Tíminn - 24.02.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.02.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, fímmtud. 24. febr. 1938. 9. blað. Vínnulöggjöí og þýðíng hennar Hér í blaöinu hefir áður verið skýrt frá áliti og tillögum vinnulöggjafarnefndarinnar. í Tímanum, sem út kom sl. viku, birtast í heilu lagi nokkrir kaflar úr nefndarálitinu, en það eru þeir kaflarnir, sem fela í sér að- al yfirlit um meginstefnur í er- lendri vinnulöggjöf og tillögur nefndarinnar eins og þær liggja fyrir. Allir þeir, sem kynnast vilja þessu þýðingarmikla og vandasama máli, ættu þvl að lesa það blað. Á því er enginn vafi, að ef frumvarp vinnulöggjafarnefnd- arinnar yrði að lögum, myndu vinnudeilurnar hér á landi fá allt annan svip en nú. Vinnu- stöðvanir út af kaupdeilum yrðu aldrei gerðar fyrirvaralaust, eins og nú á sér stað, heldur myndi líða a. m. k. vikutími, sem hægt væri að nota til að leita um sættir og koma verðmætum und- an yfirvofandi skemmdum. — Vinna yrði aldrei stöðvuð út af ágreiningi um framkvæmd samninga, heldur yrði slíkum málum vísað til dóms, eins og tíðkast annarstaðar á Norður- löndum. Þannig ætti fjöldi af smærri vinnustöðvunum, sem oft valda miklum óþægindum, alveg að vera úr sögunni. Sáttasemjari yrði í landsfjórðungi hverjum og þannig miklu betra tækifæri en nú, til að fylgjast með yfirvof- andi deilum og leita sátta í tíma. Ef ekki komast á sættir við fyrstu tilraun, ætti almenningur kost á að fá áreiðanlega skýrslu um deiluatriði og rök deilunnar og þyrfti ekki að láta sér nægja meira og minna vilhallar frá- sagnir í blöðum hinna stríðandi aðila. Þannig yrði skapaður grundvöllur undir heilbrigt al- menningsálít um réttmæti hvers málstaðar um sig, eins og lengi hefir verið í lögum í Bretlandi. Eins og nú er, getur félag, eða jafnvel stjórn félags ákveðið vinnustöðvun á fámennum skyndifundi og undir augna- bliksáhrifum, með örfáum at- kvæðum. Ef frumvarpið yrði að lögum, verður að fara fram skrifleg og leynileg atkvæða- greiðsla, er eigi standi skemur en 24 klukkustundir, og til þess að trúnaðarmannaráð (eins og 100 manna trúnaðarráðið í Dagsbrún) geti ákveðið stöðv- un, þarf eins og í dönsku sept- embersættinni % atkvæða. Póli- tísk verkföll, eins og bílstjóra- verkfallið, yrðu ólögleg. Og þeg- ar sáttasemjari ber fram miðl- unartillögu, myndi hún fá gildi sem samningur, ef ekki er lág- marksmeirihluti móti henni og lágmarksþátttaka í atkvæða- greiðslunni. Eins og sjá má af þessu, er hér um verulega þýðingarmikil ný- mæli að ræða í Islenzkri löggjöf. Hinsvegar hefir verið vendilega hjá því sneytt að gera löggjöfina þannig úr garði að andstæðingar hennar geti haft ástæðu til að kalla hana „þrælalög" gagnvart verkamönnum. Framsóknarflokk urinn hefir sýnt það fyrr og síð- ar í afstöðu sinni til verklýðs- mála og samvinnu við flokk Aðalfundur míðstjórnar Framsóknarflokksins Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins stóð yfir hér í bænum mestan hluta sl. viku. Af 35 miðstjórnarmönnum, sem sæti og atkvæðisrétt eiga á aðal- fundi, mættu 31. En miðstjórn- armennirnir úr Borgarfjarðar- Skagafjarðar-, Norður-Þingeyj- ar- og Vestur-Skaftafellssýslum, gátu eigi sótt fundinn. Hin fjölmenna miðstjórn er eitt af aðaleinkennum á skipu- lagi Framsóknarflokksins. Aðrir flokkar hafa löngum látið sér nægja að skipa fámennar mið- stjórnir, 3, 5 eða 7 menn, alla búsetta í höfuðstaðnum. En Framsóknarflokkurinn fer ekki þannig að. Flokksþing Fram- sóknarmanna kýs i miðstjórn sína einn mann búsettan í kjör- dæmi hverju. Þar að auki eru svo kosnir 15 menn, sem þurfa að eiga heima í Reykjavík eða svo nærri bænum, að þeir geti sótt venjulega fundi án mjög langs fyrirvara. í þessum 15 manna hópi eru t. d. Bjarni Ásgeirsson á Reykjum, Jörundur Brynjólfs- son í Skálholti og sr. Sveinbjörn Högnason á Breiðabólstað. Og eins og samgöngurnar nú eru orðnar, er það vitanlega ekki nauðsynlegt, vegna fundarsókn- ar, að margir miðstjórnarmenn séu búsettir i Reykjavík. Þeir mega alveg eins vera úr hin- um næstu héröðum. Og stefnan gengur í þá átt. Með hinni fjölmennu mið- stjórn og með búsetuskilyrðun- um er lýðræðið og tillitið til hinna einstöku héraða tryggt í yfirstjórn flokksins. f mið- stjórninni er engin „stjórn" eins og sumir virðast halda heldur aðeins sérstakir starfsmenn, sem kosnir eru tll eins árs í senn, einn tll að vera formaður, annar til að vera ritari og þriðji til að vera gjaldkerl. Þeir hafa hver um sig sín tilteknu störf. En þeim er ekki ætlað að koma saman á neina sameiginlega fundi út af fyrir sig, þar sem ályktanir séu gerðar, frekar en t. d. forseta og skrifurum í Al- þingi. Miðstjórnin er ekki full- trúaráð. Hún er sjálf æðsta yf- irstjórn flokksins, munurinn aðeins sá, að hún er fjölmenn- ari og öðruvísi samsett en mið- stjórnir stjórnmálaflokkanna áður voru. Þetta skipulag, að virða sjálf- ur lýðræðið innan sinna eigin vébanda, að vera í starfi sínu og ákvörðunum flokkur alls lands- ins, hefir gert Framsóknar- flokkinn sterkan. verkamanna, að það er honum fjarri skapi að velja hlndra frjálsræði verkamanna til að ganga í félög og ráða þvi eftir því sem um semst, hvaða verði og fyrir hverja þeir inna af hendi starf sitt. Það hefir Framsóknar- flokknum líka frá upphafi verið ljóst, að með því móti verður beztur árangur af slikri laga- setningu, að hún sé sett með samkomulagi við fulltrúa verka- mannastéttarinnar. Sæmilega velviljað almenningsálit er höf- A víðavangi Stjórnarsamvinnan. Aðalfundur miðstjórnar Fram sóknarflokksins hefir nú sam- þykkt, „að leitað sé eftir sam- komulagi við Alþýðuflokkinn um stuðning við ríkisstjórn og afgreiðslu mála á yfirstandandi Alþingi". Var ályktun þessi samþykkt með öllum atkvæðum viðstaddra miðstjórnarmanna. Jafnframt samþykkti miðstjórnin að „hafna samstarfi við flokka, sem ekki vinna undandráttarlaust á þingræðis- og lýðræðisgrund- velli." Þeim mönnum, sem stutt hafa Alþýðuflokkinn, má af þeim vera það ljóst, að klofningsstarfsemi kommúnistavinanna úr Alþýðu- flokknum er ekki til þess fallin að styrkja meirihlutasamstarf gegn íhaldinu á Alþingi. Frá sjónarmiði Framsóknarflokksins getur slíkt samstarf ekkl orðið tryggt, nema styrkur Alþýðufl. reynist svo mikill að hann geti út af fyrir sig lagt hinn nauðsyn- lega þátt frá „vinstrl" til sam- starfsins. Fortakslaust verður því að líta svo á, að þeir Alþýðu- f lokksmenn, sem nú snúast gegn flokki sínum og flokksstjórn.vilji ekki að stjórnarsamvinna bænda og verkamanna haldi áfram. Enga „yfirboðspólitík". Og væntanlega gerir Alþýðu- flokkurinn sér grein fyrir því, að ef áframhaldandi samstarf á að vera mögulegt, verður hann að koma fram sem fullkomlega ábyrgur stjórnmálaflokkur. — Hann má ekki láta yfirboðspóll- tík frá kommúnistum eða Héðni Valdemarssyni hafa áhrif á gerðir sínar. Gagnvart þessum „yfirboðsmönnum" frá vinstri, verður hann að taka sömu af- stöðu og Framsóknarflokkurinn tók gagnvart sínum „kommún- istum", hinum svokölluðu „Bændaflokksmönnum", fyrlr 4 árum. Á þvi bygglst framtíð Al- þýðuflokksins og þá um leið nú- verandi stjórnarsamvlnnu, að Alþýðuflokkurinn hafi þor og manndóm til að segja og fram- kvæma það, sem rétt er, óhjá- kvæmilegt og framkvæman- legt. Hann má ekkl gerast eftir- herma kommúnista eða þeiTra, sem reknir hafa verið. Og vænt- anlega ber hann líka gæfu til að láta eigi svo verða. íslenzk stjórnmál standa nú á mikilsverðum tímamótum. Fyrir samstarf tveggja umbótafúsra lýðræðisflokka hefir á umliðnum árum skapazt þýðingarmikil þró- un 1 löggjöf landsins, menningu og athafnalífi. Kyrstöðuöfl þjóð- arinnar eru þess albúin að rjúfa uðskllyrði fyrir þvi að hún sé framkvæmanleg og nái tilgangi slnum. Fylgi fulltrúa verka- mannaflokksins i nefndlnnl, þ. á. m. formanns næst stærsta verklýðsfélagsins í landinu, er ánægjulegt tákn um skilning þeirra á nauðsyn lýðræðisins til að skipa þessum málum á sæmi- legan hátt, enda mun því fagn- að af öllum, er í einlægni vilja vinna að skynsamlegri lausn þessa erfiða viðfangsefnis. Prestshjónin í Stöðvarfirði, síra Guttormur Vigfússon, sem lézt 25. júni sl. og síðari kona hans, frú Friðrika Þórhildur Sigurðardóttir fra Harðbak á Sléttu. Sbr. grein á öðrum stað í blaðlnu. þessa þróun, hvenær sem tæki- færi gefst. Slíkt væri ill nauðsyn. Og þess er að vænta að sam- komulagstilraunir stjórnarflokk- anna á næstunni sýnl, að hún sé ekkl fyrir hendi. Brottrekstur Héðins Valdimarssonar. Talsverð tiðindi munu það þykja víða um landið, að Héðni Valdimarssyni hefir nú verið vikið úr Alþýðuflokknum. Héð- inn hefir lengi í flokknum ver- ið og haft þar mikil áhrif. Sumir haf a staðið í þeirri mein- ingu, að hann réði þar einn öllu. Víst er um það að stund- um hefir vilji þessa manns orð- ið miklu meir ráðandi en hollt var og má þar til nefna atburði eins og þá sem gerðust fyrir þingrofið 1931 og samvinnuslitin á síðastliðnu vori. Það er almennt vitað, að Héðinn hefir, þrátt fyrir góða greind og ýmsa aðra kosti, ver- ið óhæfilega ráðríkur i flokki sinum, og barizt þar fast til valda og mannaforráða. Slikir menn eru ávalt hættulegir fyrir samstarfið i hvaða félags- skap sem er og verða þaðan að jafnaði að hverfa fyr eða síðar. Vitanlega getur enginn flokk- ur þolað það til lengdar, að brotnar séu samþykktir hans eða þær að engu hafðar eins og Héðinn hefir geTt, bæði með samningamakki sínu við kom- múnista og í fleiri tilfellum. Flokkur sem þolir slíkt án að- gerða, er dauður flokkur. Og þvi valdameiri maður sem í hlut á innan flokksins, því hættulegra er fordæmið. Þolir Alþýðuflokkurinn „yfirboð"? Einhverjar slðustu gerðir H. V. meðan hann enn var í Al- þýðuflokknum, voru bréf það, er hann ritaði Jóni Baldvins- syni á dögunum og birt hefir verið í blöðum, þar sem hann hefir í frammi hótanir um að hætta að styrkja blað flokksins og prentsmiðju, þar sem flokk- urinn vilji ekki lúta vilja hans um að hafa að engu fyrri sam- þykktir. Það er enginn vafi á þvi, að þetta bréf hefir verið eitt af því, sem endanlega reið j baggamuninn. Á þvi má telja engan vafa, að : svo framarlega sem Alþýðu- flokkurinn fylgir með mann- dómi eftir ákvörðuri þeirri, sem 1 hann nú hefir gert nm að þola ekki einstökum manni að troða á rétti heildarinnar, muni álit flokksins vaxa verulega frá því, sem nú er. En því aðeins mun Alþýðuflokkurinn vaxa af þessu átaki, að hann hafi einurð til að halda fram því, sem hann telur rétt og framkvæmanlegt og standast yfirboðspólitík klofningsmanna eins og Fram- sóknarflokknum tókst gagnvart Jóni I Dal og hans liði á sínum tlma. 1. umræða f járlaga hófst á Alþingi I gær og var útvarpað að vanda. Framsögu- ræða Eysteins Jónssonar fjár- málaráðherra verður birt I heilu lagi I næsta blaði Tímans, en í henni voru m. a. stórmerkar at- huganlr I gjaldeyrismálum, sem eigi hafa áður fram komið. Afstaða Framsókn- arflokksíns tíl ann- ara flokka Aðalfundi mlðstjórnar Framsóknar- flokksins lauk sl. laugardag. Á fundinum voru samþykktar í einu hljóði eftirfarandi tillögur um afstöð- una til annara flokka: Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins álítur rétt að leitað sé eftir sam- komulagi við Alþýðuf lokkinn um stuðning við ríkisstjórn og afgreiðslu mála á yfir- standandi Alþingi. II. Framsóknarflokkurinn hafnar samstarfi við flokka, sem ekki vinna undandrátt- arlaust á þingræðis- og lýð- ræðisgrundvelli til fram- dráttar sínum málum. Flokkurinn fordæmir alveg sérstaklega pólitíska starf- semi þeirra manna, sem leita til erlendra valdhafa eftir fyrírlagi um íslenzk stjórn- mál. í fundarlok fór fram kosning á starfsmönnum miðstjórnarinnar. Voru endurkosnir: Jónas Jónsson formaður, Eysteinn Jónsson ritari og Vig- fús Guðmundsson gjaldkeri. Vara- menn voru kosnir: Hermann Jón- asson formaður, Guðbrandur Magn- ússon ritarl, Guðm. Kr. Guðmundsson gjaldkeri. Miðstjórnin lýsti sig í aðalatriðum samþykka frumvarpi því um „stéttar- félög" og „vinnudeilur", sem vinnulög- gjafarnefndin hefir samið og greint var frá í siðasta blaði Timans. C/fan úr heimi Otkaueii 20 ára. [Greinina ritar lithauiskur stúdent, sem nú stundar is- lenzkunám við háskólann hér]. Hinn 16. febrúar síðastliðinn átti Lithauen 20 ára fullveldis- afmæli. Lithauen er hið syðsta af þremur Eystrasaltslöndunum. Hin tvö eru Lettland og Estland. Mörgum hér á íslandi verður það á að rugla saman Lettlandi og Lithauen, vegna þess að nöfnin hljóma likt. Samt eru það tvö alveg sjálfstæð ríki, þó að þjóðirnar, Lettar og Lithau- ar, séu skyldar. Mál þeirra eru álíka skyld elns og íslenzkan og færeyskan. Mál Esta er hinsvegar óskylt málum Lithaua og Letta. Lithauiskan er mjög gamalt mál og varðveitir ýmsa eiginleika frummáls indoevróp- iskra þjóða. Rússar, Þjóðverjar, Pólverjar og aðrar þjóðir I nær- liggjandi löndum — að Lettum undanteknum — skilja ekki orð I lithauisku. Á miðöldum var Lithauen stórt ríki. Síðar komst það I konungssamband vlð Pól- land, svipað núverandi sam- bandi íslands og Danmerkur. Á 18. öld komust bæði sambands- ríkin undir stjórn Rússa. , Sjálfstæði sitt fékk Lithauen eftir heimsstyrjöldina, 16. febr. 1918 — sama ár og ísland og mörg önnur smáríki. En árið 1920 missti Lithauen höfuðborg sína, Vilnius (Vilna), sem Pól- verjar tóku. Vegna þess hefir Lithauen engin viðskipti við Pólland og mun ekki taka þau upp, fyr en það fær Vilnius aftur. Lithauen er eina land heimsins, sem enga höf uðborg á. Ríkisstjórn er til bráðabirgða i Kaunos. Lithauen er helmingi minna en ísland, en íbúatala er h. u. b. 2y2 milljón, að Vilnius- héraðinu fráteknu. Stjórnar- skipulag er lýðveldi. Kosningar- réttur er almennur. Ríkisforset- inn heitir Antanas Smetona. Aðalatvinnuvegur er landbún- aður, þótt iðnaður fari vaxandi. Það er mikið gert til þess að bæta kjör bænda. Áður voru flestar jarðeignir I höndum að- alsins. Hin nýmyndaða, lithau- iska ríkisstjórn tók eignir þess- ar af þeim gegn endurgjaldi og skipti þeim milli fátækra bænda. Nú má enginn eiga meira en 200 ha. lands. Enginn, sem ekki er sjálfur af bænda- ættum, eða hefir unnið nógu lengi í sveit eða er búfræðingur, má kaupa jörð eða reka búskap. Það er gert til að fyrirbyggja jarðabrask. Bændur eru mikið styrktir af ríkinu. Lífsskilyrði eru góð og engin kreppa lengur. Þar þekkist ekki atvinnuleysi. Lithauen er líka eitt af þeim fáu löndum, sem aldrei hafa lækkað gengi pen- inga sinna. Lithauen semur vel við alla nágranna sína, nema auðvitað Pólland. í Lithauen er öflug hreyfing fyrir samvinnu við Norðurlönd. Margir læra Norðurlandamál. Margir Lithauar álíta, að öll smáríki Norður-Evrópu, það er Norðurlönd og Eystrasaltslönd, eigi að gera samband með sér. Innan sambandsins gæti farið (Frh. á 4. siðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.