Tíminn - 17.03.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 45 tveim tillögum til málamiðlun- ar, annari fram borinni af sátta- semjara ásamt dómkvaddri nefnd, hefir verið neitað. verður ekki talið, að neinar líkur séu til að deíla þessi leysist með sáttum fyrst um sinn. Þá er um það að ræða annars- vegar, að eiga það á hættu, að saltfisksvertíð botnvörpuskip- anna falli niður að mestu eða öllu leyti á þessu ári, hinsvegar að löggjafarvaldið geri tilraun til að leysa málið með þvl að gera ráðstafanir til að kaup og kjör sjómanna á botnvörpu- skipunum verði ákveðið að op- inberri tilhlutun. Um það þarf ekki að orð- lengja, hvílíkt tjón og neyðar- ástand alger stöðvun botnvörpu- skipaflotans á saltfisksvertíð- inni myndi hafa í för með sér: Atvinnuleysi sjómanna, sem. á skipunum vinna og alls þess fólks, sem atvinnu hefir við fiskverkun í landi, meiri og minni skort lífsnauðsynja hjá almenningi og fyrirsjáanlega stóraukin sveitarþyngsli, sem bæjarfélögum þeim, er í hlut eiga áreiðanlega myndi reynast erfitt aö rísa undir, að ógleymdu margra miljóna tapi fyrir þjóð- ina í erlendum gjaldeyri, stór- kostlegum kostnaði við að láta hin dýru veiðitæki liggja ónotuð, og ef til vill markaðstapi fyrir saltfisk erlendis með því að keppinautar íslendinga í salt- fiskverzluninni kæmust inn á markaði sem við fslendingar nú gætum ekki fullnægt. Enda þótt hinn frjálsi samn- ingsréttur aðilanna í slíkri deilu sé mikils virði og sjálfsagt sé 'að viðurkenna hann, sem megin reglu, geta afleiðingar af því að láta þá eina um að ráða ágreiningnum til lykta, orðið svo alvarlegar, að undantekn- ingu verði að gera með hags- muni þjóðarheildarinnar fyrir augum. Jafnvel þeir, sem á- kveðnastir eru í því að skerða ekki samningsréttinn, þegar um venjulegar deilur er að ræða, hljóta að viðurkenna, að þá brýnu nauðsyn, sem nú er fyrir hendi beri að taka til greina á alveg sérstakan hátt. í sam- bandi við þá leið, sem hér er lagt til að fara, er því um undan- tekningu en ekki fordæmi að ræða. í þessu sambandi ber að benda að þeir sem búnir eru að verða fyrir mestu afhroði af völdum veikinnar, og vonast eftir að hún sé að mestu eða öllu leyti horfin úr fé sinu, verði tregir til að farga þeim hraustu ein- staklingum, sem eftir lifa. Er og ekki lítill ábyrgðarhluti að eyðileggja slíkan stofn, sem þannig er liklegur til að reisa fjárræktina að nýju, ef allt annað reynist árangurslaust? Skal I þessu sambandi bent á, að ef það er rétt, að þessi sjúk- dómur sé I sauðfé víða um álf- una, en svo vægur, að eftir hon- um hafi ekki verið tekið, þá er líklegt að okkar fjárstofn geti llka ræktazt upp I það að standa hann af sér síðar meir. Að öllu athuguðu, sýnist naumast um aðrar fram- kvæmdir að ræða á þessu ári, en að tryggja yztu varnarlínur sem bezt, og veita þeim héruð- um á grunuðu svæðunum, sem ekki er vonlaust um að veitt geti veikinni viðnám, stuðning til þess. Ennfremur verður að veita þeim margháttaða hjálp, sem mest tjón hafa beðið. En um framkvæmdir þessara mála þyrftu að verða meiri og almennari umræður en verið hefir til þessa, því að aldrei verður ofmikið úr því gert, hví- líkt stórmál þetta er fyrir land- búnaðinn og þjóðina alla. á það alveg sérstaklega, að með- al þjóða, sem yfirleitt hallast ekki að því, að takmarka samn- ingsréttinn með bindandi gerð- ardómum, hefir þessi leið oftar en einu sinni verið farin, þegar sérstaklega hefir staðið á og án þess, að það hafi skapað neitt varanlegt fordæmi um lausn kaupdeilna yfirleitt. í Noregi voru samþykkt lög um tímabundinn gerðardóm ár- ið 1919 og aftur árið 1922,1 fyrra skiptið með átkvæðum fulltrúa atvinnurekenda gegn atkvæðum fulltrúa verkamanna, í síðara skiptið með atkvæðum fulltrúa verkamanna gegn atkvæðum f ulltrúa atvinnurekenda, og voru úrskurðir þessara gerðar- dóma í bæði skiptin f ramkvæmd- ir. Og nú I vetur hefir bænda- og verkamannastjórnin norska borið fram og fengið samþykkt frumvarp um gerðardóm í deilu milli atvinnurekenda og flutn- ingaverkamanna I Norður-Nor- egi. Sá gerðardómur var sam- \ þykktur með atkvæðum allra flokka. Er þó sú deila engan- vegin jafn þýðingarmikil fyrir atvinnulíf Noregs og stöðvun botnvörpuskipaflotans væri hér. Þrátt fyrir þessar undantekn- ingar, byggist gildandi löggjöf Norðmanna á frjálsum samn- ingsrétti. Hin einstöku lög um lausn hinna sérstöku deilna eru undantekningar frá reglunni. í Danmörku hefir stjórn jafn- aðarmannaflokksins og radi- kala flokksins, sem þar er við völd þrisvar sinnum (1933, 1934 og 1936) beitt sér fyrir lögum um bindandi gerðardóm í ein- stökum, sérstaklega alvarlegum kaupdeilum. Þó hafa Danir verið því mjög f jarri að lögfesta gerð- ardómsfyrirkomulagið, sem al- menna leið til lausnar vinnu- deilum. í Frakklandi lét stjórn hinnar svokölluðu Alþýðufylkingar (jafnaðarmanna, kommúnista og social-radikalaflokksins) ár- ið 1936 lögfesta gerðardóm í ó- venjulegri kaupdeilu, sem hófst þar I landi siðari hluta þess árs, án þess að gerðardómar hafi yfirleitt verið viður- kenndir í frönskum lögum. Þannig hefir það í öllum þess- um löndum (og raunar viðar) verið viðurkennt, að það ástand geti skapazt um stundarsakir, að takmarka verði samnings- réttinn, ef ekki hefir fengizt lausn á annan hátt og hags- munir almennings eru í hættu fram yfir það, sem venjulegt er í kaupdeilum. Þetta sjónarmið verður að teljast réttmætt á sama hátt, einnig hér á landi, og alveg sérstaklega í deilu þeirri, er nú stendur yfir og sem vissulega er geigvænlegri fyrlr íslenzku þjóðina en flestar ef ekki allar þær deilur, sem leyst- ar hafa verði með sama hætti meðal nágrannaþjóðanna. Því er það, að Framsóknar- flokkurinn hefir samþykkt að beita sér fyrir þeirri lausn máls- ins, sem héí er farið fram á. Rannsókn á hag og rekstrí stórútgerðarínnar Frv. um skípun nefndar til að íramkvæma þessa rannsókn borið fram aS Framsókn- arílokknum á Alþíngí Gísli Guðmundsson og Skúli Guðmundsson flytja af hálfu Framsóknarflokksins frv. til laga um skipun nefndar til að rann- saka hag og rekstur togaraútgerðarinnar og gera tillögur um það mál. Frv. er svohljóðandi: 1. gr. Sameinað Alþingi kýs, hlut- bundinni kosningu, 5 manna nefnd til þess að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðarfyrlr- tækja félaga og einstakra manna. Skal nefndin sérstaklega taka til athugunar hvort hægt muni að gera rekstur togaranna hagkvæmari og ódýrari, og á hvern hátt unnt sé að koma á öruggan grundvöll útgerð þeirra skipa, sem rekin hafa verið með tapi undanfarin ár. Nefndin skili niðurstöðum rannsóknar- innar og tillögum til ríkisstjórn- arinnar. Getur ríkisstjórnin, að þeim tillögum fengnum, falið nefndinni að rannsaka eínstök atriði nánar, ef ástæða þykir til. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði. 2. gr. Nefndin skal hafa heimild til að heimta skýrslur, munnlegar eða bréflegar, af eigendum og stjórnendum togaraútgérðarfyr- irtækja og öðrum, um þau atriði, sem hún telur þörf á við fram- kvæmd rannsóknarstarfa sinna. Einnig er nefndinni heimilt að rannsaka bækur og skjöl við- komandi útgerðarfyrirtækja og eru allir, sem hafa slíkar bæk- ur og skjöl í sínum vörslum, skyldir til að veita nefndbmi aðgang að þeim. Fjárpestin II. Eftfr Ketil Indriðason, bónda á Fjalli Eigi hefi íslenzkum bændum borizt að höndum annar meiri vágestur en borgfirzka fjár- pestin eða mæðiveikin öðru nafni. Tjónið af völdum hennar er ægilegt og þó blasir við aug- um margföld auðn, ef varnirnar takast ekki betur héreftir en hingað til. Mistökin, sem orðið hafa I máli þessu, eru efni langrar og hryggilegrar hug- vekju, en nú er annað nær en sakast um orðinn hlut og geng- in glapspor I þeim ógæfuvegi, að öðru en því, sem draga má af óhöppunum. Á það skal enginn dómur lagður hversu hyggilegar þær ráðstafanir hafi verið, sem gerðar voru s. 1. vor. Þá er girðingarnar voru lagðar um- hverfis mæðiveikissvæðið, en nú þegar það er fram komið, sem vænta mátti að yrði, að veikin er búin að ná til ýmsra bæja ut- an aöalgirðinganna, verður að skifta um stefnu og aðferðir. Gömlu girðingunum er einsætt að halda við. Tryggja þær og treysta sem bezt að vori, en lagnlngum nýrra storgirðinga I afréttum á að hverfa frá. Fjár- breiðum héraðanna, sem liggja að mæðiveikissvæðinu, má ekki fórna, þó grunsamar kunni að vera, með því að sleppa þeim á afrétt að vori, og gera nýjar varnir milli þeirra og þess fjár I fjarlægari héruðum, sem er að óllu ósýkt. Afréttanotkun á að leggja niður á grunaða svæðinu, en i þess stað að girða heimalöndin og halda hverri hjörð á sinni jörð, eða hafa sameiginlega vörzlu um fáar jarðir saman, þar sem staðhættir eru til þess. Því fé, sem sleppur á afrétti þeirra héraða, sem þannig yrðu einangruð til tryggingar megin- landinu, ætti að smala rakleitt til sláturhúsanna, án nokkurs sundurdráttar eða samskomu við annað fé. Séu á þennan hátt hindraíar samgöngur fjárins á grunaða svæðinu, bæði við fé fjarlægari sveita og innbyrðis, þá er þrengt svo að veikinni, að úr því ætti að mega gera sér fullkomnar vonir 3. gr. Nefndarmönnum og starfs- mönnum nefndarinnar, ef ein- hverjir eru, er bannað, að við- lagðri ábyrgð eftir ákvæðum al- mennra hegningarlaga um emb- ættis- og sýslunarmenn, að skýra óviðkomandi mönnum frá því, sem þeir verða áskynja í starfi sínu og varðar einkamál einstakra manna eða fyrirtækja. 4. gr. Sá, sem vanrækir skyldur þær, sem um ræðir í 2. gr., skal sæta 10 til 200 kr. dagsektum unz skyldunni er fullnægt. Ef nefndinni eru gefnar rang- ar skýrslur, varðar það sektum allt að kr. 10.000,00 nema þyngri refsing liggi við samkv. lögum. 5. gr. Mál út af brotum á lögum þessum skulu sæta meðferð al- mennra lögreglumála. 6. gr. Nefnd sú, er ræðir um í 1. gr., skal kosin þegar eftlr gildistöku laga þessara, ef gildlstakan fer fram áður en Alþingi, því er lögin samþýkkir, er slitið. Ef gildistakan fer fram síðar, skal nefndin þó kosin á Alþingi þvf, er lögin samþykkir. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. um að niðúrlögum hennar yrði ráðlð, án stórfelds kostnað- ar eða landauðnar. Meginhluti grunaða fjárins mun raunar vera heilbrigður og verndast með þessu móti frá sýkingu eða óþörfum niðurskurði, og þó þetta mundi bæði valda ein- hverri rýrnun sláturfjár og fjárfækkun á landþrengri jörðum, þá mundu þó fáir bændur flosna upp eða verða styrkþegar af þeim sökum, að öðru en því sem girðingarefn- inu næmi eða þeim hluta þess er hið opinbera yrði að leggja fram, sem hlyti að verða að mestu leyti. Að sjálfsögðu þarf nákvæmrar rannsóknar á því hver girðingarkostnaður verður, en þegar þess er gætt að tala fjárins sem með þessu móti verndast, nemur tugum þús- unda og hundruðum þúsunda að verðmæti, þá ætla ég að fá- um blandist hugur um það, að hér þurfi ekki að setja fjár- hagshliðina fyrir sig. Hitt er annað mál, hvort með þessu næst óyggjandi vörn. Ósennilegt er að hún fáist keypt nokkru verði. Ríkið hefir nú þegar goldið svo mikið afhroð I fjár- auðn þeirri, sem orðið hefir á aðal-mæðiveikissvæðlnu, að seint mun bætast. Síðasta Al- þingi áætlaði fullar 100 þúsund- ir króna til greiðslu á skuldar- Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNA H öFN Biðjið kaupmann yðar um B* B. mnnntóbakð Fæsí allsstaðar. Greinargerð Af hálfu útgerðarmanna hafa nú undanfarið borizt ítrekaðar málaleitanir um fjárhagslegar ívilnanir og aðstoð frá rlkinu. Málaleitanir þessar hafa sér- staklega verið rökstuddar með þvi, að rekstur togaraútgerðar- innar beri sig ekki og að ekki sé unnt að láta hann bera sig af eigin ramleik. Ríkisvaldið hefir á síðustu ár- um, auk beinna fjárframlaga, veitt útgerðinni meiri ívilnanir i opinberum gjöldum en áður hafa verið dæmi til. Má þar nefna afnám útflutningsgjalds á saltfiski, afhending annara útflutningsgjalda til Fiskimála- sjóðs, heimild til eftirgjafar á kola- og salttolli o. fl. Þrátt fyr- ir þetta verður þó eigi hjá því komizt að taka til meðf erðar þær málaleitanir, sem nú eru uppi frá útgerðarmönnum og gera sér grein fyrir, hverju þar mætti til vegar koma og þá sérstak- lega með tilliti til togaraútgerð- arinnar, sem talið er að einna harðast hafi orðið úti og erfið- ast eigi með að koma rekstri sin- um og fjárreiðum á öruggan grundvöll. En jafnhliða því, sem teknar eru til yfirvegunar óskír þær um hjálp af hálfu ríkisvaldsins, sem fyrir liggja, er óhjákvæmilegt að rikisvaldið fái aðstöðu til að afla sér nákvæmra upplýsinga um það, hversu rekstri togaraút- gerðarinnar er I raun og veru háttað, hvernig efnahagur henn ar er, hverjlr framtíðarmögu- leikar hennar eru og hvort ein- hverjar aðrar leiðir eru fyrir hendi til að bæta rekstursaf- komuna en fjáríramlög eða í- vilnanir frá hinu opinbera. í því sambandi er nauðsynlegt, að kynna sér, hvort ekki mætti koma við sparnaði á einhverj- um ittgjaldaliðum frá þvi, sem nú er, auka verðmæti framleiðsl- unnar eða breyta að einhverju leyti til um skipulag útgerðar- fyrirtækjanna, þannig að meirl trygging fengist fyrir halla- lausri afkomu. Efinfremur er æskilegt, að gera sér grein fyr- ir því, hverjir séu rekstufsmögu- leikar togaraútgerðarinnar sam- anborið við rekstrarmöguleika annarar útgerðar t. d. útgerðar stórra mótorbáta. En það er naumast unnt fyr en slík rann- sókn togaraútgerðarinnar, sem hér er farið fram á, liggur fyrir. í þessu frv. er lagt til, að Al- þingi kjósi 5 manna nefnd, sem framkvæmi rannsókn I þessum efnum og leggi hiðurstöður sln- ar fyrir ríkisstjórnina. Til þess að nefndin geti innt hlutverk sitt af hendi verður að velta henni vald til að krefjast upp- lýslnga af eigendum og umráða- mönnum togaraútgerðarinnar og aðgang að reikningum fyrir- tækjanna, að viðlagðri þagnar- skyldu um einstök atriði, sem eru einkamál fyrirtækjanna og ekki hafa almenna þýðingu. vöxtum þeirra bænda, sem misst höfðu fé sitt, auk marghátt- aðs styrks annars, og þetta er upphafið eitt. Það þarf ekki að skera neitt utan af því, að meginhlutl þeirra skulda, sem Alþingi hef- ir nú veitt hjálp tll að grelða vexti af, er glataö fé. Eina end- urgreiðsluvonin er sú, að mönn- unum verði fenginn nýr bú- stofn, en.verð hans mun í mörg- um tilfellum nema skuldahæð búendanna. Leiði fjártjónið til brottflutnings og landauðnar, verður hluti ríkisins þó enn þyngri, því þá þarf það, auk skuldafallsins, að leggja fram nýtt fjármagn til bygginga og atvinnureksturs á nýjum stöð- um, en verðmæti jarðanna fer forgörðum. Að öllum likindum þarf sérstaka lántöku til fram- kvæmdar vörnum þeim, sem hér hafa verið ræddar, en rétt- mætasta og hyggilegasta lausn málsins mundi þó sú, að draga hlutfallslega af öllum fjárveit- ingum, öðrum en lögákveðnum launum, það er með þyrfti til þessa eina lífsnauðsynja máls. Að krefjast rikisframlaga, hvernig sem á stendur til brua, sima, vega, bygginga og rækt- unar eða til framfærslu, svar- ar til þess, að drukknandi mað- ur hrópaði til þess sem ætlaðl að bjarga honum: „Náðu fyrst I hattinn minn eða staflnn, það er hugsanlegt að ég fljóti fá- ein andartök enn". Hvaða gagn er þjóðinni að megini þess sem nú er lagt fram landbúnaðinum til stuðnlngs, ef sauðfjáreignin fellur? Ég ætla mér eigi þá dul að meta til verðs hvað I húfi er, ef mæðiveikin berst um land allt, en missi þeirra tekna, sem af sauðfénu eru, að mestu leyti, á- samt öðru því er fylgdi, stæðlst þjóðfélagið ekki. Að vísu þyrftu bændur ekki að kvlða hungursneyð. Naut- griparækt og garðyrkja forðuðu frá henni, en af þeim fengjust ekki þær tekjur, að þær hrykkju til skuldagrelðslu og opinberra gjalda eða verzlunar, nema að litlu leyti, ef allir sveitamenn hefðu það að aðalatvinnu. Um nýja framleiðslu, sem komið gæti I stað »auðf járins og fært þjóðinni erlendan gjald- eyri í nokkrum samjöfnuðl næsta áratug, er ekki að ræða. Væri þjóðin að sama skapi auðug og hún er snauð, ætti hún jafnmargar milljónir kr. erlendis og hún skuldar þar, væri það umtalsmál aö loðdýra- ræktin gæti borgið. Rlkið mundi því, auk stór- kostlegs skuldafalls missa meg- in þess sem bændur hafa goldið í sköttum og tollum, og í ofaná-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.