Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 2
146 TÍMINN og settu yfir þennan skóla mann, sem bæði var vel gefinn, vel menntur og að lífsskoðun fylgj- andi viðreisn hina fátækari stétta, þá lét Alþýðuflokkurinn og leiðtogar hans sér fátt um finnast. Skólans var nálega aldrei getið í blaði flokksins og hvorki H. V. eða aðrir af leið- togum flokksins sýndu nokkurn skilning á því, að með þvl að hlynna að þessum skóla, og vekja samhug og skilning á starfi hans, var hinum fátækari stéttum í bænum veittur stuðningur í menningarbaráttu sinni, sem engin efnalítil stétt getur án verið. Að einu leyti sýndi H. V. viðleitni í rétta átt fram yfir marga af samherjum sínum. Hann var með allmörgum Fram- raun, sem gerð var kring um 1920 til að bæta verzlunarkjör al- mennings í bænum með kaupfé- lagsskap. Sú tilraun misheppn- aðist án þess að honum eða öðr- um sem beitt höfðu sér fyrir fé- lagsstofnuninni, væri um að kenna. Eftir þann árekstur lagði H. V. árar í bát með að lyfta verkamönnum með andlegri vakningu eða alhliða átökum. Kaupkröfurnar, verkföll og vinnustöðvanir með ofbeldi, þeg- ar því var að skipta, urðu eftir þetta nálega það eina, sem hon- um sjálfum var hugstætt til við- réttingar öreigunum í landinu. Á þennan hátt varð H. V. þrátt fyrir sína góðu hagfræðismennt- un einn af aðalhöfundum dýrtíðarinnar í kaupstöðum og kauptúnum landsins, samhliða forkólfum íhaldsins, sem hækkað hafa lönd og lóðir, hús og vöru, þangað til að núverandi áfanga er náð, þar sem mikill hluti ís- lenzkrar framleiðslu er svo dýr að þjóðin er ekki samkeppnisfær við nábúa sína, sem minna hafa lagt stund á að auka dýrtíðina í sinum löndum. VI. Ástand verklýðshreyflngar- innar nú sem stendur ber að mörgu leyti merki þess, að H. V. og margir af samherjum hans hafa byggt félagsmála- húsið á sandi. Við kosningarnar 1937 fylgdi þriðji hver verka- maður stefnu sem lýtur valdi harðstjórnar í framandi stór- veidí. Og sá hluti verkamanna- stéttarinnaT, sem stóð á þjóð- legum grundvelli, hefir skipzt í tvo hluta, sem berast á bana- spjótum með mikilli hörku. Þessi raunalega niðurstaða af tuttugu ára starfi kemur af þvi að H. V. hefir nálega allan tím- ann, sem hann hefir unnið að verklýðshreyfingunni, unnið að því að safna liði saman með fjárhagslegum lausatökum, en lagt litla stund á andlegu hlið- ina á viðreisnarstarfi vinnandi manna. Hirðuleysið og stuðn- ingsleysið við Ingimarsskólann er að því leyti táknrænt. Val H. V. á mönnum til vandasamra starfa, er á sömu leið. Út frá kaupgjaldsbaráttunni, þar sem allir eru taldir jafnir, hvort sem þeir vinna vel eða illa, svíkjast um eða gera verk sitt með trú- mennsku, virðist H. V. hafa komizt á vélræna skoðun um mátt manna til andlegra starfa og forustu í félagsmálum. Á þann hátt hefir hann safnað um sig sveit manna, eins og Jóni Sigurðssyni erindreka, Þorsteini Péturssyni, Guðm. Ó. Guðmundssyni, Óskari í Hafn- arfirði, Kristíníusi Arndal o. s. frv. Sú staðreynd, að nokkuð af þessum mönnum hefir nú í bili yfirgefið hann, sannar enn- fremur hve litla dómgreind sá maður hefir, sem setur þvílíkt lið til vandasamra mannvirð- inga, þar með talinn erindrekst- ur erlendis. Sagan um Þorstein Pétursson og hina nýju vegsemd hans í Dagsbrún bregður ljósi yfir þennan höfuðágalla í dóm- greind H. V. Hann hefir tekið Þ. P. ungan í þjónustu sína við olíuverzlunina, en eftir nokkra stund sannast á hann ýmiskon- ar reiðuleysi, þar á meðal kom að lokum, að fé, sem hann gætti vantaði í sjóðinn. Var hann þá sviftur starfi, sem vonlegt var. Tók hann síðan að hneigjast að kommúnisma, var af þeim á- stæðum, sem líka mátti telja eðlilegt, rekinn úr Alþýðu- flokknum. En í vetur, þegar H. V. vildi gjarnan taka aftur að sér formennsku í Dagsbrún, og gerir í því skyni bandalag við kommúnista í félaginu, þá geng- ur hann inn á að mæla með því að einn af dyggustu starfs- mönnum Dagsbrúnar, sem lengi hafði unnið að fjárgæzlu fyrir Hann bar ekki ábyrgð á verk- félagið, yrði felldur frá starfi sínu og í hans stað kosinn forn- kunningi hans, Þorsteinn Pét- ursson. Sú staðreynd, að Þ. P. hafði ekki gætt betur starfa síns en raun varð á, hefði átt að vera nægileg sönnun þess, að hann ætti ekki að vera settur til að varðveita þá sjóði eyrar- vinnumannanna, sem þeir draga saman með sjálfsfórn og miklum erfiðleikum. Dagsbrún- armönnum ofbauð svo þessi blindni, að þeir settu upp nýjan lista með sínum gamla trúnað- armanni. En svo mikil deyfð og óáran er í félaginu út af svift- ingum H. V. um þessar mund- ir, að Þ. P. sigraði, en með litlum meirihluta. Það er enginn vafi á, að kommúnistar hafa heimtað Þ. P. í þessa trúnaðarstöðu, til þess að óvirða Dagsbrún og Al- þýðuflokkinn, en alveg sérstak- lega í því skyni, að sýna vald sitt yfir „olíukónginum“, sem þeir höfðu lengi látið verða fyr- ir hörðum dómum. Að H. V. gekk inn á þessa kröfu, án þess að kommúnistar hafi raunveru- lega nokkra aðstöðu til að beygja hann opinberlega enn sem komið er, sýnir eingöngu alveg óskiljanlega vöntun í dómgreind hans við að fást við vandamál með lýðræðisaðferö- um, þar sem hver maður verður að geta gefið frambærilega skýringu á því hversu þeir fara með trúnaðarvald fyrir aðra menn. Skýringin á þessu litla atviki er um leið skýring á veikleika verklýðssamtakanna. Við liðs- drátt verkamanna 1 undangeng- in tuttugu ár, hefir verið lögð allt of einhliða áherZla á einn þátt, hinn peningalega, kaup- ið mælt í krónum. Andstæðing- ar verkamanna hafa síðan auk- íð dýrtíðina jöfnum höndum við kaupið, svo að hin raunverulega fátækt breytist ekki svo að nokkru verulegu nemi, alira sízt, þegar litið er á hið vaxandi atvinnuleysi, sem dýrtíðin skap- ar. En ef lyfta á fátækri, sundr- andi og niðurbeygðri stétt til á- hrifa, valda, og sjálfsforræðis, þá er meir en helmingur starfs- ins andleg ræktun, með vaxandi kröfum ekki aðeins um þekk- ingu heldur alveg sér 1 lagi um manngildi. Það er fljótgert að safna liði með háværum lof- orðum um skjótan fjárhagsleg- an ágóða. En það er erfitt að halda slíku liði saman með hagnaðarvoninni einni, þegar foringjarnir þujrfa að leiða slík- ar sveitir yfir vegleysur og eyði- merkur í áttina til hins fjar- læga en fyrirheitna lands. VII. Sú meinloka um mannleg málefni, sem kom H. V. til að safna um sig liðsmönnum sem voru honum ósamboðnir bæði um náttúrlega greind og mennt- un, varð verkamannahreyfing- unni til óhappa á annan hátt. Þegar H. V. dró sig um stund í hlé frá stjórn Dagsbrúnar, réði hann þvi að þar var settur í formannssess maður, sem skorti nokkurnveginn allt sem leiðtogi í slíku félagi þarf að hafa. All- ir bjuggust við að hann gæti ekki sagt eða gert neitt nema að hafa fyrst spurt húsbónda sinn í o^íuverzluninni til ráða. En þessi augljósa vanmáttartil- finning kom viðvaningnum til að taka stórar ákvarðanir þegar H. V. var ekki í bænum, til þess að allir gætu séð, að hann væri fullkomlega fær um að vinna þau stjórnarstörf, sem honum höfðu verið falin. Gasstöðvar- verkfallið nafntogaða var ein af þessum tilraunum skjólstæð- ings H. V., þar sem hann vildi sanna hæfileika sína til forustu. Almennt var skuldinni fyrir þetta bjánalega tiltæki skellt á H. V., en það var alveg rangt. fallinu, nema meö því að hafa valið Dagsbrún svo óhæfan leiðtoga, sem raun bar þá vitni um. Það er stutt skref frá því að velja óhæfa menn til vanda- samra aðgerða og að vera móti hæfum mönnum til að vinna verk, sem þeir gera betur en aðrir. H. V. var trúr aðalstefnu sinni í þessu efni. Hann hefir ekki eingöngu reist og endur- reist Þorstein Pétursson og marga menn af hans tægi til mannaforráða, heldur hefir hann með mikilli kostgæfni flæmt úr áhrifastöðu í flokkn- um menn, sem lengi höfðu unn- ið þar með trú og dyggð og í þeim hópi eru ekki fáir af þekktustu mönnum í verka- mannahreyfingunni. Til þess að verða útlægur ger á því þingi, þurfti ekki annað til sakar að vinna, en að vilja ekki í einu og öllu samþykkja tillögur og gerð- ir H. V. um þau efni, sem hon- um þóttu máli skipta. Ef til vill var þessi þáttur í pólitískri starfsemi H. V. einna hættuleg- astur í viðreisnarstarfi verka- manna. Sjálfur var hann að vísu ötull og lagði árum saman mikla vinnu í stjórn Dagsbrún- ar. En enginn maður kemur til leiðar miklu verki með sinni vinnu einni. í félagsmálum af- kasta þeir mestu verki, sem bezta hæfileika hafa til að fá marga menn til að vinna hin erfiðu störf, þannig, að þeir hafi sjálfir ánægju af áreynsl- unni og ábyrgðinni, sem fylgir verkinu. Hér er ekki rúm til að nefna nema fáa af þeim mönnum, sem H. V. hefir lagt stund á að gera áhrifalitla eða áhrifalausa í verkamannasamtökunum. Fel- ix Guðmundsson og Björn Blön- dal höfðu báðir unnið af mik- illi ósérplægni að verkamanna- málum, en H. V. þoldi ekki sjálfstæði þeirra og þeir hurfu út í yztu rönd mannvirðinga í fiokknum. Ingimar Jónsson, sem er einn af hyggnustu mönnum í foringjaliði flokksins, var varla kvaddur til mála nema í mikilli neyð. Guðm. R. Oddsson, sem sýnt hefir mikinn dugnað við forstöðu Alþýðubrauðgerðar- innar var nú nýverið settur úr bæjarstjórn til að rýma fyrir nýliða frá kommúnistum. En meiri sviftingar hafa þó orðið um þrjá landskunna menn: Ól- af Friðrilcsson, Sigurð Jónasson og Jón Baldvinsson. Þá menn alla hefir H. V. sumpart hrakið úr flokknum eða reynt að svifta þá áhrifum um forustu. Síðasti þátturinn í þeim leik er nær- tækur, þar sem H. V. beitti sér fyrir því að Jón Baldvinsson yrði rækur ger úr Dagsbrún. Var við þær aðgerðir beitt þeim ruddaskap og ofsa, sem vænta mátti, að fram kæmi í félags- málaaðgerðum, þar sem H. V. og kommúnistar höfðu nægan styrk til að gera það sem þótti við eiga og voru í fyrsta sinn að sýna mátt sinn sameiginlega. Verkamannaleiðtoga í öðrum kaupstöðum hefir Héðinn einnig reynt að náurlægja, ef þeir voru honum að einhverju leyti and- vígir. Má nefna sem dæmi Kjart- an Ólafsson og Erling Friðjóns- son. VIII. Ólafur Friðriksson var búinn að grundvalla verkamannaflokk- inn og stefnu hans, þegar H. V. flutti í bæinn og fékk störf í landsverzluninni. Þeir unnu saman um langa stund, en nokk- uð með mismunandi hætti. Ólaf- ur hugsaði eingöngu um mál- efni verkamanna, en aldrei um sinn eiginn hag, öryggi eða framtíð. H. V. hafði alltaf hug- ann meir en að hálfu leyti fastan við sína persónulegu hagsmuni. Á langri samferð hlaut svo að fara, sem fór. Hugsjónamannin- um var þokað til hliðar, og það því fremur sem hann stóð hverj- um manni framar í flokknum um áhuga og fimleik á málþing- um. H. V. sá að hann gat aldrei sveigt Ólaf Friðriksson í þjóns- aðstöðu við sig, og þar sem Ólaf- ur gætti ekkert að sínu öryggi, þá kom þar, eftir langa samleið að H. V. bolaði Ólafi nokkurn veginn út úr öllum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn, og sein- ast úr bæjarstjórninni, með að- stoð kommúnista. í hverjum flokki, þar sem litið hefði verið á eðlilega þróun og óeigingjörn starfsemi verið höfð í heiðri, myndi manni, sem hafði þvílíka sögulega verðleika og Ól- afur Friðriksson, mjög hafa ver- ið haldið til trúnaðarstarfa, með fram til að sýna, að sporgöngu- mennirnir kynnu hætti vel sið- aðra manna. H. V. fór þveröfugt að. í hans augum var hið póli- tíska tafl ekki fremur andlegt eða siðlegt, hendur en verzlun með dauða hluti. Alþýðuflokkurinn beið óbæt- anlegt tjón við framkomu sína viö stofnanda og brautryðjanda flokksins hér á landi. Og H. V. fann um alllanga stund ekki lít- il óþægindi við þessa gerð sína. Eftir að kommúnistar hófu harða sókn á H. V. í Dagsbrún, var hann sem formaður oft liðs- þurfi móti sífelldum og hlífðar- lausum áróðri þeirra. — Þá bjargaöi Óiafur Friðriksson mál- stað félagsins missirum saman, með ræðumennsku sinni og bar- áttufúsleik. En þegar Ólafi var ekki lengur vært í Dagsbrún fyr- ir ágengni og ruddaskap H. V., hætti stofnandi verkamanna- flokksins að sækja fundi. Stóð H. V. þá uppi sama sem einn og lét að síðustu bugast, svo sem nú er kunnugt orðið. Aðstaðan til Ólafs Friðrikssonar átti mik- inn þátt í að veikja Alþýðufl. og koma H. V. í vandræði, þar sem hann sér hvergi til lands. Sigurður Jónasson var jafn- aldri H. V. Hann hafði til að bera þá gáfu, sem Alþýðuflokknum var allra dýrmætust. En það var hæfileikinn til að reka fyrirtæki með ágóða. Sigurður hefir í einu óvenjulega mikið skapandi afl í fjármálum og ráðdeild í fram- kvæmdum. Það er mál manna, að Sigurður Jónasson vilji ekki sinna neinum fyrirtækjum nema þeim sem eru örugg að svara kostnaði og helzt gefa ágóða. Fyrir flokk, sem stefnir að þjóð- nýtingu, eru slíkir menn dýr- mætir. Án þeirra verður allur opinber rekstur til taps og tjóns. H. V. lagði öfund á Sigurð fyrir tvennt og hvorutveggja rang- lega. Hann átaldi Sigurð fyrir að stofna og starfrækja hlutafé- lög til auðsöfnunar og fyrir að vera gróðamaður sjálfur. Hvort- tveggja er talið ekki aðeins leyfi- legt, heldur jafnvel nauðsynlegt í nútíma þjóðskipulagi. Og H. V. haf ði lagt svo mikla stund á bæði þessi atriði, að hann byggði gróða sinn á því að selja með verulegum hagnaði nauðsynja- vöru sjómannastéttarinnar. H. V. bjó svo að Sigurði Jónassyni að honum varð óverandi í flokknum, og hrökklaðist burtu. Var Sigurður nokkra stund utan flokka, en vann að ýmsum á- hugamálum með Framsóknar- flokknum, unz hann gekk í flokkinn síðastliðinn vetur. Síð- an hefir hann haft forstöðu um byggingu hinnar nýjustu og til- tölulega fullkomnustu prent- smiðju í bænum, ef ekki er mið- að við stærð heldur gæði. í þess- ari prentsmiðju hafa samvinnu- menn landsins öruggan griða- stað. Var það þýðingarmikið verk, því að fyrir fáeinum árum lá við borð að andstæðingar Framsóknarmanna gætu útilok- að flokkinn frá að geta gefið út blöð eða bækur í höfuðstaðnum. Það verk, sem Sigurður Jónas- son hefir í hjáverkum sínum gert fyrir Framsóknarflokkinn á tæpu ári, er nálega ómetanlegt fyrir núverandi samstarfsmenn hans. Meðan Sigurður Jónasson var í Alþýðuflokknum, hratt þessi maður Sogsvirkjuninni í framkvæmd, en það er stærsta einstakt fyrirtæki á íslandi. Mega menn af þessu renna grun í, hve slysinn H. V. hefir verið í mannfórnum sinum. Nú stendur hann uppi mjög fáliðaður af mönnum, sem færir eru til and- legra átaka. IX. Allur sá áróður frá hendi H. V. til að ryðja úr vegi sínum á- huga- og áhrifamönnum í verkamannaflokknum hefir lamað hreyfinguna stórvægi- lega. En lokaátök H. V., upp- reist hans móti Jóni Baldvins- syni, hefir rofið fiokksheildina, og hversu sem fer, mun það kosta verkamannahreyfinguna mikið erfiði í mörg ár, að bæta úr afleiðingum þeirrar innan- landsstyrjaldar, sem nú geisar í fylkingu verkamanna. Jón Baldvinsson var eðlilegur leiðtogi I flokki lýðræðissinn- aðra verkamanna, eins og Jón Þorláksson var sjálfkjörinn leiðtogi í íhaldsflokki. Hvor um sig var vaxinn upp úr þeirri stétt, sem hann veitti forustu. Jón Þorláksson var samkeppn- ismaður að llfsskoðun, vel efn- aður og vel menntaður. Jón Baldvinsson var vaxinn upp í stétt hinna þroskuðu, vel menntu en fátæku iðnaðar- manna. Jón Baldvinsson var maður hóglátur, vinsæll, fram- sýnn og úrræðagóður sem leið- togi. — í 20 ár sigldi hann hinu veika og brothætta fleyi verkamannasamtakanna gegn- um brim og boða. För hans hefir ekki verið óslitin sigurför. En þróun verkamannasamtakanna undir forustu hans hefir verið hliðstæð við norræna reynslu. Jón Baldvinsson var góður ís- lendingur, eins og Nygaardsvold, Per Albin Hanson og Stauning eru góðir og traustir málefnum þjóða sinna. Ekkert var fjær Jóni Baldvinssyni en að gerast viljalaust verkfæri í höndum erlendra valdhafa. íslendingar, sem standa utan verkamanna- samtakanna, hafa oft ríkulega ástæðu til að líta öðrum augum á íslenzk málefni og úrlausnir þeirra, heldur en Jón Baldvins- son, og um það geta staðið harð- ar deilur. En þar sem hann var við stjórn mála, þurfti aldrei að óttast undirlægjuhátt við er- lent vald. í æfi H. V. er eins og brotalöm við fráfall Magnúsar Kristjáns- sonar. H. V. hafði lengi unnið undir handleiðslu hans og haft af því mikið gagn. H. V. tók að vísu mörg gönuskeið, þrátt fyrir aðhald M. Kr. Fyrir kosningar var H. V. þá eins og nú drukk- inn af sigurvímu, og fullur af barnalegu oftrausti um nálæga stórsigra, en að kosningum loknum hnípinn og vonbitinn, þegar hrakfarir komu í stað sigra. En H. V. beygði sig án þess að vita af því sjálfur fyrir hinni sterku karlmennsku M. Kr. og rétti sig aftur við eins og skip í stórsjó, í skjóli við ráð- deild fyrrverandi húsbónda og samstarfsmanns. En eftir fráfall M. Kr. hafði H. V. engan slíkan stuðning til að halda andlegu jafnvægi. Hann náði betra og betra taki á því, að hagnast sjálfur á olíuverzluninni og aukin fjár- ráð af því tægi leiddu til auk- ins yfirlætis og oftrausts á sjálfum sér. Fram að þeim tíma hafði hann nokkurnveginn sætt sig við að Jón Baldvinsson væri viðurkenndur foringi flokksins. Nú tók að vaxa hjá honum sú löngun að brjótast til valda sjálfur og ryðja Jóni úr vegi. Eitt af fyrstu átökunum var það, að á flokksþingi verka- manna, þar sem fulltrúar voru um 80, skipulagði H. V. uppreist gegn Jóni, sem formanni, og náði í 30 atkvæði, en Jón hafði 50. En þá reis mótalda gegn H. V., svo að honum varð ijóst, að hann gæti ekki rutt J. B. úr vegi á þann hátt. Tók hann þá að leggja meiri stund á að þreyta Jón með sífelldum óeirð- um og ofsafengnum átökum innan flokksins. Vilja margir kenna H. V. um, að, Jón Bald- vinsson var orðinn hvítur íyrir hærum löngu fyrir tímann. Kveldúlfsmálið í fyrravetur var ein af „bombum“ H. V., þar sem honum tókst með ofsa og of- beldi að ná undirtökum í flokknum í bili og steypa sér og samherjunum út í giftulaust æfintýri. Eftir kosningarnar vissi H. V., að honum var með réttu kennd mistökin, sem leiddu til ósigurs flokksins og að hann var á góðri leið aö verða áhrifalaus maður í lands- málum. Þá greip hann til þess ráðs að gera, með hjálp kom- múnista, þá uppreisn, sem nú stendur yfir, og sem í hans huga beindist fyrst og fremst að því, að ryðja J. B. úr vegi, sem for- ustumanni í verklýðssamtökun- um. Ágangur H. V. á J. B. hefir verið takmarkalaus hin síðari ár. Þegar J. B. hætti að vera landskjörinn, hrakti H. V. hann í algerlega vonlaust og mjög erfitt kjördæmi, og síðan norð- ur á Akureyri, í enn meira von- leysi. Þegar J. B. kom hættulega veikur heim í fyrravor, eftir slit og áreynslu kosninganna og varð að fara til útlanda, sem forseti Alþingis og sér til heilsubótar, byrjar H. V. þegar í stað að grafa undan honum, byrjar á uppreistarkenndan hátt leynda og opna samninga við kommún- ista um atriði, sem 13. þing verkamanna hafði harðbannað í eitt skipti fyrir öll fyrir tæpu ári. Uppreist H. V. hélzt siðan allt sumarið, haustið og vetur- inn og lauk með því, að þegar formaður verkamannaflokksins kom á fund í stærsta verka- mannafélagi landsins, veikur og þreyttur af áreynslu og áhyggj- um, þá sameinar H. V. kom- múnista, íhaldsmenn og léleg- asta hluta alþýðusamtakanna til siðlausrar framkomu og skríls- bragða af lægsta tægi. H. V. fékk J. B. rekinn úr félaginu með miklum atkvæðamun og miklu af kommúnistalátum. Heilsa J. B. hafði staðið á veik- um fæti hin seinni ár. Læknar sögðu honum, að ró og friður væri honum bezt lækning. En allmikill hluti af samherjum J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.