Tíminn - 17.02.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.02.1938, Blaðsíða 4
30 TÍM INN son var mjög handgenginn hinum beztu Norðmönnum í þessum hóp, bæði þeim sem settust hér að og öðrum sem ráku hér atvinnu. Ein sú at- vinnugrein, sem Norðmenn byrjuðu hér voru hvalveiðar. Þeir áttu hér margar hval- stöðvar, og tvær af þeim voru í Mjóafirði. Það mátti telja lík- legt að Sveini væri að þessum iðnaði nokkur hagur. AÖ minnsta kosti var gripið til þess í pólitískum áróðri. Þegar síldveiði brást fyrir austan, eins og stundum kom fyrir, var sjó- mönnum talin trú um að afla- bresturinn kæmi af því að hvalirnir væru drepnir af Norðmönnum. Þessir menn héldu því fram að hvalirnir söfnuðu síldartorfunum utan af hafi inn á firði, eins og þegar smalinn safnaði ánum heim á stöðulinn. Þar sem tvær hval- stöðvar voru í landi Sveins, var hann vitaskuld sannnefndur ó- vinur lands og þjóðar. Sveini í Firði var hinsvegar vel kunnugt um niðurstöður vísindanna í þessu efni og að hvalirnir höfðu ekki minnstu áhrif á göngur síldarinnar. Sveinn bauð sig nokkrum sinnum fram til þings á þessum árum, en náði ekki kosningu. Gáfur hans, mennt- un og glæsimennska komu þar að engu haldi. Sjómennirnir töldu hann erkióvin sinn og kenndu honum alveg sér í lagi um öll þau tilfelli þegar síld- veiðin brást. V. Sveinn í Firði var kominn um fimmtugt þegar Framsóknar- flokkurinn var að myndast. Hann leyfði að setja sig ofarlega á 'lista til landkjörs 1916, þar sem Sigurður í Yztafelli var efstur maður en Hallgrímur Kristinsson neðstur. Sigurður Jónsson náði kosningu á land- iistanum, en um haustið vann Sveinn í Firði glæsilegan kosn- ingasigur í Suður-Múlasýslu og var jafnan fyrsti þingmaður þess kjördæmis meðan hann átti sæti á þingi. Nú byrjuðu hin þýðingar- miklu tímamót í lífi Sveins Ól- afssonar. Hleypidómar hval- málsins gegn honum voru nú að engu orðnir, og mikill hluti samsýslunga hans tók nú að gerast fús að viðurkenna kosti hans. Auk þess kom nú ný líf- vænleg hreyfing og gaf honum byr undir báða vængi. Hugsjón- ir ungmennafélaganna og sam- vinnufélaganna mættust í einni pólitískri vakningu, Framsókn- arflokknum. í þeim hóp var Sveinn Ólafsson sjálfkjörinn forystumaður. Hann hafði í sér yl og áhuga æskunnar. Hann var sannfærður um gildi byggð- anna. Honum var í mesta lagi annt um að vernda öll forn menningarverðmæti. En hann var sjálfur gegnsýrður af hinni alþjóðlegu menningu samtíðar- innar. í deilunum við Dani um sambandsmálið fylgdi hann ítr- ustu kröfum um pólitískt sjálf- stæði landsins. í hinum nýja flokki fann hann samherja, sem stefndu að sama marki. Fyrir jól 1916 kom Sveinn Ól- afsson fyrsta sinn til þings og varð þegar í stað einn af önd- vegishöldum Framsóknarflokks- ins, og átti óvenjulega mikinn þátt í að móta þróun hans og stefnu. í þingflokki Framsóknar- manna hitti hann marga menn á svipuðum aldri og með líka aðstöðu. Þar var Sigurður Jóns- son í Yztafelli, Þorleifur Jóns- son í Hólum, Guðmundur Ólafs- son í Ási, Einar Árnason á Eyr- arlandi. — Nokkru síðar bætt- ust Ingólfur Bjarnarson í Fjósatungu, Ingvar Pálmason Lárus Helgason í Klaustri og Magnús Kristjánsson inn í þessa fylkingu. Má segja að þar var hver maður valinn. Allir þessir menn voru miklir leiðtog- ar í héraði, forgöngumenn um öll hin þýðingarmestu fé- lagsmál. Var mjög kært með þessum mönnum öllum og hið ánægju- legasta samstarf. Þó að Sveinn væri í skoðunum allra manna sjálfstæðastur, var hann í þing- flokknum áhrifamestur um samheldni. Hann var á þingi nálega ætíð léttur og kátur, hlýr og viðmótsþýður. Fyndni og skörp svör jafnan á vörum hans. Samhliða því að hann hélt óbifanlega fast við þann málstað, sem hann taldi réttan, var hann í öllum skiftum á þingi hinn ánægjulegasti og á- stúðlegasti bæði við samherja og andstæðinga. Ræður Sveins í Firði á þingi eru sannari mynd af hugsun hans heldur en nokkrar aðr- ar þingræður frá sama tímabili. Hann talaði ljóst og stillilega. Orð og setningaskipun var ram- íslenzk, og hann lagði jafnan mikla vinnu í að leiðrétta ræður sínar, þannig að þær eru nú í þingtíðindunum nokkurnvegin sönn mynd af hinni þróttmiklu mælsku hans og málafylgju á Alþingi. VI. Af hinum mörgu stórmálum á Alþingi, sem Sveinn í Firði hafði mikil áhrif á, er fossa- málið kunnast, enda lýsir saga þess máls vel hvílíkur þrekmað- ur hann var. Skömmu eftir að Sveinn Ólafsson kom á þing, voru allmiklar umleitanir frá erlendum gróðamönnum, að eignast hér fossa og töldu sig vilja reka hér stóriðju við vatns- orku, eins og löngu áður var hafin í Noregi. Þótti nú líklegt að fallvötnin íslenzku kynnu í nálægri framtíð að verða stór- mikils virði, og að sumu leyti hættulegt, ef erlent auðvald byggði risafyrirtæki í svo fá- mennu landi. Var nú skipuð stór milliþinganefnd sem vann árum saman að því að rann- saka fossamálið og gera tillögur um það. Brátt klofnaði nefndin um mismunandi skoðanir á eignarrétti á vatnsorkunni. Sveinn í Firði tók hina heil- brigðu skoðun bóndans, að sá, sem á land að vatnsfalli eigi lika vötnin út í miðja ána eða fossinn, og að vatnið með öllu þess eðli og nytsemi væri eign þess manns, sem ætti undir- stöðu þess, meðan vatnið rynni yfir hinn fasta grundvöll land- eigandans. Móti þessari skoðun risu þrír áhrifamenn, sem feng- ust við að rannsaka málið, en það voru þeir Bjarni frá Vogi, Einar Arnórsson, Jón Þorláks- son og Guðm. Björnson land- læknir. Þótt undarlegt sé, taka þessir menn upp aðstöðu sam- eignarmanna. Töldu þeir vatnið almenning og vatnsorkuna þess vegna eign þjóðfélagsins alls. Urðu um þetta langar fræðilegar deilur. Annarsvegar stóðu hinir fjórir langskóla- gengnu áhrifamenn með mik- inn blaðakost að baki sér og á- hrifavald á þingi og utan þings. Á móti var bóndi úr afskekktri sveit, kominn yfir miðjan aldur, nýkominn á þing, og í minnsta flokknum á þingi. Tvö blöð stóðu með Sveini í Firði í þess- ari baráttu: Tíminn og Dagur. Sveinn var um þetta leyti lang- dvölum í Reykjavík í fossa- nefndinni. Birti Tíminn fjölda greina um málið eftir Svein Ól- afsson og aðra Framsóknar- menn. Snérist vörn brátt upp í sókn, og fór svo að lokum, að Sveinn gekk af vatnsránskenn- ingunni dauðri, og hafði unnið hinn frægasta sigur. Fossamálið gerði Tímann að áhrifamesta blaði landsins í þessu máli og sýndi þjóðinni hvílíkur orku- maður Sveinn í Firði var. Sigur Sveins í Firði var ekki einungis honum og flokki þeim, sem hann var í til heiðurs, heldur sýndi afrek hans mátt hinnar gömlu þjóðlegu menn- ingar í sjálfmenntuðum bónda. Menn geta gizkað á hve mikla þrautseigju og andlegan kraft þarf til, fyrir aldraðan mann, sem er nýkominn í áður ókunn- ugt umhverfi, að halda skoðun sinni í margra ára svo að segja daglegum átökum við marga þaulæfða stjórnmálamenn, vana þing- og nefndarstörfum, með stuðning alls hins borgara- lega valds að baki sér og ljóma langrar fræðimennsku vafinn um nöfn sín og fortíð. Ég er þeirrar skoðunar, að nálega enginn íslendingur af samtíðarmönnum Sveins í Firði hefði í sporum hans getað unn- ið sigur í vatnsránsmálinu. Hann einn hafði í einu hinn heilbrigða styrk stórbóndans, og þá menningu og lífsreynslu, sem með þurfti til að eygja hið rétta og heilbrigða sjónarmið og það sem erfiðara var, halda fast við sinn málstað, hvað sem leið öllu ofurefli, þar til málstaðn- um hafði aukizt svo fylgi, að hann fékk almenna viðurkenn- ingu. Þá var sigurinn líka unn- inn. VII. Sveinn Ólafsson varð mikill Framsóknarmaður á íslandi og einn af þýðingarmestu braut- ryðjendum þess flokks. í Eng- landi hefði hann ef til vill verið íhaldsmaður. Hann vildi vernda öll þjóðleg verðmæti, en opna dyrnar fyrir nýjum straumum að því leyti sem nýjungin sam- einaðist með eðlilegum hætti því sem þjóðin átti fyrir. Þess- vegna varð hann sjálfkjörinn leiðtogi í þeim stjórnmálaflokki sem höfuðáherslu leggur á að gera þjóðina sjálfstæða, og tryggja frelsi hennar, and- lega menningu og efnalegt sjálfstæði. í hans augum var sterk og sjálfstæð bændastétt megintrygging fyrir því að þjóð- in gæti þroskazt á þann veg, sem honum var skapi næst. Þegar Sveinn Ólafsson hætti að gefa kost á sér til þingsetu var hann að öllu leyti fær til opinberra starfa nema heyrn hans var nokkuð biluð. Margir minni menn hefðu í hans spor- um neytt vinsælda sinna og á- lits og haldið áfram félagsmála- störfum, þó að heilsan væri ekki jafn örugg og áður fyr. En Sveinn hafði í þessu efni sem öðru þann heilbrigða metnað, að láta af störfum á réttum tíma. Hann vildi ekki vera á Al- þingi hin síðustu ár á undan- haldi frá fortíð sinni. Hann vildi að þátttaka sin í opinber- um málum yrði ein samfelld sókn og ekkert undanhald. Nú situr Sveinn í Firði á friðstóli heima á því óðali, þar sem ætt hans hefir átt heimili um langa stund, þar sem hann sjálfur er borinn og barnfædd- ur, þar sem hann á allar minn- ingar æskuáranna, og um hinn langa starfsdag. Heima að Fírði hefir hann leitað hvíldar í langri og harðri baráttu í þjóð- málunum. Þar ætlar hann að njóta hvíldar elliáranna. Þar vill hann safnast til forfeðra sinna, sem gert hafa garðinn frægan á undan honum. Við hinn langa, lygna fjörð, milli hárra fjalla munu fossar vor- daganna kveða minningarljóð um þennan sterka son íslenzkra byggða. 9. febrúar 1938. J. J. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Edda h.f. Búvélar Allír pcir, sem ætla að panta hjá oss Jarðyrkjuverkfæri - Heyvinnuvélar - Garðyrkjuverkfæri eða aðrar búvélar eru ámínntir um að senda pantanir sínar sem allra Syrst og alls ekki síðar en 15« marz. Gera má ráð fyrir að innilutningur búvéla Syrír vorið verði eingöngu miðaður við pantanir. Samband ísl. samvinnufél. Alþíngi sett Alþingi var sett 15. þ. m. Sr. Garðar Svafarsson predikaði í dómkirkjunni á undan þingsetningunni. Forsetakosningar og skrifarakosning- ar fóru fram i sameinuðu þingi og báðum deildum. Er mannaskipun al- veg óbreytt frá því á seinasta þingi. Forseti sameinaðs þihgs er Jón Bald- vinsson, varaforsetar Jakob Möller og Bjarni Ásgeirsson, skrifarar Bjarni Bjarnason og Jóhann Jósefsson. Forseti neðri deildar er Jörundur Brynjólfsson varaforseti Gísli Sveins- son og Finnur Jónsson, skrifarar Vil- mundur Jónsson og Eiríkur Einarsson. Forseti efri deildar er Einar Árna- son, varaforsetar Magnús Jónsson og Sigurjón Ólafsson, skrifarar Páll Her- mannsson og Bjarni Snæbjörnsson. Nefndakosningar fara fram i dag. Fjárlög og fjáröflunarfrv. frá stjórn- inni hafa verið lögð fram. Eru það frv. um framlenging þeirra tolla og skatta, sem nú gilda. Aðalíundur miðstjórnar Framsóknar- flokksins var settur í Reykjavik i fyrradag. 33 af 35 miðstjórn- armönnum sitja fundinn, sjálf- ir eða varamenn þeirra. H é ð n í Valdímarssyní hefir með miklum meirahluta atkvæða í flokksstjórn Alþýðu- flokksins (að sögn 14 gegn 3 atkv.) verið vikið úr Alþýðu- flokknum fyrir að hafa unnið á móti flokknum, brotið sam- þykktir flokksþings og haldið uppi óleyfilegum samningatil- raunum við andstæðinga (kom- múnista) á bak við flokksmenn sína. Að þessu máli verður siðar vikið. Ekki er vitað, að neinn af þingmönnum Alþýðuflokksins fylgi Héðni í þessu máli. Halda þá núverandi stjórnarflokkar þingmeirihluta, þrátt fyrir þessa breytingu. Brunabótafél.Islands Aðalskrifstofa: Hverfisgata 10, — Reykjavík. UMBOÐSMENN í öllum hreppum, kauptúnum og kaupstöðum. Lausafjártryggingar (nema verzlunarvörur) hvergi hag- kvæmari. BEZT AÐ VÁTRYGGJA LAUST OG FAST Á SAMA STAÐ! —• Upplýsingar og eyðublöð á aðalskrifstofu og hjá um- boðsmönnum. Verðlag á kartöflum. Lágmarks söluverð á kariöflum tíl verzlana er ákveöið: » 1. marz - 30. apríl kr. 26,00 pr. 100 kg. 1. maí - 30. jóní - 28,00 - 100 - Smásöluálagning (við sölu i lausrí vigt), má ekki fara fram úr 40%, miðað við hið á- kveðna söluverð til verzlana. — Heimilt er pó verzlunum er af einhverjum ástæðum kaupa kartöflur hærra verði en hinu ákveðna lág- marksverðí, að haga smásöluálagningu sinni pannig, að hún sé allt að 40% af innkaups- verðinu. Hið setta verðiag er miðað við góða og ógallaða vöru. Verðlagsnefnd Grænmetísverzlunarríkísíns Eg yeit hvað ég Yil Eg vil leggja meíri áherslu á að bæta túníð mítt, en að stækka það. Tilraunir tilraunabúanna og fengin reynsla, vísa veginn, — betri áburðar- hirðing, bættar ræktunaraðferðir og skynsamleg notkua tilbúins áburðar, — og ég mun ná settu marki: að fá fulla uppskeru af hverri einustu dagsláttu. Jörðin Sandvík í Norðfjarðarhreppi fæst til ábúðar í næst- komandi fardögum. Tún mjög grasgefið og heyfall gott. Landkostír góðir og fjörubeit. Útræði stutt og aflagott. Umsóknir séu komnar til hreppsnofndar Norðfjaröarhrepps fyrir 15. apríl 1938

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.