Tíminn - 10.06.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, föstud. 10. júní 1938. 24. blað Tímamannabré MiðstjjóriiiiB samelnar Möð flokksins í Reykjavík. Á fundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var síðastl. miðvikudag, var samþykkt í einu hljóði að vinna að því að sameina Tímann og Nýja dagblaðið í sumar eða snemma i haust og láta Tímann þá koma út annanhvorn virk- an dag í sama formi og hann er nú. Eftir því sem ástæður kynnu aö leyfa, myndi Tíminn síðan stækka og koma oftar út fyrir Reykjavík og þær byggðir, sem búa við beztar samgöngur við höfuðstaðinn. Ástæðan til þess að Fram- sóknarmenn breyttu Tímanum að nokkru 1933 og byrjuðu að gefa út Nýja dagblaðið, var á- standið í flokknum, þar sem lá við sprengingu, sem að vísu kom fram engu að síður, en út- gáfa dagblaðsins eins og þá stóð á, var þá miðuö fyrst og fremst við að halda flokknum saman. Dagblaðið kom engu að síður að góðu haldi, því að það hafði úrslitaþýðingu meðan verið var að rétta flokkinn við eftir hið mikla áfall, þegar Tryggvi Þórhallsson hætti um stund að vinna með sínum gömlu samherjum, og margir aðrir gamlir flokksmenn fóru um stund sömu leið. Nú eru þessi sár að méstu gróin. Fram- sóknarflokkurinn hefir aftur fengið sinn gamla styrk. Nýir áhrifamenn hafa.komið í stað hinna, sem horfið höfðu þá. Æskan í dreifbýlinu fylkti sér aftur um stefnu Framsóknar- manna og í kaupstöðum og kauptúnum er fylgi flokksins nú meira en nokkru sinni fyr. Ástæðin til þess að mið- stjórnin hefir ákveðið að sam- eina bæði. flokksblöðin í Reyk- javík, er ekki fjárhagslegs eðl- is. Innheimta Tímans er stór- lega að batna með bættu skipu- lagi, og fjárhagsaðstaða Nýja dagblaðsins um daglegan rekst- ur hefir aldrei verið betri en nú. Kostnaðurinn við stækkun Tímans verður það mikill, að útgjöld við hann einan verða um það bil eins mikil og þau eru nú við bæði blöðin. Hin raunverulega ástæða til sameiningarinnar er sú skoðun miðstjórnarinnar, að með þessu móti fái flokkurinn áhrifameiri blaðakost. Að Tíminn með 6000 —7000 kaupendur í öllum byggðum, kauptúnum og kaup- stöðum muni geta komið við á- hrifameiri menningaráhrifum, heldur en unnt er með því skipulagi sem verið hefir á þessu efni um undanfarin ár. Miðstjórnin álítur að þrjú blöð á viku sé það mesta, sem dreif- býlið getur komizt yfir að lesa með þeim póstgöngum sem nú eru hér á landi, en að blað, sem kemur út annanhvorn virkan dag með fjölbreyttu efni muni líka geta fullkomlega bætt úr frétta- og lestrarþörf samherj- anna í dreifbýlinu, að því leyti sem það verður gert með póli- tískum blöðum. Síðan teljum við allir Framsóknarmenn (¦nsjs y •$ ¦tii.a) Sjómanna- dagnrínn Fésýslumaður, sem oft ferð- ast til nágrannalandanna, hefir sagt frá því, að fátt hafi glatt sig meira á ferðum sinum, heldur en það, að veita því at- hygli, að sjómennirnir af is- lenzku millilandaskipunum sækja beztu veitingastaði í stórborgum, sem þeir koma til, þegar þeir á annað borð geri sér dagamun, þeir séu þar eins og heima hjá sér, vel klæddir, prúðmannlegir og í fremstu röð um allan gjörvileik. Önnur heimild greinir frá því, að við hin miklu fiskivötn í Kanada hafi íslendingarnir, sem þar stunduðu veiðar um samanlagt nokkurra ára bil, verið 44% af. veiðimönnunum, en af aflamagninu höfðu þeir veitt 80%. Hvorutveggja eru þetta at- hyglisverðir vitnisburðir, svo langt sem þeir ná. Hitt vitum við, að okkar auð- uga haf, þótt úfið sé, hefir seitt til sín mikinn hluta af táp- mesta hluta æskumannanna, og gerir enn. Enginn skóli í höfuðstaðn- 'tim átti í vetur jafn gjörvilegan nemendahóp eins og Sjómanna- skólinn. Hefir þetta vísast ver- ið svo oft áður, þótt ekki hafi verið gjörður á því saman- burður. Vísast hefir okkar unga sjó- mannastétt enga hugmynd um hvar hún er stödd í þessu efni. Það er fyrst nú, sem stéttartil- finning kemur henni til að efna til „sjómannadags". Allt það, sem einkenndi þennan fyrsta hátíðisdag sjómannanna, var í hlutfalli við þá vitnisburði, sem hér hafa verið greindir. En jafnframt verður þessi unga stétt að minnast þess, að á henni hvíla þungar skyldur um- fram það sem hafið sjálft og hlutskiptið leggur þeim á herðar: Hún má ekki úrættast! íslenzkir farmenn hafa að- eins í 20 ár siglt undir fána sinar eigin þjóðar. Hingað til hafa þeir borið þessu unga, áð- ur óþekkta fullveldismerki og litlu þjóðinni, sem hann til- heyrir, gott vitni. Fiskimenn- irnir verða að skilja, að þótt stórútgerð færi hér af stað með þeim hætti, að eigendur skipanna teldu sér hag í þvi að afnema æfaforn hlutaskipti, að þá sé samtakamættinum á engan hátt betur varið, en til þess að búa svo um, að þeir sjálfir fái ábúðarréttinn á landsins auöugu fiskislóðum, en séu þar ekki aðeins í þjóns- aðstöðu. Misæri aflabragða getur með engum öðrum hætti komið sjómannastéttinni að minni baga. Og manndómur þessarar ungu stéttar hlyti að úrættast hefði hún ekki metnað til að stefna að þessu marki. G. M. A víðavangi Reumertshjónin sjá Gullfoss og Geysi. Á hvítasunnunni bauð ríkis- stjórnin Reumertshjónunum, á- samt systkinum og fjölskyldu frú Önnu austur að Gullfossi og Geysi, í virðingar- og þakklætis- skyni. Fyrir ríkisstjórnarinnar hönd voru með í förinni Jónas Jónsson og kona hans, og enn- fremur starfsmaður úr ráðu- neytinu. Var för þessi hin á- nægjulegasta í alla staði. Geysir tók á móti gestunum með fögru gosi og Gulifoss lék í óvenju fjölbreytilegu geislagliti. Gist var aö Laugarvatni og dvalið þar hluta af tveim dögum. Á heim- leiðinni var ékið upp með Sogi alla leið að Þingvallavatni, og skoðaðir fossarnir á þeirri leið. Þá voru skoðuö tvö merkileg orkuver, annað fullgert og hitt í smíðum. Var það rafstöðin við Sogið' og skólasel Menntaskólans. Sjálf eru heiðursgestirnir mikil- virkir hjálparmenn við að koma upp þriðja „verinu", þvi sem ekki er minnst um vert. En öll ferðin mun verða gestunum ógleyman- leg, eins og koma þeirra verður öllum þeim mörgu mönnum sem sóttu leiksýningar þeirra hér undanfarið. Skuldaskil Árna frá Múla. Árni frá Múla var kosinn á þing 1924. Bauð hann sig fram utan flokka, en leyndi því ekki að sér væri stefna Framsóknar- flokksins mest að skapi og með þeim flokki myndi hann vinna. íhaldið vantaði eitt þingmanns- atkvæði til þess að ná meira hluta að kosningunum loknum, Til lesenela Tímans. Vegna væntanlegra ferðalaga, fyrst innan- lands og síðan í heimsókn til landa vestanhafs, mun ég tæplega skrifa til muna í blöð flokksins fyr en í vetur. — Næstu kaflar í Komandi ár eiga að vera um íþróttir og uppeldis- m£l, og um listir og vís- indi. Tímamannabréfin munu líka falla niður. — Grein minni um Héðinn Valdimarsson og skipti hans við Framsóknar- flokkinn, mun ég nú í vor ljúka í Nýja dagblaðinu og kemur hún bá öll litlu síðar í Tímanum. Sr. Sigtryggur Guðlaugs- son á Núpi hefir sent mér grein um skólamálin vest- f irsku, sem hann að vonum vill birta i Tímanum. — Vænti ég að hún komi þar með viðbótarskýringum frá mér, þegar ég hefi lokið við greinakafla þann, sem nú birtist þar um „líftréð" við stjórnarráðshúsið. Með breytingu þeirri, sem miðstjórn Framsóknar- flokksins ætlar nú að gera á blaðakosti sínum fyrir veturinn, vænti ég að unnt verði að fá miklu meiri fjölbreytni í efni Tímans heldur en unnt hef ir verið undanfarið, og að miklu fleiri menn víðsvegar um land birti þar greinar, heldur en verið hefir. Það hefir alltaf verið von mín og hugsjón, sem nú á að geta ræzt, að Tíminn yrði borinn uppi með andleg- um átökum sem flestra flokksmanna. J. J. í VAV.V.W.W.V.V.W.V.'.V.', og hætti ekki fyrr en það var búið að innbyrða Árna. Með þessu komst Árni í einkennilega skuld við sjálfan sig. Árni er mjög laglega greindur, hann er pennafærari en allir þeir, sem hafa haft það að atvinnu að rita í Morgunblaðið. Hann skrif- ar léttan og lipran stíl, sem er jafn auðþekkjanlegur og maður- inn sjálfur. Að upplagi og ætt- erni bendir allt til að Árni hafi verið á réttri leið með að „finna sína eigin Ameríku" þegar hann sagði Múlsýslungum og nánustu góökunningjum annarsstaðar á landinu, að hann hyggðist að ganga í Framsóknarflokkinn. En hann gerði það ekki. Lífið hrakti hann upp að annarri strönd. Fékk hann erfið verk að vinna þegar-á hinu fyrsta þingi, enda eins og á stóð brýn þörf að venj - ast flokksaga. Kannske til að styrkja sig í trúnni, hefir Árni gert töluvert að blaðaskrifum fyrir flokk sihn, en þó vísast meira en hann kysi sjálfur, sak- ir skorts á liprum pennum í lið- inu. Með sama póstinum fara nú út um landið tvö blöð. Tíminn, með grein eftir Kristján Jónsson á Garðsstöðum, um skuldaskil samvinnuútgerðarfélaga og ísa- fold með uppprentun á Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins, þar sem Kristján á Garðsstöðum er kallaður „ginningarfífl Finns". Þetta bréf f jallar auk þessa m. a. um skottulækningar Eysteins Jónssonar á sviði fjármálanna, hlutdeild Skúla Guðmundssonar í skuldaskilamálunum, með út- flúri á tungumáli boxara, sem þó mun ekki numið vestar en í Englandi, og lpks telur bréfið það vanhugsaða árás og frumhlaup, að vara við því að Helgi Tómas- son verði „höfðingi" skátahreyf- ingarinnar á íslandi. Þetta bréf hefir Árni frá Múla skrifað. Því skal ekki nánar lýst. En nokkurs væri um vert fyrir hugsandi menn að lesa það með gaumgæfni og kryfja til mergj- ar. Sjá menn þá hvorttveggja í senn, hvílík rökþrot Morgun- blaðið er komið í og þá jafnframt hvernig Árna frá Múla farnast um skilin við sjálfan sig, út af skuldinni frá 1924. Brjálaðar drengskaparhugmyndir. Sjálfstæðisflokkurinn hefir valið þá menn til þess að hafa á prenti orð fyrir sér, sem höfðu smekk til þess að nota fyrsta hátíðisdag sjómanna til þess að læða inn hjá sjómanna- stéttinni þeim grun, að núver- andi ríkisstjórn sé tómlát og fjandsamleg atvinnuvegi þeirra. Hún sendi ekki fiskifulltrúa til Spánar. Hún hafi ekki einu sinni tilburði til að hafa upp á fiskinum handa sjómönnun- um, til að veiða. Fyrir síðustu alþingiskosn- ingar komust þessir sömu rit- höfundar að þeirri niðurstöðu, að þeir sem styðja núverandi ríkisstjórn, væru ekki íslend- ingar! . Áfellisdómarnir að þessu sinni eru álíka viturlegir, Ríkisstjórn- in gerði snemma á vertíð út (Framhald á 4. síöu.) Ræða atvinnumálaráðherra Skúla Guðmundssonar sjómannadaginn Háttvirtu áheyrendur! íslendingar hafa verið far- menn frá fyrstu tíð. Land okk- ar er eyja, skilin frá öðrum löndum af miklum höfum, og vegna þessarar legu landsins hafa sjóferðir og sjómannsstörf verið nauðsynlegur og þýðing- armikill þáttur í lífsbaráttu þjóðarinnaT. Hið mikla og mis- lynda haf hefir verið eini veg- urinn til annara landa. Engar aðrar færar leiðir lágu milli ís- lendinga og annara þjóða. Þessi leið var fyrst farin fyrir 10—11 öldum af forfeðrum okkar, landnámsmönnunum. — Þeir komu hingað á litlum fleytum, með ófullkominn útbúnað á nútímamælikvarða, enda er oft frá því greint í sögum frá þeim öldum, að menn velkti lengi í hafi. Það er talið að^ margir af landnemum íslands hafi flúið hingað undan ofríki og yfir- gangi Haralds konungs í Nor- egi. Engin ástæða er til að efast um að það sé rétt, og einmitt fyrir þær sakir hefir land- námið hér orðið miklu örara en ella hefði orðið. En fráleitt verður Noregskonungi einum um kennt, eða einum þakkað, að* svo margt manna fluttist hingað til lands á þeim árum. Vafalaust hafa margir þeirra leitað hingað til lands af æfin- týraþrá, af löngun eftir að nema ný lönd, með nýjum svip og nýjum möguleikum, þar sem þeir áttu völ nýrra viðfangs- efna. Eitt af skáldum okkar hefir kveðið um hafið á þessa leið: Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við yztu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur, bíða mín þar æsku-draumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér ekki fyr. Brunaðu nú bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himininn. Það hefir verið þetta seið- magn hafsins, og þessi lokkandi óráðna gáta: „Hvað er bak við yztu sjónarrönd?", sem náði valdi yfir mönnunum. Þeir ýttu úr naustum sínum ófullkomnu skipum, með ófullkomnum tækjum, og héldu til hafs, heill- aðir af draumum um ný lónd og ný æfintýri. Þeir vissu ekki ætíð hvar þeir voru eða hvert þá bar, en áfram var haldrð, þegar byr gafst, og fyrir stafni var „haf og himininn". Meðal annars fyrir þessa æfintýraþrá og þennan djarfa hug fann Leifur Eiríksson Ameríku. Við stöndum hér í dag, á fegursta stað í borg Ingólfs Arnarsonar, við hið fagra minnismerki Leifs heppna, sem voldugasta þjóð heimsins hefir gefið okkar litlu þjóð á úthafseyjunni til minn- ingar um þennan íslenzka far- mann, sem fyrstur fann Vín- land hið góða. Síðar hafa fleiri íslenzkir menn fundið Ameríku, sem kunnugt er. Og margir ís- lendingar í Vesturheimi eru sjómenn, sem með dugnaði og þrautseigju hafa aukið þar í álfu hróður sinnar þjóðar. Við komum hér saman í dag til að minnast íslenzkra sjó- manna, bæði hér á landi og annarsstaðar, allt frá fyrstu dögum íslandsbyggðar, þegar þeir urðu oft að bíða byrjar vikum saman og þá velkti lengi í hafi, allt frá dögum Leifs heppna til vorra tíma, 20. ald- arinnar, þegar sjómennirnir stýra vélknúnum skipum um innhöf og útsæ. Störfum íslenzku sjómann- anna má í höfuðatriðum skipta í tvennt. Sumir þeirra vinna að því, að flytja að landinu þann varning, sem þjóðin kaupir frá öðrum löndum, og flytja fram- leiðsluvörur landsmanna á er- lenda markaði. Aðrir, og þeir miklu fleiri, eru fiskimenn. Fyr á tímum, þegar svo að segja öll þjóðin bjó í sveitum, var ekki til hér á landi sérstök fiskimannastétt. Þá stunduðu menn jöfnum höndum land- búnað og fiskveiðar. Menn fórú til sjóróðra úr sveitunum á vissum árstíðum og heim aftur að lokinni vertíð. Á síðustu áratugum, þegar sjávarútveg- urinn færðist svo mjög í auk- ana, hefir þetta tekið miklum breytingum. Kaupstaðir og sjávarþorp hafa risið upp, og þar er nú fjöldi manna, sem hefir fiskveiðar að aðalatvinnu. Það er starf þessara manna, sjómannanna, sem sækja auð- inn í hafið umhverfis landið, og starf bændanna, sem vinna verðmætin úr íslenzkri mold, sem fjárhagsleg afkoma þjóð- félagsins byggist fyrst og fremst á. Þeir mega með réttu nefnast máttaTviðir þjóðfélagsins. Dag- urinn í dag er helgaður sjó- mönnunum. Það sýnist eigi vonum fyrr, að einni dagstund er varið sérstaklega til að minn- ast sjómannanna, svo þýðing- armikil sem störf þeirra eru fyrir land og þjóð. Vonandi verður einnig, áður langt líður, (Framliald á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.