Tíminn - 14.04.1938, Síða 4

Tíminn - 14.04.1938, Síða 4
62 TÍMINN Komandi ár (Frh. af 1. síðu.J skilyrði að taka við erlendum ferðamannastraum á þann hátt, að það geti orðið tll gagns fyrir þjóðina og ánægju fyrir gestina. í höfuðstaðnum er ekki nema eitt gistihús, sem byggt er eftir alþjóðakröfum í þeim efnum, og annarsstaðar á landinu engir gististaðir, sem uppfylli slíkar kröfur. Nálega allsstaðar vantar þjónustuíólk, sem kann að sinna útlending- um á réttan hátt. Sumstaðar er hin gamla gestrisni beinlín- is til fyrirstöðu. Annarsstaðar er beitt viðvaningslegri ósann- girni við gestina um greiðasölu og aðbúð. Hið rétta meðalhóf í þeim efnum er ekki hægt að fá nema með æfingu og skipu- legum undirbúningi. Um hús- búnað á islenzkum gististöð- um og matarhæfi fyrir erlenda gesti, er hið sama að segja, að þar er miklu ábótavant. Nálega allar sængur og sængurföt á venjulegum gistingarstöðum, eru til muna styttri heldur en tíðkast í næstu löndum, þannig að rúm, sem við íslendingar teljum ágæt, eru sniðin eftir okkar gömlu þjóðháttum, eru í augum nálega allra erlendra gesta sannarleg plága, og standa þeim fyrir svefni nótt eftir nótt. Nokkuð sama er að segja um íslenzkt matarhæfi. Það er nú sem stendur festu- laust sambland af gömlum inn- lendum venjum og aðfenginni, ómeltri eftirlíkingu. í þessum efnum vantar eðlilega aðgrein- ingu. Gamla, íslenzka matar- hæfið er að flestu leyti ihjög gott fyrir þjóðina sjálfa, þó að því megi umbreyta til bóta á ýmsan hátt með tækni nútím- ans, þó að haldið sé hinum gamla grundvelli. En það er til- gangslítið að ætla að kenna er- lendum gestum að venjast hinu sérkennilega, íslenzka matarhæfi, þó að þeir dvelji hér fáa daga eða jafnvel lítið eitt lengur. Um leið og ísland opnar arma sína móti erlend- um gestastraum í því skyni að hafa af því aukna atvinnu, þarf að auka stórlega skipa- kostinn, byggja nokkuð af gististöðum og bæta þá sem fyrir eru. Það þarf að ala upp heppilegt þjónustufólk, og það verður, vegna gestanna, að taka upp matreiðslu sem aðallega er sniðin eftir enskum venjum. Framh. J. J. stéttir á því að fyrirbyggja svo gjörsamlega að ungir menn geti numið einhverja iðn og aflað sér með því lífsviðurværis og hæfni til að verða nýtir og starfandi menn. Það er ekki til þess að ætl- ast, að tekið sé á móti nemend- um til iðnaðarnáms aðgæzlu* laust, en það gjörræði, sem suir>?< ar iðnstéttirnar hafa nú t frammi, er algjörlega óforsvar- anlegt. Óiðnlærðir menn mega ekki snerta handtak af þeirri vinnu sem talin er að falli undir störf iðnaðarmanna, og látum það gott heita. En það er ekkert því til fyrirstöðu, að iðnaðarmaður taki störf frá verkamanni eða sjómanni, þó að þeir meira að segja gangi atvinnulausir. Meðal verkamanna, sjómanna og yngri manna, hefir atvinnu- leysið verið mest nú um nokk- urra ára skeið. Þangað mun ungu mönnunum þó ætlað að leita sér að starfi, sem neitað hefir verið um að mega nema einhverja iðn, þó að þeir er þess hafa synjað, eigi fullt í fangi með að komast yfir það, sem þeir hafa að gjöra. Iðnstéttir vorar eru yfirleitt prýðilega verki farnar. Er því sjálfsagt að mæta málum þeirra t Bergsveinn Arnason járnsmíðameistari. Fæddur 15. júlí 1880. Dáinn 13. febrúar 1938. Yfir lífsins leið drúpa skapa-ský sól þó himinheið brosi austri í. Öllu holdi’ er hætt andi bana-blær Örlög þúsundþætt enginn flúið fær. „Þagna hamarshögg", smiðjan hnípir hljóð; lömuð rausn og rögg, dvínuð gneista-glóð. — Bergsveinn fallinn frá, kempan snilli-snör. Reyndi eitthvað á var hann fremst í för. Lundin fim og frjáls létti hvers manns hug. Vinur brims og báls vann með dáð og dug. Lífsins tefldi tafl styrkri manndóms-mund. Stóð við eldsins afl fram að bana-blund. Skyldur rækti rétt, vel í stöðu stóð, nýtur starfs í stétt, gæddur mætti’ og móð. Hispurslaus í lund, smáði pjatt og prjál. — Græddi ama-und snjallt og mergjað mál. Stærstur athöfn í, þyngstu tökin tók. Vakti geira-gný lægi’ á mönnum mók. með fullum skilningi. En þessar aðfarir sumra þeirra er ekki hægt að láta afskiptalausar, ef þannig verður áfram haldið, eins og nú horfir. Ég átti nýlega tal við kennara, er veitir mörgum ungum mönn- um tilsögn. Hann sagði mér, að það væru undra margir, sem leitazt hefðu við að koma sér í iðnaöarnám, en árangurslaust.Hann taldi, að þeim væri gramt í geði út af þeirri tilhögun, sem ríkir í þess- um málum, og að þeir teldu, að þjóðfélagið væri ekki á verði eins og skylt væri í þessum efnum, og nauðsyn væri á ráðandi krafti til að bæta þessi mein. Hann taldi jafnvel óvíst, á hvaða sveif sumir þessara manna kynnu að snúast gagnvart þjóðfélaginu, ef ekki væri komið betri skipan á atvinnumálin. Þetta er ofur skiljanlegt. Þjóð- félagið verður að láta þau mál alvarlega til sín taka. Það verður að stuðla að því, að sem flestir geti fengið eitthvað að starfa. Það verður að minnsta kosti að gæta þess, að stéttir þjóðfélags- ins geti ekki í skjóli laga haldið mönnum frá störfum, þó að full þörf sé fyrir þá til vinnunnar. Minna er ekki hægt að krefjast. Hrekklaus sæmdar-sveinn vann að heildar hag djarfur, hjartahreinn fram á dánardag. Niðja Egils ól breiðfitskt Ijósa-land. Stælti selta’ og sól viljans bitra brand. — Sýndi þrek og þor jafnt við skúr og skin. — Markar spyrnu-spor breiðfirskt kappa-kyn. Vina batt hann bönd víða’ um feðra frón. — Framrétt hjálparhönd sinnti bræðra bón. — Fólks sins athvarf æ var og tryggðatröll. Starfsins fórnar-fræ báru ávöxt öll. Saknar vinar víf, trega börnin beizkt. Föðurs hjálp og hlíf á var tíðast treyst. Beztur vinur var hann — ef skóf í skjól, — Þeirra byrðar bar móti suðri’ og sól. Blessa meðstarfs-menn liðin iðju-ár — Birtust óvænt enn dauðans bleiku brár. — Skín, sem vorið vítt orðstír merkismanns. Grannar þakka þýtt greiða’ og hollráð hans. Fyrir skildi er skarð, lengi mun þess minnst. — Byljir gusta’ um garð naprir yst, sem innst. — Líf hans setti svip á vorn bæ og byggð. Dauðans kuldaklip valda héraðs hryggð. i I ■ I Vaki lífsins ljós yfir heimför hans. brosi rós við rós \ um hans kveðju-krans. . Himnesk Ijósa-lönd ■v bjóði frelsi’ og frið. •| Ofar stjarna strönd víkka sjónarsvið. G. Geirdal. Úr svari ijármálaráðherra (Frh. af 1. síðu.J erlendis. Þannig hafa skuldirnar 3 síðustu árin aðeins vaxið sem nemur Sogsláninu, en ekki um tugi milljóna, eins og háttvirtur þm. Dalamanna og hv. þm. GK. létu sér sæma að fullyrða í umr. í gærkvöldi. Þessari niðurstöðu sem ég nú hefi drepið á, hefir verið náð án þess að þurð nauð- synjavara hafi orðið í landinu eða dregið hafi verið úr nauð- synlegum byggingaframkvæmd- um. Háttvirtir stjórnarandstæð- ingar deila nú fast á stjórnina fyrir gjaldeyrisvandræðin. En dálítið er það óviðkunnanlegt að taka við ámæli af þeim mönnum, sem ábyrgð báru á stjórn lands- ins 1933 og 1934, og sem sífellt síðan núverandi stjórn fór að herða á innflutningshöftunum, hafa gert allt sem í þeirra valdi hefir staðið. til þess að torvelda framkvæmd gjaldeyrislaganna og þeirra annarra ráðstafana, er stjórnin hefir orðið að grípa til vegna gjaldeyrisvandræðanna. Þá er það eigi síður óviðfeldið, að liggja undir ámæli þessara manna fyrir skuldasöfnun við útlönd, þar sem sú staðreynd liggur fyrir, að hækkun heildar- skulda þjóðarinnar hefir ein- mitt verið stöðvuð í tíð núver- andi stjórnar, og að síðustu 2 ár- in hefir verzlunarjöfnuðurinn við útlönd orðið meir en helm- ingi hagstæðari en í hinum mestu góðærum áður. Hitt er svo annað mál, og það mun ég allra manna sízt draga fjöður yfir, að vegna þess að innflutningur er- lends lánsfjár hefir verið nálega stöðvaður nú sl. 3 ár, og lækkun útflutningsverðmætisins hefir borið að höndum á sama tíma, hefir ekki tekizt aö greiða verzl- unarskuldir af verzlunarhalla áranna 1933, 1934 og 1935. Gjald- eyrisvandræðin eru því mjög mikil og horfurnar í þeim mál- um mikið áhyggjuefni öllum þeim, sem með þessi mál fara. Það er öllum ljóst, að eigi það enn eftir að henda, að þorskver- tíðin bregðist svo sem verið hefir undanfarið og að 3. aflaleysisár- ið bætist við, þá er gersamlega ómögulegt annað en að viðhorfið breytist enn, og verður þá að gera allar hugsanlegar ráð- stafanir til þess að draga úr vöruinnflutningi og án efa einn-' ig að gera ráðstafanir til þess að gjaldeyrislántaka fari fram.. — Eitt er þá einnig víst, að þau úr- ræði, sem gripið verður til í gjaldeyrismálunum, verða ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðis- flokksins í þessum málum, ef um hana er hægt að tala, heldur framhald af þeim ráðstöfunum, sem Framsóknarfl. hefir fram- kvæmt. Þótt andstæðingarnir hafi val- ið þann kostinn í þessum um- ræðum, að hefja hér einsk. eld- húsdag á ríkisstjórnina og fram- kvæmdir hennar, þá hygg ég að það sé tímabært, að vekja athygli á því, eins og hæstv. forsætisráð- herra hefir þegar gert, að e. t. v. eru þeir tímar framundan, að bráðlega þyki meira um vert, að sameinast um þær ráðstafanir, sem óumflýjanlegar teljast, heldur en að leggja sig allan fram um að torvelda þær og tor- tryggja oft gegn betri vitund, og skapa þannig erfiðleika í því skyni að afla pólitísks fylgis. Þótt ég hafi eytt hér tíma mín- um til þess að mæta gagnrýni andstæðinganna, sem töluðu í gærkvöldi, þá mun ekki standa á Framsóknarflokknum að leggja niður deilur af þeirri tegund, er hér hafa verið vaktar, ef slikt mætti til þess verða að skapa betri grundvöll fyrir samstarfi flokkanna um hin miklu vanda- mál, sem framundan munu vera. BrunabótaféUslands Aðalskrif stof a: Hverfisgata 10, — Reykjavíb. UMBOÐSMENN 1 öllum hreppum, kauptúnum og kaupstöðum. Lausafjártryggingar (nema verzlunarvörur) hvergi hag- kvæmari. BEZT AÐ VÁTRYGGJA LAUST OG FAST Á SAMA STAÐ! — Upplýsingar og eyðublöð á aðalskrifstofu og hjá um- boðsmönnum. Þakkarávarp Hjartanlega þökkum við öll- um hinum mörgu, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og veittu okkur hjálp og líkn við hið sviplega fráfall sonar okk- ar og bróður, Þorsteins Geirs- sonar frá Gerðum í Landeyj- um. Sérstaklega minnumst við með þakklátum huga félaga hans í Vestmannaeyjum, svo og kvenfélagsins þar, og ann- ara Vestmannaeyinga, sem studdu að því með ráðum og dáð, að hann yrði fluttur heim. Sveitunga okkar minnumst við einnig með innilegu þakklæti fyrir margvíslega hjálp og að- stoð, sömuleiðis allra annara, sem lögðu okkur líkn í þraut. Guð blessi þá alla og launi þeim; þegar þeim mest á ligg- ur. Foreldrar og systkini. Scandía-eldavélar eru bezftar NB. sendum gegn póstkröfu Allir sem til þekkja vita að Scandia bakar bezt, er sterkust og sparneytnust. Leytiö upplýsinga hjá H. Bíering Laugaveg 3 Sími 4550 Sáðvörur: GrasfrœlS er komið, og verið að blauda það þessa dagaua. Verð kr. 2,55 kílóið. Höfum einnig fengið dálítið af Dönnesbygyi, Asplundbyyyi oy Niðarhöfrum til kornræktar. Menn em beðnir að vitja pantana sinna sem fyrst. i Samband ísl. samvínnuíélaga. Sími 1080. Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖF N Biðjíð kanpmann yðar um B. B. unntóbakð Fœst allsstaðar. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. 1 Niðursuðuverksmiðja. Bjúynayerð. Reykhús. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fyrst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútima- kröfum. Ostar oy smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.