Tíminn - 12.05.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.05.1938, Blaðsíða 1
V XXII. ár. Rvík, fimmtud. 12. maí 1938. 20. blað. j/ bóndi á Rauðá í Suður-Þingeyj- arsýslu, andaðist úr lungna- bólgu 5. maí sl. Hann var 69 ára að aldri. Grímur var elztur sonur Rannveigar Jónsdóttur í Hriflu í fyrra hjónabanöi, en Jónas Jónsson skólastjóri yngstur af síðari börnum hennar. Grímur var atorkumaður mikill, smiður góður og hagsýnn búmaður. Hafði hann starfað mjög að því að rækta og bæta jörð sína. Kona Gríms var Ingibjörg, dóttir Jóns Jóhannssonar fyrr- um bónda á Rauðá. Einkasonur þeirra, Vilhjálmur, hafði fyrir nokkru tekið við óðalinu og er líklegur til að halda áfram með mikilli atorku og myndar- skap æfistarfi foreldra sinna. w 1 Verður ísland ferðamannaland? Þeir skólar, sem líklegt er að geti orðið heppilegir gististaðir fyrir innlenda og erlenda sum- argesti, eru Flensborg, Laug- arvatn, Reykholt, Staðarfell, Núpur, Reykjanes, Reykir í Hrútafirði, Blönduósskólinn, Varmahlíð í Skagafirði, Menntaskólinn á Akureyri, Laugaland, Laugar í Þingeyjar- sýslu, Eiðar og Hallormsstaður. Vafalaust bætast síðar við ein- hverjir nýir staðir, hliðstæðir þeim, sem nú eru. En sennilega munar hitt þó meira, að margir af þeim skólum, sem nú eru nefndir, verða stórlega stækk- aðir og endurbættir. Án þessara myndarlegu skóla- bygginga í byggðum landsins hefði verið algerlega ófram- kvæmanlegt að gera ferða- mennsku að atvinnuvegi á ís- landi. Það er fengin reynsla fyrir því, að það borgar sig ekki enn sem komið er að reisa vönduð gistihús í dreifbýli á íslandi vegna sumarferðanna einna saman. En það er aftur á móti jarðhitanum að þakka, að svo margar og tiltölulega vandaðar skólabyggingar hafa verið reistar í byggðunum. Því að Núpur og Eiðar, Flensborg og Hallormsstaður eru miklu meiri og betri byggingar heldur en búast mætti við, ef miðað var við eldri venjur, svo sem búnaðarskólana, af þvi að þeir sem standa að þessum skólum verða að þola samanburð við skólana á jarðhitastöðunum. Það þarf ekki að leiða getum að því, að ekki myndi nú sund- laug á Núpi, hitúð við raforku, ef ekki hefði verið komnar sundlaugar I hinum nýju hér- aðsskólum, sem byggðir eru á hverastöðum. Skólabyggingar þær, sem nú hafa verið nefndar, munu um langan aldur verða megingisti- hús byggðanna að sumri til. En auk þess verða að vera marg- ir minni gististaðir í hverju hér- aði, eins og mörg minni skip fylgja höfuðskipi í flotadeild. í Borgarfirði eru nú þegar marg- ir mjög myndarlegir gististaöir fyrir utan Reykholt, svo sem Norðtunga, Arnbjargarlækur, Hreðavatn og Svignaskarð. Á Suðurlandi er nú gistihús við Sogið, hjá Geysi, á Ásófsstöð- um og Múlakoti í Fljótshlíð. Enn vantar stórlega vlðunandi húsakost hjá Gullfossi og á fleiri fögrum stöðum. En hér er yfirleitt um að ræða byrjun á öllum þessum stöðum, og ó- sanngjarnt að búast við, að tll fullnustu sé ráðið fram úr vandamálum ferðamannanna. í Mývatnssveit verður vafa- laust stórlega aukinn gesta- straumur, ekki sízt, þegar brú er komin á Jökulsá hjá Grímsstöð- um á Fjöllum. Sennilega koma þar eitt eða tvö allstór gistihús. En nú í bili hafa Mývetningar fundið hagnýtt úrræði til að hafa gagn af gestastraumnum. Símakerfi liggur um alla sveit- ina, og bílvegur heim á flesta bæi. Þegar mikill mannstraumur er inn í byggðina á sumrin, er gestum skipt á bæina og afráðið með símtali frá kirkjustaðnum, hve margir gestir koma á hvern bæ. Húsakynni eru yfirleitt góð í Mývatnssveit, þannig að gesta- straumurinn á að geta verið arð- .vænn og nokkur atvinnuvegur í sveitinni. Og það er einmitt til- gangurinn með því að fá gesti til sumardvalar. Hér er ekki rúm til að fjölyrða um þá mörgu fögru staði í byggð- um landsins, þar sem þarf að bæta húsakynni vegna sumar- gesta. Þó vil ég nefna einn, sem mér þykir einhver hinn þýðing- armesti, en það er' Skaftafell í Öræfum. Að vísu er þangað ekki auðsótt yfir Skeiðará og Núps- vötn. En það hygg ég, aö þangað myndi margir menn leita á sumrin, ef húsakostur væri auk- inn. Sama er að segja um Hreða- vatn, Skútustaði og Reykjahlíð, að á öllum þessum stöðum þarf að vera hægt að taka á móti mörgum gestum, sem myndu dvelja þar til lengdar, ef hús- næði væri til. Ég hygg, að ekki verði unnt að komast hjá að veita nokkurn styrk af almanna- fé í endurbætur á húsakynnum, þar sem svo stendur á, að gesta- straumurinn leitar þangað, og að vegna landsins verður að hafa móttöku vegna gesta. Þó að sú atvinna beri ekki í fyrstu kostn- aðinn við hin óhjákvæmilegu húsakynni. Auk þess koma gististaðir á fjöllum uppi. Skíðaskálar og sel í öræfum. Ferðafélagið hefir í þvi efni myndarlega forystu, með skála sínum við Hvítárvatn og í Kerlingarfjöllum. Slík fjallaskýli munu risa víða á hálendinu, við jökla og veiðiár. Á þann hátt verður ísland allt frá höfúðborg- ínni og upp til jökla og öræfa, smátt og smátt fært um að sinna sumargestum sínum, þannig að þjóðin hafi af því verulegar tekjur, en gesturinn hressingu og ánægju. Frh. J. J. Tímamannabréf Fundur ungra Framsóknarmanna. Það er nú afráðiö, að unglr Framsóknarmenn haldi sitt fyrsta flokksþing á Laugarvatnl laust fyrir miðjan júní í vor. Þessi fundur átti að vera í vor sem leið, en kosningarnar komu í þess stað. Ungu mennirnir unnu mikið starf fyrir flokkinn í þeirri hríð. Nú hittast þeir til að sinna sínum eigin hugsjónamálum og leggja drög að framtíðarskipu- lagi flokksins. Það fer vel á að þessi fundur er haldinn að Laugarvatni. Það er stærsta skólaheimili á landinu, og þar eru náttúruskilyröi svo margbreytt og góð til að heilla hugi æskunnar, að fjörmiklir og hugsjónaauðugir unglingar eiga þangað jafnan erindi með fundi sína. Bjarni Bjarnason skóla- stjóri hefir opnað hús sitt fyrir þessum gestum með mikilli rausn. Sennilega verða húsa- kynnin þó ekki nógu stór, svo að grípa verði til tjalda að fornura sið. Nefnd sú í Reykjavík, sem undirbýr þetta flokksmót ungra Framsóknarmanna, hefir gert mikið til að létta ferðalögin fyrir þá sem langt eiga að. Ýmsir eldri menn sína á þessu mikinn áhuga. Einn hinn bjartsýnasti maður í landinu, Bjarni Run- ólfsson í Hólmi, mun hafa í hug að koma með stóran bíl fullhlað- inn af áhugasömum æskumönn- um, austan yfir Sólheimasand, og á svipaðan hátt mun fleirum fara. Það þarf tæplega að taka það fram, að þetta mót er engu síður fyrir ungar konur en unga menn. Það er beinlínis höfuðnauðsyn, að ungu Framsóknarstúlkurnar leggi líka land undir fót að Laugarvatni í þetta sinn. Hver er tilgangur þvílíks móts? Hann er vitaskuld sá, að skipu- leggja hugsjónir og áhuga. Framtíð landsins og frelsi verður að ákaflega miklu leyti komið undir því að nógu mikið af heil- brigðri æsku fylki sér um fána Framsóknarstefnunnar. Æskan erfir mikil verk og mikla erfiðleika. Ef engir erfið- leikar væru að berjast við, myndi æskan verða dauðleið á lífinu og varla finnast ómaksins vert að lifa. En svo er fyrir að þakka, að erfiðleikarnir eru nægilega mikl- ir og þá um leið verkefnin. Verkefni ungra Framsóknar- manna er að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar á allan hátt. Þar eru margar torfærur: öfgastefnur, undir erlendum yfir ráðum, byltingarhneigðin, letin, iðjuleysið, sérdrægni stétta, sem hugsa um hag sinn I þrengsta skilningi. Gamlir Framsóknarmenn, og þá ekki sízt gamlir ungmennafé- lagar, munu væntanlega hlynna að því að börn þeirra sæki þetta mót. Þeir munu minnast sinna æskudaga. Þá hófu þeir harða og langa baráttu. Mikið hefir áunn- izt við þeirra starf. En framund- an eru ný verkefni, stór, erfið, en um leið glæsileg. Ungir Fram- sóknarmenn byrja sitt skipu- lagsbundna heildarstarf fyrir A víðavangi „Næstu harðindin“. Nokkru fyrir heimsstyrjöld ritaði Guðm. Björnsson land- læknlr grein, sem hann nefndi þessu nafni. Benti hann á þá staðgreynd, að jafnan hefðu skipzt á góðæri og harðæri í þessu landi. Aflaleysið höfum við feng- ið að reyna, hvað þorskveiðarnar snertir á síðustu árum, fjárpest og óþurrka. Fyrir nokkrum árum var einn hinn mesti snjóavetur á Norðurlandi og eitt hið mesta ó- þurrkasumar um mikinn hiuta landsins síðastliðið ár. En veruleg harðindi höfum við sem nú erum á miðjum aldri, tæpast upplifað. En þar eru, næst á eftir háskasamlegustu eldgos- unum, stærst í skörðunum hin miklu hafísár, með grasbresti og samgönguörðugleikum. Ryfjast þessi staðreynd upp fyrir mönn- um, þegar hafis rekur að landi nú á vordögum, því dæmi eru til þess, að hafís hafi legið hér við land allt til höfuðdags. Vígbúnaður — vinnufriður! Erlendir menn, sem hingað koma, veita því athygli, að við eyðum ekki fjármunum i víg- búnað og hermennsku, og telja okkur öfundsverða. Fyrir bragðið hefir okkur tekizt að fá miklu afkastað af umbótum síðan við fengum sjálfsforræði, og arður- inn af striti fólksins hætti að flytjast til annarra landa. En hinu höfum við gleymt, að til eru þeir óvinir, sem ekki taka hátíð- lega yfirlýsinguna um okkar æ- varandi hlutleysi, og jafnan munu öðru hvoru fara með hern- aði á hendur okkur. Er þar haf- ísinn fremstur í flokki. í góðærum hér eftir megum við ekki eyða öllu, sem aflað verður, jafnvel ekki í hinar gagnlegustu framkvæmdir. Við verðum að leggja í nokkurn her- kostnaö eins og aðrar þjóðir. Svo sem samgöngumálum okk- ar er nú komið, ætti að vera nægilegt að við kæmum okkur upp hæfilegum sjóði tíl kaupa á vistaforða handa mönnum og skepnum, þegar eldur eða ísar gerðu stærst strandhöggin. Og reynsla síðustu ára hefir kennt okkur að þessum sjóði á að safna 1 erlendri mynt. Og þar eð við elgum nú engan slíkan sjóð, eða varaforða, þá mættum við þó draga þann lær- dóm af heimsókn hafíssins að þessu slnni, að við spilltum ekki vinnufriðinum fyrir smámuni, meðan ekkl er séð fyrir endann á, hversu þessi „landsins forni fjandi“ kann að gera sig heima- kominn. þjóðina alla á Laugarvatni í vor. Það verður byrjunarátakið. Síð- an koma önnur mót, ennþá fjöl- mennari, þegar meira er færzt í íang. Hið nýja landnám er að byrja á íslandi, eftir þúsund ára dvöl. Hver æskumaður, sem kem- ur að Laugarvatni, á hið fyrsta flokksþing ungra Framsóknar- manna, er að byrja að leggja sinn skerf í þetta nýja landnám. J. J. Magsms Tarfasan sýslumaður er sjötugur í dag. Er hann einn þeirra starfsmanna á sviði þjóðmála og annasamra em- bættisstarfa, sem á að baki langan vinnudag, en heldur þó líkamlegu og andlegu þreki eins og menn á miðjum aldri. Þung spor. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vetur kvaddi Pétur Hall- dórsson borgarstjóri til sín blaðamenn, og skýrði þeim frá að hann væri búinn að útvega lán til hitaveitu Reykjavíkur, og yrði byrjaö á framkvæmdum, þegar bæjarstjórnarfundur hefði náð að koma saman og leggja . formlega samþykkt á lántökuna. Samtímis rituðu blöð Sj álstæðis- flokksins greinar um það, að slíkt væri traust erlendra fjár- málamanna á fjármálastjórn Reykjavíkur. Reykjavík gæti fengið erlent stórlán, þótt ríkið gæti það ekki. Voru um þetta höfð mörg orð og niðrandi fyrir fjármálastjórn ríkisins. En svo kom babb í bátinn. Pétur fékk ekki lánið. Hann fór aftur til útlanda. Gerði sem hann gat. Sagði m. a. í hverjum vanda hann væri staddur, vegna þess hverjar „opinberar tilkynn- ingar“ hann væri búinn að gefa. En allt kom fyrir ekki. Hann fékk ekki lán, og leitaöist þó fyrir í fleiri þjóðlöndum. Og nú, daginn eftir útvarps- umræðurnar um fjárlögin, koma þeir Ólafur Thors og Pétur til fjármálaráðherra og skýra hon- um frá, að eigi Reykjavík að fá hitaveitulán, þá geti það því að eins orðið, að landið gangi í á- byrgð fyrir láninu. Að sjálfsögðu verður hita- veitumálið ekki látið gjalda þess ódrengskapar, sem forsprakkar Sjálfstæðisflokksins hafa i frammi haft í sambandi við þessi mál. En vel mætti almenn- ingur óska þess að trúnaöar- menn í ábyrgðarstöðum þyrftu aldrei að ganga jafn þung spor og þau, sem sjálfur borgarstjór- inn í höfuðstað landsins hefir nú oi-ðið að ganga fram fyrir þing þjóðarinnar. Afnotaréttur íhaldsina af Bændaflokknum hefir jafnan legið almenningi i augum uppi. En í gær kom hann þó fram í einna aumkv- unarverðastri mynd. Frum- varpinu um ríkisábyrgð hita- veitulánsins hafði verið vísað til fjárhagsnefndar neðri deildar. Stefán Stefánsson frá Fagra- (Frh. á 4. síöu.) Uian úv heimi ILatsi ÞjólSverjar sér íiægja „lilasílöysi44 líaiiísierkísr í íasestu styrjeld Eftir Ragnar Vold. Takið uppdrátt af Evrópu og hringfara. Dragið hringi með 250 —300 enskra mílna geisla frá stööum utan Þýzkalands, en þó svo nærri að flugvellir geti þár verið. Dragið slíka hringi frá Póliandi, Tékkoslóvakíu, Frakk- landi og Belgíu og einnig má taka Sviss og Ítaiíu með. Hvað sést svo á þessum hringiim? ! Þið munið sjá, að það er aðeins ! einn blettur af Þýzkalandi sem hringarnir hafa ekki náð til, þ. e. a. s. sem öflugar loftárásir ná ekki til. Þessi blettur er Schles- wig-Holstein, Hamburg, Lúbeck og ströndin þar austur með, á- samt eynni Femern. Þessi hlutl Þýzkalands er óhultastur fyrir loftárásum og þar hafa Þjóð- verjar komið fyrir miklu af v.íg- búnaði sínum, sprengiefna- bírgðum o. s. frv. Þarna geta skótfæraverksmiðjurnar unnið einna óhultastar, og þarna eru flugvélaskýli og flugvellir bezt sett. Ef til ófriðar kæmi, yrði það vitanlega mjög þýðingarmíkið , að eiga slík „friðuð“ svæði. Eitt j skilyrði er þó fyrir því að kalla megi þetta svæði Þjóðverja frið- að, og það er að Danmörk sé full- komlega hlutlaus, og raunar meira en það. Þjóðverjar verða að vera þess fullvissir, að önnur lönd noti ekki Danmörku sem verksvið þegar til ófriðar kæmi. Aö þessu mun nánar vikið síðar. Fyrst ber að athuga hversu víg- búnaður Þjóðverja hefir alger- lega umskapað ástandið við þýðingarmikið fyrir Danmörku og Svíþjóð, meðan á heimsstyrj- öldinni stóð. Þýzku virkin hafa gerbreytt aðstöðunni við dönsku sundin. Danir hafa ekki framar „lykl- ana að Eystrasalti“. Þjóðverjar geta, upp á eigin spýtur, vacnað ; hvaða flota sem er inngöngu. Gerum ráð fyrir að nokkur af orrustuskipum Vestur-Evrópu- j veldanna ætluðu að brjótast inn í Eystrasalt. Eyrarsund er of ' grunnt fyrir orrustuskip, og eina færa leiðin yrði Stórabelti. Þegar komið væri gegnum Stórabelti, yrðu skipin að leggja leið sína um álinn hjá Langalandi, en hann er mjög þröngur. Skipin verða því að fara hér hvert á eft- ir öðru. Þau geta ekki siglt í fylking. En einmitt þarna á móti eru hin öflugu virki Þjóðverja á Femern. Auk þess er með stutt- um fyrirvara hægt að senda her- skipaflota út frá Kiel og hundr- uð hernaðarflugvéla bíða reiðu- búnar. Þetta allt gerir Þjóðverj- um mögulegt að gereyða ílota, sem kynni að vilja ráðast inn í Eystrasalt. Vegna herbúnaðar Þjóðverja er Stórabelti orðið hin hættuleg- asta gildra. Það er því ósennilegt að reynt yrði að brjótast þar í gegn. Stórveldin hafa efalaust áttað sig á því, sem hér hefir skeð. Á flotamálaráðstefnu Englendinga (Frh. á 4. síSu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.