Tíminn - 21.07.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.07.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, fimmtud. 21. júlí 1938 30. blaff. Eyðsla braskaranna Morgunblaðið virðist vera far- ið að sjá, að talsverður hluti þjóðarinnar hefir lifað um efni fram á undanförnum árum. Hinsvegar skortir ritstjóra þess eins og vænta mátti, manndóm og sanngirni til að viðurkenna hvaða fólk það er, sem lifað hef- ir um efni fram, og hvaða stjórn- málaflokkur hefir haldið uppi vörnum og baráttu fyrir óhófs- eyöslunni. Það eru fyrst og fremst aðal- stoðir og styttur Sjálfstæðis- flokksins, sem verið hafa for- kólfar eyðslunnar. Það eru hinar ýmsu tegundir braskara, sem sprottið hafa hér upp í verzlun- inni og stóratvinnurekstrinum á síðustu áratugum. Þessir menn hafa oft á skömmum tíma safn- að miklum auði, og eytt honum mestum jafnskjótt í dýrar villu- byggingar, skemmtiferðalög, stórar veizlur, íburðarmikinn fatnað og hverskonar annað ó- hóf. Eyðslulíf þessa fólks hef ir orð- ið til þess að aðrar stéttir hafa reynt að koma á eftir og knýja fram kröfur um hærra kaup- gjald og meiri fríðindi en þjóðar- búskapnum hefir verið kleift að fullnægja. Það er braskarastétt- in, sem með óhófslífi sínu og til- raunum sínum til að undiroka aðrar stéttir í þágu þess, hefir skapað og viðheldur stéttabar- áttunni hér á landi. Braskarastéttin hefir ekki að- eins fylgt lögmálum óhófsins í einkalífi sínu, heldur hefir einn- ig þrætt þau dyggilega á öllum sviðum þjóðlífsins, sem hún hef- ir komið nærri. í þeim atvinnu- rekstri, sem hún hefir ráðið yfir, hefir ekki verið hirt um að safna varasjóðum í góðærinu til að mæta halla vondu áranna. Þegar blöð Framsóknarflokksins á ár- unum 1924—30 bentu hvað eftir annað á nauðsyn þess að út- gerðarfélögin mynduðu trausta varasjóði, var því jafnan svarað með hroka og svívirðingum í málgögnum braskaranna og hóf- lausri eyðslu á gróöa útgerðar- fyrirtækjanna. Hin pólitísku samtök braskar- anna, nú seinast Sjálfstæðis- flokkurinn, hafa fylgt hinni sömu „línu" í baráttu sinni. Þrátt fyrir vaxandi markaðs- örðugleika og aflabrest á und- anförnum árum, hefir Sjálf- stæðisflokkurinn krafizt þess að innflutningurinn væri ótak- markaður, þó. slíkt hefði leitt þjóðina í fjárhagslega niður- lægingu á 1—2 árum. Til ríkis- sjóðsins hefir hann jöfnum höndum gert kröfur um niður- fellingu skatta á hátekju- og stóreignamönnum, afhendingu tóbaks- og áfengisgróðans til heildsalanna og stórkostleg fjárframlög til viðreisnar mis- heppnuðum stórfyrirtækjum braskaranna og til fullnæging- ar á dekri íhaldsforkólfanna við kjósendur. Hefði öllum þessum kröfum til ríkissjóðsins verið fullnægt, væri hann fyrir löngu kominn sömu leiðina og fyrir- (Framh. á 4. síðu.) Árásir MbL á fjármálaráðherra Það er gömul venja Valtýs Stefánssonar, að hefja svæsnar árásir gegn andstæðingum sín- um, þegar þeir eru fjarverandi úr bænum og geta ekki sjálfir verið til andsvara. Þeir, sem eru orðnir vanir þessum mann- dómsbrest Valtýs, kippa sér þess vegna ekkert upp við það, þó Morgunblaðið sé nú daglega helgað ósönnum og illgjörnum rógi um fjármálaráðherrann, því hann er nýlega farinn af landi burt. Þessar árásir á fjármálaráð- herrann, þegar hann er fjar- verandi, gera meira en að opin- bera' ragmennsku Valtýs. Þær opinbera jafnframt dæmalaus pólitísk óhyggindi, því ekkert er flokki Valtýs óhagstæðara en að gerður sé samanburður á fjár- málastjórn Eysteins Jónssonar og fjármálastjórn íhaldsins sjálfs og þeim fjármálakröfum, sem það hefir gert á undan- förnum árum. Eysteinn Jónsson hefir hlotið það vandasama hlutverk, að stjórna fjármálum þjóðarinnar á einhverjum hinum mestu erf- iðleikatímum. Hann hefir gert það með slíkri festu og dugnaði, að óhætt má segja, að enginn maður hafi getið sér meira álit hérlendis í þessu starfi og að enginn maður nýtur nú al- mennara trausts í landinu en hann, til að hafa forsjá þess- ara mála áfram, þegar erfið- leikarnir virðast enn fara vax- andi, Mönnum verða yfirburðirnir á starfi og stefnu Eysteins Jóns- sonar enn ljósari með því að athuga hvernig farið hefði á undanförnum árum, ef fylgt hefði verið stjórnarstefnu íhalds ins frá 1924—27. Er þá líka tekin til samanburðar stjórn þess manns, sem íhaldið viður- kennir að hafi verið þess mesti fjármálaspekingur, en ekki val- inn neinn óhappamaður af lak- ari endanum eins og Copland, Stefán Th., Sæmundur í Stykk- ishólmi eða Kveldúlfsbræður. íhaldsstjórnin 1924—27 hafði það markmið, að hafa innflutn- inginn ótakmarkaðan og láta heildsalana flytja inn vörur eins og þeim þóknaðist. Meðal- innflutningurinn á ári í stjórn- artíð hans var 61.2 millj. kr. Veena versnandi markaða og aflabrests í stjórnartíð Eysteins Jónssonar, hefir meðalútflutn- ingurinn á ári ekki numið nema 52 millj. kr. Ef Jón Þorláksson hefði búið við jafn óhagstæðan útflutning myndi hallinn á verzlunarjöfnuðinum í stjórn- artíð hans hafa numið 9.2 millj. kr. til jafnaðar á ári eða 36.8 millj. kr. öll árin. í þrjú ár, eða sem svarar stjórnartíð Eysteins Jónssonar, hefði þessi halli numið 27.6 millj. kr., en vegna forsjár og aðgerða hans í þess- um málum, var verzlunarjöfn- uðurinn hagstæður samanlagt á árunum 1935—37 um 16 millj. kr. Útflutningur áranna 1935—37 hefði þó orðið enn minni, ef ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér (Framhald á 4. síðu.) .«*< Fyrsta flugsýning á íslandi var haldin á Sandskeiðinu, skammt frá Reykjavík, siðastliðinn sunnudag. Gekkst fyrir henni þýzkur svifflugleiðangur, sem verið hefir hér heima i sumar. Voru þarna ails 8 flugtœki, 2 flugvélar og 6 svifflugur og renniflugur. Áhorfendur voru á fimmta þúsund. Má óhœtt fullyrða að sýningin hafi orðið til þess að auka mjög mikið áhuga fyrir fluglistinni og trú á framtíð hennar hér á landi. — Mennirnir, sem sjást fyrir framan hljóðnemann til hœgri á myndinni, eru Guðbrandur Magnússon forstjóri og Agnar Kofoed-Hansen, flugmaður. — A viðavangi > i Hitaveitulánið fæst ekki. Morgunblaðið tilkynnir það í ! gærmorgun, aö ekkert lán muni fást í Svíþjóð til hitaveitunnar ' að svo stöddu. Blaðið gefur hinsvegar engar j upplýsingar um það, af hverju j þessi synjun muni stafa. Það reynir að vísu að læða inn þeim grun, að aðalástæðan sé vantrú erlendis á fjárhag þjóðarinnar. En þessi röksemd fellur ómerk þegar þess er gætt, að ríkið sjálft og ýms fyrirtæki (Útvegs- bankinn, Akureyrarbær, síldar- verksmiðjurnar), sem hafa rík- isábyrgð, hafa um líkt leyti fengið samtals um 6 millj. kr. að láni erlendis. Synjun hefði ekki síður átt að ná til þessara lána en hitaveitunnar, ef slíkri ástæðu væri til aö dreifa. Það er víst, að þessi málalok munu yfirleitt þykja hin verstu. En vel má minnast þess, að Morgunblaðið myndi hafa rekið upp mikið fagnaðaróp og haft feitletraðar fyrirsagnir yfir alla síðuna, ef slíkt óhapp hefði hent ríkisstjórnina og nú hefir hent Pétur borgarstjóra í ann- að sinn. Illviljinn og meinfýsn- in hefir jafnan ráðið meiru hjá því blaði en áhugi fyrir málun- um. Hinu verður ekki neitað, að þessi málalok koma ekki á ó- vart, eins og að málinu hefir verið unnið af hálfu bæjar- stjórnarmeirihlutans. Hann hefir reynt að pukrast með það á bak við alla aöila, sem veitt gátu málinu lið, og jafnvel gengið svo langt í þvi að reyna að hafa flokkshagnað af mál- inu, að því var haldið hiklaust fram í seinustu bæjarstjórnar- kosningum að lánið væri feng- ið þá. Meðan bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hefir ekki annan áhuga fyrir málinu, en að hafa af því pólitískan hagnað, er ekki von að hann vandi svo vel til sendi- manna sinna og annars undir- búnings, að búast megi við góð- um málalokum. Nefndarskipun vegna stríðshættunnar. Ríkisstjórnin hefir í samráði við utanríkismálanefnd skipað 7 manna nefnd til að rannsaka og gera tillögur um hvaða ráð- stafanir íslendingum sé nauð- synlegt og fært að gera til þess að búa þjóðina undir afleiðing- ar ófriðar, ef til kæmi. Nefndarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningu eftir- taldra aöila. Einn frá hverjum þriggja stærstu þingflokkanna, frá Landsbankanum og Útvegs- bankanum, Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og Verzlunar- ráðinu. Nefndina skipa: Georg Ólafs- son bankastjóri, Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður, Haraldur Guðmundsson fyrv. ráðherra, Helgi Guðmundsson bankastjóri, Sigurður Kristins- son forstjóri, Richard Thors for- stjóri, og Sigurður Jónasson forstjóri, sem hefir verið skip- aður formaður nefndarinnar. Síídveiðin. Undanfarna daga hefir verið gott veiðiveður nyrðra, en síld- veiði hefir samt veriö lítil. Helzt hefir síldar orðið vart á Húna- flóa og Skagafirði. Alls var bræðslusíldaraflinn í lok sein- ustu viku orðinn 153.437 hl. og er það næstum því fjórum sinn- umminni afli en verið hefir tvö undanfarin ár. 1937 var bræðslusíldaraflinn á þessum tíma orðinn 568.039 hl., og 1936 593.436 hl. Fiskaflinn. Hann var um síðustu mán- aðamót orðinn samtals 31.300 smál., miðað við fullverkaðan fisk. Er þetta rúmum 6 þús. smál. meiri afli en á sama tíma í fyrra. Auk þessa hefir verið veidd- ur ufsi og þorskur til herzlu, 3419 smál. og 622 smál. af ufsa til flökunar, hvorutveggja mið- að við slægðan fisk. Á vetrarvertíð var algert aflaleysi við Austurland, en í vor hefir verið þar allgóður afli, og svo, að afli í þeim fjórð- ungi er nú engu minni en um sama leyti í fyrra. Allt bendir til, að eitthvað sé rýmra en verið hefir á saltfisk- markaðinum. Veldur því m. a. að tekizt hefir sala á talsverðu af saltfiski héðan til Barcelona. Gagnleg bók, sem bændur þurfa að eignast. Atvinnudeild Háskólans, Bún- aðardeildin, sendir nú frá sér fyrstu alþýðlegu fræðibókina. Heitir bókin „Plöntusjúkdóm- ar og varnir gegn þeim", samin Vestur-íslenzkt skáld í heimsókn Guttormur J. Gottortmsson. Vestur-íslenzka skáldið Gutt- ormur J. Guttormsson kom hingaö siðastl. þriðjudag. Hann er búsettur í íslendingabyggð- inni Riverton í Canada og hafði verið 13 daga á leiðinni hingað. Ferð vesturfaranna gömlu tók oft marga mánuði. Guttormur er helzta skáld Vestur-íslendinga, síðan Step- han G. Stephanson leið. Hann er fæddur vestanhafs, en for- eldrar hans voru frá Arnheiðar- stöðum í Norður-Múlasýslu. Faðir hans var sonur Guttorms Vigfússonar alþm. eldra. Guttormur hefir engrar sér- stakrar skólamenntunar notið og er því sjálfmenntaður. Hann hefir verið bóndi eins og Step- han G. Stephanson. Það er eins hjá íslendingum vestan hafs og austan, að bændurnir leggja drýgsta og bezta skerfinn til bókmenntanna. Guttormur hefir gefið út þrjár ljóðabækur og leikrita- safn. Seinasta Alþingi samþykkti að veita 4000 kr. til kynningar- starfsemi íslendinga vestan hafs og austan og er ætlazt til að þetta verði framvegis fastur liður í fjárlögunum. Ríkis- stjórnin hefir ráðstafað þessu fé til að tryggja heimsókn Gutt- orms J . Guttormssonar. Guttormur mun a. m. k. dvelja héT í H/2 mánuð og ætlar m. a. að nota tímann til þess að heimsækja ættstöðvar sínar á Austurlandi. af Ingólfi Davíðssyni náttúru- fræðingi. Garðyrkjan er ungur atvinnu- (Framhald á 4. síðu). TJian úr heimi Henlein. Undanfarna mánuði hafa fáir stjórnmálamenn verið oftar nefndir í fréttaskeytum stór- blaöanna, en Konrad Henlein, foringi Sudetta í Tékkóslóvakíu. Konrad Henlein er nú fertug- ur að aldri. Hann er austurrísk- ur að uppruna. Kornungur gekk hann i austurríska herinn og barðist á ítölsku vigstöðvunum. Hann sýndi þar mikinn rösk- leika og haföi hlotið nokkrar viðurkenningar, þegar ítalir tóku hann til fanga og héldu honum í fangabúðum á Sardiniu þangað til heimsstyrjöldinni lauk. Eftir heimkomuna fékkst" hann fyrst við verzlunarstörf, en leiddist þau, og tók þá að stunda íþróttir. Varð hann skjótt þekkt- ur íþróttakennari og eftir nokk- urra ára starf var hann gerður að yfirmanni íþróttakennslunn- ar meðal Þjóðverja í Tékkosló- vakíu. Það var í sambandi við stórt íþróttamót, er haldið var haustið 1933, sem Henlein til- kynnti stofnun flokks síns. — Menn bjuggust ekki við miklu af honum fyrst í stað, en úrslit þingkosninganna, sem fóru fram tveim árum seinna, sýndu ljóslega að Henlein hafði fengið góðan byr í seglin. Flokkur hans fékk þá 1.300.000 atkvæði og 44 þingmenn kosna. Síðan hefir fylgi hans aukizt mikið og nú hafa allir þýzku flokkarnir, sem áður störfuðu í Sudetta- héruðunum, sameinást flokki hans, nema jafnaðarmanna- flokkurinn. Það, sem Henlein krefst fyrst og fremst er einskonar sjálf- stjórn fyrir Þjóðverja í Tékkó- slóvakíu, en hann segist ekki vilja aðskilnað við Tékkósló- vakíu, nema Þjóðverjum verði neitað um sjálfstjórnina. Verði tékkneska stjórnin ekki við þeirri kröfu segist Henlein muni óska eftir atkvæðagreiðslu í Sudettahéruðunum um það, hvort þeim beíi heldur að fylgja Þýzkalandi eða Tékkóslóvakíu, og hann segist ekki vera í nein- um vafa um, hver endalok þeirra atkvæðagreiðslu muni verða. Andstæðingar Henleins telja, að hann sé ekkert annað en erindreki Hitlers og þó kröfum hans að þessu sinni yrði full- nægt myndi ekki nást neinn varanlegur friður milli tékk- nesku stjórnarinnar og Sudetta, heldur myndu þeir síðarnefndu byrja með róttækari kröfur á ný, því takmark þeirra sé að sameinast Þýzkalandi. Hinsveg- ar virðast ýmsir áhrifamiklir er- lendir stjórnmálamenn trúa á einlægni Henleins og að ekki vaki fyrir honum að rjúfa sam- bandíð við Tékka. Meðal þeirra virðast m. a. ýmsir af frjáls- lyndari stjórnmálamönnum Englendinga, en Henlein hefir nokkuru sinnum ferðast til London og þá rætt við ýmsa áhrifamestu andstæðinga brezku stjórnarinnar um þessi mál, en aldrei við fulltrúa stjórnarinnar sjálfrar. Henlein er enginn áróðurs- maður á borð við Hitler eða Goebbels, hvorki I ræðu eða riti. (Framh. á 4. síðu.) .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.