Tíminn - 30.06.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.06.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvfk, fimmtud. 30. júní 1938. 27. blað. Stofnfundur Sambands ungra Framsóknarmanna; Fregnír aí iundarstörfum (F r a m h a 1 d) ATVINNUHÆTTIR OG ANDLEG VERÐMÆTI RÆÐA SKÚLA G U Ð M UNDSSONAR ATVINNUMÁLARÁÐHERRA Á FUNDINUM ICosin stjóriL Á síðasta degi þingsins var m.a. gengið til stjórnarkosning- ar. Fyrirkomulag stjórnarinnar er þannig, að aðalstjórnina skipa fimm menn búsettir í Reykjavík eða grennd, en auk þess á hvert kjördæmi og kaup- staður, þar sem starfandi eru samtök ungra Framsóknar- manna, einn fulltrúa í stjórn- inni. Skal öll stjórnin halda einn aðalfund árlega, þar sem teknar séu helztu ákvarðanir á milli þinga. En aðalstjórn skal eiga fund með sér mánaðarlega. Úrslit kosningarinnar urðu þessi: Formaður stjórnarinnar var kosinn Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, gjaldkeri Egill Bjarna- son innheimtumaður Tímans, ritari Guðmundur Hjálmarsson skrifstofumaður og meðstjórn- endur Valdimar Jóhannsson kennari og Jón Helgason blaða- maður. í varastjórn voru kosnir: Varaformaður Þórður Björns- son stud. jur, vararitari Vil- hjálmur Heiðdal, varagjaldkeri Björn Guðmundsson viðgerðar- maður hjá landssímanum og varameðstjórnendur Auður Jónasdóttir skrifari og Valgerð- ur Tryggvadóttir skrifari. Endurskoðendur reikninga S. U. F. voru kosnir þeir Hall- dór Halldórsson Reykjavík og Grímur Thorarensen, Sigtún- um, Árn. Kosningar á fulltrúum fyrir kjördæmi og kaupstaði féllu á þessa leið: Borgarf j arðarsýsla: Haukur Jörundsson, Hvanneyri. Vara- maöur: Kláus Eggertsson, Leir- árgörðum. Mýrasýsla: Daniel Kristjáns- son, Gljúfurá. Varamaður: Leifur Finnbogason, Hítardal. Snæfellsness- og Hnappa- dalssýsla: Daniel Ágústínusson, Stykkishólmi. Varamaður: Gunnar Guðbjartsson, Hjart- arfelli. Dalasýsla: Jón Emil Guð- jónsson, Kýrunnarstöðum. — Varamaður: Gísli Brynjólfsson Hvalgröfum. Barðastrandarsýsla: Grímur Arnórsson, Tindum. Varamað- ur: Sæmundur Björnsson, Hrís- hóli. Vestur-ísafjarðarsýsla: Hall- dór Kristjánsson, Kirkjubóli. Varamaður: Hjörtur Hjartar, Þingeyri. N.-ísafjarðarsýsla: Kjartan Ólafsson, Strandseli. Varamað- ur: Ásgeir Höskuldsson, Tungu. Strandasýsla: Ingólfur Jóns- son, Prestsbakka. Varamaður: Torfi Jónsson, Prestsbakka. Vestur-Húnavatnssýsla: Vig- fús Vigfússon, Fallandastöðum. Varamaður: Árni Sigfússon, Hvammstanga. A.-Húnavatnssýsla: Þórður Þorsteinsson, Grund. Varamað- ur: Torfi Sigurðsson, Mánaskál. Skagafjarðarsýsla: Magnús Gíslason, Eyhildarholti. Vara- maður: Anton Tómasson, Hofsós. Siglufjörður: Þorst. Hannes- son, Siglufirði. Varamaður: Jón Kj artansson, Siglufirði. Ey j af j arðarsýsla: J óhann Valdimarsson, Möðruvöllum. — Varamaður: Hreiðar Eiríksson, Reykhúsum. Akureyri: Ásgeir Halldórsson, Akureyri. Varamaður: Harald- ur Sigurðsson, Akureyri. S.-Þingeyjarsýsla: Finnur Kristjánsson, Halldórsstöðum. Varamaður: Kristján Karlsson, Húsavík. N.-Þingeyjarsýsla: Sigurður Björnsson, Grjótnesi. Varamað- ur: Björn Pétursson, Þórshöfn. N.-Múlasýsla: Baldvin Tr. Stefánsson, Stakkahlíð. Vara- maður: Vilhj álmur Árnason, Háeyri. S.-Múlasýsla: Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku. Vara- maður: Guttormur Sigbjörns- ■son, Gilsárteigi. A.-Skaftafellssýsla: Jón Ó- feigsson, Hafnarnesi. Varamað- ur: Halldór Sæmundsson, Bóli. V.-Skaftafellssýsla: Haukur Magnússon, Reynisdal. Vara- maður: Sigurj. Pálsson, Söndum. Vestmannaeyjar: Bjarni G. Magnússon, Vestmannaeyjum. Varamaður: Helgi Sæmunds- son, Vestmannaeyjum. Rangárvallasýsla: Þorsteinn Jónsson, Stórólfshvoli. Vara- maður: Ólafur Sveinsson, Stóru-Mörk. Árnessýsla: Guðmundur Böð- varsson, Selfossi. Varamaður: Ingimar Sigurðsson, Fagra- hvammi. ÞingsIIt. Þórarinn Þórarinsson, for- maður S. U. F„ sleit þinginu með ræðu kl. að ganga 3 á þriðjudag. Hann þakkaði þing- fulltrúum og gestum fyrir kom- una að Laugarvatni og þann á- huga fyrir samtökum ungra Framsóknarmanna, sem þeir hefðu sýnt í hvívetna. Þá þakk- aði hann Bjarna skólastjóra Bj arnasyni þann myndarskap og þá rausn, sem hann hefði sýnt fundarmönnum. „Þetta þing“, sagði formaður, „hefði ekki verið háð með þeim glæsi- leik, sem raun er á orðin, ef Bjarna skólastjóra hefði ekki notið við. Og það hefði ekki orðið eins ánægjulegt og raun ber vitni, ef undirbúnings og stjórnsemi Bjarna hefði þar að engu gætt“. Síðan ræddi formaður nokk- uð um stjórnmálaviðhorfið al- mennt. Hvatti hann fundar- menn til þess að standa vel saman, á samheldni og sam- vinnu væri þjóðinni þörf, ef (Frctmhald á 3. síðu.) Háttvirtu áheyrendur! íslenzka þjóðin hefir frá land- námstíð og allt fram til síðustu áratuga lifað í sveitum landsins. Kaupstaðir og kauptún voru þá ekki til svo að heitið gæti. „Við áttum heima í byggð, en ekki borgum, við býli smá og fámenn ólst vor þjóð,“ segir skáldið. En á síðustu ára- tugum hafa orðiö á þessu miklar breytingar. Hér hafa orðið þjóð- flutningar miklir. Það, sem fyrst og fremst veldur þessari breyt- ingu, eru stórkostlega breyttir atvinnuhættir landsmanna, sér- staklega á sviði útgerðarinnar. Áður fyrr var vitanlega um sjó- sókn að ræða, en hún var þá að- eins á vissum tímum ársins og í miklu smærri stíl og rekin á alt annan hátt. Þá var aðeins um smábátaútveg að ræða. Þessi út- gerð var stunduð af sveitamönn- um. Engin sérstök fiskimanna- stétt var til í þjóðfélaginu. Menn stunduðu jöfnum höndum land- búnað og sjávarútveg. Þeir fóru úr sveitum til strandar á vissum árstímum og heim aftur að lok- inni vertið. Það er þetta, sem hefir breytzt á síðustu tímum. Útgerðin hefir komizt í annað horf. Það eru komin stærri skip og stórvirkari. í stað smábátanna fengum við þilskip, síðar togara og um leið fór að skapast í landinu sérstök stétt manna, sem hafðl sjó- mennsku að aðalatvinnu. Kaup- staðir og sjóþorp fóru að rísa upp og stækkuðu með risaskref- um. Fyrstu árin eftir að þessi mikla breyting gerðist í sjávar- útvegsmálunum, mátti segja, að allt léki í lyndi. Afli var nógur á fiskimiðunum umhverfis landið, og verð á afurðum sjávarútvegs- ins var hátt. Þar af leiðandi var hægt að greiða mönnum, er að þessu unnu, hátt kaup, enda fór kaupgjald þá hækkandi. Þar með óx kaupgeta þessa fólks, er var að taka sér bólfestu í hinum nýju kauptúnum. Þetta var lokk- andi fyrir fólkið í sveitunum, og það kom í hópum til sjóþorp- anna. Verzlunin jókst. Þarna varð Gósenland fyrir kaup- mannastéttina, sem hún kunni að nota sér. En smám saman fór að síga á ógæfuhliðina. Verðlag á fram- leiðslu sjávarútvegsins fór lækk- andi. Við höfðum ekki tök á að ráða því, það eru aðrir, sem skammta okkur verð á þessum vörum, kaupendur í fjarlægum löndum. Framleiðslukostnaður lækkaði ekki að sama skapi, hann hélzt líkur og áður. Af- leiðingin af þessu varð sú, að mörg fyrirtæki, sem áður stóðu f j árhagslega traustum fótum, fóru að safna skuldum. í stað sjóða fóru að myndast skuldir, og bankarnir urðu fyrir töpum, oft miklum. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar á síöustu árum af hálfu þess opinbera til þess að ráða bót á þessu, veita þessum at- vinnuvegi aðstoð alveg á sama hátt og löggjafarvaldið styrkti landbúnaðinn, þegar hann þurfti á að halda. Fyrir skömmu fengu smærri útgerðarmenn aðstoð til þess að koma skuldum sínum fyrir á hagkvæmari hátt, til þess að þeir gætu frekar haldiö á- fram þessum nauðsynlega at- vinnurekstri og fyrir skömmu hafa einnig verið veittar ýmis- konar ívilnanir og aðstoð til út- gerðarinnar yfirleitt, einnig þeirrar stærri, með eftirgjöfum á sköttum og öðrum stuðningi. En útgerðin, sérstaklega stórút- gerðin er þó illa á vegi stödd nú. Það, sem einkum veldur, eru þröngir markaðir fyrir fram- leiðsluna, sérstaklega þó það, að varan er ekki seljanleg nema mjög takmarkað, í sama ástandi og áður. Samfara þessu er svo lágt verð, miklu lægra en áður, m. a. vegna harðvítugrar sam- keppni frá öðrum þjóðum á þessu sviði, og ennfremur hefir afli mjög brugðizt þrjú síðustu árin. Mjög mikið af erlendum skipum sækir á okkar góðu mið og keppir við íslenzk skip og ís- lenzka sjómenn um þau verð- mæti, sem hægt er á hverjum tíma að draga úr djúpum hafs- ins. Eins og ég gat um áðan, hafa verið gerðar ýmiskonar ráðstaf- anir á síðustu árum til þess að ráða bót á þessu ástandi. Með styrk frá því opinbera hefir mönnum verið hjálpað til að koma upp frystihúsum fyrir fisk, til þess að þeir gætu breytt meðferð framleiðslunnar í það horf, sem nauðsynlegt er til að geta komið henni á markað er- lendis, eftir að saltfisksmarkað- urinn þrengdist svo mjög. Einnig hafa verið teknar upp fleiri að- ferðir við meðferð og verkun afl- ans, eins og t. d. harðfisksverk- unin, sem stefnir í sömu áttina, að gera okkar framleiðslu sölu- hæfa á erlendum markaði. Þá hefir verið stefnt að, með all- miklum árangri, að hagnýta nýj- ar fiskitegundir. Enn þarf að hafa opin augu fyrir öllum gagn- legum nýjungum á þessu sviði. Við þurfum að hafa það hugfast, að við verðum á hverjum tíma að haga meðferð framleiðslu okkar þannig, að hún sé seljan- leg á erlendum markaði, og þurf- um að koma á móti neytendun- um í þessu efni. Við þurfum að senda menn til þess að leita að nýjum mörkuðum, bæði fyrir sjávarafurðir og önnur þau verð- mæti, sem við getum flutt út, til þess að við getum keypt þær nauðsynjar, sem við þurfum að fá frá öðrum þjóðum, og til þess að geta staðið í skilum við er- lendar þjóðir um lán, sem hafa verið tekin til nauðsynlegra framkvæmda á undanförnum árum; í stuttu máli til þess að við getum gert okkur von um að vera fjárhagslega sjálfstæð þjóð. Ég vil nefna eitt dæmi um það mikla verk, sem unnið hefir ver- ið í útgerðarmálunum á síðustu árum. Eitthvert stærsta skrefið sem stigið hefir verið á því sviði, er í síldariðnaðinum, með síldar- verksmiðjunum, sem reistar hafa verið. Áður en þær komu til sög- unnar, var síldarútgerðín á- hættusamasti atvinnuvegur sem hér þekktist, það mesta fjár- hættuspil, sem menn gátu feng- izt við. Þá var ekki um annað að ræða en að salta síldina og flytja hana þannig út. Afleiðing þess varð sú, að oft í beztu árunum, þegar mest veiddist af þessum nytsama fiski, varð útkoman verst, vegna þess hvað mikið barst á markaöinn. Þá féll verð- ið og þeir, sem við þetta fengust, og voru ríkir í dag, voru ef til vill orðnir öreigar á morgun. Á þessu hefir orðið stórkostleg breyting. Nú er þessi atvinnu- vegur ekki orðinn áhættusamari en önnur útgerð. Fyrir forgöngu Framsóknarflokksins hafa þess- ar síldarverksmiðjur verið reist- ar, og gagnið, sem af því hefir orðið, er óútreiknanlegt. Fyrir þessa breytingu höfum við á undanförnum árum fengið mill- jónaútflutning fyrir vöru, sem áður var ekki þekkt I því ástandi, og þetta hefir komið að nokkru upp á móti því mikla tapi, sem við höfum orðið fyrir, vegna þess að saltfisksmarkaðurinn hefir brugðizt. Þeir Framsóknarmenn, sem beittu sér fyrir þessum nýjung- um I útgerðarmálum, höfðu sín- ar ákveðnu skoðanir um rekstur verksmiðj anna. Þeir gerðu ráð fyrir því, að þetta yrðu nokkurs- konar samvinnufyrirtæki fyrir sjómenn og útgerðarmenn. Þeir ættu að geta lagt þarna inn sína vöru og fengið á hverjum tíma það sem hægt er að fá fyrir hana á erlendum markaði, að frá- dregnum óhjákvæmil. kostnaði. En því er ekki að leyna, að á þessu sviði hafa orðið árekstrar á undanförnum árum, og útlit er fyrir að svo geti einnig orðið í framtíðinni að óbreyttu skipu- laginu á þessum hlutum. Það hafa orðið árekstrar milli þeirra, sem út á sjóinn hafa farið til SKÚLI GUÐMUNDSSON þess að sækja síldina og hinna, sem unnið hafa í landi að því að breyta henni í söluhæfa vöru. Hver aðili um sig gerir sin- ar kröfur, og er þá eigi ætíð sem skyldi litið á það, að hinn þarf líka að lifa. Þetta þarf að breyt- ast. Við þurfum að fá eitthvert skipulag, sem breytir þessu svo, aö árekstrar verði útilokaðir. Það þarf að vera samvinna, en ekki samkeppni milli þessara starfs- manna. Eg vil nú með fáum orðum gera grein fyrir hugmynd, sem ég hefi um það, livernig yrði bezt leyst úr þessum vanda. Ég skal ekki fullyrða að svo stöddu, að hægt sé að fara þessa leið, en ég tel að hún sé í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og þvi eig- um við sérstaklega að taka hana til athugunar. Áður var það hlutaskiptafyrir- komulagið, sem var ríkjandi í sjávarútveginum hér á landi. Mennirnir, sem fóru til sjóróðra á vertíðinni, íengu ekki fyrir- fram ákveðið og umsamið kaup. Þeir fengu sinn hlut. Það var þeirra hagur, þegar vel aflaðist og varan seldist vel og líka þeirra tjón, þegar illa gekk. Útgerðar- menn fengu á sama hátt sinn á- kveðna hlut fyrir þau fram- leiðslutæki, sem þeir lögðu til. Það er þetta gamla og farsæla fyrirkomulag, sem ég held að eigi að taka upp í síldariðnaðin- um. Þá verður ekki samið um fastákveöið tímakaup í krónum og aurum, hvorki fyrir þá, sem sækja verðmætin út á hafið, né hina, sem vinna að því, að breyta aflanum í söluhæfa markaðs- vöru, heldur verður samið um það af fulltrúum þessara manna, hvað mikinn hlut af verðmæti framleiðslunnar hver einstak- lingur eða hver hópur manna á að fá. Þetta fyrirkomulag má ekki eingöngu ná til sjómann- anna, heldur allra, sem að þessu vinna. Þeir, sem vinna í landi, eiga líka að fá sinn hluta af afl- anum, ekki aðeins þeir, sem í dag legu tali eru kallaðir verkamenn, heldur líka þeir, sem stjórna fyr- irtækinu. Sú yfirstjórn, sem er á hverjum tíma, á líka aö vera ráðin upp á hlut, skrifstofufólk- ið einnig, sem sagt allir, er vinna að þessu á einn eða annan hátt. Þá eiga allir hagsmuna að gæta í sambandi við atvinnurekstur- <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.