Tíminn - 17.06.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.06.1938, Blaðsíða 4
98 TÍMINN Landnemar skapa sér sjálfír starí (Fravihald af 1. síðu.) peninga til allra þeirra launa- greiðslna þegar til lengdar læt- ur, ef launin eru þá ekki einu sinni í samræmi við það, sem afrakstur framleiðslunnar þolir? Hitt er þá einnig vitanlegt, að sjálfsagt verður alltaf einhver hluti þjóðarinnar, sem vinnur þau störfin, sem fjærst liggja framleiðslustarfinu, en eru samt nauðsynleg, að vinna fyrir föstu kaupi. En eftir því sem þeir eru færri, eftir því verður fyrir- komulagið að teljast heilbrigð- ara. Við ýmiskonar atvinnu- rekstur, þar sem afkoma er mjög misjöfn, verður sjálf- sagt eigi hægt að komast hjá tekjujöfnun. Leiðir Sjálfstæðis- flokksins og AlþýtSu- flokksins. Báðir hinir aðalflokkarnir hér á landi, Alþýðufl. og Sjálfstæð- isflokkurinn, hafa unnið í gagn- stæða átt við Framsóknarflokk- inn í þessum málum. Atvinnu- rekendur í Sjálfstæðisflokkn- um réðu því að á góðu árunum við sjóinn var hinum gömlu hlutaskiptum víða hætt og tek- in upp sú regla að greiða fast kaup, af því að þá var gróði að því fyrir útgerðarmenn. Þeir hafa nú á vondu árunum fengið að súpa til botns seyðið af þess- ari ráðsmennsku sinni. En vegna þess, meðal annars, sem á undan er gengið í þessu máli af hálfu Sjálfstæðisflokksmanna, yrðu þeir að sjálfsögðu tor- tryggðir nú, ef þeir vildu beita sér fyrir breytingu í þessum málum á erfiðum tímum. Þeir geta því enga forystu haft í því að breyta til hollara skipulags, enda liggur ekkert fyrir enn a. m. k. um það, að þeir hafi breytt þeirri skoðun sinni, að hin stærri fyrirtæki í fram- leiðslunni séu bezt komin í höndum fárra einstaklinga. Jafnaðarmenn trúa á þjóð- nýtinguna — ríkisreksturinn —, en svo undarlega bregður þó við, að á síðari tímum hafa þó tillögur þeirra um þau efni verið meira eða minna dulbún- ar. Hitt er víst, að þeir vilja vinna sem mest í þá átt, að sem flestir séu á föstu kaupi við í'ramleiðsluna og að ríkið hafi af henni sem mest afskipti. Á því leikur varla nokkur vafi, að slíkt fyrirkomulag hlyti að leiða til hins mesta öngþveitis. Menn vinna ekki á sama hátt fyrri ríkið og sjálfa sig. Launa- ákvarðanir yrðu enn óviðráð- anlegra vandamál en þær eru nú og eru þær þó nú þegar eitt höfuð vandkvæði í okkar þjóð- félagi. Hvar á svo að taka pen- inga til þess að greiða jöfn laun hvort sem vel eða illa gengur? Segjum að hér væri að eins átt við stór-reksturinn. En hvað segja þá þeir, sem reka smærri reksturinn, ef ríkið ger- ist aðili í því að tryggja hinum fasta afkomu hvernig sem allt gengur. Framsóknarflokkurinn álítur hvorki þjóðnýtingu eða stór- rekstur einstaklinga rétt fyrir- komulag. Hann álítur að hin stærri fyrirtæki ættu að vera rekin í félagsrekstri eða a. m. k. þannig, að þeir, sem við þau vinna, hafi verulegra hags- muna að gæta í sambandi við rekstursafkomu fyrirtækjanna. Barátta stéttanna um launin. Eitt af hinum verstu meinum eru átökin á milli stéttanna um launin. Verklýðssamtökin hafa verið og eru nauðsynleg. Lengi var hlutur verkamanna óskap- lega fyrir borð borinn. Hitt er jafn víst, að ef verklýðsfélög- unum ekki er það ljóst, að kaupgjaldið verður að miðast við það, sem framlei'ðslan get- ur borgað, þegar til lengdar læt- ur, en nota vald sitt til þess að fara lengra, þá dregst fram- leiðslan saman og þjóðfélagið hættir að geta starfað. Verka- mennirnir bíða ekki af því minna tjón en aðrir. Slíkt á- stand getur ekki staðið til frambúðar og verkamennirnir missa þann rétt, sem þeir hafa til þess að ráða miklu um kaup- gjaldið. Þetta hefir verið gangur mál- anna þar sem verklýðshreyf- ingin hefir ekki viljað þekkja eða ekki þekkt þau takmörk, sem valdi hennar eru raun- verulega sett, af sjálfu sér án lagafyrirmæla. Þannig hefir farið fyrir verklýðshreyfing- unni í Þýzkalandi og á Ítalíu. Stjórnmála-„spekúlantar“ — einkum kommúnistar — leika sér með hagsmunamál verka- manna. Æsa upp kröfur, sem þeir vita að eru of háar, ein- mitt af því að þeir vita að svo er, beinlínis til þess að skapa örðugleika í atvinnulífinu. Benda síðan á erfiðleikana, ef þeim tekst að reka kröfurnar fram, til þess að skapa jarðveg fyrir niðurrifsstarf sitt. Starf- semi kommúnistanna og klofn- ingsstarfsemi Héðins Valdi- marssonar í þessum málum, er sú þj óðhættulegasta, sem höfð er um hönd í þessu landi, ásamt áróðri nazista. Framtíðin veltur eigi að litlu leyti á því hvort verkalýðnum, og þá eigi sízt hinum yngri hluta hans, tekst að skilja það til hlítar hvert þessi starfsemi hlýtur að leiða. Framsóknarflokkurinn heldur því hiklaust fram, að það fyrir- komulag á atvinnurekstrinum, sem hann telur réttast — bein þátttaka sem flestra — sé lík- legra en nokkuð annað til þess að minnka þá hættu, sem staf- ar af launadeilum. Að vísu er það ljóst, að á- greiningur getur orðið um arð- skiptin, en hitt er einnig víst, að viðhorf manna gerbreytist til fyrirtækjanna ef þeir eru þátttakendur í rekstrinum, og grundvöllur ætti að geta skap- azt, til þess að eyða miklu af þeirri tortryggni, sem nú er notuð óspart og með góðum á- rangri oft af hálfu þeirra manna, sem vilja hafa ófrið um þessi mál. ’ Eins og ég vona að komið hafi greinilega í ljós af því, sem ég hefi nú um þessi mál sagt, þá hefir Framsóknarflokkurinn gert sér grein fyrir því, að jafn- hliða því, sem hann hvetur menn til sjálfstæðrar fram- leiðslustarfsemi, þá hvílir sú skylda á honum, að verja kröft- um sínum framvegis eins og áður til þess að vinna gegn hverskonar óeðlilegri áleitni í garð framleiðslustéttanna, hvaðan sem hún kemur. Megiiistefna Fram- sóknarflokksins. Ég hefi nú í stuttu máli reynt að lýsa viðhorfi Framsóknar- flokksins. Þetta er þó hvergi nærri tæmandi, eins og gefur að skilja, t. d. hefi ég ekkert minnst á einn meginþátt í starfi flokksins — baráttu hans fyrir aukinni almennri mennt- un. Geri ég ráð fyrir að þess verði sérstakléga minnst. Síðasta flokksþing Fram- sóknarmanna, 5. flokksþingið, gerði samþykkt um meginstefnu flokksins, þar sem aðalatriði þess, sem ég hefl nú reynt að skýra, eru sögð í fáum orðum: „Samkvæmt stefnuskrá sinni og starfsemi er Framsóknar- flokkurinn fyrst og fremst flokkur bænda og annara fram- leiðenda til sveita og sjávar og allra þeirra, sem viðurkenna gildi og nauðsyn samvinnunnar, en jafnframt frjálslyndur mið- flokkur, er starfar að alhliða framförum, menningu og bætt- um kjörum allra vinnandi stétta. — Hann byggir starf sitt á þeirri skoðun, að sem flestir landsmanna eigi að vera beinir þátttakendur í framleiðslu- starfseminni: landbúnaði, sjáv- arútvegi og iðnaði, svo að hver einstaklingur eigi afkomu sína undir því hversu vegnar um framleiðsluna". Þessi er meginstefna flokks- ins. Hún er leiðarvísir flokksins í dægurmálum og við þeim er snúizt á þann hátt, sem bezt samrýmist henni. Síðan eru málin leyst, ásamt þeim flokk- um eða mönnum, sem næst reynast standa þeim úrlausn- um, sem flokkurinn telur rétt- astar,í þeim málum öllum sem til úrlausnar liggja hverju sinni. Þannig skapast miðflokksað- staða Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á meginstyrk sinn út um lands- byggðina — meðal þeirra fram- leiðenda, sem lifa af landbún- aði og smáútvegi. Þetta er þó ekki vegna þess að stefna flokksins eigi ekki erindi til þeirra sem í kaupstöðum búa og þeirra, sem sjávarútgerö stunda, þótt í stærri mæli sé. Ástæðan er sú, að á þessum stöðum hafa menn ekki lært að notfæra sér úrræði Framsókn- arflokksins. Á velgengdaTár- unum við sjóinn hafa menn ekki talið sig þurfa að grípa til félagslegra úrræða. Nú er þetta að breytast. Erfiðleikar síðustu ára hafa skapað nýtt viðhorf. Úrræðin, sem gripið er til, eru þau úrræði, sem Framsóknar- flokkurinn hefir bent á og gripið til áður, aukið samstarf útgerðarmanna, aðstoð ríkis- valdsins eftir þeim línum, sem Framsóknarflokkurinn hafði áður lagt. Það er þá einnig alveg víst, að viðhorfið til Framsóknar- flokksins er að breytast á þess- um stöðum og Framsóknarfl. eykst fylgi og álit. Enda þótt fylgi Framsóknar- flokksins hafi verið og sé mikið í sveitum og smáþorpum lands- ins, þá er það ekki eins mikið og sjálf málefnin gefa tilefni til. Aðalástæðan er sú, að and- stæðingar hafa legið á því lúa- lagi að halda því að mönnum, að Framsóknarmenn væru dul- búnir kommúnistar eða socia- listar eða dulbúnir íhaldsmenn, allt eftir því hvort flokkurinn hefir unnið með Alþýðuflokkn- um eða Sjálfstæðisflokknum og allt eftir því hvað henta þótti í það og það sinni. Það er furðulegt að þetta skuli hafa haft áhrif og þó er það svo. En nú er þetta að breytast. Framkoma Framsókn- arflokksins í stórmálum, er að skapa þá skoðun æ fastari og ákveðnari með þjóðinni, að Framsóknarflokkurinn sé leið- andi flokkur í íslenzkum stjórn- málum, og sú skoðun er að skjóta rótum inn í raðir and- stæðinganna, að Framsóknar- flokknum sé bezt trúandi fyrir því að eiga meginþátt um stjórn landsins. Vandinn að velja mllll flokka. Ég vil þá víkja nokkrum orð- um að unga fólkinu sérstaklega. Það er mikill vandi fyrri unga menn og ungar konur að skipa sér í pólitíska flokka. Sá vandi er ekki minni fyrir það, að af hálfu margra stjórnmála- manna og stjórnmálablaða, er allt gjört, sem unnt er til þess að unga fólkið fái ekki það yfirlit um málin, sem nauðsyn- legt er, til þess aö geta vegið og metið stefnur og erfið mál. Það er einnig allt gert, sem unnt er til þess að nota sérstöðu þá, sem æskan hlýtur að hafa, í því skyni aö leiða unga menn og konur yfir í pólitískar öfgar. Það er eðlilegt hverjum ung- um manni og ungri konu að líta ekki á það ástand, sem ríkir á hverjum tíma eins og hið æski- legasta ástand. Þau sjá margt sem þeim sýnist miður fara. Sumt líta þau auðvitað réttum augum, í öðru hafa þau rangt fyrir sér vegna ókunnugleika, slíkt upplýsist oft síðar. Eðlilega skýtur þeirri hugsun upp hjá ungu fólki, sem annars hugsar þá nokkuð um almenn mál, hvernig helzt mujii verða bót á því ráðin, sem þeim sýnist aflaga fara. Þá er það augna- blik komið, er hinir pólitízku loddarar, sem sitja um unga fólkið, bíða eftir. Þá ganga þeir fram og segja: Þessi gagnrýni þín, ungi maður eða unga kona, er öll réttmæt. Allt það sem ekki er eins og það á að vera, er þeim flokki eða flokkum að kenna, sem með völdin fer. Þeir eru í vasanum á þeim, sem græða á misfellunum og hafa engu til vegar komið til bóta. Fylgdu okkur, við kippum þessu öllu í lag. Við gjörbreytum öllu í einu vetfangi. Það þarf varla aö taka það fram, að undir þeim kringum- stæðum er „leiðbeinandinn" á- reiðanlega ekki að ómaka sig til þess að skilja frá þau atriði, sem sjáanlega eru ekki réttmæt í gagnrýni unga fólksins, en slæðast með vegna ókunnug- leika. Ósvífnastir og aðsóps- mestir í þessu starfi eru full- trúar öfgaflokkanna, kommún- ista og nazista, og auðvitað hafa Sjálfstæðismenn dansað með í fullkomnu ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar síðustu árin. Því er heldur ekki að neita, að vegna örlyndis æsk- unnar og breytingagirni verður öfgaflokkunum nokkuð ágengt. Slíkt verður þó oft aðeins um stundarsakir þangað til tóm gefst til nánari íhugunar og unga fólkið fær betra yfirlit um málin. Fraintíð lýðræðls «g fiingræðis cr í höndnm unga fólksius. Á því leikur nú enginn vafi, það er hverjum hugsandi manni fullljóst, að framtíð þingræðis og lýðræðis á ís- landi á allt sitt undir stjórn- málalegum þroska unga fólks- ins í landinu. Ætlar megin- þorri æskumanna að fara eftir hrópum öfgamanna eða ætla þeir að gera skyldu sína og kynna sér stjórnmálin eftir beztu föngum og að lokinni slíkri athugun mynda sér skoð- un um það hvaða flokkur er líklegastur til þess að koma á þeim umbótum, sem þeir þrá og framkvæmanlegar eru? Það getur verið freistandi fyrir þróttleysingja að fylgja þeim, sem hæst gala og ekki bera ábyrgð á neinu. Það er léttara en að taka þátt í starf- inu sjálfu með því að fylgja þeim flokki, sem á sig tekur á- byrgð á lausn erfiðra viðfangs- efna á erfiðum tímum. En heil- brigður, tápmikill æskulýður skorast ekki undan þátttöku í þeirri viðreisnarbaráttu, sem óumflýjanlega verður að halda uppi, þótt hann þurfi með því að taka á sig pólitíska ábyrgð. Leiðin fyrir hina ungu, sem vilja taka þátt í þessu starfi, er ekki sú, að aðhyllast öfga- og einræðisflokkana, sem miða all- ar tillögur sínar við það, sem óframkvæmanlegt er, til þess að þurfa hvergi nærri neinu á- byrgu starfi að koma, án þess að þora að segja slíkt berum orðum. Leið þeirra er samleið með Framsóknarflokknum. Allir þróttmiklir æskumenn hafa áhuga fyrir umbótum og nýjungum. Framsóknarflokk- urinn hefir nóg rúm fyrir slíka menn. Þeir eiga að koma á- hugamálum sínum á framfæri í flokknum — hafa áhrif á stefnu hans — flytja inn í hann fjör og þrótt. Þeir eiga að vera samvizka flokksins. Öfgaflokkarnlr að tapa álieyrn. Undanfarin ár hefir sú pré- dikun verið stunduð af fulltrú- um öfgaflokkanna að þjóðfé- lagið væri rotið og spillt — svo rotið og spillt, að fyrir það sem heild væri ekkert gerandi. All- ir þeir, sem leyfðu sér að fara fram á að einhverjir gerðu eitt- hvað, legöu eitthvað á sig, sem þjóðfélagið í heild hefði gagn af sérstaklega, hafa verið stimplaðir af þessum prédikur- um, sem erindrekar auðvalds- ins, útsendir til þess að fá menn til að vinna fyrir auð- valdið án sanngjarns endur- gjalds — fyrir neðan taxta. Nái þessi prédikun markmiði sínu, grefur hún undan sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar fyr en okkur varir. Hvar erum við staddir ef því verður komið inn hjá miklum hluta æskunnar, að hana varði ekkert um af- komu þjóðarheildarinnar. Hún þurfi ekki að miða störf sín eða framkvæmdir við þarfir þjóðfélagsins — heldur að eins hitt að hrifsa til sín sem mesta fjármuni fyrir sem minnsta fyrirhöfn. Það er ómögulegt að neita því, að áróður af þessari tegund hefir sett mót sitt á starfsemi nokkurs hluta af ungu fólki í landinu. Það hefir tekizt með þessum áróðri að gera marga efnilega og gáfaða unga menn og konur óvirk í þeirri baráttu, sem þjóðin hefir háð við erfið- leikana undanfarin ár. Það hef- ir meira að segja tekizt að gera harðduglegt fólk að dragbítum í þeirri baráttu. Á þessu er að verða og þarf að verða gjörbreyting. Þjóðin þarfnast æskumanna karla og kvenna, sem ekki líta á þjóðfé- lagið sem gjörspilltan fjand- samlegan „Kólumkilla", heldur gjörþekkja skyldur sínar við heildina og miða störf • sín við það. Unga menn, sem hafa opin augun fyrir mistökum þeim og göllum, sem óneitanlega eru á ýmsum málum, og vilja vinna aö endurbótum, en láta það ekki verða til að draga úr starfi sínu fyrir heildina. Þjóðin þarfnast nú ungra manna og kvenna, með metnað og áhuga, sem ekki er sama hvort þau starfa að verkum, sem eru gagnleg þjóðarheild- inni og aðkallandi eða miður gagnlegum. Hún þarfnast ungra manna, sem heldur vilja róa á sjó til fiskjar eða stunda garð- rækt og hvaða sveitavinnu sem er, heldur en stunda atvinnu- bótavinnu eða ganga iðjulaus- ir og kvarta yfir því að hvergi sé rúm fyrir þá eða starf sem biði þeirra. Lamlnemar skapa sér sjálfir síarf. Við búum í lítt numdu landi. Alstaðar blasa verkefnin við. Landið verður hinsvegar aldreí unnið til fulls, ef æskulýðurinn aðhyllist einhliða kenningar kröfumannanna. Verulegt landnám og nýsköp- un getur ekki átt sér stað nerna æska landsins sé þess reiðubú- in að leggja að sér nokkurt erfiði og skapa sér þannig starf þeirrar tegundar, sem þjóðarheildin þarfnast mest. ísland hefði aldrei byggst ef landnámsmennirnir hefðu ekki sjálfir skapað sér starf — þótt í byrjun væri örðugt, ef þeir hefðu t. d. ekki byrjað á land- náminu fyr en þeim voru tryggðar fastar tekjur eftir kaupgjaldsreglum nútíðarinnar. Á sama hátt verður landnámi hér ekki haldið áfram, ef unga fólkið bíður og bíður eftir því að fyrir það opnist starf með taxtakaupi kaupstaðanna, ef unga fólkið er ekki reiðubúið til þess að leggja á sig erfiði til þess að skapa sér rúm og starf í framleiöslunni eins og forfeð- urnir hafa gert. Þjóðin þarfn- ast ungra manna, sem vilja og þora að sækja brauð sitt í skaut íslenzkrar náttúru. Framsóknarflokkurinn lítur á það, sem eina sína höfuð- skyldu, að styðja slíka æsku- menn og starfsemi þeirra. Hann mun framvegis sem hingað til líta á það, sem sitt hlutverk, að standa á verði gegn þeim, sem seilast eftir arðinum af starfi þeirra. Ekki töfrar — eii þrautreyml lirræði. Við Framsóknarmenn höld- um því ekki fram, að við eig- um neinn töfrasprota, og að allt sem aflaga fer og erfitt reynist, geti lagast af hans völdum án fyrirhafnar. Við höldum aftur á móti hinu fram, að meginúrræði þau, sem við bendum á, séu duglegum mönnum samboðin og hafi ver- ið reynd undir erfiðum kring- umstæðum með góðum árangri. Við viljum að veitt sé aðstoð til þess að dugandi fólk geti bjargazt af dugnaði sínum, en ekki gæla við þann hugsunar- hátt, að rétt sé að heimta allt af öðrum en ekkert af sjálfum sér. Þetta getum við sagt hiklaust, án þess að vera með nokkr- um rétti tortryggðir um það að misnota þessar röksemdir á sama hátt og íhaldsflokkar hafa þrásinnis gert, af því að meginstefna Framsóknarflokks- ins hefir verið og er við það miðuð, að vernda þá, sem þann- ig vilja starfa, frá því að tapa arðinum af vinnu sinni til þeirra, sem ekki vilja aðhyllast þessa meginreglu. Að svo mæltu óska ég ykkur, ungir Framsóknarmenn, hjart- anlega til hamingju með ykkar fyrsta landsmót. Verið árvakrir í flokksstarf- inu og munið það að áður en varir verðið þið að taka við störfum af þeim, sem eldri eru og bera aöalábyrgðina nú sem stendur. Ég er þess fullviss að þetta landsmót mun skapa tímamót í sögu Framsóknarflokksins og þá um leið marka spor í sögu þjóðarinnar. Trálofunar- hringa smilar Jón Dalmannsson gull- smíður, Vitastlg 20, Reykjavlk Ritstjóri Gísli Guðmundsson. Prentsm. Edda h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.