Tíminn - 07.04.1938, Side 1

Tíminn - 07.04.1938, Side 1
 XXII. ár. Rvík, fimmtud. 1. apríl 1938. 15. blao. Vantraustsumraður á Alþingi Ræða Hermanns Jónassonar Sorsætísráðherra 4. þ. m. Sjálfstæðisflokkurinn hefir borið fram vantraust á ríkis- stjórnina og formaður þess flokks hefi r mælt fyrir van- traustinu. Ég mun hér í kvöd svara meginrökum þeim, sem formað- ur Sjáfstæðisfokksins, háttv. þingm. Gullbringu- og Kjós- arsýslu telur sig hafa fært fyrir því, að vantraustið eigi að samþykkja hér á Aþingi. — En ég mun þó aðallega haga svör- um mínum á þann hátt, að ég geri grein fyrir afstöðu Fram- sóknarfl. til stjórnarinnar og stjórnmálaviðhorfsins í landinu yfirleitt — og ég dreg að nokkru fram þau rök, sem Framsókn- arflokkurinn telur liggja til þess, að rétt hafi verið, eins og á stóð, að mynda ríkisstjórn á þann hátt sem gert var. Rökin, sem hv. þm. G.-K. telur sig hafa fært fram fyrir vantrauststillögunni — auk þeirra sem talin hafa verið í 4 ir í öllum eldhúsdagsumræðum — eru í skemmstu máli þau: Að stjórnin sé of veik. Og þau rök, sem hann færir fyrir því að stjórnin sé of veik, eru í að- alatriðum á þessa leið: Alþýðu- flokkurinn á Alþingi neitaði að samþykkja gerðardómslögin, og vegna þess að lögin voru sam- þykkt, óskaðf ráðherra Alþýðu- flokksins að fá lausn frá ráð- herrastörfum. Hv. þm. bendir á að blöð Alþ.fl. hafi beitt sér gegn lögunum um gerðardóm og að þau séu enn eigi komin til framkvæmda nema að litlu leyti, og svo geti farið, að þau verði óframkvæmanleg fyrir ríkisstjórnina í samstarfi við Alþýðuflokkinn. í þessu sam- bandi bendir hv. þm. á sam- þykkt Sjómannafélags Reykja- víkur, þar sem gerðardómslög- unum er eindregið mótmælt og gerðardómnum, er kveðinn var upp samkvæmt lögunum einnig, og jafnframt lýst yfir að sjómennirnir telji sig ekki bundna af gerðardómnum og telji sér heimilt að koma í veg fyrir að lögskráð verði á skip- in á síldveiðar í vor. Ennfrem- ur bendir hv. þm. G.-Kjós. á það, að launadeilur og vinnu- stöðvanir séu yfirvofandi á flutningaskipaflotanum, í vega- vinnunni og í síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Af þessum ástæðum telur hv. þm., að það hafi verið skylda Framsóknar- flokksins og mín, að mynda það sem hann kallar „sterka ríkisstjórn", til að framfylgja gerðardómslögunum, sem þegar hafa verið samþykkt, og í öðru lagi til þess að gera ráðstafanir til að ráða fram úr yfirvofandi launadeilum og fylgja þeim ráðstöfunum eftir. — En ekk- ert af þessum ráðstöfunum tel- ur hann líkur til að unnt sé að framkvæma með Alþ.fl., er sí- fellt hvetji til ábyrgðarleysis í launadeilum og neiti að taka á þeim til nauðsynlegrar úr- lausnar. Þetta eru í aðalatriðum þær röksemdir, sem fram eru færð- ar fyrir vantraustinu og fyrir því að ríkisstjórnin, eins og hún er, sé of veik, auk þess að nokk- uð hefir verið bent á erfiðleika tímanna almennt, þó ekki sem neina aðalástæðu. Ég er vitanlega enganveginn ánægður með framkomu Alþ.fl. í gerðardómsmálinu og ég hefi dregið fram rökin fyrir þeirri skoðun minni á öðrum vett- vangi. Það var bent á það í um- ræðunum um málið hér á Al- þingi og hefir verið margtekið fram í blaðaskrifum, að í tog- aradeilunni var, vegna þeirrar geigvænlegu hættu, sem hún hafði í för með sér fyrir þjóð- ina alla, gripið til samskonar ráða til úrlausnar og fulltrúar jafnaðarmanna í ríkisstjórnum nágrannalandanna hafa beitt við lausn sömu mála hjá sér. Það er meira en lítið athyglis- vera, að núna fyrir 2—3 dögum var forsætisráðherra Noregs, jafnaðarmaðurinn Nygaards- vold, að setja gerðardómslög nr. 2 nú á fáum vikum, vegna kaupdeilu í vegavinnu. Borg- araflokkarnir í Stórþingi Norð- rnanna kröfðust þess, að rikis- stjórnin ákvæði sjálf kaupið í vegavinnunni, eins og jafnaðar- menn og kommúnistar halda fram, aö þeir myndu gera hér, ef þeir væru í meirihlutaað- stöðu, en jafnaðarmaðurinn Nygaardsvold og stuðnings- menn hans í Stórþinginu sátu vio sinn keip. Forsætisráðherr- ann sagðist mundi gera það að fráfararatriði, ef lögin fengj- ust ekki samþykkt. Hann vildi undir engum kringumstæðum ákveða kaupið sjálfur. í Nor- egi gera jafnaðarmenn það að fráfararatriði, ef þeir fá ekki að ákveða kaupgjald með gerð- ardórni. Á íslandi segja jafnað- armenn af sér fyrir það, að gerðardómslögin eru samþykkt. En þrátt fyrir þessa einkenni- legu framkomu Alþýðuflokks- ins hér á íslandi, hefir gerðar- dómslögunum verið framfylgt á fyrsta stigi þeirra. Það hefir verið skráð samkvæmt gerðar- dómnum á saltfiskveiðar. Að vísu samþykktu sjómannafé- lags-menn þetta kaup á félags- fundi og telja þá samþykkt undirstöðu skráningar en ekki gerðardóminn. Slík samþykkt skiftir vitanlega ekki miklu máli til eða frá. Aðalatriðið er það að lögin og gerðardómur-, inn hafa náð tilgangi sínum fram til þessa. Ég sagði það í upphafi, þegar ég fékk lögin sett, að ég ætlaði mér að treysta á löghlýðni verkalýðs- ins. Það traust hefir ekki brugðizt á fyrsta stigi málsins, og ég ætla að treysta því, að það bregðist ekki heldur urn þann hluta laganna, sem ó- framkvæmdur er enn þá. Það er rétt að Sjómannafélagið hef- ir mótmælt gerðardómslögun- um og gerðardóminum. En það er ekkert nýtt, að lögum frá Alþingi sé mótmælt. Jarðrækt- arlögunum var mótmælt víðs- vegar um land í miklu stærri stíl en þessum gerðardómslög- um, og fleiri dæmi mætti nefna. Þó urðu þeir bændur miklu fleiri, sem voru lögunum fylgj- andi, eftir að þau höfðu verið skýrð og skilin. Þannig hygg ég að fara muni einnig um gerð- ardómslögin. Gott mál og rétt vinnur stöðugt á, því lengra sem líður, því meira sem menn hugsa það með ró og því betur sem menn skilja rökin sem að málinu liggja. Við þurfum því alls ekki að kippa okkur upp við það þótt lögunum sé mót- mælt í fyrstu. Það hefir svo oft komið fyrir. Ég skil það mæta vel, að sjómenn, sem vegna þeirra kenninga, er að þeim hefir verið haldið, og hafa ekki mátt heyra gerðardóm nefnd- an, taki þessu máli illa í fyrstu, meðan hiti er í skapsmununum og lítið um rólega yfirvegun. Sú samþykkt sjómanna, að þeir telji sér heimilt að koma í veg fyrir að skráð verði á skipin, þarf alls ekki að vera ólögleg. Ef það er ætlun Sjómannafél. að hindra skráningu á skipin með því að hafa áhrif á vilja sjó- mannanna, þá er það hvergi bannað. Lögin skylda engan þegn þjóðfélagsins til þess að fara um borð í togara og vinna þar. Þau skylda hvorki mig né formann Sjálfstæðis- flokksins eða nokkurn annan til að stunda sjómennsku, eða heimila að setja okkur eða aðra með valdi um borð í togara til þess að við vinnum þar. Kaup- ið hefir aðeins verið lögákveð- ið með gerðardómi fyrir þá, sem sjómennsku vilja stunda. Sum- ir bændur — að vísu sárafáir — hafa verið taldir á það að taka ekki við jarðræktar- styrknum samkv. nýju jarð- ræktarlögunum. Sjálfstæðis- menn hafa ekki framið neitt lögbrot með því að telja ein- staka bændur inn á þessa leið. Bændurnir fremja heldur ekk- ert lögbrot með því að taka ekki á móti styrknum. Ef það er ætlun sjómanna, að hindra lögskráningu, með því að beita áhrifum sínum þannig og breyta þannig vilja sjómanna, þá er ekki um neitt lögbrot að ræða. En ef á að hindra mann með valdi frá vinnu, þá gegnir allt öðru máli. En þann skilning mun ég, sem dómsmálaráð- herra, ekki leggja í þessa sam- þykkt, og það hefir enginn, þangað til annað reynist, leyfi til að gera það, úr því að hægt er að skiija hana sem löglega á allan hátt eins og hún er orðuð. Ég hefi sagt fyrr i umræöunum um þetta mál, að ef það eigi fyrir mér að liggja, að mér yfir- sjáist í þessu rnáli, þá vil ég heldur að yfirsjón mín stafi af oftrausti á löghlýðni sjómanna og verkalýðsins en vantrausti f þeirra garð. í minni stjórnar- tíð hefir tekizt að leysa vanda vinnudeilnanna með friði og nokkurnveginn gagnkvæmu trausti. Það kom í stað lög- regluvalds, sem kostaöi þjóð- ina offjár en tryggði þó ekki friðinn. Ég vil mikið til vinna, að sá friður haldist, sem ver- ið hefir og byggst hefir á þess- um vinnuaðferðum er upp voru teknar er ég tók við þessum málum. Mér er það ljóst, að með því að sýna verkamanna- og sjómannastéttinni van- traust, þótt hún geri einhverjar samþykktir i hita dagsins, bú- ast við lögbrotum, hervæðast gegn henni fyrirfram og mynda jafnvel „sterka stjórn“, eins og formaður Sjálfstæðisflokks- ins orðar það, með miklu valdi, vitanlega þá lögregluvaldi, er mjög sennilegt, að komið yrði af stað þeim óeirðum, se;m aldrei hefði þurft að koma til ella. Það mætti að minnsta kosti alltaf kenna því um og jafnvel ásaka sjálfan sig fyrir það. Þessú er sennilega hægt að komast hjá með því að taka á málunum með skynsemi og gætni og sýna verkalýðsstétt- inni verðskuldað traust, í stað tilefnislauss vantrausts. Ég vil að minnsta kosti vona það í lengstu lög. Ég fer að sjálf- sögðu ekki að gefa neinar yfir- lýsingar um það, hvað ég muni gera, ef traust mitt reynist of- traust. Það er áreiðanlega ekki hyggilegt að ræða fyrirfram um slíkt, enda ekki unnt að segja um það íyrr en í vandann er komið og aðstæður allar liggja ljóst fyrir. Þær vinnuaðferöir hafa reynst mér hingað til hin- ar hyggilegustu vinnuaðferðir. Sama máli gegnir um þær deilur, sem nú eru framundan og gerðardóminn. Það væri óheppilegt íyrir lausn þeirra, að mynda það sem kallað er „sterk stjórn“, til að setja lög og draga lið að sér til að fram- fylgja þeim lögum og gera með því ráð fyrir að óreyndu, að menn muni ekki reynast lög- hlýðnir og sýna endalausa ó- sanngirni í kröfum sínum. Ég viðurkenni að ástandið er ekki glæsilegt, og ég verð að játa, að það eru mikil vonbrigði fyrir þá, sem hafa barizt fyrir því að halda uppi verklegum fram- kvæmdum til hins ýtrasta, sem hafa búizt við að verkalýður- inn myndi sýna sanngirni i kröfum, aöeins sanngírni, að reka sig á það, sem staðreynd, að sumstaðar er það svo, þegar afurðaverðið lækkar um helm- ing frá því sem var s. 1. sumar og kaup sjómanna við síldveið- arnar lækkar einnig stórlega, þá skuli af landverkamönnum vera gerðar kröfur um veruleg- ar kauphækkanir. Þetta vlrð- ist ekki vera sanngjarnt, svo ekki sé meira sagt, þegar á það er litið, að kaup þessara sömu landmanna er af ýmsum talið hafa verið betra og jafnara en sjómanna s. 1. sumar, þegar verð síldar var hæst, hvað þá nú, þegar afurðaverðið stórlækkar og það því meir, sem kaup landverkamanna og þar af leið- andi vinnslukostnaður síldar- innar eykst. Ég er ekki í nokkr- urn vafa um þaö, að þetta staf- ar af því, að verkalýðurinn heíir að einhverju leyti óholla forystu. Ég veit, að þessi vinnu- aðfer ð verður verkalýðnum ekki til blessunar, heldur til bölvunar. Allar öfgar enda að lokum í ósigri. í einu af nágrannalöndum okkar gerði verkalýðurinn alls- herj arverkf all f yrir nokkrum árum og var það talið byggt á mikilli óbilgimi. Næstum öll millistéttin reis gegn verka- mönnunum, og menn buðu sig unnvörpum fram sem sjálf- boðaliða til vinnu. Allsherjar- verkfallið var þannig úr sög- unni á örskömmum tima, vegna þunga almenningsálitsins. — Verkalýðurinn vinnur aldrei hagsbætur sér til handa með því að ganga of langt. Hann getur aldrei eyðilagt þjóðfé- lagið með óbilgirni. En hann getur eyðilagt sjálfan sig og samtök sín. Sú vinnuaðferö, sem ég vil nota til hins ýtrasta, er að leiða verkalýðnum þetta fyrir sjónir, sýna hina fyllstu sanngirni og þolinmæði, vænta þess að verkalýðurinn skilji rökin og freista að leysa vanda- málin með góðu en eigi með valdi. Ef ríkisstjórnin byrjar að safna liði að sér, þá sýnir hún það eitt, að hún ber ekki traust til almennings, og það traust vil ég ekki gefa upp fyr en á úrslitastundu. Ég er þess vegna þeirrar skoðunar, að sú ríkis- stjórn, sem þannig hagaði sér, hve „sterk“ sem hún væri að þingmannatölu, væri í raun og veru hin veikasta stjórn, sem unnt væri að mynda í þessu landi nú. Þingmannatala er vald, sem nægir skammt í þessu efni. Það er heldur ekki það vald, sem átt er við af formæl- anda þessa vantrausts, þegar talað er um „sterka stjórn“. Núverandi stjórn hefir næga þingmannatölu til að fá sam- þykkt lög. Það vald, sem hin „sterka stjórn" á aö hafa, er liðsafnaður, en slíkur liðsaínað- ur myndi, auk þeirra afleið- inga, sem að framan eTu rakt- ar, gefa öfgaflokkunum byr í seglin og skipa verkalýðshreyf- ingunni á stuttum tíma í bylt- ingaflokk, yzt til vinstri. Við íslendingar höfum ekki her- væðst gegn neinni þjóð, og ég held, að þótt nú líti að sumu leyti ilia út hvað snertir tillits- lausar kröfur verkalýðsins sum- staðar á landinu, þá eigum við ekki að byrja á því nú að her- væðast gegn verkalýðnum. Ég hefi a. m. k. énga trú á því, að sú stjórn, sem þannig hagaði sér, ætti skilið að heita „sterk stjórn", því að hún myndi aldrei verða það í raun og veru. Það er sitt hvað að taka á þessum málum, eftir að traust ríkis- stjórnarinnar til verkalýðsins hefði brugðizt, ef það óhapp ætti að henda, eða að kalla slík vandræði yfir sig og aðra að fyrra bragði. í minni meðvitund er það tvennt gjörólíkt. En við höfum einnig nokkra Núverandi ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins: Hermann Jón- asson forsætisráðherra, Ey- steinn Jónsson fjármálaráð- herra, Skúli Guðmundsson at- vinnumálaráðherra. reynzlu 1 þessum málum. Sú stjói-n sem farið hefir með völd- in hátt á 4. ár hefir verlð miklu sterkari stjórn gagnvart vinnu- fríðnum og öllu öryggi í landlnu heldur en sú stjórn, sem fór með völdin áður, og það hefir ekki kostað nema tlltölulega lítið fé að halda uppi lögum og reglu, samanborið við það sem áður var. Þannig myndi reynzlan verða á ný, ef upp væru teknar þær vinnuaðferðir, sem andstæö- ingarnir eru nú að mæla fyrir. Því hefir og verið haldið fram að stjórnin væri of veik vegna þess að hún hefðl stuðning Al- þýðufl. ótímabundið og eftir máleínum. Alþfl. gætl því sagt upp stuðnlngnum hvenær sem er ef ágreiningur yrði mllli flokk anna. Undanfarín ár hefir verið samvinna milli Alþfl. og Fram- sóknarfl. um ríkisstjórn. Alþfl. hefir haft ráðherra í ríkisstjórn- (Frh. A 4. slSuJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.