Tíminn - 07.04.1938, Síða 3

Tíminn - 07.04.1938, Síða 3
TÍMINN 57 kl.st. hvíld á sólarhring, einkum þegar svo er allt árið. En þrátt fyrir það hafði hann skýrari og ákveðnari skoðanir á almennum málum og kunni á þeim betri skil, en flestir blaðalesendur. Hann sætti sig ekki við neitt, sem hann ekki skildi og var með afbrigðum glöggur að sjá, eða finna, ef menn hölluðu réttu máli, eða leyndu einhverju, sjálfum sér til hagsbóta. Góð greind, skilningur og sakleysi olli því, að sjónarhóll hans var i ætíð öruggur og viss og þurfti . því annað og meira en mælgi til að þoka honum. Að sjálfsögðu verður Jóns all- lengi minnst hér um slóðir sem byggingamanns. Það mátti svo heita að eigi þætti tbekt að byggja vegg hér í Landsveit og sem nokkuö átti að vanda, að Jón væri eigi kvaddur til. Eink- um var honum sýnt um að hlaða úr grjóti. Bjó hann þar yfir þekkingu, sem mér vitanlega hefir ekki enn verið kennd í skólum; en líklegt er að bein manna, jafnvel ófæddra, verði allmjög tekin að fúna, þegar veggir hans eru að engu orðnir, komi landskjálftar og óðagot tízkunnar ekki til. — Var þá oft, þegar Jón hafði 18 stunda vinnudag við stórgrýti, að hon- um lék fyndni og gamanyrði á vörum. Þegar Jón tók Húsagarð, var Rangá (ytri) tekin að brjóta túnið allmikið og þar kominn um tveggja mannhæða bakki fyrir oían vatn og þungur straumur og hyldýpi undir. Eftir því sem önnur straumvötn hafa oft farið að, gat vel svo farið, að áin tæki með tímanum allt nesið, sem bærinn stendur á og þar með tún, bæ og allar engjar jarðarinnar. Á einu af fyrri bú- skaparárum Jóns gerði góða tíð á Einmánuði og gegningar létt- ust að miklum mun. Tók Jón þá hesta sína og vagna og ók stórgrýti ofan úr hrauni, sem er þar alllangt fyrir norðan, setti í hylinn og hlóð straumbrjóta út í ána þar, sem brothættan var mest. Þessu verki var lokið áður en aðrir vissu af og meðan ég og margir aðrir nutum hóg- lífis, sem blíðviðrið gaf skilyrði til. Þegar ég sá verkið, varð ég undrandi, hve það var mikið og lét í ljós', hvort ekki hefði mátt spara vinnu með því að hafa manna og vísindamanna, hafa verið leiddir fyrir herréttinn í Moskva ákærðir fyrir landráð, þar á meðal bandatilræði við Stalin og njósnir i þágu erlendra ríkja. Meðal þessara manna voru Rykov fyrverandi forsætisráð- herra Sovétríkjanna, Jagoda yf- irmaður rússnesku leynilögregl- unnar og Bucharin einn fræg- asti fræðimaður og stjórnmála- rithöfundur bolsévismans. Allir hafa þeir verið sekir fundnir og sjálfir játað ofbrot sín eins og tíökast hefir áður við slík tæki- færi. Tekur nú mjög að þynnast fylking hinna elztu forvígis- manna byltingarinnar, og það með óvæntum hætti, þar sem þessir gömlu brautryðj endur kveðja veröldina sem dæmdir af- brotamenn. Er þaö ekki ólíklega til getið, að mörgum þeim sé nú órótt innanbrjósts, sem unnið hafa aö því að stofna kommún- istaflokka hér og þar um heim- inn einmitt undir leiðsögn og að fyrirlagi þessara dæmdu manna. Tvö stærstu samvinnufélög landsins, annað á Norðurlandi og hitt á Suðurlandi, héldu að- alfundi sína í sl. mánuði. Kaupfélag Eyfirðinga hélt að- alfund sinn á Akureyri dagana 16. og 17. marz Mættu þar 137 fulltrúar frá 27 félagsdeildum. Félagsmenn voru 2843 um ára- mót, þar af höfðu 282 bæzt við á straumbrjótana á öðrum stað og þar, sem vatnið var grynnra. Því svaraöi Jón, að venju, með fáum orðum skýrum: að sjálf- sagt hefði verið af sér að gera þessa tilraun, hann hefði kom- ið öllum aðkallandi verkum af, gerði grein fyrir, hvernig hann héldi, að straumurinn mundi haga sér, eftir að straumbrjót- arnir voru komnir og að þeir hefðu orðið að vera þar, sem þeir eru, til þess að eiga ekki á hættu, að áin bryti land grann- ans hinumegin við ána. Allt hef- ir staðið heima og áin ekki brot- ið þar ögn af landi síðan. — Mér hefir orðið umhugsunar- efni, hve verk þetta var unnið af miklu viti, áður en áin var búin að gera stórspjöll, á meö- an tækifæri gafst og án styrks eða stuðnings frá öðrum mönn- um, opinberum sjóðum, né land- eiganda. Sú skoðun var rík í huga Jóns, að á meðan honum væri trúað fyrir jörðinni, bæri honum, en ekki öðrum, að ann- ast hana og vernda. — Hann var ekki að rýna í hvað íög og regl- ur kynnu að segja um þá hluti. Það snertir ekki framkvæmd þessa verks, þó jarðareigandi gæfi — að mörgum árum liðn- um — fóstursyni Húsagarðs- hjóna jörðina að sjálfum sér látnum. , Ýmsar fleiri bætur gerði Jón á jöröinni, þó eigi sé talda.r hér, og hagaði hann þeim öllum svo, sem hann áleit að mestum not- um kæmi fyrir ábúanda í fram- tíðinni. — Jón var kvæntur Steinunni Gunnlaugsdóttur frá Læk í Holtum. Áttu þau 4 börn: Guð- mund og Sigurbjörgu, gift í Reykjavík, og Bjarnrúnu og Sigurlaugu, ógiftar heima. Auk þeirra áttu þau 2 fóstursyni: Svein, er hefir verið stoð fóstur- foreldra sinna siðari árin og Ingólf, hálfvaxinn. Þeir, sem enn lifa, hefðu kosið, að Jón í Húsagaröi hefði mátt dvelja lengur og með heilsu meðal þeirra. En uppfylling óskanna eru takmörk sett og tjáir ekki um að fást. — En fullyrða má, aö konu hans, sem missirinn gengur næst, drýpur það eitt af samverunni við Jón, sem henni má til góðs verða. Og börnum og fóstursonum geta spor föð- urins órðið drjúgur leiðarsteinn. G. Á. árinu. Félagið seldi erlendar vör ur og innlendar iðnaðarvörur fyrir rúmlega 3 millj. kr. á sl. ári og er það 600 þús kr. meira en árið áður. Tekjuafgangur varð 165 þús. kr. Samþykkt var að greiða félagsmönnum 10% arð af ágóðaskyldum vörum og 10% af vörum úr brauðbúð og lyfjavörum kr. 1,50 í uppbót á smál. af salti og kr. 1,00 á smál. af kolum. Seldi þó félagið kolin lægra verði en aörar verzlanir. Stofnsjóður var um áramót 1 millj. 318 þús. kr. og sameignar- sjóðir 1 millj. 356 þús. kr. Skuldir félagsmanna höfðu minnkað á árinu. Samþykkt var á fundin- um, að starfsfólk félagsins skuli hér eftir leggja 3% af kaupi sínu í lífeyrissjóð og fé- lagið jafnmikið á móti. Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga hefir á árinu tekið á móti ca 2763 þús. kg. mjólkur og er það 225 þús. kg. meira en ár- ið áður. Úr meira en % hlutum mjólkurmagnsins var unnið smjör, skyr og ostur. Meöalverð i, til framleiðenda varð 19 aurar í ✓ pr. lítra. Utsöluverð á nýmjólk í bænum var hækkað á árinu úr 25 aurum upp í 30 aura pr. lítra eftir að mjólkurlögin komu til framkvæmda. Samlagið er nú 10 ára, og hefir greitt eyfirzku bændunum samtals nál. 3 y3 milj. kr. fyrir mjólk á þeim 10 árum. Sami maður, Jónas Kristjáns- Minningarorð um Sigjón Jónsson bónda Hafnarnesi. Um áramót mun mörgum verða til að renna huganum yfir liðið ár, og rifja upp þá at- burði, er valdiö hafa sérstakri ánægju eða sárri sorg. Þegar ég lít yfir liðna árið, er þar ýmis- legt gleðilegt, en einnig skugg- ar. Dauðinn hefir sem fyr höggvið skörð í hinn fámenna hóp skaftfellskra bænda. Einn þeirra, er dóu á árinu 1937 var Sigjón Jónsson Hafnarnesi. Hann andaðist eftir þunga legu 25. marz, tæp- lega fimmtugur að aldri. Hann var sonur Jóns Ófeigssonar bónda Hafnarnesi og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Hafa ættmenn þessir búið þarna óslitið í hundrað ár, og eru meðal afkomenda Magnús- ar Ólafssonar prests að Bjarn- árnesi (1785). Sigjón bjó á hálfri jörðinni, móti Ófeigi bróður sínum, var ókvæntur, og annaðist Sigríð- ur systir hans bústjórnina með honum. Hafnarnes var ein þessi stóra hiunnindajörð, við hinn afla- sæla Hornafjörð, þár sem um flesta tíma árs var einhver veiði. Vorþeyjar og útigangur fyrir sauði og hross, sem nær aldrei brást. Nú er jörð þessi orðin önnur, því að allt land Hafnarkauptúns er frá henni tekið. Veiðin hefir minnkað og varpið horfið. Þrátt fyrir þetta bjuggu systkinin þarna góðu búi, og enn voru Hafnarnes- hrossin talin með þeim falleg- ustu í Nesjasveit. Bærinn stendur skammt frá brautinni ofan við kauptúnið. Áður en bílar tóku að bruna frá og til kaupstaðar, fóru fjærsveitamenn með langar lestir eftir veginum á öllum tímum árs. Varð þá oft að leita gistingar á bæjum þeim, sem við þjóðbraut eru — einkum að vetrarlagi í vondri tíð. — Eru lestamönnum í minni þær miklu gestrisnisviðtökur, er þeim þá mættu, á þessum heimilum. Menn og hestar voru með farnir eins og í bróðurgarð væri brugðið. Hafnarnes var eitt þessara son, hefir veitt samlaginu for- stöðu allan tímann. í sláturhúsi K. E. A. var á ár- inu slátrað rúml. 26 þús. fjár. í smjörlíkisgerð félagsins voru framleidd nál. 190 þús. kg. af smjörlíki og feiti. Þar voru og framleidd 1738 kg. af saft úr ís- lenzkum berjum og 2000 kg. af ávaxtamauki. Sápuverksmiðjan Sjöfn og kaffibætisverksmiðjan Freyja, sem félagið á að hálfu móti S. í. S., seldu vörur fyrir rúml. 372 þús. kr. eða 68 þús. kr. meira en árið áður. Einnig hafði félagið með höndum kornrækt og rak lifrarbræðslu og fiskimjölsvinnslu fyrir fé- lagsmenn sína. Kaupfélag Reykjavikur og ná- grennis hélt aðalfund sinn 27. marz. Það er nú fjölmennasta kaupfélag landsins, taldi um áramót 3380 félagsmenn, þar af 2416 í Reykjavík, 358 í Hafnar- firði, 160 í Keflavík, 90 í Sand- gerði, 80 annarstaðar á félags- svæðinu og 275 án fullra félags- réttinda. Félagið (og félögin, sem stofnuðu það í ágústmánuði s. 1.) seldi á árinu vörur fyrir 2 millj. 150 þús. kr. Tekjuafgang- ur varð 91 þús. kr. og sjóðeignir í árslok 68 þús. kr. Álagning á matvörur hefir lækkað stórum í Reykjavík síðan samvinnufé- lagsskapurinn fór að eflast. Eft- irtaldar vörur, sem með meðal- álagningu ársins 1936 hefðu átt heimila, þar var traustur bú- skapur og trygglynt fólk. Ég, sem þessar línur rita, hefi komið á öll heimili í Austur- Skaftafellssýslu, og oftar en einu sinni á flest þeirra, alls- staðar hefir mér verið vel tek ið, og margar ánægjulegar minningar á ég frá þeim ferðalögum fyrri ára. Minning- arnar um komur mínar að Hafnarnesi eru mér sérstaklega kærar, því að þær iljuðu upp hug minn og léttu lundina. Bóndinn, sem nú er burtkall- aður, var nokkuð öðruvísi á að hitta en flestir stéttarbræður hans hér í sýslu. í stað hinnar venjulegu varfærni í fyrsta samrtali við gestina, var hann undir eins léttur í máli, ör og opinskár, og lét skoðanir sínar ótvírætt í Ijósi um hvert það málefni, er á góma bar. Hreinskilinn og æðru-laus ræddi hann um þau mál, sem aö kosta 100 kr. á s. 1. ári, kost- uðu hjá kaupfélaginu: Mola- sykur kr. 83,22, strausykur kr. 83,36, kaffi kr. 76,77, rúgmjöl kr. 55,60, hrísgrjón kr. 72,10, hafra- mjöl kr. 67,33, sagógrjón kr. 62,56, hveiti kr. 71,52. Hjá kaup- mönnum var verðið að vísu nokkru hærra, en hin almenna breyting, vegna starfsemi fé- lagsins hefir þó orðið í þá átt aö lækka álagninguna. Eitt til- tekið heimili keypti á árinu vör- ur hjá kaupfélaginu fyrir 1506 kr. Með verðlagi annara verzl- ana í bænum á árinu hefði út- tekt þessa sama heimilis kostað ,1795 kr. og með meðalálagningu ársins 1936 hefði hún kostað kr. 2104,53. — í framkvæmdastjórn félagsins eru kaupfélagsstjórinn Jens Figved, Árni Benediktsson og Vilmundur Jónsson. Félagið skiptist í deildir, er kjósa full- trúa á aðalfund. Auk þess er 9 manna félagsstjórn. Félagið hefir nú 5 búðir i Reykjavík, þar af tvær almennar matvörubúðir, eina kjötbúð, eina vefnaöar- vörubúð og eina búð fyrir gler- varning og búsáhöld. Með Jóni Baldvinssyni alþing- isforseta og formanni Alþýðu- flokksins, er andaðist 17. marz, er tii moldar hniginn einn af merkustu og farsælustu stjórn- málamönnum íslendinga á seinni áratugum. Jón Baldvinsson var fæddur efst voru á baugi þann daginn, án þess að skeyta um hvort gesturinn væri sömu skoðunar, þó tók hann vel mótmælum og fór létt og fimlega hjá því að móðga þá er aðra skoðun höfðu. Það var hressandi að tala við hann um landbúnaðarmálin, og baráttu bændanna til bættr- ar afkomu. Fastheldni þeirra eldri og framsókn þeirra ungu. Það voru hans hugðarmál og skoðanir hans voru skýrar og rökstuddar. Hann hafði trú á framtíð landbúnaðar og fram- förum, með því að dýrkeypt reynsla forfeðranna væri ekki fótum troðin. Á stuttum kaffi- tíma hafði víða verið viðkomið í alvöru innan um gamanyrði, og án barlóms eða beyzkju. Gesturinn kvaddi brosand i og þakkaði veittar velgerðir. Oft höfðum við ólík sjónarmið, svo að skyldleiki í skoðunum hefir 20. desember 1882 á Strandselj- um í Ögurhreppi. Hann stund- aði prentiðn á ísafirði, Bessa- stöðum og Reykjavík 1897—1918. Þá varð hann forstjóri Alþýðu- brauögerðarinnar og gegndi því starfi til 1930 er hann varð bankastjóri viö Útvegsbankann. Þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags. Aðalstarf sitt vann Jón þó á öðrum sviðum. Hugur hans hneigðist snemma að opin- berum málum ’og til fylgis við jafnaðarstefnuna. Á fyrsta þingi Alþýðusambandsins 1916 var hann kosinn forseti þess og gegndi því starfi síðan. í bæj- arstjórn Reykjavikur átti hann sæti 1918—1924. Árið 1921 náði hann þingkosningu í Reykjavík, sem fyrsti þingmaður Alþýðu- flokksins á þinginu. Forseti sam- einaðs Alþingis hefir hann ver- ið síðan 1934. í síðasta sinn, er hann var kosinn í þá virðingar- stöðu, í byrjun yfirstandandi þings, var hann orðinn sjúkur, og kom eigi í forsetastólinn eftir þaö. Hann átti í mörg ár sæti i sambandslaganefndinni og Þing vallanefndinni. Mörgum fleiri trúnaðarstörfum gegnai hann, sem hér yrði of langt upp að telja. Stefnu Jóns Baldvinsson- ar er vel lýst með eftirfarandi orðum hans á Dagsbrúnarfund- inum 13. febr. síðastl., seinasta verklýðsfundinum, sem heilsa hans leyfði honum að sækja: varla dregið hugi okkar sam- an. Samt þótti mér vænt um hann, vegna gleðinnar og létt- leikans í hugsun og staríi. Við fráfall hans finnst mér að lifsgleðin hafi minnkað og einn af okkar beztu drengjum burtkallazt. Á nýársdag 1938. Sigurður Jónsson Stafafelli. Ath. Þessi grein hefir því miður orðið að bíða birtingar um hríð vegna rúmleysis. Molaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: Kol Reykjavík Sími 1988 Ritstjóri: Gíali Guðmundsson. Prentsmiðjan EDDA h.f. Eðli verkalýðshreyfingarinn- ar er ekki skyndiáhlaup, hávað- afundir og œfintýri, heldur markvisst, sleitulaust strit fyrir málefnunum sjálfum.“ Forseti Alþýöusambandsins, í stað Jóns Baldvinssonar, hefir nú verið kjörinn til næsta Al- þýðusambandsþings, Stefán Jóh. Stefánsson hæstaréttarmála- flutningsmaður, en Haraldur Guðmundsson alþm. formaður þingflokksins. Haraldur Guð- mundsson hefir og verið kjör- inn forseti sameinaðs Alþingis. Til tíðinda má það telja, að Karlakór Reykjavíkur hefir nú borizt tilboð frá ameríska út- varpsfél. „Columbia Broad- casting" um að koma vestux um haf heimssýningarárið 1939 og syngja þar í sambandi við heimssýninguna. Greiðir hið ameríska félag allan ferða- kostnað söngflokksins frá því að hann stígur á skipsfjöl hér og þangað til hann kemur hing- að aftur. Munu erlend blaða- ummæli um söng kórsins i vet- ur í MiÖ-Evrópu hafa átt mik- inn þátt í þessu glæsilega boði. Og vafalaust verður vest- urför kórsins mjög til þess að auka athygli á þátttöku íslands í heimssýningunni. Fiskaflinn var orðinn í lok marzmánaðar 10420 smál., en 9510 smál. á sama tíma í íyrra, hvorttveggja miðað við, að

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.