Alþýðublaðið - 27.05.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.05.1927, Blaðsíða 3
alr^ðublasi© Sparar fé 1200 milljóna árlegan tekjumissi. Tekjiur af eign úr öðrum löndum séu hér um bil úr sögunni, en aÖ- fangaþöríin úr öðrum löndum hafi aukist. Ameríka reyni aö bindra innfiutning á Evrópuvarningi. 8-ííma-dagurinn. i. Á fundi verkamanna í París 1889 var sampykt, aÖ gera 1. maí að hátíðisdegi verkalýðsins, og jafnframt að helga þeim degi sér- staklega baráttuna fyrir stytting. vinnutíinans í 8 stundir. Jafnframt þessu var sampykt að hef ja kröfu- göngu um stræti borgarinnar, og loks aö skora á verkamenn í öll- um löndum að gera hið sama á ári ftverju, þar til 8 tíma vinnu- dagur væri lögtekinn. Ýmsir merkir menn utan verka- lýðssamtakanna hafa og fallist á þessa skoðun, og skulu hér tilfærð orð tveggja mikils metinna danskra manna, þeirra próf. H. Höffdings og G. Ottesens læknis í Khöfn. Álit þessara manna er birt í blaði, sem gefið var út í minningu þess, að 10 ár voru Iiðin frá því er baráttan um 8-tíma-daginn hófst. Var við J>að tækifæri leit- að álita margra merkra manna, og fara þau öll í sömu eða líka átt, sem sé, að þeir telja það af öllum ástæðum sjálfsagt, að 8- tíma-dagurinn sé lögákveðinn. „Það er gömul saga,“ segir Höffding, „að hin sönnu auðæfi eru þær frístundir, sem maður hefir um fram hinar ákveðnu vinnustundir, sem hver maður verður að inna af hendi til þess að framfleyta lífinu, og sem ekki hafa neitt gildi fyrir framþróun persónulegs lífs okkar. Sá, sem getur valið sér þá stöðu, sem honum fellur bezt í geð, eða eftir hæfileikum, hannn þarf ekki að gera neina kröfu um 8-tíma-dag. Listamaðurinn og vísindamaður- inn lætur sér ekki nægja ákveð- inn vinnudag, því hjá honum koma &uir dagar, sem alt hans starf ónýtist, og Iiann verður að leita eftir ástæðum fyrir þvi, hvers vegna verk hans hefir orðið að hvíla. Hin ákveðna virma er ekki þannig bundin við persónulega til- tiima ®§g ©rfllL hneiging og áhuga; henni má halda áfram nokkurn veginn alla tíma jafnt. En hún þreytir og deyfir og þarf því að vera reglu- bundin, til þess að afgangs verði nægur tími til þess að safna kröftum, og til þess að menn verði varir við, að þeir eru annað og meira en hjól í stórri vél. Baráttan fyrir stytting vinnu- timans væri þýðingarlaus, ef hirn — eins og margir andstæðingar halda fram — væri sprottin af ólyst á vinnunni, en lyst til svalls og óreglu. Þó að verka- menn, með þeim kröftum, sem þeir ráða yfir, gætu komið í fram- kvæmd stytting vinnutímans, myndu þeir ekki — ef þeir gerðu það af áðurnefndum ástæðum — ávinna sér samhug annara stétta í þjóðfélaginu. En án þess að ’skjalla verkamannastéttina, get- ur maður sagt, að þeir hafa lært hvernig maður getur notað og á að nota frístundir sínar, hvaða þýðingu þær hafa til þess að geta iðkað alt það, sem er satt og fagurt og gott. Þessi breyting er sönn og ánægjuleg og styðst viö reynslu, sem fengist hefir á síð- ari helming síðustu aldar. Maður getur auðvitað aldrei lært að nota frístundir sínar, ef maður engar frístundir hefir. En þótt maður hafi fristundir, þá er ekki þar með sagt, að maður noti þær rétt; þar upp á gefa hinar æöri og efnaðri stéttir mörg dæmi. Það er rangt að ímynda sér, að verkamenn myndu nota frístundir sínar sérstaklega illa. Ef það er satt, sem socialisti einn hélt fram í hátíðarræðu i Zurich 1. maí 1890: „Hin starfandi verka- mannastétt er fjandsamleg hinum „bláa mánudegi". — Innan vé- banda hinna sameinuðu verka- manna er hann horfinn úr sög- unni“ —, þá sýnir það í hvaða átt framþróunin gengur. — Með réttindum fylgja skyldur. Það eiga því að verða hinir mikilsverðustu og sýnilegustu á- vextir baráttunnar fyrir stytting vinnutímans, aö langtum fleiri en hingað til fá hlutdeild í hinum húggsjóhalegu gæðum menningar- innar. Frá þessu sjónarmiði er þessari baráttu fylgt pieð óhuga og óþreyju einnig af þeim, sem eru svo heppnir, að hafa þau verkefni með höndum og eiga við þau kjör að búa, aÖ þeir hvorki gætu né vildu láta sér nægja 8- tíma-vinn*dag.“ (Frh.) Innleiid tiðindi. Stykkishólmi, FB., 24. maí. Sjúkrahúsbygging í Stykkis- hólml. Hér hefir um aillangt skeið ver- ið unnið að þvi, að komið yrði upp sjúkrahúsi í kaupstaðnum, og er nú í ráði að byggja það vorið 1928. Sýslunefnd hefir samþykt sex þúsund króna framlag úr sýsiusjóði til sjúkxahússbygging- arinnar, en hér í Stykkishólmi hefir Sjúkrahússfélagið safnað alls um ellefu þúsund krónum í þessu skyni. Er það von manna, að hægt verði að reisa sjúkrahús, sem verði myndarlegt, kaupstaðn- um til sóma og komi að tilætl- uðum notum. Fjársöfnun til hins fyrirhugaða sjúkrahúss heldur á- fram. Framboð. „Framsóknar“-menn sýslunnar héldu fund með sér um fyrri helgi á Hjarðarfelli, og var þar samþykt að hafa Hannes Jónsson dýralækni í Stykkishölmi í kjöri við kosn- ingar þær, er í hönd fara, af hálfu „Framsóknax“-manina í sýsl- urrni. Sjávarútvegur. Sex þilskip og tveir stórir mó- torbátar ganga til fiskveiða héðan, síðan vorvertíð byrjaði (í april). Skip þessi hafa aflað vel. Á Sandi hafa bátar aflað vel. Má geta um það nýmæli þar, að menn fóru að nota hreyfivélar í opna báta á vetrarvertíðinni og hafa notað þá síðan, því að þetta hefir gefist mjög vel. Þetta hafði eigi þekst fyrr hér vestra rið Breiðafjörð. Heilsufar og tíð. Heilsufar er gott. „Kikhóstinn" er ekki kominn í grend við Stykk- ishólm enn þá, svo að menn viti. Tíðarfar er ágætt og grasspretta í bezta lagi. Þakkarávarp. Hér með þöklcum við af heilum huga sveitungum okkar, Grind- víkingum, fyrir almenna hluttekn- ingu og samúð, er þeir sýndu okk- ur við missi soraar okkar, Ólafs, er andaðist í Vestmannaeyjum, og fyrir gíóra fjárupphæð, er þeir færðu oklrnr, til að standast kostnað við fráfall hans og flutn- ing á líki hans hingað, og vilj- um við sérstaklega geta frum- kvöðla gjafarinnar, ekkjuinnar Margrétar Sæmundsdóttur á Járn- gerðarstöðum, hjónanna Jórunnar Tómasdóttur og Tómasar Snorra- sonar, s. sl, Guðjóns Einarsson- ar, bónda á Hliði, séra Brynjólfs Magnússonar, ELtiars G. Einars- sonar kaupmamis og Guðmund- ar Benónýssonar, bónda á Þor- kötlustöðum. Sömuleiðis þökkum við hjartanlega hjónunum Jóni Ölaíssyni á Hólmi í Vestmanna- eyjum og komh hans fyrir ailla framkomu þeirra við Ólaf heitinn bæði lífs og liðinn. Einnig þökk- um við öllum, skyldum og vanda- lausum, fjær og nær, sem sýndu Ólafi heitnum vináttu og ökkur hluttekningu við missi hans. Hömrum í Grindavík, 24. maí 1927. Agnes Gamalíelsdóttir. Jón Helgason. Utanför fimleikaflokkana. Björgvin, FB., 26. maí. . Leikfimiflokkarnir héldu sýn- lingu í Frederikstad 23. maí og tókst hún mjög vel. Létu áhorf- endur mikla hrifni i ljós. Var tekið ágætlega á móti okkur og vorum við öll gestir á einkaheim- ilum. Allir frískir og kátir og á- nægðir yfir árangri férðarinnar. Kærar kveðjur. — Sýning í Þórs- höfn á heimleiðinni. Bertelsen. Húsfrá Guðlaug Andrésdóttir, Ijósmóðir, frá Brekku í Vogum, fæöd 30. april 1842, dáin 18. aprií 1927. £r þig Skuld til skifta sendi, skuggar fórú alla Voga; dulrænt afl í dauðans hendi dró þér fölskva’ um brúnaloga. Göfug kona, gefin manni, gæfa er mesta föðurlanoi; hún er söl I sínum ranni, sívekjandi kærleiksandi. Beri menn að bjargarstrandi bregðast aldrei þínir likar. jSævi girtu sólarlandi sendu, drottinn! konur alíkar. Jón S. Bergmann. Kjötát Þjóðverja. Fyrir ófrið voru Þjóðverjar annálaðir mathákar, og sérstak- lega borðuðu þeir mikið af kjöti. Ófriðurinn mikli og allur sá skortur, sem honum fylgdi, batt þó um sinn enda á matgræðgi Þjóðverja. En nú eru þeir að sækja sig, því að árið 1925 borðaði hver Þjóðverji að með- altali 47,29 kg. af kjöti og árið sem leið, 48,41 kg. Þó eru þeir ekki búnix að ná friðarmarkinu gamla, þvl að 1913 borðaði hver maður þar í landi að meðaltali 52 kg. af kjöti. Hvað selst af ritum erlendra Éfnnda? Ameríslcur fræðimaður, Irwing Harlow, birtir í „Publishers Week- ly“ skrá yfir þá rithöfunda, sem *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.