Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 4
148 TlMINN þess vegna verður sú vara ávalt framleidd fyrir heimsmarkað- inn, án tillits til þess, hvað rætt er og ritað um þessi mál. Verðið á silfurrefaskinnum hefir fallið allmikið síðastliðin 4 ár eða frá um 150 kr norskar meðalverð 1934 í 103 kr. norsk- ar meðalverð 1938. Árið 1931 var verð á silfurrefaskinnum þó lítið eitt hærra en nú, eða um 106 kr. norskar. En silfurrefaskinn hafa ekki verið ein um að lækka á heims- markaðinum, önnur skinnvara hefir líka stórlækkað, t. d. sauðagærur, og ullin hefir lækk- að um allt að því helming frá árinu 1937. Enginn minnist þó á, að hætta sauðfjárræktinni af þeim ástæðum. Grávara fellur og stígur eft- ir verðlagi á heimsmarkaðinum eins og öll önnur vara. Framboð og eftirspurn skapar verðlagið á hverjum tíma. Þegar verðið er lágt, þá hætta þeir framleið- endur, sem hafa dýrasta fram- leiðsluna. Hinir halda áfram með hagnaði og fá sérstakan hagnað þegar verðið hækkar aftur. Meðalverð á silfurrefaskinn- um á heimsmarkaðinum er nú, eins og ég áður hefi tekið fram, um kr. 103 norskar, eða tæpar 115 kr. íslenzkar. Síðast- liðið ár var mjög lítið drepið af silfurrefum hér á landi og flest dýrin sem drepin voru, höfðu fengið dauðadóm við merkingu síðastliðið haust. Af þessum lé- legu skinnum sendi ég nokkur á uppboð Hudsen’s Bay Co. Lond- on. Meðalverðið á þessum lélegu skinnum reyndist um 90 kr. og þegar þetta verð fékkst fyrir al- lélegasta úrkastið, sem til er hér á landi, er ekki ósennilegt, að meðalverð á öllum silfurrefa- hvolpaskinnum síðastliðið haust hefði komizt upp í kring um kr. 150 ísl., ef tekinn hefði verið feldur af þeim öllum. Það sem við þurfum að gera, er að vanda lífdýravalið, og þeir sem byrja á loðdýrarækt eiga aðeins að kaupa góð og ljós dýr. Þá þarf ekki að kvíða fyrir framtíðinni. Ennfremur verðum við ávalt að vanda fóðrun og hirðingu eins og frekast er unnt. Það sem fyrir okkur liggur, er því, að nota hin ágætu skil- yrði fyrir loðdýrarækt, sem sennilega hvergi eru eins góð og á voru landi þegar á allt er lit- má draga eftirfarandi ályktanir: 1. Upphitun Reykjavíkur með raforku, borgar sig, miðað við núverandi kolaeyðslu. 2. Feikilega mikil raforka verður afgangs, sem nota má til stóriðnaðar, sem þarf mikið og mjög ódýrt rafmagn. Kemur þar til greina framleiðsla á tilbúnum áburði, sementsgerð, aluminium- vinnsla, klæðagerð o. s. frv. Þetta verður að teljast stórkostlega mikil meðmæli með því, að taka upphitun með raforku fram yfir aðrar aðferðir. 3. Með rafhitun tryggjum vér oss það, að geta notað þær fram- farir, sem verða um upphitun með rafmagni, en lítilla eða engra framfara að vænta um upphitun með laugavatni. Ég hefi nú valið þann kost, að reikna dæmið út frá byggingu nýrrar stöðvar við írufoss og Kistufoss. En það eru líka til aðrar leiðir, sem þarf vitaskuld að bera saman, áður en 1 virkjun yrði ráðizt. T. d. mætti hugsa sér að halda áfram að fullvirkja Ljósafoss-stöðina og byrja síðan á írufoss-Kistufoss-stöðinni, eða annari stöð, sem tiltækilegt þætti að reisa við Sog. Mætti þannig framkvæma virkjunina stig af stigi á segjum 5—10 ár- um Mundi það vitaskuld auð- -- ---—^ —^ —-, Lykillinn að hagkvæmum viðskiptum í Reykjavík er að fara fyrst í ið, nota þau til fullnustu til gagns fyrir einstaklingana og þjóðina í heild. Leíðrétting Til frekari upplýsingar um kjötverð í Noregi samanborið við kjötverðið hér, skal tekið fram eftirfarandi: 1. Kjötverðið, sem nefnt er í greininni, er á þeim tíma, sem verðlag er hæst í Noregi. Á haustin er það ætíð lægra. 2. f Noregi kemur verð allrar skepnunnar fram f kjötverðinu, því skinn og innmatur er tek- inn í sláturhúsa- og sölukostn- að. Ritstj. Bjarni í Hólmi (Frh. af 1. síSu.J urinn í Vestur-Skaftafellssýslu, sem keypti og fékk þangað vöru- bíl, sem hann notaði þar til flutninga. Þá var Bjarni, eins og oftar, mikið umtalaður maður. Honum tókst það einnig vel, og sýndi hann þar með reynslunni, að bílarnir áttu fullt erindi í Skaftafellssýsluna. Árið 1936 setti Bjarni upp frystihús í Hólmi, af eigin ram- leik og án þess að fá nokkurs- staðar styrk. Bjarni þurfti eng- an sérfræðing í frystivélum, til að koma frystihúsinu upp. Hann gerði það allt sjálfur, hann gerði og meira, hann smíðaði mikið af „spirölum" frystihússins. í sambandi við frystihús þetta, fór fram, á síðastliðnu hausti, sauðfjárslátrun í Hólmi. Bjarni frysti kjötið jafnóðum, um 200 skrokka á sólarhring, sem síðan voru fluttir frosnir til Reykja- víkur, um 300 km. leið. Það tókst vel. Nú í sumar var Bjarní að vinna að því að stækka rafmagnsstöð sína í Hólmi stórlega. Hann var nýbúinn að Ijúka því verki. — Einnig var hann að stækka frystihúsið, þannig að hann gæti fryst þar að minnsta kosti 600 skrokka á sólarhring. Frystivél- arnar og efni í „spiralana" var hann búinn að flytja austur að Hólmi. Allt átti að vera fullbúið um miðjan þennan mánuð. Því miður entist honum ekki aldur til þess. Einnig var Bjarni með margar rafmagnsstöðvar í und- irbúningi, sem hann ætlaði aö koma upp í haust. Þar er því skarð fyrir skildi, þar sem hann er allt í einu fallinn frá. Bjarni var framúrskarandi at- hafnamaður. Hann vann oft 16 til 18 klukkustundir á sólarhring, heima og heiman, þó einkum þegar hann var að setja upp raf- magnsstöðvarnar. Þá vinnu sína kallaði hann „dagsverk“ og tók velda allar f járútveganir og ef til vill gera oss þannig kleift að framkvæma virkjunina á auð- veldari hátt en með því að byggja allt í einu lagi. Það er vafalaust, aö mikið auðveldara er að fá lán til jafn- vel 14 miljóna rafstöðvar, ef hægt er að sýna fram á að hún beri sig, heldur en til hitaveitu, sem hefir ýmsa óþekkta „fak- tora“ inni að halda Um rafstöð þarf enginn vafi eða áhætta að vera. Um byggingu þeirra er fengin mjög mikil reynsla. Fjár- málamönnum eru slík fyrirtæki svo kunn, að ef hæfir menn eru látnir gera áætlanirnar, geta þeir treyst því nokkurnvegin að útkoman verði nokkuð lík því, sem áætlunin var. Við þetta bætist það, að Sogið er jafn framúrskarandi vel fallið til virkjunar, sem það er. Ég tel það vafalítið, að t. d. í Svíþjóð sé mikið auðveldara að fá fé til raf- virkjunar en til hitaveitu, vegna þess, að rafmagnsiðnaðurinn þar í landi mundi fá mikið að gera við að framleiða vélar og efni í slíka rafstöð. Sænsk framleiðslu- fyrirtæki hafa sennilega ekki eins mikið áhuga fyrir að fram- leiða efni til hitaveitu, ef þau þá geta framleitt það alltsaman í þar í landi. Það hefir sýnt sig, að aldrei meir en 10 kr. fyrir „dags- verkið“. Bjarni var hvers manns hug- ljúfi. Hann var hjálpfús og greið vikinn með afbrigðum. Hann var félagslyndur og frjálslyndur í skoðunum. Hann hefir um fleiri ár og var til síðasta dags, for- maður í Framsóknarfélagi Vest- ur-Skaftfellinga. Hann átti einnig sæti í miðstjórn Fram- sóknarflokksins. Saga íslands mun lengi minn- ast Bjarna í Hólmi. Hann var mikilmenni og göfugmenni. Eg átti því láni að fagna að vera vinur Bjarna í Hólmi og það frá barnæsku. Það var ómetan- legur styrkur, að eiga hann fyrir vin. Hann var vinafastur, sannur og einlægur. Eg veit, að vináttu- bönd okkar slitna ekki, þó hann sé nú farinn til æðri heima. Bjarni í Hólmi, hví ertu far- inn? Hvers vegna varstu hrifinn frá okkur svona fljótt? Við von- uðum að mega njóta krafta þinna vel og lengi ennþá. Hin æðri, voldugu máttar- og stjórn- arvöld eru hér að verki. Þó okk- ur, sem skammt sjáum og eig- um erfitt með að skilja ör- lögin, virðist, að mikið hafir þú átt óunnið hér, þá segir okkur hugur um, að þú hafir verið tek- inn frá okkur til að framkvæma miklu æðri og fullkomnari störf, í hinum miklu huliðsheimum. — Við vitum, að hin æðsta stjórn er rétt og þess vegna sættum við okkur við þá hina miklu breyt- ingu. Bjarni í Hómi, minning þín lifir minning, sem sól um sumar hvílir yfir. Helgi Lárusson. Hann hóf st fyrir áskap- aðan manndóm Þótt Bjarni á Hólmi hafi um mörg ár veriö þjóðkunnur mað- ur, þá skortir vísast á, að allur almenningur geri sér þess grein, hvílikur afreksmaður er til moldar hniginn, nú þegar hann fellur frá á léttasta skeiði ald- urs síns. Hann er fæddur og upp alinn í einni afskekktustu byggð landsins. Hann nýtur engrar skólamenntunar. Hann hefst fyrir áskapaðan manndóm og snilligáfu í fremstu röð í einni vandasömustu tæknigrein hins nýja tíma. Samhliða er hann fyrirmyndarbóndi í byggöarlagi sínu, sem á erfiðum árum stjórnar uppgangsbúi, en jafn- framt einn helzti forgöngu- maður í félagsmálum héraðsins og frjór í tillögum um hagi landsins í heild. Svo var hann óvenjulega vel Ljósafossstöðin ætlar að veröa lyftistöng iðnaðar hér á landi, þótt í smáum stíl sé enn. Virkjun 50 þúsund hestafla í viðbót í Soginu, mundi skapa hér mögu- leika fyrir nýja framtíðarat- vinnuvegi, sem fáa hefir ennþá dreymt um. Hver einasti athug- ull útlendingur, sem hingað kemur, rekur strax augun í hina verðmætu vatnsorku vora. Vér eigum ekki að vera blindir fyrir gildi hennar. Þetta er ekki sagt til að draga á neinn hátt úr hinu geysilega verðmæti, sem vér eig- um í hinum heitu uppsprettum vorum, en allt verður að mælast á skynseminnar mælikvarða. Þó að heitt vatn sé framúrskarandi til notkunar, fyrst og fremst á þeim stað þar sem það kemur upp, þá er ekki endilega sagt, að raforka sé ekki betri, þegar um það er að ræða, að flytja orkuna til langar leiðir. Ég vii að lokum ítreka það, sem ég hefi sagt hér að framan, að það á aö gera nákvæmar áætlanir um alla þá möguleika, sem fyrir hendi eru um hitun Reykjavíkur. Annað er ekki frambærilegt. Reykjavíkurbær má ekki \ið því að stíga fleiri víxlspor í þessu stórmáli, Sigurður' Jónasson. af guði gerður, að heita mátti að honum yrði aldrei ráðafátt. Er rétt að segja frá því hér, að engum nákunnugum kemur til hugar, að furðuverkið á Mýr- dalssandi, þegar sandköfnum togaranum var siglt til hafs, hefði nokkurntíma átt sér stað, ef hugkvæmni og snilligáfu Bjarna á Hólmi hefði ekki not- ið við. Eru þau, sem betur fer, mörg afrekin, sem unnin hafa verið, af íslenzkum heimalningum, mörg setningin og ljóðlínan, sem eftir þeim hefir verið höfð á undanfarinni tíð. Trúin á landið fer vaxandi með hverju ári, að sama skapi og þekkingunni á náttúrufari þess og auðlegð, og tækninni við að gera sér þessi miklu gæði undirgefin. En þó verður manni bjartast fyrir augum, þegar maður hug- leiðir hversu mikill manndóm- ur og snilli mörgum góðum dreng með þjóðinni hefir verið í blóð borið. Og Bjarni í Hólmi verður einn þeirra, sem slíka birtu ber inn í framtíðarviðhorf kynslóðanna, hvarvetna þar sem sagan af honum verður sögð. Og hún verður sögð — sögð vel, og sögð lengi. G. M. Bændaíörin (Framhald af 1. síðu.) nætti. Rétt áður en samsætinu lauk, stóð Einar Árnason al- þingismaður á Eyrarlandi upp og skýrði frá því, að sessunaut- ur sinn, ein sunnlenzka konan, Arnheiður Böðvarsdóttir, hefði spurt sig að því, hvort ekki myndi vera hægt aö fá að skoða kvennaskólann á Laugalandi. Bauðst hann til þess að fara með þeim, konum eða öðrum, sem þangaö vildu fara, en vegna þess að þetta væri krókur, yrðu sennilega þeir sömu að sleppa því að fara fram að Saurbæ i heimboð, sem Búnaðarfélag Saurbæj arhrepps hafði gert gestunum. Var þetta boð Einars þakkað af konunum. Stein- grímur búnaðarmálastjóri not- aði tækifærið til að biðja þær konur, sem hugsuðu til ferðar með Einari, að hitta sig síðar um kvöldið, til að vita hvað margar konur ætluðu sér að fara. Þá var þetta kveðið: Stæltur er hann Steingrímur og stór hefur ’ann völdin. Heimtar ’ann allar húsfreyjur að hitta sig á kvöldin. í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Eftir ágæta gistingu og vær- an svefn, byrjuðu gestirnir á því að fara suður í Gróðrarstöð og skoða hana undir leiðsögu Ólafs Jónssonar. Reyndu gest- irnir að njóta sem bezt þessa stutta tíma, sem þeir höfðu til að skoða þennan undurfagra stað í höfuðstað Norðurlands, sem hvergi er hægt að fá að sjá líkan hér á Suðurlandi. Gróðr- arstöðin á Akureyri, trjágarð- urinn þar, og Slúttnes við Mý- vatn eru þeir staðir, sem við Sunnlendingar höfum ekkert til samanburðar hér sunnanlands, og er bezt að játa það hrein- skilnislega. Á Akureyri er það mannshöndin og náttúran til samans, en í Slútnesi er það náttúran ein, sem skákar Suð- urlandi. Ólafur Jónsson skýrði margt fyrir ferðafólkinu í ágætri ræðu, sem hann hélt í gróðrarstöðinni. Reynirinn taldi hann að hefði þroskazt þar bezt, þar næst lævirkjatréð, þá björk og sízt rauðgreni. Þeim sem hefðu hug á að gróður- setja tré sjálfir lieima ráðlagði hann það að planta þétt, því Reykjavik. Sími 1249. Ni&ursuðuverksmiðja, ReykJhús. alltaf mætti gresja síðarmeir. Það heyrðist mér á máli manna þarna í gróðrarstöðinni á Ak- ureyri og í skrúðgarðinum þar, að einkis óskuðu menn sér fremur, en þeir ættu ofurlítið brot af þessari fegurð og gagni heima á býlunum sínum. Gest- irnir voru hrifnir og sælir þessa góðu morgunstund. Og illa er ég svikinn, ef hvergi lifnar vísir, sem verður að stóru tré hér á Suðurlandi, eftir þessa dag- stund, sem við dvöldum á Akur- eyri. Þá var gott að hafa kon- urnar með; þeim er bezt trú- andi til þess að rækta það fagra. Framhald. „Niðurskurður“ (Frh. af 1. síOu.) nefna framlagið til nýbýla, sem er 155 þús. kr., óafturkræfa byggingarstyrkinn, sem er 125 þús. kr„ framlagið til búfjár- ræktar, sem er 60 þús. kr„ aukin framlög til skógræktar, meiri- háttar framræslu, fyrirhleðslna á vatnasvæðum, ný framlög til klaksjóðs, loðdýraræktar, rann- sóknardeildar landbúnaðarins o. fl. Þá er á fjárlögum næsta árs um 600 þús. kr. kostnaður vegna mæðiveikinnar, og er um % hlutar þeirrar fjárhæðar Símnefni: Sláturfélag. Bjúgnagerð, Frystlhás. Fjárhrútar eru nokkrir til sölu, eins og vant er, á fjárbúinu á Rangá næsta haust. Rangá 20. ágúst 1938. Björn Hallsson. eingöngu varið til stuðnings bændum. Þá er einnig 250 þús. kr. framlag til kreppulánasjóðs, sem ekki var stofnaður 1932. Landbúnaðurinn fær þess vegna margfalt meiri opinber framlög nú en hann fékk 1932. Bændur vita líka, að þessi rógskrif um „niðurskurð“ á framlögum til landbúnaðarins birtast ekki í íhaldsblööunum vegna þess, að þau séu sann- leikanum samkvæm eða íhaldið beri mál landbúnaðarins fyrir brjósti. Þau eru einn liðurinn í hinu nazistisku vinnubrögðum heildsalanna, að lofa öllum stéttum gulli og grænum skóg- um meðan þeir eru að komast til valda. En ef því marki yrði náð, myndu efndirnar verða aðrar og þá fyrst myndi verða hægt að tala um niðurskurð á framlögum til landbúnaðarins. Ritstjóri Gísli Guðmundsson. PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Framleiðir og selur 1 heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrlr gseði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostar og smjör frá itfjólfeurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.