Tíminn - 17.02.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.02.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, fimmtud. 17. febr. 1938 8. blað. Tillögw um vinnulöggjöf millíþingfanefndar komið út Hinn 15. des. 1936 skipaði atvinnumálaxáöhei’ra tvo lögfræð- inga, Guðmund Guðmundsson og Ragnar Ólafsson, og tvo alþing- ismenn, Gísla Guðmundsson og Sigurjón Ólafsson, í nefnd til þess að undirbúa frumvarp til vinnulöggjafar hér á landi. Hefir nefndin nú lagt fyrir ráðherra tillögur sínar, og nefnast þær „frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur“. Leggur nefndin til að frv. þetta verði borið fram á Alþingi í vetur. Hefir nú verið gefið út ýtarlegt nefndarálit rúml. 90 bls. að stærð í alþingístíðindabroti, þar sem gerð er grein fyrir störfum nefndarinnar. Er þar m. a. skýrt frá helztu atriðum í vinnulöggjöf 40 landa. í nefndinni hefir orðið fullt samkomulag um tillögur þær, sem fram eru bornar. Hér fara á eftir þrír kaflar úr hinu nýútkomna nefndaráliti. Fyrsti kaflinn er um skipun nefndarinnar og störf, annar um að- alatriði erlendrar vinnulöggjafar, en sá þriðji er yfirlitsgreinar- gerð fyrir frumvarpi þvi „urn stéttarfélög og vinnudeilur", er samið hefir verið af nefndinni. Skipun nefndariimar störf. Nefndin hélt 1. fund sinn þeg- ar sama dag*). Á þeim fundi var ákveðið að gera ráðstafan- ir til að afla nefndinni gagna, innlendra og erlendra, til af- nota við störf hennar. Byrjaði nefndin á því að afla sér gagna um erlenda vinnulöggjöf, efni hennar og hvernig hún hefði reynzt. Snéri hún sér í þessu efni til sendiherra íslands í Kaupmannahöfn og óskaði eftir að hann útvegaði gildandi vinnulöggjöf þriggja Norður- landa: Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, ásamt nefndarálitum og öðrum ritum, sem gefin hafa verið út í sambandi við undir- búning vinnulöggjafar í þessum löndum. Ennfremur óskaði nefndin eftir að útveguð yrði gildandi vinnulöggjöf Stóra- Bretlands og Frakklands. Samhliða skrlfaði nefndin landssamböndum verkamanna og atvinnurekenda í Danmörku, Noregi og Sviþjóð og óskaði eft- ir umsögn þeirra um það hvern- ig núgildandi löggjöf í þeim löndum hefði reynzt að þelrra áliti og hvort þau óskuðu eítir breytlngum á henni í náinni framtíð og þá í hvaða átt. Baðst nefndin upplýsinga um rit, er út hefðu verlð gefln að tilhlutun þessara sambanda viðkomandi vinnulöggjöf. Er bréf þetta prentað á bls. 18 1 nefndarálltlnu. Loks ritaðl nefndin Alþjóðaverkamála- skrifstofu þjóðabandalagsins 1 Genevé og bað hana að senda nefndinni rit þau um vinnulög- gjöf, er hún hefði gefið út og að haldi gætu komið vlð undirbún- ing vinnulöggjafar hér á landl. Snemma á árinu 1937 bárust nefndinni svör frá sendiherra íslands í Kaupmannahöfn á- samt þeim gögnum, er hún hafði óskað eftir. Gat nefndln þannig lagt til grundvallar starfi slnu gildandi vinnulög- gjöf 1 Danmörku, Noregi, Svl- þjóð og Bretlandi. Það skal tek- ið fram að í gögnum þeim, er bárust frá sendiherranum í Kaupmannahöfn, var ekki ann- að úr franskri vinnulöggjöf en lögin frá 1936, sem nánar er að vikið, enda er ekki mjög mikið um eldri lagasetningar þessa efnis I þvl landi. Brezku vinnu- löggjöfinni fylgdi all-ýtarleg greinargerð er brezka vinnu- *) Þ. e. 15. des. 193& málaráðuneytið hafði látið sendiherra íslands í London í té ásamt gildandi lögum brezk- um um þessi efni. Nefndinni bárust einnig svör landssambanda verkamanna og atvinnurekenda í Danmörku og Svíþjóð og sambandi atvinnu- rekenda í Noregi ásamt nokkr- um þýðingarmiklum ritum um þessi mál. Frá Alþjóðaverka- málaskrifstofunni í Geneve bár- ust nefndinni einnig svör og sömuleiðis rit, sem skrifstofan hefir gefið út um vinnulöggjöf og yfirlit um gang þeirra mála í einstökum löndum. Hafa þessi rit orðið nefndinni til mikils stuðnings í starfi hennar með því að þar er dregin saman á einn stað að tilhlutun Þjóða- bandalagsins fróðleikur um þessi efni viðsvegar að úr heim- inum og meiri en nokkursstað- ar er hægt að fá annarsstaðar á einum stað, enda hefir Al- þjóðaverkamálaskrlfstofan í sinni þjónustu hina færustu visindamenn og fræðimenn I þessari greln. Jafnframt þvi »em nefndin aflaði sér gagna um erlenda vinnulöggjöf ritaði hún Alþýðu- sambandi íslands, Vinnuveit- endafélagi íslands og Iðnsam- bandi íslands og óskaði eftir upplýsingum um skipulag og starf þeirra og sambandsfélaga , þeirra og upplýsingum um vinnustöðvanir, sem þau hefði átt þátt í að gera. Frá þessum aðilum hafa nefndinni borlzt ýms gögn, aðallega félagslög og vinnusamningaT, sem prentaðir hafa verið. Loks hefir nefndin snúið sér til einstakra innlendra manna, sem henni var kunnugt um að sérþekkingu hefðu eða reynslu á einhverjum þeim verkefnum, sem henni var falið að fást við. Má þar fyrst nefna lögmanninn í Reykjavík, dr. jur. Björn Þórðarson, sem verið hef- ir sáttasemjarl riklsins í vinnu- deilum síðan 1. okt. 1926. Eftir að nefndin var skipuð og fram í marz 1937 hélt hún alls rúmlega 50 fundi. Eftir það féllu störf Ijennar niður um nokkurra mánaða skeið, en i október byrjaði hún fundar- höld á ný og hefir haldið marga fundi á þessum vetri, auk þess sem einstökum nefndarmönn- um hefir verið falið að athuga sérstaka hluta verkefnlsins og vinna að málinu út af fyrir sig og bera slðan athuganir sínar og niðurstöður undir nefndina í heild. Á meðan nefndin var aö afla þeirra gagna, innlendra og erlendra, sem um er getið að framan, notaði hún tímann til þess að athuga þá vinnulöggjöf, sem til er hér á landi og þær til- raunir til vinnulöggjafar, sem gerðar hafa verið á Alþingi og ennfremur til að vinna úr því efni, sem þegar var fyrir hendi hér viðkomandi vinnulöggjöf annara Norðurlanda. Þau gögn, sem nefndinni bárust, bæði lög, sögulegar heimildir og fræðileg- ar ritgerðir, tók hún til athug- unar jafn skjótt og þau bárust og eftir því sem tími vannst til og hefir haldið því verki áfram allan þann tíma, sem hún hefir starfað. Jafnframt var svo fljót- lega byrjað á þvi í nefndinni að gera uppkast að einstökum köflum í frumvarpi til laga og leitazt fyrir um, að hve miklu leyti nefndarmenn myndu geta orðið sammála um sameiginleg- ar lausnir. Eins og áður er getið var það hendi næst að kynna sér núgild- andi íslenzka vinnulöggjöf og þær tilraunir til vinnulöggjafar, sem gerðar hafa verið á Alþingi og það, sem ritað hefir verið um þau mál hér á landi. Ennfrem- ur íslenzkar vinnudeilur og þró- un þeirra, eftlr því sem kostur var á. Um þetta síðasta atriði skal það tekið fram strax, að heimildir um íslenzkar vinnu- deilur eru af mjög skornum skammti, nema þá helzt i frá- sögnum blaða og 1 minni manna, þvi að um þau mál hafa ekki skýrslur verið birtar eða um þau ritað fræðilega í heild. Samtök verkamanna hafa hér verið mun fyr á ferðinni en samtök at- vinnurekenda. Alþýðusamband íslands er stoínað 1916 og Vinnuveltendafélag íslands 1934. En upphaf hinna stóru vlnnudeilna hér á landl má teljast sjómannaverkfallið 1916. í íslenzkri vinnulöggjöf er, eins og kunnugt er, heldur ekki um auðugan garð að gresja, íslenzk löggjöf er mjög snauð að á- kvæðum Um málefni verka- manna og atvlnnurekenda sem samtaka í þjóðfélaginu. Það er fyrst á þingi 1923 og 1925, að frumvarp um vinnulöggjöf kem- ur fram. Er það frumvarp Bjarna Jónssonar frá Vogi um gerðardóm 1 kaupgjaldsþrætum, þar sem ætlazt var til, að dóm- urinn ákvæði kaup og kjör verkafólks, ef ágreiningur yrði mill i þess og atvinnurekenda. Þetta frv. dagaði uppi. Á Alþingi 1925 voru hinsvegar sett lög um sáttatilraunir í vinnudeilum. Var frv. borið fram af Fram- sóknarflokknum, en löggjöfin sett með fullu samþykki allra stjórnmálaflokka. Á þingi árið 1929 kom fram frv. til laga um vinnudóm í kaupgj aldsþrætum, að efni til svipað frv. 1923 og 1925. Þetta frv. dagaði einnig uppi. Á Alþingi 1936—1937 var borið fram frv. til laga um vinnudeilur, er undirbúið hafði verið af Vinnuveitendafélagi ís- lands og á Alþingi 1937 komu fram 2 frv. frá Framsóknar- flokknum um sáttatilraunir í vinnudeilum og um Félagsdóm. Ekkert af þessum frv. náði fullri afgreiðslu í þinginu. í ís- lenzkri löggjöf eru því ekki til önnur ákvæði um þetta en sáttasemjaralögin frá 1925. Það rannsóknarefni, sem fyr- ir nefndinni lá var því fyrst og fremst hin margháttaða er- lenda löggjöf og saga hennar. Taldi nefndin sérstaklega á- stæðu til að gera sér grein fyrir löggjöf þeirra þjóða, sem oss ís- lendingum eru skyldastar að menningu og stjórnarfari s. s. Norðurlanda, Bretlands, Hol- lands, Belgíu, Þýzkalands (áður fyr) og brezku samveldisland- anna. Einkum taldi nefndin þó ástæðu til, enda í samræmi við skipunarbréf hennar, að kynna sér löggjöf Norðurlanda og sögu þessa máls í þeim löndum. Hef- ir hún og í tillögum sínum sér- staklega lagt þá löggjöf til grundvallar. Til þess að auðveld- ara sé fyrir þá er þessu máli vilja kynnast, að átta sig á þessum aðalfyrirmyndum nefndarinnar, heflr hún gert efnisútdrátt úr allri gildandi vinnulöggjöf Danmerkur, Nor- egs og Svíþjóðar. Jafnframt er I nefndarálitinu hér á eftlr sér- staklega grein gerð fyrir þróun þessara mála 1 þelm löndum. Þá heflr nefndin einnig gert efnis- útdrátt úr vinnulöggjöf Breta. Vinnudeilur á íslandl eru til- tölulega ungt fyrribrigði og þjóðin sem heild er þessu fyrir- brigði miklu óvanarl en flestar aðrar þjóðir. Þess vegna litur nefndin svo á, og leit svo á þeg- ar í upphafi starfs síns, að ís- lenzka vinnulöggjöf verði í öll- um aðalatrlðum að byggja á því, sem reynt heflr verið og vel heflr reynzt annarstaðar. Nefndin telur það varhugavert, þegar vlnnulöggjöf er sett hér i fyrsta sinn, að taka upp I hana ákvæði, sem væru alger nýmæli, lítið reynd eða sérlega umþrátt- uð 1 öðrum löndum. Hitt er þá nær, þegar löggjöf sú, sem nú kann að verða sett, hefir verlð reynd, að bæta þá við hana Aímæliskveðja tíl Sveins í Firði I. Sveinn í Flrði er 75 ára gam- all í dag. Hann hefir um langa stund verið forustumaður í sveit sinnl, sýslu, fjórðungi, stétt og stjórnmálaflokki. Sveinn Ólafs- son #r einn af merkilegustu mönnum sinnar samtiðar. Nú situr Svelnn Ólafsson á frlðstóli heima á óðali sinu innst við MJóafjörð. Þar hafa forfeð- flýjum ákvæðum, þegar þjóðin hefir vanizt hennl I framkvæmd og reynslan heflr sýnt hvar nýrra viðbótarákvæða er mest þörf. Má því og aldrei gleyma, að þetta mál er hér, eins og það alstaðar annarsstaðar hefir ver- ið á byrjunarstigi, mjög við- kvæmt mál, þar sem mörgum hættir til að líta melra á ein- stök, ef til vill minniháttar, atrlði, heldur en þýðingu lög- gjafarlnnar í heild og nauðsyn þess að skipa þessum málum til öryggis fyrir verkamenn og at- vinnurekendur og atvinnulíf þjóðarinnar í heild. Aðalatriði erlendrar vinnulö^jafar. Það er út af fyrlr sig merki- legt rannsóknarefni að athuga löggjöf fyrri alda I ýmsum löndum viðkomandi verkafólki og kjörum þess og þá sérstak- lega þá löggjöf eða þær reglur, sem giltu um handverksmenn borganna, samtök þelrra og af- stöðu til húsbænda sinna hinna svokölluðu meistara. En fyrlr það verkefni, sem hér liggur fyrir verður eigi talið, að slík rannsókn hafi verulega þýðingu að öðru leyti en þvl, að hún sýnir, að þegar fyrir mörgum öldum var mönnum það ljóst, að eðlilegt var, að þjóðfélaglð léti sig varða viðskiptin milli vinnukaupenda og þeirra, sem vinnuna seldu. Með vélaiðju og stóratvinnu- rekstrl 19. aldar fær afstaðan milli verkafólks og atvinnurek- enda nýja og stórfellda þjóðfé- lagslega þýðingu. Stóratvinnu- reksturinn hefir leitt af sér skýrari línur milli atvinnurek- enda og verkafólks og smátt og smátt myndast tvær andstæðar samtakaheildir. Hafa þessi samtök háð stranga baráttu sín á milli, bæði fyrir sinni eigin (Frh, á 2. síðu.) ur hans búið mann fram af manni um langa stund. í ætt hans hafa verið margir af- burðamenn bæðl um andlega og líkamlega orku. Móðir hans þótti skörungur með afbrigðum, og hefir Sveini um marga hlutl kippt I kyn til hennar. Foreldr- ar Sveins voru talin vel efnuð. Heimllið var mannmargt og búið stórt. Ólafur i Firði átti miklar sauðahjarðir og lét líka stunda sjó með mikilli atorku. Sveinn óx upp við stórbúskap bæði til lands og sjávar og um- hverfið í æsku málaði skapgerð hans um öll meginatriði, sem löng þroskaár hafa ekki breytt. Sveinn fór snemma að heiman til náms. Hann var einn af hin- um fyrstu nemendum Möðru- vallaskóla og hafði miklar mæt- ur á hinum skapfasta, ensk- mentaða skólastjóra, Jóni Hjaltalín. Hann var á æskuár- um utan á skólum bæði i Nor- egi og Danmörku. Kynntist hann í Noregi nokkuð hinum þýðingarmiklu brautryðjendum hins nýja Noregs. svo sem Björn- stjerne Björnson, Kristófer Jan- son o. fl. Litlu síðar var hann um stund í Englandi og átti þar jafnan síðan hauka 1 horni. Heima í Firði tók hann við for- ustu eftir lát föður síns. Gaf hann sig brátt við almennum málum, og þóttl kappsfullur og harðsnúinn. Ekki náði hann al- mennum mannaforráðum fyr en Framsóknarflokkurinn myndað- ist. Átti hval-málið' þátt i þvi. Sveinn beygði sig ekki þar frem- ur en endranær fyrir fáfræði og hleypidómum, en sjómenn vildu ekki fylgja honum meðan hann var á léttasta skeiði, en misstu þar af hinni mestu for- (Frh. d 3. Hðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.