Tíminn - 10.02.1938, Qupperneq 2

Tíminn - 10.02.1938, Qupperneq 2
24 TÍMINN undirbúin. Meðal allra friðar- vina verða þau tekin sem fyrir- boði verri tíðinda. Stjórn þess- ara ábyrgðarmestu og vanda- sömustu mála, er nú komin í hendur mestu hernaðarsinn- anna, þeirra manna, sem miða allar framkvæmdir og atvinnu- umbætur við næstu heimsstyrj- öld. í raun og veru lifir þýzka þjóðin nú eins og á styrjaldar- tímum. Slíkt getur ekki verið gert, nema í ákveðnum tilgangi. Sá maður, sem nú er talinn skæðasti andstæðingur ensku stjórnarinnar í neðri málstof- unni, er Sir Archibald Sinclair, foringi frjálslynda flokksins. Hann er meiri ræöumaður en Attlee, foringi verkamanna, skýr og rökfastur og fundvís á veilur í málfærslu andstæðinganna. Það lýtir ræður hans nokkuð, að hann er málhaltur, einkum þeg- ar hann byrjar að tala, en kom- ist hann í hita, gætir þess ekki, og verður hann þá mjög aösóps- mikill. Sir Archibald Sinclair er 47 ára gamall. Hann er af skozkum aðalsættum. Menntun sína fékk hann í Eton og Sandhurst. Árið 1910 gekk hann i herinn og tók þátt í heimsstyrjöldinni. Árið 1922 varð hann þingmaður fyrir kjördæmi í Norður-Skotlandi og hefir jafnan haft þar öruggan meirihluta síðan. Það var fyrst um 1930, sem hans tók að gæta verulega í stjórnmálabaráttunni. Hann hafði alltaf tilheyrt frjáls- lynda flokknum og meðan hann var í hernum, bakaði það honum nokkurra óvinsælda, því liðsfor- ingjarnir voru flestir íhaldssam- ir. Þegar þjóðstjórnin var mynd- uö 1931, varð vart mikils ágrein- ings i frjálslynda flokknum, en John Simon fékk því þó ráðið, að flokkurinn tók þátt í stjórn- armynduninni. Varð Sinclair ráðherra fyrir Skotland í rösk- lega eitt ár. En í september 1932 sögðu þeir Sir Herbert Samuel sig báðir úr stjórninni, en John Simon varð eftir. Klofnaði þá flokkurinn. Herbert Samuel og Archibald Sinclair héldu meiri- hlutanum og varð sá fyrrnefndi formaður flokksins. í kosningum 1935 náði Herbert Samuel ekki kosningu og tók Sinclair þá við flokksforystunni og hefir gegnt henni síðan: Er talið, að flokkur- inn hafi heldur rétt við undir stjórn hans. t Undir forystu Sinclair hefir frjálslyndi flokkurinn greitt at- kvæði með öllum tillögum stjórnarinnar um aukinn víg- búnað. Sinclair hefir margoft lýst yfir því, að hann telji frið- inn bezt tryggðan með því, að þær þjóðir, sem vilji styrkja hann, séu hernaðarlega sterk- astar. Hinsvegar hefir frjálslyndi flokkurinn verið andvígur stefnu stjórnarinnar í utanríkismálum. Hann hefir krafizt þess, að Eng- | lendingar stæðu fast með Þjóða- ! bandalaginu og létu ekki óvirða ! sáttmála þess. Við megum ekki 1 kaupa okkur eins árs frið, hefir Í Sinclair sagt, með því að loka I augunum og láta troða á Þjóða- j bandalagssáttmálanum og rétt- indum annarra þjóða. Jafnframt hefir hann krafizt þess, að reynt yrði að ná samkomulagi viö Þjóðverja, með því að veita þeim auðveldari aðgang að hráefnum ; nýlendanna. En gegn því, verði ' Þjóðverjar að viðurkenna rétt ; annarra þjóða, einkum Rúss- i lands. Með því að koma á gagn- i kvæmum skilningi og meiri vin- í áttu milli stórveldanna í Evrópu, : sé hægt að gera friðinn var- i anlegan, en annars ekki. | Slíkt samkomulag vill Sinclair | ekki láta gerast með samningum i milli einstakra þjóða, heldur j innan ramma Þjóðabandalags- • ins. Þá stofnun á að efla. Þegar | það er oröið verulega öflugt og slíkt samkomulag fengið, er hægt að byrja á afvopnun, en það er markmiðiö, sem setja á ofar öllu. Þetta er í stuttu máli utanrík- ismálastefna Sir Archibald Sin- clair, sem frjálslyndi flokkur- inn hefir veitt samþykki sitt. íslenzk kornyrkja Búskapur íslenzkra bænda hefir á liðnum öldum verið fá- breyttur og einhæfur að fram- leiðslu, borið saman við búskap nágrannaþjóða okkar. Veldur því margt. Eitt helzta einkenni hans hefir verið rányrkjan. Öld fram af öld hefir íslenzka moldin ver- , ið furðu gjöful, þótt menn- irnir hafi ekkert gert til að end- i urgjalda gjafir hennar. En hér hefir þó orðið breyting i á nú síðustu árin. Stærsta og ! þýðingarmesta sporið, sem stig- j ið hefir verið í þá átt, er ís- lenzk kornyrkja. Talið er, að kornyrkjan hafi j lagst niður á íslandi fyrir 500 j i árum. Þegar svo var komið, var j um leið lokið þeim þættinum í í atvinnulífi forfeðra vorra, sem einna glæsilegast vitnar um þá blómgvun, sem var í atvinnulíf- inu, áður en þjóðveldið leið. Margar frásagnir um korn- j yrkjustörf íslendinga, er að ; finna í fornsögunum; þær frá- j sagnir eru tengdar við afrek og j raunir. Landnámsmennirnir fluttu alla verklega kunnáttu með sér : frá Noregi. Sú kunnátta er nú gleymd. í skjóli skóganna hafa víða verið akrar. Ennþá sézt fyrir akurgerðum á allmörgum stöð- um. (Talað er um akra, sem aldrei yrðu ófrjóir, t. d. Vítaðs- gjafa í Eyjafirði). Þótt líkur bendi til, að áður fyr hafi skilyrði viða verið góð, og sumstaðar með afbrigðum, þá fullnægði heimaræktunin ekki kornvöruþörf landsmanna. Þetta er þá það helzta, sem við vitum um sögu kornræktar- innar á íslandi. En nú á fyrri hluta tuttugustu aldar kemur fram maður, sem með mark- vissu starfi skapar nýtt tímabil í sögu kornyrkjunnar, og þar með í allri íslenzkri jarðrsekt. Það er Klemens Kr. Krist- jánsson forstjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Rannsóknir hans og niðurstöður í 15 ár, verða nú gerðar hér nokkuð að umtals- efni. Öllum þeim, sem kynnst hafa starfi bóndans og vísinda- mannsins á Sámsstöðum, mun vera orðið ljóst, að þar er um að ræða niðurstöður, sem full- komlega má byggja á. Og þær niðurstöður eru í stuttu máli þessar: í flestum sveitum á ís- landi er hægt að rækta með viðunandi árangri, nokkrar teg- undir byggs og hafra, auk rúgs. Þetta er árangur af tilrauna- starfi Klemensar á Sámsstöðum, sem hefir náðst þar með rekstri stöðvar Búnaðarfélags íslands, og sambandi við einstaka á- hugamenn um dreifðar byggðir landsins. Tilraununum hefir í stuttu máli verið hagað þannig, að reynd hafa verið mismunandi afbrigði af korni frá nágranna- löndum vorum, einkum Noregi og Danmörku. Harðgerðustu afbrigðin hafa verið valin úr og þeim útbýtt. í sambandi við tilraunirnar hafa svo verið gerðar rannsóknir við- víkjandi áburðarmagni, sáðtíma, grómagni o. fl. En þungamiðja korntilraun- anna, þegar afbrigðavali sleppir, er samband þeirra við aðra al- menna jarðrækt. Skal nú nefnt það helzta, sem hugsað hefír verið um í þeim efnum. Það, sem lagt hefir verið til grundvallar við athugun á þessu sviði, er það, sem kalla mætti frjóefna- eða frjómagnslögmál- ið. Við rannsóknir á endurtek- inni ræktun sömu jurtar á sama stað í áratugi og aldir, þá hefir það komið í Ijós, að slíkt leiðir af sér efnasnauða mold og minnkandi afrakstur landsins. Jarðræktarregla sú, sem kipp- ir þessu öllu í lag, nefnist sáð- skipti eða sáðvíxl. Með því, þ. e. sáðskipti, er átt við það, að rækta helztu nytjajurtirnar á tilteknum stað. Með því eina móti hagnýtast hin bundnu frjó- öfl jarðvegsins. Belgjurtir t. d. augða jarðveg- inn að köfnunarefni, á eftir þeim ætti því að rækta þær jurt- ir, er þarfnast sérstaklega köfn- unarefnis. Boðberi og brautryðj andi þess- ara viðurkenndu sanninda á sviði jarðræktar, hefir einmitt verið Klemenz Kr. Kristjánsson. Með þær staðreyndir í huga, hef- ir hann í margra ára tilraunum leitast við að tengja í fast skipu- lag, kornyrkju annarsvegar, og túnrækt og aðra nytjajurtarækt hinsvegar. Ef bændur almennt tækju upp þessa jarðræktarreglu, þótt í smáum stíl væri, þá myndi rækt- un öll svara meiri arði, en fram- leiðslukostnaðurinn minnka. Nú er það augljóst að með kornrækt fæst mjög eftirsóknar- vert fóöur fyrir yfirleitt allan búpening. Hefir í því efni feng- izt nokkur reynsla, sem byggja mætti á. Hitt verður aftur verk- efni framtíðar að hagnýta ísl. korn til manneldis. í því sam- bandi er þó rétt að taka fram, að úr íslenzkum rúgi og byggi hafa verið gerð ágæt brauð. Rannsóknir benda á, að íslenzkt korn standi ekki að baki erlendu korni að næringargildi, t. d. hafa íslenzkir hafrar sýnt meira feiti- innihald en erlendir. Fullvíst er, aö kornrækt ber sig vel fjárhagslega í öllum meðal- árum; nægir í því efni að benda á blaðagreinar Klemenzar Krist- jánssonar um það efni, á víðar en einum stað. Hinn öri vöxtur í útbreiðslu kornræktarinnar gefur til kynna að menn eru að vakna til skiln- ings á þýðingu hennar. í sam- bandi við útbreiðslu kornræktar- innar, vil ég aðeins segja það, að reynsla sú, sem fengizt hefir bendir eindregið til þess, að sam- yrkjustöðvar séu ekki að öllu heillavænlegar til frambúðar, a. m. k. ekki næstu árin. Það virðist vera svo, að eðli- legust verði þróun kornyrkjunn- ar með þeim hætti, að áhuga- samir einstaklingar ryðji henni braut. Þá notast að fullu sú alúð og umhyggja, sem svo margt verður aðnjótandi, er vex upp í skjóli einstaklingsins. Samvinna og samhjálp verður að sjálfsögðu mikilsvert atriði, svo sem við vélakaup og fleira. En í þessum efnum gera menn það eitt rétt- ast, að leita ráða og tillagna þess manns, sem mest og bezt hefir fyrir kornyrkjuna unnið, þ. e. Kl. Kr. Kristjánssonar. Af því, sem hér hefir verið að framan sagt, má það ljóst vera, að fyrst og fremst er um að ræða verkefni fyrir uppvaxandi kyn- slóð, þar sem er ísl. kornyrkja. Niðurstöður þær, sem fengizt hafa í því efni, hljóta að skapa breytt viðhorf meðal fólksins til sveitanna. Sá, er gistir Sáms- staði í Fljótshlíð síðla sumars, og sér korniö bylgjast á bleikum ökrunum, hann skilur í fyrsta sinni orð Gunnars: „Fögr er hlíðin, svá at mér hefir hon aldri jafnfögr sýnzt — bleikir akrar, en slegin tún -— ok mun ek ríða heim aftr ok fara hvergi.“ — Ég vil halda því fram, að nú í meira en þriðjung aldar hafi íslenzk sveitaæska staðið í líkum sporum sem Gunnar forðum. Sá er að- eins munurinn, að unga fólkið hefir kvatt ættstöðvarnar og siglt út í bláinn. Meðal margs annars, þá er það fábreyttnin í framleiðslu sveitanna, sem ráðíð hefir ferð og flótta úr sveit að sjó. Er mæðiveikin »>él eítt« ? Eftir Magnús Jónsson í 10 aldir hefir íslenzkur land- búnaður grundvallazt að mestu leyti á sauðfjárrækt. Skilyrðin sem landið hefir lagt bændum til slíks atvinnuvegar hafa ver- ið mjög víða góð: víðáttumikil beitilönd og slægjulönd, sem hefir ekki þurft öðru til að kosta, en verja þau í nokkrar vikur á ári hverju. fyrir beit. En áföllin sem íslenzkur sauðfjár- búskapur hefir orðið fyrir gegn- um aldirnar, eru mörg og þung, og hafa legið til þeirra margvís- legar orsakir og má þar fyrst til nefna ógætilegan ásetning. Það er eins og bændastétt landsins hafi verið í ógæfuálögum hvað þetta suertir og mun fremur fara veainandi á síðari árum, þrátt fyrir margháttaða löggjöf, sem hefði átt að hvetja bænd- ur til úrbóta í þessu efni. Er nú komið svo, að sjáanlegt er, að það eina, sem komið getur að haldi, í þessu efni, er að skylda alla bændur landsins til þess að vera í fóðurbirgðafélögum og tryggja um leið að sjóðir geti myndazt mjög fljótlega, sem grípa megi til þegar í óefni er komið. Sumir myndu kalla bónda á TorSuslöðum þetta þvingunarlög, en slikt má segja um flest lög, en sambæri- leg væru þau lögum um bruna- tryggingar á öllum íbúðarhús- um í landinu, sem allir eru þó sammála um að séu nauðsynleg. Önnur algengasta plágan, sem herjað hefir sauðfjárbúskapinn, hafa verið ýmsir kvillar og far- aldrar, sem í flestum árum hafa tálgað drjúga spæni af sauð- fjárstofni flestra bænda. Einn með verstu sauðfjárkvillum var fjárkláðinn, sem tvisvar fluttist inn í landið, og ennþá gjörir mikið tjón í mörgum héruðum. En án efa er mæðiveikin versti sauðfjárkvillinn, sem bændur hafa nokkuru sinni haft við að stríða, og sem sennilega hefir flutzt inn í landið með kara- kulfénu. Er raunalegt til þess að vita, að Búnaðarfélag íslands skyldi verða til þess að rjúfa þann vörð, sem trúlega var haldinn um að flytja ekki útlent fé til landsins, allt frá því slysið henti í síðara skiftið með fjár- kláðann. Og raunalegt er líka til þess að vita, hve dýralæknum landsins hefir orðið slysagjarnt í afskiptum sínum af veikinni. Prófessor Dungal, sem fyrstur rannsakaði mæðiveikar kindur í Deildartungu, þóttist fljótlega þekkja orsök og allt eðli veik- innar og taldi að ekki stafaði veruleg hætta af henni, nema þar sem fénaður gengi mjög þröngt. Þetta varð til þess, að engar varnarráðstafanir voru gerðar á meðan veikin var lítið útbreidd. Síðar lýsti hann því yfir, að orsök veikinnar væri ó- þekkt og verður að segja honum það til hróss, að hann hafi lært af reynslunni, sem ekki verður sagt um dýralækna landsins. í seinni tíð hefir prófessorinn reynt að setja saman meðul við veikinni, og hafa sumir trú á því að það takist, einkum þeir er ekki hafa kynni af hinni skæðu pest, en það verð ég að segja, að mikla bjartsýni þarf til þess að vona að takist að lækna mæði- veikar kindur með meðulum, svo spillt sem lungum eru orðin þegar veikin er komin á hátt stig. Þegar reynslan hafði sýnt það í Borgarfirði, að fyrstu staðhæf- ingar prófessors Dungals voru alrangar og hann var snúinn frá villu sinni, kemur Sigurður Hlíð- ar dýralæknir til sögunnar. Mátti heyra af ummælum hans í útvarpinu, að hann hefði beðið með óþreyju eftir því að landstjórnin kallaði sig i striðið við hinn magnaða óvætt, enda kvaðst hann hafa farið sam- stundis á stað í langferðina og -hefir hann sjálfsagt hugsað sér að vinna sér mikinn frama. Hann byrjaði á því að rannsaka veikar kindur hér í V.-Húna- vatnssýslu og var hann ekki lengi að kveða upp sinn dóm, sem var á þá leið, að veikina þekkti hann frá fornu fari, og vísaði bændum, sem voru að missa féð úr mæðiveikinni, á meðul í lyfjabúðum, sem duga myndu. En kraftaverkin gerðust ekki og féð hrundi niður úr mæðiveikinni þrátt fyrir með- alasullið. Svo flýtti Sigurður Hlíðar sér til Reykjavíkur til þess að tala við og hugga lands-, lýðinn í gegnum útvarpið og gaf bændunum það ráð að vanda betur fóðrun á fénaðinum og þá myndi veikin batna. Borgfirð- ingar svöruðu þessu seinna með fundarsamþykkt á þá leið, að þeir kynnu ekki að fóðra betur en beztu sumarhagar, en það er reynsla þeirra bænda, sem strítt hafa við mæðiveikina, að fénaðurinn drepst unnvörpum á öllum tímum sumarsins. Að af- loknum þessum afrekum Sig. Hlíðar, settust svo flestir eða allir dýralæknar landsins á fund og suðu saman fundará- lyktun, sem átti að tilkynna að þeir þekktu sjúkdóminn frá fyrri tíð, þó hann væri að ein- hverju leyti búinn að breyta formi. Þessi og fleiri afskipti dýralækna landsins eru að verða örlagarík í baráttunni við mæði- veikina, þvi fjöldi af bændum, sem ekki hafa kynni af veikinni, trúir þeim, og heldur að veikin sé ekki eins hættuleg eins og af er látið. Þeir halda að sagn- irnar um fjárfellinn, séu ýktar, jafnvel að fóðruninni sé að ein- hverju leyti um að kenna, og að sumir fjárstofnar kunni að vera ónæmir fyrir veikinni, því sumir hinna svokölluðu fræði- manna hafa haldið þvi fram að svo gæti verið, — vitanlega út í bláinn, — því reynsluna vantar. Þessar fjarstæðu skoðanir ýmsra fjáreigenda, sem dýra- læknarnir hafa svo hraparlega villt um, hafa þegar orðið og munu verða varnarstarfinu til hins mesta ógagns. Sumir þeirra hafa leynt veikinni hjá sér síð- astliðið vor og hafa orðið svo með sinn sýkta fénaö utan varn- argirðinganna og veikin heldur áfram að breiðast yfir landið, svo allar líkur eru til þess að varnarstarfið verði aðeins til þess að tefja fyrir henni, en ekki til þess að stöðva hana. En ef veikin fer urn land allt, þá Fram að þessu hefir sveita- æskan ekki almennt komið auga á verðmætin, sem blunda í skauti moldar. Nú eru þau verðmæti að koma í Ijós. Nú blasir við augum á fjöl- mörgum stöðum, þá halla tekur sumri, fögur hlíð, slegin tún og bleikir akrar. Ég hefi sjálfur gert tilraunir með kornyrkju tvö undanfarin sumur, og lánazt þær vonum framar. Vil ég þó í því sambandi, taka það fram, að tvö síðustu sumur hafa eigi verið hagstæð fyrir kornrækt hér vestanlands. Allmiklir vorkuldar hafa verið, og síðasta sumar var fremur kalt og hráslagalegt. Þrátt fyrir það hefir kornið náð yiðunandi þroska. Þar, sem fjárpestin geysar nú, og leggur búskap manna að meira eða minna leyti í rústir, mætti kornyrkjan verða eitt bezta og almennasta bjargráðið. íslenzkir bændur! Gerið ykkur vel ljóst, að kornyrkjan er orðið tímabært mál með alþjóð. Korn- yrkja með sáðskiptirækt kemur betri reglu á alla jarðrækt og eykur afrakstur hennar. Kornyrkj an skapar verklega tækni og alhliða umbætur í ís- lenzkum búskap. Með kornyrkj- unni færist öll búnaðarmenning á hærra stig. Þegar kornyrkjan hefir öðlazt almenna útbreiðslu, þá munu þeir, sem hyggja á flótta úr ís- lenzkum sveitum, heim snúa og fara hvergi. Þá mun nýtt líf, ný menning, gróa upp af frjóefnum íslenzkrar moldar. Einar Kristjánsson, frá Leysingjastöðum í Dalasýslu. Eg kaupí eða tek í umboðssölu all- ar tegundir af refa- skinnum. Sendið skinn yðar til mín, og ég mun símleiðis láta yður í té ákveðið verð. Ef yður líkar ekki verðtilboðið endursendi ég skinnin strax. Staðgreiðsla. NB. Tek á móti skinn- um á Hótel ísland í Rvík dagana 7.—15. febrúar næstkomandi. EINAR FARESTVEIT, Hvammstanga. verða sveitir þessa lands þunn- skipaðar að búendum að litlum tíma liðnum. Um varnarstarfið mætti margt segja, en það skal þó ekki gert að þessu sinni, þó þörf væri á því, því miklu fé hefir verið 1 það eytt og sumu n .eð lítllli for- sjá. Það er ekki óíyrirsynju, að minnast á ástandiö í hinum sýktu héruðum, þvi fáar fréttir hafa komið opinberlega af því. Mig brestur kunnuglelka til þess að lýsa þvi í Borgarfjarðar- sýslu, en aftur á móti er ég því sæmilega vel kunnugur í V,- Húnavatnssýslu. Veikin er nú búin að herja í rúmlega eitt ár í fjórum hreppum af sex í sýsl- unni. Hinir tveir hrepparnir eru á Vatnsnesinu og voru afgirtir í vor í varnarskyni, en i þeim hreppum, er nú á síðustu mán- uðunum veikin að fella fénaðinn unnvörpum á mörgum heimil- um. Ég er sérstaklega vel kunnug- ur atferli veikinnar í Ytri og Fremri Torfustaðahreppum. í þessum tveimur hreppum eru aðeins 2 heimili, sem veikin hef- ir ekki gert vart við sig á, en á flestum bæjum er fénaðurinn fallinn langt ofan fyrir helming, og á nokkrum bæjum svo að segja alveg í grunn. Ég vil til

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.