Tíminn - 28.07.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.07.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, fimmtud. 28. júlí 1938 31. blað. Það er ekki hægt að neita því, að fremur er dimmt yfir landinu, þótt sumar sé. Það lítur illa út með síldveiðina, og yfir hefir gengið þriggja ára aflabrestur á þorskveiðum. Það er lágt verð á fiskafurðum og markaður þröng ur. Síldarafurðirnar hafa stór- lækkað í verði, sömuleiöis ull og gærur. Af þessum og ýmsum öðrum á- stæöum syrtir nú í lofti, hvort sem sá sorti varir lengur eða skemur. En alltaf þegar dimmir að og illa gengur, þá færist líf í draugana. Þeir fara á kreik. Þannig er það með ritstjóra í- haldsblaðanna, Morgunblaðsins og Vísis. Alltaf þegar illa gengur færist líf í ritstjóra þessara blaða, þeir fyllast „starfsgleði" og rita níð um menn og málef ni meira en endranær. Vonir þeirra um að geta velt ábyrgðinni af hinum vaxahdi erfiðleikum yfir á herðar þeirra, sem landinu stjórna, glæðast. Atorka þeirra við ritstörf in margf aldast við til- hugsunina um að geta gert eitt- hvað illt af sér. Síðustu dagana hafa skrif þessara manna gengið mjög úr hófi fram, og sá maður, sem þeir hafa lagt mest í einelti, er Fjármálaráðherrann.( Það hefir tæpast liðið svo nokkur dagur í langan tíma, að íhaldsblöðin hafi ekki ráðizt að fjármálaráðherranum með per- sónulegar svívirðingar. Hann hefir verið kallaður „blygðunar- laus hræsnari" og öðrum álíka nöfnum. Sá maður, sem aðallega mun notaður til þessara níð- skrifa, er Árni frá Múla! Það er naumast unnt að hugsa sér meiri ofdirfsku en að nota Árna frá Múla til að skrif a níð um Eystein Jónsson. Um Árna er það vitað, að hann vinnur aldrei ærlegt handarvik, hann er ómagi á þjökuðum atvinnuvegi, aðgerðar laus niðursetningur íhaldsins hjá Fisksölusamlaginu, með 10 þúsund króna launum, einskon- ar ábaggi á hina þrjá fram- kvæmdarstjóra, sem allir vita að eru þó hæstlaunuðu menn þessa lands. Það er kunnugt öllum, er heima eiga í Reykjavík, að þá daga, sem Árni er ekki „forfall- aður" frá því að mæta í Sölu- samlaginu, situr hann við skrif- borð sitt þar, veltir f yrir sér dag- blöðunum, reykir sigarettur og ritar níðgreinar eftir fyrirskip- un. Það er ekki unnt að hugsa sér meiri andstæður en Árna frá Múla og Eystein Jónsson fj£,rmálaráðherra. Og eins ólíkir og þessir menn eru og þeirra störf, svo er og ólíkt hvernig þeir flokkar, sem þeir tilheyra, bregð- ast við erfiðleikunum, sem steðja að. Það vantar ekki að íhaldið þykist hafa „áhuga" fyrir einu og öðru! Það „áhugamál", sem einna mest ber á síðustu dag- ana, er Innflutningshöftin. Eins og landsmenn allir vita, hafa íhaldsblöðin haldið uppi stöðugum árásum á fjármála- ráðherra fyrir innflutningshöft- in. Árásirnar hafa verið fyrir það, að alltof lítið væri flutt inn. Mánuðum og árum saman hafa verið gerðar kröfur um aukinn innflutning á allskonar varningi. Hefir þar ekki verið minnst á- berandi krafan um meira bygg- ingarefni og raftæki, svo að dæmi séu nefnd. Því hefir stöð- ugt vefið haldið fram, af íhalds- blöðunum, að hinn litli innflutn- ingur væri til þess að níðast á verzlunarstéttinni og koma henni á kné. Þessi hefir verið grunntónninn í öllum skrifum í- haldsblaðanna um innflutnings- höftin. Nú ef tir af laleysisár, þegar það sýnir sig, að gjaldeyriseign þjóð- arinnar af þeirri ástæðu og öðr- um, er minni en við höf ðum f yr- irfram rétt til að vænta, og inn- flutningur þar af leiðandi hlut- fallslega of mikill, þótt fast hafi verið á haldið, þá er breytt um tón hjá íhaldinu og fjármála- ráðherra ásakaður harðlega fyr- ir að hafa ekki beitt innflutn- ingshöftunum nægilega mikið!! Þar af stafi öll gjaldeyrisvand- ræðin! Það sýnir sig, segir Mbl., að innflutningshöftin hafa verið kák og af því stafa gjaldeyris- erfiðleikarnir. En.sömu dagana, sem Morgunblaðið skrifar á þessa leið, og deilir fast á fjár- málaráðherra fyrir slælega fram kvæmd innflutningshaftanna, þá ber Vísir fram kröfur um meiri innflutning, sérstaklega á raftækjum. Segir blaðið, að rík- isstjórninni beri að sjá um að meira sé flutt inn af þessum varningi en gert hafi verið hing- að til. Mörg dæmi mætti nefna er sýna glundroðann í málf ærslu íhaldsblaðanna. Annað blaðið ávítar f jármála- ráðherra fyrir það, sem hitt blaðið heimtar að sé gert. Nú fyrir skömmu birtist inn- römmuð grein í Vísi, þar sem blaðið lætur í ljós þá skoðun, að þjóðin væri betur komin, ef alls engin innflutningshöft hefðu átt sér stað. Þá hefðu verið fluttar inn vörur þangað til gjaldeyris- skorturinn stöðvaði vörukaupin, segir blaðið. Þessi kenning Vísis er enn eitt dæmið af mörgum um ábyrgðarleysi íhaldsins í þjóð- málum. Blaðinu dylst, það sem hverju barni er þó ljóst, að ef innflutningshöft hefðu engin verið, myndu fyrst og fremst hafa verið hrúgað óhófsvörum inn i landið, allskonar munaðar- vörum, af því að af slíkum varn- ingi er mestan gróða að hafa fyrir verzlunarstéttina. Kaupfé- lögin verzla sáralítið með þess- háttar varning og kaupmenn ráða því að heita má verðlagi hans. Það þarf því ekki djúp- vitran mann til að sjá, að ef gjaldeyrisverzlunin hefði verið frjáls, myndu kaupmenn hafa (Frh. a 2. síðu.) A víðavangi Koma krónprinshjónanná? Friðrik ríkiserfingi og Ing- rid' krónprinsessa komu hingað í heimsókn með Dronning Al- exandrine síðastl. sunnudags- kvöld og munu dvelja hér þang- að til næstk. mánudag. — Á sunnudagskvöldið voru þau í veizlu hjá forsætisráðherra. Á mánudaginn fóru þau í boði ríkisstjórnarinnar austur að Gullfossi og Geysi og sáu þar stórfenglegt og fallegt gos. Þá um kvöldið lögðu þau af stað með Dronning Alexandrine vestur og norður um land. Eru forsætisráðherrahjónin með i þeirri för. Mikill mannfjöldi var saman- kominn við höfnina, bæði þegar þau komu á sunnudagskvöldið og fóru á mánudagskvöldið. För skipsins var heitið til Akureyrar, en á leiðinni var komið við á ísafirði og Siglu- fhði og fengu þau þar hinar beztu viðtökur. Til Akureyrar var komið um fjögurleytið í gær. Skoðuðu þau þá bæinn og nágrenni hans og kvennaskólann á Laugalandi. í dag er för þeirra heitið til Mý- vatns, en á morgun munu þau leggja af stað frá Akureyri hingað suður. og fara landleið- ina. Eru þau væntanleg til Reykjavíkur seint á laugar- dagskvöld. Á sunnudaginn verða þau við- stödd íþróttasýningu, sem hald- in er í tilefni af komu þeirra, og krónprinsinn mun opná nýju útvarpsstöðina til afnota. Annaðhvort þá eða á mánudag- inn munu þau fara til Þing- valla. Frá Reykjavík fara þau heimleiðis með Dronning Alex- andrine á mánudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn, sem Ingrid krónprinsessa kemur til íslands, en krónprinsinn hefir komið hingað tvisvar sinnum áður. — Ingrid krónprinsessa er sem 'kunnugt er, dóttir Gustafs Adolfs ríkiserfingja Svíþjóðar, en Viktoría Bretadrottning er langamma hennar í móðurætt. Ingrid er fædd 28. marz 1910. Friðrik ríkiserfingi er fæddur 11. marz 1899 og kvæntist Ing- rid 24. maí 1935. Fór brúðkaup þeirra fram í Stokkhólmi. Síldveiðin. Síldveiðin er nú að glæðast verulega og veiðiútlit langt um betra en verið hefir fyrr í sum- ar. Veiðiveður hefir verið gott alla þessa viku. Síldin veiðist einkum á Þistil- firði og Skjálfandaflóa, en einnig er nokkur veiði yið Skaga, í Eyjafjarðarmynni og út af Ingólfsfirði. Síld er einnig talin mikil útl fyrir Austfjörð- um, allt frá Langanesi til Glett- inganess og nokkur enn sunnar. Síldveiðin þarf þó mikið að glæðast til þess að aflinn verði jafnmikill og í fyrra. í vikulok- in seinustu var síldveiðin á öllu landinu 201.679 hl. bræðslusild- ar og 5640 tn. saltsíldar, en á sama tíma í fyrra var bræðslu- síldaraflinn 767.349 hl. og salt- síldaraflinn 33505 tn. Frá móttöku krónprinshjónanna á sunnudagskvöldið. Frá vinstri til hægri sjást á myndinni: Ingrid krónprinsessa, Vigdís Stein- grímsdóttir forsætisráðherrafrú, Hermann Jónasson forsætisráð- herra og Friðrik ríkiserfingi. rerdamolar Eltir PÁL ZOPHONÍASSON Ritstjóri Tímans biður mig að segja lesendum blaðsins eitt- hvað af ferðum mínum í vor. Þó raunar sé ekkert sérstakt af þeim að segja, þá vil ég samt verða við tilmælum hans og segja nokkur orð um eitt og annað, sem fyrir mig bar. Fénaðarhöldin í þeim fjórum sýslum, er ég fór yfir, en það- voru Húnavatnssýslurnar báðar, Skagafjarðarsysla, Eyjafjarð- arsýsla og Suður-Þingeyjar- sýsla, voru góð, þegar undan eru skilin vanhöld af völdum mæði- veikinnar í Húnavatnssýslum vestan Blöndu. Tvílembur eru með færra móti um allt það svæði, sem ég fór um, en lambahöld góð. Nokkrir höfðu bólusett með á- gætum árangri lömb nýborin, til þess að reyna að verja þau gegn þvi að fá „osta" sem kall- aðir eru, en sem í raun réttri er bakteríusjúkdómur, sem flest lömb drepast af, er hann fá. í Þingeyjarsýslu höfðu nokkrir notað meðul, sem lækn- irinn á Breiðumýri lætur við þessu sama, og það með góðum árangri. Hrossum hefir fjölgað, og er að fjölga ört í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. Vestur-Hún- vetningar keyptu hryssur í Skagafirði, en bæði Húnvetn- ingar og Skagfirðingar seldu hesta í vor, bæði vestur á Vest- firði og norður í Þingeyjarsýsl- ur. Hrossasala var í vox bænd- um á mæðiveikissvæðinu þó r.okkur tekjulind. Graðhestar eru nú margir í Húnavatns-* og Skagafjarðarsýslum og alla vega litir. Líður varla langt þar til þaðan verður hægt að fá nóg af skjóttum hestum. Til eru bæir, þar sem nú eru á milli 10 og 20 folöld. Heyfyrningar voru yfirleitt litlar, þar til kom í Suður-Þing- eyjarsýslu. Þar eru fyrningat á hverjum bæ, og var þó ám gefið fram yfir sauðburð; frá sumar- málum til þess tíma, er þeim var sleppt, var víða eytt í þær bagga eða meiru. í vestursýsl- unum öllum var þetta ekki gert, að undanteknum hluta af Eyja- fjarðarsýslu, en þó voru þar litlar fyrningar og víða engar. Það er vert að gefa því gaum, hve litlar fyrningar eru eftir eins góðan vetur og síðastliðinn vetur var. Hvernig hefði nú far- ið, ef vetur hefði verið harður eða enginn gróður komið um sumarmálin, en vorið að öðru leyti verið eins og það var? Þannig spurði ég marga, og þeir voru því ver fáir, sem gátu gef- ið mér sama svar og gamall bóndi í Skagafirði, er sagði: „Ég hefði átt eitthvað minna eftir af heyjum, öðru hefði það ekki breytt hjá mér". En sama svar hefðu allir þurft að geta gefið. Það er ekki vafi á því, að enn er ásetningsmálið ekki búið að fá þá lausn, sem tryggir, að ekki verði fóðurskortur, komi harður vetur. Það þarf að taka betur á, um þetta þurfa menn að hugsa, og i þessu þarf fram- kvæmdir. Menn þurfa að stofna og starfrækja fóðurbyrgðafélög. Byggingar eru miklár í þess- um sýslum, og lítur út fyrir, að með sama áframhaldi verði all- ir sveitabæir endurbyggðir á ca. 20 árum. Má mikið vera, ef hér er ekki farið full ört, enda þó þörfin á endurbyggingunum sé mikil, og víða alveg nauðsyn- leg, til þess að fólk geti haldizt við á jörðunum. Tvær jarðir, sem báðar liggja mjög afskekkt, fóru í eyði á þessu svæði í vor. Önnur er Lát- ur á Látraströnd. Þar er vel hýst, raflýst og tún í beztu rækt. En jörðin liggur yzt bæja við Eyjafjörð austanvext og samgöngur eru erfiðar. Hin er Naustavík í Ljósavatnshreppi. Þar er nýlega byggt steinhús með öllum þægindum. En jörð- in er einangruð og illfært til og frá nema á sjó eða um fjöru. Það er af þessum dæmum ljóst, hvernig straumhvörfin eru og hafa verið um nokkurt skeið. Fólkið vill búa l nábýli. Nýbýlin koma í þéttbýlli sveitunum, en fólkið flýr einangmnina. Þetta er umhugsunarvert og til at- (Framh. a 4. siöu.) Uían úr heimi Þjóðverjar verða að þoka fyrír Bretum á viðskiptasviðinu Þýzkaland sækir að smá- ríkjunum austan við sig eft- ' ir tveimur leiðum. Með því að mynda þar sijórnmálaflokka, scm vinna í þýzkum anda, og með því að gera þau sér háð uin viðskipti og atvinnuhætti. Flest þessara landa hafa snú- izt til öflugra varna gegn hinni fyrnefndu hættu, svo sem ráða má af viðhorfi Ung- verja og tiltektum Rúmena gagnvart Codreanu. Við- leitni Þjóðverja til þess að ná tökum á smárikjum með fjármagni hefir hinsvegar mætt harðri mótspyrnu af hálfu Englendinga. Eftirfar- andi grein, sem fjallar um þessa átakaþungu baráttu, birtist í Social-Demokraten sænska og er eftir blaða- manninn Heinrich Miiller. Hún er lítið eitt stytt hér. Það var Schacht, þýzki ríkis- bankastjórinn, sem fyrstur lagði rökrétta áherzlu á mögu- leika Þjóðverja til þess að gera smáríkin sér háð með fjár- magni. Hið óskiljanlega sein- læti Breta og stjórnmálastefna Frakka leiddi það af sér, að rík- in í Austur-Evrópu, sérstak- lega Balkanlöndin, treysta æ meir á þýzka markaði. Þannig hefir útflutningur Rúmena til Englands rýrnað um 70% á einu ári, og til Frakklands um 50%. Hvað eftir annað hefir Chur- chill bent á þá hættu, sem ægði smáríkjunum þar eystra. Nú er hægt að benda á ó- yggjandi rök, er hníga að þvi, að Frakkar og Bretar ætli að treysta fjárhagsleg ítök sín í Balkanlöndunum. — Financial News í London birti í miðjum júnímánuði mjög opinskáa grein, þar sem sagt var að við- skiptamiðstöð Breta í Mið- og Austur-Evrópu myndi bráðlega taka upp ákveðnari starfshætti en fyrr. 19. júní var tilkynnt 1 Pester Lloyd, að enski verzlun- armálaráðherrann, Oliver Stan- ley, hefði gefið yfixiysingu, er gekk í þá átt, að Bretar myndu með fjármagni sínu styrkja verzlunarsamböndin við Aust- ur-Evrópuríkin. Hér standa Englendingar vel að vígi. Þeir geta goldið allt með fullgildri mynt og þurfa ekki að viðhafa sömu aðferðir sem Þjóðverjar, er nýlega prönguðú nokkurum hundruðum þíisunda af munn- hörpum út í Rúmeniu, sem borgun fyrir olíu og hveiti. Þetta enska fjármagn forðar líka hlutaðeigandi löndum frá þeirri hættu, sem áhrif hinna þýzku itaka höfðu skapað. Enda er það ekki aðeins við verzlunar- samningana við Ungverjaland, að Þjóðverjar hafa sett fram kröfur stjórnmálalegs eðlis, Hinar fyrstu samningaum- leitanir um þessi mál af Breta hálfu, hófust við Tyrkland í byrjun ársins og lyktaði með því, að Tyrkir fengu 16 millj- ónir sterlingspunda að lání. (Framh, á 4. síöu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.