Alþýðublaðið - 27.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ. YÖ U BLAÖIÐ 1 kemur út á hverjum virkum degi. ► — ===== [ Afgxeiðsla í Alpýðuhusinu við l • Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► 2 til kl. 7 síðd. | ! Skrifstofa á saina stað opin kl. £ < 9»/a—10Va árd. og kl. 8-9 síðd. [ < Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 ► J (skrifstofan). ► « Verðlag: Áskriltarverö kr. 1,50 á ► J mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 i j hver mm. eindállia. í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjaii ► < (í sama húsi, sömu símar). [ Rússar og Bretar. Eins og skeyti annars staðar í blaðinu hermir, hafa Bretar slitið stjórnmálasambandi við Rússa. Á- tyllan til pess er sú, að Breta- stjórn þykist hafa fundið skjöl við rannsóknina í Arcoshúsinu, er sanni að rússneska sendisveitin í Lundúnum hafi haldið uppi her- njósnum. Þetta er í sjálfu sér ekki nema pað sem við var að búast eftir j)vi, sem Bretar höfðu í pottánn búið. Rannsókn sú, sem fram fór í þeim parti Arcoshússins, sem verzlunardeild sendisveitarinnar rússnesku var til húsa í, var sem sé brot á pjóðaréttinum. Með út- lendar sendisveitir, skrifstofur jjeirra, starfsmenn peirra og emb- ættisbústaði (ekki einkabústaði), skjöl o. s. frv. bsr samkv. j)jóða- réttinum að fara eins og pað væri í sendilandinu, en ekki i viðtökulandinu, og pað er pvi friðheilagt öllum nerna yfirvöld- um sendilandsins og liggur í engu undir dóm eða lögsögu við- tökulandsins. T. d. getur lögregl- an hér í bæ ekki farið inn í hús dönsku sendisveitarinnar nema að hennar vilja, og gerist hinir dönsku starfsmenn hennar sekir um einhvern glæp verða peir ekki dæmdir af ísLenzkum dómstólum, heldur af dönskum. Það er pessi xéttur, sem Bretar hafa brotið á Rússum. í sjálfu sér er pað nógu rýr- andi fyrir traust brezku stjórn- arinnar að hafa brotið alpjóða- rétt svona. En hitt myndi pó verða henni til enn meira hnekkis, ef pað væri gert að ástæðulausu — út úr grun, sem svifi í lausu lofti. Slíkt hefði í raun réttri pví að eins verið áræðandi, að stjóm- in hefði haft fulla vissu um að gmnurinn væri réttur og um að sannanir myndu finnast við slíka nannsókn. En pað hefir hún alls ekki haft. Samkv. skeyti, sem hingað barst 17. p. m. póttist brezka stjórnin hafa vissu fyrir pví, að brezkt ríkisskjal væri í höndum starfsmanns í A:rcoshÚ6- inu, en skjalið fanst pó ekld. Or pví svo var ekki, var gefið, að eitthvað varð brezka stjórnin að finna annað svo að hún gerði ekki hvort tveggja í senn að brjóta pjóðarréttinn og veröa að athlægi. Þangað til nánari fregn- ir um efni „skjalanna“, sem fund- ust, berast, er óvíst hvað pau sanna. En hitt er pó víst að svona hlaut að, fara, ekki sízt vegna pess að pað hefir verið efst í Rússum sjálfum að slíta sam- bandinu við Breta af pessu tilefni. Afleiðingar geta af pessu oröið margvíslegar, pó sennilegast sé að pær verði í bili engar nema pær, lað enginn brezkur sendiherra sé í Moskva og enginn rússneskur sendiherra í Lundúnum. Þó að svo fari, getur pað auðvitað dreg- ið dilk á eftir sér síðar. Á sam- band annara ríkja við Rússland ætti tiltæki Breta engin áhrif að purfa að hafa, enda bendir sam- pykt fjárhagsráðstefnunnar í Genf, sem gat um í blaðinu á miðvikudag, í pá átt. Það virðist óneitanlega vogað af Bretum að vera með petta til- tæki nú, pegar pyngdarpunktur alheimsstjórnmálanna er í Asíu — í Kína — og pegar Rússar eru par jafnmikils ráðandi eins og allir vita, og par eð viðkvæmasti stað- urinn á brezka rfkinu er Indland. Ef Rússar sendu heri sína pangað, pó erfitt sé, gæti pað orðið Bretum dýrt, jafnvel sprengt rikið. Og alheimsíhaldið gæti parna verið að tefla á fremsta hlunn, pví hæglega gæti petta, ef svo bæri undir, orðið til pess, að alheimsbyltingin kæmi. Tekju- cg eigna-skattur í Reykjavik i ár. t fyrra voru peir 80 hér í borg- inni, sem höfðu yfir tvö púsund kr. í skatt. Nú eru peir að eins 33, pessir: Völundur, h.f. lu'. 15460,25 Jensen-Bjerg kaupm. — 15056,00 Jes Zimsen kaupm. — 13807,00 Ólafur Johnson heilds. — 8927,50 (Otsvar hans er rúml. tyj hl. móts við skatt- inn eða 2500 kr.) Jón Björnsson kaupm. — 7025,90 Samb. ísl. samvinnufél.— 6851,50 Ásg. Sigurðss. kaupm. — 6663,70 G. Ólafsson & Sandholt, brauðghús. Lvg. 36 — 5803,20 Kol & Salt h.f. (greiddi engan skatt í fyrra) — 4330,00 Ásgarður, smjörl.gerð — 4304,00 Prentsm. Gutenberg h.f. — 4183,75 Steindór Einarsson bif- reiðaeigandi — 4108,00 Timburv. Árna Jónss. — 4063,90 Thor Jensen — * 3990,75 Ólafur Gíslason & Go. heildsalar — 3887,00 Gísli Johnsen kaupm. — 3783,00 St. Thorarensen lyfs. — 3727,00 Tóbaksverzlun Islands — 3709,40 Kr. Siggeirss. kaupm. — 3685,20 Hallgr. Bened. heilds. — 3652,10 J. Þorl. & Norðmann — 3438,00 L. Kaaber bankastjóri — 3348,00 Smjörlíkisgerðin h.f. við Veghúsastíg — 3116,18 J. Hermanss. lögr.stj.—• 2987,80 Matth. Einarss. læknir — 2948,00 P. M. Bjarnars.kaupm. — 2806,20 Jón Magnússon yfir- fiskimatsmaður — 2796,70 Jón Þorláksson ráðh. — 2693,00 Ólafur Magnússon kaup- maður („Fálkinn") — 2689,50 K. Zimsen borgarstj. — 2502,15 Sig. Eggerz bankastj. — 2497,00 Júlíus Guðmundss. heild- sali, Pósthússtræti 2, — 2391,00 Ólafur Thors, einn af framkvæmdarstjórum - „Kveldúlfs“, — 2129,00 Tekju- og eigna-skatturinn er birtur i samsulli eins og áður, prátt fyrir álykturi, er áður hefir verið gerð á alpingi, par sem rík- isstjórnin var ámint um að láta halda peim aðgreindum á skránni; en íhaldsstjórn fer ekki eftir slík- um „smámunum" sem alpingis- sampyktum, ef pær koma í bága við óskir eignastéftarinnar. Næst verða nokkrar aðrar skatt- greiðslufölur birtar almenningi til fróðleiks og atliugunar. ÞegaT hver líðandi dagur er að kvöldi kominn, skýrist sú stað- reynd fyrir fleirum og fleirum, að ríkjandi auðvaldsskipulag er óheilbrigt, að pað 'er rotið og veikt, og að glæpsamlegt sé að halda pví við líði. Augu manna, sem áður voru lokuð fyrir kröfurn tímans og rás próunarinnar, opnast fyrir hvoru tveggja, og peir sjá, að eigi pýðir að sporna við pvi, að dagur fæðist af nóttu, og að' hressandi morgunkæla komi á eftir logn- mollu næturinnar. Fáir einstaklingar hafa stundar- hagnað af ríkjandi pjóðskipulagi. Starf peirra í pjóðfélaginu er mönnum skiljanlegra, pegar pað er athugað, að peir rugla saman hagnaði og sannleika. Sannleik- ur peirra heitir hagnaðm', og hagnaður peirra heitir sannleik- ur. Þeir hafa gleymt öllu öðru. Aurarnir hafa orðið að slæmum vörtum á heilum peirra, og hend- úr peirra eru gullbryddar Skoð *un peirra á lífinu grundvallasf á pessari meginkenningu auðvalds- ins: „Berjist og sigrið.“ Baráttan um lífið milli mannanna telur pað nauðsyn og eðlilega afleiðingu af pví að lifa. Flið veika á að deyja út; hið styrka á að lifa. Lítil- magninn er ónauðsynlegur. Hann heör vilst inn í lífið óafvitandi. Þess vegna á hann að hverfa. Hinn sterki á að lifa, ríkja og ráða lögum og lofum. Hans er mátturinn og dýrðin. Sá, sem verður un.dir í lífsbaráttunni, er dauðadæmdur. Hann er sviftur frjálsræði. Um hann eru samin lög í hundraðatali. Fátækralögin eru að eins um hann. Boðorðin eru að eins handa honum. Hinir. sterku nota lítilmagnana í pjónustu sína. Þeir vinna fyrir pá. Hendur peirra eru harðar af siggi og bak peirra bcgið. Börn peirra skortir alt Konur peirna' prá sólskin og líf, | en fá í staðinn koldimmar kjall- araholur og lífsleiði. Þeirra eru skúmaskotin eftir erfiði dagsins. Hinna eru sólbjörtu íbúðirnar. „Sólin skín jafnt yfir rangláta og réttláta.“ Hinir sterku eru réttlátir! Hinir veiku eru ranglátir! Þjóðskipulagið gerir lífið fult af mótsetningum, sem hið góða á alt af í höggi við. Valdhafarn- ir hafa hagnaÖ af mótsetning'um. Þess vegna auka peir pær. Valdhafarnir hafa gert alpýðuna að præli sínum. Hún er sá, sem heör orðið undir. Hinir liafa orðið ofan á. Hið eina, sem hún fær fyrir strit sitt, hrekkur tæplega fyrir pörfum likamans, og pó finst peim pað of mikið, pví að skatt- ar og tollar eru teknir af hverri brauðsneiðinni, af hverjum sykur- molanum, sem mjólkurvana ung- barnið bragðar á. Alpýða pessa lands, sá hiuti pjóðarinnar, sem ekki er hinn „sterki“ í bardaganum, sem ekki byggir líf sitt á víxilmensku, held- ur að eins á höndum sínum og vinnupreki, hefir fyrstu skilyrð- in til að hagnýta sér orku peirra menningarstrauma, sem nú ryðja sér til rúms í heiminum. Hennar hlutverk er að grípa tveim höndum bjargvættina og flytja hana fram til sigurs. Bjargvætturin er jafnaðarstefn- an, sem byggir ekki líf mann- anna á hinni sífeldu baráttu vtð sjálfa sig. Eins og nú stendur, gengur bara áttan að langmestu leyti í öf- uga átt. Hún er prungin ágirnd og gróðafíkn, sem auðvaldið elur á. Og fjöldinn á pví svo bágt með að skilja, að í henni liggur hel- vítisstefnan. Jafnaðarstefnan afnemur alla baráttu medal mannanna. Hún stefnir henni í aðra átt. Baráttan á að ganga út á pað að sækja sem mest af nauðsynjum í ó- tæmandi náttúruna. Þetta er lög- mál jafnaðarstefnunnar. V. Evrópii að brpja fjárhaosíega,, ef ailár sMðir verða ekki gefnar opp! Sir George Paish hélt nýverið. ræðu í morgunverði í banka- stjóraklúbbnum í New-York. Hann sagði meðal annars, að Ev- rópa væri fjárhagslega að leggja upp laupanna. Það væri engin leið úr peim ógöngum önnur en sú, að gefa upp skuldirnar, að gera ekki frekari skaðabótakröf- ur til Þjóðverja, að byggja járn- ibrautir í peim löndum, sem skamt eru á veg komin og að ýta und- ir vöruskifti milli Evrópu og Bandaríkjanna. Það sé öllum lýð- um Ijóst,- að Evrópa, sem fyrr hafi verið stór-lánardrottinn, sé nú orðin stór-skuldunautur, og að. ófriðuxinn hafi bakað Evrópu..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.