Tíminn - 17.03.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.03.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, fimmtud. 17. marz 1938. 12. blað. Komandi áf Lausn kaupdeilunnar íslenzk kirkja (framh.) , Samníiigarétturínn verður að víkja fyrir þjóðarnauðsyn Margir menn halda að’ dagar kirkjunnar muni skjótlega vera taldir, því að hin margháttaða og fjölþætta nútímamenning muni þurka lindir trúrækninn- ar, og öll kirkjuleg og trúarleg starfsemi leggjast niður í hinu kalda ljósi vísindalegra rann- sókna um lögmál náttúrunnar, sem ríki i gervöllum heimi. En svo er ekki. Kirkjan hefir vissu- lega ekki náð sínu upprunalega takmarki, sem höfundur henn- ar vildi ná, aö gerbreyta innra eðli alls mannkynsins og stofn- setja ríki allsherjarbræðralags hvarvetna á jörðunni. En þó að eftirmenn Krists, sem borið hafa kenningu hans út um öll lönd, hafi orðið að gera mála- miðlun við veikleika mannkyns- ins, þá heldur kristindómurinn sigurför um heiminn með tvennskonar fagnaðarerindi. Annarsvegar hinar hæstu og fegurstu siðgæðishugsjónir, í hinum skáldlegasta búningi, og jafnhliða því boðskap sinn um ódauðleikann, og fullkomið jafnrétti allra manna í öðrum heimi. Þrátt fyrir erfiðleika og ój afnræði einstaklinganna hér í lífi. Mannkynið tekur á móti þessum hugsjónum eins og þyrstur maður við svaladrykk. Annarsvegar er hin glæsilega hugsjón um algert bræðralag allra manna á jörðinni, eins og undirbúningur fyrir ævarandi framhald ótakmarkaðrar á- stúðar í öðru lífi. Hinsvegar er hin sterka, mannlega og jarð- bundna þrá að lifa, að lifa hér á jörðunni meðan unnt er, og síðan, þegar dauðinn óhjá- kvæmilega skapar landamerki, að stökkva yfir þau inn í hin ókunnu lönd hinumegin grafar. Yfir þessi landamæri lætur allur þorri manna berast á vængjum trúarlnnar og' von- anna. Kirkjan mætir þar á miðri leið. Hún fullyrðir, að visu meira en hún getur sann- að með venjulegum rökum, en fuliyrðingar hennar verða að veruleika í hugum þeirra, sem þrá ódauðleikann. Tveim sinnum á síðustu tveim öldunum hefir kiTkjan mætt mótstöðu, sem í fyrstu virðist geigvænleg og líkleg til að valda miklum álitshnekki. Um og eftir miðja 18. öld sóttu margir af glæsilegustu rithöfundum og snillingum í Frakklandi fram móti kaþólsku kirkjunni og kenningum hennar. Kirkjan átti erfitt um svör og hafði auk þess á samvizkunni margar al- varlegar yfirtroðslur. Um stund leit út fyrir að vantrú heim- spekinganna myndi bera al- gerðan sigur af hólmi. Það kom jafnvel þar að lokum, að kristin trú var afnumin með lögum í Frakklandi og skyn- semistrú lögleidd í hennar stað. Síðan liðu fáein ár. Þá hafði kirkjan náð aftur sinni fornu aðstöðu. Hún hafði að vísu orð- ið að fórna fáeinum kennisetn- ingum, en vald hennar yfir (Frh. á 4. síöu.) Saltfisksvertíðin getur fært þjóðinni í búið 10—15 millj. kr. í erlendum gjaldeyri. Allur þessi gjaldeyrir, að frádregnu and- virði útgerðarvara á vertíðinni, myndi fara forgörðum, ef tog- araflotinn stöðvast. 1000 sjó- menn myndu verða atvinnu- lausir á bezta tíma ársins. Og sá fjöldi fólks, sem byggir á því að hafa vinnu við verkun og flutning fiskjarins 1 landi myndi missa lífsviðurværi sitt og verða hjálparþurfi að meira eða mlnna leyti. Útgerðarmennirnir eða réttara sagt bankarnir, yrðu að greiða vexti, afborganir, tryggingargjöld og eftirlit nærri 40 gufuskipa, sem lægju aðgerð- arlaus í höfn, meðan annara þjóða menn moka upp auðæfum af gnægð hinna íslenzku miða. Og við þetta allt bætist svo eitt alvarlegt atriði enn. Vegna aflabrestsins tvær undanfarnar vetrarvertíðir voru fiskbirgðir í landinu sáralitlar um áramót. Ef togaraflotinn liggur í höfn, er engin trygging fyrir að geta fullnægt eftirspurninni eftir ís- lenzkum saltfiski. Við íslending- ar eigum það þá á hættu, að hinir erlendu keppinautar vorir ryðji sér braut inn á þá mark- aði, sem við höfum haft undan- farið. Við eigum á hættu að missa sölusambönd vor erlend- is, og getur tekið langan tíma að vinna það tjón upp aftur, ef svo hörmulega tækist til. Það er með þessar alvarlegu staðreyndir fyrir augum, að Framsóknarflokkurinn hefir tal- ið það skyldu sína sem ábyrgs stjórnmálaflokks að bera fram á Alþingi tillögur til lausnar kaupdeilunni þegar í stað. Um þá lausn fjallar frumvarp það, sem flutt var af Hermanni Jón- assyni forsætisráðherra, birt er á öðrum stað hér í blaðinu og afgreitt var sem lög frá Alþingi í nótt. Það er ekki tilgangur Fram- sóknarflokksins með þessu frumvarpi að takmarka á nokk- urn hátt hinn almenna frjálsa samningsrétt aðilanna eöa hinn almenna rétt verkamanna til að neita að selja vinnu sína. Fram- sóknarflokkurinn telur, að hér sé um undantekningu en ekki fordæmi að ræða, undantekn- ingu, sem skapast af þjóðar- nauðsyn og yfirvofandi neyðar- ástandi undantekningu, sem hjá nágrannaþjóðum vorum hefir sætt nákvæmlega sömu meðferö og hér er gert ráð fyrir, án þess að sú undantekning þar hafi skapað neitt almennt fordæmi um takmörkun samningsréttar- Framsóknarflokkurinn ætlazt ekki til, að Alþingi meö af- skiptum sínurn af þessu máli gerist til þess að draga fram málstað eða rétta hlut annars hvoi's aðilans, sem að deilu þessari stendur. Slíkt væri brot á grundvallarstefnu allra lýð- ræðisflokka í þessum málum. Hlutverk Alþingis er að ákveða aðferð, svo hlutlausa, sem frek- ast má verða til að fá bindandi úrskurð um deiluatriðin. Alþingi sem slíkt á ekki að leggja dóm á það, hvað kaupið skuli vera. En Alþingi á að slá fastri þeirri aðferð, sem beita skuli við þá ákvörðun — óhlutdrægri aðferð, sem borið geti skjótan árangur. Erlendis hafa verið farnar tvær leiðir, þegar þannig hefir á staðið sem hér nú. Sú fyrri og algengari er gerðardómsleið- in, sem frv. Framsóknarflokks- ins gerir ráð fyrir. Hin aðferðin er að líta á miðlunartillögur sáttasemjara eftír á sem gerð- ardóm og gefa þeim lagagildi. Þ. e. að lögfesta það, að sátta- semjari eða sáttanefnd, sem búin er að starfa, skuli hafa starfað sem gerðardómur. Báðar þessar leiðír hafa það sameiginlegt, að með hvorri þeirra sem er, er það viðurkennt, að hínn frjálsi samningsréttur verði undir vissum kringum- stæðum að víkja þegar þjóðar- nauðsyn krefur. Þetta sjónarmið —að svo geti farið að samningsrétturinn verði að víkja — er þannig al- gerlega viðurkennt í frumvarpi því, er Alþýðuflokkurinn einnig flutti í gær um lögfestingu á sáttasemjaratillögu. Því undar- legra er, að Alþýðuflokkurinn skuli hafa stofnað til stjórnar- samvinnuslita út af samþykkt laganna. — En sú aðferð, sem að öðru leyti kemur fram í því frumvarpi, er með öllu óframbærileg. Frumvarpið fjallar sem sé um það, að lög- festa aðeins nokkurn hluta af tillögu sáttasemjara. Það getur með engu móti talizt eðlileg að- ferð, að taka þannig hluta úr tillögunni og skoða hann sem sjálfstæða tillögu. Tillaga sátta- semjara er byggð upp sem heild. Hún fjallar um kjör sömu mannanna á sömu skipum en á nokkrum mismunandi vertið- um. Fyrir því er engin trygg- ing, að sáttasemjarinn og sátta- nefndin hefði, ef um saltfisks- veiðina eina hefði verið að ræða, gert tillögu um sama kaup og þarna er gert ráð fyrir í föstu sambandi við kjörin á öðrum vertíðum. Og Alþingl hefir enga .heimild til að slá þvi föstu, að svo hefði verið. Slík misnotkun gæti mjög dregið úr gagnsemi sáttasemjara fyrirkomulagsins eftirleiðis. Auk þess væri með þessari að- ferð á mjög óheppilegan hátt slitinn sundur sá heildarsamn- ingur, sem af báðum aðilum hef- ir verið talið heppilegt að gera 1 einu lagi um kaup og kjör á togurum á hinum ýmsu vertíð- um ársins. Slík skipting samn- ingsins myndi vitanlega skapa stóraukna hættu fyrir vinnu- friðinn á togaraflotanum. Tímamannabréf í meir en tuttugu ár hafa Tímamenn staðið í fararbroddi um viðreisn landsins á öllum sviðum. Iðnaðarbyltingin hefir gengið yfir landið. Vélaþekk- ingin barst frá útlöndum til ís- lands. Vélamenningin lagði undir sig útveginn með ótrú- legum hraða. Fólkinu úr dreif- býlinu voru boðin margháttuð gæði, ef það flyttist til bæj- anna og stundaði vinnu við tog- arana, línubátana, vélbátana, fiskvinnuna í landi eða síldina á Siglufirði. Sveitapiltar úr ná- grenni Reykjavíkur fengu stundum 1600 kr. fyrir 80 daga á línubát, og enn meira á tog- ara, þegar vel gekk. Inn á milli voru samt löng iðjuleysistíma- bil og mikil dýrtíð í hinum hraðvaxandi bæjum. En ný- komna fólkið gætti þess minna. Háa kaupið varð mönnum hug- stæðara, en það, hversu fljótt það eyddist í dýrtíð bæjanna, eins og þegar nýfallin mjöll bráðnar í vorsólinni. Ef Tímamenn hefðu ekki griplð inn í, myndi dreifbýlið algerlega hafa visnað upp í hita gróðabylgjunnar frá sjónum. En þeir gripu hér fast í taum- ana. Þeir beittu sér fyrir því að innleiða vélamenninguna lika í dreifbýlið. Þeir beittu áhrifum slnum á Alþingi til að verja allmiklu af hinum skjótfengna sjávargróða til að rækta land- ið, endurbyggja bæina, reisa ný heimili, gera vegi um byggð- irnar, brúa fljótin, reisa glæsi- leg æskuheimili til náms fyrir unga fólkið, einskonar andleg- ar orkustöðvar, þar sem skil- yrði voru bezt. Með öllum þess- um aðgerðum tókst, ekki ein- ungis að bjarga dreiíbýlinu úr voða, heldur að gera það að flestu leyti samkeppnisfært við hina nýju byggð við sjóinn. En hin mikla nýsköpun, sem orðið hefir í bæ og byggð á stuttum tíma, er eins og ungl- ingur, sem hefir fengið þroska sinn á of stuttum tíma. Það vantar festu og jafnvægi I lík- amsbygginguna. Einmitt á þann hátt er varið hinu islenzka þjóðfélagi um þessar mundir. Þar vantar jafnvægi og festu. Verkefni Tímamanna á næstu árum verður tvíþætt: Að beita sér fyrir í framsókn þjóðarinn- ar á öllum sviðum, og að hjálpa til að skapa jafnvægi í atvinnu- málum landslns og viðskiftum stéttanna. Fyrsti ritstjóri Tímans, Guð- brandur Magnússon, hefir ný- lega sagt í ræðu þessi eftir- tektarverðu orð: í fornöld settu ættardeilurnar þjóðskipulag og frelsi í hættu. En nú á dögum eru innbyrðis deilur stéttanna samskonar hætta fyrir land og þjóð. Frh. á 4. s. Krislbjörg- I Marleinsdóttir í YztaSelli i Norður að Ljósavatni er jarðarför í dag. Þar er borin til moldar Krist- björg kona Sigurðar Jónssonar í Yzta- felli. Þau Yztafellshjón, Kristbjörg og Sigurður, munu lengi i minnum höfð 1 sinni sveit, Köldukinninni. Þau voru nokkurskonar Priðþjófur og Ingbjörg endurborin úr hetjusögunni. Hún var kvenleg í bezta skilningi, vel vaxin, fríð, skörungur þegar þess þurfti með, en venjulega fyrst og fremst boðin og búin til að bera áhyggjur annara, hjálpa öllum, sem hún náði til, eínkum þeim, sem annars voru forsælumegin i lífsbaráttunni. Sigurður maður henn- ar var mikill vexti, rammur að afli, höfðinglegur í allri framkomu, stlllt- ur vel og fallinn til forustu, og að láta brjóta á sér, þar sem mikið reyndi á. Nú á vori komandi voru liðin 50 ór frá því Kristbjörg Martelnsdóttir kom í Yztafell, rúmlega 24 ára að aldri. Þegar hún settist að í Yzta- felll var sveitin þar sem hún gerðist landnemi, ekki í mlklu áliti. Kalda- kinnin var þá talin einhver fátækasta sveit í allrl sýslunni og þó víðar væri leitað. Ókunnugir menn héldu að vlnd- strokur írá Skjálfandaflóa næddu stöðugt yflr þessa afskekktu byggð. Nú er önnur skoðun á Köldukimi. Nú vita menn að þessi sveit er ein hln frjósamasta og gróðurmesta byggð á öllu landinu. Miklð af framförunum í Köldukínn er að þakka hjónunum í Yztafelll. í mannsaldur höfðu þau mannaforustu 1 þessarl sveit. Stjórn þeirra var bæði örugg og mild. í Yzta- fell komu menn tU að sækja góð ráð, hlýtt handtak og hvatningu til auk- ins frama. Kaldakinnln ber á einn hátt enn merki um starf þeirra hjóna. Þar er tiltölulega lítill sveitardráttur og samheldnl. Nálega allir unglingar, sem þar vaxa upp, stunda á Laugum íþróttir, bóklegt nám, smiðar og hús- stjórn. Frú Kristbjörg var ein af for- göngukonum um stofnun liúsmæðra- skólans á Laugum og sá þar rætast vonlr sínar um miklnn árangur af stuttri en góðri skólagöngu. Á óðali Þorgeirs goða, LJósavatnl, er einhver hin fegursta útsýn, sem þekkist hér á landl. Þar er víðsýnt í bezta lagi. Þrir víðir og íagrir daUr opnast eins og hlið í fjöUin. Það er LJósavatnsskarö, Kaldakinn og Bárð- ardalur. í hinni vigðu mold ó Ljósa- vatni hvíla um ókomln ár hjónin frá Yztafelll, Kristbjörg og Sigurður. Hann var glæsUegur höfðingi i sveit sinni, héraði og landinu öllu. Og við hlið hins sterka landnámsmanns stóð konan, fögur, mild og móðurleg, alltaf jafnoki hans, hvar sem leiðir þeirra lágu. J. J. Jón Baldvinsson forsefti sameinaðs Alþingis andaðist I nótt, 55 ára að aldri Hann hafffi verið rúmfastur síðan um þingbyrjun sakir vanheilsu sinnar. Þessa þjóffkunna og merka manns verffur uánar getiff síffar hér í blaffinu. Utan úr heimi Sá stjórnmálaatburður, sem þótti einna mest tíðindi í síð- astliðnum mánuði, var afsögn Edens utanríkismálaráðherra Breta. Það var í fyrstu talið bera vott um verulega stefnubreyt- ingu hjá ensku stjórninni og voldug andúðarbylgja reis, bæði meðal ensku þjóðarinnar sjálfr- ar og bandaþjóða hennar. Chamberlain forsætisráðherra hefir reynt að draga úr þessu með þvi að lýsa yfir hvað eftir annað, að Bretar fylgdu sömu stefnu og áður og myndi berjast fyrir lýðræðið, ef þörf krefði. En þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er því almennt trúað, að enska stjórnin, án Edens, verði miklu undanlátssamari við einræðis- ríkin. Meðal yngri stjórnmálamanna í Englandi er Eden tvímælalaust vinsælastur. Kosningasigur i- haldsflokksins 1935 byggðlst mjög mikið á vinsældum hans og afstöðu til Abessiníustyrjald- arinnar, en Eden var þá Þjóða- bandalagsráðherra. Þó að hann hafi síðan orðið að slá af kröf- um sínum hafa vinsældir hans ekki minnkað. Framkoma hans hefir allt af verið eihlæg og drengileg. Afsögn hans og fram- koma öll í sambandi við þann atburff mun heldur ekki draga úr vinsældum hans. Á VÍQVELLINUM. Eden er kominn af gamalli, velþekktri ætt. Faðir hans hafði erft tvo barónstitla og var vel efnaður. Eden gekk ungur menntaveginn og var i Eton, þegar heimsstyrjöldin hófst. Hann var þá 17 ára. Hann yflr- gaf strax skólann og lét skrá sig í herinn. Hann gat sér þar á- gætt orð, hlaut heiðursmerkí fyrir djarfa framgöngu, og var orðinn llðsforingi, þegar strið- inu lauk. Hann var oft hætt kominn, m. a. einu sinni vegna gaseitrunar. Tveir bræður hane féllu í stríðinu. Það er í frásög- ur fært af fundi þeirra Edens og Hitlers fyrir nokkrum árum, að þeir hafi rlfjað upp endurminn- ingar sínar frá stríðinu. Eden sýndi Hitler á landakortinu hvar hann hefði verið við víglínuna og Hitler svaraði: Ég var ein- mitt þarna hinumegin. MILLI ÞÁTTA. Þegar Eden kom heim úr styrjöldinni byrjaðl hann fljót- lega að hafa afskipti af opin- berum málum. Hann var fyrst kosinn þingmaður 1923, þá 26 ára gamall. Þremur árum selnna varð hann ritari hjá Austen Chamberlain, sem þá var utan- ríkismálaráðherra. Það hefir haft mikla þýðingu fyrir Eden. Austen Chamberlain var mlklll vinur Frakka og ÞJóðarbanda- lagsins, en vantreysti Þjóðverj- um. Hann hafði allt aðrar skoð- anir 1 utanríkismálum, en bróð- ir hans virðist hafa nú. Nokkru eftlr heimsstyrjöldina kvæntlst Eden dóttur auðugs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.