Tíminn - 28.07.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.07.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 123 Fögnuður yiir eríiðleikunum s Það er útlit fyrir að yfirstand- andi ár verði fjárhagslega erfitt fyrir þjóðina. Sökum aflaleysis og markaðsvandræða undan- farinna ára, er nú tilfinnanleg- ur skortur erlends gjaldeyris og þar sem fiskaflinn brást einnig í vetur og verð á síldar- lýsi, ull og fleirum útflutnings- vörum hefir stórfallið seinustu mánuðina, eru allar horfur fyr- ir, að þessir örðugleikar fari vaxandi. Bf við þetta bætist svo einnig litill síldarafli, má búast við meiri örðugleikum á næst- unni en þjóðin hefir vanizt um langt skeið. Það mætti ætla, að slik tið- indi væru mönnum annað en fagnaðarefni. Svo mun líka vera yfirleitt. En til eru þó nokkrar undantekningar og úr tveimur áttum hefir mátt kenna verulegrar gleði yfir þeim örðugleikum, sem nú virð- ast í nánd. í blöðum heildsalanna hefir undanfarna daga verið auð- velt að finna niðurbældan fögn- uð yfir hinum vaxandi örðug- leikum. Þessi mikla eyðslustétt, sem notið hefir ranglátra gróðamöguleika, hyggst að nota fjárhagsvandræðin til að skapa tortryggni og andúð gegn ríkis- stjórninni, með því að kenna henni um allt, sem miður fer. að leysa það. Sannleikurinn er sá, að ef þetta mál hefði verið vel undirbúið, þá er fyrirtækið að flestra dómi svo glæsilegt, að ekki ætti að valda neinum örð- ugleikum að afla fjár til þess. Þó hefir borgarstjóra tekizt að halda þannig á málinu, að enn fæst ekkert lán. Hefir Pétri Hall dórssyni komið í koll óheilla- spár og níð flokksblaða hans um fjárhag landsins. Það er sama hvar gripið er niður, hvort heldur talaö er um eyðslu, innflutningshöft, gjald- eyrisvandræði eða lántökur. Hvert orð, hver setning íhalds- blaðanna, sem rituð er til árás- ar á núverandi stjórn, verður aðeins til að minna á dheilla- afskipti þeirra sjálfra af þess- um málum. skilyrðislaust að sinna vinnu sinni. Og ég álít að hver slíkur maður sem lætur sjá sig undir á- hrifum áfengis, eigi tafarlaust að missa réttindi til þessa náms og starfs. Þetta er ekki sama og að nemendur eigi að vera æfi- langir bindindismenn, heldur hitt, að ríkið hafi ekki með þá að gera á þessum vettvangi, ef þeir láta eitthvað af vitsmunum sínum í sambandi við áfengis- nautn. Meðan ekki eru gerðar sömu kröfur við aðra skóla, geta vínhneigðu mennirnir enn um stund freistað gæfunnar annars- staðar. Tvær ástæður eru til þess að viðskiptaháskólinn má ekki fyrst um sinn verða venjuleg háskóla- deild. Það er ekki heppilegt að heimta beinlínis að allir nem- endur hafi stúdentspróf, því að reynslan synir að margir af fær- ustu viðskiptaforkólfum landsins og þeir sem aðalflokkar landsins beita og hafa beitt fyrir sig í milliríkjasamningum, hafa ekki stúdentsmenntun. Eg nefni úr Framsóknarflokknum menn eins og Jón Árnason og Vilhjálm Þór, tir Sjálfstæðisflokknum Jóhann Jósefsson og Richard Thors og úr Alþyðuflokknum menn eins og Jón heitinn Baldvinsson og Pinn Jónsson. Enn er óséð hversu hægt er að tryggja slík- um mönnum inngang í slíkan skóla, þar sem þeir hafa á unga aldri meira af meðfæddum hæfi- leikum heldur en skólaþjálfun. Heildsalarnir gera sér vonir um að erfiðleikarnir geti orðið und- irstaða þeirrar rógsherferðar, sem hjálpi þeim til valda. Öllu meira er þó fögnuðurinn áberandi í málgögnum kom- múnista og. hinna svonefndu Héðinsmanna. Það er viður- kennd reynsla að kommúnism- inn getur ekki þrifizt, nema á krepputímum. Vegna erfiðra kringumstæðna eru verkamenn þá móttækilegastir fyrir bylt- ingar- og mannhaturskenning- ar kommúnismans. Á slíkum tímum reyna kommúnistar lika að láta mest á sér bera með æs- ingafundum, sendinefndum til bæjarstjórna og ráðherra, hóp- göngum og öðrum þvílíkum að- ferðum og látum, sem vekja á þeim athygli og koma ymsum auðtrúa mönnum til að halda að þeir séu raunverulega að vinna fyrir verkalýðinn af ein- lægni. En reynslan af slíku framferði kommúnista hefir hvarvetna orðið sú, að þeir hafa engu áorkað verkalýðnum til gagns, enda ekki til þess ætl- azt. En hinsvegar hafa þeir með þessu framferði skapað hinn á- kjósanlegasta jarðveg fyrir fas- ismann, þar sem leiðtogum hans hefir þar gefizt tilefni til þess að sýna þá hættu, sem af kom- múnismanum stafaði. Er það engan veginn of mikið sagt, að kommúnistar hafi raunverulega með slíkum æsingum og upp- þotsstarfi átt meginþátt í sigri fasismans, þar sem hann hefir komizt til valda. Það er auðséð, að kommún- istar hugsa sér gott til glóðar- innar næsta haust og vetur. Blað þeirra skrifar orðið í sama tón og á árunum 1931—34, þegar ólæti þeirra voru sem mest. — Sendinefndir þeirra eru þegar komnar á stúf ana og með haust- inu eiga æsingafundirnir og kröfugöngurnar að byrja. Kommúnistar munu telja sér trú um góðan árangur af þessum vinnubrögðum. Heildsalarnir vonast líka eftir betri uppskeru af rógi sínum, ef erfiðleikarnir vaxa. Báðir treysta þeir á, að örðugleikarnir muni lama mót- En svo mikið er víst, að ríkið hef- ir ekki efni á að neita slíkum mönnum um tækifæri til að fá þá beztu almennu æfingu, sem völ er á í landinu, vegna þeirra starfs. Hitt atriðið er sjálf kennslan í viðskiptaháskólanum. Hennar vegna þarf að fá fjölmarga af hinum allra færustu mönnum sem völ er á í höfuðborginni til að kenna. Eg nefni dómara í hæstarétti, prófessora við há- skólann, tungumálakennara við aðra skóla, starfsmenn úr utan- ríkisdeildinni o. s. frv. Háskólinn starfar aðeins með föstum mönnum, og viðskiptaháskólinn getur ekki gert alla að dósent- um og prófessorum, sem þar eiga að starfa. Þvert á móti er ætlazt til að hinir færustu menn í landinu, í hverri grein, geri það af þegnskap við landið, að kenna sín fræði við þessa stofnun fyrir venjuleg tímakennaralaun. Þó verður ekki komizt hjá að hafa einn fastan mann við þessa stofnun. Ekki svo mjög til að kenna, heldur til að tryggja það skipulag og reyna að kenna hin- um ungu mönnum að vinna á skipulegan hátt. Ríkisstjórnin mun hafa í þessu skyni samið um forstöðuna næsta vetur við einn af kennurum menntaskól- ans, Steinþór Sigurðsson stærð- fræðikennara. Hann hefir sýnt í starfi við báða menntaskólana álitlega hæfileika til að vinna með ungum mönnum að margs- stöðukraft og dómgreind þjóðar- innar. Reynslan mun sýna, að spekú- lantarnir og húsbændur komm- únista í Moskva eru að þessu leyti jafn fáfróðir um skapgerð þjóðarinnar og að örðugleikun- um verður ekki mætt með upp- gjöfog vonleysi. Þjóðin hefir á umliðnum öldum sigrazí á meiri erfiðleikum, þó kringumstæð- urnar væri örðugri, og sá hluti hennar verður enn miklu stærri, sem er fús til að fórna miklu fyrir sjálfstæðið og frelsið, en hinir, sem í blindni munu fylgja handleiðslu heildsalanna og kommúnista. Fögnuður þeirra yfir erfið- leikunum mun þvl ekki haldast lengi. Fjármálavízka Morgunblaðsmanna Morgunbl.-mennirnir skamm- ast mjög hatramlega út af því, að Framsóknarblöðin skuli bera saman fjármálastjórn Sjálf- stæðisflokksins, meðan Jón Þor- láksson var fjármálaráðherra, og fjármálastjórn Framsóknar- flokksins, eftir að þeir tóku við völdum í landinu. Þeir víta það alveg sérstaklega, að nafn Jóns Þorlákssonar skuli dregið inn í þessar deilur. En hverjir hafa gert það? Eru það ekki einmitt Morgunblaðsmennirnir, sem aldrei geta svo á fjármál minnst, að þeir ekki þurfi að hampa nafni Jóns Þorlákssonar, og það engu síður eftir andlát hans. Það er því alveg á ábyrgð Morgunblaðsmanna, ef af hljót- ast leiðindi, að nafn framliðins merkismanns verður blandað í harðvítugar dægurdeilur um fjármálin. En skýringin liggur nærri. S j álf stæðismenn treysta sér ekki til að benda á neinn mann úr sínum flokki, sem hefir nokkurn snefil af fjármálaviti, og verða þess vegna að flagga með nafni framliðins manns. Þeir mega þess vegna sjálfum sér um kenna, þó andstæðingar þeirra bregði upp myndum af fjármálaafrekum Sjálfstæðis- manna, líka á meðan Jón Þor- konar hagnýtum störfum og í- þróttum. Þegar hann kemur ofan af öræfum í byrjun september, úr landmælingum herforingja- ráðsins, mun hann byrja að und- irbúa vetrarstarfið. En væntan- legir nemendur geta á meðan gefið sig fram við rektora beggja menntaskólanna, sem eru kunn- ugir þessum ráðagerðum. Eg álít nauðsynlegt að þjóðin öll viti um þá tilraun sem hér á að gera um vandasamt framtíð- armálefni. Hér er lagt inn á nýja leið. Það á að taka mjög tak- markaða tölu ungra manna eftir ströngu úrvali um hæfileika, dugnað og reglusemi. Þessir menn eiga að fá mjög hagnýta kennslu, með miklu frelsi en hörðum aga um hegðun og manndáð. Það á að vera erfitt að komast inn í skólann og erfitt að komast gegnum hann. Og að loknu námi blasa ekki við sendi- herrastöður með glitrandi ein- kennisbúninga og síf elldu veizlu- lífi. f stað þess hyllír aðeins und- ir starf undir ótilteknum kring- umstæðum fyrir duglega, reglu- menn, því að bað er alltaf skort- emnn, því að það er alltaf skort- ur á slíkum mönnum. Og ef ís- land á að ná sínu fulla frelsi og þjóðin að geta verið frjáls um allar ókomnar aldir, þá þarf hún að eiga sem flesta slíka borgara og starfsmenn til verka bæði heima og erlendis. Ég tel það eitt af hinum góðu veðramerkj- um um framtið landsins, að leið- láksson var fjármálaráðherra, sem verða flokknum til leið- inda. Sjálfstæðismenn gorta mjög af fjármálaafrekum flokksins á árunum 1924—1927, þegar þeir fóru einir með völd. En þeim láist jafnan að geta þess, að á þessum árum hækkuðu þeir krónuna um 35%, með þeím af- leiðingum, að árið 1925, sem var veltiár til lands og sjávar, var gert að hallæri með ótímabærri og fávíslegri krónuhækkun. Fjölda mörg stærstu atvinnu- fyrirtæki landsins náðu sér aldrei eftir það áfall, sem þau biðu við krónuhækkunina 1925. Sum gáfust upp þegar í stað, en önnur biðu svo varanlegan hnekki, að þau hafa verið að tærast upp æ síðan, og það þrátt fyrri góðærin næstu á . eftir fram að árinu 1930. Ættu Sjálf- stæðismenn að vera minnugir þéssarar fjármálaspeki sinnar, því engu mega þeir frekar um kenna, að þeir misstu völdin 1927, sjálfum sér til hrellingar, en þjóðinni til gagns og bless- unar, þar sem í kjölfar þess- arar stjórnarbreytingar fór glæsilegasta framfaratímabilið í stjórnmálasögu íslenzku þjóð- arinnar. Sjálfstæðismenn ættu að gera það upp sin á milli, fyrir hverja gengishækkunin vaT gerð 1927. Heildsalar, kaupmenn og launa- menn græddu á henni, en fram- leiðendur til lands og sjávar töpuðu, svo enn sjást þess greinileg merki hvar sem litið er. ** Nýtt! Nýtt! Trúlofunar- hrínga smíðar Jón Dalmannsson gull- smiður, Vitastíg 20, Reykjavfk. Síml 4563. — Reykjavik. Tímamenn. Gjalddagi Tlmans var 1. júní. Munið að greiða blaðið við fyrsta tækifæri. Útsölumenn og innheimtumenn. Gerið skil til innheimtu blaðs- ins í Reykjavik sem allra fyrst. Allír Framsóknarmenn eru Tímamenn. Allir Tímamenn lesa, kaupa og borga Tímann. Júgursmyrsl Júgursmyrsl verja að spenarnir særist við mjólkunina séu þau notuð daglega, og lækna á stuttum tíma sár og bólgu utan á júgrinu. Júgursmyrsl eru mjög drjúg í notkun, því að þau eru mjög efnarík og halda sér stöðugt eins. Við hverjar mjaltir nægir á einum fingurgómi. Dós með 750 grömmum endist, með venjulegri, dag- ^legri notkun, handa 5 kúm í ca. 2 mánuði. Júgursmyrsi eru algjörlega lyktar- og bragðlaus. Þau geta ekki þránað eins og tólg eða aðrar lélegar og óviðeigandi áburðarfitur. Reynslan hefir sýnt, að notkun tólgar við mjaltir á kúm með spenasár, getur orsakað alvarlega júgursjúkdóma (húðbólgu o. s. frv.). Júgursniyrsi gera mjólkina tiltölulega gerlasnauða, séu þau notuð við mjaltirnar, andstætt við það, ef mjólkað er með höndum vættum í mjólk, smurt með tólg o. s. frv. Notið daglega Júgursmyrsl, þá fáið þið heil- næma, gerlasnauða mjólk. Veikist kýr alvarlega í júgri, þá farið tafarlaust til dýralæknis. Einnig hann mun ráðleggja ykkur að nota daglega hin ágætu Júgursmyrsl frá Efna- gerðinni SJÖFrV á Akureyri. Júgursmyrsl fást hjá kaupfélögum. Birgðir í Reykjavík hjá Samband ísl. samvínnufélaga Sírni 1080. HAVHEM0LLEN Kaupmannahöfn mælir með sínu alviBurkennda ROGMJÖLI OGHVEITI Meiri vörugæðí ófáanleg SXS. skíptir eingðngu við okkur. Á loðnan að færast yíír landíð? V. Fyrir nokkru birtist í Alþ.bl. grein, sem var undirrituð af Vilmundi Jónssyni landlækni og snérist um héraðsskólamál Vestfirðinga, en var að efni til nálega eingöngu tilraun að af- saka framkomu Ásgeirs Ás- geirssonar gagnvart Reykjanes- skóla. Allur þessi langi kafli er að efni og formi til lítið ætt- armót við hinn undirritaða höfund, en minnir sterklega á þm. Vestur-ísfirðinga. Aftur eru tveir kaflar í greininni, sem ótvírætt sverja sig I ætt til landlæknis. Það eru eftirmælin um Jón Auðunn og nokkur vel valin orð um Aðalstein skóla- stjóra á Reykjanesi. andi menn úr öilum aðalflokkum þingsins hafa sameinazt um að styðja þessa nýjung, sem er svo nátengd þeim vonum sem fylla brjóst allra þjóðrækinna manna, sem unna landi sínu og geta ekki hugsað til annars en að þjóðin geti annast öll sín málefni, þrátt fyrir mannfæð og einangrun, eins og forfeður okkur gerðu á þeim tíma, sem kallaður er gull- öld landsins. J. J. Skýringin á þessu fyrirbrigði er ekki sérlega torveld. Ef litið er lítið eitt til baka í sögu starfseminnar, til að skýra dul- arfull fyrirbrigði í Reykjavík, þá voru hér tveir vinir, hátt- settir andans menn, eins og landlæknir og fræðslumála- stjóri. Þeir höfðu það fyrir sið að fara úr líkama sínum, og ferðast þannig, oft til fjarlægra landa. Eitt sinn komu þeir sér saman um að dvelja um stund- arsakir hvor í annars líkama og gerðu það. Á yfirborðinu ve^ttu menn þessum skiptum litla eftirtekt, en nánustu vanda- menn þeirra fundu muninn, hversu hin aðkomna sál fór sína vegi og gerði hinn framandi líkama sér undirgefinn. Sagan getur endurtekið sig. Eftir um- ræddri grein að dæma hefir sál fræðslumálastjórans farið í líkama landlæknis og skrifað þar hina loðmollukenndu og innihaldslausu vörn fyrir Ásgeir Ásgeirsson, meðan hin klára -og skýra sál landlæknis hafðist ekki að í hinni nýju tjaldbúð í fræðslumálaskrifstofunni. En þó að þetta megi teljast til- heyra dularfullum fyrirbrigð- um, þá er það ekki með öllu sak- laust fyrirbæri, ef loðnan á nú að fá stórlega aukna farvegi til að dreifast út um landið, á vegum manns eins og Vilmund- ar landlæknis. Nokkuð af þessari dularfullu ritsmíð eru hugleiðingar um það, hvað einstakir menn kosti i framleiðslu og um mismun- andi verðgildi manna. Ég ýti öll- um þeim bollaleggingum til hliðar og rifja aftur upp hina sorglegu sögu um hin linu tök Vilmundar og Haralds Guð- mundssonar til eflingar Reykja- nesi. Framsóknarmaðurinn Aðal- steinn Eiríksson fær þá hug- mynd að gera í Reykjanesi fyr- irmyndar barnaskóla og héraðs- skóla. Hann vinnur að þessu með álíka dugnaði og sr. Sig- tryggur fyrir Núp, og hann fær stuðning eldri og yngri manna við Djúp, manna úr öllum þrem flokkum þings og þjóðar." En þessi byrjun að héraðsskóla hafði enga réttarvernd, fékk örlítinn styrk til kennslu, ekk- ert til bygginga. Aðalsteinn leitar til Vilmundar landlæknis um hjálp, um aðstöðu til að fá skólann gerðan að héraðsskóla. Þessa aðstöðu létum við Jón Auðunn hann fá, óbeðið, en af áhuga fyrir málinu. Hann tók fagnandi hjálp okkar, og hefir. aldrei dregið dul á að við veitt- um honum það brautargengi, sem hann vildi fá. Landlæknir fór ekki þessa beinu leið, held-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.