Tíminn - 21.07.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 119 | Frú Jósefína Hansen Frú Jósafína Hansen. Hún andaðist á Landsspítal- anum 19. nóv. sl., eftir langvinn- ar þjáningar, bæði heima og heiman. Með frú Jósefínu Hansen er til moldar gengin á miðjum aldri ein af allra merkustu og mæt- ustu húsfreyjum þessa héraðs. Hún var húnvetnsk að ætt. 24 ára aö aldri giftist hún eftirlif- andi manni sínum, skáldinu og kennaranum Friðriki Hansen, oddvita á Sauðárkróki. Eignuð- ust þau hjón 8 börn, sem öll lifa, hið elzta 20, en hið yngsta 8 ára. Við getum talað um dauðann með bros á vör, — meðan hann virðist nógu fjarri. En þegar hann hittir okkur sjálf í hjarta- stað, þá vill geðið glúpna. Og víst er það að vonum. Því að dauðinn er grimmur gestur — og jafnframt djúpur harmur að þeim kveðinn, er hýsa þann gest í garði. Aldrei er þó dauðinn grimmari, aldrei geigvænlegri, en þegar hann í einum svip ger- ir mörg börn að móðurleysingj - um. Hlutverk góðrar eiginkonu og móður er fyrst og fremst að móta, að gefa. Vafalaust er það göfugasta hlutverk, er getur á jörðu hér. Góð eiginkona og móðir er persónugerfingui' hins fórnandi kærleika. Hún gefur allt það bezta af sjálfri sér — og þær gjafir endast ósjaldan til æfiloka. Og því er það svo grát- legt, þegar blessuð börnin eru svipt móðurinni — henni, sem allt gefur, en einskis krefst. Margir kannast við heimili þeirra Hansenshjóna. Það var jafnan hlýtt og bjart í húsinu því. Bjart yfir hjónunum, bjart yfir börnunum, bjart yfir öllu. Hlýjan, sem mætti manni, er inn kom úr dyrunum, var engin uppgerð. Hún kom beina leið frá hjartanu — og átti greiða götu til hjartans. Þar var gott að vera. Bæði áttu hjónin sinn þátt í því, samhent og samvalin, enda bar þar ærið oft gest að garði. Frú Jósefína var frið kona sýnum, gáfuð og góð. Yfirbragðið tígulegt, svipurinn óvenjubjart- ur, hýr og hreinn. Framkoman festuleg, svo að af bar, og lýsti óvenju traustri skapgerð. Það gat engum dulizt, þegar við fyrstu sýn, að hér var engin miðl ungskona á ferð, hvorki að gáf- um né atgervi. — „Hinn fórn- andi máttur er hljóður." Störf konunnar valda ekki að jafnaði miklum hávaöa. Og vafalaust eru þeir stórum færri en skyldi, er gera sér það ljóst, hvílíkan mátt, andlegan jafnt sem líkam- legan, þarf til þess að valda hlutverki góðrar húsmóður á gestmörgu barnaheimili, — hús- móður, er setur markið hátt, án þess að hafa af miklum efnum að taka, öðrum en gnægð síns eigin hjarta. Jósefína sál. hélt á því hlutverki með þeim hætti, aö færri myndu eftir leika, og er þó fjarri því, að húsmæður yfirleitt beri úr býtum þann hróöur, sem þær í sannleika eiga. Og nú er hún horfin. Umskipt- in eru mikil. Fyrir eiginmann og blessuð börnin eru þau ægileg. Hver gegnir nú, þegar kallað er á mömmu? Enginn getur að fullu komið í staðinn fyrir mömmu, beöið með hennar blíöu, bannað með hennar mildi, skilið með hennar skilningi. Þess vegna er missirinn svo mikill, sorgin svo sár. Er þá ekkert eftir? Jú, að vísu. Minningin um mæta konu, elskulega móður, góða og göfuga sál — minning, sem eiginmaður og börn munu varðveita sem helgan dóm innst við hjartaræt- ur sínar. Og fyrir minningunni verður jafnvel sjálfur dauðinn að lúta í lægra haldi. Fögur minning fær að vísu ekki sefað sáran harm. En hins er hún megnug, að hlú að þeim fræjum, er í hjartanu var sáð. Gísli Magnússon. Kolaverziun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: Kol Reykjavík. Sími 1933 GJaldeyrír og ferðalög Það er mikið um það rætt, að ísland geti orðið og eigi að verða ferðamannaland. Það er jafnvel talað um það í alvöru, að ís- lendingar geti aflað sér mikils erlends gjaldeyris með því að beina straumi erlendra ferða- manna til landsins. Hér skal ek,ki um það rætt, hvort slíkt geti orðið veruleiki á næstu ár- um. En það er víst, að til þess að búa svo í haginn að hægt sé að taka viðunanlega á móti erlendum ferðamönnum, sem líklegir eru til að eyða veruleg- um gjaldeyri í landinu, þarf að verja miklum erlendum gjald- eyri. En venjulegt millistéttar- fólk, sem kemur hingað til að eyða hér sumarleyfum sinum, fer sparlega með fjármuni sína og skilur þvi ekki mikinn gjald- eyri eftir. Það er þess vegna var- legast að gera sér ekki of mikl- ar vonir um öflun erlends gjald- eyris í sambandi við komur er- lendra ferðamanna til landsins, a. m. k. fyrst um sinn. Hinsvegar ætti með öðru móti að vera hægt að bæta aðstöðuna í gjaldeyrismálunum, það er með breyttri tilhögun á ferða- lögum þjóðarinnar sjálfrar. Þeir, sem kynna sér farþega- skrár millilandaskipanna, sér- staklega á sumrin, komast fljótt að þeirri niðurstöðu að a. m. k. helmingur þeirra ferðalaga, sem farin eru héðan til útlanda, eru skemmtiferðalög. Þar er um fólk að ræða, sem vitanlegt er um, aö ekki fer utan í þágu hins op- inbera, í viðskiptaerindum eða til náms. Það eru venjulega ætt- ingjar einhverra vel efnaðra fjölskyldna, eða fólk í sæmilegri atvinnu, sem fer utan til þess að skemmta sér, en kemur heim aftur að litlu eða engu leyti færara til þess að verða gagn- legum málum að liði. Það er ljóst, að þessi ferðalög kosta mikinn erlendan gjaldeyri. Eins og ástandinu í þeim málum er nú háttað, er það sannarlega að lifa um efni fram, að eyða honurn á slíkan hátt. Það er hægt að halda því fram að auðvelt sé að stöðva þessi ferðalög með því að synja mönn- um um gjaldeyrisleyfi og hafa eftirlitið meö gjaldeyrisverzlun- inni nógu strangt. Þaö er ekkert launungarmál, að megnið af þeim erlenda gjaldeyri, sem not- aður hefir verið til þessara ferða, hefir verið fenginn með óleyfi- legum hætti. En þó að reglur þessu viðkomandi hafi verið auknar og eftirlitið hert, verður trauðla hægt að vænta þess, að algerlega takist að stöðva skemmtiferðirnar til útlanda, með þeim hætti einum saman. Leiðirnar til þess að komast fram hjá lögunum í þessum efn- um eru svo margar, að þess er varla hægt að krefjast, að það takist að halda þeim öllum lok- uðum í hverju einstöku tilfelli. Til stuðnings slíkum ráðstöf- unum þarf að gera annað, engu þýðingarminna. Það verður að breyta þeirri tízku, að fínt þyki og eftirsóknarvert að eyða pen- ingum á vínkrám og skemmti- stöðum erlendis, þegar þjóðin í heild verður að synja sér um ýmsa hluti vegna gjaldeyris- skorts. í stað erlendu skemmti- ferðanna þarf að koma vaxandi áhugi efnafólksins fyrir því, að kynnast sínu eigin landi. Það þarf að skilja, að meiri heilbrigði og hressing sé í því fólgin að ferðast um landið og dvelja á fögrum stöðum, þar sem nátt- úruskilyrði eru líka hentug, en að eyða tímanum við lélega dægrastyttingu i erlendum stór- borgurn. Ferðafélagið og íþróttafélögin hafa þegar unnið merkilegt starf á þessum vettvangi. En betur má ef duga skal. Sem allra flestir aðilar eiga að taka saman hönd- um um það, að þjóðin vilji þekkja og kunni að meta sitt eigið land. Þjóðin þarf að eign- ast sína eigin ferðamenningu, ef svo mætti að orði kveða, sem vinnur beint og óbeint gegn hin- um gagnslausu og óþörfu skemmtiferðum til útlanda. Þeg- ar þessi mál eru komin á það stig, að almenningsálitið telur það ekki minna vert, að kynnast heimalandinu en að sjá 2—3 erlendar stórborgir, getum við fyrst sýnt það með réttu, að fs- land sé ferðamannaland og þá ætti hinn innlendi ferðamanna- straumur að nafa skapað skil- yrði til þess, að það væri forsvar- anlegt að hvetja erlenda ferða- menn til að heimsækja landið. En meðan þau eru ekki í góöu lagi, getur slíkt verið vafasamur hagnaður fyrir framtíðina. Gjaldeyrisörðugleikarnir yrðu til góðs, ef þeir kenndu þjóðinni þá reglu, að láta þjóðarhags- munina skapa tízkuna í þessum og öðrum málum, en ekki þau öfl, sem beinlíns vinna gegn þeim. Þ. Þ. Auglýsíng Ákveðið hefir verið að taka nokkra menn til tollgæzlustarfa uú í liaust. Gert er ráð fyrir, að það vorði helzt menn á aldrinum frá 21 til 30 ára. X»eir meirn, sem kynnu að óska að koma til greina til þessara starfa, sencli um það umsóten til fjármálarfí&uneytislns fyrir 1. september nœstteomandi. Umsóknirnar skulu skrifaðar af umsækj- anda sjálfum og skal í þeim skýrt frá því, hver störf umsækjandi hefir stundað áður, hverja menntun hann hefir hlotið og hvort haim kunni nokkur erlend mál. Umsóknunum skal fylgja: 1. Fæðingarvottorð. 2. Heilbrigðisvottorð frá lækni. 3. Ujósmynd. 4. Prófvottorð, ef nokkur eru. 5. Meðinæli eða vottorð frá mönnnm, sem þekkja umsækjanda eða hann hefir uniiið hjá. Reytejaríte, 14. júlí 1938. FJÁRMÁUARÁÐUNEYTIÐ. Sigtryggs. Nokkrum mánuðum áður en Ásgeir Ásgeirsson var kosinn þm. Vestur-ísfirðinga, höfðum við Ingólfur í Fjósa- tungu útvegað 45 þús. kr. fram- lag úr ríkissjóði í nýbyggingu á Laugum og bankalán, sem um munaði fyrir byggingarnefnd. Tveim árum síðar tókst mér að ná samtökum í neðri deild um 56 þús. kr. fjárveitingu til endur- byggingar á Eiðum, eftir að í- haldið var búið að fella 60 þús. kr. fyrir þm. Austfirðinga, við 2. umr. fjárlaganna. Hvenær fékk sr. Sigtryggur sína fyrstu verulegu hjálp frá mannfélaginu, í skólabaráttu sinni? Ekki fyrr en með héraðs- skólalöggjöfinni 1929. Þá fékk skólinn setta tryggingu, fastan kennslustyrlc og ákveðinn hluta af byggingarstyrk úr ríkissjóði. Ef bornar eru saman greinar mínar um skólamál í Skinfaxa og Tímanum, má sjá, aö héraðs- skólalögin voru frá minni hálfu skipulagsbundin málalok á langri hugsjónabaráttu. Sigrar Núpsskóla stafa af tveim orsök- um. Fyrst af hinni löngu baráttu sr. Sigtryggs, og hinna mörgu, bjartsýnu félaga hans í Vestur- ísafjaröarsýslu, og í öðru lagi af þeim beina og óbeina stuðningi, sem Núpur fékk af héraðsskóla- hreyfingunni og héraðsskólalög- gjöfinni. Fáum mun koma til hugar að lagt hefði verið út í að byggja rafhitaða sundlaug á Núpi, nema af því að hinir skól- arnir voru byggðir á jarðhita- stöðum og höfðu fengið þar sín- ar hentugu sundlaugar. En' hvar sem leitað er í annálum þessara baráttutíma, sjást nöfn tveggja framangreindra þingmanna hvergi skráð í sambandi við skapandi nýjung í þessum efn- um. IV. Mér skilst að til séu menn á Vestfjörðum, sem áfelli mig fyrir að hafa ekki blandað mér meira í málefni Niipsskóla, heldur en meö forgöngu um almenna lög- gjöf til handa héraðsskólunum, að fá vin vinn, Bjarna á Hólmi, til að gera þar rafstöð, að styðja að útvegun fjár í því skyni, og vera á veröi um fjáröflun til byggingarframkvæmda, þeg- ar það mál var á dagskrá. Um hina héraðsskólana var ég yfir- leitt í stöðugri samvinnu við byggingarnefndir og húsameist- ara ríkisins um teikningar og allt skipulag. En í því efni taldi ég mig ekki hafa aðstöðu til samskonar íhlutunar um Núp. Var þó engin vík milli vina, hvorki milli mín og Núpverja eða annarra Framsóknarmanna í héraðinu. En þm. kjördæmis- ins var að nafni til flokksbróðir minn, og auk þess fræðslumála- stjóri. Viö áttum samt enga samleið í uppeldismálum, og eftir beztu samvizku hindraði hann svo að segja hvert einasta af áhugamálum mínum eftir því sem kraftar hans leyfðu, með stöðugri samvinnu við and- stæðinga flokksins. Frá hálfu hans og hans nánustu vina voru framkvæmdir mínar í uppeldis- málum aðallega gagnrýndar á bak og tortryggðar. Sérstaða Ásgeirs Ásgeirsson- ar kom fram í því, að hann leitaði ekki til húsameistara ríkisins um aðstoð við teikning- ar af Núpi, þegar nýbygging var hafin eftir héraðsskólalögunum, heldur til undirmanns á skrif- stofunni. Ásgeir Ásgeirsson mun hafa ráðið miklu um byggingu þá, sem reist hefir verið á Núpi. Gerði hann ráð fyrir, að það yrði hliðarálma út frá mikilli miðbyggingu. Skyldi síðan önn- ur álma koma til hinnar hliðar. Þessi ráðagerð var byggð á lit- illi hagsýni og nú nýverið kom fræðslumálastjóri til húsameist- ara ríkisins og bað um aðstoð hans við að bjarga málinu. Hefi ég séð teikningar af Núpi, sem byggðar eru á þessari endur- skoðun Guöjóns Samúelssonar. Núverandi skólahús verður að- albyggingin, en lítil hús reist við báða gafla. Verður húsið snoturt með því lagi og að því er stærð snertir, miðað við kringumstæður. Gagnvart þeim Framsóknarmönnum í Vestur- ísafjarðarsýslu, sem kynnu að álíta að ég hefði átt að hafa hönd í bagga fyr en nú, um að- gerðir Ásgeirs Ásgeirssonar, vil ég benda á tvær staðreyndir, aðra sem snertir mig, hina gagnvart Framsóknarflokknum. Um það leyti sem ég var að starfa að nýskipun um málefni héraðsskólanna, gagnfræðaskól- anna og menntaskólanna, var af helztu andstæðingum mínum undirbúin gagnvart mér póli- tísk morðtilraun, einhver hin sögufrægasta, sem íslenzkir annálar herma frá. Ásgeir Ás- geirsson vissi um þennan und- irbúning, og var sóttur að ráð- um um framkvæmdir. Ég býst tæplega við að hann hafi í eig- legum skilningi verið hvetjandi, og alls ekki upphafsmaður. En hann vissi um illræðið og gerði ekki aðvart, af því honum mun hafa fundizt málefnið að nokkru leyti nauðsynlegt. Og fáum dögum eftir að ég hafði látið „vítisvélina“ springa í andlit samsærismanna með greininni „Stóra bomban“, neit- aði Ásgeir Ásgeirsson að fylgjast með öðrum þingmönnum Fram- sóknarflokksins, þar á meðal Jóni Jónssyni og Hannesi Jóns- syni, sem fordæmdu illvirkjana með sterkum orðum í ávarpi til mín. Þetta var framkoman gagn- vart mér. Og í garð flokksins voru kveðjurnar skyldar. í skjóli Framsóknarflokksins hafði hann fengið alla sína krossa og marg- ar vegtyllur, þar á meðal að vera forsætisráðherra landsins í tvö ár. En hver var viðskilnaðurinn? Eftir eitt ár hafði hann kosning- ar og glataði fjórða hluta af þingsætum flokksins. Eftir ann- að ár frá laumast hann úr flokknum daginn áður en fram- boðsfrestur var liðinn, í því skyni að sá flokkur sem hann átti allt að þakka, gæti ekki haft frambjóðanda í kjördæminu. Það má leita lengi í hinum dröfnóttu annálum íslenzkra stjórnmála, til að finna nokkur fordæmi um jafn óheppilega framkomu gagnvart flokki, eins og þá, sem hér er stuttlega skýrt frá um Ásgeir Ásgeirsson, í skipt- um hans við Framsóknarmenn. Mér verður nú að spyrja: Er hægt að búast við af mér, að ég reyndi að gægjast um öxl Ásgeirs Ásgeirssonar um vinnu hans í kjördæminu, og fá leyfi hans til að gera meira fyrir samherjana þar, heldur en honum sjálfum datt í hug? Var mér, undir þeim kringumstæðum, unnt að gera annað til viðréttingar málum flokksbræðra minna í Vestur- ísafjarðarsýslu, heldur en það, sem leiddi af heildarsókn Fram- sóknarflokksins um öli málefni landsmanna? Ég læt sanngjarna menn í landinu um aö svara þessum tveim spurningum. Frh. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.