Tíminn - 14.04.1938, Qupperneq 1

Tíminn - 14.04.1938, Qupperneq 1
XXII. ár. Rvfk, fimmtud. 14. aprfl 1938. 16. blað. Mi I Verður ísland ferðamannaland? Menn hafa um nokkra stund vonast eftir að ísland myndi, sökum margháttaðrar fegurð- ar, verða eftirsótt af erlendum ferðamönnum, og að lands- menn myndu hafa af þvi menningarauka og atvinnu- tekjur. Um aöra hlið ferða- mannalífsins hefir minna verið hugsað, og það eru hinir inn- lendu ferðamenn. En í öllum löndum, þar sem ferðamennska veitir atvinnu, er þetta tvíþætt. Atvinnan er jöfnum höndum af ferðalagi samlendra manna eins og útlendinga. í sumum löndum t. d. Svíþjóð, Danmörku og Englandi, er ferðamanna- atvinnan fyrst og fremst bund- in við innlenda menn. Þegar litið er á aðstöðu ís- lendinga, má telja líklegt, að hinar gömlu hugmyndir um að ferðalög erlendra manna yrðu yfirleitt til menningar- bóta á íslandi, muni ekki ræt- ast. Sú kynning, sem þjóð fær af gestum sínum, verður jafnan að litlu leyti andlegs eðlis, og tæplega gagnkvæm, því að gest- urinn lítur á sig sem húsbónda og þann sem veitir aðstoð og beina sem þjón. Þó er ekki því að neita, að sú atvinnukurt- eisi, sem þjóð lærir af að sinna gestum, geti leitt til nokkurra hagnýtra framfara í landi, sem er að gerbreyta ytri háttum sínum og falla inn í hinn al- menna straum samtlðarmenn- ingarinnar. En að því er snertir atvinnu af ferðalögum á íslandi, þá virðist nú þegar einsætt, að hún geti orðið allmikil. Ferða- lög innlendra manna um land- ið og upp til óbyggða hafa hraðvaxið hin slðustu ár. Þjóð- in er að fá opin augu fyrir feg- urð landsins. Hið nýja vega- kerfi, bifreiðarnar og Ferðafé- lagið, eiga mestan þátt í þeirri snöggu breytingu, sem orðin er í þeim efnum. Skemmtiferða- lög íslendinga ná nú meira og minna yfir þrjá sumarmánuð- ina. Auk þess hefir aukin skiðakunnátta og áhugi fyrir skíðamennsku leitt til allmik- illa vetrarferða. Má gera ráð fyrir, að skemmtiferðalög inn- lendra ferðamanna muni í framtíðinni ná yfir tvo þriðju hluta ársins. Enn sem komið er hafa útlendir skemmtiíerða- gestir nálega eingöngu komið hér að sumri til, og það má telja vafasamt, að ísland geti keppt í þeim efnum við sum hin snjó- miklu fjallalönd álfunnar. Þegar litið er á aðstöðu ís- lands til að draga að sér er- lenda ferðamenn, þá eru þar allmiklar torfærur á vegi. Til landsins er 3—4 daga sigling frá næstu löndum, og sjór oft úfinn. Skipakostur er lítill á þessum leiðum, svo að ekki fá hingað nærri allir far, sem hingað vilja koma. Þó hefir sáralítið verið gert til að kynna landið fyrir erlendum þjóðum. Hér heima fyrir eru mjög lítil (Frh. á 4. siBu.) Úr svari íjármálaráðherra r til Olaís Thors í vantrausts- umræðunum áAlþíngí 5. þ.m. Hv. flutningsm. (Ó. Th.) van- trauststillögunnar færði fyrir henni tvær megin röksemdir: Annarsvegar að stjórnin væri of veik, þar sem hún hefði ekki tryggt sér fullan stuðning Al- þýðuflokksins til að framkvæma þær ráðstafanir sem gera þyrfti í sambandi við framkvæmd gerð- ardómslaganna.Þessarl í-öksemd hefir hæstvirtur forsætisráð- herra svarað svo glöggt, að ekki verður um bætt. Hinsvegar færöi flutningsmaður fram þau rök, að ríkisstjórnin hefði lýst því yfir, að hún myndi fylgja sömu meg- instefnu og gert hefði verið und anfarið, en þeirri stefnu væri Sjálfstæðisflokkurinn mótfall- inn. Þessa röksemd hv. flm. fyrir vantraustinu vil ég taka til nokkurrar athugunar. Hv. þm. virtist ekki álíta vandasamt að lýsa því, hver þessi meginstefna rikisstjórnar- inar hefði verið og árangri hennar í framkvæmd. Hann dró þessa lýsingu saman í 3 aðalatriði, sem mér skildust vera þessi: 1) Að stjórnin hefði skapað hér gjaldeyrisvandræði. 2) Að hún hefði gert allan atvinnu- rekstur að taprekstri. 3) Að hún hefði opnað dyrnar fyrir at- vinnuleysinu. Áður en ég sný mér að því, að lýsa með fáum orðum aðalár- angri þeirrar stjórnarstefnu, sem fylgt hefir verið undanfarið, vil ég rifja upp nokkrar staðreyndir um atburði, er gerzt hafa á valdatímabili núverandi stjórn- ar, og sem ekki er unnt annað en taka tillit til ef meta á stefnu stjórnarinnar, og hvort staðhæf- ingar hv. þm. (Ó. Th.) eru á rökum reistar. Á því 3 ára tímabili, sem miðaö er við, þegar talað er um stefnu stjórnarinnar undanfarin ár, hafa markaðir fyrir íslenzkan saltfisk breytzt svo, að á sl. ári fluttum við til Spánar og Ítalíu 8.140 smál. fiskjar, en árið 1934 35.225 smál. Til annarra landa var saltfisksútflutningur jafn- mikill sl. ár og 1934. Tvö undanfarin ár, 1936 og 1937, hefir þorskafli svo gersam- lega brugðizt, að í stað þess að meðalafli áranna 1931—1935 var 60.300 smál., þá var heildaraflinn 1936 29.130 smál. og árið 1937 27.950 smál., og nær því hvorugt árið helmingi af meðalafla undanfarinna fimm ára. Þrátt fyrir þennan gífurlega aflabrest og minnkandi fisk- magn til sölu á erlendum markaði, hefir saltfiskverðið allt fram á þetta ár fremur farið lækkandi frá því sem var, þótt svo að segja allar aðrar vörur hafi hækkað. Síðastliðin 2 ár hefir geysað hin skæðasta drepsótt i búfé landsmanna, sem menn muna. Drepsótt þessi hefir herjað fimm af sýslum lands- ins og drepið tugi þúsunda af sauðfé og virðist sízt lát á henni enn sem komið er. Með þessar staðreyndir fyrir augum, stendur hv. þm. (Ó. Th.), formaður Sjálfstæðis- flokksins, þess flokks, sem fram að þessu hefir haft flesta kjósendur, og ætti því af þeirri ástæðu einni að finna til þungrar ábyrgðar, sem þar að auki er tal- inn stóratvinnurekandi og á sæti í bankaráði þjóðbankans, og slær því föstu, og það án þess að ó- maka sig á nokkurn hátt til þess að færa rök fyrir þeim fullyrð- ingum, að ríkisstjórnin haíi með stefnu sinni undanfarin ár skap- að gjaldeyrisvandræðin, opnað dyrnar fyrir atvinnuleysinu, og gert allan atvinnurekstur að taprekstri. Menn geta ímyndað sér hvort ríkisstj. hefir valdið taprekstri sjávarútvegsins þar sem verðlag hefir farið lækkandi á framleiðsluvörunum en hækk- un orðið á öllu, sem þarf til rekstrarins og aflinn nemur ekki nema helmingi af meðalafla undanfarinna ára. En hver hefir þá verið stefna stjórnarinnar undanfarið og hverníg hefir henni tekizt að mæta erfiðleikunum? Með ráð- stöfunum löggjafans hefir verð- ið sem bændur fá fyrir afurðir sínar á innlendum markaði, ver- ið hækkað svo, að afkoma bænda er nú ekki sambærileg því sem áður var. Aukið eftirlit með inn- flutningi til landsins, hefir borið þann ára'ngur, að meðalinn- flutningur síðustu 3 ára var 10 millj. kr. lægri en meðalinn- flutningur næstu 10 ára þar á undan. Verzlunarjöfnuðurlnn þessi 3 síðustu ár hefir að meðal- tali orðið meir en helmingi hag- stæðari en næstu 10 árin þar á undan, þrátt fyrir 8 millj. kr. lægri meðalútflutning undanfar- in 3 ár. Innlendur iðnaður, eink- um þó sá, sem snertir útflutn- inginn, hefir aukizt svo mjög undanfarið, að í ágústmánuði sl. var mun minna atvinnuleysi en hafði verið undanfarin 5 ár, og þar með minna atvinnuleysi en verið hafði áður en saltfisk- markaðurinn lokaðist. Það er sennilega þetta, sem á máli hv. þm. GK. heitir að „opna dyrnar fyrir atvinnuleysinu". Sl. 3 ár hefir verið varið jafnmiklu til að koma nýjum iðngreinum á fót eins og gert hafði verið næstu 10 árin á undan. Frá ársbyrjun 1935 til ársloka 1936 hafa skuld- ir við útlönd, samkv. upplýsing- um Hagstofunnar, vaxið um 6,6 millj. króna, og er það sem svar- ar Sogsláninu einu saman. Á ár- inu 1936 lækkuðu heildarskuld- irnar við útlönd, samkvæmt heimild hagstofunnar, um ca. 1 millj. kr., og það er vitað mál, að á árinu 1937 hafa skuldir þjóð- arinnar við útlönd i heild sinni sízt vaxið, að frádregnum inni- eignum í vöruskiptareikningum ( Vrh. á 4. siBu.) A víðavangi Mbl. ætti að vita það! Morgunblaðið segir að það sé eingöngu vegna bitlinganna, ef jafnaðarmenn veiti ríkisstjórn- inni stuðning. Morgunblaðið veit auðsjáanlega hvers vegna íhaldið vill komast í stjórnar- aðstöðu. „Sagan endurtekur sig“. „Við munum aldrei hika við að leysa þessa þjóð úr ánauð“, segir blað kommúnista, „þó við þurfum á heimsenda til að sækja kraftinn til þess“. Þannig hyggst blaðið að verja undirgefni flokks síns við of- beldisstjórn Rússa. En þetta sama sögðu nazistar í Austur- ríki og þetta segja Franco-liðar á Spáni í dag. Þessi ummæli skýra þess vegna vel þá hættu, sem vofir yfir þjóðinni, ef Itök kommúnlsta og nazista aukast hér á landi. Fleipur hinna ábyrgðarlausu. Mbl. ræðst nú í mikilli gremju á innflutnings- og gjaldeyrisnefnd fyrir það, að hún hafi gert tilraun til að takmarka efnisinnflutning til óþaría bygginga. En til- kynning írá nefndinni þessa efnis hefir verið birt í blöðum og útvarpi undanfarna daga. Þá sem eitthvað fylgjast með blaðaskrifum nú upp á síðkast- ið hlýtur að stórfurða á þessarl árás á gjaldeyrisnefndina. Enginn hefir fjargviðrast yfir því meir en Morgunblaðið, að yfirfærsluörðugleikar bank- anna væru óþolandi, að veitt gjaldeyrisleyíi væru ekki inn- leyst o. s. frv. Hvaða ráð eru til að bæta úr slíku? Vitanlega þau ein að reyna að takmarka inn- flutninginn enn meir en orðið hefir. Slíkt er vitanlega ekki hægt að gera án þess að það komi einhversstaðar óþægilega niður. Það þýðir lítið að berja sér á brjóst út af gjaldeyris- örðugleikum og rísa svo upp á afturfótunum gegn sérhverri tilraun, sem gerð er til að draga úr þeim örðugleikum. En það er einmitt þetta tvöfalda — og andstæða — hlutverk, sem Mbl. nú er að leika. Með helldsölunum — móti þjóðinni! Og ef athugaður er fyrri fer- ill Mbl. og flokksmanna þess í þessum málum, er árás Mbl. á ráðstöfun gjaldeyrisnefndar heldur ekkert undarleg. íhalds- flokkurinn, sem nú heitir Sjálfstæðisflokkur, hefir frá fyrstu tíð barizt gegn því með hnúum og hnefum, að nokkurs- konar eftirlit væri haft með vöruinnflutningi til landsins. Vegna hinnar fjölmennu kaup- mannastéttar og áhrifa hennar í flokknum, hafa bæði blöð hans og málsvarar á þingi barizt fyrir því af allri orku, að leyft væri að flytja erlendan varn- ing inn í landið eftir hvers manns vild. Hverskonar tak- mörkun á innflutningi átti, eft- ir því sem þessir menn sögðu, að vera óhæfileg skerðing á per- sónufrelsinu og hættuleg fyrir sambúðina við aðrar þjóðir. Josef Stalin, hinn rússneski einræðisherra. Sjá frásögn eftir norska rit- höfundinn Ragnar Vold um at- burðina í Rússlandi, á öðrum stað í blaðinu. Og þannig hafa fylgismenn Mbl. alltaf gert sitt til að hindra löggjöf um þessi efni og síðar að torvelda framkvæmd hennar eða gera hana sem ó- vinsælasta. Það er fyrst nú á síðustu tímum, að þessir menn hafa talið sér henta að gera yíir- færsluörðugleikana að árásar- efni á stjórnarvöld landsins. Áður, þegar ver var ástatt, var þagað um þessi mál af þeim aðilum, sem þar gala nú hæst. Og heilindin, þegar öllu er á botninn hvolft, sjást bezt á þvi, hvernig Mbl. snýst við nú, þegar tilkynning gjaldeyrís- nefndarinnar er birt og kaup- mennirnir kveinka sér. Betur heima setið. Atkvæðagreiðslan um tillögu Ólafs Thors um að lýsa van- trausti á ríkisstjórnina fór á þá leið, að af 48 viðstöddum alþingismönnum, greiddu að- eins 16 — eða réttur þriðjung- ur — atkvæði með vantraustinu. 26 greiddu atkvæði gegn tillög- unni en 6 sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Árangurinn af þessu brölti Ó. Th. og hvalablæstri hans í út- varpinu er því sá einn skjalfest- ur, að stjórnin virðist eftir at- kvæðagreiðslunni, þingræðislega séð, vera á þessu augnabliki ein hin sterkasta stjórn, sem setið hefir við völd hér á landi. Þvi að það er nú staðfest í gerðabókum Alþingis, að ekki hefir nema þriðjungur þingsins fengizt til að lýsa yfir andstöðu við rikis- stjórnina. Ó. Th. mun hafa verið orðið það ljóst nokkru áður en um- ræðunum lauk, að hann hafði rasað fyrir ráð fram og að för hans var nokkuð háðuleg' orðin. Um það báru vitni ákúrur þær, er hann veitti sínum gamla skjól- stæðingi, Þorst. Briem, undir lok umræðanna seinna kvöldið fyr- ir hlutleysis- og þjóðstjórnar- hugleiðingu þá, er hinn vigði maður hafði flutt í umræðun- um. Þótti Ólafi, sem nær hefði verið af Þorsteini Briem, að leita álits ihaldsmanna í Dalasýslu um þetta mál, en að glúpna fyrir því, að „móður- skipsbaninn“ Skúli Guðmunds- son, væri upphafinn í ríkisstjórn- "ina! En „svo bregðast krosstré sem önnur tré“. Og Ólafur hefir fengið að reyna það nú, að „laun heimsins eru vanþakklæti". Uian úr heimi Norski blaðamaðurinn Ragnar Vold hefir nýlega skrifað grein í „Dagbladet“ um aftökurnar í Rússlandi. Vold hefir fylgzt vel með flestu því, sem um þessi mál hefir verið skrifað, og er því manna fróðastur um þessi efni. (Þess skal getið, að sami höfundur hefir í bókinni „Tysk- land marcherer“, birt einhverja þá rökstuddustu gagnrýni, sem fram hefir komið á yfirráðum Nazista í Þýzkalandi.) Verður hér á eftlr rakið aðal- efnið 1 grein Volds: ívan hlun grinmil. Siðari hluta 16. aldar fór ívan hinn grimmi með völd i Rúss- landi. Hann lét taka af lífi um 80 þús. manns 1 stjórnartíð sinni. Hann þjáðist af einskon- ar manndrápsæði og vildi um- fram allt losna við Bojana sv»- kölluðu, en það var hin gamla embættismannastétt, er hafði stjórnað landinu meðan Ivan var að vaxa upp, en hann varð keis- ari 3 ára gamall. Hann vildi ekki vera háður þeim á neinn hátt eða þurfa að sækja stuðn- ing til þeirra. Hann vildi vera einvaldur. Árlð 1570 hóf ívan stórfeld málaferli gegn helztu mönnum Bojanna. Hann ásakaði þá íyrir að hafa staðið 1 óleyfilegu sam- bandi við erlent rikisvald (Pól- land) og hafa undirbúið bylt- ingu gegn sér. í gömlum frá- sögnum segir, að „Bojana hafi ekki grunað neitt, meðan verið var að undirbúa aftökur þeirra og stóðu þvi fullkomlega ráð- þrota, þegar þeir fundu hætt- una nálgast..“ Upphaflega mun ívan ekki hafa ætlað sér að drepa svo marga. En ótti hans óx með hverri nýrri aftöku. Hann varð að halda áfram þangað til Boj- unum var fullkomlega útrýmt. Ný embættismannastétt skapað- ist, sem átti ívan allt að þakka, upphefð, auð og völd. Henni gat hann treyst. Hún stóð og féll með honum. Sagan endnrteknr sig. Josef Stalin útrýmir nú hinni gömlu yfirráðastétt og skapar aðra nýja, sem á honum allt að þakka, völd, einkaréttindi og mannvirðingar. Þetta kemur glöggt í Ijós, ef maður athugar rás viðburðanna i Rússlandi sið- an Kirov var myrtur 1934. Stalin er mjög tortrygginn að eðlisfari. Hann vantreysti þeirri yfirráðastétt, er haft hefir völd- in í Rússlandi frá upphafi bylt- ingarinnar og fram á seinasta ár. Fremstu menn þeirrar stéttar höfðu skapað sér rétt til þess- arar aðstöðu, sökum þátttöku sinnar í byltingunni og sköpun hins nýja Rússland. Þeir áttu ekki Stalin upphefð sína að þakka og gátu starfað án hans. Margir þeirra höfðu dvalið land- flótta í menningarríkjum Ev- rópu og voru aðdáendur vest- rænnar menningar — í fullkom- inni mótsetningu við Stalin, sem aldrei hefir komið út fyrir landamæri Rússlands. Árið 1934 hóf þessi yfirráða-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.