Tíminn - 10.06.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.06.1938, Blaðsíða 4
94 TÍMINN Timamannabréf (Frh. af 1. síSu.) sennilegt, að Tíminn geti með viðbótar útgáfu fyrir höfuð- staðinn og þéttbýlið í nánd við hann áður en langt um líður, líka fullnægt lesendum og sam- herjum, sem þar búa og óska að fá flokksblað sitt daglega. Miðstjórnin leitar til sam- herja sinna út um allt land með margvíslegan stuðning við hið nýja skipulag. — Þingmenn flokksins og miðstjórnarmenn munu einkum beitast fyrir því að afla Tímanum stuðnings á þann hátt, sem með þarf. En áhugamenn um allt land eru beðnir að snúa sér til mið- stjórnarmanna, þingmanna flokksins, og til skrifstofu flokksins í Edduhúsinu í Rvík um samstarf í þessu efni. Mið- stjórnin veit að hún muni eiga kost á liðveizlu mörg hundruð samherja á öllum aldri hvar- vetna á landinu við það starf að gera Tímann að fjölbreytt- asta og áhrifamesta blaði, sem nokkurntíma hefir verið gefið út af umbótamönnum á íslandi. Miðstjórnin ætlar að vinna að því af alefli, að Tíminn verði lesinn og helzt keyptur á hvsrju heimili á íslandi, þar sem þrek og lífsandi er í brjóstum fólks- ins. í þau riimlega tuttugu ár, sem Tíminn hefir starfaö, hefir í dálkum hans verið birtar greinar um öll hin helztu um- bótamál, sem verið hafa á dag- skrá með þjóðinni og ^sóknin þar jafnan mest og hörðust. Með hinu nýja skipulagi á að vera hægt að sækja meira fram, en auk þess sinna meir en unnt hefir verið áður, margháttaðri fræðslu um líf og störf samtíð- armannanna, bæði hér heima og erlendis. Jónas Jónsson frá Hriflu. Ræða atvixmumálaráð- herra (Frh. af 1. síðu.) haldinn hátíðlegur dagur ís- lenzku bændanna. En þó að það sé bæði rétt og skylt að minnast framleiðslu- stéttanna á þennan hátt, þá verðum við vel að athuga þaö, að þeirra verður ekki nægilega minnst, né þeim fullþökkuð þjóðnytjastörf, með orðunum einum. Hér þarf meira til. Við þurfum öll að gæta þess, að þeir sem framleiöslustörfin vinna, fái réttlátlega goldiö sitt erfiði — að hlutur þeirra sé í engu fyrir borð borinn. Þá er ranglæti framið, ef þeim mönnum er þrengri stakkur sniðinn eða málsverður þeirra minni gerður heldur en ann- ara stétta í landinu, sem hafa áreynsluminni og áhættuminni störfum að gegna. Hér þarf að standa á verði. Þá er einnig nauðsynlegt að haldið verði áfram því heilla- starfi, sem hér hefir verið unn- ið á undanförnum árum, til að draga úr slysahættunni við strendur landsins, svo að létt- ari verði eftir en áður sá skatt- höfðum starfað saman að mál- efnum samvinnu- og Pram- sóknarmanna og með þeim á- rangri, að ekki mátti telja iík- legt, að stöðugar árásir á okk- ur væru kærkomnar flokks- bræðrunum. Mér komu þessar árásir ekki kynlega fyrir sjónir, af því ég hafði í höndum full skilríki fyrir því, að helztu á- róðursmenn Alþýöuflokksins eins og Héðinn Valdimarsson og Vilmundur Jónsson, svo að ekki séu fleiri taldir, höfðu megin- áhuga fyrir því að Framsóknar- flokkurinn leystist upp og að þeir yrðu ríkiserfingjarnir í dánarbúinu. Framh. J. J. ur, sem þjóðin geldur í missi starfandi manna. Slíkt er mikil nauðsyn fátækri og fámennri þjóð. Hér eru saman komnir margir sjómenn í dag, og á öll- um aldri. Hér eru aldui'hnignir menn, sem um tugi ára hafa að mestu leyti alið aldur sinn á hafinu. Þangað stefndi þrá þeirra á unga aldri, þar hafa þeir háð sína lífsbaráttu og eytt kröftunum í þágu lands og þjóðar. Þeir hafa óefað margs að minnast úr því lífi. Vafa- laust hafa margir þeirra lent í hættum og mannraunum og jafnvel þurft að horfa á eftir samverkamönnum, vinum og kunningjum, ofan í hina votu gröf hafsins. Þeir þekkja bet- ur en nokkrir aðrir andstæð- urnar i ríki hafsins. Þessum miklu andstæðum hefir Einar Benedilctsson lýst á áhrifamik- inn hátt í kvæði sínu „Útsær“. Um hina miklu kyrrð hafsins á vorin, þegar báruraddirnar þegja, kveður skáldið: Því dagar sólina uppi um unaðarnætur. Þá eldist ei líf við blómsins né hjartans rætur. Hafkyrrðin mikla leggst yfir látur og hreiður, en lágeislinn vakir á þúsund sofandi augum. Á firðinum varpar öndinni einstöku reyður, og uppi við land kasta sporðar glampandi baugum. Báruraddir í vogavöggunum þegja. Ein vísa er aðeins hvísluð niðri í ósi. Tíminn er kyr. Hann stendur með logandi ljósi og litast um eftir hverju, sem vill ekki deyja. En í næsta erindi kvæðisins er allt með öðrum svip. Það er svipur haustsins. Þá hamast tröllið svo jarðirnar nötra: En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin. Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin. Skýin þau hanga á himninum slitin í tötra. — Það hriktir í bænum eins og kippt sé í fjötra. — Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin. Grunnsjórinn beljar um voginn svo jarðirnar nötra. En hafáttin er í húmi og blikum til skipta; hún hleypir skammdegis- brúnum föl undir svefninn. Þá hamastu tröllið. í himininn viltu lypta hyljum þíns eigin dýpis og álögum svipta. Þetta hvorutveggja hafa sjó- mennirnir fengið að reyna. Þeir hafa kynnst hafkyrrðinni miklu, sem „leggst yfir látur og hreiður'. Og þeir hafa þurft að fást við tröllið, þegar það hamaðist, strandmölin grýtti landið, en skýin héngu á himn- inum „slitin i tötra“. Þessar stórkostlegu andstæður hafsins þekkja gamlir sjómenn, og öll svipbrigði þess þar á milli. Þaðan eiga þeir „lífsins sterk- ustu minning“ og þaðan hafa þeir fengið sitt svipmót. Þessum mönnum ber að þakka unnin afrek. Hér eru líka ungir menn, sem enn sem komiö er hafa minni reynslu af dutlungum hafsins. En þangað stefnir þrá þeirra. Hið mikla kvæði, sem ég nefndi áðan, hefst á þessum orðum: Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar, ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu. Það er sú „eyðimörk ógna og dýrðar", sem æskumennirnir þrá að kanna. Og við skulum biðja allar góðar vættir að fylgja þeim á leiðum hafsins, og vona að þeir sjái óskir sínar og drauma rætast þar. Og við skulum vona að íslenzka þjóðin eigi um alla framtíð, eins og nú, margt dugandi manna, sem vilja leggja leið sína út á „bláa hafið“, — „eyðimörk ógna og dýrðar“ — til þess að vinna þar þýðingarmikil störf fyrir land sitt og þjóð. Gúmmílímíð ,Grettír‘ reynist bezt. Sá, sem einu sinni hefir not- að það, biður aldrei um annað. Giimmílímgerðm Grettir, Laugaveg 76. Sími 3176. í!l d a, 1 ft i& i& cl n, i* Sambands ísl. samvannufiélag'a verður haldinn að Hallorms- stað á Fljótsdalshéraði 3—6 júlí n. k. Reykjavík 8. júní 1938 F. h. Sambandsstjórnas* Sígurður Krístínsson Nú eru síðustu íorvöð að fá sér jsláttuvél á þessu sumri heítír vélín, sem flestir noía og bezt reyníst Samband ísL samvínnufélaga. Smi 1080. ntóbakið ©r frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN BíHjíð kaupmann yðar um B. B. munntóbakið Fœst allsstaðar. Utbreiðið »Tímann« Allt með Islenskum skipnm! Trúlofunar- hrínga smfðar ión Dalmannsson gull- smlður, Vitastíg 20, Reykjavlk NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI. kaupi ég hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um allt land. Innkaupsverðlistar sendlr þeim sem óska. Guiwar GuSmundsson, Laugaveg 42. Pósthólf 551 Bími 4563. — Reykjavik. Ritstjóri Gísli Guðmundsson. Prentsm. Edda h.f. AVNEM0LLEN Kaupmannahöfn mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI OGHVEITI Meíri vörugæðí ófáanleg SXS. skíptir eingöngu við okkur. A víðavangi (Framhald af 1. síðu.) leiðangur til þess að leita að fiski fyrir togarana, þótt leitin þæri lítinn árangur. Og ríkis- stjórnin var búin að senda j Helga Briem fiskifulltrúa suð- ur á Spán og taka um það á- kvarðanir m. a. í samráði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins svo löngu fyrir hátíð sjómanna, að ekkert er líklegra en að Morgunblaðshöfundarnir hafi einnig mót betri vitund fundið sér þetta tilefni til hinna lítið smekklegu hátíðabrigða. En skyldu nú einhverjir sjómanna samt vilja afsaka þá menn, sem hér voru að verki, mætti kannske spyrja þá hvað þeir segöu um þá sið- gæðisframkomu Morgunblaðs- ins — einmitt þennan sama dag, — að telja Helga Tómasson til' þess fallinn að vera skáta- höfðingja á íslandi? Þar sem Sjálfstæöismcnn stjórna. Fisksölusamiagið er að reisa niðursuðuverksmiðju. Er það virðingarverð viðleitni til þess að auka verðmæti sjávarafl- ans. En samkeppnin verður hörð meðal annars við frændur okkar Norðmenn, sem mikla reynslu og mikla leikni hafa í þessari iðngrein. Nú hafa forstjórar Fisksölu- samlagsins ráðið kornungan mann, sem dvalið hefir á að gizka eitt ár erlendis til þess að kynna sér þessa hluti og um sinn veitt forstöðu lítilli rækju- verksmiðju á ísafirði, auk þess sem hann hefir eitthvað unnið að niðursuðu í þjónustu Slát- urfélags Suðurlands. Og þess- um unga manni á að borga að byrjunarlaunum 9 þúsund krónur í árslaun! Hlýleg kveöja til Jóns á Akri ofan á bitlingana! Skátar og skáta- ioringjar (Framliald af 3. síðu.) verið ritað um skátahreyfing- una á íslenzku. Agnar Kofoed-Hansen mætti nefna sem dæmi hinna yngstu, sem koma rnunu til mála í þessa stöðu. Hann hefir þegar unnið sér álit sem röslcur, hugprúður jl og greindur flugmaður. En slíka menn vilja allir drengir taka sér til fyrirmyndar. Guðmundur Einarsson frá Miðdal er þjóðkunnur listamað- ur, fjölhæfur, hugkvæmur og vel menntaður. Hann er einn allra mesti ferða- og fjall- göngumaður á íslandi, skíða- maður með afbrigðum og glæsi- menni. Dr. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður er svo sem al- kunnugt er, einn orðsnj allasti og ritfærasti rnaður á landi hér. Hann er fjölmenntaður og hefir látið uppeldis- og æskulýðsmál mjög til sín taka. Allir hafa þessir menn dval- ið með erlendum þjóðum og myndu eflaust geta komið þannig fram út á við, að sómi væri að fyrir íslenzka skáta og þjóðina. Fleiri menn hirði ég ekki að nefna í þessu sambandi, þótt margir séu til. En ég skora á skátana að taka þetta mál til al- varlegrar íhugunar, áður en það er of seint. Ég vil að lokum óska skátun- um allra heilla á þessum tíma- mótum, og vona að þeim tak- ist nú og síðar, að leiða vanda- mál sín til lykta á þann hátt, sem þeim sjálfum, æsku lands- ins og þjóðinni verður til sóma og velfarnaðar“. Líklegast má telja, að valið á bráðabirgða skátahöfðingj anum sé sprottið af athugaleysi hlut- aðeigenda og heilagri einfeldni. En þá var hitt óskilj anlegt, að hlutaðeigandi skyldi, eins og á stóð, sjá sér fært að veita þessurn titli viðtöku og þeim vanda, sem honum fylgir. Hitt væri ekki fráleitt að hugsa sér að H. T. hafi verið sér úti um þessa vegtyllu, sem einskonar spelkur við brákað mannorð, úr því hann á annað borð hafði smekk til að taka starfanum. Loks mætti láta sér til hugar koma, að hér væru öfl að verki í áframhaldi af viðleitni sem fram kom í sambandi við Alþing- ishátíðarþingið og Sjálfstæöis- mönnum mætti vera kunnugt um. Færi því vel á að forustu- menn Sjálfstæðisfl. gengju nú fram fyrir skjöldu til þess að fyrra æskulýðsfélagsskap, sem haft gæti þjóðholla þýðingu, þeim háska, sem hér er á ferð- um, með því að tryggja það að H. T. gefi ekki lengur kost á sér til þessa starfa, sem hann er ekki fallinn til. Guðbrandur Magnússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.