Tíminn - 10.06.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1938, Blaðsíða 2
92 TÍMINN Skuldaskíl samvinnuút- gerðarfélagfa Eftír Kristjáu Jónsson frá Garðstöðum Sigurður Kristjánsson hefir ritað í Morgunbl. 19. þ. m. út af viðbótarheimild til skuldaskila handa félagsmönnum í fisk- veiðasamvinnufélögum þeim, er öðluðust skuldaskil samkvæmt lögum um það efni frá 1935. — Annar eyðufyllir Mbl. hefir að yfirskrift „90.000 krónur“. Það er talað um það, að 90 þús. kr. séu ætlaðar til þess að. borga persónulegar skuldir Finns Jónssonar og fleiri bágstaddra stuðningsmanna stjórnarinnar. Heimild sú, er samþykkt var í þessu skyni við 3. umræðu fjár- laganna, nam 90 þús. kr., og er á valdi atvinnumálaráðherra á hvern hátt notuð verður. Mun og algerlega óvíst ennþá hvort heimild þessi verður notuð. Af því mál þetta snertir ekki lítið fjölda manns, að minnsta kosti nokkur hundruð, þótt S. Kr. telji heimildina gerða í þágu 3ja þingmanna Alþýðuflokksins, og annar afglapi segi hana gerða til þess að borga persónu- legar skuldir Finns Jónssonar, vil ég skýra það með nokkurum orðum, vegna þeirra, sem lítt eða ekki eru kunnugir málum þessum, en kunna að leggja trúnað á uppþembuvaðal S. Kr. og félag'a hans. Þegar skuldaskilasjóðslögin voru í undirbúningi, hjá milli- þinganefndinni í sjávarútvegs- málum, er óhætt að segja, að það hafi verið samróma álit þeirra, er að þeim stóðu, að þau næðu jafnt til allra útgerðar- aðila er leituðu skuldaskila, hvort sem um einstaklinga, hlutafélög eða samvinnufélög væri að ræða. Ekki lét Sigurður Kristjánsson neina sérstöðu í ljós um það atriði í milliþinga- nefndinni. Á Alþingi varð einkum á- greiningur um það, hvort taka ætti alla útgerðina, eða þá sem þess beiddust, undir skuldaskil, eða einungis mótorvélaskipin. Niðurstaðan varð sú, að eigend- ur fiskveiðamótorskipa, allt að 60 rúmlestum, áttu kost á lán- um þessum. Síðar, á Alþingi 1936, var eigendum línuveiða- gufubátanna bætt þarna við. — Ekki hefi ég séð þess merki, að komið hafi fram við meðferð máls þessa á Alþingi, að sam- vinnufélög hlýttu eigi sömu skilyrðum um skuldaskil og hlutafélög. Umræðurnar um málið voru með æsingabrag og illindum, mikið persónulegs eðl- is, en þetta efni, sem í eðli sínu er lögskýringamál, mun lítt eða eigi hafa borið þar á góma. Segja má, að þeim sem lögðu síðustu hönd að Skuldaskila- sjóðslögunum, og þá einkanlega sjávarútvegsnefnd, hafi láðst að setja ákvæði í lögin um að samvinnufélög og önnur gagn- kvæm ábyrgöðarfélög hlíttu sömu reglum um skuldaskil og hlutafélög. En er nokkur minnsti snefill af réttlæti í því, að félagsmenn útgerðarsam- vinnufélaganna gjaldi þess, þótt löggjafanum hafi láðst að taka þetta greinilega fram í lögun- um, þegar tilgangur laganna var að eitt og sama skyldi ganga yfir félagsmenn í hlutafélögum og samvinnufélögum í þessu efni, eins og hér má telja full- sannað? Svipaöar ávantanir koma iðu- lega fyrir í lögum frá Alþingi, er koma fyrst í ljós við fram- kvæmd þeirra. Þeim er þá jafn- an breytt eftir því sem reynsl- an bendir til, og ekki sjaldan hafa verið gefin út bráðabirgða- lög, án þess nokkur úlfaþytur heyrist út af slíkum sjálfsögð- um ráðstöfunum. Undanfari máls þessa viö framkvæmd Skuldaskilasjóðs- laganna vai’ðandi fiskveiðasam- vinnufélögin, er þessi: Þegar kröfufrestur var liðinn á Sam- vinnufélag ísfirðinga, og taka skyldi það til skuldaskila, var frumvarp skuldaskilasjóðs- stj órnarinnar um greiðslur og lánveitingu félaginu til handa að vísu samþykkt. En nokkrir kröfuhafar létu bóka ágreining og skrifuðu undir skuldaskilin með þeim fyrirvara, að þeir á- skildu sér rétt til þess að höfða mál á hina samábyrgu félags- menn, út af eftirstöðvum kröfu þeirra. Þetta varð og. Brezkt firma, eða umboðsmaður þess, lét í febrúar 1937 taka út stefnu á 8 félagsmenn í Samvinnu- félagi ísfirðinga. Undirréttar- dómur dæmdi þá til að greiða hina umstefndu upphæð, og sama varð niðurstaðan í Hæsta- rétti í marz s. 1. — Ekki hefi ég heyrt neinn halda þvi fram í viðtali, að Skuldaskilasjóöslög- in hafi ætlazt til þess, eins og þau eru og hafa jafnan verið túlkuð í höfuðatriðum. En kaldur lagabókstafurinn hefir hér sigrað efni og anda laganna, eins og oft hefir áður hent. Um skuldaskil Samvinnufé- lags ísfirðinga og annara um- sækjenda, er ég þekki tiþ.vil ég segja þetta: Félagsmenn Svf. ísf. höfðu upphaflega lagt fram i/s af verði bátanna, er nam 60 þús kr. Það var vitanlega strikað út að undanteknum 5%. Félagið hafði og safnað sjóðum, milli 80 og 90 þúsundum króna, samkvæmt ákvæðum Sam- vinnulaganna. Þetta fé var vit- anlega líka alveg strikað út. Hlutafélag hér í bænum (Huginn) sótti einnig um og fékk skuldaskil. Félag þetta var að öðru leyti betur stætt, enda hafði það starfað stutta stund. Félagið átti óinnleystar sjóveðs- kröfur, og var auk þess í van- skilum með samningsbundnar afborganir af lánum til skipa- kaupanna, svo við borð mun hafa legið, að skip félagsins yrðu af því tekin. Þetta félag mun þó ekki hafa greitt nema 5% af lausaskuld- um, og ætti Mbl. að afla sér staðfastra upplýsinga um það. Ekki hefir þó verið reynt að nota þetta aðstandendum félags þessa til áfellis, enda ekki á- stæða til þess. En hlutafé félags þessa var aldrei strikað út við skuldaskil þess. — Síðan hefir félag þetta grætt nokkuð, svo útlit var jafnvel til að hlutabréf þess færu yfir nafnverð. Hafa nú verið gefin út viðbótarhluta- bréf, án þess bætt hafi verið við skipastól félagsins, og þau að sögn ætluð til greiöslu handa þeim félagsmönnum að meira eða minna leyti, er töpuðu við skuldaskil félags þessa. Á sama tíma eru innskotsfé og sjóðir Samvinnufélagsins og einstakra meðlima þess strik- aðir út. Það fé, sem samvinnu- félagið kynni að geta grætt, getur enginn einstakur félags- i maöur fengið handa sér. Hins- vegar hafa menn í hlutafélagi alltaf í hendi sér réttinn til þess ; að ákveða vexti af hlutabréfum ! sínum. Um hina 8 félagsmenn Sam- j vinnufélags ísfiröinga, sem stefnt var til greiðslu á kröfu- I upphæð brezka firma/is, er þetta að segja: Fimm þeirra eru skipstjórar á skipum - félagsins, fram- kvæmdarstjórinn og tveir menn aðrir, sem enga atvinnu hafa hjá félaginu. Þessir menn hafa lagt meira og minna í félagið, sumir svo skiftir nokkrum þús- undum. — Auk þess sem goldið hefir verið til sjóða af hluta- upphæð þeirra og kaupi. Þeir tveir menn, sem ekki hafa haft atvinnu hjá félaginu, hafa báðir lengstum verið í stjórn félagsins — annar þeirra er þar ennþá, og unnið þar ekki lítið starf launalaust. Ég hefi tekið þetta dæmi frá Samvinnufé- lagi ísfirðinga til þess að sýna, að félagið hefir látið af hendi það, sem það hafði tekið í sjóði af sjómönnum og verkamönn- um, og hverskonar órétti á að beita, ef ganga skal enn lengra, samanborið við einstaka út- gerðarmenn, hlutafélög og hlut- hafa, sem skuldaskil hafa hlotið. Það hefir oft og lengi verið á því klifað, að Samvinnufélag ísfirðinga hafi einungis greitt 5% af óveðtryggðum skuldum sínum við skuldaskil þess. En hvernig er það með önnur fisk- veiðafélög og einstaka útgerð- armenn í þessu efni? Skýrsla um starfsemi Skulda- skilasjóðs, dags. 31. des. 1936, tekur af allan vafa um þetta. Hún segir á bls. 4: Minnsta út- borgun til kröfuhafa var 2%, mesta útborgun 54%. Lántak- endur voru alls 122. Þetta er þá sannleikurinn um skuldaskil mótorbátaútgerðar- innar. Samvinnufélag ísafjarð- ar er þar nokkuru lakara en í meðallagi. Af þeim, er fengu skuldaskil héðan úr umdæminu, munu flestir hafa greitt 5%, einir tveir 1—20% og einhverjir niður í 2%. Um skuldaskil línuveiðagufu- bátanna er mér ókunnugt, en sagt er mér að útkoman hafi verið þar lökust. Allt er þetta leiðindamál, og ætti hvorugur öðrum að hallmæla. Er pólitískum skjáhröfnum að vísu eigi of gott að krunka yf- ir þessum krásum, en hrekk- laust fólk og frómlynt, sem blöðin les, á það ekki skilið, aö vera blekkt árum saman á sömu tuggunni. S. Kr. og aðrir (níð)ritarar Mbl. segja að fjárveitingaheim- ildin eða væntanleg breyting á Skuldaskilasjóðslögunum, sé aðeins gerð til þess að firra Finn Jónsson fjártjóni, og máske þá Harald og Vilmund líka, er þó muni óvíst, en í hæsta lagi einungis félaga Sam- vinnufél. ísfirðinga. En það eru s’amábyrgir félagsmenn að minnsta kosti fjögurra annara samvinnufélaga, sem hér eru undir sömu sök seldir. Það er samvinnufél. í Stykkishólmi, Gríms í Borgarnesi, Stokkseyr- arfélagsins og Kaupfél. Fram í Vestmannaeyjum. Það er ekkert < leyndarmál, að margir óttast aö með hæstaréttardómnum, sem að framan getur, sé gefið til kynna, að hægt verði að ganga að öllum samábyrgum félags- mönnum í fiskveiðasamvinnu- félögunum, og skuldaskil þeirra séu þar með að engu orðin. Hvert öngþveiti skapaöist meö kröfum og stefnuförum á hend- ur mörg hundruð manna, geta menn gert sér í hugarlund. S. Kr. tæpir á því, að atvinnu- málaráðherrann hafi ekki treyst sér til að láta bera fram frumv. til breytinga á Skulda- skilasjóðslögunum, vegna þess að hann hafi óttazt mótspyrnu frá Sjálfstæöisflokknum. Ann- ar greinarhöf. í Mbl. kemst þó skýrar að orði, um leið og hann kjamsar á hinu andlega ómeti Sigurðar! Hann segir, að at- vinnumálaráðherrann nýi, Skúli Guðmundsson, hafi „ætlað að bera fram frumv. um ný skulda- skil, en af brjóstviti komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri heppilegt fyrir framgang máls- ins, að það yrði að fara gegn um 3 umræður í hvorri deild. Eftir orðum þessa náunga að dæma, virðist þingflokkur Sjálfstæðismanna hafa verið -þess albúinn, að beita málþófi í því skyni, að hindra fram- gang sjálfsagðra breytinga á Skuldaskilasjóðslögunum. Mál- æði þetta hefði að vísu mátt stöðva, en það hefði kostað fé og sjálfsagt margra daga leng- ing þingtímans að þessu sinni. Ég er því sammála Mbl. um þaö, að atvinnumálaráÖherr- ann hafi tekið þann betri kost- inn, og tel það vott um farsæla starfsháttu hans. — Að lokum vildi ég einungis segja þetta: Hvort er það svo, að S j álf stæöis-þingf lokkurinn sé svo æstur út í alla samvinnu- útgerð — svo notuð séu munn- töm orð úr bæjamálinu — að hann vilji ekki unna félags- mönnum þeirra að koma fram nauðsynlegum breytingum eða viðauka við Skuldaskilasj óðs- lögin, svo þeir verði sama rétt- ar aðnjótandi og aðstandendur annara útgerðarfélaga og út- geröarfyrirtækja landsins, eða er þingmönnum flokksins svo brátt í brók með að hafa von um að ná nokkuru fé á þenna hátt af 3 þingmönnum Alþýðu- flokksins, að þeir vilji vinna það til aö láta gera aðför hjá hundruðum manna, fyrir kröf- um, sem almenningur í landinu taldi úr sögunni, aðeins af því að gat hefir reynst á löggjöf- inni um þetta efni. — Ritarar Mbl. gefa fyllilega í skyn, að þessi hugsunarháttur sé til. En ég efa það þó, og veit að hann er fjarri ýmsum þing- mönnum flokksins, og eigi síð- ur fjölda kjósenda hans. Ritar- ar Mbl. hafa verið heppnir í handtökum sínum nú eigi síður en áður. Ég tel því að réttast væri fyrir hina sæmilegri þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að taka höndum saman við atvinnu- málaráðherrann um annað- tveggja, að koma fram skyn- samlegum breytingum, eða við- aukum við Skuldaskilasjóðs- lögin. Það er ekkert annað en hróp- legt óréttlæti, að skapa fiski- mönnum og verkamönnum, sem unnið hafa með elju og þraut- seigju að því að skapa sér at- vinnu með stofnun samvinnu- félaga til fiskveiða, annarskon- ar rétt um skuldaeftirgjafir en hlutafélögum og einstökum út- gerðarmönnum. Þegar málið er nægilega og hlutlaust upplýst, mun það og verða krafa allra sæmilega hugsandi manna í landinu, hvar í flokki sem þeir kunna að standa, að hér verði ráðin bót á. ísaf. 27. maí 1938. Míllíþinganefnd í skafta- og tollamál Seinasta Alþingi samþykkti, að skip- uð yrði fimm manna milliþinganefnd í skatta- og tollamálum og skyldi hún Ijúka störfum fyrir næsta þing. í nefndinni skyldu eiga sæti skattstjóri og tollstjóri í Reykjavík og þrír menn, sem væru tilnefndir af þremur stærstu þingflokkunum. Skipun nefndarinnar er nú lokið. Framsóknarflokkurinn hefir tilnefnt Guðbrand Magnússon forstjóra, Sjálf- stæðisflokkurinn Magnús Jónsson pró- fessor og Alþýðuflokkurinn Jón Blön- dal hagfræðing. Auk þess eiga svo sæti í nefndinni eins og áður segir, Hall- dór Sigfússon skattstjóri og Jón Her- mannsson tollstjóri. Fjármálaráðuneytið hefir lagt til að Sigtryggur Klemenzson lögfræðingur verði ráðinn ritari nefndarinnar, en hann hefir verið ytra síðastl. vetur og kynnt sér fyrickomulag og framkvæmd þessara mála á Norðurlöndum. Verkefni nefndarinnar verður aö semja ný skatta- og tollalög í stað þeirra, sem nú gilda. En þessum lögum er nú mjög ábótavant, hafa verið smá- aukin á ýmsum tímum og eru því orðin býsna flókin og erfið í framkvæmd. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: Kol Reykjavík Sími 1938 Framh. V. Þegar Framsóknarmenn tóku við völdum haustið 1927, var valdaaðstaðan mjög ólík milli flokkanna. Flest embætti í landinu voru í höndum íhalds- manna og fjármagn landsins og flest hin stærstu atvinnu- fyrirtæki hlýddu boðum þeirra og banni. íhaldsmenn höfðu valio á flokkslegum grundvelli í allar trúnaðarstöður. Ég man ekki til að íhaldsstjórnin frá 1924—1'27 veitti nokkrum Fram- sóknarmanni trúnaöarstöðu nema Ásgeiri Ásgeirssyni fræðslumálastjóraembættið, og lágu til þess séi’stakir, persónu- legir samningar milli hans og íhaldsmanna, sem réttlættu í þeirra augum þessa undantekn- ingu frá reglunni. Þegar Jón heitinn Þorláksson skipaði 5 manna nefnd til aö meta Landsbankann, valdi hann til þess eingöngu flokksmenn sína. Hann launaði þeim auk þess í bezta lagi, því að hver þeirra fékk 5000 krónur fyrir verk, sem aldrei var birt og aldrei hafði neina þýðingu. Þegar ég kom í ríkisstjórnina 1927 var mér að sjálfsögðu á- hugamál, í samræmi við skoð- anir mínar í Komandi ár, að byggja upp hina tvo yngri flokka og koma á nokkru jafn- vægi um völd og áhrif í þjóð- félaginu milli þeirra og íhalds- mannanna. • Að minni hyggju þurfti tvennt að gerast í einu: að efla stjórnarflokkana svo að þeir næðu eðlilegum þroska, og það varð ekki gert nema með allharðri baráttu við íhalds- menn. En jafnframt því varð að byggja friðsamlega brú milli allra flokkanna, og unsdirbúa það, að þeir gætu starfað sam- an að málefnum landsins, eft- ir því sem málavextir voru til. Sá tími gat líka komið eins og ég hafði séð fyrir í sambandi viö kosningaróg Alþýðublaðsins 1923, að Framsóknarmenn og í- haldsmenn yrðu að standa hlið við hlið, til aö verja hin þjóð- legu verðmæti fyrir aðsteöjandi hættu. Út frá þessari skoðun beitti ég frá 1926 tveim aðferðum í viðskiptum flokkanna. Þegar ég fékk því komið til leiðar 1926 að þingið skipaði sjö manna nefnd til að undirbúa afmælis- hátíð Alþingis 1930, var hún skipuð úr öllum þrem þing- flokkunum og mikill andstæð- ingur minn, Jóhannes Jóhann- esson, með mínu atkvæði kos- inn formaður hennar. íhalds- menn margir hverjir vildu ekki þessa samvinnu flokkanna og varð að beita bæði nokkurri kænsku og harðræði til að koma þessum undirbúningi alþingis- hátíðarinnar á laggirnar. En framkvæmdin fór vel úr hendi. Þingflokkarnir þrír lögðu til menn í nefndina, sem unnu ó- keypis í fjögur ár, ráðstöfuðu miklu fé á myndarlegan hátt og luku svo verki sínu, að öll þjóðin hafði mikla sæmd og mikla ánægju af hátíðahaldinu. Eftir sömu línum byrjaði síðar samstarf þingflokkanna þriggja í lögjafnaðarnefndinni, í banka- ráðum beggja bankanna, í menntamálaráði, í Þingvalla- nefnd, í gjaldeyrisnefnd, í allri stjórn afurðasölumálanna um verzlun innanlands með kjöt og mjólk og til útlanda með saltfisk. Sama skipun er á fiskimálanefnd, utanríkisnefnd og yfirstjórn baráttunnar við fjárpestina miklu. Að síðustu beitti Framsóknarflokkurinn sér fyrir þeirri umbót á Alþingi í haust sem leið, að forsetar væru jafnt úr öllum þrem þingflokkum. Og þó að skammt sé frá liðið, má telja það full- víst, að af því samstarfi muni spretta gagngerð umbót á vinnubrögðum Alþingis. Ef borin er saman þessi þró- un við hin hörðu tök Jóns heit- ins Þorlákssonar um skipun bankanefndarinnar, sem raun- ar var annars í fullu samræmi við venjulegan hernað í skipt- um flokka i þingræðislöndum, þá sézt bezt, hve stórfelld sú nýjung er, sem Framsóknar- menn hafa komið á til að tryggja lýðræðið i landinu, með hinni margháttuöu samstjórn flokkanna um mörg hin vanda- mestu mál þjóðarinnar. En um hin föstu embætti var ójafnvægiö of mikið til þess að unt væri 1927 að byrja þá þegar á þessum jafnvægisgangi. Ég beitti í þeim efnum áhrifum mínum og aðstööu til að koma Framsóknarmönnum og Al- þýðuflokksmönnum i fastar trúnaðarstööur og ganga að mestu fram hjá andsta^ðing- um stjórnarinnar. Ég taldi í þeim efnum sjálfsagt að þræða nákvæmlega slóð þeirra Jóns Magnússonar og Jóns Þorláks- sonar um nokkurra ára skeið. Ég reyndi að skapa að verulegu leyti nýja embættis- og starfs- mannastétt, sem væri fær um að, mynda heilbrigt mótvægi gegn svefni undanfarandi tíma. Ég lét yfirleitt sama ganga yfir báða stuðnings- flokka stjórnarinnar. Alþýðu- flokknum var öllu meiri nauð- syn að fá talsvert marga af mönnum sínum í trúnaðarstöð- ur, bæöi af því að flokkurinn var veikari til átaka, en þó ekki síður til að gera hann ábyrgan um þjóðfélagsmál, og vinna á móti því að hin vaxandi ís- lenzka verkamannastétt liti á sig sem föðurlandslausa menn, sem ekkert ættu nema hlekk- ina, svo að vitnað sé til vígorða erlendra sósíalistaforkólfa. — Stuðningur minn við AlþýÖu- flokksmenn í þessum efnum var ekki nein persónuleg eða flokksleg greiðasemi, heldur framkvæmd á pólitískri lífs- skoðun, að jafna metin milli hinna þriggja nauðsynlegu og óhjákvæmilegu pólitísku flokka í landinu. Þetta skildu leiötog- ar Alþýðuflokksmanna vel. Þeg- ar ég leiddi tal aö því við einn af leiðtogum þeirra, að ég áliti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.