Tíminn - 17.03.1938, Síða 4

Tíminn - 17.03.1938, Síða 4
46 TÍMINN Komandi ár (Frh. af 1. síöu.) mannssálunum var jafn grunn- múrað og fyr. Einni öld eftir að hinir frönsku heimspekingar höfðu sótt að kirkjunni, birti Charles Darwin höfuðrit sitt um upp- runa tegundanna og skyldleika alls lífs á jörðunni. Darwin var sízt af öllu í árásarhug gagn- vart kirkju og kristindómi. Hann var eingöngu þjónn vís- indanna. En uppgötvun hans gerði að engu bókstafstrúna um sköpunarsögu biblíunnar. Þá varð mörgum manni að segja að úr því náttúrufræðin hefði haggað eins verulegu atriði í frásögn ritningarinnar, þá gæti allt verið rangt, sem stóð skrif- að í hinni helgu bók. Um stund stóðu harðar deilur um óskeik- ulleik biblíunnar. Kirkjan varð fyrir hörðum árásum og missti um stund nokkurt fylgi. En eftir eins mannsaldurs átök hafði kirkjan fórnað sköpunar- sögunni 'í hendur vísindanna, en stóð jafnsterk og fyr. Hún átti enn óskertar hugsjónir sínar báðar: Siðspeki Krists og ódauðleikatrúna. Og með þessi tvenn andleg verðmæti í hönd- um var kirkjan voldug yfir hug- um mannanna. Kirkjan er þess vegna varan- legur þáttur í andlegu lífi þjóð- anna, fyrst og fremst fyrir þann mikla meirahluta manna, sem fylkir sér um meginefni hennar. Auk þess hefir kirkjan almenna þýðingu fyrir menn, sem standa utan við kenningar- svið hennar. Þó að veldi henn- ar nái ekki til þeirra, þá vita þeir um mátt hennar í mann- félaginu. Slíkir menn hafa þá enga eðlilegri ósk en þá, að kirkjan verði sem áhrifamestur andlegur máttur. Að hún leggi sem mesta áherzlu á kjarna kristindómsins, en það er lífs- skoðun Krists sjálfs, og að hún að öðru leyti taki allar greinar listarinnar í þjónustu slna. Frá þessu sjónarmiði er skynsam- leg efling og göfgun hinnar ís- lenzku kirkju ekki aðeins á- hugamál hinna trúhneigðu, heldur almennt áhugamál allra sem unna fögru andlegu lifi og menningu í landinu. Frh. J. J. Æfintýrið frá íslandi til Brazilíu, ný bók um 400 bls. að stærð, eftir Vestur-íslendinginn Þor- stein Þ. Þorsteinsson, hefir ver- ið send Tímanum. Útgefandi bókarinnar er Sígurgeir Frið- riksson bókavörður. Hennar verður nánar getið síðar. lag alls þessa fá á sinar herðar framfærslu þess hlutans, sem eigi stæðist fjármissinn og hröklaðist á brott. Afleiðing alls þessa yrði full- komið fjárþrot og sú mannraun að landið yrði að njóta erlends náðarbrauðs, meir en nokkru sinni fyr á liðnum hörmunga- tímum, ef það missti ekki sjálf- stæði sitt gersamlega. Vonandi ræðst betur úr en svo. Undir framsýni og fyrir- hyggju komandi Alþingis eigum við nú hvort við stöndum eða föllum. Fjalli í Aðaldal 31. jan. 1938. Ketill Indriðason. Tímamannabréf (Frh. af 1. síðu.) Nú stendur yfír verkfall á togaraflotanum, af því að sjó- menn heimta hærra kaup, en þeir hafa fengið áður. Eftir fáa daga má búast við að sjómenn stöðv i á sama hátt strand- feröir, og siglingar Eimskipafé- lagsins milli íslands og annara landa. Þá hafa verkamanna- samtökin boðað almennt verk- samtökin boðað almenna kaup- deilu í Reykjavík við allar vega- gerðir og síldarverksm. ríkis. ins. Jafnhliða þessu banna ná- lega öll iðnfélög í Reykjavík, nema trésmiðir, að unglingar séu teknir til verklegs náms, og sýna auk þess margháttað- an yfirgang af öðru tægi, svo að við má búast, að nýbyggingar og viðgerðir húsa stöðvist að mestu fyrst um sinn. Þannig eru skifti stéttanna nú sem stendur. Samt er engin ástæða til að örvænta. Hér þarf ró, festu og framsýni. Hin mikla framför undangenginna ára verður ekki látin leggjast í rústir, þó að innbyrðiskröfur stéttanna virðist nú í bili meiri heldur en efni landsmanna leyfa. Þeir sem hafa skapað framfarirnar, munu bera giftu til að gera þær að þjóðarham- ingju. J. J. Steinunn Sigurgeirsdóttir í Árbót í Suður-Þingeyjarsýslu átti sjötugsafmæli 12. þ. m. Hún er fædd í Haga í Aðaldal, dóttir Sigurgeirs Magnússonar bónda þar og konu hans, Arnþrúðar Magnúsdóttur föðursystur Jóns Trausta. A víðavangi Kveldúlfsmáiið í fyrra. Á Alþingi í fyrravetur reis um það deiia, sem umtöluð varð um allt landið, hvort löggjafarvald- ið ætti að hlutast til um það, að skuldugasta fyrirtæki lands- ins, Kveldúlfur, yrði látið af- henda bönkunum eignir sínar og gera skil, eftir því sem verða mætti. Framsóknarflokkurinn beitti sér þá gegn því, að þessi aðferð yrði viðhöfð. Hér var ver- ið að fara inn á nýja leið, sem telja varð að lægi utan við verk- svið löggjafarvaldsins, og var varhugavert fordæmi. í stað þess beitti Framsóknarflokkurinn á- hrifum sínum til þess, að láta hið illa stadda fyrirtæki setja veð fyrir skuldum sínum, þar á meðal um 1 millj. kr. verðmæti, sem bankarnir höfðu ekki rétt til, ef gengið hefði verið að fyr- irtækinu. Framsóknarflokkurinn taldi þann kostinn beztan, ef unnt væri að rétta Kveldúlf við, svo að hann gæti haldið áfram rekstri sínum og fært hann á heilbrigðan grundvöll. Þessvegna unnu Framsóknarmenn að því, að Kveldúlfi yrði gert mögulegt að koma upp nýtízku síldarverk- smiðju, þvi að síldin var þá sú framleiðsla, sem flestir höfðu trú á, og það með fullum rökum. Alvarleg mistök. Það er enginn vafi á því, að með þessum hætti hefir tekizt að bjarga handa bönkunum all- miklum verðmætum, sem annars hefðu úr greipum þeirra gengið. Og þrátt fyrir það, sem síðan hefir gerzt, sýnir það sig, að enn- þá er bönkunum hagur að því, að ekki var tekið til hinna glæfralegu aðgerða, sem sumir vildu. En því miður hefir björg- unarstarfið gagnvart Kveldúlfi sjálfum eigi tekizt svo sem æski- legast hefði verið. Svo óheppilega hefir sem sé til tekizt, að sú björgunarstarf- semi, sem aðallega var á treyst, hefir rýran árangur gefið. Enn þá situr Kveldúlfur uppi með mestallt sildarlýsið óselt, og verðið er komið niður í rúman helming af því, sem það var þegar fyrirframsölur voru gerðar seinni partinn í fyrravetur. Uppgripavon spákaup- mennskunnar. Þessi mistök liggja í því, að forráðamenn Kveldúlfs höfðu ekki trú á fyrirframsölu. Þeir héldu, að verðið myndi hækka, þegar kæmi fram á sumar. Og í haust, eftir að verðið var farið að falla, héldu þeir, að það myndi hækka aftur um nýárið. Uppgripavon spákaupmennsk- unnar, sem fyrir 18 árum leiddi til þess, að saltsíldinni var mok- að í sjóinn, hefir enn á ný brugð- izt á tilfinnanlegan hátt. Allt síldarlýsi landsins frá fyrra ári, mun nú vera selt, nema Kveldúlfslýsið. En Kveld- úlfslýsið, sem enginn veit, hve- nær kemst í peninga, myndi með meðalverði sl. árs, hafa numið mikið á aðra milljón króna í er- lendum gjaldeyri. Ef bankarnir nú, sem eðlilegt var að gera ráð fyrir, hefðu haft þann gjaldeyri til umráða, um áramót, myndu yfirfærslumöguleikarnir hafa verið allt aðrir en raun er á. Það má vel segja, að hægðar- leikur sé að vera vitur eftir á, En mistök eins og þessi, hjá framkvæmdastjórum Kveld- úlfs, eru þó ekki afsakanleg. Það er allt of mikið ábyrgðar- leysi, að hætta hinum takmörk- uðu sölumöguleikum íslenzkrar framleiðslu í fallvaltri von um stríðsgróða eða þvílík höpp, sem geta komið, en engin vissa er fyrir. Þjóðin má ekki við því, að sú saga endurtaki sig oftar. Hvað lfður borgarstjóranum? Aðalkosningamatur Sjálfstæð- ismanna í bæjarstjórnarkosn- ingunum í Reykjavlk í janúaT síðastl. var sá, að Pétur Hall- dórsson væri búinn að útvega erlent lán til hitaveitunnar. Þetta átti að vera sama sem komið í kring í byrjun desem- bermánaðar, svo að ekki stæði á öðru en forml. samþykki brezku stjórnarinnar, og ef svo ólíklega færi, að það samþ. ekki fengist, átti það samt að vera tryggt, að lánið fengist í Englandi á þann hátt aö stjórnarsamþykki þyrfti ekki. Það var gefið í skyn, eftlr að borgarstjóri kom úr fyrri ut- anförinni, að lántökunni yrði ráðið til lykta á bæjarstjórnar- fundi eftir fáa daga. En nú er liðinn desember, jan- úar- og febrúarmánuður og komið fram í miðjan marzmán- uð — og enn liggur ekkert fyrir um það, að staðhæfing Sjálf- stæðisflokksins ætli að rætast. Borgarstjórinn er farinn utan í annað sinn en í Mbl. og Vísi er dauðahljótt um afrek hans í hinum brezka fjármálaheimi. Jafnvel þótt svo kynni að fara, að lán fengist með meiri eða „Allir góðir Framsóknarmenn eru Timamenn. Allir Tímamenn lesa, kaupa og borga Tímann“. „Heíur þú reynt þvottaduftíð PERLA, sem allír lofa svo míkíð“ „Já. jeg held pað nú, það er hreint það bezta þvottaduít, sem ég nokk° urntíma hefi notað. Þú ættir að nola það í næsta þvott“. minni ókjörum, er það þó þegar orðið deginum ljósara, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir sagt bæj- arbúum ósatt fyrir kosningarn- ar, um þaö, hvernig málið hafi legið fyrir í desembermánuði. ■tg. Orð og efndir Sjálfstæðisflokksins. En enginn, sem fylgzt hefir með oröum og gerðum Sjálf- stæöismanna síðustu árin, þarf að furða sig á þessu. Hjá þeim hefir aldrei skort stór orð og mikió yfirlæti um sína eigin yf- irburði á þessum sviðum. Með stórkarlalegum fyrirsögnum og feitletruðum svigurmælum, hafa þeir deilt á stjórn ríkisins fyrir þaö, að útgjöld ríkissjóðsins væru óhófleg, skattarnir dráps- klyfjar á þjóðinni og ríkisskuld-' irnar alltof háar. En sjálfir hafa þeir haft óskert tækifæri til að láta ljós sitt skína í fjármála- stjórn Reykjavíkurbæjar. Hvern- ig standast þeir samanburðinn, og hvernig hefir þeim tekizt að lifa eftir sinum eigin heilræðum? Á sama tíma sem heildarupp- hæð skatta og tolla til ríkissjóðs hækkaði um 4}4%, hækkaði heildarupphæð útsvaranna, sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði á Reykvíkinga, um hvorki meira né minna en 70%. Á sama tíma sem skuldir vegna ríkisrekstrarins ekki hækkuðu um einn eyri (1934—36) ukust skuldir bæjarsjóðs Reykjavíkur um nærri 2 milljónir, eða 55%. Og á árinu 1937, þegar ríkið lækkaði skuldir sínar um 1 millj. króna, héldu skuldir bæjarsjóðs Reykjavíkur, undir stjórn Sjálf- stæðismanna, enn áfram að vaxa. „Þóttust menn — og voru ekki!“ Öll þessi skuldaaukning og hækkun útsvaranna hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavíkurbæ stafar af nýrri og aukinni „eyðslu“, því að bærinn hefir ekki fyrir þetta fé lagt í neinar óvenjulegar — því síður arðbær- ar — framkvæmdir fyrir bæjar- félagið. Sogsvirkjunin kemur þessu máli ekki við, því að hún er Reykjavík. Sími 1249. Dliðursuðuverksmiðja Reykhus. Tniloiunar- hrínga smíðar Jón Dalmannsson gull- smiður, Vitastíg 20, Reykjavík. Ritstjóri: Glsli Guðmundsson. að öllu leyti unnin fyrir erlent lánsfé, sem hér er ekki meðtalið. Þannig hafa Sjálfstæðismenn í einu og öllu látið verk sín orð- unum til skammar verða. Þannig hefir yfirlæti þeirra reynzt, þeg- ar þeir sjálfir hafa átt að horfast í augu við viðfangsefni fjármál- anna. Þannig hefir sérhver á- Símnefni: Sláturfélag. Bjúgnagerð. Frystihns. Dönsk stúlka 17 ára gömul óskar eftir vist á íslenzu sveita- heimili helzt langt frá Reykja- vík. Er hraust og heilbrigð, hefir góð meðmæli og er fús á að taka þátt í hvaða vinnu sem er. Til- boð með upplýsingum um kaup og annað sendist til Dansk-Is- landsks Samfund, Krystalgade 22. Köbenhavn K. deila þeirra á pólitíska andstæð- inga fallið um sjálfa sig, sökum getuleysis þeirra sjálfra til að framkvæma það, sem þeir heimtuðu af öðrum. Drátturinn, sem orðinn er á hitaveituláninu, er bara eitt sýnishornið enn af því að „þykj- ast menn og vera ekki“. Framleiðir og selur i heildsöki og smásölu: Niðursoðlð kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fyrst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostur og smjör frá Mjálhurhúi Flóamanna. Veröskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. NÝÚTKOMIP: Æfintýríð frá Islandi tíl Brasilíu eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson Fœst hjá öllum bóksölum. Prentsmiðjan EDDA h.f. MWilHillÉWagHBaBM—BBB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.