Tíminn - 24.03.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.03.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 49 verksmiðjustjórnin og sömu- leiðis ríkisstjórnin. í stað þess að borga þeim uppbót á síld- inni fyrir árið 1936, þá þótti sjálfsagt að endurbæta verk- smiðjurnar, og byggja þró, svo hægt yrði að taka við meiri síld en áður. Og ábyggilega græddu sjómenn og útgerðar- menn á þessum umbótum s. 1. sumar. Vegna nýju þróarinnar var hægt að taka á móti miklu meiri síld, en annars hefði verið hægt. En vegna þess hvað veiðin var óhemju mikil, aldrei var hægt að vinna upp úr þrónum í margar vikur og verð- fall varð gífurlegt á lýsinu, þá er því ekki að neita, að verk- smiðjurnar sjálfar hefðu staðið sig betur nú, ef þróin hefði ekki verið byggð, því að þá hefðu verksmiðjurnar ekki tekið á móti eins mikilli síld og þær gerðu og þvi minna gætt fyrir þær verðfallsins á lýsinu, þar sem svo mikið af því var selt fyrirfram á ágætu I verði. í sambandi við þetta mál vil ég leyfa mér að geta þess, að verksmiöjustjórnin, sem fór frá vorið 1936, var búin að sam- þykkja að leggja i allmikinn kostnað það ár til umbóta á verksmiðjunum, og var mikið af því, sem framkvæmt var það ár, samkvæmt samþykktum þeirrar stjórnar. Þetta segi ég aðeins til að sýna fram á, að þrátt fyrir það, að útkoma árs- ins 1935 Væri verksmiðjunum mjög óhagstæð, þá taldi þá- verandi verksmiðjustjórn brýna nauðsyn bera til þess, að leggja í allmikinn kostnað til umbóta verksmiðjunum. Aðalatriðið. Enn eru heimtaðar viðbætur og umbætur við S. R. Útlitið með verðlag á vörum verk- smiðjanna er nú afar ískyggi- legt. Ég veit að við hr. Jón Gunnarsson erum sammála um, að nú beri að fara gæti- lega. Að lokum vil ég undirstrika, að það er ekki stórt mál fyrir verksmiðjurnar, hvort að meir eða minna af endurbótum þeirra á s. 1. ári er sett á við- haldsreikning eða ekki, en að- alatriðið í framtíðinni er að tryggja sjómönnum og útgerð- armönnum sannvirði fyrir síld- ina, með því að taka hana til vinnslu, en kaupa hana ekki föstu verði. Þá fær hver sitt, og verksmiðjurnar geta þá aldrei orðið áhættufyrirtæki, sem þær annars geta vel orðið. Ef síldin er keypt föstu verði, þá getur svo farið að ár, sem er slæmt fyrir sjómennina, geti orðið sæmilegt fyrir verksmiðj- urnar, og aftur á móti að ár, sem er ágætt fyrir sjómennina, geti sett verksmiðjurnar í fjár- | hagslegt öngþveiti. En verði síldin tekin til vinnslu, en ekki Hve þungt að missa þann, sem hjartað ann, já, þann, sem glæddi vonar- ljósin björtu: hinn unga son, sem glaður verk sitt vann og vildi gleðja ástvinanna hjörtu. Þó betra’ að missa' en aldrei hafa átt, því eftir lifir minning piltsins fríða. Hún leikur sér i ljúfum draumi þrátt og linar með því harm og sáran kvíða. Sú minning sæl nú sýnir fagra mynd, þann soninn góða’ í bernsku og æskuljóma. Hans bros og tal var tær og fögur lind, sem tárhrein spratt frá hjartans innri blóma. Þið sjáið ennþá æsku- fjörið hans, sem æskulimi gjörði mjúka’ og stinna. Sú minning hnýtir bjartan blómakrans; í blómi hverju eðalstein má finna. Er ástin hreina syrgir góðan son, þá sýnir trúin bjarta endurfundi, þá glæðist brátt hin gullna himinvon, sem græðir bezt það hjarta’, er sárast stundi. keypt, þá verður auðvitað um leið að meta réttlátlega, hvað færist á viðhald og hvað til eignar verksmiðjunum ár hvert. Afborganir, fyrningar- sjóðsgjald, varasjóðsgjald og reksturskostnaður allur tekst allt af síldinni, og það er ekki von að sjómennirnir vilji borga meira, svo sem auka afskriftir af eignum. Og þenna dýra dreng ei mistuð þið þvi drottinn aðeins hjá sér vel hann geymir. í trausti guðs þið öðlast fáið frið, sem frá hans kærleikshjarta sífellt streymir. Sem jólagjöf hann gefinn ykkur var þið guði vígðuð hann á skírnardegi. Hann merki Krists á enni’ og brjósti bar. Nú bjart hann skín á lífsins dýrðarvegi. Fr. Fr. BrunabótaiéUslands Aðalskrifstofa: Hverfisgata 10, — Reykjavík. UMBOÐSMENN í öllum hreppum, kauptúnum og kaupstöðum. Lausafjártryggingar (nema verzlunarvörur) hvergi hag- kvæmari. BEZT AÐ VÁTRYGGJA LAUST OG FAST Á SAMA STAÐ! — Upplýsingar og eyffubleð á aðalskrifstofu og hjá um- boðsmönnum. NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI. kaupi ég hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um allt land. Innkaupsverðlistar sendir þeim sem óska. Gunnar Guðmundsson, Laugaveg 42. Pósthólf 551 Sími 4563. — Reykjavík. Aðvðrun. Hér með vill nefndin vekja athygli innflytjenda byggingarefnis og annarra á því, að hún hefir sett þau skilyrði fyrir veitingu gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfa fyrir timbri og cementi, að þessar vörur verði ekki seldar til bygginga á íbúðarhúsum, sem eru stærri en svo að 430 teningsmetrar tilheyri hverri íbúð, eða til annarra húsa eða mannvirkja, sem þurfa erlent efni fyrir meira en kr. 5000.00 með útsöluverði, nema samþykki hennar komi til, og gildir þetta jafnt hvort viðkomandi hefir undir- skrifað skuldbindingu hér að lútandi eða ekki, þannig að innflytjendur bera ábyrgð á að ofan- greind skilyrði séu ekki brotin. Reykjavík, 18. marz 1938. Gjaldeyrís- og ínníiutningsnelnd. Þorsteinn M. Jónsson. Ární Valdemar Jóhannesson Fæddur 26. des. 1918 - Dáinn 31. jan. 1937 Til foreldranna. Tílkynníng írá Gjaldeyrís- og innílutningsnefnd. Hér með er skorað á alla þá, eða aðstandendur þeirra, sem óska að fá yfirfærslur vegna náms erlendis á yfir- standandi ári, að senda oss hið fyrsta, og í síðasta lagi fyrir 15. apríl n.k., skýrslu um eftirgreind atriði: 1. Námsgrein, og einnig við hvaða skóla eða stofnun námið er stundað. 2. Hve langan tíma er gert ráð fyrir að námið taki og hve langt því er komið. 3. Iive mikið fé í ísl. krónum viðkomandi gerir ráð fyrir að þurfa mánaðarlega þann tíma, sem um er að ræða. Það skal tekið fram, að umsóknir um gjaldeyrisleyfi fyrir námskostnaði þarf að senda á venjulegan hátt, þótt skýrsla hafi verið gefin samkv. ofanrituðu og jafnframt að þeir sem ekki senda skýrslu, mega búast við að um- sóknir þeirra verði ekki teknar til greina, aðeins af þeirri ástæðu. Jafnframt eru þeir menn, sem kunna að hafa í hyggju að byrja nám erlendis á þessu ári, varaðir við að gera j nokkrar ráðstafanir þar að lútandi, nema hafa áður tryggt sér leyfi til yfirfærslu á námskostnaðinum. Gildir þetta einnig um aðra, er óska yfirfærslu vegna dvalar erlendis, þótt eigi séu þeir við nám. Reykjavík, 18. marz 1938. Gjaldeyrís- og innflutningsnefnd. Jörðin Ellidi í Staðarsveit er til sölu eða lelgu frá næstu fardögum. — Upplýsingar gefur Gimnar Þorsteinsson, hæstaréttarmálaflutningsmaður, Lækjartorgi 1. Sirnl 1535. í okkar þjóðfélagi að mönnum finnist það, sem átt er við með orðinu „ríki“ vera eitthvað á annari stjörnu, þeim óviðkom- andi. Með gerðardómslögunum hefir verið slegið fastri þeirri reglu, sem ég álít, eins og á stendur, að þegnar þessa þjóð- félags hafi gott af að skilja, að á að gilda framvegis: Rík- ið virðir frelsi einstaklinga og stétta þ. á m. samningsréttinn, en þegar frelsi einstaklinga og stétta stofnar þjóffarheildinni í voða, þá grípur ríkisvaidið inn í, tekur frelsið af aðilum, og skipar þeim fyrir verkum. Fordæmi annara þjóða. Því hefir verið haldið fram af j afnaðarmönnum og kom- múnistum um víða veröld, sem einskonar slagorði, að verk- fallsrétturinn væri hinn „helgi réttur", sem aldrei mætti skerða. En niðurstaðan hefir orðið sú, þegar þessir menn hafa horfzt í augu við stað- reyndirnar, þegar þeir hafa stjórnað og átt að bera ábyrgð á lífi heildarinnar, þá hafa þeir sjálfir komizt að þeirri niðurstöðu, og orðið að breyta eftir því, að víkja þessum rétti til hliðar, er hann hefir verið vel á veg kominn með að eyði- leggja lífsafkomu þjóðanna. Ég er ekki í neinum vafa um, að þessi spor, þvert ofan í fyrri kenningar, hafa verið mörgum þessa stjórnenda óljúf og örð- ug, en ábyrgðartilfinning þeirra sem stjórnmálamanna knúðu þá til þess að velja þá leið sem þeir vissu að var réttari en fyrri kenningar. í Frakklandi geysuðu árið 1936 svo mikil verkföll, að stjórnin þar í landi fékk sam- þykkta löggjöf um vinnudeil- urnar, þar sem svo var fyrir mælt, að gerðardómstóll skyldi dæma um ágreininginn milli atvinnurekenda og verka- manna, m. ö. o. um kaup og kjör. í dóminn tilnefndu at- vinnurekendur 1 mann, verka- menn 1, og ef þeir kæmu sér ekki saman um oddamanninn, átti forsætisráðherra að skipa hann. Á þessu tímabili var „al- þýðufylkingin" svonefnda við völd í Frakklandi, þ. e. a. s:, jafnaðarmenn, kommúnistar o. fl. flokkar. í Noregi hefir oftar en einu sinni orðið að grípa til gerðar- dóms í hinum alvarlegu deil- um þar í landi. Árið 1919 voru sett lög um gerðardóm í deil- um, sem þá áttu sér stað. Verkamenn beittu sér gegn lög- unum, en með atkvæðum hægri- og vinstrimanna voru þau samþykkt. Samkvæmt þeim lögum voru felldir dómar í 53 deilum. Dómarnir gengu yfirleitt verkamönnum í vil, og það hafði þau áhrif, að þegar málið var tekið upp að nýju 1922, vegna alvarlegra deilna, sem þá risu, voru atvinnurek- endur á móti gerðardómi, en norski verkamannaflokkurinn, sem þá var nýklofnaður, með þeim afleiðingum, að af 37 full- trúum þess flokks í þinginu töldust 29 til kommúnista, var fylgjandi löggjöfinni um gerð- ardóm, (einnig þingmenn kom- múnista). Þessi dómstó.ll fékk mjög mikið verkefni, því að 1932 kvað hann upp 111 dóma. Nú á þessu ári var flutninga- deila í Norður-Noregi, sem myndi hafa leitt af sér, að ekki hefði verið unnt að koma veið- arfærum og matvælum til fiski- mannanna við Lofoten. Þetta taldi norska stjórnin, sem er jafnaðarmannastjórn fyrst og fremst, svo alvarlegt, að hún fékk samþykkt í Stórþinginu lög um gerðardóm til að út- kljá deilu þessa. Þessi lög voru samþykkt með samhljóða at- kvæðum allra flokka i báðum deildum Stórþingsins. Áður en islenzku gerðardómslögin voru samþykkt, sendi ég fulltrúa ís- lands í ,Oslo, Vilhjálmi Finsen, skeyti, og bað hann að senda mér þessi norsku lög (íslenzku lögin eru sniðin eftir þeim) og jafnframt bað ég hann að senda mér allt, sem um málið hefði verið ritað í norsk blöð. Hann sendi mér tvær smáúr- klippur, sagði að næstum. ekk- ert hefði verið um málið ritað, það hefði af öllum verið álitið svo sjálfsagt að setja lögin þegar svona stóð á. Forsætis- ráðherra Norðmanna skipaði 3 menn i dóminn, en deiluaðilar sinn hvor. En það er nokkurn- veginn upplýst mál, að for- j sætisráðherrann hefir skipað j 1 jafnaðarmann, 1 „vinstri“- j mann og einn bændaflokks- mann í dóminn, og þar með sýnt, að hann telur rétt að hlut- lausir aðilar dæmi um þetta, en gerði ekki kröfu til þess að verkamenn hefðu meirahluta í dóminum. í Danmörku hefir jafnaðar- mannastjórnin þrisvar orðið að grípa til gerðardóms. Árið 1933 voru sett lög, sem ákváðu visst kaupgjald í deilu, sem þá stóð yfir, og jafnframt var þá settur gerðardómur til að leysa nokkurn hluta deilunnar. Árið 1934, í hinni miklu slátrara- deilu, voru einnig sett lög um gerðardóm. Árið 1936 var enn lögskipaður gerðardómur látinn leysa úr umfangsmikilli kaup- deilu, er þá stóð yfir. í þessa gerðardóma í Dan- mörku hefir verið skipað þannig, að tveir menn eru til- nefndir af hinum „fasta gerð- ardómi“ (Den faste Voldgifts- ret), sem dæmir um réttará- greining, en formaður hinnar opinberu sáttastofnunar skipar hinn þriðja. Hinn „fasti gerð- ardómur" tilnefnir formann- inn og ræður hann úrslitum, ef ekki fást 2 samhljóða at- kvæði. Hinn „fasti gerðardóm- ur“ er skipaður 7 mönnum, 3 frá verkamönnum og 3 frá at- vinnurekendum. Ef þeir koma sér ekki saman um formann- inn, þá er hann tilnefndur af dómsforseta hæstaréttar og yf- irdómurunum í Kaupmanna- höfn. Er því auðsætt, að sá gerðardómur, sem hefir þrisvar starfað í Danmörku, hefir ver- ið skipaður algerlega hlut- lausum mönnum. Jafnaðar- mannastjórnin þar hefir ekki farið þá leið að láta flokksráð- herra útnefna menn í dóminn og kem ég nánar að því síðar í sambandi við það, sem fundið hefir verið að skipun þess gerð- ardóms, sem hér starfaði. En af þessum dæmum og mörgum fleirum, sem mætti nefna, er það auðsætt, að verkfallsrétt- urinn og samningsrétturinn, sem viðurkennt er að ekki á að raska við nema í ítrustu nauð- syn, hefir í þeim löndum, sem stjórnað er af kommúnistum og jafnaðarmönnum, mönnum, sem halda því fram að þessi réttur sé óskerðanlegur og helgur, verið afnuminn með lögum í vissum tilfellum, þegar stjórnendurnir áttu að taka á sig ábyrgð og velja á milli ann- arsvegar að skerða þennan rétt og hinsvegar að steypa þjóðarheildinni I glötun. í Danmörku hefir einn jafnaðar- mannanna orðað þessa afstöðu sína svo, að hann vilji ekki vinna til að leiða hrun yfir at- vinnuvegina, til þess að „vernda slagsmálaréttinn.“ VI. Andmæli kommiinisÉa. Kommúnistar hafa andmælt gerðardómsfrumvarpinu á þeim grundvelli, að það hafi verið óþarft að grípa til þess. Ríkis- stj órnin hefð i átt að „kúga“ bankana til þess að ,,kúga“ út- gerðarmennina til vað hækka kaupið, svo að sjómennirnir mættu vel við una, og á þann hátt koma togurunum af stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.