Tíminn - 24.03.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.03.1938, Blaðsíða 4
50 TÍMINN Komandl ár (Frh. af 1. siOu.) latínuskólar voru lagðlr niður á biskupsstólunum gömlu og á Bessastöðum, hafa prestsefnin fengið sína menntun í láns- húsakynnum. Síðasta áratug inn hafa hinir tilvonandi starfsmenn þjóðkirkjunnar fengið eina stofu í þinghúsinu frá Alþingi og aðgang að sam- eiginlegu anddyri með öðrum stofnunum, sem fylla þinghús- ið. Slík aðbúð er ekki beinlínis vel fallin til að auka stórhug kennimannastéttarinnar. Að einu leyti hefir þjóðkirkj- an getað staðið örugg á þjóð- legum listrænum grunni, og það var í sambandi við islenzka ljóðagerð. En þangað hefir vanrækslan náð líka, án þess að svo þyrfti að vera. Þegar sálmabókin var gerð fyrir hálfri öld, þorðu forsvarsmenn kirkj- unnar ekki að taka nema lítinn hluta af sálmum sr. Matth. Jochumssonar í sálmabókina og við það situr enn. Það er lík- ast eins og mönnum þyki óvið- eigandi að láta hina hæstu fegurð kirkjulegra ljóða koma i fullri tign inn i kirkjulegt starf, sem er að svo mörgu öðru leyti einangrað frá þróun lista og fegurðarlistar í þjóðlífinu. Þó er hér að hefjast ný dög- un. Á einstöku stað eru for- ráðamenn kirkjunnar að læra að laga starf sitt eftir breytt- um tímum. Á Skútustöðum í Mývatnssveit messar prestur- inn, sr. Hermann Hjartarson, ekki á hverjum sunnudegi, en þegar hann messar, kemur söfnuðurinn og fyllir kirkju hans. Nefnd sú, sem stendur fyrir samskotum og byggingu Hallgrímskirkju á Hvalfjarðar- strönd hefir fengið hj_á Guð- jóni Samúelssyni húsameistara teikningu af kirkju, sem myndi sóma sér í hvaða landi sem er. Á Akureyri er mikil fjársöfn- un til kirkju, sem á að gnæfa yfri bæinn frá hæðinni ofan við aðaltorgið. Hefir safnaðar- stjórnin fengið höfund Hall- grímskirkju til að gera þar nýtt listaverk. En austur í Vík í Mýr- dal hefir tiltölulega fámennur söfnuður reist fyrir fáum árum hina prýðilegustu safnaðar- kirkju, sem gerð hefir verið hér á landi á seinni árum. Kirkjan stendur ein sér á hárri hæð austan við kauptúnið. Þar var sandauðn áður, en nú er hún að grasklæðast að nýju. Kirkjan er úr steini, með snotr- um turni, smekkleg utan og innan, hituð með raforku þegar messað er. Konur í Vík hafa ofið og saumað margháttuð skartklæði og dúka í kirkjuna. Sýslumaðurinn á staðnum, Gísli Sveinsson, hefir verið aðalforgöngumaður þessarar kirkjubyggingar. Kaupfélags- stjórinn, Sigurjón Kjartansson, stýrir þar ágætum söngflokk. Að því er viröist, hefir söfnuð- urinn allur staðið saman um að byggja þessa myndarlegu kirkju, búið hana vel utan og innan, en þó stillt í hóf um til- kostnað og hvergi reist sér hurðarás um öxl. í þessu fá- menna, algerlega hafnlausa kauptúni hefir söfnuðurinn sýnt hvernig stefna ber í end- urreisn þjóðkirkjunnar, þar sem hlaupið er yfir niðurlægingu margra alda og þráðurinn eins og í svo mörgum efnum tengd- ur aftur við þjóðveldistímann, þegar kirkjan var íslenzk stofnun, nátengd hinni hæstu blómgun lista og bókmennta í landinu. Framh. J. J. Ritstjóri: Gísli Guömundsson. Prentsmiðjan EDDA h.f. Tímamannabréf (Frh. af 1. síSu.) Rvlk. Trésmiðirnir eru sann- gjarnastir, en samt er talið ó- leyfilegt og háð ofbeldisstöðv- un, ef maður í Rvík, sem byggir hús, fær glugga eða hurðir smiðað í Hafnarfirði. Allar þessar iðngreinar nema trésmiðir, neita að taka ung- linga til náms, nema með höppum og glöppum. Einna bezt sézt andi þessarar stefnu á framkomu húsamálaranna. Kauptaxti þeirra er undir og yfir tveim krónum um tímann. Samt þótti þeim það ekki nóg, heldur lögðu svo fyrir, að fé- lagsmenn skyldu ekki taka kaup fyrir tímavinnu, heldur skyldu trúnaðarmenn félagsins mæla hinn málaða flöt og leggja lag á hvað félagið teldi rétt að taka fyrir hvern mál- aðan fermetra. Þetta var að vísu mikil hækkun, en þó ekki nóg fyrir félagsmenn. Næst á- kváðu þeir að húseigandi mætti ekki sjálfur kaupa liti á hús sín, heldur yrði málarinn að leggja það til. Á þann hátt mátti enn hækka þessa vinnu. Með því að neita að kenna unglingum iðnina, og útiloka aðkomumenn frá að vinna að þessum störfum í Reykjavík, er talið að málarafélagið geti algerlega skapað húseigendum kostina. Undanfarna daga hefir hús eitt verið að kalla má umsetið af ofbeldismönnum iðnfélag- anna. Húseigandinn er tré- smiður og hefir sjálfur unnið að því að mála, veggfóðra og dúkleggja húsið. En auk þess þurfti innanhúss að gera ofur- lítið af steinsmiðavinnu. Múr- arar undir stjórn kommúnist- ans Guðjóns Benediktssonar hótuðu að gera innrás í húsið og hindra þessa vinnu. Þó hefir það ekki orðið, því að það var | kunnugt, að trésmiðir vildu lið- ; sinna félaga sínum og hann hafði auk þess orðið von um hjálp til að hús hans yrði ekki brotið upp, og vinna hindruð þar í nafni stéttarfélaganna. Öll þessi þróun er sjúk og þjóðhættuleg. Með slíku fram- ferði er hin nýja verkkunnátta að leysa þjóðfélagið sundur, hindra framleiðslustarfið og skapa almenningi þá örbirgð, sem kunnáttuleysið olli áður, meðan þjóðin var kúguð og bæld af erlendu valdi. Hér er verkefni fyrir sam- vinnumenn landsins. Þjóðin á ekki með ofbeldi stéttarsam- takanna að skapa sér hungur og vesaldóm. Rétturinn til að lifa og starfa er heilagri en rétturinn til að svelta sig og sína með skipulögðu iðjuleysi. J. J. Bókin mín. Eftir beiðni höf., frú Ingunn- ar Jónsdóttur, eru þeir útsölu- menn ofannefndrar bókar, sem kynnu að hafa eitthvað óselt af henni ennþá, beðnir að senda það hið fyrsta til Bókaumboðssölu Acta Reykjavík. Ath. Bóksölum tilkynnist hér- með, að umboðssalan hefir á lager fáein eintök af bókinni. Verðið er sama og á hinni nýju bók frú I. J., Minningum. Kolaverzlan SIGURÐAR ÓLAFSSONAR S4mn.: Kol Reykjavík Sími 19S8 Allt með Islenskum sklpnm! 3 Þad lifiir í dag - - - - En fyr eða síðar kemur lokadagurinn, og þá er það, sem allir vildu vera líftryggðir. — Líftvyggið yður heldur strax, fyrir hæfilega upphæð, til útborgunnar þegar mest liggur við Hjá okkur eru iðgjöldin lægst og svo, munið .....alíslenzkt félag. — Líftryggingardeildln. Aðalskrifítofa Austurstrœti 14. Sími 1730. Eimskip, 2. h*ö. Carl D. Tulinius & Oo. h.f. Sími 1700. Tryggingarskrifstofa Jafnvel þótt ríkisstjórnin og Alþingi hefðu haft möguleika til þess að „kúga“ bankana á þennan hátt, en því skal sleppt hér að ræöa um afleiðingarnar af slíkri vinnuaðferð, þá sjá allir, hvert stefnt hefði, ef Al- þingi og ríkisstjórn hefðu tek- ið þennan sið upp. Það er vit- að mál, að sjómenn á mótor- bátum hafa öllu lakari kjör en togarasjómenn. Hvað hefði þess orðið langt að bíða, eftir slíka aðferð gagnvart bönkun- um, ,að þessi stétt hefði einnig .eimtað hærra kaup eftir sömu leiðum? Þannig gæti hver sucLiin komið af annari og það með nákvæmlega sama rétti og sjómenn á togurunum. Engum dettur þessi aðferð í hug í fullri alvöru. Hún er aðeins borin fram í skrumauglýsinga-skyni af óábyrgum mönnum, og hver einasti maður, sem um hana hugsar, sér, að hún er ófær frá upphafi og endar í fullkomnu öngþveiti. Þá hafa kommúnistar og haldið því fram, að ekki kæmi til mála að hlíta þeim dóm- stóli í vinnudeilum, sem ekki væri settur af fulltrúum verka- lýðsins, ríkisstjórn, sem verka- lýðurinn ætti meirahlutavald í. Allir munu sjá afleiðinguna af þeirri reglu. Ef verkamenn ættu ekki að hlíta gerðardómi, sem settur væri af öðrum en þeim sjálfum, myndu útgerðarmenn vitanlega taka upp sömu reglu. Afleiðingin yrði sú, að gerðar- dómur væri óhæfur til að gera út um deilur, hve mikið sem í húfi væri, að ógleymdu því, að þannig skipaður dómstóll ætti vitanlega ekkert skylt við það sem heitir réttarfar í réttar- ríki. Ef verkamanhastjórn, sem hefði meirahlutavald á Alþingi tæki þennan sið upp, að skipa gerðardóm í slíkum málum eingöngu sínum flokksmönnum, þá væri þar eitthvert hættuleg- asta fordæmi skapað. Ef at- vinnurekendur fengju 'meira- hluta, myndu þeir sennilega fljótt beita verkamenn sömu þrælatökum. Hér væri ekki um venjulegt réttarfar að ræða, heldur rétt hins sterkasta á hverjum tima. Það er það rétt- arfar, sem við sjáum á Alþingi hinu forna, sem steypti þessari þjóð í glötun, og það er það réttarfar, sem við heyrum sagt frá í erlendum fréttum nú síðustu dagana og við hlustum á með hryllingi og viðbjóði. VII. Andmæli j afnaðarmaima. Alþýðuflokksmenn beittu sér gegn frumvarpinu um gerðar- dóm, en lögðu aftur á móti fram annað frumvarp, sem þeir töldu vera lausn í málinu. Með þessu viðurkenna þeir það, sem einnig kom fram í umræðunum á Alþingi, að deilan væri óleys- anleg nema með aðgerðum löggjafarvaldsins. í þessu frv. Alþýðuflokksmanna var svo fyrir mælt, að kaup það á salt- fiskveiðunum, sem sáttasemj- ari hafði stungið upp á, skyldi lögleitt. Síðan skyldi hinn hluti kaupdeilunnar, síldveiðarnar í sumar og ísfiskveiðarnar í haust, lagður fyrir sáttanefnd, sem héldi áfram að leita um sættir, en ekkert ákvæði var um það í frv., hversu með mál- ið skyldi fara, ef sættir tækjust ekki. En eins og getið er um hér að framan, var það álit sáttasemjara, að frekari sátta- umleitanir væru þýðingarlaus- ar. Við Framsóknarmenn litum svo á, að þessi lausn deilunnar væri óheppileg og á allan hátt ófullnægjandi. í fyrsta lagi vegna þess, að sáttatillögurnar höfðu verið lagðar fram í heilu lagi og hver einstakur liður þeirra stóð í innbyrðis sam- bandi við aöra liði. Með því að taka einn þátt tillagnanna út úr, var þessu samhengi raskað og tekin upp aðferð, sem var að öllu leyti óvenjuleg. í öðru- lagi leysti þeta frv. aðeins nokkurn hluta deilunnar. Við- kvæmasti hluti hennar, kaup- gjald á síldveiðum, var óleyst- ur eftir sem áður. Sáttatil- , raunir höfðu verið þrautreynd- j ar og engar líkur til að þær , myndu takast betur í sumar. ! Hverjar urðu þá afleiðingarn- ar, ef ekkert samkomulag næð- \ ist um kaupgjald á síldveiðum? Að setjá bráðabirgðalög um svo viðkvæmt efni hefði verið mjög óheppilegt, enda með öllu óvíst að samkomulag hefði í sumar náðst um slík lög milli stjórnarflokkanna. Annaðhvort var þá að láta síldveiðarnar stöðvast í sumar eða kalla Al- þingi saman á ný til þess að setja löggjöf um lausn deil- unnar í byrjun síldveiðitímans, sennilega þó ekki fyrr en tjón hefði af hlotizt vegna meiri og : minni vinnustöðvana. Þetta j töldum við Framsóknarmenn . því enga lausn á málinu. í j þriðja lagi bentum við á það, að með því að setja lög um kaupgjald á saltfiskveiðum er skapað varhugavert fordæmi, án þess þó að leysa nema hluta 1 vinnudeilunnar, fordæmi, sem ! verkamönnum hlýtur að vera j ljóst, að er miklu varhugaverð- ! ara en gerðardómur, ef hægt er | að kalla hann varhugaverðan J á annað borð. Sjómenn höfðu j fellt tillögur sáttasemjara í i heild og þar með kaupið á salt- I fiskveiðunum. Með því að gera j þetta kaupgjald að lögum, voru ; því sköpuð 2 fordæmi: Hið fyrra ! að taka samningsréttinn af aðilum á sama hátt og gert er með gerðardóminum, og í öðru lagi að Alþingi ákvæði með lög- um kaupgjald, sem verkamenn höfðu fellt að ganga að. Ef gerðardómur er hættulegt for- dæmi, hlutlaus dómstóll, óháð- ur ríkisvaldinu, þá er aðferð Alþýðuflokksmannanna áreið- anlega ekki hættuminni. Með henni er atvinnurekendum, ef þeir eru í meirahluta á Alþingi, opnuð leið til þess að ákveða með lögum kaupgjald sem at- vinnurekendur hafa samþykkt en verkamenn fellt. Þar sem Alþýðuflokksmenn viðurkenna óumflýjanlega nauðsyn þess að leysa þetta mál með lögum og vildu ganga inn á þá lausn, sem er í frumvarpi þeirra, þá töld- um við Framsóknarmenn þeim vorkunnarlaust að fylgja okk- ar frv., sem var í samræmi við stefnu jafnaðarmanna í ná- grannalöndunum og jafnvel hættuminna sem fordæmi en úrlausn sú, er Alþýðuflokks- menn gerðu að sinni tillögu. VIII. Hin rétta leið. Ég vænti þess, að þegar mál þetta verður skoðað niður í kjölinn, þá muni menn komast að þeirri niðurstöðu að Fram- sóknarflokkurinn hafi hér val- ið hina réttu- leið. Ég fullyrði, ! að stöðvun togaraflotans hefði j fyrir okkur haft miklu alvar- i legri afleiðingar en þær deilur, sem nágrannaþjóðir okkar hafa þó séð ástæðu til að leysa með gerðardómi. Og ég vænti að menn geti fallizt á það almennt, að aðrar leiðir en þessi hafi ekki verið heppilegar, enda var ekki á þær bent og hefir enn ekki verið gert. Að áliti Fram- sóknarmanna var ekki önnur lausn viðunandi. Það er eftir- tektarvert, að ekki er unnt að benda á nema tvö dæmi þess, að flokksráðherra jafnaðar- manna hafi tilnefnt dómendur í oddaaðstöðu gerðardóma 1 vinnudeilum: í Frakklandi og nú nýlega í Noregi. En um Noreg er það einnig vitað, svo sem bent er á hér að framan, að tilnefningin í dóminn er bersýnilega gerð í samráði við hina flokkanna, svo að tryggt sé aö dómstóllinn verði hlut- laus en ekki flokksdómstóll. í öðrum tilfellum í Noregi hefir hlutleysisaðstaðan einnig verið valin. Og í Danmörku hefir aðeins einu sinni, í fyrsta skipt- ið (1933), verið íarin sú leið, ásamt gerðardómsleiðinni, að lögfesta kaupgjald, en ávalt síð- an hefir gerðardómur verið val- inn af jafnaðarmönnum þar í landi. Og í öllum tilíellum, undantekningarlaust, hefir for- sætisráðherra með lögum af- salað sér réttinum til þess að nefna í dóminn, en látið hlut- lausum aðilum það eftir. Þetta sýnir okkur, að þar sem írelsl og mannréttindi standa einna hæst, telja jafnaðarmennirnir það of hættulegt að velja flokkspólitískt í gerðardóma. Þeir vita, að það myndi ekki einungis skapa gremju og ó- eirðir í þjóðfélaglnu heldur myndi það og veita atvinnu- rekendunum stórhættulegt fordæmi. í réttarþjóðfélagi eru slíkir dómstólar ekki taldir til fyrirmyndar. Frá réttarfari slíkra dómstóla hefir okkar litla ríki verið að vaxa smátt og smátt síðan á Sturlungaöld, þegar réttur hins sterkara var hinn einasti réttur. Ef gengið er út frá því að réttur einstakl- inga og stétta sé meira virði en allt annað og jafnvel helgari réttur en allur annar, og ef honum er bezt borgið á þann hátt að láta flokksdómstóla dæma, þegar rétturinn er af að- ilum tekinn, þá væri það rök- réttast að stíga sporið út og slá því föstu, að flokksdómstólar séu yfirleitt hið bezta og full- komnasta réttarfar, sem unnt sé að fá og ákjósanlegast í hverju máli. Sennilega myndu 1 þó fáir hér á landi vilja inn- í leiða slíkt réttaríar gamla tím- ans. Æðstu dómstólar þjóðanna ; gera út um ágreiningsmál ein- staklinga og stétta og það er talið ákjósanlegast að þessir i dómstólar séu sem hlutlaus- astir. — Oft er dæmt um mik- | ilsverð réttindi og fjárhagsat- riöi einstaklinga og stétta. Dómstólarnir veita einstakling- um frelsi eða svipta þá því svo árum skiptir, og jafnvel lífinu sjálfu þar sem dauðarefsingar tíðkast. Svo mikið vald er dóm- i stólunum fengið í hendur. Og þetta réttarfar er það sem að- greinir réttarríki frá villi- mennsku hins sterka. Ég vil ! staðhæfa, að dómstólar, sem ; fara með svona mikið vald og allir þegnar þjóðfélagsins verða að beygja sig fyrir, ættu að*vera færastir allra til að nefna hlut- ; lausa menn í dóm til að dæma einnig um þessi kaupgj aldsmál. ; Fyrir verkamennina er það ekki meira að lúta slíkum dómstóli þegar þjóðarnauðsyn krefur, en aðra þegna þjóðfélagsins þar sem jafnmikið eða jafnvel meira er í húfi fyrir þá. Ég staðhæfi að gerðardómsleiðin er a. m. k. betri en sú leið að lögfesta kaupgjald eða láta flokksdómstóla dæma um það, eftir því hverjir eru í meira- hluta á Alþlngi á hverjum tíma. Það er engin tilviljun, að jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa hvað eftir annað valið sömu leiðina i þessum málum og við nú leggjum til að verði farin. Það er sú eina leið, sem réttarríki sæmir. Hermann Jónasson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.