Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 1
 XXII. ár. Rvík, föstudaginn 9. sept. 1938. 37. blað I Bjarni Runólfsson í Hólmí Pimmtudaginn 11. þ. m. var hringt til mín austan frá'Hólmi í Landbroti, og mér tilkynnt, að Bjarni i Hólmi hafi fengið slag (heilablóðfall) nóttina áður, og það svo heiftugt, að hann væri eftir það mállaus og máttvana hægra megin. Mér fannst ég gæti alls eigi trúað mínum eigin eyr- um, að svo hörmuleg fregn væri staðreynd. í gær (sunnudag) er aftur hringt til mín, og mér sagt, að Bjarni hafi andazt þá um morg- uninn klukkan 4. Hvernig er hægt að trúa þessu? Hvei-nig getur það verið, að Bjarni í Hólmi sé hættur að starfa á meðal okkar — horfinn frá okkur — á bezta skeiði? Bjarni, sem manna líklegastur var að eiga enn eftir að lyfta mörgum Grettistökum. Bjarni, sem átti hagari meistarahend- ur, meiri áhuga, meiri hag- sýni, meiri elju og atorku, meiri þrautseigju, meiri fórn- fýsi og meiri mannkærleika en flestir aðrir. Bjarni, sem ekki einungis okkur vinum hans og vandamönnum virtist ómissandi þessari þjóð, heldur mun og flestum, sem þekktu hann og störf hans, hafa virzt hið sama. Bjarni var fæddur að Hólmi i Landbroti í Vestur-Skaftafells- sýslu þann 10. apríl 1891. For- eldrar hans eru þau Rannveig Bjarnad. og Runólfur Bjarna- son smáskammtalæknir, sem bæði eru enn í Hólmi við sæmi- lega heilsu. Bjarni ólst upp í Hólmi hjá foreldrum sinum. og var ætíð þeirra stoð og stytta. Hann var algjörlega sjálfmennt- aður maður. Árið 1921 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Valgerði Helgadóttur, Þórarinssonar frá Þykkvabæ í Landbroti, framúr- skarandi ágætiskonu, sem var Bjarna ómetanleg aðstoð í öllum hans miklu framkvæmdum. Þau hjón hafa síðan búið rausnarbúi í Hólmi. Ekki var þeim hjónum barna auðið. Störf Bjarna eru margvísleg og sum þeirra óvenjuleg og það svo, að það mun algjört einsdæmi, að bóndi og það í afskekktri sveit, framkvæmi slík störf. Bjarni keypti ábýlisjörð sína, Hólminn, og átti nú orðið alla jörðina, þó þar hafi verið og sé enn tvíbýli. íbúðarhús reisti Bjarni í Hólmi fyrir nokkrum árum. Það er úr steinsteypu, stórt og mjög vand- að, enda vann hann mest að því sjálfur. Kunnastur er Bjarni fyrir hin- ar miklu rafmagnsframkvæmdir sínar. Hann er fyrir löngu orðinn landskunnur fyrir þær. Árið 1913 reisti Helgi Þórarins- son, sjálfseignarbóndi að Þykkva bæ í Landbroti (faðir Valgerðar konu Bjarna) rafmagnsstöð að Þykkvabæ. Það var fyrsta raf- stöðin, sem reist var á sveita- heimili í Vestur-Skaftafells- sýslu. Uppsetningu á þeirri stöð annaðist Halldór Guðmunds son raffræðingar úr Reykja- vík. Rafstöð þessi var lítil, eða um tvö hestöfl, en varð mjög dýr. Helgi heitinn mun hafa látið fyrir hana um 150 sauði. Bjarni í Hólmi fylgdist með uppsetningu á stöð þessari, enda varð hann frá upphafi snjallasti maðurinn, að gera við stöðina, þegar hún bilaði. Þessi stöð mun hafa verið fyrsta kynning Bjarna af raf- magnsstöðvum. Árið 1921 hefst Bjarni handa, að reisa rafmagnsstöð heima hjá sér i Hólmi. Hann setti stöðina upp sjálfur að öllu leyti, og meira að segja réðist í að smíða dýrasta stykki stöðvarinnar, BJARNI I HOLMI vatnsvélina (turbinuna). Margir töldu það ofurhug úr Bjarna, að láta sér detta í hug að fitja upp á slíku smíði — töldu það með öllu óvinnandi verk fyrir leik- mann, sem þar að auki hafði þá mjög litil og ófullnægjandi verk- færi. Bjarni hélt sínu striki og skeytti ekki um úrtölur annarra, en smíðaði rólegur „túrbínuna". Honum tókst þessi vandasama, óvenjulega smíði mjög vel. Stöð- in fór af stað, og vann sitt hlut- verk með prýði. Sú stöð og Þykkvabæjarstöðin voru báðar með lítilli fallhæð (2—4 m.). Árið 1925 kvisast það um nokkrar sveitir Vestur-Skafta- fellssýslu, að Bjarni í Hólmi hafi ákveðið að setja upp rafmagns- stöð að Svínadal í Skaftártungu, og það með, að hann ætli sér að smíða „túrbínuna". Lækurinn var þar mjög lítill, sem yrkja átti, mest seitl úr mýrum, en fallhæðin var mikil, yfir 50 m. Allur þorri manna taldi það hreina og beina fjarstæðu úr Bjarna, að láta sér detta í hug, að smíða „túrbínu" fyrir 50 m. fallhæð — töldu margir, og þar á meðal rafmagnsfróðir menn — að það kæmi ekki til mála að Bjarna heppnaðist þetta vanda- sama verk. Hann lét ekkert slíkt á sig fá. Hann smíðaði „túrbín- una", setti upp stöðina, sem skil- aði heim í bæ fyllilega hinum tilskilda krafti. Gerir hún það enn í dag. Síðan þetta gerðist, hefir Bjarni sett upp hverja stöðina á fætur annarri, víðsvegar um allt land, og smíðað flestar „túrbín- urnar". Sumar þær stöðvar hafa verið með um og yfir 100 metra fallhæð. Alls hefir Bjarni sett upp allmikið á annað hundrað rafmagnsstöðvar og smíðað yfir 100 „trúbínur". Rafmagnsstöðv- ar Bjarna hafa nær undantekn- ingarlaust reynzt mjög vel, en þó hafa þær verið stórkostlega mikið ódýrari en flestar sam- bærilegar stöðvar hjá öðrum. Bjarni var líka orðinn svo eftir- sóttur maður til þessara hluta, að hann gat ekki sinnt nema nokkrum hluta af þeim beiðnum, sem honum bárust, enda sá hann ekki út úr því, sem hann hafði að gera. Smiðaverkstæði Bjarna í Hólmi, er hann átti þar nú, er vandað nýtízku verkstæði. Þar eru tveir stórir járn-rennibekkir, knúðir rafmagni. Þar eru rafmagns logsuðutæki, raf- knúin smiðja, borvélar og mörg önnur nauðsynleg verkfæri. Það voru margir, er leituðu til Bjarna í Hólmi, að biðja hann að gera við þau áhöld og tæki, sem bilað höfðu. Alltaf var Bjarni reiðubú- inn til þess og gerði hann venju- lega við það sem bilað var, en það var stundum sannarlega ekki allra meðfæri. Bjarni í Hólmi var fyrsti mað- (Framh. á 4. síðu.) Þættir ðr Híöini Eítír Böðvar Magnússon á Laugarvatni Framhald Ég trúi þvi héðan af, að það sé ekki uppgerð, að Skagfirðing- ar unni Hólum, og það hlýtur að vera eitthvað sælurikt í því að unna svo mikið einum stað í hér'- aði sínu, að hægt sé að kalla hann þessu fagra orði: „heima", sem gengur næst móðurnafninu: „mamma". Þegar út úr kirkjunni kom, voru allir ljósmyndaðir niður á túni til minningar um komu sína til Hóla. Síðan var gengið til borðs og matast. Voru þar ræður haldnar að skilnaði. Þakkaði fararstjóri og fleiri fýrir allar góðgerðirnar, sem Skagfirðingar höfðu veitt okkur af svo mikilli' rausn og prýði. Margir voru þeir í hópn- um, sem lengur hefðu viljað dvelja á Hólum, því að margt mátti þar sjá. En nú voru ekki grið gefin fremur en svo oft, bæði fyr og síðar. Ef það er satt, að Vatnsdælingar eigi tvo guði, guð almáttugan og Ingimund gamla, þá eiga Skagfirðingar ekki síður þrennan átrúnað, guð almáttugan, Hóla og kvæði Matthíasar, „Skín við sólu Skagaf jörður". Og eigi þeir þetta sem lengst. Kl. 11,40 voru allir komnir upp í bílana, sem nú lögðu af stað niður Hjaltadalinn, sem er stirður yfirferðar niður að Hér- aðsvötnum. Sendum við allir okkar síðustu kveðju heim til Hóla með þakklæti fyrir allt. Ekki sízt Gunnlaugi fyrir allar viðtökurnar, en hann stóð fyrir þeim í fjarveru skólastjórans. Voru nú allir í góðu skapi og hugsuðu gott til dagsins. Enn áttum við eftir að fara um Skagafjörðinn áleiðis til Akur- eyrar. Heldur var farið að lifna yfir hagyrðingunum, sem í förinni voru, og var nú farin að berast á milli bílanna staka og staka, en þær fóru að verða tiðari þegar norðar dró. Mörgum þótti Páli á Hjálmsstöðum, sem er ágætur hagyrðingur eins og kunnugt er, vera óvanalega stirt um tungu. Var þessi vísa kveðin og send Páli: „Einhver þyngsli þjaka sál, það er ljótur skaði, að ekki kemur yfir Pál andinn svokallaði". Böðvar á Laugarvatni hafði undir borðum á Hvanneyri eitt- hvað minnst á, að Bogi Th. Mel- steð hefði á fundi við Þjórsárbrú fyrir mörgum árum, talið það eitt með kostum þessara bænda- fara, að fólkið þyrfti að giftast á víxl úr landsfjórðungum — blanda blóði — þá kæmi betri fólksstofn. Út af þessari blóð- blöndunarkenningu var Böðvari rétt þessi vísa í Skagafirði: „Lifnar aftur gömul glóð. Gott er að vaxi íslenzk þjóð. Þegar á að blanda blóð, Böövar kemst í vígamóð." Úr þessu fóru nú að fljúga vísur um bílana, en stökur á förnum vegi lífga alltaf upp, þótt lítt merkar séu, ef sæmilega eru gerðar. En nú var létt yfir ferða- fólkinu. Það Var nú aftur komið á alfaraveginn austan Héraðs- vatna, en viða er þar f allegt aö sjá yfir Skagafjörðinn. Nú var ekið að heita mátti viðstöðulaust til Akureyrar norður Öxnadalsheiði. Þótti ferðafólkinu vegui'inn allþröng- ur og mörg gilin á heiðinni. Höfðu þó margir farið vonda vegi, ekki sizt Skaftfellingar. Ekki myndi það kosta offjár að að laga giljareitina á Öxnadals- heiði, en þess væri full þörf, áður en slys hlýzt af. Það birti upp þegar komið var niður í Öxnadalinn á móts við Hraun, fæðingarstað Jón- asar Hallgrímssonar. Margir störðu á dranginn yfir Hrauni og skrafað var um það í bílun- um, að Einar Jónsson frá Galta- felli myndi hafa séð hann áður en hann bjó til mynd Jónasar, því að okkur sýndist baksvip- urinn af dranginum og mynd Jónasar svo lík. Merkilegur er þessi drangur, sem sígildur minnisvarði þessa góða skálds. Allflestir af ferðafólkinu höfðu aldrei Eyjafjörðinn aug- um litið og hugsuðu gott til þess að fá að sjá hann. Margir höfðu heyrt Eyjafirði jafnað við þær byggðir hér á landi, sem ynd- islegastar eru taldar af sveit- um landsins. En það verður að segja, að það er erfiðara að dæma um þá hluti á ferðalagi í bílum, en ríðandi á blessuðum hestunum. En víst brást Eyja- fjörðurinn hvergi vonum manna, og ein konan í okkar bíl sagði, þegar við komum á suðurleið fram á brúnina á Vaðlaheiði og sáum yfir Akur- eyri og fram Eyjafjörð, að þetta þætti sér fegurst útsýni yfir eitt hérað, sem hún hefði séð í ferðinni, og má vera að svo „hafi fleiri hugsað. En þá var líka glaða sólskin og feg- urstu héröðin líkjast einna mest laglegu fólki, sem „býst um", að það verður því mynd- arlegra, sem það er betur búið. Eins er um fögru héröðin, að þau verða þeim mun fallegri, sem veður er betra, og umfram allt, að blessuð sólin nái að lýsa þau upp. Klukkan hálf niu var komið til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Eyfirðingar, með Ólaf Jónsson framkvæmdar- stjóra í broddi fylkingar, tóku á móti gestum og var þeim ráð- stafað til gistingar á gistihús- um bæjarins, það sem þau tóku, en hinum var komið fyrir út um bæinn í ýmsum góðum stöðum. Eftir að gestirnir höfðu hvílt sig dálitla stund, var gengið til veizlu í ráðhúsi bæjarins. Ól- afur Jónsson og Brynleifur Tobíasson buðu gestina vel- komna, fyrir hönd bæjarstjórn- ar. Var þar borðað og drukkið mikið, margar ræður fluttar og stóð samsætið fram yfir mið- (Framh. á 4. siSu.) Garðyrkjusýningin Síðastl. föstudag var opnuð garðyrkjusýning í markaðs- skála Grænmetisverzlunar rík- isins í Reykjavík. Var hún opin í fimm daga og var aðsóknin mjög mikil alla dagana. Má ó- hætt segja, að þetta hafi verið einhver fjölsóttasta sýning, sem haldin hefir verið hér á landi. Var það hvorttveggja, að sýningin var mjög smekkleg og fróðleg. Mátti þar fá glöggt yf- irlit um þá fjölbreyttu græn- metisræktun, sem nú er þegar stunduð hér, að talsverðu leyti með aðstoð heita vatnsins, og er þó vitanlegt, að enn má auka hana stórkostlega, bæði með tilliti til náttúruskilyrða og sölumöguleika. Sýningin var haldin af Garð- yrkjufélagi íslands. — Hér á myndinni sést nokkur hluti sýningarinnar. A víðavangi „Niðurskurður" á framlögum til landbúnaðarins. Þeir bændur, sem hafa lesið Mbl. síðastl. sunnudag, hafa vafalaust ekki getað varizt brosi við lestur hins svokallaða Reykjavíkurbréfs. Mbl. hefir hingað til talið það sitt aðal- hlutverk að vinna gegn auknum framlögum til styrktar atvinnu- framkvæmdum og menningu sveitanna og þegar blaðið hefir j krafizt niðurskurðar fjárlag- anna, er vitanlegt, að það hef- ir fyrst og fremst átt við þessi framlög. En nú kveður við nokkuð annan tón. í Reykja- víkurbréfinu, sem síðar á að birtast í ísafold, er íhaldinu þakkaður næstum allur opinber stuðningur, sem sveitirnar hafa fengið, 'og kvartað sárlega und- an því, að framlög til þeirra hafi verið lækkuð síðan 1932! Eldri bændur muna vel eftir baráttunni um Jarðræktarlögin og Ræktunarsjóðinn og Mbl. fær þá aldrei til að trúa því, að þær framkvæmdir séu íhaldinu að þakka. Framsóknarflokkur- inn hafði þar forgönguna undir forystu Tryggva Þórhallssonar. Jón Ámason var fyrsti maður- inn, sem hóf baráttuna fyrir kæliskipinu, og í nefnd, sem átti að athuga það mál, snérust allir íhaldsmennirnir á móti því. En þá hóf Tíminn harðan áróður fyrir málinu og vegna þeirra vin- sælda, sem það hlaut, varð ekki staðið á móti því. Annars hafa íhaldsblöðin hingað til reynt að þakka Magnúsi Guðmundssyni kæliskipið, því það var byggt í stjórnartíð hans. En nú er Magnús dáinn og Mbl. upplýsir líka í Reykjavíkurbréfinu, að kæliskipið sé að þakka „sjálf- stæðismanninum Jóni á Reyni- stað"! Einstök mál önnur nefnir Mbl. ekki, enda er hyggilegra af því að gefa það aðeins í skyn, að íhaldið hafi komið hinum nýrri málum eins og t. d. afurðasölu- lögunum í framkvæmd heldur en að nefna þau greinilega, því mönnum er saga þeirra enn svo fersk í minni. Um „niðurskurðinn síðan 1932" er það að segja, að lækk- unin á framlaginu til Búnaðar- félags íslands var gerð af sam- bræðslustjórn íhaldsins og Ás- geirs Ásgeirssonar 1933, en fram- lagið hefir haldizt óbreytt síðan. íhaldið getur þvi kennt sjálfu sér um lækkunina, sem þvi hef- ir þó ekki fundizt athugaverðari en svo, að það hefir aldrei reynt í þessu sex ár að fá framlagið hækkað! Framlag ríkisins til Byggingar- og landnámssjóðs hefir haldizt óbreytt síðan, en framlaginu frá Tóbakseinka sölunni er nú varið til óaftur- kræfra byggingarstyrkja. Fram- lag til verkfærakaupasjóðs er nú áætlað nokkuð lægra en 1932, en þess má geta, að á stjómarárum sambræðslu- stjórnarinnar var þetta framlag alveg skorið niður. — Til á- burðarflutninga hefir styrkurinn verið nokkuð lækkaður. En Mbl. gleymir líka að geta þess, að síðan 1932 hefir land- búnaðurinn fengið margvisleg önnur framlög, sem hann hafði ekki þá, og heildarupphæðin, sem hann hefir nú, er þess vegna miklu hærri. Það má t d. (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.