Tíminn - 17.06.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.06.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, föstud. 17. júní 1938. 25. blað Stofnf undur Sambands ungra Framsóknarmanna að Laugarvatní KVEÐJA til ungi*a Framsóknarmaiuia á Laugarvatní 11. jjúní 1938. Kæru samherjar! 'Ég vildi feginn hafa verið í ykkar hóp á þessum merkilega fundi, sem mun marka spor í sögu Framsóknarflokksins og í sögu landsins. Því miður varð ég, þessa sömu daga, að sinna skyldu- störfum annarsstaðar á landinu. Mér finnst að flokksþing ykkar og valið á fundarstaðnum vera táknandi fyrir þá þýðingu, sem ég tel að skipulagsbundin samtök ungra Framsóknarmanna muni hafa í framtíðinni. Þið veljið Laugarvatn fyrir fundarstað. Þar er nú stærsta heimili í sveit á íslandi. Þar eru fjölbreyttari náttúruskilyrði en til eru á öðrum bæjum hér á landi. Hin nýja byggð átti á Laugarvatni t í u ára afmæli þessa dagana. Um stofnun þessa nýja heimilis hafa staðið þrálátar deilur. Andstæðingar Framsóknarflokksins hafa með langri mótstöðu tengt Laugarvatn við nafn hans, enda er það vitað, að án samstarfs Framsóknarmanna myndi þessi nýbyggð ekki vera risin upp í Laugardalnum. Ykkur mun finnast allmikið hafa verið gert til umbóta á Laugarvatni og það er rétt. Hinir gömlu ungmennafélagar, sem hófu hugsjónabaráttu sína fyrir 30 árum, hafa hrundið áfram þessu verki og ótal mörgum öðrum, sem öll eru unnin til að bæta og fegra landið, og til að styrkja þjóð- ina í baráttu sinni fyrir frelsi og menningu á ókomnum öldum. En þó að ykkur finnist allmikið hafa verið unnið á Laugar- vatni, þá er það aðeins byrjun á miklu meira verki sem þar mun verða unnið á komandi árum. Sú kynslóð, sem vaknaði til mikils starfs á morgni yfirstand- andi aldar, hefir sýnt í verki skilning á því hve fsland er gott land, fagurt og auðugt að náttúrugæðum. Á Laugarvatni hefir verið gert átak einnar kynslóðar, mikil vinna í sjálfu sér, en þó aðeins örlítil byrjun á því að fullnota hin miklu náttúrugæði fyrir lands- ins börn. Hlutverk ykkar, ungu Framsóknarmenn, er að taka fundar- stað ykkar, Laugarvatn, á táknrænan hátt. Þar leggur landið fram mikil náttúrugæði. Þar hefir núverandi kynslóð lagt grundvöll að þjóðnýtu starfi. En meginvinnan er eftir. Og hún bíður ykkar. Sú umbótastarfsemi, sem hefir verið byrjuð á Laugarvatni af Framsóknarflokknum, er aðeins örlítill liður í hinni miklu og margháttuðu baráttu Framsóknarmanna. Merki þeirrar baráttu sjást að einhverju leyti á hverju heimili, í hverri byggð, hverju kauptúni, og hverjum kaupstað á íslandi. Framsóknarflokkurinn er í meira en tuttugu ár búinn að vinna að því að gera fsland að framfaralandi og íslendinga að nútíma menningarþjóð, en bjarg- að þó inn í hið nýja land öllu sem bjargað varð af menningarverð- mætum eldri kynslóða. Verkefnið er ætíð hið sama: Að nota náttúruauð Iandsins handa börnum þess. Að skipta auðæfum landsins réttilega og vit- urlega. Að efla hina íslenzku þjóð, styrkja æsku hennar, líkamlega, andlega og siðferðilega. Innan fárra ára gerir þjóðin lokaátak í frelsismálum sínum. Þá á að ljúka þeirri baráttu, sem Jón Sigurðsson og Fjölnismenn ítófu í frelsismálum fslendinga fyrir meira en öld og sem haldið hefir verið uppi hvildarlaust síðan. Ungir Framsóknarmenn! Notið þetta fyrsta flokksþing ykkar til að festa heit í málum lands og þjóðar. Vitið að á ykkur hvflir mikil ábyrgð. Við ykkur eru tengdar miklar vonir. Gangið fram með djörfung og festu í því mikla verki, sem bíður íslendinga, að gera þjóðina frjálsa, sterka og samheldna. Munið, að hin fyrsta sókn hefir verið hafin og hennar sjást glögg merki um allt land. Ykkar sókn á að verða enn meiri. Verkefni ykkar og átök stærri. Gangið hugheilir til starfa. Þá mun gifta fylgja hverju ykkar fótmáli um mörg ókomin ár. Jónas Jónsson t formaður Framsóknarflokksins. LANDNEMAR SKAPA SER SJALFIR SXAKjF• - Ræða Eysteins Jónssonar fjármálaráð- herra á fnndinum EYSTEINN JONSSON Heiðruðu félagar! Þið hafið vafalaust öll hugs- að töluvert um Framsóknar- flokkinn, þann flokk, sem þið fyllið og ætlið að starfa fyrir — um störf hans og stefnu. Eigi að síður getur það verið tíma- bært að í byrjun þessa fyrsta landsmóts ungra Framsóknar- manna veröi örfáum orðum minnst á megin kjarnann í stefnu Framsóknarflokksins. — Ég ætla að reyna að benda á meginstefnuna í stuttu máli. Ekki dægurmálin, heldur þau undirstöðuatriði, sem afstaða Framsóknarflokksins til dægur- málanna mótast fyrst og fremst af. Einstöku sinnum hafið þið ef til vill heyrt það af vörum andstæðinganna, að megin- stefna Framsóknarflokksins sé ekki eins glögg og flokkanna til hægri og vinstri, af því að flokk- urinn sé miðflokkur, og af því að flokkurinn byggi ekki á er- lendum hagfræðilegum kenn- ingum, eins og t. d. jafnaðar- menn og að sumu leyti Sjálf- stæðismenn (samkeppnismenn) enda þótt flokkur með starfs- aðferðum Sjálfstæðisflokksins sé sennilega hvergi til annar- staðar. Það er rétt, að Framsóknar- flokkurinn er miðflokkur, og það viljum við láta koma alveg sérstaklega greinilega fram. Hitt er einnig rétt, að flokkur- inn byggir ekki, nema þá að nokru leyti stefnu sína á er- lendum hagfræðikerfum. Þrátt fyrir þetta er meginstefna Framsóknarflokksins áreiðan- lega eins glögglega mörkuð og nokkurs annars stijórnmála- flokks, sem á íslandi starfar. Framleiðslustarfsemin undirstaðan. Sjálf framleiðslustarfsemin er undirstaða allrar velmegun- ar þjóða og einstaklinga. Allt er undir því komið, að fram- leiðslumöguleikarnir notist sem bezt, og að þeir, sem að fram- leiðslustarfseminni vinna beint og óbeint, geti haft framfæri sitt af þeim störfum. Allir munu viðurkenna þetta með vörun- um. En í reyndinni er það nú svo hér á landi og annarsstaðar, að þeir, sem stunda þessi störf eiga í stöðugri baráttu um arð- inn af þeim. Framleiðsluvör- urnar margar hverjar þarf að flytja, oft um langa vegu, til notkunarstaða. Þær þurfa að seljast neytendum á fjarlægum stöðum og oft þarf að breyta þeim á ýmsa vegu frá því, sem þær eru þegar þær fara úr höndum bóndans eða sjó- mannsins. Allir þeir, sem um þessar vörur fjalla, hafa til- hneigingu til þess að fá sem mest fyrir sína hlutdeild. Framleiðandinn á mikið und- ir því, að alir þessir aðilar, sem með vörur hans fara, fái ekki meira fyrir sína fyrirhöfn en réttlátt er. Við suma þeirra hef- ir baráttan verið löng og hörð. Um aldaraðir hafa' íslenzkir framleiðendur verið rændir réttum arði af vinnu sinni um hendur þeirra, sem verzlunina hafa rekið. Framleiðendur og milliliðir. Eitt meginatriðið í stefnu Framsóknarflokksins hefir frá upphafi flokksins verið og er enn baráttan gegn því að fram- leiðendur landsíns væri sviftir tekjum sinum af framleiðslu- starfinu af öðrum, sem um vörur þeirra þurfa að fjalla. Samvinnufélögin hafa verið og eru voldugasta vopnið í þeirri baráttu. Með þeim hefir Framsóknarflokkurinn staðið frá öndverðu og stendur enn. Flokkurinn hefir verið þeirra sverð og skjöldur á hinum póli- tíska vettvangi og aldrei þolað neitt ranglæti í þeirra garð, þótt hart hafi verið að þeim sótt með ýmsu móti. Með aðstoö samvinnufélaga sinna og Framsóknarflokksins hafa íslenzkir framleiðendur unnið stórvirki — einkum bændurnir. Kaupfélögin ráða nú verðlagi á nær öllum vörum aðfluttum i flestum þeim verzlunarstöð- um, þar sem íslenzkir bændur hafa verzlun sina. Samvinnu- félögin hafa til sölumeðferðar fyrir bændurna mestan hluta þeirra eigin afurða og gæta þess að bændurnir fái rétt verð heim. Bændurnir hafa i eigin höndum nær öll kjötfrystihús landsins, mjólkurbúin öll, og nær alla þá starfsemi, sem mið- ar að því að breyta vöru þeirra eða koma henni í söluhæft á- stand. Með þessu móti hefir meginþorra bændastéttarinnar og sem betur fer nokkrum hluta annara framleiðenda í landinu, tekizt að tryggja sér rétt verð fyrir vörur sínar og að koma í veg fyrir þá féflett- ing, sem áður átti sér stað. Árangurinn er einnig sýni- legur í því, að vart munu þess dæmi að nokkrir framleiðendur greiði jafn lítinn milliliðakostn- aö og sá hluti íslenzkra fram- leiðenda, sem hefir borið gæfu til þess að notfæra sér úrræði samvinnunnar og notið til þess stuðnings i-'ramsóknarflokks- ins. Verzlnnarkostnað- urinn enn of kár. Enda þótt mikið hafi orðið á- gengt í baráttunni gegn óþörf- um kostnaði á framleiðslu landsmanna, eru fjöldamörg verkefni enn óleyst í því efni. í sumum kaupstöðum landsins ráða kaupfélögin ekki ennþá verðlagi og á verð ýmsra vöru- tegunda hafa samvinnuféiögin ekki ennþá úrslitaáhrif. Verzl- unarkostnaður þjóðarinnar er því ennþá mikils til of hár til tjóns fyrir framleiðslustéttirn- ar og þjóðina í heild, og verður áreiðanlega ekki lækkaður nema með aukinni starfsemi samvinnufélaga. Framsóknar- flokkurinn er eini flokkurinn sem fyllilega er treystandi til þess að stuðla að slikri þróun. íslenzkir útgerðarmenn og sjómenn hafa ekki ennþá nema að litlu leyti notfært sér sam- vinnuna til úrlausnar við- skiptamálum sínum. Við sjóinn blasa við ótal verkefni, sem eiga að leysast á hreinum samvinnu- grundvelli. Innkaup og vörusala útgerðarmanna og margskonar iðnaðarstarfsemi, sem bezt verður leyst með samvinnu út- gerðarmanna á sama hátt og bændurnir reka sín frystihús og rjómabú. Jafnóðum og útgerð- armenn og sjómenn grípa til þessara úrræða og árekstrar verða við þá, sem hagsmuni hafa af því að þeir noti þau ekki, munu þeir komast að raun um, að Framsóknarflokkurinn stendur með þeim í þeirri bar- áttu. Rétt stefna að létta stofnkostnað fram- leiðenda. Þá mun ég minnast á annan þátt í starfsemi Framsóknar- flokksins, sem skýrir vel megin- stefnu flokksins og höfuðsjón- armið. Þjóðinni er hin mesta nauð- syn að sem flestir. stundi sjálfir framleiðslustörfin — skapi sér og þjóðarheildinni raunveru- legar tekjur með því að vinna verðmæti úr skauti náttúrunn- ar, og þá jafnframt að sem f æsta þurf i til þess að vinna þau störf, sem eru kostuð af fram- leiðslunni, þótt þau séu mörg nauðsynleg. Hinsvegar er það staðreynd, að stofnkostnaður sá, sem sam- fara er sjálfstæðu framleiðslu- starfi i byrjun, reynist oft erf- iður þrándur í götu þeirra, sem vilja stunda slík störf — einkum síðan það fór illu heilli að tíðkast meir en áður, að unga fólkið eyöi mestöllum tekjum sínum í stað þess að búa sig af alvöru undir framleiðslustörf á eigin spýtur eins og áður var algengara en nú. Framsóknarflokkurinn hefir gert það að einu meginatriði í starfi sinu, að varið væri fé úr sameiginlegum sjóði lands- manna til þess að létta stofn- kostnað framleiðendanna. Það yrði of langt upp að telja allt það sem unnið hefir verið í þessa átt, en t. d. má nefna jarðræktarstyrkinn, framlögin í frystihúsin og mjólkurbúin starfsemi Verkfærakaupasjóðs og Byggingar- og landnámssjóðs o. s. frv. Á síðustu árum, eftir að erfiðleikarnir fóru að vaxa við sjávarsíðuna og þrengjast tók hagur útgerðarmanna, hef- ir þessari stefnu Framsóknar- flokksins einnig verið fylgt í málum sjávai'útvegsins. Má nefna t. d. framlögin til hrað- frystihúsanna, harðfiskhjall- anna, rækjuverksmiðja og á næsta ári verður lítilsháttar byrjað að styrkja þá, sem eign- ast ætla vélbáta smíðaða hér- lendis. Framsóknarflokkurinn hefir þannig frá öndverðu litið á það sem sitt megin hlutverk, að styðja framleiðslustéttirnar. Með því að berjast fyrir stuðn- ingi af opinberu fé til þess að létta stofnkostnað framleið- endanna og eigi síður með bar- áttu sinni fyrir því að fram- leiðendur gætu tryggt sig gegn ágangi annara. Framleiðendur annist sjálfir atvinnu- reksturinn. Allar ráðstafanir Framsókn- arflokksins í þessum málum hafa hinsvegar verið miðaðar við það, að framleiðendurnir önnuðust sjálfir atvinnurekst- urinn. Er þá komið að því grundvallaratriði i stefnu Framsóknarflokksins, sem meira en nokkuð annað mótar aðstöðu hans. Framsóknar- flokkurinn álítur að það sé bezt fyrir þjóðfélagiö í heild og ein- staklingana, að sem allra flest- ir séu beinir þátttakendur í rekstri framleiðslunnar og eigi beinna hagsmuna að gæta í sambandi við hann. Með því móti eru beztar líkur fyrir góðri afkomu og fyrir því að menn leggi sig einlæglega fram við störfin og þegar til lengdar læt- ur, er þetta í raun og veru eina færa leiðin. Það er alveg óhugs- andi, að nær öll þjóðin geti haft fastar tekjur af launum, sem ekkert fari eftir því hvernig afrakstur framleiðslunnar er á hverjum tíma. Hvar á að taka (Framhald á 4. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.