Tíminn - 24.03.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.03.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. 13. blað. I ; íslenzk kirkja (framh.)........ Kirkjan á svo djúpar rætur i mannssálunum, að bylgjur samtíðarviðburðanna snerta hana lítið. Það er þess vegna ! fjarstæða og. gagnstætt allri reynslu að gera ráð í'yrir þvi að hin margháttaða menning nútímans muni svo að segja þurka hana út. Ódauðleika- vonin og fegurð frumkristin- | dómsins, eins og hann birtist í i hinni einföldu frásögu nýja i testamentisins, tryggja kirkj- unni ævarandi vald yfir hugum i manna. Frá félagslegu sjónar- | miði er þess vegna að því er snertir kirkjuna hér á landi aðeins um tvennt að ræða: Á kirkjan að vera voldugur en vanræktur þáttur í hinu and- lega lífi, eða á hún að vera ná- tengd hinni hæstu mannlegu viðleitni, eins og hún birtist á hverri öld? Fram að þessu hefir kirkjan á flestan hátt verið vanrækt hér á landi, og einangruð miklu meira en við átti frá list og menntun. í hinni miklu sókn sem gerð var að kirkjum í kjöl- far Darwinismans, tóku skáld þeirrar aldar eins og Gestur Pálsson, Þorgils gjallandi og Þorsteinn Erlingsson hörðum höndum á prestunum. Við iðn- aðarbyltinguna, sem gengið hefir yfir landið, hafa prest- arnir hætt að vera stórbændur og veraldar höfðingjar. Við aukið fámenni á , einstökum heimilum hefir kirkjusóknin orðið dauf og starf prestsins virzt missa marks í samanburði við það sem áður var. Torf- kirkjurnar breyttust í stíllausa og oft mjög ósmekklega kumb- alda úr steinsteypu eða báru- járni, þar sem húskuldans gætti á vetrum miklu meira en áður var. Á einni slíkri stóð reykháfur utan við kirkjuhliðina. Síðan lágu víðar steinsteypupípur hall- andi upp eftir kirkjuþakinu, og að lokum stóð lóðrétt reyk- pípa upp af risinu. Mér fannst þetta líta út eins og stór ormur væri að skríða upp eftir kirkj- unni. Presturinn fann að þetta var rétt, og breytti þessu i betra horf. Á öðrum stað var ,,gálgi“ af strönduðum togara notaður sem bogahvelfing yfir inngangi safnaðarins í kirkju- garð og kirkju. Víða eru kirkj- urnar notaðar til geymslu á vissum tíma árs. Þar sem ofn er komínn í kirkju, er hann oft ryðbrunninn og illa hirtur. Sumstaðar viðurkenna prestar að messað sé í kaldri kirkju að vetri til, þó að þar sé ofn, af því ekki sé séð fyrir eldsneyti. í sumum kirkjum er altaris- tafla, en nálega ekkert annað skraut, sem minni á list. Og meginið af þessum myndum eru eftir lélega erlenda málara, hafa ekkert listgildi, og alger- lega óviðkomandi listhneigð sjálfrar þjóðkirkjunnar. Hin svokallaða dómkirkja í Reykjavík er byggð af dönsku einvaldsstjórninni í fullkomn- Yíírlýsíng íorsætísráðherra Áður en gengið var til dag- skrár i neðri deild Alþingis í fyrradag kvaddi forsætisráð- herra sér hljóðs og gaf eftir- farandi yfirlýsingu: „Um það hafa komið fram raddir opinberlega, að vísu ut- an þingsins, að það væri rangt, að núverandi stjórn hefir farið með vöid þessa daga síðan Har- aidur Guðmundsson, fyrrver- andi atvinnumálaráöherra, sagði af sér. Segja má, að það sé ekki allskostar óeölilegt þótt þessar raddir hafi komið fram. En þær byggjast þó á nokkrum misskilningi, sem ég vil leið- rétta. Þau rök, sem hafa legið til þess, að ríkisstjórnin hefir ekki sagt af sér, eru, að talið var líklegt af sumum, að gerðar- dómslögin, sem ég fékk sam- þykkt hér á Alþingi nú nýlega, mundu ef til vill verða erfið í framkvæmd, og þess vegna hefi ég talið það eðlilegt, að ég segði ekki af mér né grennslaðist eftir möguleikum til stjómarmynd- unar áður en endi yrði bundinn á það mál, þar sem um svo stuttan tíma er að ræða. Mér virðist líka þingmexm úr öllum flokkum, og fyrir það er ég þeim þakklátur, hafa sýnt sams- konar skilning á alvöru tímanna og þessvegna hefir enginn þeirra kosið að gera fyrirspurnir hér á Alþingi um þetta atriði, og hafa þar með komið í veg fyrir að þrasi um setu stjórnarinnar yrði blandað inn í lausn þessa máls. En rökin til þess, að hér hefir ekki verið rangt að farið, liggja einmitt í því, að hér á Alþingi hafa verið haldnir fundir dag- lega undanfarið og sérhver háttvirtra alþingismanna því á þingræðislegan hátt haft tæki- færi til þess að gera athuga- semdir við setu stjórnarinnar, ef þeir töldu hana óeðlilega. En með því að nú virðist lausn vinnudeilunnar nálgast, eru þessar ástæður ekki lengur fyrir hendi, og þess vegna tilkynni ég hinni háttvirtu þingdeild það hér með, að ég mun nú byrja eftirgrennslanir mínar á hinu pólitíska ástandi hér á Alþingi og síðan eins fljótt og unnt er tilkynna hinu háa Alþingi þær niðurstöður, sem ég kemst að.“ Eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu, gerði Har- aldur Guðmundsson þá fyrlr- spurn til forsætisráðherra, hvort hann áliti að togaradeilan væri leyst. Forsætisráðherra vísaði til þess, sem hann hafði áður sagt, að lausn deilunnar virtist nálgast. Fleiri tóku ekki til máls. um niðurlægingarstíl. Þar er ekkert sem minnir á fegurð nema hin dýrðlega skírnarskál úr marmara eftir Albert Thor- valdsen. Yfirhöfuð kirkjunnar, biskupinn, á ekki aðgang að neinum varanlegum bústað. Honum er illa launað og em- bættið að flestu leyti vanrækt af hálfu þjóöfélagsins. Síðan (Frh. á 4. síOu.) Rvík, fhnmtud. 24. marz 1938. A víð&vangi „Áhyggjur stórar“. Morgunblaðið og Visir hafa áhyggjur stórar út af brottför Haralds Guðmundssonar úr ríkisstjórninni og framkvæmd verka hans í stjórnarráðinu nú næstu daga. Virðast blöð Sjálf- stæðisflokksins um þetta miklu áhugasamari en fulltrúar hans á Alþingi. Því að þegar forsæt- isráðherra skýrði frá afsögn K. G. og hversu störfum hans væri ráðstafað í bili, gerði Sjálfstæðisflokkurlnn á Al- þingi enga athugasemd við það — ekki svo mikið sem fyrir- spurn um, hvort stjórn Her- manns Jónassonar nú styddist við þingræðislegan meirahluta. En skrifarar flokksins hjá Mbl. og Vísi virðast nú skyndi- lega hafa orðið „gripnir af miklum ótta“. Þessi ótti er um það, að svo kunni að fara, að Alþýðuflokkurinn veiti Fram- sóknarflokksstjórn stuöning eða hlutleysi, og að engin stjórnarskipti fari fram. f- haldsblöðin bæði keppast nú við ■ það, að sýna fram á, hví- lík fjarstæða sllkt væri, og Al- þýðuflokknum algerlega ó- samboðið. Þykir þessum vel- unnurum Alþýðuflokksins hörmung til þess að vita, ef hann sýndi slíka „auðmýkt“ gagnvart Framsóknarflokknum, og óttast (!) þelr það mjög, að Alþ.fl. yrði þá ekki langrar framtíðar auðið. Bráðlæti. Það er auðvitað mikils virði fyrir Alþýðuflokkinn, að fá ráðleggingar gefnar af góðum hug á timum neyðarinnar. En ýmsum mun nú detta í hug, að það sé ekki umhyggjan ein- skær fyrir velíerð Alþýðu- flokksins, sem þessu veldur. Á balc við allt þetta þykjast sum- ir sjá glampa í „vonaraugun" sem stundum hefir skotið upp áður, þegar örðuglelkar hafa verið á samvinnu Framsóknar-1- flokksins og Alþýðuflokksins. Og við því er heldur ekkert að segja, þó að lið Morgunblaðs- ins sé farið að yfirvega í leyn- um möguleikann til þess að skipa mann í hinn auða stól Haralds Guðmundssonar eða komast í vinsamlega stuðnings- eða hlutleysisaðstöðu gagnvart ríkisstjórn. Flokki, sem búinn er að tapa mörgum kosningum og orðinn þreyttur á andstöð- unni, er auðvitað ekki óljúft að hugsa til hvíldar á hinni löngu göngu um eyðimörkina. En langlundargeð er einna nauðsynlegast allra dyggða. Bráðlætið hjá skrifurum Mbl. getur ekki orðið Sjálfstæðis- flokknum til neinna happa i þessu máli. Vinnubrögð Alþingls. í Morgunblaðinu og ísafold nú öðru hverju birtast greinar um vinnubrögð Alþingis. Er því þar mjög fjargviðrast yfir því að þingi þvi, er nú situr, hafi enn ekkert orðið að verki. Því til stuðnings eru nefnd tvö dæmi. Annað er það, að fátt hafi fram komið af stjórnarfrumvörpum. Hitt er það, að fjárveltinga- nefnd hafi verið kvödd saman fyrir þing og enn bóli þó ekkert á árangri af vlnnu hennar. Um stjórnarfrumvörpin er það að segja, að sú venja er mjög farin að tíðkast, að ráð- herrarnir feli þlngnefndum eða einstökum þingmönnum að flytja mál, sem stjórnin hefir látið undirbúa, og er þess þá getið í greinargerð frumvarp- anna eða framsöguræðu. Er þá hægt að komast hjá þeirri töf, sem af því hlýzt að þurfa að senda frumvörpin til Kaup- mannahafnar til staðfestingar hjá konungi. Er þetta fyrir- komulag svo algengt orðið á síðari tímum, að nú er sérstak- lega ráð fyrir því gert í þing- sköpum. Af þessum ástæðum eru hin svokölluðu stjórnar- frumvörp færri en áður. Er það þingmönnum öllum kunnugt og sennilega líka ritstjórum Mbl. Um fjárveitinganefnd er það vltað af öllum, sem til þekkja, að hún hefir siður en svo legið á liði slnu og er þegar búin að inna mjög mikið starf af hendi. Það eina, sem með rökum mætti að finna, er að einn af flokks- mönnum Mbl., sem þar á sæti, lætur næstum aldrei sjá sig á fundum nefndarinnar. Ef Mbl. heíir ímyndað sér, að starfsemi nefndarinnar í heild, væri svip- uð og hjá þessum manni, gætu ummælí þess að víssu leyti rétt- lætzt, annars ekki. Árásir á þingræðið. Annars vlta það allir, sem eitthvað hafa komið nærri störfum Alþtngis, að fyrstu vik- urnar, sem þingið situr, er æfinlega lítill sýnilegur árang- ur af störfum þess. Sá tlmi fer í undirbúning fjárlaga og ann- ara mála í nefndum þingsins og einstökum þingflokkum. Hinir opinberu fundir deildanna eru æfinlega stuttir framan af þingtímanum. Þingið, sem nú situr, er að þessu leyti á engan hátt frábrugðið því, sem venju- legt er, og verlð hefir áratugum saman. Þetta vita líka þeir, sem að skrlfum ihaldsblaðanna standa. En skrif þeirra þeirra um vinnu- brögð þingsins eru fram komin í alveg sérstökum tilgangi. Þau eru sett fram til að veikja trú almennings á þing- r æ ð i n u og búa í haginn fyrir það, sem „koma skal“, ef vonir vissra manna rættust um póli- tfska framtíð íslendinga. Nöldur Alþýðublaðsins. Alþýðublaðið heldur uppi stöðugum árásum á Framsókn- arflokkinn fyrir lausn togara- deilunnar. Ættu þó engir að vera þakk- látari yfir lausn deilunnar en foringjar Alþýðuflokksins, því engir hagnast meira á hennl en umbjóðendur þeirra, sjómenn- irnir. En hinsvegar getur líka verið auðskilin gremja fyrlrlið- anna, sem kemur fram eftir á, yfir þeim vanmætti sínum að hafa brostið kjark til að taka þátt í hinnl einu heilbrigðu lausn deilunnar. Neville Ghamberlain forsætisráðherra Breta, maður- inn, sem átti að vernda smá- ríkin og íriðlnn I Norðurálf- unni. Tímamannabréf Slgurgeir Friðrlksson bóka- vörður hefir nýlega geflð út myndarlega bók um landnáms- tilraun íslendinga í Brasilíu, laust eftir miðja 19. öld. Bókin er merkileg söguleg heimild um þá daga, þegar þjöðin stundi undir kúgun Dana á baráttu- tíma Jóns Sigurðssonar. Land- - nemarnir áttu við margháttaða erfiðleika að stríða, en þeir játuðu að þeim þóttu landkostir góðir og veðurátta mild. En þeir þráðu samt ættland sltt mest af öllu, en það var þó svo fjarlægt, að bréfín náðu varla heim. Aðeins eitt var skuggl á endurminningunni: Hungrið heima á Fróni. Hinir miklu mannflutningar vestur um haf voru flótti frá hungurþjáning- um í landi, þar sem þjóðina skorti áhöld og vinnukunnáttu til að nota sér gæði landsins. Sagan um ást Brazilíufar- anna á ættlandi, sem þeir urðu að hverfa frá fyrír hungur og harðrétti er meir en átakanleg. Þó er enn átakanlegri sagan um innbyrðis baráttu stétt- anna nú á tímum, sem skapa sér hunguraðstöðu í landi sem er fullt af nægtum, og býður börnum sínum nú margfalt fleiri kosti en þau geta komizt yfir að nota. Alveg nýlega hafa sjómenn á stórtækari veiðiskipunum verið fengnír tíl að gera vinnu- stöðvun í nálega þrjá mánuði til að fá hækkun á síldarkaupí næsta sumar, þó að síldin hafi síðan í fyrra lækkað um helm- lng verðs. Eftir fáa daga stöðva sömu leiðtogar sjómanna sigl- ingaflotann, bæði Eimskip og ríkisskip, og allar líkar benda til að þar geti orðið langvlnn stöðvun og þá væntanlega sigl- ingateppa að og frá landinu með þeim aflelðingum, sem því fylgja. Margar aðrar vlnnu- stöðvanir eru taldar líklegar í vor og sumar. En auk þess beita ýms lítil stéttarfélög ótrúlegu ofbeldi, þó að minna beri á út á við. Múrarar, húsamálarar, vegg- fóðrarar, pípulagningamenn og trésmiðir að nokkru leyti hafa tekið upp stéttareinræði, sem er að stöðva byggingarfram- kvæmdir og húsaviðgerðir 1 (Frh á 4. síðu.) Uían úr heimi Atburðirnir í Austurríki hafa undanfarnar vikur verið á alira vörum. Þýzkur her hefir tekið landið herskildi, og innlimaö það i ríki Hitlers. Grein sú er hér fer á eftir, er rituð nokkrum dögum fyrir innrásina og lýslr austurriska kanzlaranum fyrv. Kurt von Schussnigg, er nú situr í íangelsi. JESÚÍTASKÓLI OG HEIMS- STYRJÖDIN. Schussnigg hefir hlotið upp- eldi, sem hefir þjálfað hann í skapfestu og sjálfsstjórn. Faðir hans var hershöfðingi. Þegar Schussnigg var 6 ára gamall, var hann látinn íara á jesúíta- skóla. Þar var hann í 10 ár. Hann lauk námi sínu þar um það leyti, sem heimsstyrjöldin hófst. Seytján ára gamall fór hann í stríðið og tók þátt í or- ustunum við ítali. Hann hlaut mörg heiðursmerkl fyrir hug- rekki og snarræði. 1918 var hann tekinn til fanga, ásamt föður slnum, og voru þeir í ít- ölskum fangabúðum þangað til i ágústmánuði 1919. Eftir heimkomuna fór Schus- snigg á háskólann í Innsbruck og lauk þar góðu lagapróíi. Stundaði hann síðan mála- færslu. Hann er nú um fertugt. Von bráðar hóf hann þátt- töku í stjórnmálum og var einn af leiðtogum hinnar kaþólsku æskulýðshreyflngar. Vegur hans fór stöðugt vaxandi. Hann var kvaddur til Vinarborgar til að vinna í þágu katólska flokksins, sem Dolfuss veitti forstöðu. Hann varð bráðlega einn á- hrifamesti maðurinn i hægra armi flokksins. Árið 1932 gerði Dolfuss hann að dómsmálaráð- herra í ráðuneyti slnu. Þeirri stöðu hefir Schnussnigg gegnt síðan, þangað til nú fyrir nokkr- um dögum að fylglsmaður Hit- lers, Seyss-Inquart, fékk lög- reglumálin i sínar hendur. RÓSTUSAMIR TÍMAR. Það féll í hlut Schnussnigg að stjórna hinni blóðugu bar- áttu gegn jafnaðarmönnum í febrúar 1934. Hann gekk ákveð- ið og miskunnarlaust til verks og kæfði byltingartilraunina niður með harðri hendi. Þeir atburðir leiddu tll þess stjórn- skipulags, sem nú rikir i Aust- urriki. Það bannar alla flokka, nema Föðurlandsfylkinguna, sem berst fyrir sjálfstæðl Aust- urrikis og styður kanzlarann. Sumarið 1934 myrtu nazlstar Dollfuss. í sólarhring ríkti íull- komin óvissa og stjórnleysl. Enginn vissi hver bera myndi sigur úr býtum. Það varð Schussnigg. Hann bældi niður uppreisn nazistanna með sama vægðarleysi og uppþot jafnað- armanna fyr um árið. Um nokk- urt skeið þótti líklegt, að Stah- remberg fursti, sem var foringi hins vopnaða Heimwehrliðs, myndi víkja Schussnigg til hliðar og taka sjálfur völdin. En Schussnigg varð honum snjallari. Hann vann markvlsst að því að uppleysa Heimwehr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.