Tíminn - 10.02.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.02.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík fimmtud. 10. febrúar 1938. 7. blað. „Þeir komu frá hægri og vinstri". Fyrstu þrjú ár í sögu Fram- sóknarflokksins eru merkileg fyrir þaS, að honum tókst þá þegar í byrjun, að starfa á þingi og í landstjórn með tveim mjög andstæðum flokkum, hrinda á- fram fjölmörgum stórmálum í anda Framsóknarstefnunnar, halda uppi sterkum vörnum fyr- ir flokkinn gagnvart blöðum sambýlisflokkanna og vaxa stórlega að kjörfylgi, ekki sízt hjá æskumönnum landsins. Að þetta tókst svo vel, kom af því, að Framsóknarflokkurinn vissi hvað hann vildi. Hann hafði stór og heilbrigð áhugamál. Sigurður Jónsson ráðherra flokksins var gáfaöur, lifsreynd- ur og tryggur samvinnumaður, og utan um hann og þingflokk- inn safnaðist í málefnabarátt- unni þrekmesta fólkið úr sam- vinnufélögunum og ungmenna- félögunum. Þessi sveit hélt fastri stefnu eftir miðri braut framfaranna. Síðan komu til þeirra samstarfsfólk frá hægri og vinstri. Framsóknarmenn tóku við hverjum nýjum liðs- auka meðan það var, en létu ekki á sig fá, þó að samfylgdin væri ekki löng í hvert skipti. Á þennan hátt markaði Fram- sóknarflokkurinn þegar í upp- hafi stefnu sína sem forustu- flokkur í þjóðmálunum. Og þessari aðstöðu hefir hann haldið síðan nema á tímabilinu frá þingrofinu 1931 og þar til Ásgeir Ásgeirsson lét af stjórn vorið 1934. Snemma árs 1920 urðu stjórn- arekipti. Sigurður i YztafeUi vax orðinn slitinn og aldraður maður og vildi ekki halda áíram þátttöku í ríkisstjórninni. Jón Magnússon var áfram stjórnar- formaður með nýjum sam- starfsmönnum. Hann þoldi ekki lengur að hlíta meginstefnu Framsóknarmanna og hvarf út af veginum til hægri. Kreppan skall þá á, og framfarirnar stöðvuðust um stund. Andstæð- ingar Framsóknarmanna tóku stóra enska lánið 1921, mjög að óvilja samvinnumanna, og hvarf það að mestu í botnlausa hít samkeppnisskuldanna. Eina varanlega umbótin sem fram- kvæmd var á þessu tímabili voru samvinnulögin, sem náðu fram að ganga fyrir forustu Framsóknarmanna, og sundr- ung andstæðinganna og ótta við að missa völdin, ef gengið væri móti svo réttmætri kröfu. Eftir tveggja ára setu féli stjórn Jóns Magnússonar, en Sigurður Eggerz var stjórnarfor- seti frá 1922—24. Klemens Jóns- son var atvinnumálaráðherra og aðaltraust Framsóknar- manna í stjórninni. Hann hafði áður verið landritari, en hætt þvi starfi 1917, þegar ráðherrum var fjölgað. Klemens var í sjálfu sér ihaldsmaður, en reyndist þó vel þeim flokki, sem hann tók að sér að starfa íyrir. Kom honum þar að góðu haldi (Frh. á 4. siðu.) Erííðleíkar Alþýðuilokksins Menn hafa tvennskonar við- horf í stjórnmálum viðvíkjandi nábúaflokkunum. Sumir óska nábúum sínum alls ófarnaðar. Aðrir óska að hafa við þá hsil- brigð og eðlileg skipti. Það er enginn vafi á, að þegar Jón Jónsson klauf Framsókn- arflokkinn, þá vakti það mikla gleði í herbúðum Mbl.-manna, og margra Alþýðuflokksleiðtog- anna. Báðir aðilar bjuggust við að þeim myndi stafa gifta af því, ef Framsóknarflokkurinn færi í mola. Þetta mátti telja eðlilegt um Sjálfstæðismenn, ef skammt var horft, því að harð- ar deilur höfðu lengi verið milli þeirra og Framsóknarmanna. Hitt mátti telja furðulegra, að ýmsir af helztu leiðtogum Al- þýðuflokksins skyldu óska Fram- sóknarmönnum ófarnaðar. En sú var þá raunin á. Voru Héðni Valdimarssyni og sumum nán- ustu vinum hans mikil vonbrigði, að Framsóknarflokkurinn skyldi koma fjölmennur og sterkur út úr kosningunum 1934 og sömu- leiðis 1937. Nú höfum við Framsóknar- menn byggt bæ okkar að nýju, en þá kviknar í húsi nábúans. Alþýðuflokkurinn virðist ætla að klofna og getur sá atburður orð- ið með ýmsu móti og haft marg- háttaðar afleiðingar. Nú er svo komið, að einn dug- legasti maður flokksins, Héðinn Valdimarsson hefir af löngun eftir að sameinast kommúnist- um margbrotið samþykktir og ákvarðanir Alþýðuflokksins. Er loks þar komið, að Jón Bald- vinsson neitar Héðni um rúm í Alþýðublaðinu. Birtir hann þá skrlf sín 1 kommúnistablað- inu. Jafnframt neitar hann að vera áfram í ábyrgðinni fyrir Alþýðublaðið og Alþýðuflokkinn. Þykir þetta svo ógætileg fram- koma, af Héðni, að menn þykj- ast vita, að hann hafi ekki einu sinni ráðfært sig við kommún- istana, um að stíga þetta spor. Það virtist þvi einsætt, að Héðinn fari úr Alþýðuflokkn- um, annaðhvort af eigin hvöt- um eða eins og Jón Jónsson úr Framsóknarf lokknum. Með því að láta Héðinn fara, gerði Alþýðuflokkurinn tilraun til að lifa sem lýðræðisflokkur. Héðinn myndi draga með sér nokkuð af Alþýðuflokknum og um stund sameinast kommún- istum. En ekki er vel spáð fyrir sambúð þeirra Einars og Héð- ins er til lengdar lætur. Núverandi stjórnarflokkar gæti þingræðislega unnið saman enn um stund, þó að Héðinn færi til kommúnista. En hann getur hinsvegar gert flokksbræðrum sínum lífið erfitt með Einari Ol- geirssyni, því að þeir félagar myndu þá hvetja til vinnustöðv- ana oftar en góðu hófi gegndi og hegða sér í þjóðarskútunni eins og drukkinn maður í bát. Því að takmark Héðins er nú að komast úr stjórnaraðstöðu í andóf. Nota kreppuna til að safna saman öllum þeim óánægðu og gera óánægju þeirra Skógræktar- málíð Eftir Arna G. Eylands. Bæði í blöðum og útvarpi hefir verið getið greinar er C. E. Flensborg forstj. Heiðafélags- ins danska hefir ritað í Hede- selskabets Tidsskrift, um ferð sína hingað til lands 1936, og skógræktarmál íslands. Hedeselskabets Tidsskrift er hér í fárra höndum, og þótt hingað hafi borizt nokkur sér- prentuð eintök af umræddri grein, er hún áreiðanlega þess verð, að vakin sé sem bezt at- hygli á henni og einstökum at- riðum sem Flensborg telur mest um vert. Eins og kunnugt er starfaði Flensborg hér á landi 1900— 1906, en hvarf héðan illu heilli fyrir oss. Starfsferill hans síð- an hefir orðið sá sem raun ber vitni um, að hann er nú for- stjóri hins merkilega og stór- virka landnámsfélags Dana, Heiðafélagsins. Af því má renna grun í hver skaði það var skóg- ræktarmálinu, að hann hvarf héðan svo skjótt. En um. það þýðir ekki að fást. Víst er að enginn maður utanlands né innan er dómbærari um margt er að skógræktarmálinu lýtur en Flensborg og megum við því gefa fullan gaum að því er hann segir. Nokkur atriði i grein sinni undirstrikar Flensborg sérstak- lega. Vil ég benda á sum þeirra og fleira sem mest er um vert. Um eyðingu skóganna „sem fyrst og fremst er að kenna skilningsleysi", segir hann: „Það sem hefir skeð á íslandi, er athyglisvert og lærdómsríkt, sökum þess að hér sést glöggt og greinilega, ef til vill betur en nokkursstaðar í heimi, hvaða þýðingu það hefir að varðveita skógana, og hve slysalegar og óttalegar afleiðingarnar eru af eyðingu þeirra." Á hann hér vit- anlega við uppblástur og land- spjöll þau sem nær undantekn- ingarlaust hafa hlotizt af þar sem skóginum hefir verið eytt, því lang ylðast & allur uppblást- ur upphaflega rót sina að rekja til þess hve mislagðar mönnum hafa verið hendur í sambúð sinni við birkiskóga landslns, og lítt sézt þar fyrir. Þá dáist Flensborg að þeirri „uppgötvun", sem gerð hefir verið, að enn skuli lifa birki- rætur í landi, sem engum hefir dottið í hug að kalla skóglendi, og að upp af þeim vex, þegar landið er friðað. Svo bókstaf- lega grær það sem girt er, og bendir örugglega til þess, að ekki sé ókleyft verk að endur- reisa birkiskógana með friðun og hæfilegri umönnun, og það sem mesta. Til að ná þessu tak- marki er hann reiðubúinn að fórna Alþýðuflokknum. Næsta takmark hans er að eyðileggja Framsóknarflokkinn. Takmark Framsóknarflokksins er að slá vatni á íkveikjuna hans og Ein- ars Olgeirssonar. J. J. Anthony Eden, WBSmfó&'m&kmmmlm hinn ungi, glæsilegi utanrikis- málaráðherra Breta. Blomberg hershöfðingi, hermálaráðherra Þýzkalands, er nú hefir verið vikið úr völdum. langtum víðar en menn almennt gera sér grein fyrir. Fyrst er að friða gómlu skógana og skógar- leifarnar. Þeir elga að verða miðstöðvar áframhaldandi skógræktar og á þeim á að byggja ræktun nýrra trjáteg- unda. Það er gleðilegt að heyra álit Flensborg á þessu: „Ég er ekki í neinum vafa um að barr- tré geta vaxið og orðið gagnvið- ir á fslandi". Hann telur líkleg- ast að það séu fjarlægð og tilvilj- un sem olli því, að barrtré höfðu ekki numið hér land fyrir land- námstið. Á Hallormsstað er höf. á fornum slóðum, því honum auðnaðist, sem kunnugt er, að friða þann skóg áður en hann hætti störfum hér á landi 1906. 1905—6 var plantað allmiklu af barrtrjám á Hallormsstað. — „Þessir trjálundir eru nú að meðallagi um 6 metra háir. Sér- staklega er skógarfuran óvana- lega falleg, rétt og bein með grænar, heilbrigðar barrnálar og rauða stofna. Af lævirkja- og . Pungenstegundunum. eru líka íallegir trjáhópar, sem sanna að það er hægt að rækta ýms barrtré á íslandi". Og takið nú eftir: „Ef þessum litlu tilraunum hefði verið hald- ið áfram, er engum efa bundið, að í skóginum á Hallormsstað og víðar um landið gætu nú staðið fallegir reitir af lævirkja- og skógarfuru, fjallafuru og blágreni. Og nú þarf sem fyrst að hefjast handa í stærri stíl. Tilraunirnar benda á leiðina. Það geta vaxið tré á íslandi, önnur tré en birki, víðir og reyniviður, en til þess þarf starf, þolinmæði og þrautseigju, og marga mannsaldra". Mér var það sérstakt gleðiefni að lesa þessi ummæli um plönt- un barrtrjáa í birkiskógana — um ræktun barrskóga af stofni birkikjarra. í útvarpserindi í des. 1936 og í Ársriti Skógrækt- arfélags íslands 1937, komst ég, sem leikmaður á þessu sviði, svo að orði: „Hið eina sem á vant- ar, og hlýtur að valda manni hryggðar, og jafnvel gremju, er að þarna skuli ekki hafa verið meira að gert, að þarna skuli ekki hafa verið haldið áfram að planta svo nam dagsláttum. Þvílíkt tómlæti, að við skulum hafa biðið í 30 ár og horft á hina glæsilegu sígrænu viði vaxa og dafna, án þess að trúa því, að þetta væri alvara og veruleiki. Án þess að trúa því, að vegurinn væri fær að því merkilega marki, sem nú er glöggt framundan". Af sömu hugsun var það runnið, er Skógræktarfélag fs- lands tók sér fyrir hendur með aðstoð skólabarna og annara, og í fullu samráði við skógrækt- arstjóra, að planta um 20.000 barrtrjáplöntum síðastliðið vor, og ætlar að halda þeirri tilraun áfram næstu ár, og helzt að planta langtum meira árlega. Þetta er ekkert stórvirki, en Skógræktarfélag íslands þarf samt stuðning allra sinna vina til þess að leysa þetta af hendi vel og trúlega. Almennt hefir þessu verið vel tekið, og þótt lít- ilsháttar hafi andað úr annari átt til félagsins fyrir þessa ný- breytni, munu f orráðamenn þess ekki hika í þessu máli. Mönnum er hollt að athuga, að ef plantað hefði verið árlega, þótt ekki hefði verið nema 20 þús. barrtrjám, síðan 1906, á Hallormsstað og öðrum góðum stöðum í friðuðum birkiskógum, þá væri nú kominn góður stofn, sem væri bókstaflega reiknað mikil eign, og ómetanlegur gleði- og trúargjafi þeim sem nú eru ungir og eiga að vinna áfram að því merkilega verki að vernda gróður landsins og gróðrarmold. Lokaniðurstaða Flensborg af ferðinni um Norður- og Aust- urland er þessi: „Ég lít á það sem alveg öruggt, að skógarnir á Vöglum og Hallormsstað, séu nú eftir 30 ára friðun, full sönn- un þess, að hægt sé að endur- rcisa birkiskógana á íslandi, og að þeir geti með góðri og skyn- samlegri meðferð náð góðum þroska, og veitt skilyrði til að ala upp verðmætari trjágróður s. s. skógarfuru, síberiskan læ- virkja o. fl. En það verður að nota fræ af heppilegum stofn- um, frá löndum og héruðum með sem líkasta veðráttu og stutt sumar". í niðurlagi greinarinnar elur Flensborg enn á því sama, svo auðséð er að honum er þetta hvorttveggja í senn, full og mikil alvara, sem fræðhnanni og hjartans mál sem vini og ráð- gjafa. „Þetta félag (Skógræktarfé- lag íslands) gleður mig. Ég óska því heilla og gæfu með að klæða landið, svo aftur verði hægt að segja með fullum rétti: „Landið er fagurt og fritt og skógi vaxið milli f jalls og f jöru". Fyrst og fremst verður að (Frh. á 4. siöu.) TJtan úr heimi Fyrir helgina urðu ráðherra- skipti í Þýzkalandi, sem vakið hafa mikla eftirtekt. Blomberg hermálaráðherra og von Neu- rath utanríkisráðherra létu af störfum og Hitler og von Rib- bentrop urðu eftirmenn þeirra. Auk þess var skipt um menn í ýmsum helztu trúnaðarstöðum hersins. Ennfremur hefir verið tilkynnt að skipt yrði víða um sendiherra erlendis. Þeir, sem bezt hafa þekkt til þýzkra stjórnmála, hafa lengi spáð að þannig myndi fara. í þýzku stjórninni hafa átt sæti, þrír menn, sem aldrei hafa ver- ið ákveðnir nazistar. Það voru dr. Schacht, von Neurath og Blomberg. Þeir áttu þar ekki sæti, sökum skoðana sinna, heldur vegna þess að nazistar gátu ekki án þeirra verið. Dr. Schacht var falið að stjórna fjárhagsmálunum, vegna þess mikla trausts, sem hann naut meðal erlendra fjármálamanna og sem Þjóðverjum var óhjá- kvæmilegt að notfæra sér til fulls. í utanríkismálum áttu nazistar engan mann, sem þekkti alla þeirra leyndardóma og venjur til jafns við von Neu- rath. Sama mátti segja um flesta gömlu sendiherrana. Þeir héldu stöðum sínum, vegna þess að nazistar höfðu enga menn með nægri kunnáttu til að koma í þeirra stað. Um Blomberg mátti segja nokkuð svipað. Frávikning hans gat líka orðið langhættuleg- ust, sökum þeirrar óánægju, sem morð Schleichers hershöfð- ingja vakti innan hersins á sín- um tíma. En það sýndi sig oft, að þess- ir þrír reyndu menn voru af allt öðru sauðahúsi en for- spxakkar nazista. Þeir voru á móti Gyðingaofsóknum, einkum Schacht og von Neurath, sem fundu bezt það álitstjón, sem þær ollu Þjóðverjum erlendis. Þeir voru einnig andvígir þeim ráðstöfunum, sem gætu leitt til ófriðar nú þegar, eins og ínnrás- inni i Rinarhéröðum og af- skiptunum af Spánarstyrjöld- inni. Það er vitanlegt að vegna mótstöðu Blomberg urðu ekki víðtækari afleiðingar af árás- inni á „Leipzig" en raun varð á. Margir nazistaforingjarnir vildu nota það tilefni til að segja spönsku stjórninni hrein- lega stríð á hendur. Það er ennfremur vitanlegt að Blomberg var mótíallinn bandalagi við ítali. Eins og flestir af gömlum herforingjum Þjóðverja, ber hann vantraust til ítala sem hernaðarþjóðar. Von Neurath hefir líka reynt að efla vináttuna við Frakka og Breta. Hefir hann þrívegis ætlað í heimsókn til London en nazistar hafa jafnan stöðvað hann á seinustu stundu. Þegar kunnugt var fyrir fáum vikum, að dr. Schacht léti af ráðherrastörfum, mátti búast við fráför hinna innan ekki langs tíma. Hinir gömlu og reyndu menn hafa verið ofur- liði bornir. Nazistarnir þykjast ekki lengur þurfa á kunnáttu þeirra að halda. Af þeim hafa þessi ráðherraskipti verið lengi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.