Tíminn - 21.07.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.07.1938, Blaðsíða 2
118 TÍMINN Ljóð vestfirska bóndans Síðastl. ár nam vörusala S. I. S. 25,6 millj. eða 5,5 millj. meira en árið áður Dagana 3.-6. þ. m. var aðal- fundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga háður að Hall- ormsstað. Fundinn sátu 59 fulltrúar, auk Sambandsstjórnar, forstjóra, framkvæmdastjóra, endurskoð- enda o. fl. Þetta var fjölmenn- asti aðalfundur Sambandsins. í ársbyrjun 1937 voru 40 samvinnufélög í Sambandinu með samtals 9153 félagsmenn. Á árinu gengu tvö samvinnu- félög í Sambandið. Voru það Kaupfélag Borgfirðinga í Borg- arnesi og Kaupfélag Tálkna- fjarðar á Sveinseyri. Félags- menn þeirra félaga voru 526. Félagsmönnum eldri Sambands- félaganna fjölgaði um 1126 og ekkert þeirra gekk úr Samband- inu eða hætti störfum. í árslok voru félagsmenn Sambandsfé- laganna samtals 10805. Hefir þeim því fjölgað á árinu um 18%. Á aðalfundinum gengu enn fjögur ný félög í Samband- ið. Voru það Kaupfélag Reykja- víkur og nágrennis í Reykjavík, Kaupfélag Rauðasands á Hval- skeri, Pöntunarfélag verka- manna á Patreksfirði og Kaup- félagið Fram á Norðfiröi. Sam- anlögð félagsmannatala þess- ara félaga er rösk 3200, svo að nú eru félagsmenn Sambands- félaganna samtals um 14000, en félögin sjálf 46 talsins. Á fundinum gaf forstjóri S. í. S., Sigurður Kristinsson, skýrslu um fjárhagsástæður Sambands- ins í árslok 1937 og rekstur þess á árinu. Skýrslan var löng og mjög ítarleg. Á nokkur atriði hennar skal drepið hér á eftir. Vörusala. Vörusala S. í. S. var hærri á árinu 1937 en hún hefir nokkru sinni verið áður. Erlendar vörur og innlendar iðnaðarvörur seldi Sambandið fyrir samtals kr. 11.237.690,00 og er það kr. 3.268.370,00 meira en árið áður. Innlendar vörur voru seldar fyrir samtals kr. 13.222.262,00 og er það kr. 1.762.538,00 meira en árið áður, eða 15% aukn- ing. Alls ern nú í Sambandínu 46 Íélög með um 14 þúsund félagsmönnum Ennfremur hefir verið selt af framleiðslu ullarverðsmiðjunn- ar „Gefjun“ og saumastofu hennar á Akureyri fyrir kr. 864.328.00 og skinnaverksmiðj- unnar „Iðunn" fyrir kr. 297. 791.00. Öll vörusala S. í. S. síðastliðið ár nam því kr. 25.622.074,00, og er það kr. 5.536.911,00 meira en árið áður, eða 27y2% aukning. Þessi hækkun á vörusölu staf- ar að allverulegu leyti af hærra vöruverði, en að nokkru leytl af auknu vörumagni. Auk þessa hefir S. í. S. annazt starfrækslu Áburðareinkasölu ríkisins og Grænmetisverzlunar ríkisins, en viðskipti þeirra eru ekki talin hér með. Rckstursafkoma. Reksturshagnaður ársins 1937 er kr. 503.985,16 og auk þess óráðstafað af tekjuafgangi frá 1936 kr. 37.480,99. Sjóðeignir Sís höfðu aukizt á árinu um 290 þús. krónur, og eru nú að meðtöldum stofn- sjóði kr. 2.191.304,05. Hagur Sambandsfélaganna hefir batnað á árinu að veru- legum mun. Þau hafa lækkað skuldir sínar og aukið inneign- ir hjá S. í. S. samtals um kr. 681.141. Innstæður Sambandsfélag- anna eru nú kr. 210.137.00 hærri en skuldir þeirra við Sambandið. Gjaldeyrisörðug- leikar. Hagur S. í. S. gagnvart út- löndum versnaði heldur á ár- inu, en batnaði hinsvegar gagnvart innlendum bönkum. Stafar þetta af hinni örðugu gjaldeyrisverzlun. S. í. S. fékk, eins og áður, heimild Gjaldeyr- is- og innflutningsnefndar til þess að ráðstafa andvirði ís- lenzkra vara, sem það selur til útlanda til greiðslu á þeim vör- um, sem Sambandinu er af gjaldeyrisnefnd leyfður inn- flutningur á. En vegna þess aö S. í. S. varð að selja miklu meira af innlendum vörum til Þýzkalands, þar sem ekki fæst frjáls gjaldeyrir, en það gat keypt af vörum þaðan, mynd- uðust skuldir í Englandi og Danmörku, en í þessum löndum og einnig í Svíþjóð og Noregi verður að kaupa mest af nauð- synlegustu vörunum, svo sem allar matvörur, þar eð ekki er unnt að fá þær 1 Þýzkalandi. Sambandið átti því stórfé í þýzkum bönkum um áramót. Þó greiddi Landsbankinn eina milljón króna í ísl. peningum fyrir vörur, sem Sambandið seldi í Þýzkalandi, en notaði þann gjaldeyri, er þessari fjár- hæð nam, til greiðslu á vörum, sem kaupmenn hafa flutt inn frá Þýzkalandi. — Þá seldi Sölusamband ísl. fiskframleið- enda meginhlutann af þeim fiski, er S. í. S. fékk til sölumeð- ferðar á árinu, í umboði þess. Sá gjaldeyrir, sem fékkst fyrir þennan fisk, gekk allur til bankanna, þótt S. í. S. bæri samkvæmt heimild Gjaldeyris- nefndar, ráðstöfunarréttur á þessum gjaldeyri. Aðalmsil fiiiidarins. Nýjar samþykktir fyrir S. í. S., fyrirmynd að nýjum sam- þykktum fyrir Sambandsfélög- in og stofnun lífeyrissjóðs fyrir starfsfólk S. í. S. voru helztu málin, sem aðalfundurinn fjallaði um. Samþykktum S. í. S. var breytt samkvæmt nýju sam- vinnulögunum. Um kosningu fulltrúa á aðalfund Sambands- ins gilda nú þessar reglur: Til þess að mæta á fulltrúafundum kýs hvert félag einn fulltrúa. Auk þess kýs hvert félag einn fulltrúa fyrir hverja 400 félags- menn, miðað við áramót næstu á undan, þó meö þeirri tak- mörkun, að móti hverjum þeim fulltrúa verður það að hafa skipt við Sambandið næstliðið Á loðnan að færast vflr landið? i. Tveir merkismenn og gamlir vinir mínir, Sveinn i Firði og sr. Sigtryggur á Núpi, hafa með nokkurra ára millibili sagt um mig orð, sem hafa verið ósann- gjörn og ekki byggð á rökum. Sveinn í Firði hefir verið skilinn á þann veg, að ég hafi hjálpað kommúnistum til að dafna á ís- landi. Sr. Sigtryggur verður varla skilinn öðruvísi en á þá leið, að stuðningur minn við héraðsskólahreyfinguna hafi að verulegu leyti verið miður heppi- legur. Ef ritstjórar andstæðra blaða hefðu haldið fram þessum kenn- ingum, myndi ég hafa andmælt þeim strax, og það á þann hátt, að ekki hefði verið um deilt nið- urstöðuna. En ég sé ekki ástæðu til að deila um eitt eða neitt við þessa ágætu, aldurhnignu menn. Ég álít að það eigi að vera hin minnstu heiöurslaun frá mann- félagsins hliö„ gagnvart mönn- um sem hafa varið orku og iðju langrar æfi til almenningsheilla, að þeir eigi óátalið undir vertíð- arlokin að geta villzt stutta stund út af þjóðveginum, án þess að slík frávik séu höfð í fjölmæli. Auk þess má segja, að þessi undanlátssemi frá minni hálfu sé að því leyti lítil fórn, að það rnun nú alviðurkennt, að ég hefi gert meira en nokkur annar einn maöur, til að sanna skað- semi og fánýti kommúnismans hér á landi, og á hinn bóginn er varla hægt að búast við að hér á landi myndi nú vera nokkur skipuleg héraðsskólahreyfing, ef vinnu minnar hefði ekki notið við um mörg ár. II. Tilefni þessara umræðna er þróun tveggja héraðsskóla á Vestfjörðum. Sr. Sigtryggur er ‘ stofnandi og brautryöjandi skól- ans á Núpi, en Aöalsteinn Eiriks- son í Reykjanesskólanum. Báðir þessir menn hafa sigrað í bar- áttu sinni. Núpur og Reykjanes eru orðin veruleiki, orðin stofnanir, sem 1 aldaraðir munu verða gróðrarstöð andlegs lífs og menningar á Vestfjörðum. Deilurnar um þessa skóla, eru þess vegna nú orðið sögulegs eðl- is, eins og eftir að spili er lokið og þátttakendur bera sig saman um, hversu haga hefði mátt leiknum á annan hátt, heldur en gert var. í þessu tilfelli virðist athugun manna vera beint að því, hvort rétt hafi veriö af mér að styðja bæði Núp.og Reykja- nes, eða hvort ég hefði átt, af umhyggju fyrir eldri stofnun, að bregða fæti fyrir þróunina í Reykjanesi. Ég hygg, að málið skýrist nokkuð með þvi að benda á mis- munandi aðstööu fjögurra ' manna, sem koma við þetta mál, en það eru landlæknir, fræöslu- málastjóri, stofnandi Núpsskóla og sá, snn þetta ritar. Afskipti ár sem svarar því, er Sam- bandsfélögin hafa að meðaltali selt og keypt hjá Sambandinu fyrir hverja 200 félagsmenn. — Þessi takmörkun kemur þó ekki að fullu til framkvæmda fyrr en eftir fjögur ár. ÁbyrgÖ Sambandsfélaganna er nú sem hér segir: Hvert fé- lag ber ábyrgð á skuldbinding- um S. í. S. með 200 kr. fyrir hvern félagsmann. Félög, sem hafa takmarkaða fulltrúatölu á aöalfundi, bera ábyrgð með 40 þús. kr. fyrir í'yrsta fulltrúa og 80 þús. kr. fyrir hvern fulltrúa, sem þar er fram yfir. Ábyrgð lækkar ekki, þó að félaga- eða fulltrúatala einstakra félaga lækki. Af öðrum breytingum á sam- þykktunum má nefna það, að árið 1939 verður fjölgað í Sam- bandsstjórn úr fimm mönnum upp í sjö. Þá var á fundinum stofnaður lífeyrissjóður fyrir starfsmenn S. í. S., eins og áður greinir. Nær lífeyrissjóður þessi yfir elli- og örorkutryggingar. Auk þess var samþykkt að láta fara fram rannsókn á því, hvernig bezt yrði komið fyrir tryggingum fyrir alla starfsmenn Sam- bandsfélaganna. Fundarlok. Úr stjórn S. í. S. gengu Björn Kristjánsson á Kópaskeri og Jón ívarsson í Horríafirði. Voru þeir báðir endurkosnir. Varaformað- ur Sambandsins var kosinn Vil- hjálmur Þór á Akureyri. Vara- meðstjórnendur voru endur- kosnir þeir Skúli Guðmunds- son atvinnumálaráðherra og Jón Þorleifsson í Búðardal. End- urskoðandi var endurkosinn Tryggvi Ólafsson. Varaendur- skoðendur: Gaðbrandur Magn- ússon og Jón Hannesson. í lok fundarins afhenti for- maöur Sambandsins, Einar Árnason, Hallormsstaðaskóla 3000 króna gjöf frá Samband- inu, sem forráðamenn skólans skyldu hafa frjálsan umráða- rétt yfir. Fimmtudaginn 7. júlí, dag- inn eftir að fundinum lauk, fóru fulltrúar í skemmtiferð að Val- þjófsstað og Eiðum. Á Valþjófs- stað var snæddur miðdegisverð- ur í boði Kaupfélags Héraðsbúa. (Framh. á 4. síðu.J Vilmundar landlæknis miðast við það að styðja kjósendur sína við Djúpið, að því leyti, sem þar er hægt, án þess að styggja hans nýfengna flokksbróður, Ásgeir Ásgeirsson. Fræðslumálastjórinn hugsar um Núp út frá þrengstu hagsmunum þingmanns, sem ekki vill missa af þeim atkvæða- stuðningi, sem ranglátt kapp milli héraða getur veitt í kosn- ingu. Sr. Sigtryggur hugsar um málið sem stofnandi Núpsskóla, sem hefir varið efnum sínum, orku og vinnu til að gera skóla sinn sem beztan fyrir héraðið allt. Aðstaða mín er sviplík að- stöðu sr. Sigtryggs, aðeins með þeim mun, sem leiðir af því, að ég hefi unnið að þessum málum sem landkjörinn þingmaöur og í kennslumálastjórn. Fyrir mér eru allir héraðsskólarnir greinar á sama tré. Ég styð þessa þróun allstaðar í landinu. Tvö undan- farin ár hefi ég á Alþingi lagt mig fram tíl að útvega Núpi og Reykjanesi verulegar fjárveit- ingar, en sætt mig við að Lauga- skóli, í átthögum mínum og því kjördæmi, sem ég er nú fulltrúi fyrir, fengi litla hjálp, þrátt fyrir erfiðan fjárhag. Ég leit svo á, að í vor kom á markaðinn ljóða- bók, sem nefnist „Sólstafir", eftir Guðmund Inga bónda á Kirkjubóli í Önundarfirði. Hann er fæddur og upp alinn þar í dalnum. „Við sveitabarns leiki og alþýðu önn hér óx ég við sólskin, við regn og við fönn. Hér byggði ég vonir og bækur ég las. Hér bundu mig tryggðir við dýr og við gras“. Þessi ungi bóndi yrkir fyrst og fremst um líf og starf sveita- fólksins, um dýrin og gróður jarðar. Um þetta efni er gull- fallegt kvæði fremst i bókinni, sem nefnist „Vornótt". Það er um sáðmanninn og hefst á þess- um orðum: „Ég treysti þér, máttuga mold. Ég er maður, sem gekk út að sá. Ég valdi mér nótt, ég valdi mér logn, þegar vor yfir dalnum lá“. Síðan koma ljóð um „seinni sláttinn" um byggið, sem blakt- ir, um fjárhúsilm og vothey, um hrúta og hvítar gimbrar, um mjólk, harðfisk, grænkál og salat. í þessum kvæðum er margt mjög vel sagt. Guðmundur Ingi á líka fleiri strengi á hörpu sinni. Hann kveður um ástir, eins og önnur skáld. En ástaljóð hans eru með nokkuð öðrum svip en ýmsra annara ungra skálda. Hann veður ekki upp í skýjum með ástinni sinni, langt frá öllum veruleika daglegs lífs. Hann vill hafa hana hjá sér niðri á jörð- inni, heima í dalnum, til sam- vinnu um þau daglegu störf, sem lífið heimtar. „Saman við í starfi stöndum stefnuföst og viljaheit. Vinnufúsum fjórum höndum fylgir lán í góðri sveit. Ást og hugsjón eiga heima, alltaf, þar sem nýrækt grær. Hér skal okkar gæfu geyma gróið tún og snotur bær“. Þannig eru ástaljóð Guð- mundar Inga. Hann getur lika sótt yrkisefni í fornar sögur. Um það vitna tvö mikil kvæði í bók hans, „Ingibjörg á Flugu- mýri“ og „Sólveig Hrafnsdóttir". Sólveig fer í Reynistaðaklaust- ur, að boði Ólafs Rögnvaldsson- ar biskups, til þess að hann leysi föður hennar látinn úr banni. mest væri þörf fyrir auknar húsabætur á Vestfjörðum og þar væri mest þörf fyrir stuðning á yfirstandandi tíma. Mér finnst, að vit sé að skipta okkur, þessum fjórmenningum, í tvo flokka. Vestfirzku þing- mennirnir, Vilmundur og Ásgeir bera rækt til skólanna í sam- bandi við þingmennsku sína, en við sr. Sigtryggur af því að við höfum átt þátt í að skapa þessar stofnanir, án þess að hafa af því nokkurn persónulegan hag, en fremur það gagnstæða. Þegar ég fékk grein sr. Sigtryggs um vest- firzku skólamálin, var ég einmitt þann sama dag, að starfa með þingmönnum Skagafjarðar að því að útvega innflutningsleyfi og yfirfærzlu á smáupphæð fyrir efni. í sundlaug Skagfirðinga í Varmahlíð. Þar er hin fyrsta byrjun að skóla þess héraðs, sem mun verða vegleg stofnun, með fjölbreytta kennslu, íþróttir, smíðar, hússtjórn, garðrækt. Auk þess gisti- og samkomu- staður við hátíðleg tækifæri fyr- ir heila sýslu. Ég vinn nú að því máli, þótt í öðru kjördæmi sé, með samflokksmönnum og and- stæðingum úr hinum aðal- Guðmundur Kristjánsson. „Hún veit að í klaustrinu unnið er til eilífrar sælu og miskunnar sér. En eilífðin öll er svo fjærri, en ástin og draumarnir nærri. Og því er svo dapurt og dimmt í önd, að draumana kveður hún alla, og öll hennar fegurstu óskalönd í auðnir og myrkur falla". Sennilega hefði skáldið getað vandað betur frágang sumra kvæðanna, þó að heildarsvipur þeirra sé góður. En frumleg yrkisefni og sá sterki lifandi andi, sem í ljóöunum býr, gerir meira en að vega á móti þeim litlu smíðagöllum, sem hægt er að finna á þessari fyrstu bók höfundarins. Allir þeir, sem ljóðum unna, ættu að eignast bók Guðm. Inga. Kvæðum hans fylgir hressandi blær og gróðurilmur. Hann dáir fegurð lífsins í vest- firska dalnum og störfin þar, sem samhliða ljóðagerðinni eiga allan hug hans og orku. Hann sér óþrjótandi verkefni fyrir vinnufúsar hendur og honum er það ljóst, að í drengilegum og hollum störfum er hamingjuna að finna. Slíkur hugsunarhátt- ur er þjóöinni mestur fengur, ef hann festir víða rætur, og því er ástæða til að fagna Ijóðum önfirzka bóndans. Þess vil ég óska, að Guð- mundur Ingi megi lengi lifa og sjá rætast sem mest af draum- um sínum um starfsglaða þjóð og gróin tún. Má þá hiklaust vænta frá honum margra góð- kvæða á komandi árum. Skúli Guðmundsson. flokknum. Málið sjálft og lausn þess er aðalatriðið. Á sama hátt veittist mér létt að vinna með Jóni Auöunn og Sigurði Krist- jánssyni að stuðningi við Djúps- skólann, þrátt fyrir gamlan og nýjan skoðanamun um mörg önnur málefni. Ég geri ráð fyrir, að þessi frammistaða mín sé ærið fávísleg í augum þing- manna, sem ekki sjá út yfir tafl- borð atkvæðaveiðanna til aö halda vafasömum kjördæmum. III. Eins og ljóslega kemur fram í grein sr. Sigtryggs, er aðstaða okkar sú, að við gætum aldrei haft minnstu ástæðu til að deila um málefni héraðsskólanna. Hann byrjar skólann á Núpi og leggur þar fram árum saman alla sína vinnu nálega alveg ó- keypis og fé sitt og lánstraust til húsabóta. Svo líða mörg ár og mannfélagið sinnir honum lítið. Hann fær örlítinn kennslustyrk, veittan á fjárlögum frá ári til árs. Ásgeir Ásgeirsson verður þingmaður héraðsins 1923, en hreyfir sig ekkert vegna Núps- skólans. Nærvera hans á þingi létti ekki sýnilega baráttu sr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.