Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 147 Loðdýrarækt Eftir H. J. Frá því fyrsta að sögur fara af mannkyninu hefir það verið svo, að loðskinn eða grávara hefir verið mjög eftirsótt og verðmæt verzlunarvara. Víða um veröld, og þá sérstak- lega í hinum kaldari löndum á norðurhveli jarðar, hefir fram til síðustu aldamóta verið gnægð af villidýrum, sem gáfu verðmæta feldi. Kosti hinna villtu og verðmætu loðdýra var þó meir og meir þrengt og um síðustu aldamót var það komið svo, að hin verðmætari loðdýr voru orðin tiltölulega fágæt og sum útdauð. Samtímis fór þörf- in á heimsmarkaðinum fyrir verðmætri grávöru stöðugt vax- andi, auknar og bættar sam- göngur, aukið íþróttalíf og úti- vera almennings, breyttur klæðnaður, sem hjá kvenþjóð- inni svo að segja breytist ár- lega, hafði það í för með sér, að þörfin fyrir grávöru stöðugt hefir farið vaxandi og áfram- haldandi mun aukast. Til þess að fullnægja hinni stórauknu eftirspurn, fóru menn að reyna að rækta verð- mæt loðdýr. Það er talið, að silfurrefurinn sé það loðdýr, sem hægt er að segja, að fyrst hafi verið rækt- að sem húsdýr, eingöngu með það markmið, að framleiða verðmæta grávöru. Ræktun silfurrefsins átti sér fyrst stað í Kanada, og er talið, að fyrstu silfurrefaungar, sem fæddir voru af tömdum silfur refum, hafi fæðst á Savoje Is- land árið 1894. Brátt fjölgaði silfurrefunum mikið og rækt þeirra breiddist út í Ameríku og norðanverðri Evrópu, sér- staklega Noregi og Svíþjóð, og hin síðari ár hefir þessi nýja húsdýrarækt haft mjög víð- tæka þýðingu, bæði beina og ó- beina, fyrir lönd, sem hafa stundað hana nokkuð að ráði. Þegar menn sáu hve vel gekk með ræktun silfurrefsins, fóru margir að reyna að rækta önn- ur loðdýr. Má yfirleitt segja, að sú ræktun hafi gengið öllum vonum betur. Af þeim loðdýr- um, sem nú eru ræktuð, eru þessi helzt blárefir, minkar, skógarmerðir, silfurgrefingjar, skúnkar, chinchilla, nutríur, bísamrottur og þvottabirnir. Eftir þeirri reynslu, sem feng- Hólmjáru in er á þessu sviði, og hún verð- ur að teljast allvíðtæk, skal því slegið föstu, að af þessum loð- dýrum eru það einungis silfur- refur, blárefur og minkur, sem borgar sig að rækta eins og sak- ir standa. Af þessu hlýtur aftur að leiða það, að feldirnir af þessum þremur dýrategundum: silfurrefum, blárefum og mink- um, að minnsta kosti í nánustu framtíð, verða þau skinn, sem koma til með að verða mest eða alls ráðandi á grávörumarkað- inum. Þetta er atriði, sem er mjög eftirtektarvert og það verður ekki framhjá því kom- izt, að heimsmarkaðurinn krefst að fá þessi skinn, og að þau verða framleidd. Eftir er þá bara að athuga, hvar er bezt að- staða og skilyrði tll þess að framleiða þessa verðmætu vöru. Lega landsins og loftslag. Blárefurinn er heimskauta- dýr, sama má segja um mink- inn, heimkynni minksins er norðanvert Kanada og Alaska. Silfurrefurinn þrífst bezt í frek- ar köldu loftslagi eða víðast- hvar vel frá 60—65° nl. br. Lega íslands er því mjög heppi- leg fyrir ræktun þessara dýra, og reynslan hefir greinilega sýnt, að silfurrefir, blárefir og minkar þrifast sérstaklega vel sem húsdýr hér á landi. í Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi þríf- ast þessar loðdýrategundir einnig mjög vel. Þó virðist það meira áberandi, að silfurrefir tvifelli hár, og þar af leiðandi gefi verðminni feldi, í norðan- og vestanverðum Noregi en hér á landi. Sömuleiðis virðist hlýtt haustveður, sem frekar á sér stað í Noregi en hér á landi, hafa það í för með sér, að feld- irnir verði lélegir. Enda ná þeir beztum þroska í frekar kaldri tíð eins og oftast er hér á haustin. Veðurfarið er því fylli- lega eins hentugt hér á landi og í nágrannalöndum okkar, sem reka þessa loðdýrarækt í stór- um stíl. Fóðrið. Fyrir utan heppilegt loftslag er nauðsynlegt að hafa nægilegt og gott fóður handa þessum dýrum, eins og öllum öðrum húsdýrum, ef vel á að fara. Refurinn og minkurinn eru aðallega kjöt- og fiskætur. Að- alfóður þessara dýra verður þvi alltaf kjötmeti, allskonar nýr og þurkaður fiskur, mjólk og mjólkurafurðir, t. d. skyr og ostur. Ennfremur lítið eitt brauð eða grautur og grænmeti. Nú er það svo, að aðalfram- leiðsluvörur okkar hafa verið og eru: fiskur, kjöt og mjólkuraf- urðir. Fiskimiðin eru hin beztu í heiminum, og af sjávarafurð- um fáum við þar að auki nokk- ur þúsund smálestir af hval- kjöti, sem er hið bezta refa- og minkafóður, en sem nú ýmist er hent eða selt Norðmönunm til refaeldis. Landbúnaður okk- ar framleiðir langt um meira kjöt en markaður er fyrir í landinu og mikið af þessu kjöti er flutt út saltað eða fryst. Mjólkurframleiðslan fer stöðugt vaxandi og það væri eðlilegt og mjög þægilegt með aukinni ræktun landsins, að margfalda mjólkurframleiðsluna, ef ekki takmarkaðir markaðsmöguleik- ar stöðvuðu þá framþróun. Það er því ekki hægt annað að segja, en nægilegt fóður sé fyrir hendi til stóraukinnar loð- dýraræktar. (Frh. á 4. síðu). En þá er nú eftir að athuga verðið á þessum fóðurtegund- um, hvort það sé sambærilegt við verð á tilsvarandi vöru í þeim löndum, sem við þurfum að keppa við í loðdýraræktinni. Verð á loðdýrafóðri. Þegar ég var í Noregi og Sví- þjóð í síðastliðnum júlimánuði kynnti ég mér vel verðlag á kjöti og fiski, sem notað er til refafóðurs. Ég skal þá byrja á hvalkjötinu, sem við svo að segja ekki lítum við hér heima, enda þurfum við þess ekki, því nóg er og meir en það, af hrossakjöti handa refum og minkum. Ég heimsótti refaeiganda, sem á um sex hundruð silfurrefi, og þá stóð einmitt svo á, að sama daginn og ég kom þangað, fékk hann 10 smálestir af hvalkjöti sent frítt á járnbrautarstöðina. Kjötið var fryst í 60 kg. kössum. Og hvað var nú verðið á þessu kjöti — það var nú hvorki meira né minna en 80 aurar norskir kílóið, eða um 90 aurar íslenzkir. Þetta er nú hátt verð fyrir hvalkjöt, eða hvernig myndi ykkur þykja það, bændur góðir, að fá þó ekki væri meira en 90 aura fyrir kílóið af gam- alærkjötinu? Við skulum nú athuga, hvað norski bóndinn fær fyrir kjöt af húsdýrum sínum á heima- markaðinum. — Samkvæmt skýrslu frá verðmiðstöð land- búnaðarins (Landbrukets Pris- central), fengu norskir bændur hjá sláturhúsinu í Oslo vikuna frá 13/6.—18/6. þ. á. eftirgreint verð: Pr. kg. Nautakjöt 1.65 n. = 1.83.4 ísl. Kýrkjöt 1.40 n. = 1.55.6 — Hestakjöt 0.90 n. = 1.00 — Ærkjöt 1.80 n. = 2.00 — Dilkakjöt 3.00 n. = 3.33.4 — Nýb. kálfar 1.30 n. = 1.44.5 — Kartöflur nýjar kostuðu aft- ur á móti ekki nema 16 kr. tunnan. í sumum bæjum í Noregi var þó verðlagið ennþá hærra en þetta. Ef við berum þetta verðlag saman við það, sem íslenzkir bændur fá fyrir kjöt af sínum húsdýrum, þá er munurinn af- skaplega mikill. En þrátt fyrir þennan mikla mismun á kjöt- verði hér og í Noregi, mega ís- lenzkir bændur aldrei búast við að fá slíkt verð fyrir kjötið, vegna þess, að þeir að mestu leyti verða að sætta sig við verð- lagið á enskum markaði og með saltkjötið fer verðið eftir hinum hátt tollverndaða saltkjöts- markaði í Noregi. Svipað varð uppi á teningnum þegar athug- að er verðlag á fiskinum. Refaeigandi nálægt Bergen sagði mér að sjaldan gæti hann náð í fisk fyrir minna en 20 aura kílóið og í Sviþjóð er fisk- ur oftast ennþá dýrari, jafnvel kostar smásíldin, sem Sviar nota allmikið til refa- og minkafóðurs, 40—50 aura sænska pr. kg. Hvað viðvíkur mjólkurafurð- unum, virðist full þörf fyrir að skaffa aukinn markað fyrir þær, og ef bændur og mjólkur- bú geta framleitt gott skyr fyrir 30 aura kílóið, þá er þra fengið eitthvert hið bezta og ódýrasta refafóður. Þrátt fyrir hið háa verð á kjöti og fiski í Noregi og Sví- þjóð, hafa þessar þjóðir þó stór- kostlega framleiðslu af grávöru, sérstaklega silfurrefa, blárefa og minkaskinna og þó langmest af silfurrefaskinnum. * Enda standa Norðmenn framar öllum öðrum þjóðum á þessu sviði. í fyrirlestri, sem tilrauna- stjóri Norðmanna í loðdýra- rækt flutti á fundi Félags nor- rænna búvísindamanna i Upp- sölum í Svíþjóð þann 7. júli síðastl., komst hann þannig að orði, að loðdýraræktin hefði Ritgerðasafn Jóuasar Jónssonar I. bindi kemur senn út. Gerist strax áskrifendur hjá umboðsmönnunum, sem útgáfan hefir í hverju byggðarlafli. Einnig getur fólk sent pantanir sfnar til afgreiðslu Tímans og verður þá bókin send gegn póstkröfu á slnum tfma. Bókin verður á þriðja hundrað blaðsiður að stærð, frágangur i bezta lagi og margár myndir. Áskriftarverð hennar er 5 krónur óbundin, en 7 krónur og 50 aurar í vönduðu bandi. Þetta verða beztu bókakaup ársins! Dragfið ekki að gerast áskrifendur! verið sú bezta kreppuhjálp, sem Norðmenn hefðu getað fengið á árunum 1930—37. Enda hefir útflutningur á grávöru Norð- manna hin seinni ár verið yfir 40 milljónir kr. árlega. Af innlendu fóðri hafa Norð- menn notað til loðdýrafóðurs um 50 þúsund smálestir árlega og þar af um 20 þúsund smál. kjötmeti og af þvi 9 þúsund j smálestir hreint kjöt. — Vamb- ' ir, blóð, hausar og lappir, sem áður fékkst sáralítlð fyrir, seljast nú mjög háu verði. Ég verð því að benda á eftir- greindar staðreyndir: 1. Að þörfin fyrir verðmæta og góða loðfeldi á heimsmark- aðinum er mikil og fer stöðugt vaxandi. 2. Að villtu dýrin, sem áður eingöngu gáfu loðfeldina, er að miklu leyti útrýmt og sum al- dauða. 3. Að þau dýr, sem gefa verð- mætasta feldi og eru hæfust til ræktunar, eru: silfurrefir, blárefir og minkar. 4. Að ómögulegt er að eftir- líkja góðum ljósum silfurrefa- skinnum, blárefaskinnum og góðum minkaskinnum, svo ekki sé öllum ljóst, að um eftirlík- ingu sé að ræða. 5. Að lega íslands og loftslag er sérstaklega hentugt fyrir loð- dýrarækt. 6. Að fóður loðdýra hér á landi hlýtur að verða miklu ó- dýrara en t. d. hjá Norðmönn- um, sem þó eru stærstu fram- leiðendur af silfurrefaskinnum 1 heiminum. Aðstaða okkar íslendinga tll þess að framleiða grávöru, hlýtur því að vera miklum mun betri en nágrannaþjóða okkar, og ég tel það skyldu að nota þessa aðstöðu eins vel og frek- ast má verða, til þess meðal annars, að bæta afkomu ein- staklinganna, sérstakl. bænd- anna, og til þess að auka verð- mæti útfluttrar vöru úr land- inu. Hvorutveggja þessa er mik- il þörf. En hér koma hinir svartsýnu og segja: Það er tóm vitleysa og jafnvel stórhættulegt, að vera að fást við þessa loðdýra- rækt. Skinnin geta fallið og orðið svo lítils virði, að stórtap verði á framleiðslunni, og kven- fólkið getur jafnvel stelnhætt að nota refaskinn eða ganga í loðkápum o. s. frv. — Það er víst, að verð á skinn- um getur fallið og hækkað á víxl, eins og allar aðrar vörur — jafnvel eins og gullið — sem seldar eru á heimsmarkaðinum. En hitt er eins vist, að kven fólkið hættir aldrei, á meðan það getur á fótunum staðið, að klæðast fallegri grávöru, og suðu og hitunar, — þarf ca. 82 miljónir kílówattstunda, og er sú tala fundin út með því, að ganga út frá 857 hitaeiningum í kíló- wattstund, en úr einu kg. af kol- um notast 2000 hitaeiningar. Þarf þannig 2332 kílówattstundir til þess að samsvara einu tonni af kolum. Nú mun það yfirleitt vera reynslan þar sem um upphitun er að ræða með rafmagni, að þá notist frá 1700—2500 stundir úr árskílówattinu. Samt má gera ráð fyrir hækkun stundafjöldans smámsaman eftir því, sem menn komast upp á jafnari notkun, t. d. með því að nota hitann á nóttunni, og reikna ég því með hærri tölunni eða 2500 stundum úr árskílówattinu. Með því að deila 2500 í þær 82 miljónir kíló- wattstunda, sem að framan er sýnt að þurfi samtals til að hita upp Reykjavík, þá sýnir það sig, að 32.800 kílówatt þurfa að vera til ráðstöfunar. En sú kílówatta- tala mun svara nokkurnvegin til 50 þúsund hestafla. Nú vill svo vel til að ein af áætlunum þeirra verkfræðing- anna Berdals og Nissens um virkjun i Sogi, er um það að virkja saman írufoss og Kistu- foss og mundi sú stöð geta fram- leitt 53 þúsund hestöfl, eða mið- að við orkuna komna til Reykja- víkur, samsvarandi 34—35 þús. kílówöttum. Áætlun verkfræð- inganna um Ljósafoss-stöðina stóð, að heita mátti, alveg heima við tilboð þau, sem ári síðar fengust í hana og voru tekin. Það er þessvegna full ástæða til að ætla, að jafn vel megi treysta áætlun þeirra um írufoss— í! ’ Kistufoss-stöðina, enda eru þeir kunnir sem framúrskarandi á- reiðanlegir verkfræðingar. Þessi 53 þúsund hestafla stöð, átti, eftir þeirra útreikningi að kosta 10 miljónir 700 þúsund krónur. Víð þá upphæð þarf svo að bæta leiðslum til Reykjavikur, og nokkurri aukningu á spenni- stöðvum og má telja sennilegt að sá kostnaður yrði ekki mikið yf- ir 2 miljónir 300 þúsund krónur. Vegna þess að verðlag mun vera nokkuð hærra nú á sumu efni til stöðvarinnar og að nokkru leyti á vinnu, vil ég gera ráð fyrir, að bæta þurfi einni miljón króna við vegna þess, og verður þannig 53 þúsund hestafla stöðin með öllu tilheyrandi komin upp í 14 miljónir króna. Slíkar vatns- orkustöðvar endast marga tugi ára, og þurfa afar lítið viðhald og endurnýjun. Ætti því að vera óhætt að taka 30—40 ára lán til slíkrar stöðvar, en ég vil þó eigi gera ráð fyrir að tekið sé lengra lán til þessarar nýju stöðvar, en til byggingar Sogsstöðvarinnar, sem sé til rúmlega 20 ára. Sam- tals upphæð vaxta og afborgana af því láni er ca. 7,2% af láns- upphæðinni á ári. Sé nú gert ráð fyrir sömu lengd lánstímans og sömu kjörum um lán til nýrrar stöðvar, verða árlegar greiðslur vaxta og afborgana af 14 mil- jóna láni 1.008.000 kr. Reksturs- kostnaður við slíka stöð er frem- ur lítill. Reksturskostnaður Sogsstöðvarinnar er nú ca. 100 þúsund krónur á ári, og þarf varla að gera ráð fyrir, að rekst- urskostnaður hinnar nýju stöðv- ar fari mikið fram úr því, enda þótt stöðin sé stærri, en þó vil ég reikna hann 140 þúsund krón- ur á ári. Alls þarf því að borga fyrir 53 þúsund hestöfl (34—35 þús. kílówött) af raforku, ca. 1150 þúsund krónur á ári. Áður hefir verið gengið út frá þvi, að verðmæti kola, sem notuð eru í Reykjavík til upphitunar og suðu, muni vera um 1155 þúsund krónur á ári. Sést af þessu, að sparnaður á kolum, reiknuðum með því verði sem þau kosta komin I höfn á Reykjavík, greið- ir árlega allan kostnað, vexti og afborganir af slíkri rafstöð. En þó er ekki nema hálfsögð sagan. Með því að aðeins eru notaðar 2500 stundir úr árskílówattinu, sem er 8760 stundir, verða af- gangs úr hverju kílówatti, sem hafa má til annara nota, 6260 kílówattstundir. Þessa raf- orku verður að visu erfitt að nota út í æsar, en ef gera má ráð fyrir, að hér rísi upp stóriðn- aður, sem þarf á ódýrri raforku að halda, gæti vel hugsast, að hægt væri að nota allt upp I 7500 stundir úr árskílówatti. Þannig verða umfram orku til hitunar 5000 stundir úr hverju kílówatti til ráðstöfunar á ári eða, miðað við 34 þúsund kílówatta stöð, 170.000.000 kílówattstundir, sem fást fyrir ekki neitt. Til saman- burðar má geta þess, að Elliða- árstöðin mun aldrei hafa fram- leitt meira en 7—8 miljónir kíló- wattstunda á ári, en í því sam- bandi bera þess þó að gæta, að árleg stundanotkun hefir aldrei [ komist verulega hátt í þeirri stöð. Verð á kílówattstund til hitunar verður líka mjög ódýrt, þótt ekkert verð sé reiknað fyrir þá orku sem fæst til annars, eða tæplega 1 y2 eyrir kílówattstund- in. Rannsóknir, sem nýlega hafa farið fram í Þrándheiml í Nor- egi, hafa leitt í ljós, að ef allar nýtízkuaðferðir eru hafðar um upphitun og raforkan spöruð með hitatemprunarmælum (ther mostats), þá má raforkan kosta allt að því 3 norska aura, miðað við verð á kolum í Þrándheimi, en það mun vera nokkru lægra en hér. Eftir því að dæma, ætti 3—4 aura verða pr. kwst. á raf- orku tll hitunar að vera eins ó- dýrt og kol ef rétt er að farið með upphitun. Nú er það vitaskuld svo, að upphitun húsa í Reykjavík með raforku mundi verða fram- kvæmd á nokkuð margvislegan hátt. Nýjustu aðferöir um upp- hitun með rafmagni munu aðal- lega vera að nota lághitaofna (hitun á elementum innan við 100 stig). í Ameríku er farið að nota allmikið rafhitun með heitu lofti. Þar sem mistöðvar eru í húsum, verður sjálfsagt í vissum tilfellum heppilegt að hita upp vatnið með raforku. Enn þekkjast þær aðferðlr að hita gólf, veggi og loft 1 húsum, en þær munu vera á byrjunar- stigi. En tækni I rafhitun fleyg- ir fram á hverju ári. Það er ekki hægt að umbæta mikið að- ferðir til að hita upp með heitu vatni, en með því að hita upp með raforku, getur maður búizt við þvi að fljótlega þekkist mik- ið heppilegri aðferðir en nú eru kunnar til að nota raforkuna til hitunar. Tilraunir munu nú m. a. vera gerðar í Sviss með að leysa hita úr venjulegu köldu vatni og ef slíkar aðferðir yrðu fullkomn- ar, gæti farið svo, að Reykjavík yrði hituð upp með þvi að leysa hita úr sjónum. En hvað sem kann að verða fundið upp í framtiðinni i þessu efni, þá er hitt þó víst, að þær aöferðír, sem nú þegar eru þekktar og þaulreyndar um upphitun með raforku, eru nægilega góðar til þess að nota raforku á mjög hagkvæman hátt til upphitunar. IX. Af því sem að framaa en sagt,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.