Tíminn - 09.09.1938, Page 1

Tíminn - 09.09.1938, Page 1
XXII. ár. .......-r^.i - ■ Bvík, föstudaginn 9. sept. 1938. Héðinn Valdimarsson og skípti hans við Framsóknarflokkínn i. Nýlega hefir sá atburður gerzt, að Héðni Valdimarssyni hefir verið vikið úr Alþýðuflokknum fyrir ótilhlýðilegan áróður að sameinast kommúnistum. Þau átök, sem um þetta verða, varða að vísu socialista að langmestu leyti. En af því að Héðinn Váldi- marsson hefir um nálega 20 ára skeið starfað að landsmál- um, oft í keppni og andstöðu, en stundum í félagi við Fram- sóknarflokkinn, þá er margs að minnast úr þeim skiptum og gott yfirlit frá þeim tímamótum, sem standa yfir. Héðinn er auk þess líklegur til,sökum allrar aðstöðu, að halda áfram einhverskonar forgöngu í félagsmálum, og má ef til vill að nokkru leiða getum að hversu honum muni farnast, af því sem liðið er. Fyrir Fram- sóknarmenn, sem um fram allt vinna að friðsamlegri þróun í landinu, er snúningur H. V. yfir til flokks, sem byggir starf sitt á byltingarhyggju og tekur skip- unum um íslenzk mál frá er- lendum pólitískum valdamönn- um, eingöngu áhyggjuefni. Þyk- ir mér þess vegna skylda til bera, vegna samherja minna, og þeirra málefna er við vinnum að sameiginlega, að skýra nokkuð ítarlega frá viðhorfi H. V. til Framsóknarflokksins eins og það hefir komið fram í verkum hans á undangengnum árum. II. Héðinn Valdimarsson er Þingeyingur og Húnvetningur að ætterni. Faðir hans og móðir hafa engi verið þjóð- kunn fyrir merkileg andleg störf. Faðir hans, Valdimar Ásmundsson, var um langt skeið ritstjóri Fjallkonunnar, en móðirin, Bríet Bjarnhéðins- dóttir var ritstjóri Kvenna- blaðsins og höfuðforvígiskona í kvenréttindabaráttunni hér á landi. Fjallkonan var vikublað og í litlu formi, en sennilega bezta dagblað, sem enn hefir verið gefið út á íslandi. Valdi- mar var skarpgáfaður maður, sjálfmenntaður en fjöllesinn, ritfær í bezta lagi, skáldmæltur og hæðinn. í hinu litla rúmi í blaði sínu kom hann fyrir furðulega miklu af innlendum og erlendum fréttum, greinum um atvinnumál og þjóðmál, rit- dómum, kvæðum og þjóðlegum fræðum. Auk þess undirbjó hann útgáfu íslendingasagna fyrir Sigurð Kristjánsson og vann að mörgum þvílikum fræðaverkum. Lítið liggur eftir hann í bundnu máli, en það er vitað, að hann muni vera til hálfs höfundur Alþingisrímn- anna. Lagði hann til kýmnina og efnið, en Guðmundur Guð- mundsson hið listræna form. Er samvinna þessara manna í það sinn svo merkileg, að lengi og víða má leita að jafnvel leystu samstarfi. Yfirburðir Valdimars Ásmundssonar lágu í því, hve Fjailkonan var fullkomin sem menningar- og fréttablað. í stjórnmálum var Fjallkonan á- hrifalítil. Ritstjórinn var að vísu frjálslyndur, en fremur á- hugalítill og reikull í skoðunum. Bríet Bj arnhéðinsdóttir var að vísu vel ritfær, en ekki list- ræn og listhneigð eins og mað- ur hennar. En í sínu mikla á- hugamáli, baráttunni fyrir jafnrétti kvenna í þjóðfélaginu, var hún einhuga fram á elliár. Var hin þrautseiga forganga hennar áhrifamikil, þó að tíð- arandinn og meðfædd frelsis- hneigð íslendinga gæfu brátt þann byr í seglin, sem með þurfti. Ekki tókst Bríet að fá þá viðurkenningu hjá konum landsins, sem hún raunar átti skilið. Eftir að konur höfðu fengið atkvæðisrétt, reyndi hún nokkrum sinnum að vinna þingsæti með tilstyrk kvenna, en það mistókst rreð öllu. Jafn- vel þær konur sem viðurkenndu að hún hefði kvenna mest beitt sér fyrir kosningarrétti kvenna, vildu þó ekki fela henni fram- kvæmd mála sinna á löggjafar- þinginu. Sonur þessara hjóna eríði, svo sem vonlegt var, mikið af eigin- leikum foreldra sinna. Héðinn Valdimarsson var snemma nám- fús í bezta lagi. í barnaskólan- um þótti bera á rithöfundar- hæfileikum, sem minntu á föð- ur hans, sem þó hefir ekki gætt síðar. Hann lauk góðu prófi í menntaskólanum, stundaði hagfræði í Kaupmannahöfn með Garðstyrk og fékk þar góða viðurkenningu. Vann nokkuð í íslenzku stjórnardeild- inni hjá Jóni Krabbe og fékk þar nokkra verklega æfingu. Á miðjum stríðstímanum sótti H. V. um og fékk undirmannsem- bætti í hagstofunni í Reykjavík. Var það að vísu lágt launað, en var annars talið samboðið ung- um, reynslulausum hagfræðingi. H. V. tók þó aldrei það embætti. Áður en til þess kom, bar straumur atvikanna hann í nánd við Framsóknarflokkinn. Breytti það lífsstarfi hans á eftirminnilegan hátt. III. Þegar H. V. kom til landsins og átti samkvæmt ákvörðun Jóns Magnússonar að taka við aðstoðarmannsembætti í Hag- stofunni hafði Framsóknar- flokkurinn unnið sinn fyrsta kosningasigur haustið 1916. Skömmu síðar varð Sigurður Jónsson í Yztafelli ráðherra at- vinnumála og bankamála. Var starfsvið hans langsamlega mest og umfangsríkast af stjórnardeildunum. Fylgi flokks- ins var nálega allt í hinum dreifðu byggðum. í Reykjavík var talið að utan um ráðherr- ann stæði fámennur hópur ut- anþingsmanna, er andstæðing- arnir nefndu oft „Tímaklíku“. Það var Hallgrímur Kristinsson, Jón Árnason og við Guðbrandur Magnússon. Nokkru síðar bætt- ist Tryggvi Þórhallsson í þenn- an margumtalaða félagsskap. Samkomulag var gott milli hins aldraða samvinnuleiðtoga, sem var atvinnumálaráðherra, og þessara manna. Tímamenn- irnir komu með nýjar hugsjón- ir og ný vinnubrögð inn í Al- þingi og hvíta húsið við L<ækj- artorg. Einhver þýðingar- mesta nýjung þeirra var að í vali á trúnaðarmönnum til op- inberra starfa spurðu þeir hvorkí um ætt eða uppruna, ekki um próf eða embættisald- ur, nema að því leyti sem lands- lög heimtuðu. Þeir spurðu fyrst og fremst um hæfileika, dugn- að og áhuga. Þannig fara allir framsýnir menn að á tímum mikilla breytinga, þegar ný stétt tekur við völdum og á- byrgð í fyrsta sinn. Gamlir menn eins og Sigurður í Yzta- felli eða sr. Ejörn á Dverga- steini eða kornungir menn eins og Héðinn Valdimarsson, Ey- steinn Jónsson og Runólfur Sveinsson og fjölmargir aðrir sem ekki verða hér taldir, hafa tekið við miklum trúnaði fyrir atbeina Framsóknarflokksins, án þess undirbúnings, sem kyrrstöðumenn telja nauðsyn- lega þeim sem fá trúnaðar- störf í þágu almennings. Áður en hér var komið höfðu Framsóknarmenn haft allmik- inn undirbúning um stofnun vikublaðs í Reykjavík. Bjarni Ásgeirsson þekkti Héðinn Valdi- marsson frá unglingsárum og hafði leitt í tal þann möguleika að H. V. settist í þann sess við Tímann, sem Tr. Þ. fyllti síðar. En ekki varð það nema umtal eitt og mun H. V. hafa skilið rétt þá strax, að hann ætti ekki sér geðfelda samleið með sam- vinnubændum í pólitískri bar- áttu. Sigurður í Yztafelli tók við yf- var í niðurlægingu frá undan- gengnum árum, og mátti heita forstöðulaus. Sáu Framsóknar- menn að ekki var annars kostur en að gerbreyta landsverzlun- inni, og einkum að láta hana fá lífræna forstöðu. Jón Árnason lagði til að H. V. yrði um stund- arsakir settur yfir fyrirtækið, þótt ungur væri. Mætti þá fá honum meðhjálp síðar, ef hann næði ekki út yfir störfin. H. V. tók við forstöðunni. Óx lands- verzlunin svo sem við mátti bú- ast af ytri kringumstæðum og fyrir áhuga samvinnumanna. Kaupmenn ýfðust mjög við all- ar þessar aðgerðir og beindu skeytum sínum mjög að hinum unga forstjóra. Kom til heiftúð- ugra æsinga gegn honum. Náði sú bylgja hámarki sínu á hin- um svonefnda „sykurfundi". Þótti þá sýnt að H. V. gæti ekki einn stjórnað fyrirtækinu, með- fram af hinni almennu póli- tísku aðstöðu í landinu. Voru þá settir yfir landsverzlunina þrír af þekktustu og reyndustu við- skiptaforkólfum landsins, Hall- grímur Kristinsson, Magnús Kristjánsson og Aug. Flygen- ring. H. V. varð skrifstofustjórl. Hann komst strax á laun kaup- sýslumanna, en ekki embættis- manna. Mun hann þegar frá byrjun starfa sinna við lands- verzlun hafa haft þreföld laun mín við kenriaraskólann. Ekki þurfti H. V. að kæra yfir að illa væri að honum búið um fjár- greiðslu. IV. Fyrir H. V. mátti það heita sama og að vinna stóran hlut í happdrætti, að kynnast djörf- um umbótaflokki, sem var þá að prófa hvert mannsefni, sem gat verið liðtækt. Næsta happ hans í skjóli Framsóknar- flokksins var að fá Magnús Kristjánsson sem yfirmann. Um mörg ár var M. Kr. í raun og veru einskonar fósturfaðir Héð- ins Valdimarssonar, og undir á- hrifum M. Kr. sýnist Héðinn hafa þroskazt mest og helzt orðið gagn að hæfileikum hans fyrir aðra en sjálfan hann. Eftir að heimsstyrjöldinni lauk dró landsverzlun mjög saman seglin. Tveir af forstjór- unum hættu þar störfum og hurfu að fyrirtækjum sínum. Magnús Kristjánsson hélt á- fram landsverzluninni það sem hún var. Guðm. Vilhjálmsson erindreki Sambandsins í Edin- borg náði þá fyrir Sambandíð skiptum við British Petroleum um olíu, en innan skamms tók M. Kr. að sér verzlunina með olí- una, og fóru þau viðskipti hrað- vaxandi. Fyrir M. Kr. var olíu- verzlunin frelsisbarátta fyrir sjómenn og útgerðarmenn móti ameríska hringnum. Frá hálfu M. Kr. var ekki um að ræða nein veilusöm tök við andstæð- inginn, heldur hina hörðustu baráttu. Allur Framsóknar- flokkurinn stóð að baki M. Kr. í þessari frelsisbaráttu fyrir út- veginn. H. V. var liðtækur starfsmaður 1 fyrirtækinu, en hafði þar enga sérstaka þýðingu að öðru leyti. Árið 1921 kom Magnús Guðmundsson á einka- sölu með tóbak til ágóða fyrir ríkissjóð, og árið eftir fékk Framsóknarflokkurinn Klemens Jónsson til að taka einkasölu á allri steinolíu, sem flutt var til landsins. M. Kr. stýrð1! báðum þessum einkasölum með mikilli röggsemi, en Héðinn var að- stoðarmaður hans. Leið svo fram til 1924. Þá hafði íhalds- flokkurinn meirihluta á þingi og lagði niður báðar einkasölurnar til að þóknast kaupmönnum. Framsóknarmenn undu illa þessum málalokum, því að þeir töldu aðra einkasöluna hafa gefið ríkissjóði heppilegar tekj- ur, en hina hafa verið bjargráð fyrir útveginn. Voru nú stofnuð tvö hlutafélög til að bjarga leif- um þessara tveggja fyrritækja úr höndum andstæðinganna. Framsóknarmenn og nokkrir menn úr öðrum flokkum áttu þar hlut að máli. Olíuverzlunin gat, eins og Framsóknarmenn litu á málið, aldrei verið gróðafyrirtæki. Öll þeirra barátta var um að fá olíu handa útveginum með sann- virði. Tóbaksverzlunin var hins- vegar öruggt gróðafyrirtæki og gaf mikinn arð til hluthafanna. En þegar Framsóknarmenn höfðu aðstöðu til, tóku þeir aft- ur upp einkasölu á tóbaki og á- kváðu um leið að nokkuð mikið af tekjum hennar skyldi ganga til að húsa bæi í sveitum og byggj a verkamannabústaði við sjóinn. Smátt og smátt fékk Héðinn Valdimarsson í sínar hendur forstöðu olíuverzlunarinnar. En 1 höndum hans breyttist hún algerlega frá því takmarki, sem M. Kr. og flokksmenn hans höfðu stefnt að. íhaldsmenn koma upp hinni stórfelldu olíu- geymslu, sem kennd er við Shell. Héðinn reyndi í fyrstu nokkra samkeppni en varð brátt að gef- ast upp og hafa samtök um verð- ið við Shell. Varð olíuverðið nú aftur svipað og það hafði verið áður en M. Kr. hóf baráttu sína móti Standard Oil. H. V. eignaðist smátt og smátt mjög mikið af hlutunum í Olíuverzl- un íslands, og sýndi engan lit á að taka olíumálið sömu tök- um og Framsóknarmenn tó- baksgróðann. Héðinn varð al- gerlega hliðsettur forráða- mönnum Shell úr íhaldsflokkn- um enda voru fyrirtækin runn- in saman erlendis. Með hverju ári varð olían óþægilegri út- gjaldaliður fyrir útveginn. En að sama skapi hækkuðu tekjur H. V. af þessu fyrirtæki. Eftir því sem árin liðu og einkum eftir fráfall M. Kr. varð tvi- skinningurinn í lífi H. V. meir og meir áberandi. Annarsvegar var hann socialisti, og bar- áttumaður um kauphækkun verkamanna og sjómanna, og taldi sig þar eðlilegan forsvars- mann. En samhliða þessu stýrði hann einskonar einkasölu, sem gaf honum sjálfum alveg ó- venjulegar árstekjur, á kostnað hinna aðþrengdu sjómanna og verkamanna, sem hann barðist fyrir á hafnarbakkanum. Þessi tvískinnungur náði lengra en í persónu H. V. Klofning Alþýðu- flokksins' má að nokkru leyti rekja til þessarar tvískiptingar í persónu eins af áróðursmönn- um verkamannahreyfingarinn- ar. Mikið af þeim æskumönnum, sem hafa látið fleka sig inn í byltingarhreyfinguna hafa tal- ið sér óljúft að vera í þeim verkamannaflokki, þar sem einn af leiðtogunum væri stór- gróðamaður af verðhárri olíu. Jafnframt þessu var Alþýðufl. vitanlega ekki hægt um vik að hefja baráttu fyrir nýrri sókn í olíumálinu, með Héðinn sem sérstakan áhrifamann í flokkn- um. Hefir öll sú viðleitni, sem reynd hefir verið á undanförn- um árum til að lækka verð á olíu og benzíni ekki fengið neinn flokkslegan stuðning, nema frá Framsóknarmönnum. Og síðasta átakið að útvega Vestmannaeyingum innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi fyrir 800 smálestum af oliu, varð að stór- feldu óánægjuefni fyrir H. V. Það er vafamál hvort nokkur atburður á síðustu misserum hefir haft jafnmikil áhrif á H. V. eins og samkeppni frá olíu- tönkunum í Vestmannaeyjum. Fundu samflokksmenn hans það glögglega í átökum þeim, sem 38. blað urðu um menn og málefni áð- ur en honum var vikið úr flokknum. V. Ólafur Friðriksson hafði byrj- að verkamannahreyfinguna í Reykjavík nokkrum árum áður en H. V. hafði lokið námi. En Héðinn kom skjótt inn í verka- mannafélagið Dagsbrún og varð seinna meir um langt skeið formaður þess. Um mörg ár voru þeir Ólafur Friðriksson og H. V. mestir áróðursmenn í fé- laginu, utan verkamannastétt- arinnar. Enginn efaðist um trúnað Ólafs við málstað hinna fátæku. En um H. V. voru skoð- anirnar alltaf og eru enn mjög skiptar. Sumir rnenn halda að hann hafi gengið í verkamanna- flokkinn eingöngu í þröngu eiginhagsmunaskyni, að honum hafi verið alveg sama í hvaða flokki og með hvaða stefnu hann var, aðeins ef stefnan lyfti hon- um til valda og fjár. Hin skoðun- in er að H. V. hafi frá upphafi verið einlægur fylgismaður jafn- aðarstefnunnar, og sé það með nokkrum hætti enn. Ef til vill verður aldrei úr þessu skorið til fulls. En allar líkur benda til aö hann hafi engan hagnað haft af verkamannahreyfingunni, sem ekki var hægt að fá annarstaðar. Aðalhneigð beggja foreldranna var í frjálslynda átt. Með því að ganga í Framsóknarflokkinn 1918, eða í Mbl.-flokkinn er ekki sýnilegt annað en H. V. hefði getað fengið þær mannvirðing- ar, sem hann hefir náð með fé- lagsskap sínum við verkamenn. Að öllu samtöldu hefði hann vafalaust átt bezt heima í íhalds flokknum, þar sem hann átölu- laust af fylgismönnum sínum, og án þess að vekja á sér óþægilega eftirtekt, getað verið þingmaður Reykvíkinga, stjórnandi olíu- verzlunar og haft af því árlegar tekjur á við tíu verkamenn, og daglega notið peninga eins og venjulegur stuðningsmaður Mbl. En nú fór H. V. aðra leið. Hann gengur í fararbrodd öreiganna, og nú að síðustu í brjóstfylkingu hinn allra samfærðustu allsleys- ingja, sem eftir skipun frá Moskva einbeita kröftum sínum að því að brjóta niður hlekki auðvaldsins. En jafnframt þessu stendur hann að verki við hlið forstjóranna i Shell-félaginu og smíðar hinar römmustu auð- valdskeðjur um hendur og fætur islenzkra sjómanna. Atvikin hafa hagað því svo að á morgni starfsdagsins hefir hann lagt út á veginn með öreigunum, en að kveldi tekið sér náttstað hjá því fólki, sem kommúnistar eru van- ir að nefna auðvald. Á hinum fyrstu baráttuárum verkamanna stóð H. V. við hlið Jóns Baldvinssonar og Ólafs Friðrikssonar. Viðleitni þeirra allra og Alþýðuflokksins yfirleitt var einhliða. Þeir og samherjar þeirra lögðu alla sína krafta fram til að hækka dagkaup verkamanna á sjó og landi. En þeir lögðu litla stund á aðra um- bótaviðleitni verkamönnum til handa. Þegar Framsóknarmenn stofnuðu hinn svonefnda Ingi- marsskóla til að veita sonum og dætrum hinna fátækari stétta höfuðstaðarins hagnýta fræðslu,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.