Tíminn - 21.07.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.07.1938, Blaðsíða 4
120 TÍMINN Eyðsla braskaranna (Framhald af 1. síðu.) tæki Stefáns Th. eða Sæmund- ar í Stykkishólmi. Þannig hafa braskararnir, ekki aðeins látið sér nægja að lifa sjálfir um efni fram, held- ur unnið markvisst að því að ríkið og þjóðin eyddu meira en efni stóðu til, vegna þess að slíkt gaf þeim nokkra von um augnabliksgróða, sem gerði þeim mögulegt að halda eyðsl- unni áfram. Þegar erfiðleikarnir aukast og þjóðinni verður það enn ljós- ara en áður, hvílík hætta stafar af lifnaðarháttum og stjórn- málastefnu braskaranna, er það eðlilegt að þeir fyllist nokkrum ótta og geri vanmáttuga tilraun til að koma afglöpum sínum á aðra. En þeim verður tilgangs- laust að reyna að koma þeim syndum á herðar Framsóknar- flokksins. Það er Framsóknar- flokkurinn, sem hefir barizt fyr- ir þeirri stefnu, að atvinnufyrir- tækin söfnuðu varasjóðum í góð um árum og að dregið væri úr óhófseyðslu braskaranna með því aö auka framlög þeirra til opinberra þarfa. Það er Fram- sóknarflokkurinn, sem hefir átt meginþátt í því að afstýra of- eyðslu þjóðarinnar á undanförn um árum með takmörkun inn- flutningsins, og sem einn hefir þorað að taka á sig þá reiði kjós- endanna, sem gat leitt af því að hafna hinum freklegu kröfum íhaldsins til ríkissjóðsins. Braskararnir geta ekki vænst * syndafyrirgefningu með því einu saman aö viðurkenna að of miklu hafi verið eytt, þegar þeir neita því jafnframt að það séu þeir, sem hafi gert það, og reyna í þess stað að koma þeirri sök ranglega á andstæðinga sína. Slíkt framferði gerir sekt þeirra enn þyngri. Þeir hafa að- eins einn möguleika til að bæta að nokkru fyrir brot sitt. Hann er sá, að þeir hætti eyðslunni og gangist möglunarlaust undir þær ráðstafanir, sem gera verð- ur til að mæta örðugleikunum, og vitanlega hljóta að bitna mest á þeim, sem hezta hafa getuna. Árásír Mbl. á ijármáSaráðberra (Framhald af 1. slðu.) fyrir margvíslegum stuðningi við atvinnuvegina og skapað með því aukinn útflutning. Slíkur opinber stuðningur var algerlega andvígur stefnu íhalds stjórnarinnar 1924—27, svo út- flutningurinn hefði orðið enn minni á þessum árum og verzl- unarjöfnuðurinn enn óhagstæð- ari, ef stefnu íhaldsins hefði ver- ið fylgt, en framangreindar töl- ur gefa hugmynd um. Það er að vísu einn möguleiki og hann ekki ólíklegur, til þess aö innflutningurinn hefði ekki orðið svona mikill 1035—37, þó fylgt hefði verið stefnu Jóns Þorlákssonar. Þessi möguieiki er sá, að lánstraust þjóðarinnar hefði verið svo gersamlega þorr- ið erlendis, að vörurnar hefðu ekki fengizt keyptar. Blöð og þingmenn Sjálfstæð- isflokksins hafa barizt hatram- lega fyrir því á undanförnum árum, að hinni gálausu stefnu áranna 1924—27 væri fylgt í gjaldeyrismálum á undanförn- um árum. Það hefir verið þeirra höfuðkrafa í fjármálum, að innflutningurinn væri gefinn frjáls. Framangreindar staðreyndir sýna bezt hvernig farið hefði, ef þeirri stefnu liefði verið fylgt. Mönnum verður það enn ljós- ara hvílíkt óráð það hefði verið, þegar erfiðleikarnir aukast og það verður enn sýnilegra, að án ráðstafana Eysteins Jónssonar værum við ekki lengur í tölu fjárhagslega sjálfstæðra þjóða. Þetta finnur Valtýr Stefáns- son. Hann veit að sá meirihluti þjóðarinnar fer alltaf vaxandi, sem fordæmir stefnu og kröfur íhaldsins í gjaldeyrismálum, og krefst þess, að stefnu Eysteins Jónssonar verði fylgt enn fastar fram en áður, því án hennar kemst þjóðin ekki úr núverandi fjárhagsörðugleikum með sjálf- stæði sitt óskert. Að sama skapi þyngist dómur- inn um ráðleysi og ábyrgðarleysi Sj álf stæöisf lokksins. Þessvegna grípur hinn fávísi Morgunblaðsritstjóri til þess ráðs, að reyna og svívirða og rógbera Eystein Jónsson meðan hann er fjarverandi. En slíkt verður aðeins til að gera hlut íhaldsins enn verri. Þjóðin veit hvernig farið hefði, ef stefna íhaldsins hefði ráðið, og hvílíku þrekvirki fjármálaráðherrann hefir áorkað í þessum málum á undanförnum árum. Það mun hún líka sýna með því að fylkja sér enn fastar undir leiðsögn hans í framtíðinni. Aðalfundur S.Í.S. (Framhald af 2. síðu.) Á Eiðum veitti sama félag kaffi. Undir borðum voru margar ræður fluttar og tókst skemmti- förin hið bezta. Þetta var í fyrsta sinn, sem aðalfundur S. í. S. var háður á Austurlandi. Margir fulltrúanna höfðu aldrei komið þangað áð- ur. En öllum var þeim tvímæla- laus ánægja að heimsókninni þangað að þessu sinni. Ekki einasta húsráðendur á Hall- ormsstað, heldur allir þar eystra, er kost áttu á, sýndu fundarmönnum gestrisni og vin- semd í hvívetna. Verðlag á ull, gærum, skinnum og lýsi hefir lækkað verulega á þessu ári. Hinsvegar hefir verð á kjöti haldizt nær óbreytt frá fyrra ári. Fénaöarhöld sl. vor munu hafa verið sæmileg, nema þar sem fjárpestin herjar. Hins- vegar lítur út fyrir grasleysi víða um land. Vetrarvertíðin var mjög léleg, eða svipuð eins og í fyrra, en þá var hún með allra lakasta móti. Síldveiðin hefir, það sem af er, brugðizt alger- lega, og má búast við að bræðslusíld verði mikið minni en í fyrra, þó að saltsíld geti orðið jafn mikil og undanfarin ár. Það má þvi búast við mjög erfiðri afkomu út á við, og verð- ur þjóðin vafalaust að draga úr kaupum á erlendri vöru eins og framast er unnt. En þrátt fyrir það er ástæðu- laust að örvænta um framtíð- ina. Fljótlegt yfirlit yfir sögu þjóðar vorrar sýnir, að „þúsund þrautir“ hefir þjóðin orðið að þola frá því saga hennar hófst og fram til þessa dags. Meðal allra þyngstu þrautanna voru óhagkvæmir verzlunarhættir og innbyrðis sundurlyndi meðal landsmanna. Samvinnuhreyfingin á íslandi er nú sterkari en nokkru sinni fyrr. Samvinnuskipulagiö er heppilegasta lausn verzlunar- málanna. Sé byggt á því, er útilokað, að brask og óeðlileg á- lagning í viðskiptum eigi sér staö. í þess stað mynda neyt- endur og framleiðendur félags- skap til þess að kaupa og selja vörur. í þeim félagsskap ráða hagsmunir fólksins sjálfs. Heil- brigt og hagkvæmt skipulag í verzlunarháttum er því út- breiddara á íslandi en áöur eru dæmi til í sögu þjóðarinnar. Sundrungin, önnur höfuð- þraut þjóðarinnar á umliðnum öldum, á einnig skæðan and- stæðing, þar sem samvinnu- hreyfingin er. í samvinnufélög- unum sameinast fólk á öllum aldri, fólk, sem stundar hina ó- líkustu atvinnu, hefir ólíkar stjórnmálaskoðanir, ólík áliuga- efni, um eitt af sínum stærstu hagsmunamálum: Sölu fram- leiðslu varanna og kaup neyzlu- varanna. Samtök fólksins um þessi úrlausnarefni kenna því að meta réttilega gildi sam staxfs og samheldni, og opnar augu þess fyrir eyðileggjandi á- hrifum sundrungar og sundur- lyndis. Hin trausta samvinnuhreyf- ing á íslandi, sem markvíst vinnur gegn tvennskonar höf- uðböli fámennrar þjóöar, gerir það að verkum, að óþarft er að örvænta, þrátt fyrir hina erfiðu tíma, sem nú ganga yfir. Utan úr heimi ' (Framhald af 1. slðu.) Hann er þó sagður sérstaklega sannfærandi ræðumaður og framkoman karlmannleg og hiklaus, og því vel til þess fallin að afla honum trausts. Hversu slyngur stjórnmálamaður hann er virðist þó enn óreynt, því fylgi hans ber frekar að þakka heppilegum skilyrðum, sem myndast hafa fyrir slíka hreyf- ingu, bæði af ytri og innri ástæðum, en honum sjálfum. Á víðavangi (Framhald af 1. síðu.) vegur hér á landi, skammt á veg komin, en möguleikarnir hins- vegar furðu miklir. Fræðsla um varnir gegn plöntusjúkdómum er því tímabær og mikilsverð. Er þess að vænta að almenningur sem við ræktun fæst, taki tveim höndum leiðbeiningum og hjálp í viðureigninni við þann þránd í götunni, sem oft vinnur meira ógagn á sviði garðyrkjunnar, en óhagstæöasta veðrátta. Bókin er vel og skýrt skrifuð, án mála- lenginga og prýdd fjölda mynda til skýringar. í einu oröi ágæt- asta lækningabók. Hún kostar 2 kr., og ekki á hættandi fyrir garðeigendur að horfa svo í andvirði kartöflufjórðungs, að þeir neiti sér um bókina. Tvær landbúnaðarnefndir. Á síðasta þingi var samþykkt þingsályktunartillaga um skip- un nefndar til að athuga alla tilraunastarfsemi í þágu land- búnaðarins og gera tillögur um skipulag þeirra mála. Samkvæmt þingsályktuninni skyldu landbúnaðarnefndir þingsins tilnefna tvo menn, Búnaðarfélag íslands tvo og landbúnaðarráðherra skipa fimmta mann, sem yrði formað- ur nefndarinnar. Nefndin er nú fullskipuð. Landbúnaðarnefndirnar til- nefndu Runólf Sveinsson skóla- stjóra og Jón Pálmason alþm. Búnaðarfélag íslands tilnefndi Halldór Pálsson sauðfjárrækt- arfræðing og Pálma Einarsson ráðunaut. Landbúnaðarráð- herra hefir skipað Steingrím Steinþórsson formann nefndar- innar. Þá hefir landbúnaðarráð- herra nýlega skipað þriggja manna nefnd til að athuga ýmsar tilraunir með ný bygg- ingarefni og byggingaraðferðir, sem gerðar hafa verið að und- anförnu, og ætla má að geti komið að gagni við byggingar í sveitum. í þessari nefnd eiga sæti Hilmar Stefánsson banka- stjóri, Þórir Baldvinsson bygg- ingameistari og Björn Rögn- valdsson byggingameistari. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsrn. Edda h.f. i 1 ! I I Tilkynniné til allra íslenzkra bænda irá Efnagerðinni Sjöfn Reynslan og fjöldi tilrauna hafa sannað, að bezta ráðið til að fá gerilhreina mjólk er, að gæta alls hreinlætis í meðferð kúnna. Sérstaklega skal hver góður bóndi gæta þess, auk annars, sem snertir kúahirðingu, að júgrinu sé haldið heil- brigðu. Flestir sjúkdómar, sem þjá kýr okkar, koma einmitt fram í þessu við- kvæma líffæri, en afieiðingin er minni mjólk, svo að kúahaldið þess vegna ber sig oft ekki. Af algengum júgursjúkdómum má nefna Streptokokk júgurbólgu, bólgu- lopa, bólgublástur í júgurhúðinni, húðbólgu, smitandi íitþot, júgurbólgu, kýlabólgu og júgurdrep. * Búnaðarfrömuðir og sérfræðingar í útlöndum hafa fyrir löngu sannað og sýnt, að bezta, þægilegasta og ódýrasta ráðið til að hirða júgrið vel, sé að bera á það daglega sérstök smyrsl. Eins og að dagleg notkun sápu er sjálfsagður hlutur hverjum siðuðum manni, svo ætti sérhver hagsýnn og framsækinn bóndi að nota daglega júgursmyrsl. Mjólkurrannsóknir landbúnaðarráðanna við þýzku háskólana hafa leitt í ljós, að án notkuiiar |iignrsmyrsla fumlusÉ í nýmjólkaðrl mjólk yfir 3000 gerlar í liverjum kubikeeuÉimeÉra. Væri aftur á móti mjólkað með höndum bleyttum í mjólk, smurðum með tólg eða öðrum dýra- og jurtafitum, þá var lágmark gerlatölunnar langt yfir 3000. Rannsóknirnar sýndu ennfremur, að gerlafjöldinn komst niður í merkilega lága Éölu, eða 300 í kubikcm. mjólkui% væri noÉuð bezÉu jiigur- smyrsl. Júgursmyrsl eru því notuð nú í næstum öllum nýtízku kúabúum í Þýzkalandi, Englandi, Sviss, Danmörku og mörgum öðrum löndum. Mörg mjólkursamlög þess- ara landa krefjast þess af félögum sínum, að þeir noti stöðugt júgursmyrsl. Samkvæmt þessari víðtæku reynslu, kemur Efnagerðin „SIÖFN64 á Akur- eyri með JAgnrsmyrsl á markaðinn. Þessi ágætu júgursmyrsl Efnagerðarinnar „SJÖF]\Í4, er ekkert óreynt efni. Þau eru framleidd, aö viðhafðri allri hreinlætisvarkárni, af sérfræðingi vor- um, sem hefir að baki sér margra ára nám og verklega reynslu erlendis. Framleiðslan er undir eftirliti dýralæknis. SSirgðir í ISeykjavík bjá Sambamli ísl. samviiiniifélaga9 sími 1080. k a rf-, a a ^ v ^ Tímamenn. Gjalddagi Tímans var 1. júní. Munið að greiða blaðið við fyrsta tækifæri. Útsölumenn og innheimtumenn. Gerið skil til innheimtu blaðs- ins í Reykjavík sem allra fyrst. Allir Framsóknarmenn eru Tímamenn. Allir Tímamenn lesa, kaupa og borga Tímann. NOTUÐ fSLENZK FRÍMERKI. kaupi ég hæsta verðl. Duglegir umboðsmenn óskast um allt land. Innkaupsverðlistar sendir þeim sem óska. Gunnar Guðmunnsson, Laugaveg 42. Pósthólf 561 BETKE9 J. GRUNO’S ágœta holienzka rcykíóbak TBBÐi AROMATISCHER SHAG kostar kr. 1.15 V«o kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1.25--- Fæst í ðllum verzlunum. ) Allt með íslenskuin skipiim! i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.