Tíminn - 31.03.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.03.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 63 hann mjög sóttur að ráðum bæði af samherjum sínum og mönnum í öðrum flokkum. Hann var hinn bezti ráðunautur djörf- um mönnum og stórhuga, því hann sá öðrum betur afleiðingar nýrra átaka. Aftur á móti verð- ur ekki með sama hætti sagt að hann hafi haft frjótt eða skap- andi ímyndunarafl. Hann var fyrst og fremst hinn framsýni, ráðagóði og fastlyndi stjórn- málaleiðtogi. Hann opnaði ekki nýjar leiðir, en hann mælti með heppilegu úrræði í hverri gesta- þraut, sem lífsbaráttan lagði fyrir hann. Af þessum ástæðum varð Jón Baldvinsson hinn mikli sátta- semjari og málamiðlunarmaður. Reyndi mjög á þessa gáfu hans í hraðvaxandi flokki, þar sem flestir voru nýliðar, en málefni stór og vandasöm úr að ráða. Enginn efi er á því, að Jón Bald- vinsson eyddi miklu af lífsorku sinni í það, að sameina og sam- ræma hina óæfðu og oft ósam- þykku starfskrafta í liði Al- þýðuflokksins. Hann vann á sama hátt á Alþingi. Meðan hann var þar einn síns liðs tókst honum að koma fram vökulög- unum til verndar lífi og heilsu togaraháseta. Hann sótti málið með svo mikilli lægni og festu að bæði Framsóknarmenn og margir Sjálfstæðismenn hjálp- uðu honum til að fá þessa tor- fengnu og umdeildu réttarbót. Sama varð raunin um vinnu Jóns Baldvinssonar um fjölmörg önnur mál, bæði á Alþingi og í banka þeim, sem hann stýrði. Jón Baldvinsson var maður fremur lágur vexti, en þrekleg- ur og svaraði sér vel. Hann hafði það vaxtarlag, sem venjulega einkennir sterka menn. Hann hafði líka þá ró og stillingu, sem venjulega einkennir þá menn, sem eru rammir að afli. Hann virtist alltaf vera í góðu skapi, jafnvel í miklum mannraunum og erfiðleikum. í meir en tutt- ugu ára nokkuð náinni kynn- ingu, man ég aldrei eftir að ég sæi hann skipta skapi. Enginn vafi er þó á, að hann var skap- maður, en stillti svo í hóf að aðrir urðu lítt varir við hvort honum líkaði betur eða ver. Slíkt má telja einkenni á miklu karl- líka reynt lyf frá Rannsóknar- stofu Háskólans, er nokkrum bændum hefir verið sent — og séð verulegan bata af því á mörgum kindum — en svo er hitt miklu fleira, sem enginn árangur sézt af. Þá má líka benda á það, að þegar sjúkt fé og „grunsam- legt“ er tekið úr beitarfé og gefið inni við góða meðferð í fleirl vikur, kemur það í ljós, að nokkrar kindur læknast alveg án meðala, enda er sú stað- reynd þegar kunn, að mörg dæmi eru þess, að greinilega veiku fé hefir batnað, að minna eða meira leyti. En þrátt fyrir þessa reynslu, er dauðatalan svo há, að það virðist mjög oft eigi svara kostnaði, að fóðra sýktan hóp um langan tíma, nema þá síðara hluta vetrar eða að vorinu, í von um að ær komi lambi sínu svo á fót, að það geti orðið graslamb. Um lækn- ingu á veikinni má í stutu máli segja það, að okkur, sem höf- um hana í fénu, sýnist hún í mörgum tilfellum líta þannig út, að vonlaust sé um bata, með neinum ráðum, þegar hin- ar sjúklegu breytingar lungn- anna eru athugaðar. Ég hefi veitt því athygli, bæði hjá mér og öðrum, að veiki þessi kemur mjög misjafnlega fljótt fram með glöggum ein- kennum. í mörgu af fénu koma flest höfuðeinkennin i ljós á menni, en getur skapað hvltar hærur fyrir aldur fram. VI. Jón Baldvinsson minnti um gáfnalag og lífskoðun mjög á þá herforingja, sem ná mikilli frægð fyrir að verja land sitt, en hneigjast ekki til útrása á nábúa sína til nýrra landvinn- inga. Meginsigur lífs hans var að skipuleggja hina hraðvaxandi verkamannastétt í fylkingar, sem lögðu megináherzlu á að leysa vandamál sin með samtök- um og friðsamlegri þróun. Ef hann hefði haft sér til aðstoðar marga samstarfsmenn, sem hefðu lagt hina nýsafnaða liði mikið af frjóum og lífvænlegum viðfangsefnum, myndi verka- mannaflokkurinn íslenzki hafa notið sín betur en raun varð á. En sízt ber að vanþakka þeim manninum, sem mest lagði fram af orku til alhliða þróunar, þó að hann fengi ekki í sinni sam- tíð þann liðsauka, sem hann þurfti helzt með. Menn hafa veítt því eftirtekt að nálega allir hinir þróttmestu forgöngumenn í stjórnmálum íslendinga síðan um 1880 hafa verið útslitnir menn á miðjum aldri og lagzt til hinztu hvíldar á þeim árum, þegar stéttarbræð- ur þeirra í flestum nálægum löndum eru að vinna höfuðverk æfi sinnar. Jón Baldvinsson er hinn síðasti af þessum for- göngumönnum íslenzkra stjórn- mála, þar sem eldur hins póli- tíska lífs eyðir lífsorkunni á ó- venjulega og óeðlilega skömm- um tíma. Jón Baldvinsson var kvæntur konu úr jptafholtstungum, Júlí- önu Guðmundsdóttur. Þau áttu einn son, Baldvin að nafni. Hann hefir lagt stund á lögfræði og var við framhaldsnám í París, þegar faðir hans andaðist. Frú Júlíana er ein af þessum orðfáu, íslenzku höfðíngskonum, sem lofa litlu en efna mikið. Henni er það að þakka, að Jón Bald- vinsson komst á sextugsaldur. Fyrir hennar atbeina hafði mað- ur hennar nokkra aðstöðu til að njóta hvíldar frá óslitnu og þrotlausu áhyggjustarfi þess manns, sem hefir það að áhuga- máli að safna viðvaningum ör- eiganna í skipulega fylkingu til að ná betri lífskjörum og meiri manndómi. Frá því að Jón Baldvinsson tók að sér forustu verkamanna- flokksins var æfi hans að kalla mátti samfelldur vinnudagur, þar sem engin hvíld var tryggð með vökulögum. Fyrir slíkan mann er ekkert til sem veitir hvíld við máltíðir eða að kvöldi til eftir unnið dagsverk. Hann á heldur ekki neina sunnudaga, sumarfrí eða stóx’hátíðir. Hvar sem hann fer mæta honum á- hyggjur og áhugamál annara. Þegar aðrir góðir borgarar taka sér að afloknum vinnudegi bók í hönd eða leita sér hvíldar með þátttöku í nokk- urri skemmtun, þá verður hinn íslenzki stjórnmálamaður að leggja af stað á einhvern af þeim óteljandi fundum, sem til- heyra starfi hans. Fundírnir taka mikinn hluta af hinum eðlilega hvíldartíma og vöntun á hvíld mikið af mannsæfinni. í stærri og mannfleiri löndum með meiri pólitískri reynslu er þessu öðruvisi háttað. Hið póli- tíska návígi hverfur í mann- mergðinni. Stjórnmálavenjur hlífa hvíldardögum og sumar- leyfum. Slíkir menn eru oft utan stórborganna að búum slnum, við bækur eða veiði allt að þriðjungi hverrar viku. Undir þvilíkum lífsskilyrðum halda menn heilsu og fjöri fram á elliár. Hið mikla mannfall í liði íslenzkra þlngskörunga hin síðustu ár mætti vel verða til þess, að þeir sem eftir lifa, hug- leiði með hverjum hætti væri unnt að tryggja líf og atarfsorku þeirra, sem sinna félagsmálum þjóðarinnar betur en gert hefir verið síðan íslendingar fengu í sínar hendur stjórn sinna eigin mála. VII. Jón Baldvinsson hafði fram yfir marga af samstarfsmönn- um sínum í landsmálum eina mjög skemmtilega hneigö til léttúðar. Frá því hann var dreng ur vestur við ísafjarðardjúp var hann hinn mesti veiðimaður meö stöng og færi. Hann var talinn elnna slyngastur lax- veiðimaður í höfuðstaðnum. Einstöku sinnum, en allt of sjald an hvarf hann á sumrin úr bæn- um með veiðistöng sína, upp í Kjós, austur að Sogi eða í Bisk- upstungur. Það var líf hans og yndi að eiga leik við hinn sprett- harða og sviflétta lax. Hann gleymdi sjálfum sér, allri bar- áttu og öllum áhyggjum í glím- unni við konung hinna fersku vatna. Þessar hvíldarstundir sýndu þrá Jóns Baldvinsonar. En þær stundir voru of fáar og þær komu of seint. Jón Baldvinsson átti um mörg ár sæti í lögjafnaðarnefnd og kom þannig árlega fram fyrir land sitt í átökum við sambands- þjóðina. Hann varð í þessu skyni að vera erlendis annaðhvei't sumar, og að sumu leyti undir þeim ki’ingumstæðum, að það var honum hvíld. Aldrei kom betur fram en í þessu starfi hvernig Jón Baldvinsson gerði kröfur til að verkamannahreyf- ingin væri fullkomlega þjóðleg. í Danmörku var haixn í miklum metum hjá samherjum sínum sem hafa þar forustu í þjóð- málum. Var þar um að ræöa gagnkvæma velvild o'g viður- kenningu. En jafnskjótt og kom að samningaboi’ðinu um hags- muni og rétt íslendinga gagn- vart sambandsþjóðinni var Jón Baldvinsson um leið orðinn lærisveinn og fóstursonur Skúla Thoroddsen. í sumar sem leið voru fundírnir haldnir í Dan- mörku og Jón var formaður is- lenzka nefndai’hlutans. Hann var þá sárlasinn og var á sjúkra- húsi áður en fundirnir byrjuöu og eftir að þeir hættu. En með- an fundirnir stóðu yfir hlifði Jón Baldvinsson sér ekki. Hann lét bitna á sér mestu erfiðleik- ana okkar megin og varði hvert atriöi í málstað íslendinga, svo sem bezt mætti vera. En þó hann héldi fast á máli sínu, þá var framkoma hans öll svo prúð- mannleg og stillt, að andstæð- ingarnir virtu jafnmíkið máls- vörn hans og karlmannlega framkomu. Jón Baldvinsson var að lífs- skoðun og um vinnubrögð alger- lega í samræmi við öndvegis- höldu jafnaðarstefnunnar, þá sem nú hafa forustu i stjórn- málum Norðurlanda. Þeir byggja á þjóðlegum, friðsamlegum grundvelli. í þeirra augum er byltingaráróðurinn og hin er- lendu yfirráð, sem kommúnism- inn heimtar af fylgismönnum sinum utan Rússaveldis, þjóð- hættuleg og mannspillandi. Jón Baldvinsson var skoðanabróðir og um flesta hluti jafnoki þess- ara manna. Hann tók upp ó- sleitilega baráttu við hina er- lendu ofbeldisstefnu og hopaði hvergi á hæl, þó að sótt væri að honum í einu frá gömlum og nýjum andstæðingum. Hitt er annað mál, að þessi bai’átta hentaði ekki heilsufari hans. Síðustu mánuðirnir voru honum erfiðir. Aldrei hafði reynt meira á þrek hans og aldrei hafði hann sýnt meiri dirfsku og karl- mennsku. VIII. Eftir eina af þessum hörðu sennum, þá sem var mest áber- andi og harkalegust í 4 mán- aða samfelldri innanlandsstyrj- öld í flokknum kom Jón Bald- vinsson heim af fundi í stærsta verkamannafélaginu, fullviss um að lífsstarfi hans væri nú lokið. Kona hans skyldi vel hættuna og bægði frá sóttarsæng hans allri vitneskju um stríð og erfið- leika utan við veggi heimilis- ins. Þannig liðu nokkrar vikur. Dauðinn sótti fast að hinum sterkbyggða manni, en mót- stööuaflið var mikið. Síðasta daginn sem Jón lifði kom einn af nánustu vinum hans að sótt- arsænginni og lét hann skilja að áhugamál hans væri í engri hættu. Sjúklingurinn brosti góð- látlega. Hann hafði gefið ís- lenzku verkamannastéttinni lífsorku sína alla. Hanir andað- ist fullviss um það, að hin fjöl- menna fylking öreiganna i land- inu myndi halda áfram frið- samlegri þróun góðra íslendinga eftir þeim vegi, sem hann hafði byggt með samfelldu erfiði gifturíkrar æfi. J. J. NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI. kaupi ég hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um allt land. Innkaupsverðlistar sendir þeim sem óska. Gunnar Guðmundsson, Laugaveg 42. Pósthólf 551 Sími 4563. — Reykjavík. Hín mílda hönd Framsóknaríl. Hér á dögunum lét Mbl. svo um mælt, að nauðsyn væri að fá kosningar á vori komandi. Mér finnst vafasamt að þetta sé hyggilega mælt. Árlegar kosningar þreyta borgara lands- ins. Þær eru auk þess nokkuð dýrar. Út í frá er talið, aö Sjálfstæðisflokkurinn hafi eytt 300 þús. kr. í „breiðfylkinguna" 1937. Mér þykir ólíklegt, að það sé auðvelt fyrir Sjálfstæðis- menn að fá slík framlög árlega. Og árangurinn er meir en vafa- samur, eins og reynsla undan- genginna ára sýnir. Það er almennt álit, að meiri- hlutaaðstaða í bæjum og landi gefi um þessar mundir meiri á- hyggjur en starfsró, Litum á Reykjavík. Hér hefir Sjálfstæð- isflokkurinn meirihluta. Hér búa efnamestu menn landsins. Þó er bærinn í stórlegum pen- ingavandræðum. Hann er með mjög stóra og alveg óeðlilega lausaskuld í Landsbankanum. Hann skuldaði alveg nýlega fram undir 30Ö þús. kr. sjúkra- samlaginu í Rvik. Útsvörin hækka ár frá ári, og óánægja borgaranna vex. Samt er ekki lagt í neina framkvæmd, sem um munar. Borgarstjórinn er búinn að fara tvær ferðir til út- landa og biðja um lán í hita- veituna og ennþá heyrist ekkert um úrslit. Verk hans er sýni- lega torunnið. Mbl. getur vafalaust bent á alveg hliðstæða þróun í lands- málunum: Lausaskuldir, hækk- andi útgjöld, atvinnuleysi osfrv. En mér sýnist ekki neitt benda á, að þó að Mbl.menn gætu fengið kosningar í vor, og þó að þeir græddu eitthvað hlutfalls- lega á klofningi Héðins Valdi- marssonar, þá eru fyrst og fremst litlar líkur fyrir sigri, og í öðru lagi, að MbLmenn hefðu mikla ánægju af að fá sams- konar landstjórn eins og for- ræði Péturs Halldórssonar reynist Reykvikingum. Sennilega finna borgarar landsins minni nauðsyn á kosn- ingaglímu árlega fyrir það, að Framsóknarflokkurinn heíir fyrir löngu tekið upp og gegn- stuttum tíma, frá því að fyrst sér eða heyrist á kind, í öðrum er veikin mjög hægt sígandi á- fram, svo litlu munar á fleiri vikum — og tel ég þann hópinn hafa miklu meiri batamögu- leika. Þar sem mikill vafi getur oft leikiö á því í byrjun veik- innar, hvort um hana sé að ræða eða aðTa lungnasjúkdóma, er það vonlegt þó ýmsum verði á að álykta að þessari tilteknu kind hafi batnað veikin — og eigna það oft tilteknu ráði 'eða lyfi, án nægilegs samanburðar á öðrum kindum, er ekkert er gert við, nema samskonar fóðr- un og aðbúð. Einnig hefir það mikil áhrif, að menn eru mjög misjafnlega vandlátir að nið- urstöðum sínum. Þrátt fyrir þetta tel ég sjálf- sagt að reyna steinoliu eða annað, þar til þrautreynt er, og gott má það vera, að einhverjir geti haft þess not, en ég hefi hér skýrt frá þeim staðreynd- um, sem ýmsum sézt yfir þegar þeir vilja láta tilraun sína tak- ast, og það er að gera samskon- ar samanburð á öðru fé, og bera svo saman. Vel má athuga það, að stein- olía er sterkt lyf, sem „brenn- ir“ húð og slímhimnur og veik- ist féð oft mikið eftir inn- sprautingu. Ég hefi ráðlagt mönnum að blanda saman við hana annari mýkjandi olíu, s. s. bómolíu eða parafínoliu, sem er betri, því hún samlagast steinolíu alveg. Væri t. d. gott að hafa 1 hluta parafínolíu móti 2 hl. steinolíu, og gefa í einu 6—7 bólusetn- ingarskammta tvisvar til þi’isv- ar með viku millibili. Sama aðferð er viðhöfð og viö venjulega barkadælingu gegn lungnaormum, sem er alkunn. Gleymið ekki að sótthreinsa nál og húðina þar sem henni er stungið inn. Sé parafinolía höfð með, veikist féð miklu slður en ella. Meðíerð sauðfjár á mæðiveikislíæjum. Ennþá hafa engar saman- burðartilraunir átt sér stað, hversu mismunandi meðferð getur haft áhrif á gang eða hraða veikinnar, og vilja marg- ir bændur telja það þegar sann- að, að „góð meðferð" hafi ekki veruleg áhrif, og vitna þar til sumarbata o. fl. Að vísu má segja, að þrátt fyrir góða með- ferð hefir veikin strádrepið féð, en hlns geng ég ekki dulinn, að hentug og góð meðferð getur oft dregið úr mjög örum fjár- dauða, og það á tvennan hátt, að mér sýnist. í fyrsta lagi mætti ætla, að þegar fé líður ágætlega vel, þá sé það miklu ónæmara íyrir smitun, má þar til benda á, að veikin sýnist þurfa mjög lang- an tima til að smita sumt fé. í öðru lagi eru miklar líkur til þess, að margri kind batni veikin á því stigí, að hún sé tæplega þekkjanleg í henni, og er því auðsætt, að heppileg meðferð er höfuðskilyrðí. Þegar þess er gætt, að féð er „sýkt“, enda þó það sýnist heilbrigt, veldur þar um hinn langi með- göngutlmi veikinnar. Þá má nefna þá staðreynd, að mjög lítið ber að jafnaði á veikinni, ef féð er íóðrað langan tíma inni og ekkert beitt. Ég vil mjög eindregið ráða mönnum til að gæta mikillar varúðar í meðferð sauðfjár á mæðiveikisbæjunum, og gera sér fyllilega ljóst, að féð er að meira leyti sýkt, þótt lítið sjái á því, á sumum tímum. Ég hefi von um að dálítið mætti draga úr tjóninu með þessum hætti, að minnsta kosti í sumum til- fellum. En vitanlega er þetta afardýrt, og mjög örðugt eftir slæman heyskap — en takið þetta til athugunar næsta haust, og sá kostnaður borgast að einhverju leyti í góðum af- urðum þess er eftir lifir. Við heimtum öflugar ráðstaf- anir til varna gegn útbreiðslu I' veikinnar, og teljum nú von- laust um neina afkomumögu- leika í sauðfjárræktarsveitum; jj en á meðan bai’izt er til úr- |! slita, á það að vera okkar metnaður að gera það sem hægt var. Til þess að fyrirbyggja að fjármenn misskilji orð mín, skal ég taka það fram, að undir hugtakið „góð meðferð“ fellur margt fleira en nægilegt fóður. Ég vil benda á nokkur atriði í þessu sambandi: 1. Beitið fénu mjög varlega, og takið það alveg inn, ef tið er köld eða rosasöm. 2. Rekið það sem styzt og hægast, sem kostur er. 3. Hafið féð í þurrum húsum og loftgóðum, og brynnið því úti frekar en inni, nema því sjúka. 4. Hafið hugfast,að féð tapi ekki holdum, hvort sem beitt er eða fóðrað inni. — Gefið fóðurbæti með slæmum heyj- um. 5. Sleppið fénu ekki af húsi fyr en vorbati er kominn og hýsið þið það í verstu vorhret- um. 6. Takið ullina ekki of snemma af. Mefir samskonar veiki verið í sauðfé okkar áður? Mjög hefir það verið umdeilt meðal fræðimanna, hvort veiki þessi sé áður algeng í fénu, og skal ég ekki blanda mér í það. En það er víst, að almennings- álitið í mæðiveikissveitum er eindregið í þá átt, að staðhæf- ingar dýralæknanna undir for- ustu Sig. E. Hlíðar, séu mjög fljótfærnislegar, og vonlaust sé að hans læknisráð dragi neitt úr veikinni. Má það undarlegt heita, að eigi skuli neitt veru- legt hafa heyrzt um tili’aunir eða lækningar þeirra, því óneit anlega var það eðlilegt, að þeir létu sig þetta meira skifta, sem fræðimenn og áhugamenn í starfinu. Fullyrða má það, að ég hefi engan bónda hítt, er hefir séð samskonar veiki í sínu fé áður, þegar þeir hafa borið saman lungu úr mæöiveiku fé og lungu úr fé, er drepizt hefir úr eldri lungnasjúkdómum. Sjálfur vil ég fullyrða það sama, enda eru önnur ytri sjúkdómseinkenni, að rnörgu mjög ólík áður þekkt- um sauðfjársjúkdómum. VarnarráfSstafsutÍF og niðurskurðiir á sýktiim svæfSmn. Þar sem nú hlýtur að lcoma til álita hvaða aðalleið verði tekin til útrýmingar eða stöðvunar á veikinni, þarf að gera sér ljóst ýmislegt er bein- línis stendur i sambandi við þau mál. Má þá fyrst nefna, hvernig varnarráðstafaxhr sí'ð- asta árs hafa reynst. Það mun ekki umdeilt, að mikið hefir áunnizt með tak- mörkun gegn útbreiðslu veik- innar, enda stórfé verið varið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.