmileg fyrir þjóðina í heild, þótt minna virðist því miður ætla að vera úr verðmæti síldarafurðanna en menn höfðu almennt búizt við. Erfiðleikarnir stafa mjög af því, hversu erfitt er að selja vörur okkar á frjáls- um markaði. Er afar hætt við því, að ekki komist afkoma þjóð- arinnar á öruggan grundvöll aftur, fyrr en meira verðmæti verður hægt að gera úr þorskin- um en verið hefir nú um skeið. Það er ákaflega erfitt að segja fyrir um framtíðina, ekki síður en áður, og mun ég ekki gera mikið að því, en ýmislegt bendir til þess, að afurðaverð fari lækkandi og er sérstaklega alvarleg sú lækkun, sem orðið hefir á sildarafurðunum síðan snemma á síðastliðnu ári. Bend- ir því allt til þess, að við verðum að búast við erfiðleikum enn um hríð og mega menn ekki fremur en áður kippa sér upp við það, þótt af því kunni að leiða ýms óþægindi. Er það hin mesta nauðsyn á tímum eins og þess- um, að fyrirtæki, sem auka út- flutningsverðmæti eða beinlínis spara innflutning, séu látin sitja í fyrirrúmi, en óarðgæfar fram- kvæmdir, sem kosta gjaldeyri, þótt nauðsynlegar séu, látnar bíða betri tíma. Er afar áríðandi að menn láti sér þetta skiljast og taki tillit til þess við ákvarð- anir sínar. um þessara heimila eru 3—4 kýr. Á einu búinu, sem er í bæj- arlandi Reykjavíkur, eru þó 11 kýr. Hefir nú samkvæmt þessum útreikningum verið ákveðið, að verðlaunin skuli falla í hlut Vil- borgar Guðnadóttur á Reykja- völlum. Á hún 4 kýr allar full- mjólkandi og var meðalnyt þeirra árið 1936 3428 kg. af 4,14% feitri mjólk eða 14192 fitueiningar eftir kúna. Svarar það sem næst til 169 kg. smjörs eftir kúna á ári. 15. jan. sl. var tekinn til af- nota skíðaskáli, sem starfsmenn kaupfélagsins í Reykjavík hafa byggt í Reykjahlíð á Hellis- heiði. Áður hafa sum íþróttafé- lög höfuðstaðarins komið sér upp slíkum dvalarstöðum fyrir skíðafólk á vetrum. Má það telj- ast fagnaðarefni, hve skiða- íþróttin hefir rutt sér til rúms meðal yngra fólks í Reykjavík á allra síðustu árum, og er þetta ásamt hinum öra vexti sundí- þróttarinnar sennilega þýðing- armesti liðurinn í menningar- baráttu höfuðstaðarins á síð- ustu tímum. Engin borg getur átt dýrmætari eign en hrausta æsku með hollar lífsvenjur. Sýning á málverkasafni ríkis- ins, er opnuð var milli hátíða og stóð alllangt fram í síðasta mánuð, hefir vakið eigi alllitla athygli í höfuðstaðnum. Var Hvað hefir verið að gerast í gjaldeyris- málnm Islendinga? Það er ekki óalgengt að heyra talað um gjaldeyriserfiðleikana, og er það ekki nema eðlilegt. Hitt er lakara, að það er yfirleitt oft og tíðum talað um þá af litlum skilningi. Hvað er það, sem hefir verið að gerast á ís- landi síðustu 3—4 árin? Aðal- markaðurinn fyrir aðalfram- leiðsluvöru landsmanna hefir smátt og smátt nær því lokast og annar aðalmarkaðurinn minnk- að um helming, án þess að veru- legir markaðir hafi opnazt í staðinn. Á sama tíma hefir verð saltfisksins lækkað, þótt aðrar vörur hafi hækkað. Á sama tíma hefir þorskafli ennfremur brugð- izt og síðustu tvö árin verið um helmingur af meðalafla áður. Annar aðalatvinnuvegur lands- manna, þorskveiðarnar, hefir af þessu beðið gífurlegan hnekki. Þjóðin hefir snúizt til varnar með miklum myndarskap, opin- berar ráðstafanir og dugnaður einstakra manna hafa haldizt í hendur. Með gífurlegum kostn- aði hefir verið ráðizt í breytingar á sjávarútvegi landsmanna, fisk- og sildariðnaður aukinn stór- kostlega og auk þess fjölmörgum öðrum verksmiðju- og iðnaðar- fyrirtækjum komið á fót. Þessar breytingar hafa verið gerðar á sama tima og markaðirnir fyrir eldri afurðir hafa hrunið og að mestu án þess, að erlendar skuldir hafi aukizt í heild sinni, a. m. k. ekki síðustu tvö árin. Að vísu hafa lán veriö tekin til sumra framkvæmdanna, en eldri lán hafa á sama tíma lækkað vegna afborgana. Hinsvegar eru flest lánin til hinna nýrri fram- kvæmda til skamms tíma og verða því þungbær og ýmsar verksmiðjur hafa verið reistar án þess að verulegir gjaldfrestir hafi komið til greina. Er það nokkur furða, að íslendingar eigi við gjaldeyriserfiðleika að stríöa, þegar þessar staðreyndir eru at- hugaðar? Áreiðanlega ekki. Þess- ar staðreyndir, sem ég nú hefi rakið, verðum við að hafa í huga, hvaða stjórnmálaflokki sem við fylgjum — það verður að vera sameiginlegt áhugamál okkar allra, að kynna þær, sem flestum af þeim, sem þjóðin skiptir við, sýningin haldin í hinum nýja markaðsskála, sem byggður hef- ir verið yfir kartöflukj allara Grænmetisverziunarinnar. Er þetta mikill salur lítt eða ekki notaður á vetrum, en tvímæla- laust bezti sýningarsalur fyrir listaverk, sem enn er völ á hér. Má þar segja, að vel sé fullnægt tvennu ólíku og fer vel á því. Ríkið á nú mikiö og fagurt safn málverka, aðallega eftir íslenzka listamenn, og hefir það eflst stórlega síðan lög um Menning- arsjóð, voru samþykkt á Alþingi 1928, að frumkvæði Jónasar Jónssonar. Er vel, að íbúum höf- uðstaðarins og þá ekki siður skólafólki og öðrum aðkomu- mönnum gefist kostur á að njóta þessara fögru listaverka, sem eru sameiginleg eign allr- ar þjóðarinnar*). Á þessum sama stað heldur nú íslenzk kona, búsett austur í Kínaveldi, frú Oddný Erlends- dóttir Sen, sýningu á gömlum kínverskum listaverkum. Eiga íslendingar þar kost á aö kynn- *)Ríkinu hefir í vetur frá dönskum íslandsvini borizt að gjöf landslagsmynd forkunnar- fögur eftir einn af frægustu málurum Dana: .Uppskeruland í síðdegissólskini, sem seld hafði verið þar á eigi minna en 20 þús. kr. Var hún m.a. á ofannefndri sýningu. til þess að skapa þann skilning og þá samúð annarra, sem okkur er nauðsynleg í baráttunni gegn þeim erfiðleikum, sem að okkur hafa steðjað undanfarið. Við getum deilt um ráðstafanir heimafyrir, en við megum ekki og getum ekki staðið dreifð út á við, og ekkert okkar má freistast til þess að nota erfiðleika í því skyni að ná sér niðri á andstæð- ingum, á þann hátt að skaðað geti landið. Ég trúi því, að þjóð- inni muni takast að vinna bug á því tjóni, sem erfiðleikar sjávar- útvegsins hafa valdið. Sú trú verður að vissu, þegar ég athuga atburði síðustu ára, og sé hvern- ig þjóðin hefir snúizt við erfið- leikunum. Eysteinn Jónsson. Utan úr heimi a er áætlað paimíg á vorl komandi, á höfnum peím er skip Eimskipa- Eélags íslands og Skipaútgerðar rikisins koma við á s Kalksaltpétur kr. 19,25 — 100 kg Kalkammousaltpétur — 21,75 — 100 — Brennisteinss. Ammoniak — 19,25 — 100 — Superiosiat — 10,25 — 100 — KaIí*4O°/0 — 16,75 — 100 — Nítrophoska 14 • 14 • 18°/o — 28,20 — 100 — Garðaáburður 15 15 18% — 15,90 — 50 Framh. af 1. síðu. sterkasta hernaðarþjóð heims- ins. Aðeins í skjóli þess mikla valds geti heimsfriðurinn dafn- að. — Við vígbúumst, hefir hann líka nýlega sagt í blaðaviðtali, af meira kappi nú en nokkru sinni fyr. En við auglýsum það ekki mikiö, heldur vinnum mest í kyrþey. Okkur er ljóst það hlutverk, sem við eigum að vinna í þágu friðarins, og við ætlum að vera því vaxnir. Jördin Útkot í Kjalarneshreppi er til sölu. íbúðarhús ný- byggt. Taða um 300 hestftr, úthey 70 hestar. Upplýsingnr gefur: Ólafur Bjarnason Brftutarholti Kolaverzlun SIGURÐAR ÖLAUSSONAR Símn.: Kol Reykjavík Sími 1983 Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Edda h.f. ast eftirtektarverðum þáttum úr menningarlífi hinnar æfa- fornu austrænu stórþjóðar, sem nú er að blæða til ólífis í einum hinum ægilegasta hildarleik, sem gengið hefir yfir veröldina' Mest umtalaði viðburður mán- aðarins hér innanlands eru vafalaust kosningar þær til bæj- ar- og sveitarstjórna, er fram fóru sl. sunnudag, 30. jan. Er úr- slitanna nánar getið á öðrum stað í blaðinu. A. m. k. á þrem stöðum, Akureyri, Vestmanna- eyjum og Akranesi, hefir Fram- sóknarflokkurinn unnið glæsi- legan sigur. Á Akureyri er hann nú orðinn næst stærsti flokkur- inn. í Vestmannaeyjum hlaut hann nærri 200 atkvæði og kom manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn. Og á Akranesi fékk hann oddaaðstöðu í hreppsnefndinni. Er nú svo komið, sem fæsta hefði grunað, að íhaldið er orðið i minnihluta í aðalvígi sínu í Borgarfjarðarsýslu. Miðað við atkvæðatölur á sl. vori, hefir Sjálfstæöisflokkurinn tapað fylgi í þessum kosningum. Og kosn- ingabandalög Alþýðu- og Kom- múnistaflokksins, hafa ekki gef- ið þeim góða raun. Þar sem þessi kosningabandalög voru nú, hafa þau yfirleitt hlotið færri atkvæði en flokkarnir fengu samtals í vor. Má það vera Alþýðuflokks- mönnum þarflegt umhugsunar- efni. ABURÐARSALA RÍKISINS. 'Tilkyxiiiixig Hér með er lagt fyrir alla fjáreigendur í Skagafjarðar- sýslu austan Héraðsvatna og í Rangárvallasýslu að tilkynna hlutaðeigandí hreppstjóra taf- arlausþ ef þeir verða varir við grunsamleg veikindi í fé sínu, svo sem mæði eða nasarensli. Ennfremur ber þeim að koma lungum úr fé, sem lógað er eða drepst, til hreppsstjóra eða næsta skoðunarmanns innan sólarhrings, svo fram- arlega sem lungun eru að ein~ hverju leyti grunsamleg. Sé út af þessu brugðið varð- ar það sektum samkvæmt lög- um nr. 12 frá 12. mai 1937. Atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytíð, 26. janúar 1938 F. h. r. Vigrfús Einarsson Fasteignastoian á Kárastíg 12 í Reykjavík hefir ávalt á boðstólum mikið úrval af húsum í bænum, lóðum og jörðum út um land. Hér eru og innheimtar skuldir og gerð- ir allskonar samningar. — Tek hús, lóðir og jarðir í umboðssölu. Legg alla stund á hrein og hagkvæm viðskipti. — Sími 4492. Viðtalstími 11—12 og 6—7 alla virka daga. Pétur Jakobsson HáVNEMðLLEN Kaupmannahðfn mælir með sínu alyiðurkexmda RÖGM JÖLI OG H VEITI Meiri vörugæði ófáanleg SXS. skíptir eingöngu við okkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.